Showing 10348 results

Authority record

Ferðalag Jónu Kristófersdóttur um landið 1953

  • GPJ
  • Corporate body
  • 1953

Frá ferðalaginu segir Páll Arason í ævisögu sinni "Áfram skröltir hann þó" sem kom út 1983, skráð af Þorsteini Matthíassyni skólastjóra á Blönduósi.

Verkalýðsfélag Skagahrepps (1947)

  • HAH 10118
  • Corporate body
  • 1947

Félagið var stofnað 26. október 1947, starfaði í eitt ár og gekk síðan í Alþýðusamband Íslands 16. nóvember 1948.

Slysavarnardeild Þorbjörns Kólka (1951)

  • HAH 10119
  • Corporate body
  • 1951

Félagið var stofnað 15. desember 1951 og var félagssvæði þess í Skagahreppi. Félagið dró nafn sitt af Þorbirni Kólka hinum nafnkunna sægarpi.
Í fyrstu stjórnina voru kosnir:
Pétur Sveinsson, formaður
Gunnar Lárusson,
Sigurður Pálsson,
Kristinn Lárusson,
Ólafur Pálsson.
Endurskoðendur:
Friðgeir Eiríksson,
Þorgeir Sveinsson.

Málfundafélag Nesjamanna (1905)

  • HAH 10120
  • Corporate body
  • 1905

Félagið var stofnað árið 1905 og höfðu frumkvæði að stofnun félagsins þeir Guðmundur Ólafsson kennari, er dvaldi einn vetur við kennslu á Nesjum og Benedikt Benediktsson seinna verslunarstjóri á Kálfshamarsvík. Þann 5. jan. 1913 samþykkti félagið tillögu formanns síns, B. B., að byggja fundarhús á Kálfshamarsnesi. 1 stjórn með Benedikt voru þá: Guðlaugur Eiríksson póstur og Sigurður Jónsson, bóndi, Ósi, síðar bóndi á Mánaskál. Þeir E. Hemmert verzlunarstjóri og Karl Berndsen kaupmaður, báðir á Skagaströnd, afhentu félaginu grunnlóð undir húsið endurgjaldslaust á landi, sem þeir áttu á Kálfshamarsnesi. Hófst stjórn félagsins þegar handa og réði yfirsmið að húsinu, Sigmund Benediktsson, nú bónda að Björgum. 1 september sama ár var húsið fullgert. Var það timburhús á hlöðnum grunni. Vígslufagnaður í Samkomuhúsi Nesjamanna var haldinn 19. sept. 1913. Næsta
vetur, 1913—14, var húsið lánað fyrir barnakennslu og mun barnaskólinn hafa verið þar síðan á hverjum vetri. Þetta litla félagsheimili Nesjamanna var hið fyrsta sinnar tegundar í AusturHúnavatnssýslu. Liðu meira en tveir áratugir, þar til tvö önnur æskulýðsfélög í héraðinu byggðu sín fundahús. Ber þetta framtak þeirra Nesjamanna fagurt vitni um framsýni, einhug og fórnarvilja. Samhliða bættum starfsskilyrðum fyrir félagið var barnaskólanum búinn góður samastaður. Fyrir tólf árum síðan var húsið endurbætt og stækkað verulega.
Málfundafélag Nesjamanna barðist fyrir ýmsum umbótamálum í byggðarlaginu, svo sem samgöngubótum og ræktunarframkvæmdum o. fl., sem til framfara horfði.
En hvað hamlaði því, að svona áhugaríkt og athafnasamt félag tæki þátt í heildarsamtökum æskulýðsfélaganna í héraðinu?
Einfaldlega mikil vegalengd og torsótt. Af félagssvæðinu til höfuðstöðva sambandsins á Blönduósi eru um 60 km, og leiðin ekki bílfær fyrr en á fimmta tugi aldarinnar.
Á síðari árum hafa þeir bræður Sigurður og Ólafur Pálssynir í Króksseli og Friðgeir Eiríksson bóndi, Sviðningi, skipað stjórn félagsins.
Friðgeir hefur verið í stjórninni yfir þrjátíu ár. Nú er félag Nesjamanna fámennt, því að byggðin þarna hefur eyðst mjög á síðari árum.

Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps (1911)

  • HAH 10123
  • Corporate body
  • 1911

Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.
Ekki er meira vitað um þetta félag annað en reynt var að endurvekja það sem Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps árið 1927, síðan er ekki ljóst hvað varð um félagið.

Héraðsskjalasafn Kópavogs (2000)

  • HAH 10124
  • Corporate body
  • 2000

Héraðsskjalasafn Kópavogs var stofnað 12. desember árið 2000. Aðdragandi stofnunar þess var Bæjarskjalasafn Kópavogs sem starfaði á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.
Leo W. Ingason var héraðsskjalavörður frá stofnun árið 2000 til 2005.
Hrafn Sveinbjarnarson hefur verið héraðsskjalavörður frá því í ársbyrjun 2006.

Blönduóskirkjugarður (1900)

  • HAH-10117
  • Corporate body
  • 1900

Kirkjugarðinum var valinn staður ofan brekkunnar sem gamla kirkjan stendur undir. Fyrst í stað var hann einungis girtur af með vírneti á tréstólpum en þá þegar var gert ráð fyrir steingirðingu. Garðurinn var um 24 metrar á hvorn veg og tilbúinn til notkunar haustið 1900, fyrst var jarðað í honum 22. nóvember það ár. Garðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum í tímans rás og er nú girðing úr steinsteypu umhverfis hann með skrautflúri mótuðu í vegginn. Við sáluhliðið er steyptur rammi eða gluggi þar sem í hangir lítil klukka. Er sú klukka fengin frá Þjóðminjasafni Íslands árið 1939 í stað fornrar klukku, sem fyrr hékk í sáluhliði garðsins en kom þá til safnsins. Vafalítið er hún fengin notuð frá kirkju, en ekki verður séð hvaðan.

Steintröll á Íslandi

  • HAH00003a
  • Corporate body
  • 874 -

Drangar og steinmyndanir sem hafa á sér þjóðsagnarblæ

Aðalból í Hrafnkelsdal

  • HAH00004
  • Corporate body
  • 1880-

Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Fólk getur því fetað í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu.
Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalabóli í Hrafnkelsdal. Bærinn er staðsettur efst í dalnum og þar má sjá haug Hrafnkells. Í nágrenni hafa fundist fornir gripir sem hafa styrkt sannleiksgildi þessarar sögu. Í dag er rekin ferðamannaþjónusta á Aðalbóli og árlega er Hrafnkelsdagurinn á Aðalbóli haldinn hátíðlegur þar sem fetað er í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu, leikjum, hannyrðum, grillaðri "faxasteik", fróðleik o.fl. 

Aðalból í er innsti bær í Jökuldalshreppi og meðal þeirra bæja, sem eru lengst frá sjó álandinu, 100 km í Héraðsflóa og 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þekktur úr sögu Hrafnkels Hallfreðarsonar Freysgoða. Hrafnkelssaga er meðal styttri Íslendingasagna og þótti trúverðug, m.a. vegna heils söguþráðar og ýkjulausrar frásagnar, en margir hafa dregið hana í efa á síðari tímum.

Minjar um búsetu í Hrafnkelsdal til forna hafa fundizt á Aðalbóli og annars staðar og örnefni í landi bæjarins minna á söguna. Samkvæmt henni hafði Hrafnkell goðorð í Hrafnkelsdal og Jökuldal. Hann var mikill fyrir sér og var „ójafnaðarmaður mikill, en menntur vel". Hann hafði gefið hestinn Freyfaxa Frey til jafns á móti sér, því hann hafði miklar mætur á því goði, og lagt bann við að aðrir riðu hestinum en hann sjálfur.

Smali hans vann sér það til óhelgi að ríða hestinum og Hrafnkell drap hann umsvifalaust eins og hann hafði heitið. Af þessum sökum var Hrafnkell dæmdur sekur og missti jörð og goðorð. Hann settist að á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og náði eignum sínum aftur og bjó að Aðalbóli til dauðadags. Gambramýrar eru í landi Aðalbóls og þar örlar á jarðhita. Upp úr Hrafnkelsdal liggur jeppavegur inn á Vesturöræfi að Snæfellsskála og Eyjabökkum.

Akranes

  • HAH00005
  • Corporate body
  • 1942 -

Akraneskaupstaður er kaupstaður á Skipaskaga á Vesturlandi og var áður kallaður Skipaskagi, enn í daglegu tali Skaginn. Þar bjuggu 6.754 manns þann 1. desember 2015.

Akranes heitir í raun allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og trónir Akrafjall á því miðju. Nesið skiptist frá fornu fari milli tveggja hreppa: Akraneshrepps að sunnan og vestan og Skilmannahrepps norðan og austan. Á 19. öld fór að myndast þéttbýli í kringum sjósókn og verslun á Skipaskaga yst á nesinu. Árið 1885 var ákveðið að skipta Akraneshreppi í tvennt vegna hinna ólíku hagsmuna þéttbýlisins og sveitarinnar. Varð kauptúnið og næsta nágrenni þess að Ytri-Akraneshreppi en sveitin inn með Akrafjalli að Innri-Akraneshreppi. Ytri-Akraneshreppur hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942 og hét eftir það Akraneskaupstaður.

Enn í dag er sjávarútvegur mikilvægasti atvinnuvegur bæjarins en verslun er einnig mikilvæg svo og iðnaður. Í bænum er sementsverksmiðja sem starfrækt hefur verið síðan á 6. áratug 20. aldar og á Grundartanga skammt frá bænum er álver sem starfað hefur síðan 1998.

Knattspyrna hefur lengi verið í hávegum höfð á Akranesi og lið bæjarins, ÍA, hefur löngum verið í fremstu röð á Íslandi.

Hvalfjarðargöngin sem vígð voru 1998 voru mikil samgöngubót fyrir Akranes og styttu verulega akstursleiðina til Reykjavíkur. Með tilkomu þeirra hætti Akraborgin siglingum sínum milli Reykjavíkur og Akraness.

Akraneskirkja

  • HAH00006
  • Corporate body
  • 1896 -

Yfirsmiður og hönnuður Akraneskirkju var Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum. Hann kom á sinni tíð að mörgum kirkjubyggingum hér á landi og var brautryðjandi í þróun nýs byggingarforms íslenskra kirkna.

Akraneskirkja er timburhús, átthyrningur að grunnfleti, 21,40 m að lengd og 9,00 m á breidd. Hornsneiðingar eru 4,50 m að lengd en framhlið og kórbak eru 3,30 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er burstsettur áttstrendur turn með oddbogaglugga á hverri hlið. Á honum er há áttstrend spíra. Undir turni er breiður ferstrendur stallur og á honum flatt þak girt handriði. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með fimm tvípósta krossgluggum undir oddboga, hver þeirra með 12 rúðum. Stærri 15 rúðu gluggi er á hverri hinna fjögurra sneiðinga og dyr undir glugganum á suðausturhlið. Á framhlið turns eru tveir samlægir gluggar yfir kirkjudyrum og einn stærri yfir þeim. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og gluggi undir oddboga yfir.

Í forkirkju eru stigar til sönglofts yfir forkirkju og fremsta hluta framkirkju og setsvala fram með hliðum. Að framkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og gangur inn af þeim að kór sem hafinn er upp yfir kirkjugólf um fjögur þrep. Þverbekkir eru í framkirkju hvorum megin gangs og á setsvölum. Framkirkjan er þrískipa, stoðir standa á kirkjugólfi og bera setsvalir og oddbogahvelfingu yfir miðhluta framkirkju. Á mörkum framkirkju og kórs eru fjórir oddbogar og undir þeim fjórar stoðir og veggstoð hvorum megin altaris og oddbogahvelfingar yfir. Skrúðhús er að kórbaki sem nemur lengingu kirkjunnar. Veggir eru klæddir sléttum plötum og hvelfingar múrhúðaðar. Kirkjan er skreytt trúarlegum táknmyndum, einkum hvelfingar.

Listakonan, Greta Björnsson, skreytti kirkjuna að innan árið 1966. Altaristaflan, sem er frá 1870, er máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Frummynd af henni er í Dómkirkjunni í Reykjavík. Altarið var smíðað af Ármanni Þórðarsyni sem var fyrsti organisti kirkjunnar. Þetta var sveinsstykki hans í trésmíðanámi. Yfir kirkjuskipinu er fimm arma olíuljósahjálmur sem hinn þjóðkunni athafnamaður, Thor Jensen, gaf kirkjunni þegar hún var vígð. Hjálmurinn er endurgerður af Pétri Jónssyni. Tvær lágmyndir prýða kórveggi Akraneskirkju; afsteypur eftir Bertil Thorvaldsen, gefnar af sr. Jóni M. Guðjónssyni og fjölskyldu hans. Sú stærri nefnist Kristur í Emmaus og sú minni Móðurást. Hinn landskunni listamaður, Ríkarður Jónsson, skar út skírnarfontinn. Skírnarskálin er elsti munur kirkjunnar og má rekja aldur hennar með vissu til ársins 1724. Hún var í gamla skírnarfontinum í Garðakirkju sem kom frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Tvö pípuorgel hafa verið í Akraneskirkju. Hið fyrra, sem var þýskt og 13 radda, var tekið í notkun 1960. Núverandi orgel kom í kirkjuna 1988. Það er 32 radda og smíðað í Danmörku. Fyrir 1960 var notast við fótstigið harmoníum sem nú er varðveitt á Byggðasafninu að Görðum.

Akureyri

  • HAH00007
  • Corporate body
  • 1778 -

Landnámabók greinir frá því að fyrsti landneminn á svæðinu var Helgi „magri“ Eyvindarson sem kom þangað á 9. öld. Elstu heimildir um nafnið Akureyri eru þó frá 1562 en þá féll dómur á staðnum yfir konu fyrir að hafa sængað hjá karli án þess að hafa giftingarvottorð.

Á 17. öld tóku danskir kaupmenn að reisa búðir sínar á sjálfri Akureyri sem var ein af nokkrum eyrum sem sköguðu út í Pollinn. Þeir völdu staðinn vegna afbragðs hafnarskilyrða og einnig vegna þess að héraðið er og var gjöfult landbúnaðarsvæði en dönsku kaupmennirnir sóttust einkum eftir ull og kjöti. Dönsku kaupmennirnir bjuggu þó ekki á Akureyri allt árið á þessum tíma heldur læstu þeir húsum sínum og yfirgáfu staðinn yfir vetrartímann.

Árið 1778 var fyrsta íbúðarhúsið reist á staðnum og varanleg búseta hófst. 8 árum síðar fékk bærinn kaupstaðarréttindi ásamt fimm öðrum bæjum á Íslandi. Þetta var að undirlagi Danakonungs en hann vildi reyna að efla hag Íslands með því að hvetja til þéttbýlismyndunar þar en slíkt var þá nánast óþekkt á landinu. Akureyri stækkaði þó ekki við þetta og missti kaupstaðarréttindin 1836 en náði þeim aftur 1862 og klauf sig þá frá Hrafnagilshreppi, þá hófst vöxtur Akureyrar fyrir alvöru og mörk Akureyrarbæjar og Hrafnagilshrepps voru færð nokkrum sinnum enn eftir því sem bærinn stækkaði. Bændur í Eyjafirði voru þá farnir að bindast samtökum til að styrkja stöðu sína gagnvart dönsku kaupmönnunum, uppúr því varð Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) stofnað. KEA átti mikinn þátt í vexti bæjarins, á vegum þess voru rekin mörg iðnfyrirtæki í bænum sem mörg sérhæfðu sig í úrvinnslu landbúnaðarafurða. Árið 1954 var mörkum Akureyrarbæjar og Glæsibæjarhrepps breytt þannig að það þéttbýli sem tekið var að myndast handan Glerár teldist til Akureyrar, þar hefur nú byggst upp Glerárhverfi.

Á síðasta áratug 20. aldar tók Akureyri miklum breytingum, framleiðsluiðnaðurinn sem hafði verið grunnurinn undir bænum lét töluvert á sjá og KEA dró verulega úr umsvifum sínum. Meiri umsvif í verslun og þjónustu, ferðaþjónustu, sjávarútvegi og Háskólinn á Akureyri hafa nú komið í stað iðnaðarins að miklu leyti. Hríseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ 2004 en í kosningum í október 2005 var tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði hafnað á Akureyri. Grímseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ 2009.

Á Akureyri hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1881.
Akureyri stendur við botn Eyjafjarðar við Pollinn en svo er sjórinn milli Oddeyrar og ósa Eyjafjarðarár kallaður. Í gegnum bæinn rennur Glerá sem aðskilur Glerárhverfi (Þorpið) frá öðrum bæjarhlutum. Önnur hverfi bæjarins eru Oddeyri, Brekkan, Naustahverfi, Innbærinn og Miðbær.

Gagnfræðaskólinn á Akureyri

  • HAH00008
  • Corporate body
  • 1902 -

Menntaskólinn á Akureyri (latína Schola Akureyrensis) er íslenskur framhaldsskóli sem er á Brekkunni á Akureyri. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir frægir Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs.

Upphaf Menntaskólans á Akureyri er yfirleitt rakið til stofnunar Möðruvallaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880. Þó má líta á skólann sem beint framhald af því skólahaldi sem fór fram á Hólum í Hjaltadal allt frá biskupstíð Jóns Ögmundssonar um 1106 og stóð til 1802 þegar Hólaskóli var lagður niður með konungsbréfi. Um leið og Hólaskóli hafði verið lagður niður hófst barátta norðlendinga fyrir því að „norðlenski skólinn“ yrði endurreistur. Stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880 var sigur í þeirri baráttu.

1902 brann skólahúsið á Möðruvöllum og var skólinn þá fluttur um set til Akureyrar og var þá kallaður Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Fyrstu tvö árin á Akureyri hafði hann aðsetur í Hafnarstræti 53 en fluttist svo inn í hið nýja Gagnfræðaskólahús við Eyrarlandsveg haustið 1904 þegar bygging þess var langt komin, húsið er enn í notkun og kallast nú Gamli skóli. 1905 var skólinn tengdur Menntaskólanum í Reykjavík þannig að nemendur gátu tekið fyrstu þrjú ár hans á Akureyri og sest svo beint í fjórða bekk í Reykjavík.
Gamli skóli er elsta hús skólans, hann var byggður sumarið 1904. Framkvæmdir hófust í maí og hófst kennsla í húsinu í október sama ár en þá var húsið að mestu tilbúið. Á efri hæð hússins er að finna sal sem var samkomusalur skólans allt fram til 1968. Í dag hýsir gamli skóli kennarastofu og skrifstofur stjórnenda skólans auk þess sem kennsla í erlendum tungumálum fer að mestu fram þar.

Á árunum 1924-1927 fór svo fram menntaskólakennsla í fyrsta sinn í skólanum þ.e. seinni þrjú árin til viðbótar við þau þrjú sem áður hafði verið boðið uppá. Þeir nemendur sem luku því námi fengu svo utanskóla stúdentspróf frá MR vorið 1927. Á árunum 1927-1930 var mikil togstreita um það á alþingi og í ráðuneytum hvort leyfa ætti skólanum að braustskrá stúdenta. Þeirri baráttu lauk ekki fyrr en 1930 þegar skólinn var gerður að fullkomnum menntaskóla og tók sér núverandi nafn. Síðan 1930 hefur skólinn stækkað mjög við sig í nemendafjölda og húsakosti og nú stunda þar um 750 manns nám og skólinn útskrifar rúmlega 150 stúdenta á ári hverju.

