Ártún í Blöndudal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Ártún í Blöndudal

Parallel form(s) of name

  • Ytra-Tungukot

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1948 -

History

Hét áður Ytra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð austan Blöndudalsvegar, í tungunni á eyrunum milli Blöndu og Svartár, með útsýn austur Ævarsskarð til Bólstaðarhlíðar. Svartárbrú hin ysta er við túnfótinn að norðan og er ofan hennar komið á Norðurlandsveg fremst í Æsustaðaskriðu utan Hólahorns. Tún eru ræktuð af sandeyrum og valllendismóum.
Íbúðarhús byggt 1948 530 m3. Fjós yfir 24 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Hlöður 960 m3. Tún 21 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.

Places

Ytra-Tungukot; Blöndudalur; Bólstaðarhlíðarhreppur; Blöndudalsvegur; Blanda; Svartá; Ævarsskarð; Bólstaðarhlíð; Svartárbrú; Norðurlandsvegur; Æsustaðaskriða; Hólahorn; Grjótgarður; Finnslækur; Grjótvörður; Bakkadrag; Finnstunga; Svartárdalur; Tungan; Skeggstaðir; Svartagil; Austurfjall; Grenlág; Þröskuldur; Finnadalur; Grenborg; Skarðshlíðarbrún; Skeggstaðaskarð; Blöndudalshólar; Brúarhlíða; Hnakkur; Tunguhnjúkur; Gildrumelur; Bakkadrag; Gamlakot;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1948- Jón Tryggvason 28. mars 1917 - 7. mars 2007. Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarsókn, A-Hún. 1930. Bóndi, búfræðingur, hreppsnefndarmaður og oddviti í Ártúnum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Var í Ártúnum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Söngstjóri og organisti um margra ára skeið. Hlaut hina íslensku fálkaorðu. Kona hans; Sigríður Ólafsdóttir

  1. nóv. 1924. Var í Ártúnum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

    Tryggvi Þór Jónsson 13. des. 1948. Kona hans; Jóhanna Magnúsdóttir 1952

General context

Skrá um landamerki Ytra Tungukots í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Að utan og austan ræður Svartá merkjum suður að Grjótgarði við Finnslæk, frá Grjótgarði ræður bein stefna í vestur, sem Grjótvörður vísa að Bakkadragi, frá Bakkadragi ræður merkjum Blanda norður til Svartár.

Ytra Tungukoti, 17. maí 1886
Guðrún Arnórsdóttir eigandi Ytra Tungukots

Þessum merkjum er jeg undirritaður samþykkur
Jónas Jónsson, eigandi Finnstungu

Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Bólstaðarhlíð, 20. maí 1886, og innfærð í landamerkjabók sýslunnar No. 40 fol. 22

Þar sem Blöndudalur og Svartárdalur mætast, er bær í tungunni. Sá bær hlýtur að vekja eftirtekt vegfarandans fyrir þær sakir, að þar er óvenju fallegt íbúðarhús og vel við haldið. Túnið breiðir úr sér rennislétt og flatlent fram á eyrarnar, þar sem Blanda og Svartá renna saman. Þessi bær er Ártún.
Ártún var þá hjáleiga frá Finnstungu og hét Ytra-Tungukot. Bræðurnir Jón og Jónas Tryggvasynir byggðu saman íbúðarhúsið í Ártúnum á árunum 1947—48.

Landamerkjaskrá fyrir jarðirnar Ártún og Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi, A-Hún.

