Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Blanda
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1000-2019)
History
Í lok ísaldarskeiðs þegar jökullinn var að bráðna í Langadal losnaði um þrýsting á Langadalsfjall. Við það molnaði mikið úr berginu þegar jökullin skeið niður. Enn var þú mikið haft við Breiðavað og safnaðist því leysingavatnið upp í dalnum, en efst í haftinu var byrjað að rofa. Þar flæddi yfir og „Blanda“ myndaði sinn fyrsta farveg og leitaði til sjávar um Vatnahvefi og þaðan áfram í Lækjardal og í Húnaflóa skammt frá núverandi ósum Laxár.
Eftir því sem jökullinn bráðnaði jókst þrýstingurinn á Breiðavaðshaftið þar til það gaf sig með hamfaraflóði miklu, ruddi sér nýja leið til sjávar og bjó þannig til það dalverpi sem nú er Blönduós. Smá saman gróf þetta mikla fljót sig niður í hamrabeltin sem lágu undir jökulruðningunum og áin stilltist.
Blanda er jökulá með upptök í mörgum kvíslum undan Hofsjökli. Syðsta kvíslin fast norðan Blágnípu. Norðan hennar gengur fram skriðjökull, Blöndujökull. Blanda er með lengstu ám landsins 125 km á lengd og að sama skapi vatnsmikil, vatnasvið hennar 2.370 km². Algengt sumarrennsli 40-90 m³/s. og vetrarrennsli 20-30 m³/s. Mesta flóð mælt 550 m³/s (mælt í Blöndudal). Löngum hefur áin reynst mannskæð. Við Blöndu stendur kaupstaðurinn Blönduós, þar sem hún fellur til sjávar við austanverðan Húnafjörð. Í henni er góð og mikil laxveiði.
Framan við byggð fellur Blanda í miklum gljúfrum og djúpum, 18 km leið, heita þau Blöndugil. Margar þverár falla í Blöndu, Svartakvísl, Strangakvísl, og Svartá að austan. Seyðisá og Sandá að vestan. Allmörg vöð voru á Blöndu, Blönduvöð inni á hálendinu og Hrafnseyrar vað við Björnólfsstaði eru þeirra kunnust. Lögferjur voru fyrrum á Mjósundi sunnana Holtastaða og undan Brúarhlíð [Syðra-Tungukoti]. Kláfferja var á Blöndu milli Blöndudalshóla og Höllustaða fram undir 1950.
Tvær brýr eru á Blöndu önnur hjá Blönduósi smíðuð 1963 en hin í neðanverðum Blöndudal, niður undi Syðri-Löngumýri, smíðuð 1951.
Blanda var virkjuð 1991 og myndaðist þá víðáttumikil uppistöðulón á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði, þar sem áður var gróið land.
Mörg stöðuvötn eru á vatnasvæði Blöndu. Flest eru á Auðkúluheiði sunnan núverandi Blöndulóns og um nokkur þeirra liggur veituleiðin frá Kolkustíflu að inntaki virkjunarinnar. Stærst þessara vatna er Vestara-Friðmundarvatn, grunnt og frjósamt með fjölbreytilegu lífríki. Meðal annarra vatna á Auðkúluheiði eru Þrístikla, Galtaból, Mjóavatn, Eyjavatn, Smalatjörn, Austara-Friðmundarvatn, Gilsvatn og Lómatjarnir
Places