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

  • HAH00009
  • Corporate body
  • (1930)

Hólar í Hjaltadal eru bær, kirkjustaður og skólasetur í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Þar var settur biskupsstóll árið 1106 þegar Norðlendingar kröfðust þess að fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Fyrsti biskup á Hólum var Jón Ögmundsson.
Hólar voru í raun höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands frá því í upphafi tólftu aldar til upphafs nítjándu aldar og frá fornu fari hafa Norðlendingar og þó einkum Skagfirðingar talað um að fara „heim að Hólum“. Biskupsstóllinn átti geysimiklar eignir og um siðaskipti var um fjórðungur af öllum jörðum í Norðlendingafjórðungi í eigu stólsins. Á Hólum var löngum rekinn skóli, þó líklega ekki óslitið nema frá því um siðaskipti, og prentsmiðja var starfrækt þar lengi. Aðalhöfn fyrir Hóla fram að siðaskiptum var Kolbeinsárós (Kolkuós). Þar komu að landi þau skip sem biskupsstóllinn átti í förum á miðöldum.

Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Margir biskupanna á 14. og 15. öld voru þó erlendir og stóðu stutt við á Hólum eða komu jafnvel aldrei til landsins en dvöldust erlendis og létu fulltrúa sína sinna málefnum biskupsdæmisins. Af atkvæðamestu biskupum í kaþólskum sið má auk Jóns Ögmundssonar nefna Guðmund góða Arason (biskup 1203-1237), Norðmanninn Auðun rauða Þorbergsson (biskup 1313-1322), sem meðal annars reisti Auðunarstofu hina fyrri, og Jón Arason (1524-1550), síðasta biskup á Hólum í kaþólskum sið.

Fyrsti lúterski biskupinn á Hólum var Ólafur Hjaltason en atkvæðamestur lútherskra biskupa þar var Guðbrandur Þorláksson, sem sat staðinn í meira en hálfa öld, eða frá 1571 til 1627 og lét meðal annars þýða og prenta biblíuna sem við hann er kennd og kölluð Guðbrandsbiblía. Gísli Magnússon (biskup 1755-1779) lét reisa steinkirkjuna sem enn stendur á Hólum. Síðasti biskup á Hólum var Sigurður Stefánsson (biskup 1789-1798) en eftir lát hans voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður en skólinn fluttur suður og sameinaður Hólavallarskóla. Eftir að biskupsstóllinn var lagður af og eignir hans seldar voru Hólar prestssetur til 1868 en þá var prestssetrið flutt í Viðvík. Hólar urðu aftur prestssetur 1952 og frá Hólum hefur þar verið vigslubiskupssetur.
Skagafjarðarsýsla keypti jörðina 1881 og árið eftir var bændaskóli stofnaður á Hólum, Frá 2003 hefur nám þar verið á háskólastigi og kallast skólinn nú Háskólinn á Hólum. Ýmsar stofnanir eru einnig á Hólum, þar á meðal Sögusetur íslenska hestsins, Guðbrandsstofnun, sem er rannsókna- og fræðastofnun í tengslum við skólann, og fiskeldisstöðin Hólalax. Á Hólum er grunnskóli og leikskóli. Þar er umfangsmikil ferðaþjónusta og á sumrin er rekið þar gistihús og veitingahús. Þar er einnig sundlaug.

Auðunarstofa eða Timburstofan var reist á Hólum á árunum 1316 til 1317 og stóð í tæp 500 ár eða uns hún var rifin árið 1810. Auðunn rauði Þorbergsson, biskup á Hólum, hafði með sér viði í timburstofuna, þegar hann kom til Íslands 1315. Viðirnir voru dregnir að vetrarlagi frá Seleyri í Borgarfirði, yfir Stórasand, til Hóla, þar sem timburstofan var reist.

Timburstofan var hluti af staðarhúsunum á Hólum, stóð fast sunnan við kirkjugarðinn. Hún var tvískipt, annars vegar bjálkahús eða stokkahús, þ.e. hin eiginlega timburstofa, og hins vegar stafverkshús sem var sambyggt timburstofunni. Stafverkshúsið var á tveimur hæðum, var neðri hæðin stundum kölluð Anddyr eða Forstofa, og sú efri Studium eða Studiumloft. Hugsanlegt er að svalagangur hafi í öndverðu verið meðfram Timburstofunni. Nafnið Auðunarstofa kemur fyrst fyrir í Árbókum Espólíns, þegar sagt er frá niðurrifi stofunnar árið 1810.

Árið 1995 orðaði Bolli Gústavsson vígslubiskup þá hugmynd í Hólanefnd að láta endurgera Auðunarstofu á Hólum. Tókst með samvinnu íslenskra og norskra aðila að koma því í kring, og var Auðunarstofa hin nýja fullfrágengin sumarið 2002. Húsið er allnákvæm endurgerð stofunnar fornu, að öðru leyti en því að stafverkshlutinn er nokkru stærri, til þess að auka notagildi hússins.

Möðrudalskirkja á Fjöllum

  • HAH00010
  • Corporate body
  • 4.9.1949 -

Möðrudalur er gamall kirkjustaður og í kaþólskum sið var kirkjan tileinkuð öllum heilögum. Árið 1894[?] var þar byggð timburkirkja í stað torfkirkju með timburstöfnum, en hún stóðst ekki tímans tönn og var aflögð í kjölfar aftakaveðurs árið 1925. 
Eftir seinna stríð hefst Möðrudalsbóndi, Jón Aðalsteinn Stefánsson, einsamall handa við að grafa fyrir kirkju í gamla kirkjugrunninum. Ýmislegt hindraði þó framgang kirkjubyggingarinnar. Árið 1947 hafði Jóni tekist að grafa grunninn og kaupa sement en timbur fékkst ekki til kirkjubyggingar. Ekki fékkst heldur styrkur úr Hinum almenna kirknasjóði þar sem hin aflagða kirkja var ekki formlega aðili að honum (átti enga innistæðu þar). Þrátt fyrir þetta hélt Jón áfram verkinu einn og grjótfyllti vandlega undir kirkjuna. Næsta ár steypti hann veggi og stafna, glerjaði glugga og kom þakinu á svo kirkjan varð nokkurn veginn fokheld. Smíðinni var svo lokið sumarið 1949 (loft þó gert síðar).
Möðrudalskirkja er svipmikil og vönduð. Að innanmáli er hún um 5,3x4,4m. Sterkan svip á kirkjuna setur turnstöpullinn, sem hýsir forkirkju og miðrými í turninum með tveim gluggum að framan og einum á suðurhlið. Inn af þessu rými er loft, fremst í kirkjunni svo hún hýsir furðu marga. Efsta turnrýmið er svo góður útsýnisstaður og nálægt turnspírunni eru gluggar á alla vegu svo minnir á vitaturn. Nokkur munur er á ásýnd norður og suðurhliðar sem hefur tígullaga glugga á forkirkju og mjóan glugga á miðhæð turns, burstlaga. Gluggarnir á kirkjuskipinu, tveir hvoru megin, eru einnig burstlaga að ofan. Krossmark er bæði á turni og upp af austurstafni. Kirkjunni hefur verið vel við haldið í gegnum árin og er söfnuði sínum og kirkjubónda til sóma. Hún er vel búin að gripum og á 60 ára afmæli sínu, haustið 2009, bárust henni margar, góðar gjafir
Möðrudalskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð árið 1949. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi, reisti hana til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur, en hún andaðist árið 1944. Kirkjan er byggð á hinum forna grunni Möðrudalskirkju, en þar hafði þá ekki verið kirkja í 22 ár. Kirkjan var vígð 4. september 1949.

Jón smíðaði og skreytti kirkjuna að öllu leyti, þ.m.t. altaristöfluna, sem sýnir fjallræðuna. Fyrrum var prestssetur að Möðrudal en það lagðist niður 1716, þegar staðurinn fór í eyði í nokkur ár.

Apótek á Blönduósi

  • HAH00011
  • Corporate body
  • 1904-

Guðmundur Jónsson borgari var fyrstur til að stunda hér lyfsölu í bæ sínum en það stóð stutt yfir um 1880-1884.
Apótekið var fyrst í skúr við suðurenda læknabústaðarins þar sem seinna reis sjúkraskýli, skúrinn var rifinn 1922 og apótekið flutt í kjallara Læknabústaðarins
Helgi Helgason í Helgafelli rak apótek hér í samstarfi við héraðslækni í 32 ár frá 1942-1974, lengst af á jarðhæð hússins.

Áður höfðu starfað hér, Ari Lyngdal (1910-1986), Helgi Þorvarðarson (1906-1978) og Hjalti bróðir hans (1915-1967)

Arnarstapi og Stapafell

  • HAH00012
  • Corporate body
  • (1880)

Arnarstapi eða Stapi er lítið þorp eða þéttbýli á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er undir Stapafelli, á milli Hellna og Breiðuvíkur.

Frá árinu 1565 sátu umboðsmenn konungs, sem höfðu á leigu jarðir þær sem Helgafellsklaustur hafði átt, á Arnarstapa og kallaðist umboðið Stapaumboð. Þeir voru oft jafnframt sýslumenn eða lögmenn og á 19. öld sátu amtmenn Vesturamtsins einnig á Stapa. Þar hafa ýmsir þekktir menn verið um lengri eða skemmri tíma. Fatlaða skáldið Guðmundur Bergþórsson átti þar heima á 17. og 18. öld. Bjarni Thorsteinsson amtmaður var þar 1821-1849 og þar ólst sonur hans, þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson, upp.

Steinkarlinn Bárður Snæfellsás.
Gamla Amtmannshúsið á Arnarstapa (Stapahúsið) var reist þar á árunum 1774-1787 og er því eitt af elstu húsum á Íslandi. Árið 1849 var það tekið niður og flutt að Vogi á Mýrum, þar sem það var til 1983. Það var reist aftur á Arnarstapa 1985-1986 og friðað árið 1990.

Lendingin á Arnarstapa var talin ein sú besta undir Jökli og var þar fyrrum kaupstaður, á tíma einokunarverslunarinnar og allt til ársins 1821, og mikið útræði frá því snemma á öldum. Þar er smábátahöfn sem var endurbætt 2002. Hún er nú eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi og þaðan eru gerðir út allmargir dagróðrabátar á sumrin. Á Arnarstapa er einnig nokkur sumarhúsabyggð og mikið er þar um ferðamenn, einkum á sumrin. Þar er veitingahús og ýmiss konar ferðaþjónusta.

Mikil náttúrufegurð er í grennd við Arnarstapa. Ströndin milli Stapa og Hellna var gerð að friðlandi 1979, en hún þykir sérkennileg og fögur á að líta. Vestur með henni er Gatklettur og þrjár gjár, Hundagjá, Miðgjá og Músagjá, sem sjávarföll hafa holað inn í bergið. Op eru í þaki þeirra nokkuð frá bjargbrún, hvar sjór gýs upp og brimsúlur þeytast hátt í loft upp og talið ólendandi í Arnarstapa þegar Músagjá gýs sjó. Vinsæl gönguleið á milli Arnarstapa og Hellna er að hluta gömul reiðgata á milli þessara staða.
Á Arnarstapa er steinkarl mikill, sem Ragnar Kjartansson myndhöggvari hlóð, og heitir hann Bárður Snæfellsás. Margir hafa einmitt trú á því að Bárður vaki yfir svæðinu undir Jökli.

Stapafell er um 526 m hátt mænislaga bert og skriðurunnið móbergsfjall sem gengur suður úr undirhlíðum Snæfellsjökuls, um 3 km norður frá Hellnum og fyrir ofan Arnarstapa. Vegur liggur upp með fjallinu að austan norður um Kýrskarð og Jökulháls til Ólafsvíkur. Norðaustan við Stapafell er Botnsfjall sem í er Rauðfeldsgjá og er hægt að ganga inn eftir gjánni inn að botni. Efst á Stapafelli er kletturinn Fellskross, fornt helgitákn en fellið er talið vera bústaður dulvætta.
Í Landnámu segir að Sigmundur, sonur Ketils þistils hafi numið land á milli Hellishrauns og Beruvíkurhrauns og búið að Laugarbrekku. Jarðanna beggja er svo getið í Bárðar sögu Snæfellsáss en hún er talin vera rituð á 14. öld, eftir Landnámu, örnefnum og þjóðsögum. Í Bárðarsögu er einnig minnst á jarðirnar Öxnakeldu og Tröð (Skjaldartröð) sem sýnir að þær hafa verið komnar í byggð á 14. öld.

Artic

  • HAH00013
  • Corporate body
  • 1939 - 1943

Það var svo ekki fyrr en í síðari heimstyrjöldinni sem Íslendingar gerðu tilraun til seglskipaútgerðar að nýju. Ástæðan var sú að ekki fengust útflutningsleyfi fyrir önnur skip í þessari orrahríð stórveldanna. Á árunum 1939 til 1946 gerðu Íslendingar út þrjú seglskip. Þau hétu Arctic, Capitana og Hamona. Tvö þau fyrrtöldu voru gerð út frá Reykjavík, en Hamona frá Þingeyri. Fiskiskipanefnd keypti Arctic frá Svíþjóð 1940. Þetta var þriggja mastra skonnorta og frystiskip með 160 hestafla hjálparvél, um 350 rúmlestir.

Reksturinn gekk vel fyrsta árið en þegar breska matvælaráðuneytið tók yfir allan fiskflutning milli Íslands og Bretlands var Arctic dæmd of hægfara. Nú var skipið notað sem frystigeymsla um hríð, en síðla árs 1941 send með hrognafarm til Spánar. Þegar Arctic kom heim úr þessari ferð vaknaði grunur um að skipverjar hefðu haft fjarskiptasamband við Þjóðverja. Því kyrrsettu hernaðaryfirvöld skipið þann 14. okt. 1942 og skipshöfnin var handtekin.

Arctic var svipt heimildum til frekari Spánarsiglinga. Afráðið var að láta Arctic nú flytja ísaðan bátafisk til Englands. Aðfaranótt 17. mars 1943 lenti skipið í vonskuveðri, seglin rifnuðu hvert af öðru og loks varð að treysta á fokkuna eina og hjálparvél. Skipið rak undan sterkri suðvestanátt og strandaði við Stakkhamarsnes á Snæfellsnesi. Mannbjörg varð en Arctic eyðilagðist á strandstað.

Artic Strandar við Melhamar í Miklaholtshreppi
Talið víst að mannbjörg hafi orðið. Íslenzka flugvélin fann skipið. — Övíst um v.b. Svan. — Símasambandslaust við Ísafjörð, Stykkishólm og Vestmannaeyjar.
MANN TEKUR ÚT AF BÁT FRÁ ÍSAFIRÐL
Skipið „Arctic", sendi í gærmorgun frá sér neyðarmerki, en ekki var hægt að greina hvar skipið var þá statt og voru menn því farnir að óttast um afdrif þess, en rétt fyrir kl. 7 í gærkvöld fann íslenzka flugvélin skipið. Var það þá strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, sem er um 10 km. austan við Staðastað. Sá flugmaðurinn mennina á þilfarinu og er talið víst, að þeir hafi allir bjargazt. Símasambandslaust er nú við ísafjörð, Vestmanna eyjar og Stykkishólm og er því ekki vitað um afdrif „Svans" frá Stykkishólmi.

Eins og fyrr er sagt vissu menn ekki hvar „Arctic" var statt, þegar það sendi neyðarmerkin í gærmorgun, en daginn áður hafði það verið djúpt út af Sandgerði. íslenzka flugvéhn hóf því leit að skipinu og fann það um kl. 7 í gærkvöldi strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi. Var það þá komið svo að segja á þurrt land og hafði verið settur strengur úr skipinu upp á land.
Flugmaðurinn sá skipverjana á þilfarinu og veifuð þeir til hans og má því telja víst að allir hafi bjargast. Síminn vestur á Snæíellsnes er bilaður á allstórum kaíla og hefur því ekki verið hægt að fá nákvæmari fréttir.

Þjóðviljinn, 62. tölublað (18.03.1943), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2739550

Laxfoss skip TFVA

  • HAH00014
  • Corporate body
  • 1935 - 10.1.1944

M. s. Laxfoss. TFVA.
Flóabáturinn Laxfoss var smíðaður hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri A/S í Álaborg í Danmörku árið 1935 fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi. 280 brl. 720 ha. Mias díesel vél. Laxfoss var í póst, vöru og farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Borgarness en fór eina ferð á mánuði til Breiðafjarðar að vetri til og á árunum 1941-42 fór hann eina ferð á viku til Vestmannaeyja á vetrum. Skipið strandaði á skerjum við Örfirisey, 10 janúar árið 1944. 13 manna áhöfn og 78 farþegar björguðust flestir á innrásarpramma til lands. Skipið stórskemmdist en náðist þó út og var endurbyggt og lengt, mældist þá 312 brl. Ný vél (1945) 730 ha. British Polar díesel vél. 19 janúar árið 1952 strandaði skipið aftur, nú við Kjalarnestanga. Björgunarsveit SVFÍ á Kjalarnesi bjargaði öllum sem um borð voru á land. Skipið náðist út en ekki þótti svara kostnaði að gera við það.

Í fyrrinótt renndi hið nýja skip Borgfirðinga, Laxfoss í fyrsta sinn að bryggju hér í Reykjavík. Þótt þetta væri að aflíðandi miðnætti, beið fjöldi manna á hafnarbakkanum að taka á móti skipinu, síðan má heita að hafi verið óslitinn straumur fólks til að skoða skipið, þegar það hefir legið við hafnarbakkann. Í gær bauð stjórn h.f. Skallagrímur blaðamönnum, borgarstjóra, ráðherra og allmörgum öðrum til miðdegisverðar í Laxfossi og var þá siglt inn á Kollafjörð og notið þar rausnarlegra veitinga í góðum og glöðum félagsskap. Magnús Jónsson, formaður stjórnar h.f. Skallagrímur, (aðrir í stjórn eru Hervald Björnsson skólastjóri og Davíð á Arnbjargarlæk), bauð gesti velkomna með ræðu, en Bjarni Ásgeirsson alþ.m. hafði orð fyrir gestunum, þakkaði boðið og bað alla að árna Laxfossi allra heilla sem allir viðstaddir gerðu með ferföldu húrrahrópi. Skipið er 125 fet á lengd, 22 fet á breidd og 13 fet á dýpt, 278 smál. brúttó og 144 smál. nettó. Burðarmagn þess er 300 smálestir og ristir skipið þá 12 fet, en með 125 smálesta farmi sem er mesta hleðsla sem ætlast er til að skipið hafi milli Reykjavíkur og Borgarness, ristir skipið 9 fet. Á skipinu er fyrsta farrými í tveim skálum, tvö einkaherbergi og einn sjúkraklefi. Á fyrsta farrými eru 33 hvílur og sæti fyrir 60 manns. Á skemmtiþilfari yfir 1. farrými er sæti fyrir 30 manns undir beru lofti. Þar fyrir framan er stjórnpallur með kortaklefa annarsvegar og talstöð hinsvegar.

Á neðra þilfari eru sæti fyrir 30 manns og aðrir 30 geta setið í göngunum. Fjórir snyrtiklefar eru til afnota fyrir farþega og einn fyrir skipverja. Fyrir framan fyrsta farrými er lestarrúm fyrir vörur og gripi og er þar á milli þilfar. Að aftan eru lestarrúm, að neðan fyrir vörur en að ofan fyrir vörur og farþega ef með þarf. Á framþilfari er rúm fyrir 4 bíla og fyrir einn bíl á afturþilfari. Skipið er smíðað í Álaborg hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri og er smíðað samkvæm reglum flokkunarfélags Lloyds og er fylgt stranglega þeim reglum, sem gilda um skip, sem eru í förum um Atlantzhaf. Í skipinu eru 26 smál. botntankar og 25 smál. olíutankar. Skipið hefir 720 ha. Dieselvél 30 ha. fyrir vöru og akkersvindur og skríður 12 mílur. Enn fremur er í skipinu önnur vél Loks er 8 ha. ljósavél. Allar vélar skipsins eru af nýjustu gerð, smíðaðar hjá Möller & Jorkumsen í Horsens. Dælur allar eru knúnar með rafmagni. Skipið er útbúið nýjustu tegund straumlínustýris. Í eldhúsi er nýtízku AGAvél og skipið hefir miðstöðvarhitun. Skipið kostaðl 290 þús. kr. Allar frumteikningar, útboðslýsingar og samninga gerði Gísli Jónsson umsjónarmaður, fyrir hlutafélagið Skallagrím í Borgarnesi og hefir hann ráðið öllu um fyrirkomulag skipsins í samráði við eigendur þess.

