Einarsnes Blönduósi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Einarsnes Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Sigtryggsbær

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1898 - 1987

History

Sumarið 1878 var Sverri Runólfssyni steinhöggvara úthlutuð lóð sem þá nefndist Sverrishorn en síðar Einarsnes eftir að Einar Einarsson fór að búa þar. Hann náði þó ekki að koma yfir sig húsi áður en hann dó. Hann hafði þó viðað að sér efni sem var selt á uppboði eftir lát hans.

Sá fyrsti sem byggir á nesinu var Sigtryggur Benediktsson, sem settist þar að 1898 og bjó þar til 1903 er hann missti konu sínu og flutti burt. Dóttir þeirra var móðir Hannesar Péturssonar rithöfundar.
Húsið var rifið eða brennt 1987

Places

Blönduós gamlibærinn; Blanda:

Legal status

Nefndist Sverrishorn 1878 eftir Sverri Runólfssyni (1831-1879) drukknaði á Skagaströnd, sem fyrstur fékk úthlutað þar lóð en lést áður en framkvæmdir hófust. Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.
Einarsnes - Sigtryggshús 1898.

Functions, occupations and activities

Zophonías Hjálmsson bjó á Einarsnesi 1901-1904, flutti þá að Grund (í Klaufina) þar sem han bjó meðan hann byggði fyrsta hús sitt (Jónasarhús).
Einar Einarsson flutti í Einarsnes frá Hjaltabakkakoti. Hann hætti búskap vegna sjúkleika konu sinnar, sem læknir taldi að þyldi ekki búskapinn. Hún lifði þó til hárrar elli pg komst hátt á tíræðisaldur. Einar bjó á Einarsnesi til dauðadags 1923. Einar var búinn að kaupa bæinn 1904 og óskaði eftir láni hjá Torfalækjarhreppi. Hreppsnefnd gekk inn í kaupin 8.2.1905 og átti bæinn til 1917 og leigði Einari.

Einar fékk lóðasamning 20.4.1917. Lóðin var 520 ferfaðmar og takmörk hennar, að norðan Blanda, að austan af skurði, að vestanaf lóð Maríu í Maríubæ, en að sunnan af girðingu sem liggur meðfram veginum upp að Blöndu. Ekki mun hafa verið m skriflegan samning fyrr en þessi er gerður.

1923-1924 bjó þarna Jóhann G Kristjánsson verts meðan hann byggði sitt hús (Hannahús).
Næstur til að búa þar var Erlendur Hallgrímsson sem bjó þar 1924-1935. Hann fær afsal fyrir húsinu 24.9.1926 af Bjarna Einarssyni sem átti húsið að föður sínum látnum. Sambýliskona Erlendar, Sigurlaug Hannesdóttir keypti húsið af honum og tryggði það í sínu nafni 15.1.1936. Hún bjó afram ei Einarsnesi til dánardags 1942.
Ágúst Jónsson kaupir Einarsnes 3.7.1943 og leigði ýmsum húsið en hafði þó skepnur þar.
Ingibjörg Jósefsdóttir bjó þar til 1955 og Jónína Valdemarsdóttir fran á 7unda áratuginn.

Í fasteignamati 1916 er húsið sagt með torfveggjum og torfþaki 10 x 6 álnir, hæð í mæni 5 álnir. Ekki var búið að leiða vatn í húsið. Vatn var tekið úr ánni og ausið í tunnu, látið standa uns leirinnhafði fallið til botns. Þótti vatnið merkilega gott.
Torfkofi var til heyrandi húsinu 1916. Lóðin var sögð ½ dagsslátta óræktuð, en notuð til mótekju.
Einar byggði síðar smiðju á lóðinni, var hún síðar flutt á næstu lóð og notuð til íbúðar. Hún átti eftir að flytjast lengra og var búið í henni fram til 1996 [Snjólaugarhús].

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

1898-1903- Sigtryggur Benediktsson f. 3.12.1866, d. 6.2.1954, síðar gistihússtjóri á Akureyri, Fyrri kona hans 15.5.1889; Stefanía Guðrún Guðjónsdóttir f. 11.8.1867 - 5.1903.
Börn þeirra;
1) Guðjón (1890-1890),
2) Sigríður Guðrún (1894-1979). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Húsmóðir. Síðast bús. á Sauðárkróki.

1901-1904- Zóphónías Hjálmsson (1864-1931 sjá Jónasarhús.
1901- Valdimar Jóhannsson Álfsteinn (1883-1970). Sveitarómagi á Efri-Bergstöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1890. Klæðskeri á Fálkagötu 13, Reykjavík 1930. Tók upp ættarnafnið Álfstein samkvæmt leyfisbréfi 30.7.1917. Síðast bús. í Reykjavík.
1901- Jónína Sigríður Árnadóttir (1863-1943). Harastöðum

1904-1923-Einar Einarsson f. 6. júní 1867, d. 16. ágúst 1923, bóndi Geirastöðum, maki 6. ágúst 1892; Margrét Þorsteinsdóttir f. 8. ágúst 1865, d. 16. febr. 1958, frá Fögrukinn Möðrudalsheiði. ekkja Þorlákshúsi 1933 og Bjarnahúsi (Árbraut 11) 1946.
Börn þeirra:
1) Þorvaldur (1893),
2) Þuríður (1896-1979) sjá Sandgerði,
3) Bjarni Ingvi (1897-1978) sjá Sandgerði,
4) Ingibjörg (1898- 1918). Var í Hjaltabakka, Blönduóssókn, Hún. 1901.
5) Margrét (1902-24. nóv. 1988) Svíþjóð.
Leigjandi 1910; Björn Einarsson (1845-1921), Garði og Ríp á Hegranesi, sjá Kvennaskólann 1910.