Hofsjökull; Blágnípa; Blöndujökull; Blöndudalur; Blönduós; Blöndugil; Svartakvísl; Strangakvísl; Svartá; Seyðisá; Sandá; Blönduvöð; Hrafnseyrar; Mjósund; Vestara-Friðmundarvatn; Blöndubrýr Blönduósi og niður undir Syðri-Löngumýri; Kláfferja milli Blöndudalshóla og Höllustaða; Kolkustífla [Kolkuflói]; Þrístikla; Galtaból; Mjóavatn; Eyjavatn; Smalatjörn; Gilsvatn; Austara-Friðmundarvatn; Lómatjarnir; Krossavað sunnan við Guðlaugsstaði; Blönduvöð á hálendinu; Strengjavað [Strengir] við Geitaskarð; Rafnseyrarvað [Hrafnseyravað] við Björnólfsstaði; Réttarvað við Breiðavað; Við Grúfufellsskeið [Dúfunefsskeið] á Kili; Við Löngumýri, vað og ferja; Tunguvað [Finnstunguvað], einnig lögferja; Lögferja við Blönduós; Vað og lögferjur á Mjósundi sunnana Holtastaða;
Legal status
Svo er mælt að Blanda hafi í fornöld runnið í stokki einum eftir dalnum og væri hvergi vað á henni þangað til Véfreyður var fenginn til að blóta til vaðs á Blöndu. Þá varð vað á henni og var það kallað Blóti, og er enn vað á ánni er svo heitir. Vað þetta er undan Hlíðarskriðum þar sem vegurinn liggur upp í skriðurnar að utanverðu. Er þar fyrst hylur sem líka heitir Blóti, en vaðið er framanvert við hylinn. Segja menn að vaðið Blóti hafi fyrst þar verið sem nú er hylurinn og sést þar gata á klöpp er stendur fram við hylinn.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
Functions, occupations and activities
Blíð er hún Blanda,
brosir við sanda,
kyssir að vanda,
kletta og granda,
bratta, sem standa
beggja til handa.
Fellur af fjöllum,
fóstruð af tröllum,
steypist af stöllum,
stillist á völlum,
freyðir í föllum
í farvegi höllum.
sra Friðrik Friðriksson
Blanda þræðir gljúfra-gil, grettin steintröll fágar.
Hún á margar myndir til,
meðan nær til sjávar.
Brýtur, særir kaldan klett,
kastast ær í strenginn,
öskrar, tærir, skyrpir skvett.
Skapið hrærir enginn.
Víða Blanda líður lygn,
ljós við sanda bláa,
hennar þanda tígin tign,
töfrar granda lága.
Áfram streymir Blanda blá
bráðlát dreymir ósinn.
Lygnan feimin, þekkust þá,
þreföld greinir ljósin.
Blanda líkt og lífshlaup manns,
létt við upptök sitrar.
En seinna í hraðans darradans,
dreggjar þeytir bitrar.
Síðast, þegar æfin öll,
ærsl og þrek er farið,
hvíla í ósi ölduföll
eins og brunnið skarið.
Þá er friðar fögur ró,
felld í svip og anda.
Blanda fellur fríð í sjó,
í faðmi blárra stranda.
Emma Hansen
Brátt fram æðir Blanda óvæð búin skæðum jötnaslögum.
Fárleg blæðir foldaræð
fram úr þræðir hamradrögum.
Sigvaldi Björnsson
Brostinn er strengur, brotin harpan góða.
Burt eru flognir andar söngs og ljóða.
Minningin lifir. - Leyndir strengir hljóða.
Þungt streymir Blanda, þröngum stakki búin.
Þögul er heiðin, dýrum gróðri rúin.
Söngfuglakór til suðurs löngu flúinn.
Hljóð rennur Blanda, hnípinn titrar strengur,
heiðanna undirtón ei nemur lengur. -
Horfinn af sviði hennar, góður drengur.-
Hljóð rennur Blanda, heft í farvegi þröngum.
Heiðin er döpur. Langt að næstu göngum.
Syngja þar færri en sungið höfðu löngum.
Lygn streymir áin, ótal hjörtu tifa
eftir hjá þeim er nýja sögu skrifa.
Það eru ómar. - Ómarnir sem lifa.
Jón Tryggvason kvaddur 17.3.2007
Guðríður Helgadóttir
Gegnum bæinn Blanda rennur
blessuð gamla áin mín.
Mörgum gert hún hefur glennur
og glettin er við börnin sín.
Ungum var mér ætíð sagt
að óttast hennar fleðulæti.
