Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(950)

History

Fornt býli og klausturjörð fyrrum. Túnið er ræktað á sléttri grun við rætur Vatnsdalsfjalls og hallar því lítið eitt mót vestri. Bærinn steindur því sem næst í miðju túni í mjög fögru umhverfi. Votlendi talsvert neðan túns og norður um merki. Síðan taka við breiðir, þurrir og sléttir bakkar Vatnsdalsár, mikið og gott heyskaparland. Lögferja var hér áður á Vatnsdalsá til skamms tíma. Hér ólst upp Sigurður Nordal prófessor. Íbúðarhús byggt 1914, 512 m3. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hesthús yfir 24 hross. Hlöður 820 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Mjólkurhús, fóðurbætisgeymsla, smiðja og verkfærageymsla. Tún 45,4 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Places

Vatnsdalur; Áshreppur; Bakki; Bakkalækur; Bakkaeyri; Bakkalækjargil; Bakkabunga; Bakkaleynir [álagablettur]; Berjalautir; Breiðargjá; Brúnafoss [Háifoss]; Dagbeit; Dýjahlíð; Efra-Greni; Efri-Torfur; Efri-Drög; Efri-Skörð; Einbúagil; Einbúi; Eyjólfsstaðalækur; Eyjólfsstaðamór; Eyjólfsstaðavað; Eyrarvað; Fénaðarhjallar; Ferjuhylur; Fjóshóll; Flói; Fossar; Götur; Grænur; Grenhóll; Grenskálar; Grenjaklettabunga; Grenjaklettar; Grjót; Grjóthóll; Grundir; Guladrag; Gvendarbakki; Gvendarhylur; Gvendarmór; Gvendarstykki; Háfjallið; Herforingjaráðsvarða; Hesteyri; Hesthúshóll; Hlass; Huldusteinn; Ingimundarholt; Kambflói; Kambur; Kattarhryggur; Kerling; Kistumelur; Kistulág; Kofabunga; Lækjarós; Lambhúshóll; Litla-Holt; Litli-Foss; Litli-lækur; Litli-melur; Miðhús; Neðri-skörð; Neðri-torfur; Neðri drög; Oddnesvað; Peningaholt efra og neðra; Rauðaskriða; Röðull; Skarðagreni; Vatnsdalsá; Hvammur; Stóranes; Skinnhúfa; Skinnhúfudrangur; Skinnhúfuhaus; Skinnhúfuhellir; Skinnhúfuklettar; Skinnhúfuleynir; Vatnsdalsfjall; Árkvörn; Skriða; Sniðgötur; Stekkjarbrekka; Stekkjarfoss; Stekkjarholt; Stekkur; Stekkjarlækur; Stjörnuklettur; Stokkhylur; Tjarnarstæði syðra og ytra; Tjarnir; Tófugeirar; Vaðhólmi; Vörðumelur; Laski, ytri og syðri; Þrístapar: Eyjólfsstaðasel nefna menn í Kornsárlandi

Legal status

Jarðardýrleiki xvi € , og so tíundast presti og fátækum. Eigandinn er kóngl. Majestat, og er þessi ein af Vatnsdals jörðum, sem lögmaðurinn Lauritz Gottrup hefur í forljeníng.
Ábúandinn Gísli Jónsson. Landskuld i € . Betalast með xx álna fóðri, en hitt sem meira er í kaupstaðargjaldi, síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup viðtók, en áður í landaurum heim til umboðshaldarans, og stundum máske nokkuð í kaupstaðargjaldi. Leigukúgildi ii voru til næstliðinna fardaga. Leigur guldust í smjöri heim tíl umboðshaldarans, en fyrir því að
næstumliðið ár urðu misgreiníngar millum lögmannsins, sem umboðið heldur, og föðurlausra barna, sem til þessara kúgilda áttu að svara, þar af, að kúgildin væri í 15 ár óuppbætt, urðu þessi kúgildi ei útsvöruð og eru nú engin með jörðunni. En ábúandi vænist sig hafa óskað þeirra af lögmanni. Kvaðir sem áður segir um Bakka. Kvikfjenaður iiii kýr, xl ær, x sauðir tvævetrir og eldri, x veturgamlir, xxvi lömb, ii hestar, ii hross, i foli veturgamall óvís, i únghryssa. Fóðrast kann iii kýr, xx lömb, xxx ær, ii hestar. Torfrista og stúnga næg.
Laxveiði og silúngs sem áður segir um Bakka. Eyjólfsstaðasel nefna menn í Kornsárlandi, og sjást þar tóftir, hvort að skyldu eður fyrir kaup vita menn ekki. Engjatak í takmörkuðum reit eigna menn jörðinni í Hvammsengi, sem áður er sagt um Bakka.