Auðkúla Kirkja og staður

  • HAH00015
  • Corporate body
  • [900]

Auðkúla I. Stofnendur þess býlis eru Ásbjörn Jóhannesson og kona hans Halldóra Jónmundsdóttir. Í hlut þess féll miðhluti jarðarinnar, og þar með talsverður hluti gamla túnsins. Byggingar þess eru örskammt þaðan sem prestsseturshúsið var. það á landið norðan í Hálsinum sunnan þjóðvegarins. Einnig ræktunarland í „Veitunni“, sem liggur norðaustur frá bænum all niður að Svínavatni. Íbúðarhús byggt 1967, steinsteypt 337m3. Fjós fyrir 26 kýr á básum og 20 í lausagöngu. Mjólkurhús og kjarnfóðurgeymsla 65 m3. Fjaárhús fyrir 150 fjár, hlaða 612 m3. Tún 28 ha, veiðiréttur í Svínavatni.

Auðkúla II. Stofnendur þess býlis eru Jónmundur Eiríksson og kona hans Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Þetta býli á landið að vestanvið gamla túnið frá þjóðveginum og allt norður að Svínavatni. Kúlunesið, sem er nyrst í þessu landi er mikið og gott ræktarland, en liggur alllangt frá bænum. Íbúðarhúsið er 100 m frá gamla bæjarstæðinu. ‚ibúðarhús byggt 1954, 316 m3. Fjós yfir 15 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 722 m3. Véla og verkfærageymsla 180 m3. Tún 26 ha. Veiðréttur í Svínavatni og Svínavatnsá.

Auðkúla III. Stofnandi Hannes Guðmundsson, en land þess liggur austan í ásnum og hálsinum allt frá „Veitunni“ og suður að Litlasalslandi og nær því yfir hinn svokallaða Kúluskóg. Byggingarnar er nokkurn spöl frá hinum Auðkúlubæjunum eða 600-800 m. nær Svínavatninu. Íbúðarhús byggt 1968 340 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlaða 700 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Auðkúluheiði

  • HAH00016
  • Corporate body
  • 1890

Takmörk Auðkúluheiðar.

Að austan ræður Blanda og Blöndukvísl fram og austur undir Hofsjökul, þaðan með Hofsjökli suður að Jökulfalli, en það ræðum merkjum vestur að Hvítá, og í Hvítárvatn, sem er fast við Langjökul, þá að vestan norður með Langjökli, og norður á Öldur, þar tekur við Dalskvíslaland
Auðkúlu, 4. sept. 1886
Stefán M. Jónsson (L.S.).

Auðkúluheiði er heiði í Austur-Húnavatnssýslu og er næstaustust húnvetnsku heiðanna, á milli Eyvindarstaðaheiðar og Grímstunguheiðar. Hún nær frá drögum Svínadals og Blöndudals og suður að Kili og Hveravöllum, milli Hofsjökuls og Langjökuls, en það er um 60 kílómetra vegalengd. Í austri eru mörk heiðarinnar við Blöndu en í vestri við Miðkvísl og Búrfjöll.
Kjalvegur liggur suður eftir heiðinni, sem fer smám saman hækkandi suður á bóginn en er víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Hún einkennist af lágum ásum og fellum en á milli þeirra eru flóar og vötn. Hún er greiðfær og vatnsföll fá og er víða ágætlega gróin. Þegar Blönduvirkjun var reist um 1990 myndaðist stórt miðlunarlón, Blöndulón, á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, og fór þar mikið gróðurlendi undir vatn. Í staðinn hefur verið grætt upp töluvert land á heiðinni
Heiðin tilheyrði áður Auðkúlu í Svínadal og dregur nafn af bænum.

Grímstunguheiði

  • HAH00017
  • Corporate body
  • (1950)

Þorgils skarði og Sturla Þórðarson sendu framvarðarsveit á undan sér um Grímstunguheiði, þegar þeir fóru að Ásgrími Þorsteinssyni í Hvammi í Vatnsdal árið 1255. “Þeir höfðu hestakost lítinn og fórst þeim seint; en þeir Bergur riðu ákaft norður eftir heiðinni og gátu tekið njósnarmenn Nikuláss hjá Grímstungumannaseljum; voru þeir þegar bundnir og barðir mjög.” Þessi heiði var á Sturlungaöld sjaldnar farin til Vatnsdals en Haukagilsheiði, sem er næst fyrir vestan hana. Báðar höfðu þann kost, að þær lágu ekki um byggðir, svo að minni líkur voru á, að njósn bærist þeim, sem riðið var að.
Förum frá Grímstungu beint suður Tunguna á Grímstunguheiði og suðsuðaustur um Hestás og Sílvatnsás. Síðan til suðurs vestan við Sílvatn og Austara-Gilsvatn og suður Illaflóa. Þar förum við austan við Þórarinsvatn og vestan við Svínavatn, síðan til suðsuðausturs austan við Gedduvatn og vestan við Galtarvatn að vegamótum. Þar er slóði um þrjá kílómetra austur í fjallakofann í Öldumóðu.

Nálægar leiðir: Stórisandur, Öldumóða, Forsæludalur.
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.

Helstu vötnin á Grímstunguheiði eru Þórarinsvatn Svínavatn, Galtarvatn og Refkelsvatn. Úr Refkelsvatni rennur Refkelslækur. Góð bleikju veiði er í þessum vötnum og lækjunum sem renna í/úr þeim

Eyvindarstaðaheiði

  • HAH00018
  • Corporate body
  • (1950)

Í frumriti er til bréf gert "í Blöndudal 3. apríl 1380 (Islandske originaldiplomer. nr. 57). Þar stendur m.a. (stafsetning samræmd): "Gaf fyrrnefndur Bessi Þórði syni sínum heiman jörð á Eyvindarstöðum fyrir níu tigi hundraða með þeim jarðarspott er fylgt hafði áður Bollastöðum, og öllum skógi í Blöndugili með ummerkjum, er Brekkur heita fyrir ofan Þvergeil, og afrétt er heita Guðlaugstungur, og önnur afrétt í milli Kvísla. Eyvindarstaðir eru geysilega hátt metnir, en ekki er annað sjáanlegt en sama gildi um eign á jörðinni og afréttunum.

Eyvindarstaðaheiði er heiðaflæmi og afréttarland sem liggur á milli Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu og Vestari-Jökulsár í Skagafjarðarsýslu og nær frá Hofsjökli niður að heimalöndum jarða í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Eyvindarstaðaheiði er austust heiðanna sem ná yfir hásléttuna norður af Langjökli og Kili og liggur Auðkúluheiði vestan hennar en austan hennar er Hofsafrétt. Heiðin tilheyrði jörðinni Eyvindarstöðum í Blöndudal og dregur nafn af henni. Hún er sameiginlegt upprekstrarland þeirra sveita í Húnavatnssýslu og Skagafirði sem að henni liggja.
Landslag á heiðinni vestanverðri er mótað af jöklum og víða hulið þykkum jökulruðningi og setlögum. Þar er heiðin flatlend og sléttlend og víða ágætlega gróin. Þar er hún víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Vesturhluti heiðarinnar liggur norður með Blöndudal og Svartárdal í Húnavatnssýslu og endar í hálsinum sem skilur dalina að. Austurhluti heiðarinnar er hálendur að mestu, grýttur og gróðurlítill, en inn í hann skerast nokkrir dalir.
Allmargar ár og lækir renna um heiðina. Austast er Vestari-Jökulsá, sem kemur upp í nokkrum kvíslum við Hofsjökul og rennur í djúpu gili um Goðdaladal niður í Vesturdal. Svartá í Skagafirði kemur upp í Svartárpollum og rennur niður í botn Svartárdals. Svartá í Húnavatnssýslu kemur upp í svonefndum Bugum og heitir ýmsum nöfnum framan af en eftir að hún kemur niður í Svartárdal kallast hún Svartá. Hún fellur í Blöndu þar sem Svartárdalur og Blöndudalur mætast. Á vesturmörkum heiðarinnar er Blanda. Hún kemur upp í mörgum kvíslum og einnig falla í hana margar þverár, svo sem Strangakvísl, Haugakvísl og Galtará.
Hluti Eyvindarstaðaheiðar og Auðkúluheiðar fór undir Blöndulón sumarið 1991. Lónið er 57 ferkílómetrar að stærð og er yfirborð þess í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Um Eyvindarstaðaheiði lágu löngum fjölfarnar leiðir úr Skagafirði, Svartárdal og Blöndudal, bæði suður Kjalveg og vestur Stórasand.

Frá Goðdalafjalli í Skagafirði að Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.
Byrjum á þjóðvegi 752 í 220 metra hæð fyrir norðan Goðdalakistu hjá eyðibýlinu Hálsakoti. Förum jeppaslóð upp Goðdalafjall í 560 metra hæð og suður eftir fjallinu endilöngu. Förum austan Leirtjarnar og vestan við Melrakkadal og Hofsdal. Slóðin liggur um einn kílómetra vestan við fjallaskálann Hraunlæk norðan við Þröngagil. Áfram förum við beint suður heiðina, austan við Fremri-Hraunkúlu að fjallaskálanum Skiptabakka við Vestari-Jökulsá. Síðan förum við suður á bóginn, alltaf nokkru vestan við Jökulsá unz við komum á leið vestan úr Skiptamel. Hún er nokkru norðan við hinn gamla Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Við beygjum þvert til austurs og förum slóðina að fjallaskálanum Ingólfsskála, sem er í 830 metra hæð á Eyfirðingavegi.

Vatnsnes

  • HAH00019
  • Corporate body
  • (1950)

Vatnsnes er grösugt og búsældarlegt nes fyrir miðjum Húnaflóa. Um 40 km langt og hæsti tindur þess er Þrælsfell í tæplega 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Blómleg byggð og mikið útræði var á öldum áður á Vatnsnesi, en við lok 20. aldar fór byggðinni hnignandi og bæir fóru í eyði. Mörg af bestu fjárbúum landsins eru á Vatnsnesi enda nesið grösugt og gott til beitar. Mikil sellátur eru víða á Vatnsnesi og mjög fjölskrúðugt fuglalíf. Byggðir hafa verið upp selaskoðunarstaðir og ferðaþjónusta á nesinu hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Helstu áningastaðir á og við nesið, fyrir utan að sjálfsögðu Hvammstanga, eru Ánastaðastapar, Illugastaðir, Svalbarð, Hvítserkur og Borgarvirki. Hvammstangi er þéttbýliskjarni Húnaþings vestra og stendur hann á vestanverðu nesinu um 6. km frá þjóðveginum.

Horft til suðausturs ofan af Geitafelli og séð í mynni Þorgrímsstaðadals (nær) og Katadals í Vatnsnesfjalli. Fjær sést Víðidalsfjall.
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Þar er lítið láglendi nema á vesturhlutanum. Hálendi Vatnsness nefnist einu nafni Vatnsnesfjall, en það er nokkuð skorið dölum og eru þeirra stærstir Katadalur og Þorgrímsstaðadalur. Hæsti hnjúkur Vatnsnesfjalls er Þrælsfell, 895 m y.s. Þaðan er víðsýnt til allra átta, en sjá má í sjö sýslur í góðu skyggni. Hringvegur um Vatnsnes er 90 km langur. Meðal áhugaverðra eða sögufrægra staða við Vatnsneshringinn má til dæmis nefna Hamarsrétt, Illugastaði, Tjörn, Hvítserk og Borgarvirki. Á Vatnsnesi er mikið um sel og gott aðgengi fyrir ferðamenn að skoða seli í Hindisvík og að Ósum. Í selatalningu í lok ágúst 2007 við Vatnsnes sáust 727 selir. Kauptúnið Hvammstangi stendur á vesturströnd Vatnsness.

Haraldur hringur nam Vatnsnes að Ambáttará vestan megin og að Þverá og Bjargaósi að austan. Hann bjó að Hólum.

Álka og Álkugil í Vatnsdal

  • HAH00020
  • Corporate body
  • (1880)

Álka er innst inni í Vatnsdal að vestanverðu. Ein af nokkrum ám sem renna í Vatnsdalsá. Álka (Álftaskálará) er 290km" vatnasvið og er hún stærsta áin er rennur í Vatnsdalsá.

Þeir sem hafa gengið upp í Álkugil í Vatnsdal hafa tekið eftir því að búið er að leggja veg að Úlfsfossi. Vilja sumir meina að þarna hafi verið framin óafturkræf umhverfisspjöll en vegurinn var gerður að beiðni landeigenda fyrir veiðimenn. Skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps heimilaði lagningu vegarins á fundi 12. maí 2016 og sveitarstjórn Húnavatnshrepps gaf samþykkti sitt fyrir framkvæmdunum 8. júní 2016.

Árbakki Blönduósi 1914

  • HAH00023
  • Corporate body
  • 1914 -

Var upphaflega fjós Magnúsar kaupmanns og nefndist þá Fjósabakki. Ástbjargarbær 1917. Þorláksbær/hús 1920

1914-1917- Indriði Jósefsson f. 30. ágúst 1877, d. 13. ágúst 1935 frá Vesturhópshólum. Sjá Baldurshaga. Tökubarn á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1880. Lausamaður í Breiðabólstað, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Verkamaður á Blönduósi.

1917- Ástbjörg Ketilríður Júlíusdóttir f. 27.okt. 1889, d. 21. ágúst 1972, frá Þverá í Norðurárdal. Óg bl. Ástbjargarhúsi 1941 (utan ár). Matvinnungur á Hróarsstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Síðast bús. í Vestmannaeyjum. Ógift og barnlaus. Nefnd Keltilríður Ástbjörg í Æ.A-Hún.

Árbakka 1917- Þorlákur Helgason, f.  16. jan. 1862 d. 24. okt. 1958, maki ógift; Jóhanna Pálsdóttir 5. maí 1854 d. 4. nóv. 1923, Þorlákshús 1901, Hnjúkum 1910, Þorláksbæ 1920 og 1933, Langaskúr 1946.

Kaupir 1942- Helgi Guðmundur Benediktsson f. 12. jan. 1914, d. 29. des. 1982, sjá Agnarsbæ. Vinnumaður á Svínavatni, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Hvammi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Bóndi, síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Kaupir 1944- Haraldur Jónsson f. 20. febr. 1907 - d. 8. des. 1981, sjá Baldurshaga. Daglaunamaður á Hvammstanga 1930. Var á Efri Jaðri, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. F.28.2.1907 skv. kb.

Guðmundur Jónsson f. 25. júlí 1883, d 28. nóv. 1945, Nefndur Gúmmí-Gvendur.

Árbakka 1947- Jósef Jón Indriðason f. 26. júlí 1904 Litlu Ásgeirsá, d. 27. júní 1991, sjá Baldurshaga, Bala 1957. Maki (sambýlisk); Soffía Guðrún Stefánsdóttir f. 15. sept. 1913 Hringveri, d. 14. nóv. 2005.

Árfar í Þingi

  • HAH00024
  • Corporate body
  • 8.10.1720 -

8.10.1720 féll skriða úr Vatnsdalsfjalli og tók af bæinn Bjarnastaði. Þar fórust 7 manns. Þetta var mikil skriða sem stíflaði Vatnsdalsá og myndaði Flóðið. Vatnið náði allt fram hjá Hvammi í Vatnsdal fyrstu dagana eftir að skriðan féll og spillti engjum á mörgum bæjum og skerti búsetumöguleika hjá þeim sem þá bæi byggðu. Síðan braut vatnið sér leið yfir skriðuna.

Hólabak er ítak hálfar slægjur á móts við Vatnsdalshóla á Skriðuhólma, sem liggur milli hins forna árfarvegs og Kvíslarinnar suður undan Hnausum.
Landamerkjaskrá fyrir Öxl í Sveinsstaðahreppi. Að sunnan úr syðsta heygarði á Slíubakka austan Árfars beina stefnu í Markstein á Axlarbölum
Ennfremur eiga Bjarnastaðir ítök í Hnausalandi: Lindartjörn og Slýubakka austan árfars til allra slægna.

Dýpið næst skriðunni var um fimm álnir fyrir ofan og sunnan farveginn sem áin hefur náð að mynda yfir skriðuna. Farvegurinn yfir skriðuna reyndist vera 63 faðmar. Þegar kemur yfir skriðuna skiptist afrennslið í þrjár kvíslar. Ein rennur austur fyrir heimaland klaustursins, sem kallað er Hnausar, gegnum tjörn, Skriðutjörn. Önnur rennur þvert yfir haga og engi áðurnefndrar jarðar, Hnausa, út í tjörn sem heitir Svanatjörn. Minnsta kvíslin rennur vestur út í hinn gamla farveg árinnar.
Í skýrslunum er einnig lýst hvernig áin hefur brotið sér leið yfir skriðuna og hvernig umhorfs sé á þessu svæði þarna á vordögum eftir þetta mikla skriðuhlaup. Þar kemur fram að breidd skriðunnar þar sem gamli farvegur árinnar var sé um 320 faðmar. Þá segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu steinanna 30-40 metra.

Blöndubrú

  • HAH00026
  • Corporate body
  • 25.8.1897 -

Blöndu er fyrst getið í Landnámsbók; „Ævar kom skipi sínu í Blönduós; þá voru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævar fór upp með Blöndu að leita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann þar niður stöng háva og kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan og svo þar fyrir norðan háls; þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævar bjó í Ævarsskarði.
1836 var sett upp dráttarvað sem menn gátu handstyrkt sig yfir. Kláfur var síðar settur upp milli Blöndudalshóla og Brandsstaða um 70 metra haf milli klettasnasa. Lögferja var á Blöndu eftir að byggð hófst þar og var framan af í hendi Möllers kaupmanns en síðar Kristjáns verts þar til brúin var byggð.
Á síðustu áratugum 19. aldar voru upp stór áform um að brúa allar helstu ár landsins og bæta jafnframt aðrar samgöngur á landi, enda vegir nánast ekki til og þá helst slóðar fyrir ríðandi og gangandi. Stórfljót landsins tóku sinn toll af ferðamönnum sem reyndu að komast yfir á misgóðum vöðum. Um 50-60 manns drukknuðu í Blöndu á árunum frá 1600 til 1900 og svipuð tollheimta var víðast um landið.