Þó ísinn hafi þunnan lagt
þarf að varast hrekk og kæti.
Stytti leið fyrir stutta fætur
sem stunda þurftu nám og störf.
Svo var skautað og skemmt um nætur
skóladömum með augun djörf.
Það var líka veitt á vorin
vakað alveg lon og don.
Ekki voru spöruð sporin
spennan mikil og veiðivon.
Tíma má hún muna betri
máttur hennar skertur var.
Ryðst ei lengur leynt að vetri
en ljósin kveikir alls staðar.
Pétur Arnar.
Mandates/sources of authority
Dragferjan á Blöndu
Það mun hafa verið á sýslufundi Húnvetninga 1912—13, að fyrst er rætt um að láta smíða dragferju á Blöndu. Þetta fékk góðar undirtektir enda nauðsynjamál. Blanda er mikið vatnsfall og ill yfirferðar, en yfir hana þurftu margir að sækja, og meðan ekkert farartæki var nema hesturinn var það mjög torsótt og suma tíma alófært.
Eflaust hefur þurft mikinn undirbúning til að fá ferjuna smíðaða, en þó er því lokið 1915. Þá er hún tekin í notkun. Smiður var Sigurður Sigurðsson á Hellulandi í Skagafirði. Til styrktar þessu framtaki voru veittar úr ríkissjóði 1300 krónur, en hvað ferjan hefur kostað fullsmíðuð get ég ekki sagt um.
Ferjunni var valinn staður rétt utan við bæinn Syðra-Tungukot (nú Brúarhlíð). Hvort fleiri staðir hafa komið til greina veit ég ekki, en þarna var hún sett, og þarna var hún starfrækt hvert einasta sumar, þar til hún fórst 1943. Ferjustaðurinn var djúpur hylur 50—60 m breiður. Straumþungt var um miðja ána, en lygnt við sandana.
Að austan var hár grasi vaxinn bakki, greiðfær gangandi manni, en sneiðing varð að gera til að koma hestum að og frá ferjunni. Sandeyri var við ána, en svo aðdjúpt, að venjulegast var hægt að stíga af sandinum beint upp í ferjuna. Eins var lending að vestan, en þar tók aftur við breið stórgrýtt eyri, en að henni lokinni aflíðandi brekka upp í grasi vaxinn hvamm. Í þá brekku var gerð rauf, venjulega kölluð ferjubás. Þangað var ferjan dregin á haustin og geymd þar yfir veturinn. Þessi bás var það hátt uppi í brekkunni, að þar var ferjan óhult hversu mikið, sem á gekk er áin ruddi sig. Ég man eftir, að hún kastaði jökum þar upp, en ferjuna sakaði ekki.
Ferjan var þannig byggð, að hún var sem bátur í lögun með djúpan kjöl. Borðstokkar beinir, nokkuð háir, fláar litlir til hliðanna, en meiri flái á stafni og skut. Tvöfaldur botn var í ferjunni. Efri botninn var það ofarlega, að hann klæddi af alla máttarviði og var sem slétt gólf. Laus hleri var á einum stað, sem hægt var að taka upp ef ausa þurfti. V'atn vildi sainast á milli botnanna. Það var fyrir leka, sem aldrei var alveg hægt að fyrirbyggja, en ekki vegna ágjafa. Þær voru aldrei neinar, nema ef ferjað var í mjög hvössu, þá kom fyrir að vatnið skóf yfir ferjuna. Efri botninn var það óþéttur, að allt vatn, sem á honum lenti, hripaði í gegn.
Á báðum hliðum ferjunnar voru hlerar, er notaðir voru sem göngubrú úr og í ferjuna. Þeir voru mjög þungir, dregnir upp og niður með kaðli, sem lék í trissu, er fest var á aðra hlið þeirra. Viðamikill rammi var á ferjunni kringum hleraopið, hann náði báðum megin talsvert upp fyrir borðstokka. Efst voru járnhringir. Í þá var hlerunum fest með stórum járnkrókum, en að neðan léku þeir á lömum. Allt var þetta sniðið traustlega og haganlega unnið.