1924-1942-Erlendur Hallgrímsson f. 4. mars 1860, d. 16. ágúst 1923, frá Meðalheimi, maki (sambýlisk); Sigurlaug Hannesdóttir f. 22. sept. 1850 Brekku í Garði, d. 25. maí 1942, barnlaus.

1940- Guðrún Þorsteinsdóttir f. 14. maí 1865 Rauðsdal Barðastr. d. 11. nóv. 1951. Hrísum og Helgavatni, ekkja 1940. Maki; 1. okt. 1891; Jón Jónsson f. 7. apr. 1857, d.

  1. mars 1937, frá Innri Vík í Eyrarsveit.
    Börn þeirra;
    1) Páll Hjaltalín (1892-1944) Smyrlabergi,
    2) Jón Þorsteinn (1895-1982) Verkamaður. Síðast bús. í Reykjavík.
    3) Björn Elíeser (1899-1975) sjá Árbæ,
    4) Sigurlaug Marsibil (1908-1987) Vinnukona á Hamri, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

1940- Pétur Andrésson f.  27. júlí 1890 d. 5. nóv. 1973, maki; Valgerður Sigríður Stefánsdóttir f. 8. sept. 1892 d. 16. des. 1994. Sjávarborg Skagaströnd 1957. Sjá Akur 1946.

1946 og 1951 -Þorbjörg Sigurjónsdóttir f.  2. okt. 1912 Grund í Svínadal, d 13. okt. 1991 Þórðar húsi 1933, Maki 1939; Guðmundur Sveinbjarnarson f. 1. apríl 1900 d. 12. júlí 1977. Kópavogi.
Barn þeirra;
1) Herbert Guðmundsson (1941). Framkvæmdastjóri Kópavogi

1946 og 1951- Ingibjörg Jósefsdóttir f. 31. des. 1882 d. 10. okt. 1955, Vesturá, Einarsnesi 1946 og 1951, móðir Þorbjargar. Sjá Þórðarhús og Rútsstaði.

General context

Relationships area

Related entity

Blanda ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00073

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1898

Description of relationship

Bærinn stóð á Bökkum Blöndu, þá Sigurjónsbær / hús

Related entity

Hólmfríður Zóphoníasdóttir (1889-1957) Ásgeirshúsi (9.6.1889 - 5.4.1957)

Identifier of related entity

HAH06191

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1901-1904

Description of relationship

Barn þar (Sigtryggshús)

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bjarni Ingvi Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi (3.8.1897 - 15.8.1978)

Identifier of related entity

HAH02677

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1904

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ingibjörg Jósefsdóttir (1882-1955) Grund og Einarsnesi (31.12.1882 - 10.10.1955)

Identifier of related entity

HAH04892

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar hjá dóttur sinni 1946 og 1951

Related entity

Snjólaug Baldvinsdóttir (1861-1949) Blönduósi (3.7.1875 - 3.9.1960)

Identifier of related entity

HAH04958

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1925

Description of relationship

Snjólaug keypti smiðju Einars 1925, sem hún lét draga yfir á lóðð Maríu í Maríubæ 1927 og bjó þar til 1937

Related entity

Blöndubyggð Blönduósi (1876 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1901

Description of relationship

Nú er þar fuglasköðunarhús. Nesið nefndist í upphafi 1878 Sverrishorn, en Sverrir lést áður en hann gat hafist handa, en hafði dregið að sér efni.

Related entity

Margrét Einarsdóttir (1902-1988) Svíþjóð (16.9.1902 - 24.11.1988)

Identifier of related entity

HAH06479

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1904

Description of relationship

Barn þar frá 1904

Related entity

Sigríður Árnadóttir (1863-1943) Blönduósi (23.1.1863 - 18.2.1943)

Identifier of related entity

HAH09304

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigríður Árnadóttir (1863-1943) Blönduósi

controls

Einarsnes Blönduósi

Dates of relationship

1901-1904

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Zóphónías Hjálmsson (1864-1931) Blönduósi (30.7.1864 - 28.8.1931)

Identifier of related entity

HAH04977

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Zóphónías Hjálmsson (1864-1931) Blönduósi

controls

Einarsnes Blönduósi

Dates of relationship

1901

Description of relationship

Bjó þar 1901-1904, nefndist þá Sigtryggshús

Related entity

Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi (2.10.1912 - 13.10.1991)

Identifier of related entity

HAH02134

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

1946 og 1951

Related entity

Guðrún Þorsteinsdóttir (1865-1951) Helgavatni (14.5.1865 - 11.11.1951)

Identifier of related entity

HAH04484

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Þorsteinsdóttir (1865-1951) Helgavatni

controls

Einarsnes Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

er þar í mt 1940

Related entity

Erlendur Hallgrímsson (1860-1935) frá Meðalheimi (4.3.1860 - 17.10.1935)

Identifier of related entity

HAH03343

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1924

Description of relationship

1924 - 1942

Related entity

Einar Einarsson (1867-1923) Einarsnesi (6.6.1867 - 16.8.1923)

Identifier of related entity

HAH03101

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Einar Einarsson (1867-1923) Einarsnesi

controls

Einarsnes Blönduósi

Dates of relationship

1904

Description of relationship

1904-1923

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00096

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 14.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places