Í vegalögum frá 1887 var gert ráð fyrir miklum umbótum í samgöngumálum, og vegakerfinu þrískipt í byggð, milli ríkissjóðs, sýslna og hreppa. Því var það fjárhagslega mikilvægt fyrir hreppana að fá annaðhvort ríkisveg eða sýsluveg í sinn hrepp. Eins og við var að búast ríkti ekki einning í austursýslunni um brúarstæði og þar með lagningu ríkisvegs. Deildu menn hart í blöðum og fóru þar fremstir í flokki Auðkúluklerkur Sr Stefán sem vildi veginn um sitt bæjarstæði og Pétur Pétursson á Gunnsteinsstöðum. Magnús Stephensen landshöfðingi sá enga aðra lausn en að fresta veglagningu við Stóru Giljá og svo var í nokkur ár þar til Benedikt Blöndal í Hvammi, sem var amtráðsmaður Húnvetninga tók af skarið. Brú skyldi byggð yfir Neðra Klif (Neppe et kvartes gang fra handelstedet Blönduós)
„Broens spændvidde har jeg sat til 38 meter, denne spændvidde bliver for stor til en træbro, hvorfor en fast jernbro tænkes bygget“ sagði Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur. Í upphafi var ráðgert að skipta við sömu járnhöndlara og gert var á Ölfusá og á Þjórsá, en niðurstaðan var að járnið yrði keypt af „Vulkan jærnstöberi“ á Kristjánssandi í Noregi. Yfirbrúarsmiðir voru bræðurnir Magnús og Jónas Guðbrandssynir sem áður höfðu komið að hinum 2 stórbrúunum, einnig voru ráðnir 7 aðrir vanir brúarsmiðir að sunnan og einnig 3 að norðan. Heimamenn fengu vinnu við vegalagningu að og frá brúarstæðinu og einnig við uppskipun brúarhlutanna sem gekk mjög brösulega vegna hafnarskorts en einnig vegna veðurs og var þeim hlutum því skipað upp á Akureyri en sent síðan á Blönduós um vorið 1897.
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
GPJ saga Blönduós

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.
Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða

Héraðsskólinn á Laugarvatni og Laugarvatn

  • HAH00028
  • Corporate body
  • 1928-

Ketilbjörn gamli Ketilsson nam Grímsnes frá Höskuldslæk, Laugardal og Biskupstungur til Stakksár. Hann bjó á Mosfelli.
Ketilbjörn Ketilsson hinn gamli, landnámsmaðurá Mosfelli var tvímælalaust fulltrúi heiðins siðar og fornra gilda. En Mosfellingar og Haukdælir, afkomendur hans og Helgu konu hans, voru fyrstu menntamenn íslendinga, vel á undan samtíð sinni og báru af flestum íslendingum á þjóðveldisöld.

Skólaþorpið Laugarvatn hefur verið vagga menntunar á svæðinu allt frá 1928, þar eru nú öll skólastig frá leikskóla til háskóla. Við Laugarvatn er Vígða laug, en margir trúa á lækningarmátt vatnsins. Við kristnitökuna árið 1000 voru heiðingjar skírðir í þessari volgu laug. Fjölbreytt þjónusta er í boði á Laugarvatni og nágrenni og ýmsir afþreyingarmöguleikar. Tjaldsvæði, farfuglaheimili, bændagisting, hótel og veitingastaðir. Hægt að leigja bát og sigla á vatninu, veiða í ám og vötnum eða bregða sér í golf eða sund. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu og boðið er upp á hellaskoðun, kanóferðir og útiafþreyingu fyrir hópa. Fjölbreytt fuglalíf er í skóginum og við vatnið og fallegar gönguleiðir. Laugarvatnsfjall býður upp á víðáttumikið útsýni. Upp frá Miðdal, um 3 km frá Laugarvatni, er vinsæl gönguleið upp að Gullkistu þar sem fjársjóður Ketilbjarnar á að hafa verið grafinn..

Héraðskólinn á Laugarvatni var héraðsskóli sem var stofnaður 1.nóvember árið 1928 í skólahúsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Hús héraðsskólans var friðað árið 2003 og tekur friðunin til ytra útlits og stigagangs.

Við setningu fræðslulaga árið 1946 tók héraðsskólinn upp kennslu til landsprófs. Haustið 1947 tók til starfa við héraðsskólann framhaldsdeild sem kenndi námsefni fyrsta árs menntaskóla og var hún nefnd Skálholtsdeild. Menntaskólinn að Laugarvatni var svo stofnaður árið 1953.

Árið 1932 var Íþróttakennaraskóli Íslands stofnaður og var hann í húsakynnum héraðsskólans, bókasafni, sundlaug og íþróttahúsi.

Hús gamla héraðsskólans stóð autt um nokkuð skeið eftir að skólahald fluttist í aðrar byggingar á Laugavatni. Listahátíðin Gullkistan var haldin í héraðsskólanum sumarið 2005. Gamli héraðsskólinn hefur nú verið gerður upp og mun Háskóli Íslands fá hluta gamla héraðsskólans fyrir starfsemi sína á Laugarvatni en þar er íþróttafræðanám innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Árið 1928 létu Laugarvatnshjónin, Ingunn Eyjólfsdóttir (1873 – 1969) og Böðvar Magnússon (1877 – 1966) ættaróðal sitt af hendi til að veita stofnun Héraðsskóla á Laugarvatni brautargengi. Þau hjónin tóku við búi á Laugarvatni 1907 og bjuggu á Laugarvatni alla tíð.

Kerið í Grímsnesi

  • HAH00029
  • Corporate body
  • (1950)

Kerið er gíghóll í Grímsnesi. Það er 270 m langt og um 170 m breitt. Gígurinn er 55 m djúpur og niðri í honum er tjörn. Dýpt tjarnarinnar fer eftir grunnvatnsstöðu, hún er 7 til 14 m djúp.
Kerið var áður talið sprengigígur en núna er talið að það sé niðurfall eftir hrun gjallgígs. Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 6500 árum og mynduðu Grímsneshraun.
Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít).
Kerið er eign Kerfélagsins, sem tekur aðeins gjald af þeim ferðamönnum sem koma með rútum að skoða það.

Þingvöllur - Þingvellir

  • HAH00030
  • Corporate body
  • 0930 -

Fyrrum var nafnið ritað í eintölu sbr Njálu og og textann „Skundum á Þingvöll og treystum vor heit“

Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er Öxarárfoss, þar sem áin steypist ofan í Almannagjá. Rennur áin síðan eftir gjánni og svo út úr henni og niður á vellina. Almannagjá er sprunga við vestanverða sigdældina á milli úthafsflekanna tveggja sem Ísland liggur á.

Þingvellir eru einn af mikilvægustu stöðunum í íslenskri sögu. Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og kom þar saman árlega allt fram til ársins 1798. Það var árið 999 eða 1000 sem lögsögumaðurinn Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og lýsti Íslendinga í kjölfarið kristna.

Staðsetning Þingvalla
Það var einnig á Þingvöllum sem Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. júní 1944. Þangað hafa margir íslenskir listamenn sótt innblástur sinn, til dæmis Jóhannes Kjarval.
Skammt frá Þingvallakirkju er svokallaður þjóðargrafreitur, þar sem Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson eru grafnir.

Skömmu eftir árið 900 var farið að huga að þeim möguleika að stofna eitt allsherjarþing - Alþingi - á Íslandi. Nokkru fyrir árið 930 komu höfðingjar sér saman um að senda mann, Úlfljót að nafni, til Noregs. Erindi hans var að kynna sér lög og venjur sem hafa mætti að fyrirmynd í hinu nýja þjóðfélagi. Hann sneri aftur til Íslands og við hann eru kennd fyrstu lögin sem sögð voru upp á Alþingi - Úlfljótslög. Fóstbróðir Úlfljóts, Grímur geitskör, fór um Ísland til að afla fylgis við stofnun Alþingis sem og að finna hentugan þingstað.

Niðurstaðan varð sú að þingið yrði í Bláskógum og sumarið 930 komu menn saman, þar sem nú heita Þingvellir, til að taka þátt í fyrsta Alþingi Íslendinga sem markar upphaf þjóðríkis á Íslandi. Nokkrar ástæður eru taldar líklegastar fyrir vali þingstaðarins á Þingvöllum.

Í landnámi Ingólfs Arnarsonar hafði verið stofnað þing á Kjalarnesi. Ættingjar hans voru valdamiklir og talið er að áhrifa þeirra hafi gætt við staðarval Alþingis. Á þjóðveldisöld lágu Þingvellir vel við helstu leiðum og þéttbýlustu svæðum á Íslandi og því auðvelt fyrir flesta að sækja þingið.

Aðstæður á Þingvöllum þóttu einnig heppilegar fyrir þing; góðir hagar, eldiviður og vatn. Þá þótti staðurinn henta vel fyrir sjálft þinghaldið sem slíkt þar sem brekka og sléttur völlur lágu upp að hamravegg. Einnig er nefnd frásögn í Íslendingabók Ara fróða af Þóri kroppinskegg sem átti land í Bláskógum. Hann myrti þræl sinn en í refsingarskyni var allt land hans gert að allsherjareign til afnota fyrir þingið.

Hraun í Ölfusi

  • HAH00031
  • Corporate body
  • (1950)

Hraun er sveitabær í sveitarfélaginu Ölfusi. Á Hrauni var eitt af síðustu mjólkurbýlunum í Ölfusi en þau hlupu á mörgum tugum en í dag er einungis eitt eftir á sveitarbænum Hvammi. Þar er mikils sölvatekja í dag.

Á bökkum Ölfusár er dys ein, en í henni eru taldar vera jarðneskar leifar Lénharðs fógeta á Bessastöðum.
Í Öldinni okkar árið 1502 segir meðal annars um dráp Lénharðs fógeta: „Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa á Landi, hefur látið drepa Lénharð, fógeta á Bessastöðum. Fór Torfi að fógetanum, er hann var staddur á bæ í Ölfusi, rauf á honum húsin og felldi hann.“ „Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann varð ófriðarins var. Varð þeim Torfa ekki greitt inngöngu, því að piltur úr liði Lénharðs, Eysteinn Brandsson að nafni, varði dyrnar svo fimlega, að þeim vannst ekki á, nema hætta sér undir vopn hans. Torfi greip þá til þess ráðs að láta rjúfa þekjuna á bæjarhúsunum, og féll fógeti eftir skamma viðureign, er menn Torfa voru inn komnir.“
Í landi Hrauns liggur Ölfusá og er þar góður veiðistaður og mikil sölvafjara.

Veitingarstaðurinn Hafið Bláa er við ósa Ölfusár í landi Hrauns

Ártún í Blöndudal

  • HAH00032
  • Corporate body
  • 1948 -

Hét áður Ytra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð austan Blöndudalsvegar, í tungunni á eyrunum milli Blöndu og Svartár, með útsýn austur Ævarsskarð til Bólstaðarhlíðar. Svartárbrú hin ysta er við túnfótinn að norðan og er ofan hennar komið á Norðurlandsveg fremst í Æsustaðaskriðu utan Hólahorns. Tún eru ræktuð af sandeyrum og valllendismóum.
Íbúðarhús byggt 1948 530 m3. Fjós yfir 24 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Hlöður 960 m3. Tún 21 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.

Ás í Vatnsdal

  • HAH00033
  • Corporate body
  • (800)

Ás I. Bærinn stendur vestan í Ásnum sem lokar að nokkru fyrir framdalinn. Oft er betra veður framan Ásmela ef andar köldu inn dalinn. Jörðin er mjög land mikil og undirlendi undra mikið á alla vegu. Þar munar mest um Áshagann sem tekur þvert yfir dalinn og er að nokkru tún af náttúrunnar hendi. Vatnsdæla segir frá illþýði því er Ingimundur fékk búsetu í Ási og deildi við syni hans um veiði. Hrolleifur var banamaður Ingimundar, en var síðar drepinn af sonum hans ásamt Ljót móður Hrolleifs. þegar hún var að því komin að snúa öllu landslagi við með tröllskap sínum. Fagurt útsýni er af Ásnum. Jörðinni var skipt í Ás I og II. Hjáleigur voru tvær auk þeirra sem getið er við Ásbrekku; Áshús og Hagahlíð.

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1018 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls, sem er 993 m. Næsti dalur vestan við hann er Víðidalur, en til austurs er Sauðadalur næstur, svo Mjóidalur og að lokum Svínadalur.

Ás II. Íbúðarhús byggt 1950 646 m3, kjallari, hæð og ris með íbúð. Fjós yfir 30 gripi. Haughús 198 m3. Votheysturn 96 m3. Mjólkurhús. Fjárhús yfir 725 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1352 m3. Vélageymslur 466 m3. Tún 85,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Áshreppur er kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal. Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.
Halldóra Bjarnadóttir fæddist í Ási í Vatnsdal 14. október 1873.

Ásbrekka í Vatnsdal

  • HAH00034
  • Corporate body
  • 1935 -

Nýbýli úr Áslandi byggt 1935 af Ásgrími Kristinssyni. Bærinn stendur á lautarbarmi upp af Móhellunni. Útihús standa litlu ofar á Grænhól. Jörðin er frekar lítil, en undirlendi gott til túnræktunar. Vatnsdalsá þverbeygir hér austur yfir dalinn, en hefur áður runnið með vesturbrekkum. Samkomuhús byggt 1935, sem ungmennafélagið á, stendur skammt neðan við bæinn. Hjáleigur tvær voru fyrrum frá Ási í landi jarðarinnar; Grænhóll er áður getur og Brekka við Brekkulæk suður með merkjum. Íbúðarhús byggt 1937 og 1950 198 m3 ein hæð. Fjós yfir 10 gripi. Fjárhús yfir 185 fjár Hesthús yfir 15 hross. Hlaða 1066 m3. Votheysgryfja 48 m3. Geymsluskúr. Tún 25,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Ásbúðir á Skaga

  • HAH00035
  • Corporate body
  • (1950)

Nyrsti bærinn í Skagahreppi. Bærinn stendur á ás milli Ásbúðavatns og tjarnar andspænis vatninu. Knappt er um graslendi, Fjörubeit góð..
Tún 6,8 ha, æðarvarp og reki.

Ásbyrgi

  • HAH00036
  • Corporate body
  • (1880)

Ásbyrgi er hamrakví í Vatnajökulsþjóðgarði, Jökulsárgljúfrum, Norðurþingi í Norður–Þingeyjarsýslu, og eitt af mestu náttúruundrum Íslands. Það er allt að 3,5 km á lengd inn í botn og um 1,1 km á breidd í mynni þess og helst svipuð breidd um þrjá km inn eftir því. Fyrstu tvo km er byrgið klofið af Eyjunni, miklu standbergi, sem er um 250 m á breidd og skiptir Ásbyrgi í tvennt. Hamraveggirnir eru um 90 – 100 m háir og eru lægstir fremst en hækka þegar innar dregur.

Í skóginum og kjarrinu eru skógarþröstur og auðnutittlingur algengir, sem og músarindillinn. Upp úr 1970 fór fýll að verpa í hamraveggjunum og er þar nú þétt byggð. Skordýralíf er líka með ágætum eins og gefur að skilja á svo skjólsælum og gróðursælum stað og ber mest á blómaflugum, galdraflugur og hunangsflugur eru algengar. Geitungar hafa einnig tekið sér bólfestu þarna.

Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um tilurð þessarar hamrakvíar en líklegust er sú að hún hafi myndast þegar tvö hamfarahlaup urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 -10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum. Þjóðsagan skýrir þetta náttúrufyrirbæri á annan hátt. Sagan segir að þarna hafi Sleipnir, hestur Óðins, stigið fast niður fæti þegar hann var á ferð sinni um lönd og höf. Ásbyrgi sé því hóffar Sleipnis og eyjan í miðjunni sé far eftir hóftunguna.

Bergið í veggjum Ásbyrgis er úr beltóttu dyngjuhrauni. Hraunið rann frá gígnum Stóravíti efst á Þeistareykjarbungu fyrir 11 - 12 þúsund árum, skömmu eftir að jöklar ísaldar hörfuðu af svæðinu. Jarðfræðingar nefna hraunið Stóravítishraun. Stóravítisdyngjan er af sömu gerð eldfjalla og Skjaldbreiður og Trölladyngja og er stærsta hraundyngja landsins að efnismagni.

Bakki í Vatnsdal

  • HAH00037
  • Corporate body
  • (950)

Gamalt býli, en var í eyði frá 1908-1953 að núverandi eigendur reistu þar nýbýli. Meðan jörðin var í eyði lá hún undir Eyjólfsstaði og var nytjuð þaðan. Nú hafa risið þar miklar byggingar yfir fólk og fénað og ræktun mikil. Bærinn stendur á sléttlendi skammt frá fjallsrótum, en var áður á hólbarði niður við Vatnsdalá, þar sem nú eru fjárhúsin. Ræktunarland er gott og talsvert þurrt sléttlendi með og í nánd bið Vatnsdalsá. Íbúðarhús byggt 1954, 437 m3. Fjós fyrir 28 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hlöður 994 m3. Véla og verkfæraeymsla 310 m3. Tún 33,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Brúsastaðir í Vatnsdal

  • HAH00038
  • Corporate body
  • (1500)

Bærinn stendur á sléttum balarétt neðan brekkna. Túninu hallar mót aaaustri. Víðáttumikið ræktunarland er neðan brekkna sumt mýrelent en þurrir valllendisbakkar meðfram ánni. Beitiland til hálsa stórt og gott. Í túninu sunnan og afan við bæinn er Brúsahóll. Þjóðsagan segir að fé sé fölgið í honum og hafa tilraunir verið gerðar að grafa eftir því, en þá hafi þeim, er að unnu ætíð sínst Þingeyrarkirkja standa í björtu báli og því hætt. Íbúðarhús byggt 1958, 423 m3. Fjárhús yfir 300 fjár og nautgripi í hluta. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 1116 m3. Votheysgryfja. Véla og verkfærageymsla 109 m3. Braggi til geymslu. Tún 44,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

  • HAH00039
  • Corporate body
  • (950)

Fornt býli og klausturjörð fyrrum. Túnið er ræktað á sléttri grun við rætur Vatnsdalsfjalls og hallar því lítið eitt mót vestri. Bærinn steindur því sem næst í miðju túni í mjög fögru umhverfi. Votlendi talsvert neðan túns og norður um merki. Síðan taka við breiðir, þurrir og sléttir bakkar Vatnsdalsár, mikið og gott heyskaparland. Lögferja var hér áður á Vatnsdalsá til skamms tíma. Hér ólst upp Sigurður Nordal prófessor. Íbúðarhús byggt 1914, 512 m3. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hesthús yfir 24 hross. Hlöður 820 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Mjólkurhús, fóðurbætisgeymsla, smiðja og verkfærageymsla. Tún 45,4 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Flaga í Vatnsdal

  • HAH00040
  • Corporate body
  • (1920)

Flaga í Vatnsdal. Bærinn stendur á grundarræmu við brekkurætur gengt Hvammi. Undirlendi allmikið en mjög votlent

Forsæludalur í Vatnsdal

  • HAH00041
  • Corporate body
  • (1950)

Fremsti bær í Vatnsdal. Stendur í brekkurótum syðst við Múlann mót vestri. Undirlendi mjó spilda með Vatnsdalsárgili, sem þarna er á þrotum. Spöl sunnar er Dalsfoss. Jörðin á stórt og gott beitiland. Áður fyrr átti jörðin allar Dalskvíslar. Heimagrafreitur stendur niður við gilið. Hjáleigan Dalkot var við túnið að norðan en Dalssel alllangt upp með Friðmundará og var þar búið fram undir aldamótin 1900. Hér sést sól ekki í 12 vikur. Íbúðarhús byggt 1949, 496 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 370 fjár. Hlaða 800 m3. Geymsla 84 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Gilá í Vatnsdal

  • HAH00042
  • Corporate body
  • (950)

Gilá stendur á lítilli undirlendisskák norðan Gilár, smá á sem fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel. Jörðin er landlítil og möguleikar til frekari ræktunar nánast enigir. Frá Gilá voru hinir kunnu bræður Guðmundur, Daði, Daníel og Díómedes Davíðssynir. Skógrækt ríkisins á nú jörðina 1975] og er hafist handa um skógrækt. Íbúðarhús byggt 1958, 344 m3. Fjárhús yfir 150 fjár og nautgriðir að hluta þar. Hlaða 794 m3. Tún 11,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Gilá í Vatnsdal bændabýli, á og foss

  • HAH00042
  • Corporate body
  • 874 -

Fossinn sprettur fram úr sprungnu bergi Vatnsdalsfjalls.
Áin fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel.

