Blöndubrú

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Blöndubrú

Parallel form(s) of name

  • Blöndubrú við Blönduós

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.8.1897 -

History

Blöndu er fyrst getið í Landnámsbók; „Ævar kom skipi sínu í Blönduós; þá voru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævar fór upp með Blöndu að leita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann þar niður stöng háva og kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan og svo þar fyrir norðan háls; þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævar bjó í Ævarsskarði.
1836 var sett upp dráttarvað sem menn gátu handstyrkt sig yfir. Kláfur var síðar settur upp milli Blöndudalshóla og Brandsstaða um 70 metra haf milli klettasnasa. Lögferja var á Blöndu eftir að byggð hófst þar og var framan af í hendi Möllers kaupmanns en síðar Kristjáns verts þar til brúin var byggð.
Á síðustu áratugum 19. aldar voru upp stór áform um að brúa allar helstu ár landsins og bæta jafnframt aðrar samgöngur á landi, enda vegir nánast ekki til og þá helst slóðar fyrir ríðandi og gangandi. Stórfljót landsins tóku sinn toll af ferðamönnum sem reyndu að komast yfir á misgóðum vöðum. Um 50-60 manns drukknuðu í Blöndu á árunum frá 1600 til 1900 og svipuð tollheimta var víðast um landið.

Í vegalögum frá 1887 var gert ráð fyrir miklum umbótum í samgöngumálum, og vegakerfinu þrískipt í byggð, milli ríkissjóðs, sýslna og hreppa. Því var það fjárhagslega mikilvægt fyrir hreppana að fá annaðhvort ríkisveg eða sýsluveg í sinn hrepp. Eins og við var að búast ríkti ekki einning í austursýslunni um brúarstæði og þar með lagningu ríkisvegs. Deildu menn hart í blöðum og fóru þar fremstir í flokki Auðkúluklerkur Sr Stefán sem vildi veginn um sitt bæjarstæði og Pétur Pétursson á Gunnsteinsstöðum. Magnús Stephensen landshöfðingi sá enga aðra lausn en að fresta veglagningu við Stóru Giljá og svo var í nokkur ár þar til Benedikt Blöndal í Hvammi, sem var amtráðsmaður Húnvetninga tók af skarið. Brú skyldi byggð yfir Neðra Klif (Neppe et kvartes gang fra handelstedet Blönduós)
„Broens spændvidde har jeg sat til 38 meter, denne spændvidde bliver for stor til en træbro, hvorfor en fast jernbro tænkes bygget“ sagði Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur. Í upphafi var ráðgert að skipta við sömu járnhöndlara og gert var á Ölfusá og á Þjórsá, en niðurstaðan var að járnið yrði keypt af „Vulkan jærnstöberi“ á Kristjánssandi í Noregi. Yfirbrúarsmiðir voru bræðurnir Magnús og Jónas Guðbrandssynir sem áður höfðu komið að hinum 2 stórbrúunum, einnig voru ráðnir 7 aðrir vanir brúarsmiðir að sunnan og einnig 3 að norðan. Heimamenn fengu vinnu við vegalagningu að og frá brúarstæðinu og einnig við uppskipun brúarhlutanna sem gekk mjög brösulega vegna hafnarskorts en einnig vegna veðurs og var þeim hlutum því skipað upp á Akureyri en sent síðan á Blönduós um vorið 1897.
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
GPJ saga Blönduós

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.
Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða

Places

Blönduós:

Legal status

Functions, occupations and activities

Pistill úr Húnaþingi
Það var auðséð fyrir þann, sem þekkir sveitalífið á Íslandi og heyskaparannirnar, að miðvikudaginn 25. ágúst, var eitthvað einstakur og þýðingamikill dagur fyrir Húnvetninga. Það er ekki siður um hásláttinn í miðri viku, að byrja daginn með því, að söðla jóinn til að "ríða út", en þennan morgun gat að líta fólk á reið í stórhópum, nálega hvert sem litið var, frá því um dagmálaskeið og vel fram um hádegi. Sást fljótt, að ferðalagið var engin pílagrímsför, því gammarnir þeyttust ákaflega, tóku hvern sprettinn á fætur öðrum, eftir því sem hverum var lagði, og námu einatt eigi staðar fyr en eftir fleiri króka eða hringi. Það var og eitt einkennilegt, að allir stefndu í sömu átt - til sjávar - og hafði þó engin sérleg fiskifregn eða hvalsögufrétt flogið um héraðið. - Hvað var þá, sem dró fleiri hundruð kvenna frá búrkistunni og börnunum? Það var fregnin um, að komin væri manngeng brú á Blöndu sem ætti að vígja og opna almenningi í dag. Veðrið var fremur drungalegt, en milt og enginn ánægjuspillir. Kauptúnið Blönduós varð að stórborg, það úði og grúði af fólki og hestum á götunum (!) og allt í kring; þó var auðséð, að eigi stóð markaðurinn yfir, því sölubúðir voru lokaðar. Um kl. 12 voru fánar dregnir á stengur, og um sama skeið þyrptist mannfjöldinn upp að norðurenda Blöndubrúar; einna síðast kom amtmaðurinn í Norður- og Austuramtinu. Honum var búinn ræðustóll á guðs grænni jörðu, og innan fárra stunda kveður hann hljóðs. Malið og skvaldrið í lýðnum dó út, en í sömu svipan hljómaði kór lagið: "Ó fögur er vor fósturjörð"! við drápu, er Páll hreppstjóri á Akri hafði ort út af tækifærinu, og þótti hvorttveggja allvel sæma. Að því búnu ekur amtmaður til máls, hér um bil á þessa leið: - Um leið og hann afhenti brúna almenningi til nota, ætlaði hann að tala nokkur orð; gat þess, að þetta væri fyrsta fasta járnbrú á landinu, hún væri nú komin upp fyrir dugnað og framfarahug landsmanna, enda hefðu fá mál haft jafngreiðan framgang á þingi, eins og lögin um brú á Blöndu. Þau hefðu komið inn á þing 1895, og á sama þingi hefði verið samþykkt 20.000 kr. útgjöld til þessa fyrirtækis. Nú ættu héraðsmenn að sjá og skilja nytsemi hennar; vera þess vitandi, að hún væri þeim sannalegur dýrgripur. Það væri nú komið nokkuð fram af ósk landshöfðingja í vígsluræðu sinni við Ölfusárbrúna, að út af henni drypi 8 brýr jafn höfgar, eins og hringar af Draupni. Þetta kostaði mikið fé, og það væri einskonar þrautir, er lagðar væru fyrir Íslendinga. Þeir byggju ekki í þeim löndum, þar sem steiktar gæsir hlypu í munn manna, en yrðu að vinna og stríða, eins og bóndadæturnar í þjóðsögunni um Ásu, Signýju og Helgu, sem varð að vinna ýmsar þrautir t. d. að útvega eld, en varð að síðustu fremst þeirra. Allt væri hér nákvæmlega gert og ætti ekki einungis foringinn (verkfræðingurinn) heldur og hver og einn, sem starfað hefði að þessu stórvirki þökk skilið fyrir. Sagði, að landið og óblíða náttúrunnar hefði skapa oss Íslendinga og vér myndum eiga framtíð fyrir höndum.
Þá tóku menn á rás yfir brúna, töldust það full 600 sálna, er þar voru staddar. Léku menn nú lausum hala um stund hér og þar í kring, sumir sóttu heim brennivínskrá veitingamannsins á Blönduós, sem byggt hafði nýlendu allnærri. Bráðum söfnuðust helstu söngmenn saman og hófu margraddaðan söng, voru þar sungin ýms þjóðleg og lagleg lög og kvæði.

Mandates/sources of authority

„Hvar drynjandi Blanda með brúsandi æði
hart bergið fram ristir og veltur í græði,
þar stendur nú brú ein af stálinu börðu
á stólpum úr grjóti og sementi hörðu.“

„Upp er þar reistur sá friðarins fáni
sem fellur ei niður þó Blöndulund gráni
hann glóandi blikar sem gimsteinn í leiri,
en gimsteini hverjum hann reiknast þó meiri“

„Þar ganga nú þegnar á þiljuðu stáli
þótt þrumandi straumelfan voðan upp máli,
og jökunum spyrni með bramli og brestum
og brjótist til Ránar í fjörmóði verstum.“

„Út er þar höggvinn sá legsteinn á landi
er legsteinum framar ég vona að standi,
svo nítjándu aldar þeir minningu muna
þá máttugu heyra þeir elfuna duna.“

„Þar er nú óvinur unnin sá sterki
sem ógnaði lýðum sem víkinga merki,
og mörgum vel hraustbyggðum þegni að þrýsti
og þeim ‘inum stálbitru heljarklóm nísti.“