Tveir þverbitar voru í ferjunni, annar aftur undir skut, en hinn fram undir stafni. Sá var mjög breiður og burðarmikill, enda var fest á hann stórt handsnúið járnspil. Um það spil var ferjustrengnum, líftaug ferjunnar, vafið. Lék hann í lokuðum blökkum, sem festar voru á borðstokkana á þar til gerða bita sitt hvoru megin við spilið.
Strengurinn var margþættur vírkaðall, er festur var báðum megin árinnar. Ég veit ekki gjörla hvernig það var gert, en sennilega hafa verið grafin og grýtt niður tré með einhverjum festingum á og strengnum fest þar í. Hvernig sem þetta hefur verið unnið, hefur það verið traust, því að það var ekki fyrr en 1925, sem steyptir voru stöplar sinn hvoru megin árinnar. Voru í stöplunum rammgerðar járnlykkjur til að festa stregnina í. Þangað til hafði hinn fyrri umbúnaður dugað.
Þegar ferjað var yfir ána, stóð ferjumaðurinn við spilið og sneri sveifinni. Vafðist þá strengurinn upp á og ofan af spilinu samtímis. Þannig seig ferjan áfram, það miðaði hægt, því að ekki munaði mikið um hvern snúninginn. Venjulega var þetta ekki átakamikið, en það gat verið erfitt. Fór það mest eftir vatnsmagni og straumþunga árinnar. Einnig gat munað hve mikið var flutt í ferjunni.
Þessi dragferja, sem ég hef verið að reyna að lýsa, tók 7 hesta og 3—4 menn, en svo mikið var aldrei flutt i einni ferð, nema áin væri mjög vatnslítil.
Fyrsti ferjumaðurinn var Björn Jónasson, til heimilis í SyðraTungukoti. Hann var faðir Guðrúnar móður minnar. Ábúandi jarðarinnar var Stefán Árnason, ættaður frá Kúfastöðum í Svartárdal. Hann var einnig afi minn. Björn annaðist ekki ferjuna nema fyrsta sumarið. Hið næsta er Stefáni falið starfið, en eflaust hefur það mætt mest á syni hans, Þorgrími, sem þá bjó með föður sínum.
Vorið 1917 tekur faðir minn við jörð og búi af afa mínum og einnig ferjunni. Eftir það er hann alltaf talinn ferjumaður, nema í tvö sumur, sem Erlendur Hallgrímsson frá Tungunesi, þá búsettur á Ytri-Löngumýri, gegndi því starfi í veikindaforföllum föður míns.
Starf ferjumannsins var bindandi, hann var skyldugur að ferja hvenær sem óskað var, jafnt á nóttu sem degi, og þá voru helgarfrí óþekkt. Svo mikil flóð gátu þó hlaupið í ána, að ófært væri. Þá var ekkert við því að segja.
Greiðsla var tekin fyrir þessa þjónustu. Hún var nefnd ferjutollur. Ég veit ekki hversu hár hann hefur verið fyrstu árin, en 1920 voru 35 aurar fyrir mann og hest og 10 aurar fyrir lausan hest. Um 1930 er ferjutollurinn kominn í 55 aura fyrir mann og hest, 20 aura fyrir lausa hestinn og 10 aura fyrir kindina. Ég held að ferjutollurinn hafi komist hæst í 75 aura. Þess skal getið, að eftir 1930 hafði faðir minn 100 krónur í föst laun á ári, sem voru þó nokkrir peningar í þá daga.
Nokkur styrkur var veittur árlega frá ríki og sýslu til viðhalds og endurbóta á ferjunni. Ég get þess til gamans, að fyrstu tveir strengirnir, sem keyptir voru, kostuðu 60 kr. hvor og sá þriðji 80 kr. Það var fleira en strengirnir, sem vildi bila, blakkirnar þurfti oft að endurnýja, einnig stálfjaðrir á spilinu. Hvert vor var ferjan bikuð. Marga menn þurfti til að koma henni á flot á vorin og eins að setja hana upp á haustin. Allt þetta kostaði nokkuð, ásamt umbótum, sem gerðar voru. Stöplar steyptir, gerður nýr vegur í bakkann að austan og fleira og fleira.