Að austan ræður merkjum milli Ártúna og Skeggstaða klettagil frá Svartá og upp að fjallsbrún (Svartagil) þaðan bein lína suður Austurfjallið fyrir austan Grenlágar á móts við Þröskuld fremst á Finnadal, merki Ártúna og Skeggsstaða. Þröskuldur ræður svo merkjum Finnstungu og Skeggsstaða að stóru Grenborg sunnarlega (stór steinn). Þaðan bein lína um grjótvörðu syðst á Grenborg í aðra vörðu á Skarðshlíðarbrún beint norður af Þröskuldi á Skeggstaðaskarði merki Finnstungu annarsv. og Skeggstaða og Blöndudalsh. hins vegar. Milli Finnstungu og Brúarhlíðar eru merki frá síðarnefndri vörðu, bein lína í Hnakk, sem er klettur á brún Tunguhnjúks og áfram þaðan bein lína vestur Blöndu á Gildrumel. Girðing er á merkjum frá Svartá og að Blöndu. Blanda ræður svo merkum Ytri Löngumýrar og Tunguness annars vegar og Finnstungu og Ártúna hins vegar. Svartá ræður síðan merkjum Ártúna og Bólstaðarhlíðar að Svartagili. Milli Finnstungu og Ártúna eru merki bein lína úr Blöndu um Bakkadrag í grjótvörðu vestan við Gamlakot. Þaðan bein lína í Skeggstaðamerki um stein, sem ber við loft vestast á Austurfjalli (L.M.) Sunnan þessarar línu á Finnstunga allt land, en Ártún á allt norðan við. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá skal tilheyra báðum jörðunum Ártúnum og Finnstungu að jöfnu. Gjört í júní 1983.

Relationships area

Related entity

Bólstaðarhlíðarkirkja (1889 -)

Identifier of related entity

HAH00147

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1948

Description of relationship

Sóknarkirkja, einnig var Jón þar lengi organisti.

Related entity

Ævarsskarð (um880 -)

Identifier of related entity

HAH00149

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00170

Category of relationship

associative

Dates of relationship

6.1983

Description of relationship

Sameiginleg landa mörk

Related entity

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00159

Category of relationship

associative

Dates of relationship

6.1983

Description of relationship

Sameiginleg landa mörk

Related entity

Brúarhlíð í Blöndudal ((1900))

Identifier of related entity

HAH00156

Category of relationship

associative

Dates of relationship

6.1983

Description of relationship

Sameiginleg landa mörk

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Helgi Benediktsson (1914-1982) Hvammi, Hvammstanga (12.1.1914 - 29.12.1982)

Identifier of related entity

HAH04889

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar, hét þá Ytra-Tungukot, gæti verið fæddur þar

Related entity

Hafsteinn Björnsson (1899-1960) Blönduósi (17.5.1899 - 1.4.1960)

Identifier of related entity

HAH04605

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1899

Description of relationship

Fæddur þar nefndist þá Ytra-Tungukot

Related entity

Heiðmar Jónsson (1947) frá Ártúnum (1.8.1947 -)

Identifier of related entity

HAH05124

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1.8.1947

Description of relationship

Fæddur þar

Related entity

Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða (18.9.1902 - 22.8.1989)

Identifier of related entity

HAH01812

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar til 1933, ráðskona

Related entity

Margrét Jónsdóttir (1954) Ártúnum (2.4.1952 -)

Identifier of related entity

HAH06883

Category of relationship

associative

Dates of relationship

2.4.1954

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Halldóra Jónsdóttir (1880-1925) Mörk og Ytra-Tungukoti (15.3.1880 - 1.8.1925)

Identifier of related entity

HAH04718

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja í Ytra-Tungukoti

Related entity

Jón Tryggvason (1917-2007) Ártúnum (28.3.1917 - 7.3.2007)

Identifier of related entity

HAH01593

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Tryggvason (1917-2007) Ártúnum

controls

Ártún í Blöndudal

Dates of relationship

1948

Description of relationship

frá 1948

Related entity

Sigríður Ólafsdóttir (1924) Ártúnum (4.11.1924 -)

Identifier of related entity

HAH06863

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigríður Ólafsdóttir (1924) Ártúnum

is the owner of

Ártún í Blöndudal

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00032

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók sýslunnar No. 40 fol. 22 20.5.1886
Landamerkjaskrá fyrir jarðirnar Ártún og Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi, A-Hún. júní 1983
Húnaþing II

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places