Gilsstaðir í Vatnsdal

  • HAH00043
  • Corporate body
  • (1300)

Bærinn stendur undir hálsinum þar sem hann er lægstur eftir að kemur út fyrir Fellið. Beitiland er mikið og gott og nær allt vestur að Gljúfurá. Undirlendi er mikið en mest votlent nema á árbakkarnir sem jafngilda túni til heyskapar. Jörðin er ættaróðal. Íbúðarhús byggt 1924 og 1938, 287 m3. Fjárhús yfir 287 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlaða 490 m3. Skúr 50 m3. Tún 29,9 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Grímstunga í Vatnsdal

  • HAH00044
  • Corporate body
  • (950)

Forn kirkjujörð og prestssetur til 1847. Bærinn stendur á sléttu hólbarði rétt sunnan Álku spöl neðan brekkna. Takmarkast jörðin af Vatnsdalsá að austan, en Álku að vestan. Beitarhús [Kvisthagi] móti Forsæludal. Þar hét Litlidalur áður. Fyrrum átt jörðin alla Grímstunguheiði suður á há Stórasand. Fjölfarinn reiðvegur lá yfir yfir heiðarnar niður hjá Grímstugu. Heimagrafreitur er efst í túni. Í túnjaðri var Grímstungukot, en sel við Selkvísl, er skilur heimaland og heiði. Skútabær við Álku á Skúteyrum. Grímstungusel var í Fremridal. Íbúðarhús byggt 1921, 754 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 255 fjár. Hlaða 450 m3. Votheysgryfjur 120 m3. Haughús 160 m3. Tún 29,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Álku.

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

  • HAH00045
  • Corporate body
  • (950)

Bærinn stendur syðst á undirlendi því sem er á milli Vatnsdalsfjalls og Tunguár niður við æana, en var áður upp við fjallsrætur. Undirlendi er frekar lítið, en vel ræktanlegt enda að mestu orðið tún. Landið hækkar ört hér fyrir innan og er hlíðin vel gróin, var fyrrum slægnaland. Hér klofnar dalurinn um Tungumúla og eru Guðrúnarstaðir neðst í austurdalnum. Guðrúnarstaðagerði stóð á árbakkanum sunnan við núverandi bæjarhús. Íbúðarhús byggt 1962, 250 m3 og nýtt 1976. Fjárhús yfir 600 fjár. Votheysgryfja 50 m3. Verkfærageymsla 185 m3. Gamall bær og braggi. Hlaða 1000 m3. Tún 31,7 ha. Veiðiréttur í Tunguá.

Haukagil í Vatnsdal

  • HAH00046
  • Corporate body
  • (900)

Frá fornufari hefur bærinn staðið uppi við túnhólana, en 1936 var hann færður þangað, sem nú er. Umhverfi slétt og þurrt, ræktunarskilyrði góð. Áður tilheyrði jörðinni Haukagilsheiðin öll, hálfar Lambatungur og Kornsártungur. Voru lönd þessi seld 1883. Til 1925 var eyðibýlið Gilhagi hluti af jörðinni. Þar fór í eyði 1931. Vatnsdalsá og Álka falla samana niður undan bænum, Suður við Álku stóð býlið Gilsbakki áður fyrr. Fram með Álku stóðu tvö sel. Fremstasel sunnan Gilhaga en Ystasel að norðan, Heimagrafreitur er í skógarlundi. Jörðin er ættarjörð. Íbúðarhús byggt 1937, 288 m3. Fjárhús yfir 550 fjár. Hesthús yfir 5 hross. Hlöður 856 m3. Votheysgryfja 40 m3. Geymsla og smiðja. Tún 46,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Álka.

Hjarðartunga í Vatnsdal

  • HAH00047
  • Corporate body
  • 1962

Nýbýli úr Grímstungu stofnað 1962 úr 1/3 jarðarinnar. Bærinn stendur á þurru sléttlendi spöl frá brekkurótum nærri þeim stað sem er gamli bærinní Grímstungu stóð, sem var rifinn 1921.

Hof í Vatnsdal

  • HAH00048
  • Corporate body
  • um 880 -

Landnámsjörð Ingimundar gamla. Höfuðból að fornu og nýju. Bærinn stendur í fögrum hvammi milli Hofsmela og Kötlustaðamela og er mjög skýlt þar, enda grær óvíða fyrr á vorin. Aðalheyskaparland jarðarinnar er norðan Hofsmela og að mestu ræktað. Undir jörðina er nú lögð eyðijörðin Kötlustaðir, lítið býli, sem var í byggð til 1935. Jörðin er miðsvæðis í dalnum. Tveir skógræktarreitir og heimagrafreitur í öðrum. Norðan Hofsmela voru til forna Gróustaðir. Á Hofi gerði Skinnapilsa fyrst vart við sig. Íbúðarhús byggt 1946 og 1955, 700 m3. Fjárhús yfir 860 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 2100 m3. Votheysturn 144 m3. Verkfærageymsla 600 m3. Geymsla og bílskúr. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.
Kristfjárjörð;

Hvammur í Vatnsdal

  • HAH00049
  • Corporate body
  • (1950)

Hvammur 1. Fornt höfuðból. Sýslumannssetur í tíð Björns Blöndals, ættföðurs Blöndalsættarinnar. [Björn Auðunsson Blöndal (1787-1846)]. Bærinn stendur á bungulagaðri hæð í rótum Vatnsdalsfjalls sunnanundir Hvammshjalla [Deildarhjalla], en litlu norðar rís hæsti tindur fjallsins, Jörundarfell. Útsýni fagurt frá bænum, undirlendi mikið en votlent. utan bakkar Vatnsdalsár, sem eru eggsléttir og sem besta tún. Norðan túns eru Hvammsurðir og Hvammstjörn [Urðarvatn]. Hátt í syðri urðinni lifa enn nokkrar reyniviðarhríslur við harðan kost. Íbúðarhús byggt 1911, 443 m3. Fjárhús yfir 485 fjár. Hlöður 1461 m3. Verkfærageymsla 232 m3. Hesthús yfir 16 hross. Fóðurbætisgeymsla og fuglahús. Tún 32,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Hvammur 2; Hefur frá upphafi sagna verið stórbýli og fyrr á öldum kirkjustaður. Á Sturlungaöld bjó þar Þorsteinn Jónsson en synir hans voru Eyjólfur ofsi, sem féll á Þveráreyrum í orrustu við Þorgils skarða og Þorvarð Þórarinsson. Hans synir voru einnig Ásgrímur og Jón sem sóru Hákoni gamla skatt árið 1262. Nokkrar hjáleigur fylgdu jörðinni svo sem; Hvammkot; Syðra-Hvammkot; Eilífsstaðir og Fosskot. Jörðinni var skipt í 2 býli 1926. Íbúðarhús byggt 1911 og 1952, 545 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Fjárhús yfir 520 fjár. Hlöður 1534 m3. Haughús 520 m3; Mjólkurhús og vélageymsla. Tún 38,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Kárdalstunga í Vatnsdal

  • HAH00050
  • Corporate body
  • (950)

Kárdalstunga stendur neðst í tungunni milli Vaglakvíslar og Hólkotskvíslar nokkru neðar en Vaglar. Kvíslar þessar eiga upptök sín á ýmsum stöðum fram á hálsum og eru vatnslitlar. Heita svo Tunguá eftir að saman falla rétt fyrir neðan Kárdalstungu. Landið, sem hallar til norðurs og vesturs, er lítið og hrjóstrugt og erfitt til ræktunar. Til forna var hjáleiga eða býli suður í Kárdalstunguhólum. Einnig var sel er Árnasel hét við Selbrekkur. Tungusel var austan við Hólkotskvísl allmiklu sunnar. Íbúðarhús byggt 1960, 410 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 186 fjár. Hlaða 490 m3. Votheysgryfjur 80 m3. Geymsla, bílskúr og verkstæðishús 291 m3. Tún 44,5 ha. Veiðiréttur í Tunguá. Kirkjujörð:

Kornsá í Vatnsdal

  • HAH00051
  • Corporate body
  • (1950)

Gamalt höfuðból og sýslumannssetur um skeið. Bærinn stendur á sléttri túngrund nokkuð neðan við Kornsána og dregur nafn af henni. Áin á upptök sín í Kornsárvatni suður af Víðidalsfjalli. Undirlendi jarðarinnar er mikið, sumt mjög votlent, en árbakkar þurrir, sléttir og grasgefnir. Hér bjó lengi Lárus Blöndal sýslumaður og seinna Björn Sigfússon alþingismaður um skeið. Íbúðarhús byggt 1885, 572 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hlöður 1608 m3. Tún 42,6 ha. Vélaskúr. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.
Kornsá II. Nýbýli 3/10 úr jörðinni Kornsá. Húsið stendur í túninu spöl frá gamla húsinu. Fyrrum áttur jarðirnar svokallaðar Kornsárkvíslar, þe. land það, er liggur á milli Kornsár og Gljúfurár og náði fram og vestur í Bergárvatn. Nú liggur þetta land undir Þingeyrar. Oft flæða árnar, Vatnsdalsá og Kornsáin yfir undirlendið og bera frjóefni, en líka stundum leir og möl til skemmda. Merkileg vatnsuppspretta er rétt norðan við túnið og heitir Kattarauga, nú friðlýst. Íbúðarhús byggt 1958, 350 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 335 fjár. Hlöður 739 m3. Votheysgryfja 40 m3. Tún 21,1 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.

Marðarnúpur í Vatnsdal

  • HAH00052
  • Corporate body
  • (950)

Bærinn stendur við fjallsrætur á suðurbakka Gilár og ber nokkuð hátt, enda úsýni fagurt. Túninu sem er þurrt og harðlent, hallar mót suðvestri. Ræktunarskilyrði góð. Jörðin á talsvert land vestan Tunguár, hið besta ræktunarland. Þá átti jörðin land austur fyrir fjall fram af Svínadal og þar stóð Marðarnúpssel, en þar var búið fram undir 1925. Fjölfarinn varðaður reiðvegur var yfir fjallið áður fyrr. Melagerði, gamalt eyðibýli er syðst í Marðarnúpslandi rétt við Tunguárbrú. Héðan var Guðmundur Björnsson landlæknir. Íbúðarhús byggt 1931 og 1942, 406 m3. Fjós fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 550 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 1580 m3. Votheysgryfja 40 m3. Haughús 216 m3. Geymsla. Tún 44,5 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Tunguá.

Nautabú í Vatnsdal

  • HAH00053
  • Corporate body
  • 1949 -

Nýbýli stofnað 1949, helmingur af Undirfelli fór í eyði 1974. Þar standa engin útihús, nema 300 m3 hlaða og lítið fjárhús fyrir yfir 70 fjár. Íbúðarhús byggt 1950 334 m3. Tún 21 ha, veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Saurbær í Vatnsdal

  • HAH00054
  • Corporate body
  • (1200)

Bærinn stendur í brekkurótum gegnt Þórormstungu. Jörðin er frekar landlítil og erfitt um ræktun heima. Vatnsdalsá hefur herjað mjög á undirlendið en nú er landbrot heft með fyrirhleðslu. Nú er komið upp talsvert nytjaland austan ár, en erfitt er að verja það vegna ísruðninga frá ánni, sem níðir girðingar. Mikil ræktun er komin „upp á milli brúna“. Jörðin er óðalsjörð. Íbúðarhús byggt 1922 og 1968, 587 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hlaða 1224 m3. Votheysgryfja 72 m3. Vélageymsla og verkstæðishús 150 m3. Tún 29,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Skólahús á Móhellu í Vatnsdal

  • HAH00055
  • Corporate body
  • 1935 -

Samkomuhús byggt 1935, sem ungmennafélagið á, stendur skammt neðan við Ásbrekku.

Snæringsstaðir í Vatnsdal

  • HAH00056
  • Corporate body
  • (1500)

Var áður hjáleiga frá Undirfelli og 1/5 úr þeirri jörð. Bærinn stóð samtýnis Brúsastaðabæ í Sléttu, en lítið hallandi túni, stutt á milli bæja.
Veiðiréttur í Vatnsdalsá. Tún 32 ha.

Sunnuhlíð í Vatnsdal - Kot / Torfustaðakot

  • HAH00057
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn Kot eða Torfustaðakot síðar Sunnuhlíð, stendur á allháu melbarði við Vatnsdalsá vestan undir Múlanum sunnarlega. Undirlendi er frekar lítið og þröngt til ræktunnar. Veðursæld er mikil. Sjaldan mun taka fyrir haga í brekkunum og nýtur þar sólbráðar. Jörðin er lítil, en flestum hefur búnast þar vel. Þarna er dalurinn orðinn mjög þröngur, enda sér ekki til sólar á bænum 14 vikur á ári. Úti á Eyrunum voru Smiðsstaðir, en Torfastaðir sunnan til í landinu. Íbúðarhús byggt 1950, 350 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 350 fjár. Hlöður 610 m3. Haughús 88 m3. Geymslur 141 m3. Tún 17,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Vaglar í Vatnsdal

  • HAH00058
  • Person
  • (950)

Bærinn stendur hæst allra bæja í Vatnsdal. Jörðin er gamalt afbýli frá Guðrúnarstöðum og land óskipt, en talið ¼ úr jörðinn allri.
Bærinn stendur vestan Vaglakvíslar og á land beggja vegna hennar. Tún 11,9 ha.

Þórormstunga í Vatnsdal

  • HAH00059
  • Corporate body
  • (950)

Bærinn Þórormstunga [Þóroddstunga í mt 1801] stendur á þurru sléttlendi norður af Tungumúla sem klífur dalinn að nokkru, klettalaus bungulaga fjallshryggur. Allt undirlendið má heita þurrt og gott til ræktunar. Austan undir Múlanum gegnt Kárdalstungu stóð hjáleigan Hólkot við Hólkotskvísl. Þar var búið fram undir 1920. Þórormstunga er ættaróðal frá 1784. Heimagrafreitur er í túninu . Fagurt umhverfi og jörðin góð. Tungukot var í túnfæti og Jökulsstaðir allhátt í norðaustan Múlanum. Í Þórormstungu 1835 bjó Jón Bjarnason stjarnfróði. Íbúðarhús byggt 1964-1967, 417 m3. Fjárhús yfir 475 fjár. Hlöður 1440 m3. Votheysgryfjur 72 m3. Geymslur. Tún 50 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Tunguá. Eigandi jarðarinnar 1975; Hannes Jónsson (1893).

Bakki á Skaga

  • HAH00060
  • Corporate body
  • (1880)

Bærinn stendur örskammt frá sjó, en út og suður og í landátt er allt umvafið grasi og gott til ræktunar: Íbúðarhús steypt 1967 297 m3, fjárhús yfir 400 fjár, 2 hlöður, fjós járnklætt byggt 1972 yfir 15 gripi.

Baldursheimur Blönduósi

  • HAH00061
  • Corporate body
  • 1918 - 1978

Byggt 1918 af Sigurbirni Jónssyni. Í fasteignamati 1918 segir; Íbúðarhús, nýbyggt 12 x 6 álnir, torfveggir og torfhliðarveggur, en tvöfaldur þilstafn og hlið. Torfþak, sperrureist, alþiljað á 5 álnum, með skilrúmsþili. Útihús, fjárhús yfir 30 fjár. Lóðarstærð ótiltekin.
Sigurður Kár Sigurðsson bjó í Baldursheimi samtímis Sigurbirni.

Halldór Snæhólm keypti Baldursheim 1925 er fyrri íbúar fluttu burt. Halldór sem hafði verið bóndi á eignarjörð sinni Sneis, ætlaði sér að lifa á skipavinnu og þeim störfum sem tilféllu við samvinnufélögin, gafst fljótt upp á fyrirætlan sinni. Vinnan var ekki næg til að framfleyta fjölskyldu. Hann flutti því til Akureyrar og fjölskyldan á eftir honum.
1927-1929 bjó Steingrímur Pálsson í Baldursheimi, en hann hafði áður verið á Oddeyri.
Hannes Sveinbjörnsson flytur næstur í Baldursheim 1929 og kaupir hann. Hannes bjó þar til dauðadags 1942. Hann hafði áður búið á Hafursstöðum ov.
Páll Hjaltalín Jónsson kaupir Baldursheim 1943 og býr þar til dauðadags 1944. Afsalinu er þó ekki þinglýst fyrr en að Páli látnum 23.5.1944. Ingibjörg Þorleifsdóttir ekkja hans bjó í húsinu til hárrar elli, en hún var þó kominn á Héraðshælið áður en hún dó 1980. Hún var síðasti íbúi í Baldursheimi.

Barnaskólinn á Blönduósi / Blönduskóli

  • HAH00062
  • Corporate body
  • 1908

Með lögum frá 1880 var gerð lagaskylda um kennslu barna í skrift og reikningi en fram til þess tíma þótti lítil þörf á að stúlkur kynnu að draga til stafs. Húnvetningar voru þó framar mörgum öðrum í kennslu stúlkna og var kvennaskóli settur að Undirfelli í Vatnsdal 1879 og var skólinn fullsettur þann vetur. Auk séra Hjörleifs var þar einnig kennslukona, Björg Schou, síðar prestmaddama í Landeyjum, skólinn var svo fluttur að Lækjarmóti næsta ár, að Hofi þarnæsta og að Ytri-Ey 1883.

Skólinn varð samstarfsverkefni Skagfirðinga og Húnvetninga sem kostuðu hann hvor um sig að hálfu, jafnframt var samningur gerður um Bændaskólann á Hólum á sömu kjörum.

Eftir nýsett lög var skipuð nefnd um hvar hentugast yrði að setja upp almennan barnaskóla og skilaði nefndin áliti sínu í febrúar 1880. Niðurstaðan var sú að Blönduós teldist hentugasti staðurinn.

Fáum sögum fer um skólastarfsemina fyrstu árin og fór kennsla víða fram, líklega hefur Sigríður Hjálmarsdóttir, dóttir Bólu-Hjálmars, verið með fyrstu kennslukonunum jafnframt ljósmóðurstörfum ásamt sr Þorvaldi Ásgeirssyni á Hjaltabakka og heimiliskennurum hjá Möller og Sæmundsen. Fyrsti nafngreindi kennarinn 1888, var Hannes G Blöndal skáld.

Ekki var hreyft aftur við barnakólamálum fyrr en 1889. „Messað á Hjaltabakka. Út á Blönduós um kveldið, hélt þar fund um barnaskólamálið. Ekkert fast afráðið. Nótt hjá Sæm.“ Skrifar Bjarni Pálsson í Steinnesi í dagbók sína, 7. apríl 1889. og þannig verður það næstu 10 árin.

Starfræksla barnaskóla hófst innan árinnar og hélst þar í hendur við uppbyggingu þorpsins þar. Blönduóskauptún var gert að sérstöku skólahéraði árið 1908 og keypti sveitarfélagið efri hæð húss sem kallað er „Tilraun“ árið 1908 fyrir barnaskólann. Hús þetta stendur enn við Aðalgötu númer 10.

Kennarar voru ma; Björn Magnússon (1887-1955) Rútsstöðum. Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum.
1920- Kristófer Kristófersson (1885-1964) og Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir (1886-1967) og Þuríður Sæmundsen.

Starfræksla barnaskóla hófst innan árinnar og hélst þar í hendur við uppbyggingu þorpsins þar. Blönduó sk auptún var gert að sérstöku skólahéraði árið 1908 og keypti sveitarfélagið efri hæð húss sem kallað er „Tilraun“ árið 1912 fyrir barnaskólann. Hús þetta stendur enn og kallast Aðalgata 10. Árið 1946 var hins vegar tekið í notkun nýtt og glæsilegt hús fyrir barnaskólann norðan árinnar (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 42), skammt frá brúnni yfir Blöndu.