Haustið 1935 var ferjan talin svo fúin og slitin, að hún væri ekki lengur nothæf. Var þá önnur ferja smíðuð. Það gerði Guðmundur Bergmann smiður og bóndi í Öxl. Sú ferja var tekin í notkun árið eftir. Hún var alveg eins og gamla ferjan, nema aðeins minni.
Umsjónarmaður ferjunnar var kosinn á sýslufundi. Hann sá um allt viðhald á ferjunni, einnig upp og framsetningu. Til hans leitaði ferjumaðurinn, þegar eitthvað bilaði eða fór úr lagi. Fyrsti umsjónarmaður ferjunnar var Jón Gíslason, sem lengst af bjó á Ásum, en var þá búsettur á Syðri-Löngumýri. Fleirum man ég eftir. Bjarna Jónassyni Blöndudalshólum, Tryggva Jónassyni Finnstungu og Sigurði Magnússyni Syðri-Löngumýri. Þessir menn voru allir sem einn liðlegir og ábyggilegir. Það var mikils virði fyrir ferjumanninn.
Aldrei hlauzt slys af ferjunni, en nærri lá sumarið 1918. Þá slitnaði strengurinn, er verið var að ferja. Þegar þetta skeði var áin í flóði, en ekki talin ófær. Faðir minn fór vestur yfir til að sækja fólk, sem hafði kallað á ferjuna og beið í hvamminum. Það voru Hjálmar Jónsson, bóndi á Fjósum í Svartárdal og kona, er hét Ragnheiður Jónsdóttir. Þau voru með tvo eða þrjá hesta. Föður mínum gengur ágætlega vestur yfir, en þegar hann fer austur yfir og er að nálgast mesta straumþungann, slitnar strengurinn austan við ferjuna, það langt frá spilinu, að þeim tekst að ná endanum og vefja honum um bita í ferjunni. Það vildi þeim til lífs. Ferjan flaut út ána eins langt og endinn náði, en þar sem strengurinn hafði ekki haggast á spilinu og endinn fastur í ferjunni, gátu þau snúið til sama lands aftur. Til að komast heim varð faðir minn að fara ofan á Blöndubrú við Blönduós. Þangað eru rúmir 32 km frá Brúarhlíð. Frá þessu sagði faðir minn mér sjálfur.
Eftir þetta óhapp voru settir tveir strengir á ferjuna. Ekki var nema annar vafinn um spilið, hinn var tengdur ferjunni með blökkunum. Hann var alltaf nefndur varastrengur, en auðvitað var hans hlutverk að draga úr álagi spilstrengsins.
Ferjan var alltaf mikið notuð. Mér finnst, þegar ég hugsa um þetta núna, að eftir að ég man eftir mér, hafi flesta daga verið ferjað, suma daga margar ferðir. Stundum komu stórir hópar, það voru oftast langferðamenn, er fóru fjöll, sem kallað var. Þeir voru með marga hesta, bæði til reiðar og undir farangur. Allt var flutt í ferjunni. Áður en sauðfjárvarnir hófust við Blöndu og allir máttu flytja fé hvert sem var að eigin geðþótta, voru kindur ferjaðar yfir ána. Mest var það á haustin í sambandi við hirðingu í réttum.
Á þessu sést, að ferjumannsstarfið var tímafrekt og mikið álag á einyrkjabónda, en auðvitað hjálpuðust allir að, og móðir mín ferjaði oft.
Við systkinin vorum ekki gömul, þegar við fórum að hjálpa til við að ferja. Fyrst í fylgd með fullorðnum, en 10—12 ára ferjuðum víð hiklaust ein, ef áin var lítil. Við vorum alls óhrædd við að ferja. En það kom fyrir, að ókunnugir voru hálfhræddir að fara með okkur.
