Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
18.9.1902 - 22.8.1989
History
Í dag, laugardaginn 2. september, er til moldar borin frú Ósk Skarphéðinsdóttir frá Héðinshöfða, Blönduósi, en hún andaðist á Héraðshæli Austur-Húnvetninga 22. ágúst sl.
Ósk var fædd 18. september 1902 á Mörk á Laxárdal. Ósk ólst upp á heimili foreldra sinna, sem bjuggu á nokkrum býlum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Á Mörk átti Ósk heima til ársins 1911, en flyst þá að Fjósum í Svartárdal, síðan að Finnstungu og svo að Ytra-Tungukoti í Blöndudal (nú Ártún) en þar var heimili hennar til 1933, er hún fluttist til Blönduóss.
Skarphéðinn, faðir Óskar, var mikill hagleiksmaður, lærður gull- og silfursmiður og smíðaði marga fallega muni fyrir sitt nágrenni og ýmsa lengra að.
Ósk naut barnafræðslu sem gerðist á þeim tíma. Snemma fékk hún áhuga á að læra saumaskap. Í byrjun árs 1925 hafði hún ráðið sig til náms og vinnu á saumastofu á Akureyri. Úr þessari ferð varð þó ekki, því móðir hennar veiktist hastarlega um þetta leyti og lá erfiða sjúkdómslegu næstu mánuði, en hún andaðist síðla ágústmánaðar þetta sama ár.
Við andlát móður sinnar tók Ósk við ráðskonustöðu á búi föður síns í Ytra-Tungukoti og fórst það vel úr hendi, enda hafði eins og áður er getið unnið við öll almenn bú störf á heimilinu um árabil. Árið 1933 hætta þau búskap og flytja til Blönduóss, eru fyrstu árin í leiguhúsnæði en byggja svo húsið Héðinshöfða sem stendur á bökkunum norðan Blöndu. Þar var heimili hennar allt til ársins 1987 er hún fluttist á Héraðshælið á Blönduósi, sem var síðan hennar aðsetur til dauðadags.
Skarphéðinn, faðir Óskar og Ingibjörg systir hennar fluttu með þeim hjónum frá Ytra-Tungukoti til Blönduóss og dvöldu hjá þeim til 1944 en þá andaðist Skarphéðinn, en Ingibjörg giftist sama ár Ragnari Jónssyni og fluttist til Akureyrar. Systursonur Óskar, Skarphéðinn Ragnarsson, var frænku sinni sem besti sonur og eftir að Guðmann dó setti hún allt sitt traust á hann, sem var líka óhætt.
Hjá Skarphéðni átti Ósk að mæta hlýju og artarsemi, sem var henni ómetanlegur styrkur á efri árum þegar líkamleg geta fór þverrandi. Í eftirfarandi stökum lýsir Ósk vel hug sínum til systursonar síns.
Places
Mörk á Laxárdal fremri: Fjósar í Svartárdal 1911: Finnstunga: Ytra-Tungukot (Ártún) í Blöndudal: Blönduós 1933
Legal status
Haustið 1919 gekk hún í Kvennaskólann á Blönduósi og stundaði þar nám í tvo vetur: .
Functions, occupations and activities
Vann hún að búi foreldra sinna við störf sem féllu til úti jafnt sem inni. Ósk tók virkan þátt í söngstarfi Guðmanns, þótt hún syngi ekki í kórum. Ég minnist margra góðra stunda á Héðinshöfða. Guðmann sat við orgelið í litlustofu, var þá gjarnan búinn að finna áhugaverð lög, útsetja fyrir karlakórinn eða kirkjukórinn eða semja nýtt lag sjálfur. Ósk settist gjarnan hjá okkur með kaffibolla og leiðbeindi af næmleik og smekkvísi.
Mandates/sources of authority
Á afmælisdegi sínum sl. sumar orti Ósk þessar vísur:
Þegar haustsins kylja hvín
kólnar ört um sólarlag.
Lít ég yfir árin mín
áttatíu og sex í dag.
Marga hefur mig drauma dreymt,
sem dagurinn ekki rætast lét.
Allt er munað engu gleymt
ekkert þó á blað ég set.
Í eftirfarandi stökum lýsir Ósk vel hug sínum til systursonar síns.
Þú hefur mér ástúð og umhyggju veitt
að endingu fylgt mér úr hlaði.
Að launum færðu þó aðeins eitt,
ósk mína á gulnuðu blaði.
Ég legg frá mér pennann og blaðið ég brýt
og best er í lokin að segja.
Með stökustu rósemi því lögmáli lýt
að lifa sem fjöldinn og deyja.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Halldóra Jónsdóttir frá Gilhaga og Skarphéðinn Einarsson, Andréssonar sem oft var kenndur við Bólu í Skagafirði.
Árið 1928 giftist Ósk Guðmanni Hjálmarssyni trésmið frá Vatnshlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi. Tóku þau við búsforráðum í Ytra-Tungukoti og bjuggu þar í fimm ár ásamt föður Óskar og yngri systur, Ingibjörgu, (1916-1974) Var í Ytra-Tungukoti, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Akureyri og bókavörður á Blönduósi. Var í Héðinshöfða, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi
Þeim Ósk og Guðmanni varð ekki barna auðið. Bæði voru þau hjónin mjög barngóð og hændust börn að þeim og nutu góðs atlætis.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 10.7.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Húnavaka 1990