Beinhóll á Kili

  • HAH00063
  • Corporate body
  • (1880)

Skammt norðaustan við Kjalfell er Beinahóll eða Beinabrekka, þar sem Reynisstaðabræður, fé og föruneyti, urðu úti árið 1780. Þar finnast enn bein úr fé þeirra bræðra og þekkist hóllinn úr fjarlægð vegna hvítra beinanna sem standa út úr hólnum. Jafnmikið hefur örugglega ekki verið skrifað og rætt um nokkurn slysaatburð hér á landi sem þennan. Atburðurinn þykir enn þann dag í dag mjög dularfullur og ekki hefur fengist fullnægjandi skýring á sumu því er í þessari för gerðist Um helför þessa yrkir Jón Helgason prófessor í Áföngum:

Liðið er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem í snjónum bræðra beið
beisklegur aldurtili.

Skuggar lyftast og líða um hjarn
líkt eins og mynd á þili
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur í dimmu gili.

Árið 1971 var reistur minnisvarði um Reynisstaðabræður úr stuðlabergi á Beinahól. Eftir dauða bræðranna og fylgdarmanna frá Reynisstað fékk almenningur mikinn ímugust á þessari öræfaleið sem annars hafði um margar aldir verið ein fjölfarnasta samgönguæð milli landsfjórðunga. Það lá við að Kjalvegur legðist af hátt upp í hundrað ár. Reimleikaorð fór að myndast um leiðina, einkum í nánd við Kjalfell og hraunið. Ekki dró svo útilegumannatrúin úr hræðslunni.
Óhugnanleg hula svífur enn yfir þessum stað og verður seint aflétt. Kjalvegur er þó aftur orðinn fjölfarin leið og þeir eru óteljandi ferðamennirnir, íslenskir sem erlendir, sem leggja leið sína þarna um enda er margt að sjá og skoða.

Bergstaðakirkja í Svartárdal

  • HAH00065
  • Corporate body
  • 1883 -

Bergsstaðir eru bær í Svartárdal, kirkjustaður og prestssetur fram á 20.öld .

Á Bergsstöðum var kirkja helguð Ólafi helga Noregskonungi og Þorláki biskupi Þórhallssyni í kaþólskum sið. Útkirkja var í Bólsstaðarhlíð og frá 1907 á Holtastöðum.

Bergsstaðakirkja er timburhús, 9,34 m að lengd og 6,17 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni og á því hálfvalmi upp af kórbaki. Upp af vesturstafni en hár og breiður stallur með ferstrent þak upp að turni með píramítaþak. Turnþök eru klædd sléttu járni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, tveir sömu stærðar á kórbaki en minni gluggi ofarlega á hvorum stafni og lítill gluggi á framhlið turnstalls. Í þeim er miðpóstur og tveir fjögurra rúðu rammar. Hljómop með hlera og skásettum litlum glugga er á hverri hlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir, hálfsúlur hvorum megin og bjór yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Kirkjan, sem nú stendur á staðnum, var byggð sumarið 1883. Helstir ráðamenn byggingar voru þeir Stefán M. Jónsson Bergsstöðum og Guðmundur Gíslason Bollastöðum. Umsjón með smíðinni sjálfri hafði Þorsteinn kirkjusmiður Sigurðsson en honum helst til aðstoðar var Eiríkur Jónsson, er síðar bjó að Djúpadal í Skagafirði. - M. a. er tóku til máls var prófasturinn Þorsteinn B. Gíslason Steinnesi. Milli ræðna var kórsöngur, svo og almennur söngur. Í tilefni afmælisins bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir.
Eins og áður er sagt, sá sóknarnefndin um undirbúning allan að hátíðinni. Var það almanna rómur, að henni hefði vel tekist að gera stundirnar hátíðlegar og eftirminnilegar.

Í sóknarnefndinni eru nú þeir Guðmundur Jósafatsson ráðunautur Austurhlíð, form., Sigvaldi Halldórsson bóndi að Stafni og Stefán Sigurðsson bóndi að Steiná B. Sn.
Birgir Snæbjörnsson mun hafa skráð þennan texta, en hann hóf prestsskap sinn þar í dölunum seint í febrúar á þessu sama ári.

Bergstaðir Svartárdal

  • HAH00066
  • Corporate body
  • [1200]

Jörðin er kirkjustaður og var prestsetur þar fram yfir 1920. Jörðin var í eyði 1963-1974. Nýtt hús byggt 1974 var fært nær þjóðveginum. Norðan túns er Bergstaðaklif og Helghússhvammur. Núverandi íbúðarhús steinsteypt 395 m3, fjós fyrir 20 gripi og fjárhús yfir 150 fjár. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Bjarnastaðir í Þingi

  • HAH00068
  • Corporate body
  • (900)

Bærinn stendur á skriðubungu spölkorn upp frá norðurenda Flóðsins austan Vatnsdalsvegar eystri. Tún vestur frá bænum beggja vegna vegarins. Engjar svo til engar heima en ítak norður á Slýjubakka í Hnausalandi um 150 hestburðir, beit er til fjallsins, en rýr, erfitt um ræktun. Bjarnastaðir eru gamalt góðbýli. mtið til 40 hdr 1713, en við skriðuna 1720 fór engi undir vatn, tún og beitiland spilltist og jörðin fór í eyði um tíma. Enn er skriðuhætt þar.

Íbúðarhús byggt 1954 hæð og rishæð 418 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 180 fjár. Hesthús yfir 8 hross. Hlöður 230 m3. Tún 6,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.

Bjarnastaðir, Mýri og Rauðafell í Bárðardal

  • HAH00069
  • Corporate body
  • (1910)

Bárðardalur í Þingeyjarsveit er lengsti byggði dalur á Íslandi (Þorvaldur Thoroddsen, 1908) og markast af Skjálfandaflóa í norðri og Ódáðahrauni og Sprengisandi í suðri. Þjóðvegur 1 skiptir dalnum í Bárðardal nyrðri og syðri við Ljósavatnsskarð. Landslag upplýsir um rof ísaldarjökla. Vestan megin er 600-700 metra hár samfelldur fjallgarður frá Sprengisandi að Ljósavatnsskarði með vel grónum og sumstaðar skógi vöxnum hlíðum. Að austan er Fljótsheiði, víðáttumikil og gróin sem teygir sig norður til Aðaldals, Reykjadals og Mývatnsheiðar að austan. Dalbotninn er að stórum hluta þakinn hrauni. Stærst er Bárðardalshraun, eitt víðáttumesta hraun Íslands. Um dalinn endilangan rennur Skjálfandafljót, fjórða lengsta á landsins. Í því eru þekktir fossar á borð við Aldeyjarfoss, Hrafnabjargafossa, Ingvararfoss og Goðafoss sem er einn fjölmennasti ferðamannastaðurinn á Norðausturlandi. Vatnakerfi Skjálfandafljóts tilheyra ýmsar dragár og lindár sem falla í fljótið.

Mýri; Innsti bærinn í Bárðardal og sá síðasti áður en lagt er á Sprengisand. „Bærinn stendur undir allhárri fjallshlíð syðst í Bárðardal að vestan, nokkurn spöl frá Skjálfandafljóti,“ segir í Byggðum og búum í Suður-Þingeyjarsýslu. Bærinn stóð fast vestan við og heldur norðar en núverandi íbúðarhús á Mýri, byggt 1929. Kálgarður er enn á sama stað og hann er sýndur á túnakorti, ofan í lækjargilinu sunnan við bæjarstæðið. Hlað er bæði austan og vestan við núverandi íbúðarhús en vestan við er slétt grasflöt upp að bæjarlæknum. Steinhús á kjallara stendur framan í bæjarhólnum en lækur rennur í sveig meðfram honum að vestan og sunnan.

Rauðafell; Veiðiréttur í Svartá
Bjarnastaðir; Veiðiréttur í Svartá

Björg á Skaga ytri og syðri

  • HAH00070
  • Corporate body
  • um 1920 -

Syðri Björg. Bærinn stendur í sama túni og Ytri-Björg, landslag svipað, en fjörbeit er ekki nýtt. Björg urðu ekki til fyrr en skömmu eftir 1920.
Tún 537 ha. Íbúðarhús byggt 1952, fjós 1955 úr asbesti yfir 3 gripi. Fjárhús úr torfi og grjóti byggt 1940 fyrir 80 fjár. Hesthús 1940 fyrir 10 hross úr torfi og grjóti. Hlaða byggð 1963 245 m3.

Ytri-Björg; Bærinn stendur skammt fyrir vestan Bjargartögl, nokkurn spöl frá sjó. Þar eru klettar með sjó fram og lítinn spöl frá landi er sérkennilegur gatklettur; Bjargastapi. Þar á veiðbjallan varpland. Íbúðarhús 157 m3 byggt 1957, hlaða byggð 1975 stálgrindarhús 1130m3, fjárhús steypt 1945 yfir 70 fjár. Geymsla úr ásbesti 136 m3. Hlaðabyggð 1950 200 m3 járnklædd. Geymslabyggð 1960 úr timbri 21 m3.

Blanda -Hús

  • HAH00072
  • Corporate body
  • 1908 -

Verslanir;
1908- Pétur Sæmundsen
1918-1922 Pétur Pétursson (1850-1922) og Sigurður Helgi Sigurðsson (1873-1948)
1922-1942- Einar Oddur Scheving Thorsteinsson (1898-1974)
1933- Albert Jónsson (1857-1946)
1942-1943- Guðmundur Pálsson Kolka (1917-1957).

Blanda

  • HAH00073
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Í lok ísaldarskeiðs þegar jökullinn var að bráðna í Langadal losnaði um þrýsting á Langadalsfjall. Við það molnaði mikið úr berginu þegar jökullin skeið niður. Enn var þú mikið haft við Breiðavað og safnaðist því leysingavatnið upp í dalnum, en efst í haftinu var byrjað að rofa. Þar flæddi yfir og „Blanda“ myndaði sinn fyrsta farveg og leitaði til sjávar um Vatnahvefi og þaðan áfram í Lækjardal og í Húnaflóa skammt frá núverandi ósum Laxár.

Eftir því sem jökullinn bráðnaði jókst þrýstingurinn á Breiðavaðshaftið þar til það gaf sig með hamfaraflóði miklu, ruddi sér nýja leið til sjávar og bjó þannig til það dalverpi sem nú er Blönduós. Smá saman gróf þetta mikla fljót sig niður í hamrabeltin sem lágu undir jökulruðningunum og áin stilltist.

Blanda er jökulá með upptök í mörgum kvíslum undan Hofsjökli. Syðsta kvíslin fast norðan Blágnípu. Norðan hennar gengur fram skriðjökull, Blöndujökull. Blanda er með lengstu ám landsins 125 km á lengd og að sama skapi vatnsmikil, vatnasvið hennar 2.370 km². Algengt sumarrennsli 40-90 m³/s. og vetrarrennsli 20-30 m³/s. Mesta flóð mælt 550 m³/s (mælt í Blöndudal). Löngum hefur áin reynst mannskæð. Við Blöndu stendur kaupstaðurinn Blönduós, þar sem hún fellur til sjávar við austanverðan Húnafjörð. Í henni er góð og mikil laxveiði.

Framan við byggð fellur Blanda í miklum gljúfrum og djúpum, 18 km leið, heita þau Blöndugil. Margar þverár falla í Blöndu, Svartakvísl, Strangakvísl, og Svartá að austan. Seyðisá og Sandá að vestan. Allmörg vöð voru á Blöndu, Blönduvöð inni á hálendinu og Hrafnseyrar vað við Björnólfsstaði eru þeirra kunnust. Lögferjur voru fyrrum á Mjósundi sunnana Holtastaða og undan Brúarhlíð [Syðra-Tungukoti]. Kláfferja var á Blöndu milli Blöndudalshóla og Höllustaða fram undir 1950.

Tvær brýr eru á Blöndu önnur hjá Blönduósi smíðuð 1963 en hin í neðanverðum Blöndudal, niður undi Syðri-Löngumýri, smíðuð 1951.

Blanda var virkjuð 1991 og myndaðist þá víðáttumikil uppistöðulón á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði, þar sem áður var gróið land.

Mörg stöðuvötn eru á vatnasvæði Blöndu. Flest eru á Auðkúluheiði sunnan núverandi Blöndulóns og um nokkur þeirra liggur veituleiðin frá Kolkustíflu að inntaki virkjunarinnar. Stærst þessara vatna er Vestara-Friðmundarvatn, grunnt og frjósamt með fjölbreytilegu lífríki. Meðal annarra vatna á Auðkúluheiði eru Þrístikla, Galtaból, Mjóavatn, Eyjavatn, Smalatjörn, Austara-Friðmundarvatn, Gilsvatn og Lómatjarnir

Blöndudalshólar

  • HAH00074
  • Corporate body
  • [1200]

Blöndudalshólar voru einnig kallaðir Hólar í Blöndudal. Þar var um margra alda skeið prestssetur.
Í Blöndudalshólum var kirkja, sem helguð var með Guði hinum heilaga Jóhannesi babtista (skírara). Í máldaga segir svo, að þar skuli prestur vera.

Prestsetur og kirkjustaður [til 1880]. Bærinn stendur á árbakkanum, neðan vegar, en að ofan rís bæjarhóllinn, hár og brattur, græddur trjám í uppvexti. Fyrrum stóðu bær og kirkja í krika sunnan hólanna. Ofar í brekkunum eru sékennilegar skeifumyndaðar kvosir, nefndar Katlar. Tún er stórt að mestu neðan vegará framræstum mýrum. Beitiland allvíðlent, bæði neðan brúna og á hálsinum. Íbúðarhús byggt árið 1932 úr við Höphnerverslunarhúss á Blönduósi 525 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Hlöður 2150 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Norðan við Hemmertshús var verslunarhús Höephnerverslunar, reist 1881, síðar rifið og viðurinn notaður í íbúðarhús á Blöndudalshólum.

Bollastaðir í Blöndudal

  • HAH00075
  • Corporate body
  • [1200]

Bollastaðir er fremstibær í Blöndudal að austan gengt Eiðsstöðum. Bærinn stendur hátt við hálsbrúnina með útsýn norður Blöndudal. Í suðri eru Borgirnar norðan Rugludals, en Þrælsfell út og upp í hálsi. Blanda freyðir við túnfótinn í djúpu gljúfragili. Eldra túnið er mjög brattlent, en nýræktir eru á framræstum mýrum sunnan þess, meðfram ruddum vegi sem liggur til heiðar. Ræktunarskilyrði er góð og kostaland til beitar ásamt víðáttu. Íbúðarhús byggt 1955, vikursteypa 440 m3, Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 420 fjár, hesthús yfir 15 hross. Hlöður 1180 m3. Verkfærageymsla 323 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Brandsstaðir í Blöndudal

  • HAH00076
  • Corporate body
  • [1300]

Brandsstaðir eru við Brekkurætur stutta bæjarleið norðan Austurhlíðar og liggur vegurinn um hlaðið. Sniðskornar reiðgötur liggja þar uppá hálsinn til Brúnarskarðs, með Járnhrygg að sunnan og Skeggjastaðafell að norðan. Jörðin er ekki víðlend en ræktunarskilyrði ágæt, einkum á samfelldu framræstu mýrlendi neðan vegar. Íbúðarhús byggt 1959, 680 m3. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 570 fjár. Hlöður 1460 m3. Tún 29 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Eiðsstaðir í Blöndudal

  • HAH00077
  • Corporate body
  • [1200]

Bærinn stendur miðhlíðis gegnt Bollastöðum og er í 250 metra hæð ys. Landrými er þar mikið og gnægð ræktanlegs lands. Fyrir nokkrum árum var jörðinn skipt í 2 sérmetin býli en fullkomin samvinna hefur þó jafnan verið með bræðrunum sem þar búa. Aðeins eitt íbúðarhús er á jörðinni. Í þessari lýsingu teljast báðir jarðarhlutarnir í einu lagi. Oft var skipt um ábúendur öldina á undan. Íbúðarhús byggt 1956, 405 m3. Torffjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár og torfhús yfir 380 fjár. Hesthús úr torfi yfir 14 hross. Hlaða 600 m3. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Gilsvatni.

Eyvindarstaðir í Blöndudal

  • HAH00078
  • Corporate body
  • [1300]

Eyvindarstaðir er landnámsjörð Eyvindar sörkvis og stendur á háum bakka Blöndu andspænis hinu klettótta Gilsárgili, alllanga bæjarleið norðan Bollastaða. Tún er þar gott og samfellt út og suður frá bænum, að mestu ræktun af framframræslu. Landgott er á Eyvindarstaðahálsi og landið ágætlega gróið. Fyrrum fylgdi Eyvindarstaðaheiði jörðinni og greiddu menn Eyvindarstaðabónda lambtolla fyrir afnotin. Íbúðarhús byggt 1950, 570 m3. Fjós fyri 7 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Guðlaugsstaðir í Blöndudal

  • HAH00079
  • Corporate body
  • [1200]

Guðlaugsstaðir er gömul ættarjörð. Björn Þorleifsson lögsagnari var eigandi hennar 1706 og hafði þá búið þar frá 1680. Síðan hafa niðjar hans búið þar samfellt, Guðmundur núverandi [1975] eigandi hennar er 7. liður frá Birni. Þetta er stór og mikil jörð. Einkum er beitilandið mikið og kjarngott. Ræktanlegt land er mikið en að mestu 250-280 metra yfir sjávarmáli. Þar hefur verið ræktað stórt tún en í köldum sumrum sprettur það ekki eins vel og túnin neðar í dalnum sem eru í 120-130 metra hæð. Íbúðarhús reisulegur burstabær byggður 1875, stækkaður 1926. Fjós fyrir 24 gripi ásamt mjólkurhúsi og áburðargeymslu byggt 1959. Fjárhús byggt 1965 yfir 350 fjár með grindur í gólfi, önnur hús yfir 260 fjár. Hlöður 1500 m3. Þurrkhjallur 36 m3. Tún 48,1 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Gilsvatni.

Blönduós / Blönduóssbær / Húnabyggð

  • HAH00080
  • Corporate body
  • 1.1.1876 -

Sjá umfjöllun um Blönduós - gamlabæinn.
Skömmu fyrir aldamót (1897) var fyrstu bæirnir reistir á eystribakkanum í landi Ennis og nefndist Litla-Enni og sama ár Grund (Klaufin), en þar átti síðar eftir að fjölga um mun með til komu kaupfélagsins 1906. Einnig hafði Ole Möller reist þar vörugeymslur þar sem Sláturhúsið stendur. Elfan mikla sem fyrir stuttu hafði verið brúuð var ekki lengur sá faratálmi sem hún lengst af hafði verið og skipti samfélaginu við ósinn í tvær sóknir.

Blönduóss er fyrst getið sem lendingarstaðar í Landnámabók og víða í Íslendingasögum er talað um skipakomur þangað en á síðari öldum virðist ekki hafa verið siglt þangað fyrr en á 19. öld. Eini verslunarstaðurinn í Húnaþingi var þá Höfðakaupstaður (Skagaströnd). Mörgum Húnvetningum þótti þó langt að sækja verslun þangað og þann 1. janúar 1876 var Blönduós löggiltur sem verslunarstaður. Sumarið eftir voru útmældar nokkrar verslunarlóðir og tveir verslunarskúrar reistir. Kaupfélag Austur-Húnvetninga fékk útmælda lóð 1896 og árið 1909 var reist steinsteypt verslunarhús sem enn stendur.