Ég man eitt dæmi sem mér fannst þá spaugilegt, en lít öðrum augum nú.
Ég mun hafa verið 13 ára, er pabbi veiktist af lungnabólgu og lá um tíma. Ég gætti ferjunnar. Einn dag koma fjórar ungar Reykjavíkurstúlkur og spyrja eftir ferjumanni. Ég sagðist vera hann. Þær litu hver á aðra, sá ég að þær trúðu mér ekki. Í því kom móðir mín út. Þær segja henni erindi sitt. Hún staðfesti mín orð, sagði að ég ætti að ferja. Þær létu það gott heita og fóru með mér ofan að ánni. Þegar þær sáu ferjuna og Blöndu, sem var að vanda kolmórauð og ekkert árennileg, misstu þær kjarkinn og sögðust ekki trúa, að ég gæti ferjað yfir. Eftir miklar fortölur og fullyrðingar féllust þær á að koma út í ferjuna og sjá hvort ég gæti þetta ekki. Þegar þær sáu hversu auðvelt þetta var, kepptust þær við að hjálpa mér að snúa yfir ána, sem auðvitað gekk ágætlega. Mynd tóku þær af mér í ferjunni áður en ég fór til baka, og ekki fóru þær frá ánni fyrr en ég var komin yfir.
Núna undrar mig ekki, þótt fólki væri illa við að láta krakka flytja sig yfir Blöndu, á því furðufarartæki, sem ferjan hlýtur að hafa verið í augum ókunnugra.
Eins og áður er sagt fórst ferjan 1943. Það sumar bar á óvenju Kvað svo rammt að því, að ekki var ferjað ef áin var mjög mikil .Þótt ferjan væri ekki nema átta ára, voru glögg merki þess, að hún var farin að liðast og láta sig.
Það mun hafa verið seint í september. Ég var þá á Ytri-Löngumýri og skrapp heim ásamt frændkonu minni og tveimur dætrum hennar. Höfðu þær verið á Löngumýri um sumarið. Veðrið var ágætt, en á meðan við stönzuðum hvessti á suðvestan. Einnig óx áin nokkuð, en ekki svo að nein hætta væri talin að ferja. Björn bróðir minn flutti okkur yfir. Jós hann ferjuna vandlega áður en við fórum af stað. Við ferjuðum bæði, snerum rösklega og vorum fljót yfir. Svo hvasst var að ána skóf, svo að allir blotnuðu eitthvað. Þegar við vorum komin yfir mesta strenginn í ánni, hætti ég að snúa og gekk aftur á til mæðgnanna. Litlu stúlkurnar voru hálf hræddar. Laut ég yfir þær, til að verja þær úðanum frá ánni. Heyrði ég þá að það brakaði og brast í ferjunni, eins og hún væri öll að liðast í sundur, en þar sem ég sá ekkert óvenjulegt, skeytti ég því engu. Þegar yfir ána kom, batt Björn sveifina fasta við bitann og spilið eins og venja var, og fylgdist svo með okkur upp að Löngumýri. Það var ákveðið áður en við fórum af stað að heiman, að hann yrði þar um nóttina. Um morguninn, þegar hann kom að ánni, var ömurlegt um að litast. Ferjan var að mestu horfin. Á strengnum hékk spilið og borðstokkarnir, en botnarnir höfðu flotið burt. Þá rak í heilu lagi á eyri fyrir neðan Finnstungu.
Nú var ferjan öll. Engin minntist á að endursmíða hana, heldur var stefnt að því að fá brú á ána. Svo sterkur þáttur var ferjan í lífi og starfi fjölskyldu minnar, að þótt við værum stundum þreytt á erlinum og erfiðinu, sem fylgdi henni, söknuðum við hennar öll, enda var hún alla tíð hin mesta happafleyta.
