Lúðvík Blöndal Jónsson (1894-1943) skósmiður Blíðheimum Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Lúðvík Blöndal Jónsson (1894-1943) skósmiður Blíðheimum Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Björn Lúðvík Blöndal Jónsson (1894-1943) skósmiður Blíðheimum Blönduósi
  • Lúðvík Blöndal (1894-1943) skósmiður Blíðheimum Blönduósi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

9.11.1894 - 29.11.1943

History

Places

Mjóidalur á Laxárdal fremri 1901; Mosfell Blönduósi 1920; Blíðheimar Blönduósi 1924-1936; Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Skósmiður;

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Ingibjörg Jóhannsdóttir 22. september 1861 - 18. ágúst 1907 ógift vinnukona í Mjóadal 1901, seinna húsfreyja í Selhólum í Gönguskörðum og barnsfaðir hennar; Jón Lúðvíksson Blöndal 15. júní 1849 - 31. október 1900. Vinnumaður á Staðarfelli, Staðarfellssókn, Dal. 1870. Trésmiður í Selhólum í Gönguskörðum, Skag. ógiftur snikkari Stóru-Giljá 1890.

Kona Lúðvíks; Ingibjörg Jakobsdóttir f. 21.1.1898, d. 21.2.1975, frá Vesturhópshólum, Seinni maður Ingibjargar var; Jónas Jónasson 7. ágúst 1905 - 20. nóvember 1979 Daglaunamaður á Blönduósi 1930. Verkamaður í Tilraun á Blönduósi. Síðast bús. í Reykjavík. Bróðir Sigurjóns (1907-1969) á Stóru-Giljá. Þau barnlaus.
Börn þeirra sjá Blíðheima;
1) Þórhallur Sigurbjörn Lúðvíksson Blöndal 10. júní 1923 - 19. september 2008 Var á Blönduósi 1930. Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kona hans 1.12.1971; Guðfinna Pálsdóttir 21. september 1930 - 27. apríl 2015 Var í Breiðabliki, Höfðahr., A-Hún. 1957. Hjúkrunarfræðingur á Blönduósi. Veðramóti 1971. Dótti Páls Jónssonar Skólastjóra
2) Þorbjörn Blöndal Lúðvíksson 15. júlí 1924 - 1. september 1926
3) Þorbjörg Ásdís Blöndal Lúðvíksdóttir 23. desember 1927 - 5.8.2021. Bús. í Bandaríkjunum. M: Earl Warren Himes, bifreiðastjóri f. 2.12.1920. Börn þeirra f. og bús. í Bandaríkjunum.

General context

Kaupdeilunni á Blönduósi lauk á föstudaginn, eins og getið var í síðasta blaði. Samkvæmt samningunum hækkar dagvinna við skip úr kr. 0,95 í kr. 1,15 í dagvinnu, og úr kr. 1,20 í kr. 1,65 í eftir-, nætur- og helgidagavinnu. Einnig skyldar afgreiðslan á Blönduósi sig til að hafa uppskipunarbátana og önnur uppskipunaráhöld í betra standi en verið hefir, og verkamenn fái skýli við höfnina til að matast og hafast við í þegar unnið er. Almennt kaup verður eins og um semst með Alþýðusambandinu og ríkisstjórninni í opinberri vinnu í sýslunni. Á Laugardaginn gaf >Verklýðsblaðið< út fregnmiða í Reykjavík, þar sem álygum og svívirðingum var ausið yfir verkamennina á Blönduósi og stjórn Alþýðusambandsins. Svaraði stjórn Verkamannafélagsins þessu samdægurs með eftirfarandi skeyti til Alþýðublaðsins: Alþýðusambandið hefir frá byrjun deilunnar aðstoðað verklýðsfélagið öfluglega á allan hátt. Algert afgreiðslubann var á Blönduósi, og sömuleiðis var afgreiðslubann á Blönduóssvörum, sem reyna átti að koma í land á öðrum höfnum. Síðast var stöðvuð afgreiðsla timburskipsins Dagný, deilan hefir unnist, og sigurinn er einungis að þakka Alþýðusambandinu- 25% kauphækkun hefir fengist, algerð forganga verklýðsfélaga til vinnu hefir verið viðurkend, og fl. hagsmunabætur og öryggisráðstafanir fyrir verkamenn hafa náðst. Að fylstu kröfur um almenna kauphækkun hafa ekki náðst, er eingöngu að kenna Verklýðsfélagi Austur-Húnvetninga, ef um nokkra sök er að ræða. Við mótmælum ósannindum kommúnista um endalok deilunnar og um samningana, og við mótmælum því sem staðlausum þvættingi, að Alþýðusambandið hafi staðið á bak við þá lúalegu, pólitísku herferð sýslunefndar, að fá verklýðsfélaga til að vinna og fara úr félaginu, og hótunum hennar um að gera að öðrum kosti ráðstafanir til að verkamenn fái ekki neina vinnu í framtíðinni hér í sýslu. Að nafninu til er V. A. H. í Verklýðssambandi Norðurlands. Eini kommúnistinn í stjórn félagsins hefir staðið í sambandi við VSN meðan deilan hefir staðið, án afskifta stjórnar eða félagsins, enda hefir VSN ekkert aðstoðað í deilunni. Erindreki VSN sat fund verklýðsfélagsins fyrir fáum dögum og reyndi að koma óhug og vantrausti inn hjá félagsmönnum um sigur í deilunni vegna þess að Alþýðusambandið hefði forustuna á hendi. Þessi ábyrgðarlausa staðhæfing, meðan á deilunni stóð, var stórhættuleg, þótt þetta hefði hinsvegar engin veruleg áhrif á félagsmenn, en mikil hætta getur stafað aí slíkri bardagaaðferð.
Í stjórn Verklýðsfélags Austur-Húnv.: Halldór Albertsson Lúðvík Blöndal, Guðmundur Agnarsson, Árni Sigurðsson, Þorvaldur Þórarinsson.
Eins og sést á skeyti þessu, sem Alþýðum. hefir verið beðinn að birta orðrétt, var sagt í fregnmiða »Verklýðsblaðsins<. Að Alþýðusambandið hefði staðið á bak við sýslunefndina, er hún reyndi að sundra verklýðsfélaginu og eyðileggja deiluna. Verður þess líklega ekki Iengi að bíða að verklýðsfélagið á Blönduósi segi sig úr VSN enda getur það ekki samrýmst að eitt og sama félag sé i Alþýðusambandinu og VSN, þar sem hið síðartalda gerir alt sem í þess valdi stendur til að eyðileggja verklýðsfélögin og alt uppbyggingar- og samtakastarf Alþýðusambandsins á Norðurlandi. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4942231

Relationships area

Related entity

Guðfinna Pálsdóttir (1930-2015) Blönduósi (21.9.1930 - 27.4.2015)

Identifier of related entity

HAH01264

Category of relationship

family

Dates of relationship

1.12.1971

Description of relationship

Guðfinna var gift Þórhalli (1923-2008) syni Lúðvíks

Related entity

Mosfell Blönduósi (1900 -)

Identifier of related entity

HAH00103

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

er þar í mt 1920

Related entity

Guðrúnarhús 1879 / Sigurjónshús / Blíðheimar (1879 -)

Identifier of related entity

HAH00654

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrúnarhús 1879 / Sigurjónshús / Blíðheimar

is controlled by

Lúðvík Blöndal Jónsson (1894-1943) skósmiður Blíðheimum Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Hét þá Blíðhheimar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02868

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 10.1.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places