Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Mosfell Blönduósi
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1900 -
History
Hjálmar Egilsson byggði Mosfell 1900, hann hafði áður búið í skamman tíma á Mosfelli í Svínadal með konu sinni Önnu Þorsteinsdóttur ljósmóður. Í fyrstu byggði Hjálmar bæ á gamla mátan, úr torfi. Sá bær mun hafa staðið aðeins neðar á lóðinni, en steinhúsið sem Hjálmar byggði 1912.
Places
Gamlibæriin; stendur við Blöndubyggð:
Legal status
Functions, occupations and activities
Lóðarbréf handa Hjálmari var gefið út 3.3.1902. Lóðin var sögð 4400 ferálnir eða sem næst 489 ferfaðmar (segir í lóðabréfi). Takmörk lóðarinnar er Blanda að norðan, en þegar komnar girðingar á aðrar hliðar. Bær þegar risinn. 12.9.1908 mældi Zophonías Hjálmsson lóðina út. Skv mælingu hans var lóðin frá austri til vesturs 88 álnir og 50 frá norðri til suðurs. Tekið er fram að hliðin sem snýr að Blöndu sé mæld við lágfjöru. Nýr lóðarsamningur er svo gerður 1.10.1909 og er um sömu lóðarstærð. Hús Hjálmars er metið 18.2.1914. Þar segir: að húsið sé 8,82 x 4,56 metrar, hæð er 5 metrar undir þakskegg en 6,14 metrar uppí mæni.
Húsið, sem er steinsteypt, er niðurgrafið um 1 meter. Í kjallara er þverskilrúm úr steinsteypu og annað úr timbri. Gólf steypt. Á fyrsta gólfi eru 2 stofur, þiljaðar, veggfóðraðar og málaðar, en loftin aðeins þiljuð neðan á bita og máluð. Gangur er þvert yfir húsið, þiljaður og úr honum er gengið ofan í kjallarann og einnig uppá annað gólf. Þar er eitt timburskilrúm þvert yfir og þiljað öðru megin við það. Hæð á kjallara 2,40 metrar, sama hæð er á fyrsta gólfi. Á öðru gólfi er 1 metrar hátt port. Í húsinu er múrpípa, ein eldavél og þrír ofnar. Þakið er úr heilþykkum borðum á sperrur, þar yfir pappi og ust rifflað þakjárn.
Við húsið er skúr til inngöngu 1 x 1 ½ meter, hæð 2 ½ meter. Hann er steyptur, með ris þaki með pappa og járni. Vatnslögn var komin í húsið 1916.
Hjálmar og Anna voru með ýmsa leigjendur gegnum tíðina. Þau áttu ekki börn en ólu Hjálmfríði Kristófersdóttur upp. Maður hennar var Páll Geirmundsson, sem kom að Mosfelli 1926 og bjó þar til 1973. Páll kaupir húsið af Önnu 25.11.1938. Lengi höfðu þau greiðasölu í húsinu. Þar höfðu Steindórsbílar viðkomu. Lengi var málað skilti á húsinu „Matur, kaffi, gisting“ Trúlega er það enn að finna þar undir klæðningunni sem sett var utan á það.
Jónas Skaftason hefur selt þar gistingu undanfarin ár eða þar til hann lést.
Mandates/sources of authority
3.5.1902 var gerður lóðarsamningur við Hjálmar Egilsson um 1.364 m2 lóð til húsbyggingar og ræktunnar. Lóðin takmarkast að norðan af Blöndu en er að öðruleyti algirt.
12.9.1908 er gerður nýr lóðasamningur, frá austri til vesturs 88 álnir og frá norðri til suðurs 50 álnir samtals 4400 ferálnir [1690 m2]. Lóðin er mæld á lágfjöru alveg ofan að Blöndu
Húsið sem byggt var árið 1900 var byggt á gamla mátann úr torfi. Sá bær stóð aðeins neðar í lóðinni en núverandi hús sem var byggt 1912. Mosfell 1900, Hjálmarshús 1920.
1.4.1932 fær Páll Geirmundsson úthlutað 2ja ha. lóð í mýrinni milli lóða Tómasar Jónssonar að vestan og Karls Helgasonar að austan. Að norðan er tún Kristófers Kristóferssonar og Svínvetningabraut, en að sunnan vegastæði.
Internal structures/genealogy
1900-1938- Hjálmar Egilsson, 6. febr. 1869 d. 2. apríl 1932, maki 1898; Anna Guðrún Þorsteinsdóttir, yfirsetukona, f. 17. sept. 1860 d. 14. febr. 1944. ekkja Mosfell til 1938.
Hjú 1901; Ingibjörg Jónsdóttir (31. des. 1885) Svartárdal, frá Mánaskál, vesturheimi 1902. Guðmundur Sigurðsson (1878-1921) Kringlu. 1933. Fósturbarn; Hjálmfríður Anna Kristófersdóttir (1901-1981) sjá neðar.
1920-1923- Þorlákur Jakobsson f. 10. júní 1888 Vesturhópshólum, d. 25. júlí 1975, maki 4. nóv. 1918, Þuríður Einarsdóttirf. 1. júní 1896, d. 24. jan. 1979, sjá Einarsnes. Sjá Hemmertshús 1910 og Sandgerði 1923.
Björn Lúðvik Blöndal Jónsson (1894-1943) sjá Blíðheima.
1938 og 1957- Páll Geirmundsson f. 19. okt. 1895 Hóli Hjaltastaðaþinghá, d. 28. jan. 1975, maki 24. maí 1926; Hjálmfríður Anna Kristófersdóttir f. 26. júní 1901, d. 26. nóv. 1981,
frá Köldukinn. Systir Margrétar í Vegamótum, Kristófers í Kristófershúsi og Jóns í Jónshúsi Kristófersbarna. Börn þeirra; Guðný (1927-2015) Blönduósi, Hjálmar (1929-2001) Blönduósi.
1940- Oscar Sövik (1904-2002) sjá Kvennaskólann.
1951- Eyþór Jósep Guðmundsson (1896-1956) og Ragna Ingibjörg Rögnvaldsdóttir (1933). Sjá Lágafell.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Blö
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 21.5.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876-1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