Skrifað í janúar 1976. AÐALBJÖRG G. ÞORGRÍMSDÓTTIR
Internal structures/genealogy
General context
Í Skagastrandarkauptúni er að finna stóran stein í fjöruborði, örskammt frá þeim stað sem Viðvíkurbærinn gamli stóð forðum á. Steinn þessi heitir Semingssteinn, því við hann fannst sjórekið lík Semings Semingssonar, sem drukknaði í Blöndu 20. júlí 1867. Sagan segir, að Semingur hafi setið að drykkju ásamt fleirum í Viðvík, þegar í odda hafi skorist. Hafi mál endað á þann veg, að Semingur hafi rokið á dyr í bræði — en sagst mundu koma þar bráðum aftur. Síðan hafi hann haldið á vit örlaga sinna. En svo undarlegt sem það er, rak lík hans einmitt upp á þessum stað og stóð hann þannig dauður við orð sín.
Í flæðarmáli stendur steinn
stór — þar rak af hafi einn
sem Blanda varð að bana.
Hann reið í heift á hrokasund
og hélt um taum með sterkri mund,
en leit þar sína lokastund
og lítt varð bylt við hana.
Hann kvaddi líf með köldum hug
og kastaðist um straumaflug
og dauður dróst um steina.
Í Blöndu lauk hann feigðarför,
þar fékk hann loks við öllu svör
um líf og dauða — af drykkju ör.
— Sinn dóm fær hver að reyna.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Nat
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 16.4.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Íslandshandbókin bls 342.
https://is.wikipedia.org/wiki/Blanda
Dragferjan á Blöndu. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1976), Bls. 63-69. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000499238
Maintenance notes
Ruðningur í Blöndu 1961.
Árið 1961 byrjaði eins og við var að búast á Blönduósi. Ekkert sérstakt var um að vera. Krakkarnir í skólanum mátust á um hvor brennan hefði verið stærri sú sem var á eyrinni við ósinn fyrir innan, eða hin sem var á bakkanum við ósinn fyrir utan. Engin niðurstaða fékkst í málið þá, og er það enn óleyst.
Ána hafði lagt snemma um haustið 1960 og því var þykkur góður og sléttur ís á ánni. Það var mikil samgöngubót af því að geta gengið yfir ána. Nokkuð langt var að fara fótgangandi neðan úr gamla bænum upp að brú og svo þaðan norður Húnabrautina að mörgum atvinnufyrirtækjum og verslunum. Eins var það fyrir þá sem bjuggu utan ár. Þeir áttu erindi í ýmiss konar þjónustu og vinnu t.d. á pósthús, bakarí eða apótek. Tvær leiðir voru yfirleitt farnar önnur lá rétt neðan frá pósthúsi og var komið upp hjá Kvennaskólanum. Hin sem var mikið farin af skólakrökkunum lá frá Jobbakofanum yfir að klöppunum við Fagrahvamm. Sá sem fór oftast fyrstur yfir ána á þessum árum var Jósafat Jónsson ráðsmaður á Kvennaskólanum, kenndur við Brandstaði í Blöndudal.
Bílar voru ekki til á hverju heimili og þó svo hefði verið, voru bílar yfirleitt ekki notaðir til að keyra krakka í skólann eða annað sem þau þurftu að fara.
Áin var á vetrum eitt helsta leiksvæði barnanna á þessum árum. Þar var farið á skauta, þotið um á skíðasleðum eða rennt á magasleðum niður bakkann og út á miðja á, og þar voru gengnar landsgöngur á skíðum.