Íbúðarhús risu einnig kringum verslanirnar. Árið 1890 voru 52 íbúar á Blönduósi og um aldamótin voru þeir orðnir 106. Árið 1920 voru á Blönduósi 11 steinhús, 15 timburhús og 31 torfbær. Lögferja kom á ósa Blöndu um það bil sem byggð hófst þar og brú var svo reist á árunum 1896-1897 og var mjög mikil samgöngubót og tengdi líka þorpið, sem var að byggjast upp báðum megin árinnar. Núverandi brú var reist 1962-1963. Á árunum 1894-1895 var gerð bryggja utan við ána og varð Blönduós þá fastur viðkomustaður strandferðaskipa.
Kvennaskóli Húnvetninga var fluttur á Blönduós 1901 og var núverandi skólahús reist 1912. Skólinn starfaði allt til 1978 en var þá lagður niður og eru Textílsetur Íslands og Heimilisiðnaðarsafnið nú í húsakynnum skólans. Á Blönduósi er einnig Hafíssetrið í Hillebrandtshúsi og verið er að koma upp Laxasetri Íslands í bænum.
Gamla kirkjan á Blönduósi var flutt þangað frá Hjaltabakka 1894 og reist sunnan ár. Hún er nú friðuð en ný kirkja var reist norðan ár 1993. Prestssetur hefur verið á Blönduósi frá 1968. Sýslumaður Húnvetninga hefur haft aðsetur á Blönduósi frá 1897 og sama ár varð þar læknissetur. Sjúkrahúsið, Héraðshæli Austur-Húnvetninga, var tekið í notkun 1956.
Atvinnulíf Blönduóss byggist á margs konar matvælaiðnaði og öðrum léttum iðnaði, svo og verslun og þjónustu við íbúa héraðsins og ferðamenn.
Á Blönduósi hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð Veðurstofunnar síðan 1998.

Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austaan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

  • HAH00081
  • Corporate body
  • 1903 -

Húsið var byggt sem læknisbústaður af Júlíusi Halldórssyni héraðslækni árið 1903. En 1906 tekur við af honum Jón Jónsson (Jón pína). Hann lét af störfum 1922 og kaupir sýslunefnd AusturHúnavatnssýslu húseignir hans við Aðalgötu og fleiri eignir, eins og sagt er frá í inngangi, í því skyni að hýsa þar læknisbústað héraðsins með hæfilegum viðbyggingum og sjúkrahús. Gegndi húsið því hlutverki fyrir Blönduóshérað til 1955, þegar starfsemin var flutt í Héraðsheimilið. Lyfjabúð var um árabil í kjallara hússins. Á tímabili eftir 1955 var það nýtt sem skrifstofuhúsnæði á vegum Húnfjörðs hf. Skáksamband Íslands var stofnað í því 1925. Húsið er nú nýtt til íbúðar, og skilgreint sem parhús í fasteignamati.

Hinn hluti parhússins er Aðalgata 7 (gamli spítalinn). En húsin standa á sameiginlegri lóð.

Blönduós- Gamlibærinn

  • HAH00082
  • Corporate body
  • 26.6.1876 -

Blönduós byggðist upp í kringum verslun og voru íbúar fyrstu árin allir tengdir verslunarstörfum.

„Verslun var gefin frjáls að fullu eða öllu 1854. Kröfum Jóns Sigurðssonar og liðsmanna hans var fullnægt“ eins og segir í sögu Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi eftir Thorsten Odhe í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Ystafelli.

„Fyrsta tilraunin um vöruútvegun í félagsskap var gjörð í Húnavatnssýslu. Verslunarstaður var eigi löggiltur að Borðeyri fyrr en 1846 og máttu Húnvetningar sækja að Höfðakaupsstað eða Stykkishólm“

Kaupmennirnir þar vildu ekki sigla til Borðeyrar, en þeir réðu öllu um aðflutning og kom fyrsta skipið ekki fyrr að 2 árum liðnum en þá tók Pétur Eggerz yfir kaupfélagið.

„Árið 1869 stofnuðu Húnvetningar fyrstu verslunarsamtökin, sem nokkuð kvað að á landinu og fljótlega voru stofnaðar deildir allt frá Skagafirði til Borgarfjarðar.“

Faðir Blönduós er tvímælalaust Thomas Jarowsky Tomsen þótt svo að frumvarp til laga um verslunarstaðinn hafi komið frá Ásgeiri á Þingeyrum og Páli í Dæli.

Það voru ekki allir sáttir við þéttbýlismyndun við ós Blöndu eins og kom fram hjá sr Eiríki Kúld sem sagði að fjölgun verslunarstaða hefði í för með sér „aukna eyðslu á tíma og peningum í snattferðir til kaupa á tóbaki og brennivíni“.

Sumarið 1876 var nokkuð gott miðað við það sem síðar átti eftir að verða. 26. júní höfðu verið miklir hitar á Blönduósi 12 daga í röð og „hitinn opt farið uppí +30°R (37,5°C) í sólunni og +10-14°R (13-17°C) á nóttunni“ [Þjóðólfur 6. júlí 1876].

Sama dag og skip Thomsen siglir inn á Ósa Blöndu féll Custer hershöfðingi í bardaga við Indjána við Little Big Horn undir stjórn Sitting Bull og Crazy Horse.
Blönduós hafði fengið kaupstaðarréttindi 1. Janúar sama dag og Helene Scharfenberg Adenauer tók léttasótt í Köln og fæddi þriðja barn sitt og fyrsta forseta Sambandslýðveldisins.

Nú stóðu menn í sandfjörunni vestan við ósin og horfðu út Húnaflóa en fréttir höfðu borist að Thomsen skipsstjóri væri að sigla fari sínu inn flóann. Þrátt fyrir að „Kláðamálið“ væri ofarlega í hugum bænda þá var samt að sjá eftirvæntingu á hverju andliti.

Fyrsti skráði heimilismaðurinn 1876 var Sigvaldi Bennediktsson Blöndal.

Bernhard August Steincke hefði fyrstur fengið útmælda lóð vestan Blöndu (þar sem Pétursborg stendur nú) auk Thomsen. Ekkert varð þó úr að Akureyrarkaupmaðurinn nýtti sér lóðina og því var það Thomsen sem fyrstur kaupmanna settist að við ósa Blöndu.

Fram til 1876 höfðu Húnvetningar um 3 kosti að velja til kaupa á nauðþurftum, og þeir misgóðir. Vestan Blöndu var það verslunin á Borðeyri sem hlaut kaupstaðarréttindi 1846, en austan hennar var það Skagaströnd/Hólanes með kaupstaðarréttindi frá 1777 og svo Sauðárkrókur sem fékk kaupstaðaréttindi 1858. Fyrir þann tíma var það svo Grafarós/Hofsós.

Höfðakaupmenn á Ströndinni þóttu jafnan erfiðir í viðskiptum og jafnvel óheiðarlegir svo Húnvetningar sóttu frekar í Hofsós með viðskipti þótt um langan veg væri að fara en að skipta við kaupmanninn á „Horninu“.

„... Þetta er kölluð fríhöndlun. Það skiljum vér svo, að eftir henni hafi hvör einn fríheit að setja prís á sínar eigin vörur, en þau fríheit eru oss aldeilis betekin, þar sjálfir þeir útlendu fríhandlarar setja fastan taxta, bæði á sínar og vorar vörur, og við þann sama verðum vér, nauðugir viljugir að blífa, hvörsu blóðugur sem hann vera kann.“

„Þessi almenna bænda og hreppstjóra í Bólstaðarhlíðarhreppi umkvörtun yfir höndlaninni hér á Skagastrandarkaupsstað er því síður ýkjuð, að hér eru ótaldir margir óhægðir, sem orsakast af þessari mikið bágu og lélegu höndlan....“ skrifuðu þeir prestarnir sr Björn Jónsson á Bergsstað og sr Auðun Jónsson á Blöndudalshólum sínum „veleðla og mjög vel vísa“ sýslumanni Ísleifi Einarssyni í september 1797 í einu af 9 umkvörtunarbréfum Húnvetninga.

„Um 1876 lá ósinn hinsvegar fram með bakkanum að norðan. Var þá breið sandfjara í beinu framhaldi af bakkanum. Að sunnan var breiður sandur, og frá honum langt rif út í ósinn, sem uppi var um fjöru.“ Segir Pétur Sæmundsen í drögum að sögu Blönduós.

Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners. Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi

Fyrsta eiginlega húsið reisti hinsvegar Thomsen innan ár þar sem gamla Samkomuhúsið stendur nú en sneri í austur og vestur. Húsið brann svo aðfararnótt 21. desember 1914. Húsgrindin kom tilhöggvin frá Noregi og var í fyrstu bæði verslunar og íbúðarhús Thomsen.

Thomsen deyr svo í endaðan júní 1877 og tekur þá mágur hans Jóhann Möller við og kaupir eignir dánabúsins. Jóhann Möller var giftur Alvildu Thomsen en hinn kaupmaðurinn, Hillebrandt hafði verið giftur yngstu systur þeirra Lucindu sem lést af barnsförum í janúar 1877. Nánar verður sagt frá samskiptum fjölskyldunnar í næsta pistli.

Jóhann Möller reisir svo fyrsta eiginlega íbúðarhúsið á staðnum, þar sem Sæmundenhúsið/Kiljan eru nú. Húsið var byggt með norsku lagi og þótti mjög veglegt, það hús brann svo 1913. Þegar verið var að byggja hús Möllers komu mannabein upp úr grunninum. Sr Páll Sigurðsson á Hjaltastað ákvað að gera mönnum grikk og sendi um kvöldið vinnumann sinn niður að ós og kom hann þar að er verkamenn höfðu gert sér náttstað, hann gekk að glugganum og kvað þessa vísu digrum rómi:
„Auðri gýt jeg augnatópt,
augun eru ei nein.
Tennur skrölta og skrapa,
í skrokknum hringla bein.
Raustin há, rám og dimm,
rymur í hálsi mér.
Tungubleðillinn týndur,
fyrir tvöhundruð árum er.“

Höphnersverslun lét svo um vorið 1878 byggja stórt hús til verslunar og vörugeymslu (Pétursborg) og jafnframt að endurbyggja pakkhús af Hólanesi sem í dag nefnist Hillebrandtshús, þessi tvö hús standa enn og eru því elstu hús bæjarins.

Eins og vill verða í kaupstöðum þá bar fólk víða að og sinna þurfti því grunnþörfum ferðlanga. 1877 reisir Jóhannes Jasonarson vertshús þar sem gamla kaupfélagsútibúið var síðar, Jóhannes rak það til 1881 er hann flutti vestur um haf. Vertshúsið brann svo 1918.

Ári síðar reisir Sigurður snikkari Helgason „Ólafshús“ en hann lést 1879. 1889 eignast svo Ólafur Ólafsson húsið og er það enn í eigu afkomenda hans, þó mikið breytt, sem verða því að teljast elsta „klanið“ á Blönduósi.

Eins og áður hefur verið vikið að eru elstu uppistandandi húsin hér Pétursborg og Hillebrandtshús, en bæði voru upprunalega reist sem pakkhús.

Í Árbók fornleifafélagsins 1992 telur Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur að Hillebrandtshúsið sé að stofni til sama húsið og fyrsta krambúð Félags lausakaupmanna á Skagaströnd, byggð árið 1733.

"Þá var það eina timburhús þeirra á verslunarstaðnum. Tuttugu árum síðar var því breytt í "kokkhús", þegar ný krambúð var reist. Það var ekki fyrr en kom fram um miðja 18. öld, að veturseta einokunarkaupmanna fór að tíðkast, og var hún ekki gerð að skyldu fyrr en 1777. Varla er því hægt að búast við að til séu eldri hús úr timbri á Íslandi en frá fyrri hluta 18. aldar."

Friðrik Hillebrandt kaupmaður var giftur Lucindu Thomsen (lést sumarið 1877 af barnsburði) systur Thomsen kaupmanns og Jóhann G Möller var giftur eldri systur hennar Alvildu.

Ekki var samkomulagið gott á milli þeirra mága og Thomsen ekki par sáttur við alla þá kaupmenn sem ætluðu að bítast um verslunina niður við Ósinn, en auk hans var þar komin Höpfhnersverslun og Hólanesverslun af Ströndinni.

Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Fyrstu ár hins unga kaupstaðar einkenndust af stórhug og framtíðardraumum. Ekki var þó veðráttan þeim hliðholl, 1878 gerði hvað eftir annað hafþök af ís og fór hann ekki fyrr en í júní. Ekki tók betra við á næsta ári en þá voru frosthörkur miklar í byrjun árs, Eyjafjörð lagði út undir Hrísey og gengið var á ís í Málmey í Skagafirði. Eldgos í Dyngjufjöllum og og almennt harðræði gekk nærri þjóðinni og í kaupstöðum var allt fullt af „Vesturheimsku“ fólki, sem kúrði hvar sem hægt var að koma því við, „Börn og gamalmenni, konur og ónytjungar liggja í hrönnum á götum og krám, horfandi vonaraugum eftir hinu langþráða skipi sem átti að flytja það vestur um haf“.

Í ársbyrjun 1880 virtist ætla að bregða til betri tíða, einstakt blíðskaparveður og vetrar varð vart við, hagar grónir um sumarmál. Þetta ár var tekið fyrsta manntalið á Blönduósi og voru skráðir íbúar samtal 107, 66 karlar og 41 kona. Nokkrir af máttarsólpum kaupsstaðarins voru fallnir frá, svo sem Thomsen og systir hans Lucinda kona Hillebrandts eins og áður var getið.

Ný íbúðarhús voru risin, Guðrún Jónsdóttir í „Ólafshúsi eins og það nefndist síðar“ var ný orðin ekkja og lét hún reisa sér hús handan „götunnar“ þar sem Jón Sumarliðason bjó síðar. Annar framkvæmdamaður Jón Jónsson Skagfjörð reisti sér hús 1879 sem nefndist Skagfjörðshús/Solveigarhús og stóð nánast þar sem Bjarg er núna sem reist var 1911, en aðeins ofar.

„Hillebrandt var maður hár vexti en grannur, lotinn nokkuð í herðurm, útlimalangur og handstór og hrikalegur allur. Skolhærður og bjart skeggjaður, stórskorinn í andliti, langleitur og grannholda, hvasseygur og harðlegur á brún, drembilegur á svip og ómjúkur í framkomu. Snöggur og harðmæltur og talaði í skipunartón. Hann bar sig hermannlega og gekk einatt í einkennisbúningi með korða við hlið eða sliðrahníf í belti“

„Hann var ekki óliðlegur í verzlun, en oft var það að drykkfeldni hans, hroki og hrottaskapur spilltu fyrir honum. Hann var fljótt uppi, ef honum var mælt í móti eða sýnd andstaða. Stóð þá ekki á hótunum og var fljótur að knefa hnífa sína til frekari áherzlu. En þrátt fyrir dramb og hrottaskap, hafði Hillebrandt það til að vera góðsamur og greiðvikinn og aldrei var hann sinkur á fé. Íslensku skildi hann, en talaði ekki nema dönsku.“

„Hillebrandt þótti einráður og uppivöðslumikill á yngri árum og sendi faðir hans hann til Íslands til að koma honum úr sukkinu í Höfn um 1760 til Skagastrandar þar sem hann átti verslun, ásamt yngri bróður hans Konráði. Það orð fór af Hillebrandt að hann væri kvenhollur maður á yngri árum. Honum var dreift við kvennafar í Kaupmannahöfn, en hver hæfa sem í því hefur verið þar, kvað lítt að að því hér. Eftir lát konu sinnar 1876, sem hann tregaði mjög og var ekki mönnum sinnandi og tók að drekka á ný en hann hafði alveg látið það vera meðan á sambandi þeirra stóð“

Seinna giftist hann aldraðri ekkju, Þórdísi Ebenezerdóttur á Vindhæli

„Fannkoma og nístingskuldi um hásumar“
„Fjárfellir og harðindi valda slíkum bjargræðisvandræðum, að hallæri ríkir um land allt“
„Tíu sinnum alsnjóa um há sumar“
„27 daga hríð“
„Gríðarlegur skepnufellir“
„Fjöldi bænda allslaus“

Þannig hljóðuðu fyrirsagnir blaða árið 1882. Það þarf því engan að undra að fjörkippur hafi aftur orðið í vesturferðum landans.

Fyrsti Blönduósingurinn sem fluttist vestur var Ingibjörg Sigfúsdóttir (1818-1890) sem þá (1883) var nýorðin ekkja eftir Guðmund Hermannsson í Finnstungu, ásamt 3 börnum þeirra, en þau fóru vestur frá Blönduósi og settust að í Nýja Íslandi. Með sama skipi fór Jón Ágústsson Blöndal frá Flögu, sem 2 árum síðar tekur þátt í bardögum stjórnarsinna við uppreisnarmenn kynblendinga í Manitoba ásamt öðrum íslendingum, einnig fór með skipinu Friðrika Anna Hansen frá Höfðahólum. Nafn skipsins er ekki skráð og er því líklegra að þau hafi farið með kaupskipi til Skotlands eða Danmerkur og þaðan vestur.

Þetta sama ár fór Jón Gíslason veitingamaður og barnakennari á Blönduósi ásamt konu sinni og nýfæddum syni. Þau fóru með gufuskipinu Craik(g)forth frá Akureyri til Quebec. Vestanhafs tók fjölskyldan upp ættarnafnið Gillies, Jóhannes bróðir hans hafði flutt vestur 1876.

SS Craigforth hafði áður verið í Austur Indía ferðum og smíðað fyrir „Cargo“ flutninga en ekki sem farþegaskip og hefur því vantað mikið uppá að aðbúnaður farþega hafi verið þægilegur heldur hefur lestin verið afþiljuð. Skipið var 862 brl að stærð byggt 1869.

Fyrstu Húnvetningarnir flytjast vestur 1873, en frá 1877 verður hlé á vesturferðum héðan en hefjast svo aftur 1883 en það ár fluttu 177 vestur um haf, sprengja verður svo 1887 þegar 356 íbúar sýslunnar taka sig upp og leita nýrra slóða.

Samtals fluttu 1361 Húnvetningar vestur og þar af 39 frá Blönduósi.

Vesturferðir íslendinga voru að mörguleiti frábrugðnar vesturferðum annarra þjóða. Á þessum árum dundi yfir hvert hallærisárið á eftir öðru, með hörðum og löngum vetrum og heyleysissumrum, einnig spilaði inní vistabönd og skortur á borgum. Ísland var á þessum árum bændasamfélag og stærstu þéttbýlisstaðirnir töldu ekki nema örfá hundruð. Í Vesturheimi skorti vinnuafl og þar stóð ódýrt landrými innflytjendum til boða.

Vesturferðir tóku drjúgan toll af vinnufæru fólki. Margt af þeim sem fóru héðan stóðu sig vel í framandi umhverfi. Íslendingurinn í sálinni var þó aldrei langt undan og þjóðernisfélög stofnuð og tungunni viðhaldið svo lengi sem hægt var.

Talið er að 15 fellisár hafi gengið yfir landið á 19. öld. En það voru ekki aðeins veðurharðindi sem herjuðu á íslenskabændur heldur einnig allskonar fjárpestir. Talið er að 45% fjárstofns Húnvetninga hafi fallið eða verið skorinn niður í seinni fjákláðafaraldrinum. Allskyns pestir gengu yfir og hefur þar líklega spilað inní heyleysis sumur og harðinda vetur.

1884 eru „Horfellislögin“ samþykkt á Alþingi, lög um ásetning og fénaðarhirðingu en þar til höfðu bændur oft teflt djarft um ásetning sem gat brugðist til beggja vona enda aðstæður til heyöflunnar víða næsta erfiðar og því teflt á tæpasta vaðið. Gömul landsvenja að treysta næsta mikið á útiganginn, enda voru þá landgæðin, beitin, höfuðkostir margra býla. Þó höfðu Svínvetningar 10 árum fyrr komið á eftirliti um ásetning.

Versti harðindakafli aldarinnar voru árin 1881-1887.
Verslunarárferði var einnig hið versta þessi ár.
Það voru ekki bara skepnur sem féllu í pestum, mislingafaraldur sem gekk hér 1882 felldi 208 Húnvetninga og alls um 1580 manns á landinu öllu en það er samanlagt fleiri en létust samtals árin 1884-1885.