Internal structures/genealogy

General context

Að því búnu, hér um bil nón, hóf amtmaður með frú sýslumannsins og sýslumaðurinn með frú amtmanns dans á þar til gerðum danspalli á árbakkanum. Þótti það frjálslegt og alþýðlegt af þeim höfðingjum að opna dansinn fyrir unga fólkinu, sem kynokaði sér við að byrja. Hélst dansinn, drykkjan og rabbið þarna fyrir norðan ána alllengi fram eftir, eftir því sem menn lysti og höfðu tíma til, en um kl. 4 tóku yfirvöldin, flestir prestar sýslunnar og báðir læknarnir auk ýmsra leikmanna, er gæddir voru krónum og fínum klæðum, og í einhverjum metum hjá höfðingjunum, sig út úr og settust að snæðingi hjá veitingamanninum, sem gaf þeim að borða fyrir 5 ½ kr. Var samsætið gert til heiðurs amtmanni og Thoroddsen og þeir heiðursgestir.
Áður en ég skil við frásögnina um vígsluhátíð okkar, þykir mér hlýða að geta eitthvað brúarinnar sjálfrar, sem er sá rétti miðpunktur alls þessa, því all flestir munu hafa óljósa hugmynd um stærð eða útlit byggingar þessarar. - Undir suðurenda brúarinnar stendur sementsteyptur stöpull, sem er að framan 4 8/10 meter (meter liðlega 1 ½ fet), að meðalhæð 3,13 m., lengd 4 ½ m., breidd 4 m.; undir norðurenda er stöpullinn 5 8/10 m á hæð (meðalhæð 4,90 m.), lengd 6 m., breidd 4 m. Frá þessum stöpli gengur trébrú, yfir sund eða skorn í klöpp, sem áin í stórflóðum fer yfir, norður á annan stöpul, sem hefur þessa stærð: hæð 4 ½ m. (meðalhæð 2 ½ m.), lengd 34 m. breidd 4 m. Sjálf er brúin sem sagt úr járni, föst eins og klettur (ekki hengibrú) að lengd 37 ½ m. breidd 3 1/5 m. út á kant, hæð frá trépalli og upp á efstu slá 3 3/10 m. Athugandi er, að hæðin er frá neðri röð dálítið meira, þar þessi hæð er tekin frá gólfi brúarinnar, sem auðvitað hvílir á þverslám úr járni, en sjálft er gert úr öflugum plönkum. Engin hætta er að fara yfir brúna, þó mönnum sé svima hætt, því járnriðin beggja vegna gefa ekki eftir, þó slangrað sé út í hliðarnar, og eigi velta menn út af þeim, því að þau eru nálega 5 álna há; sýnast fullvaxnir menn, eins og peð á brúnni. Vígsludaginn var hún skreytt með 3 fánum á hvorum enda og blómstöngum við inngang og útgang. Brúin er enn rauðmáluð, en á að málast grá. Burðarafl hennar á að vera 80 tons (tons nálega 200 pd.) og hefur hún verið reynd með 75 tonnum og naumast sést svig á.

Þjóðólfur, 8. okt. 1897. 49. árg. 48. tbl. , bls. 192:

Bæjaryfirvöld á Blönduósi hyggjast greiða leiðina út í Hrútey, sem er úti í miðri Blöndu, skammt fyrir ofan bæinn, með því að koma þar fyrir gömlu brúnni yfir ána sem reist var árið 1896.

Bæjaryfirvöld á Blönduósi hyggjast greiða leiðina út í Hrútey, sem er úti í miðri Blöndu, skammt fyrir ofan bæinn, með því að koma þar fyrir gömlu brúnni yfir ána sem reist var árið 1896.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur samþykkt að styrkja verkefnið um 1,8 milljónir króna, og er sá stuðningur eyrnamerktur undirbúningi við verkið.
mbl 13.4.2015 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1549550/

Relationships area

Related entity

Hrútey í Blöndu ((1900))

Identifier of related entity

HAH00308

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigurður Thoroddsen (1863-1955) landsverkfræðingur og yfirkennari (16.7.1863 - 29.9.1955)

Identifier of related entity

HAH07425

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1895

Description of relationship

Var yfirverkfræðingur hennar

Related entity

Hjaltabakki ((950))

Identifier of related entity

HAH00643

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

25.8.1897

Description of relationship

Related entity

Blanda ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00073

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Engihlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00729

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1896

Description of relationship

Related entity

Agnarsbær Blönduósi - Efstibær (1920 -)

Identifier of related entity

HAH00145

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1920

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00026

Institution identifier

IS HAH-brú

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ saga Blönduós
Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða
Þjóðólfur, 8. okt. 1897. 49. árg. 48. tbl. , bls. 192:
mbl 13.4.2015 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1549550/

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places