Þegar leið á febrúar fór veður hlýnandi en ennþá var þó góður ís á ánni. Miðvikudaginn 22. febrúar hafði verið skipulögð dagskrá af hálfu Skátafélags Blönduóss í tilefni af afmælisdegi Roberts Baden-Powells stofnanda skátahreyfingarinnar. Skemmtunin fór fram í Barnaskólanum kl. 20.00. Skátaforingjar og stjórnendur kvöldsins voru Jón Ísberg og Gunnhildur Þórmundsdóttir. Ætla má að öllum skátum tólf ára og eldri hafi verið boðið. Á sama tíma hafði Skúli Jakobsson eiginmaður Gunnhildar boðið til sín nokkrum spilafélögum, þeirra á meðal Friðriki Indriðasyni, sem bjó í Hreppshúsinu við Koppagötu innan ár. En gefum nú Sigurlaugu Ágústs Friðriksdóttur orðið.
“Ég man vel eftir þessum ruðningi Blöndu. Friggi pabbi var að fara út fyrir á, til Skúla Jakobs að spila bridge og fór yfir ána, slóðina frá Gústa-sjoppu að Kvennaskólanum. Hann var svo ljónheppinn að Maggi á Kleifum var í fjósinu að mjólka og heyrði skruðningana. Magga datt í hug að einhver gæti verið á leið yfir Blöndu og væri því í hættu, henti öllu frá sér og brunaði niðureftir á jeppanum. Þegar hann kom að pósthúsinu snéri hann bílnum og setti háuljósin á og sá mann á leið úteftir. Hann lagðist á flautuna og kallað eins hátt og hann gat og pabbi áttaði sig á hvað var á gerast og snéri við. Hann komst við illann leik upp á bakkann innfrá og var aðeins á undan ísjökunum upp Koppagötuna. Þarna mátti ekki miklu muna að illa færi. Það flæddi inn í íbúðina okkar í Hreppshúsinu og það var mikið verk að þrífa allt upp”.
Ef ekki hefði komið til snarræði Magnúsar á Kleifum hefði jafnvel mannslíf verið í hættu.
Það er með ólíkindum að þetta æði hafi runnið á þennan dagfarsprúða mann. Henst upp í Willysinn og keyrt í loftköstum niður að Pósthúsi og staðið þar á öskrinu.
Ískalt jökuvatnið ásamt stórum og smáum ísjökum flæddu upp á Blöndubyggðina í krikanum neðan við Pósthúsið, inn í Koppagötu, gegnum Templarasund, niður á Aðalgötu og vestur á Brimslóð. Víða komst jökulkalt leirvatnið inn í hýbýli fólks í þessum götum og olli skemmdum. Fram í Langadal brotnuðu 10 símastaurar sem ullu því að símasamdandslaust var á milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Ég man að ég var með pabba að gefa fénu og hrossunum. Húsin stóðu um það bil aðeins norðan við núverandi Heiðarbraut 7. Þegar við komum út úr húsunum heyrðum við þessar óhemju drunur. Pabbi sagði strax áin væri að ryðja sig. Við drifum okkur niður að brú og þar var þá þegar kominn nokkur hópur fólks til að fylgjast með. Óttuðust menn að áin tæki brúna með sér vegna þess að í þrengslunum ofan við brúna hafði áin hlaðið upp miklu magni af ísjökum. En svo gaf stíflan sig og áin með sínum ógnarkrafti byltist fram. Gamla brúin lék á reiðiskjálfi en stóðst álagið, þó minnir mig að hún hafi eitthvað skekkst.
Foreldrar krakkanna sem áttu heima innan ár og voru á skátaskemmtununni þurftu að koma og leiða þau framhjá stórum ísjökum sem voru á brúargólfinu.
Mér finnst þessi atburður svo einstakur í sögu þorpsins okkar að hann má ekki gleymast. Áin ruddi sig oft með miklum látum og örugglega hefur oftar munað litlu að illa færi. Við þessa vá bjó fólkið í þorpinu alveg þar til að Blanda var virkjuð árið 1991 og rennsli árinnar stýrt. Lítið virðist hafa verið fjallað um þennan atburð í fjölmiðlum. Fann aðeins eina grein í Tímanum sem Páll Geirmundsson á Mosfelli hefur væntanlega sent.
Læt hér fylgja með fimm vísur sem ég gerði fyrir einhverju síðan um ána.
Pétur Arnar 2024