1885 komu bændur víða að af landinu auk 32 kjörinna fulltrúa til að ræða stjórnarskrármálið. Á fundinum voru samþykktar 6 breytingar á stjórnarskránni ma um að Jarl verði settur yfir landið og íslendingar eignist sinn eigin verslunarfána. Tillögunar eru sendar konungi til staðfestingar en hans hátign synjaði fyrir. Líklega hefur ráðamönnum þá fundist það mál mest aðkallandi á tímum skepnufellis og uppflosnunar heimila.

1887 er bjargleysi og vaxandi örbyrgð af völdum skepnufalls farið að að segja til sín. „Í marsmánuði eru spurnir af því að heimili á Laxárdal eru að flosna upp. Í vor hefur borið á vergangsfólki, venju fremur í Húnavatnssýslu og víðar. Víða norðanlands mun fátækt fólk hafa lítið annað en horkjötið af skepnunum, sem voru að horfalla.

Þegar flest virðist ganga gegn Íslendingum kemur þó sjávarfangið til bjargar. Reglubundnar hvalveiðar hefjast hér en almennar fiskveiðar eru heldur stopular þó met aflabrögð eru við suðurströndina.

Á þessum árum hefst umræða um auknar samgöngubætur á landi og þrátt fyrir mikla andstöðu er ákveðið að brúa helstu stórfljót landsins og er fyrsta brúin smíðuð 1891 yfir Ölfusá og ekki líður á löngu að Blanda er einnig brúuð eins og getið verður um í næsta pistli.

Fyrsti læknir sem sat á Blönduósi var Sigurður Pálsson (1869-1910) en hann var skipaður 12. júní 1897 sem héraðslæknir í 15. aukahéraðslæknisembættinu og bjó í húsi sem Jóhann Möller kaupmaður hafði reist árið áður og nefnist nú Friðfinnshús kennt við Friðfinn Jónsson.

Þetta nýja Héraðslæknis embætti náði yfir Torfalækjar-, Svínavatns-, Bólstaðarhlíðar-, Engihlíðar- og Vindhælishrepp (sem náði þá út á Skaga) og var það svo til 1906 þegar gerð var nýbreyting á umdæminu.

Í Friðfinnshúsi bjó áður Jón Árnason Egilson (1865-1931) sem var bókari hjá Möller síðar kaupmaður í Reykjavík.

Þegar Sigurður Pálsson flyst sem héraðslæknir á Sauðárkrók er skipaður nýr héraðslæknir Björn Gunnlaugsson Blöndal (1865-1927), faðir Gunnlaugs Blöndal (1893-1962) listmálara (eitt þekktasta málverk hans er líklega af þjóðfundinum 1851), Björn er síðan skipaður héraðslæknir á Hvammstangs og er þá skipaður nýr héraðslæknir, Júlíus Halldórsson (1850-1924) og býr hann þar, þar til nýja Læknishúsið er er reist 1902.

Anna Þorsteinsdóttir (1860-1944) er svo fyrsta ljósmóðirin sem búsett var á Blönduósi en hún og maður hennar Hjálmar Egilsson fluttu á Blönduós 1900 og bjuggu fyrst í bæ þeim sem stóð þar sem hann reisti síðar fyrsta steinhúsið á Blönduósi (Jónasarhús) og stendur það enn og nefndist þá Hjálmarshús.

Baldurshagi / Indriðabær Blönduósi

  • HAH00083
  • Corporate body
  • 1910 -

Eign Magnúsar Stefánssonar 1916. Stóð einn sér og austast af bæjarþyrpingu þeirri, sem lá heim til og meðfram Miðsvæði.
Elínborgarbær mt 1920. Jónsbær 1910. Filippusarbær 1916. Baldurshagi 1930.

Stóð einn og sér og austast af bæjarþyrpingu þeirri, er var í mýrinni og fyrir enda götu þeirrar sem lá heim til og meðfram Miðsvæði, bæ Valdimars Jóhannssonar. Skátar eignuðust þarna skúr, en þá mun hreppurinn verið búinn að eignast bæinn. Byggður 1910 af Jóni Jónssyni er bjó þar með Teitnýju Jóhannesdóttur.

24.3.1911 veðsetti Jón, Magnúsi kaupmanni bæinn og hefur Magnús líklega eignast hann við fráfall Jóns.

Bali Blönduósi

  • HAH00084
  • Corporate body
  • 1901 -

Bali 1901. Siggubær. Sigurðarhús 1920. Hafsteinshús 1933. Viðbygging 1931.
Byggður 1901 af Þorláki Helgasyni. 20.4.1906 fær hann samning um 370 ferfaðma lóð (1312 m2) og ræktunarlóð, sem er þegar byggður bær á. Lóðin er að nokkru afmörkuð með skurðum 36,4 m á norðurhlið, 43,3 m suðurhlið, vesturhlið 25,1 m og austurhlið 46,45 m.

Pétursborg Blönduósi 1878, íbúðarhús 1930

  • HAH00085
  • Corporate body
  • 1878 -

Pétursborg Blönduósi. Höepfnerpakkhús 1878. Austurpakkhús. Snorrabúð 1957; Snorrahús; Lárusarhús 1947. Péturshús 1936.

Byggt 1878 af Höepnfersverslun. Var í fyrstu notað bæði sem sölubúð og pakkhús.

Blönduóskirkja / gamla Kirkjan (1895-1993)

  • HAH00086
  • Corporate body
  • 13.1.1895 - 1993

Hjaltabakki var í upphafi sóknarkirkja nýja þorpsins og prestur þar Páll Sigurðsson (1839-1887) til 1880 síðar prestur í Gaulverjabæ í Flóa. 1881 var prestakallið sameinað Þingeyrarklaustursprestakalli og Þorvaldur Ásgeirsson (1836-1887) flutti þá á Þingeyrar, en hann hafði áður verið prestur í Hofteigi á Jökuldal, Þorvaldur er ættfaðir fjölda núverandi og brottfluttra Blönduósinga.

Kirkjan var reist að mestu haustið 1894 og vígð 13. janúar 1895. Kirkjan hafði áður staðið á Hjaltabakka sem var prestssetur frá fornu fari. En um þessar mundir bjó um þriðjungur sóknarbarnanna á Blöndósi og þar fjölgaði íbúum jafnt þétt. Því var talið eðlilegt að færa kirkjuna þangað.

Um þetta leyti var prestur í sókninni séra Bjarni Pálsson og sat hann í Steinnesi. Hann varð síðan fyrstur presta til að þjóna í Blönduóskirkju, allt til ársins 1922.

Framkvæmdir við kirkjusmíðina hófust sumarið 1894 með því að grafið var niður á fasta möl og hlaðinn grundvöllur undir húsið. Kaupmennirnir á Blönduósi, þeir Pétur Sæmundsen og Jóhann Möller, sáu um aðdrætti efnis til kirkjusmíðinnar að mestu.

Þá mætti á staðinn Þorsteinn Sigurðsson (1859) frá Sauðárkróki með sína menn og tók til við smíðina. Þorsteinn var Skagfirðingur í ættir fram, nam smíðar í Kaupmannahöfn og bjó á Sauðárkróki um aldarfjórðungs skeið. Smíðin við bol kirkjunnar hófst á laugardegi, þann 8. september 1894. Var unnið alla daga nema sunnudaga enda tíðin góð. Unnið var alveg fram á aðfangadag jóla. Af vinnuskýrslum smiðanna má ráða að til að koma húsinu upp hafi farið tæplega 500 vinnudagar. Er þá ekki reiknað með járnsmíðavinnu, málningu og grunnmúrshleðslu.
Byggingin var að mestu leyti sniðin eftir Sauðárkrókskirkju, sem Þorsteinn hafði smíðað á sínum tíma, og Undirfellskirkju sem reist var árið áður en hún brann 1913. Kaupmennirnir á Blönduósi gáfu ofna í kirkjuna og varð Blönduóskirkja þar með fyrsta kirkjan í Húnaþingi sem var búin ofni.

Kirkjugarðurinn á Hjaltabakka var notaður til aldamóta en þá var komið upp nýjum garði á Blönduósi. Hann var tilbúinn haustið 1900 og vígður þann 30. nóvember í viðurvist fjölda sóknarbúa.

Af munum, sem tilheyrðu kirkjunni, má nefna fornan kaleik og patínu af silfri og kirkjuklukku frá árinu 1833. Ljósakrónan var fengin úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1910. Þá er að nefna altaristöflu, með mynd af Emmausgöngunni, eftir Jóhannes Kjarval listmálara og skírnarfont með silfurskál útskorinn af Ríkharði Jónssyni myndskera árið 1941.

Aðeins þrír prestar þjónuðu í gömlu Blönduóskirkju frá upphafi. Það eru séra Bjarni Pálsson 1887-1922 eins og áður er nefnt, séra Þorsteinn B. Gíslason 1922 til 1968 og séra Árni Sigurðsson 1968 til 1997.

Kirkjan var friðuð 1990, en hefur nú verið afhelguð og gefin Sveini M Sveinssyni og Atla Arasyni. „Kirkjuna má nýta til verkefna, sem hæfa fyrrverandi guðshúsi.“


Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu. Kirkjan tekur 250 manns í sæti. Byggingarframkvæmdir hófust 1982. Í kjallaranum er aðstaða fyrir safnaðarstarf. Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan (Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval) og skírnarfonturinn (Ríkharður Jónsson skar út; gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslum. til minningar um konu hans). Orgelið var vígt um leið og kirkjan (4 radda; Marcusen og søn D.)

Bolanöf - Bolabás

  • HAH00087
  • Corporate body
  • (1880)

Bolanöf er klettur mikill niður undan Blöndubakka. Bolabás utar. Þar eru fjöldi sjókletta og skerja. Selur kæpir þar.
Bryggjunni var valinn staður spölkorn norðan óssins undir brattri brekku, Mógilsbrekku,

Bókasafn Blönduósi

  • HAH00088
  • Corporate body
  • (1920)

Framan af var bókasafnið á heimili bókavarðar Ragnars Jónssonar. 1974 var reist bygging sem nefndist bókhlaðan og var Bókasafnið þar frá 1974 til aldamóta að það slutti yfir götuna þar sem það er nú ásamt Héraðsskjalasafni A-Hún.

Bókhlaðan “Pittsburg” Blönduósi

  • HAH00089
  • Corporate body
  • 1971-

Rétt við brúna innan Blöndu er stór steinsteypubygging, byggð á árunum 1971—75 og er enn ekki að fullu lokið. Þetta er bókhlaðan. Þar er héraðsbókasafnið til húsa og einnig sýsluskjalasafnið. Á 1. hæð eru sýsluskrifstofurnar, fluttu þangað 1. júlí 1975, eftir að hafa verið lengi í sýslumannsbústöðunum inni á brekku (nú Brekkubyggð). Sýslumaður er Jón Ísberg. Í kjallara bókhlöðunnar er lögreglustöðin, ásamt þremur fangaklefum. Tekin í notkun í sept. 1974.

Í dag er Sýsluskrifstofan einni hæð ofar þar sem bókasafnið var og bæjarskrifstofurnar á fyrstu hæð

Brautarholt Blönduósi

  • HAH00090
  • Corporate body
  • 1917-

Byggt 1917 af Jóni Lárussyni er bjó þar 1919, Þá kaupir Sveinn Guðmundsson áður bóndi Kárastöðum. Sveinn bjó í húsinu eitt ár, en selur Steingrími Davíðssyni, hann býr þar til 1930 er hann selur Einari Péturssyni.
Eftir lát Einars 1937 bjó ekkja hans, Guðný Pálína Frímannsdóttir í Brautarholti.
Þar bjuggu um hríð Þorsteinn Pétursson og Anna Jóhannsdóttir kona hans ásamt Jóhönnu dóttur þeirra. Einnig Pétur sonur Guðnýjar og Ingibjörg Jósefsdóttir.
Bjarni Halldórsson bjó í Brautarholti 1953-1981.
Kristján Snorrason keypti húsið og bjó þar til æviloka og ekkja hans Anna Tryggvadóttir þar síðar ásamt sambýlismanni sínum Ragnar A Þórarinssyni.

Brekkubær Blönduósi

  • HAH00091
  • Corporate body
  • 1920 -

Byggður 1920. Stefán Guðmundsson kaupir 1922 af Evalds Sæmundsen sem stóð 12 metra frá húsi sem hann seldi um sama leyti Kristóferi Kristóferssyni. Og fylgdi því áður. Húsið samanstóð af einu íbúðarherbergi og geymslu.

Böðvarshús Blönduósi 1927

  • HAH00094
  • Corporate body
  • 1898 -

Böðvarshús 1927 - Bjarnahús 1898 útmæld lóð 6.10.1899. Pósthús um 1930. Nefnist gamla pósthús 1940. Böðvar fær lóðarsamning 11.7.1903 sem umkringir fyrri lóð samtals 1452 ferálnir. Lóðin reyndist stærri en við fyrstu mælingu og var því viðbót sett inn í samning, nýting nær allt suður að skurði og pakkhúsi Þorsteins kaupmanns sem stendur norðast á lóð hans með sömu réttindum og tekin eru fram í nefndri útmælingagjörð.

Dýhóll Blönduósi og nokkur örnefni

  • HAH00095
  • Corporate body
  • (1930)

Kleifatúnið nær nú upp með neðri Lyngmóum, en á milli hólanna voru merkin milli Hnjúka og Blönduóss og í hamar við ána sem heitir Fálkanöf. Þetta eru þá hin gömlu merki milli Hjaltabakka og Hnjúka. Síðan heitir Dýhóll þar sem heitavatnsleiðslan liggur niður og vatnsbólin eru undir. Þar ofar heitir Miðhorn og Efstahorn. Þarna voru útihús Agnars Braga Guðmundssonar.

Einarsnes Blönduósi

  • HAH00096
  • Corporate body
  • 1898 - 1987

Sumarið 1878 var Sverri Runólfssyni steinhöggvara úthlutuð lóð sem þá nefndist Sverrishorn en síðar Einarsnes eftir að Einar Einarsson fór að búa þar. Hann náði þó ekki að koma yfir sig húsi áður en hann dó. Hann hafði þó viðað að sér efni sem var selt á uppboði eftir lát hans.

Sá fyrsti sem byggir á nesinu var Sigtryggur Benediktsson, sem settist þar að 1898 og bjó þar til 1903 er hann missti konu sínu og flutti burt. Dóttir þeirra var móðir Hannesar Péturssonar rithöfundar.
Húsið var rifið eða brennt 1987

Félagsheimilið Blönduósi

  • HAH00097
  • Corporate body
  • (1960)

„Það er áreiðanlega ósk og von okkar allra að leikstarfsemi megi eflast og þroskast hér í framtíðinni til skemmtunar og menningarauka fyrir héraðsbúa. Til þess að það megi verða er fyrsta og aðalskilyrðið það, að hér rísi upp fyrirhugað félagsheimili, með nægilega rúmgóðu leiksviði, búningsherbergjum og geymslum. Slík breyting á öllum aðstæðum mundi hvetja uppvaxandi æskufólk og starfandi leikfélaga til stærri átaka. Stærri og fjölbreyttari verkefni yrðu tekin til meðferðar, og þá mundi auðveldara að fá hingað hæfa leikstjóra og tjaldamálara en nú er. Með komu Þjóðleikhússins og síaukinna framfara á sviði leikhúsmála, hafa aukizt kröfur áhorfenda til þeirra, sem halda uppi leikstarfsemi úti á landi, og þessum kröfum er ekki hægt að fullnægja nema með bættum aðstæðum. Húnvetningar hafa alltaf sótt vel leiksýningar hér á Blönduósi og verið þakklátir fyrir veitta skemmtun. Efalaust hefur þreyttum leikendum líka fundist það nokkur laun fyrir erfiðið að fá góðar undirtektir og sanngjarna gagnrýni áhorfenda. Þeir, sem lengst hafa unnið að þessum málum hér, eru nú senn að hætta. Þeirra mörgu og góðu endurminningar eru tengdar litla leiksviðinu í gamla samkomuhúsinu og mörgum hugþekkum verkefnum og hlutverkum. Við tekur svo stórhuga æskufólk, sem vonandi starfar á nýju og stærra sviði við betri skilyrði.“

Til að hægt væri að sýna sjónleiki og halda dansskemmtanir varð húsnæði að vera til staðar. Veturinn 1929 var haldin samkoma í húsi C. Höepfners og var gróði af henni 73 krónur og 12 aurar. Þá var Hvöt þegar orðin eignaraðili að H/F Samkomuhúsi A-Húnvetninga á Blönduósi. Félagið var stofnað 20. mars 1925 og 19. nóvember 1927 var hlutur Hvatar 500 krónur. Byrjað var á húsinu 1926 og í fundargerð hjá ungmennafélaginu er talað um að láta raflýsa húsið á einhvern ódýran hátt. Margir einstaklingar og félög stóðu að byggingu hússins og fljótlega komu upp hugmyndir um að selja vegna erfiðleika með fé til framkvæmda. Ekki varð af því strax og notaði félagið húsið til margra ára fyrir fundi sína og skemmtanir. Tímarnir breyttust og félagið hélt sinn síðasta fund í Samkomuhúsinu árið 1960 en þá var hafin bygging á nýju samkomuhúsi er nefnt hefur verið Félagsheimili Blönduóss. Mikill hugur var í félagsmönnum í upphafí sjötta áratugarins, þá var rætt um að hefja undirbúning að byggingu félagsheimilis á Blönduósi og félagið tæki að sér forystu í málinu. Einnig vildu félagsmenn hefja uppbyggingu á nýju íþróttasvæði. Stofnfundur um byggingu Félagsheimilins var haldinn 1957 og átti Hvöt hlut í húsinu. Þó mikill áhugi og bjartsýni hafi ríkt um byggingu þess og Hvatarfélagar unnið mörg handtökin í sjálfboðavinnu, átti félagið erfitt með að standa við skuldbindingar sínar af svo viðamiklu verkefni jafnframt því að íþróttavöllurinn kom til sögunnar. Og nú er svo komið að ungmennafélagið á engan hlut í húsinu.

Sandbryggjan og fjaran

  • HAH00098
  • Corporate body
  • 1922 - 1941

Þar sem framfarir í samgöngum landleiðina á milli landshluta voru hægfara á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar byggðust verslun og viðskipti að miklu leyti á sjóflutningum. Því var mikilvægt að uppbyggingu verslunar á nýjum stað eins og Blönduósi fylgdi góð aðstaða til losunar og lestunar skipa en lending og hafnaraðstaða á Blönduósi var frekar varasöm. Bændur í Húnavatnssýslum gerðu sér snemma grein fyrir þessu (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 185) og þar sem bryggjan og hafnaraðstaðan hafa augljóslega haft mikil áhrif á skipulagslega þróun þéttbýlisins á Blönduósi er fjallað nokkuð ítarlega um þau mál hér.

Kaupmenn sunnan árinnar héldu áfram að skipa sínum vörum upp með léttabátum í sandfjörunni sunnan Blöndu eða úr sjálfum ósnum þegar veður leyfði. Þeim fannst dýrt og tafsamt að nota bryggjuna norðan árinnar enda um þriggja kílómetra leið þangað um Blöndubrúna sem var vígð 1897.

Á árunum í kringum 1908 var byrjað að gæta ágreinings um það hvar framtíðar hafnaraðstaða á Blönduósi ætti að vera. Þessi á greiningur kom til kasta sýslunefndarinnar árið 1910 þegar nokkrir kaupmenn óskuðu eftir styrk til bryggju gerðar sunnan árinnar. Einn þessara kaupmanna var Þorsteinn Bjarnason (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 187). Nefndin vísaði málinu frá en 5 árum síðar, 1915, óskaði Blönduóshreppur eftir ríflegum fjárstyrk til fyrirhugaðrar báta bryggju innan Blöndu.

Results 1 to 100 of 10348