Functions, occupations and activities

Bakki var hjáleiga frá jörðinni á þessum árum eða frá árinu 1906 til ársins 1948 að þau byggðu upp á jörðinni Jón Bjarnason og Kristín Lárusdóttir, núverandi eigendur og ábúendur þar. Jóhannes N. Þorsteinsson á Eyjólfsstöðum var þó talinn ábúandi á Bakka árið 1926 og byggði hann fjárhús þar á bæjarhólnum niður við Vatnsdalsá. Jóhannes þótti mikið bóndaefni og skaði fyrir sveitina er hann flutti til Reykjavíkur.

Mikið snyrtiheimili var á Eyjólfsstöðum og allir hlutir í föstum skorðum. Þorsteinn var smiður góður og fékkst við ýmislegt umfram aðra bændur í sveitinni, þar á meðal fræðimennsku. Hið myndarlega íbúðarhús á Eyjólfsstöðum var byggt árið 1917. Þótti það fínna en önnur íbúðarhús í sveit á þeim tíma. Hafði Þorsteinn skrifstofu með handgröfnu málmskilti á hurðinni. Sökum vinnufólks hafði Þorsteinn góðar ástæður til þess að sinna hugðarefnum sínum og lét það eftir sér. Hann hafði þótt glettinn á uppvaxtarárum sínum á Haukagili enjafnan vinsæll. Hann hafði gaman af að segja sögur, bæði af sjálfum sér og öðrum, sem oft mátti ekki taka bókstaflega. Hann var organisti í Undirfellskirkju um langt árabil og manna fróðastur um kirkjusöng. Hann var burðarás sönglífs í Undirfellskirkju ásamt Kristjáni bónda á Gilsstöðum og Kristjáni kennara á Brúsastöðum. I sambandi við sönginn eru fyrstu minningar mínar úr Undirfellskirkju og þær eru skýrar.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

um1870- 1903- Jónas Guðmundsson 1. jan. 1835 - 17. jan. 1913. Óðalsbóndi á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Tökubarn á Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1835. Bóndi á Eyjólfsstöðum 1901. Kona hans; Steinunn Steinsdóttir 30. des. 1840 - 9. okt. 1915. Tökubarn á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1845. Fósturdóttir á Eyjólfsstöðum 1860. Steinunn var talin laundóttir Sigurðar Sigurðssonar bónda á Eyjólfsstöðum skv. Föðurætt.

1903-1938- Þorsteinn Konráðsson 16. sept. 1873 - 9. okt. 1959. Bóndi á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi, smiður, kennari, oddviti, organisti og fræðimaður á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, A-Hún. og síðar skrifstofumaður í Reykjavík. Bókari í Reykjavík 1945. Fósturdóttir skv. ÍÆ.: Margrét Jósefsdóttir átti Guðmund Jóhannsson málameistara. Kona hans; Margrét Oddný Jónasdóttir 10. okt. 1879 - 4. júlí 1961. Húsfreyja á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún.

1938- Bjarni Guðmann Jónasson 8. mars 1896 - 22. des. 1981. Bóndi á Marðarnúpi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Eyjólfsstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans; Jenný Rebekka Jónsdóttir 26. júlí 1898 - 1. jan. 1991. Var á Eyjólfsstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

1956- Ingvar Andrés Steingrímsson 3. mars 1922 - 12. apríl 2009. Ingibjörg Bjarnadóttir 8. júní 1923 - 19. nóv. 2001. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Eyjólfsstöðum, Áshr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Eyjólfsstöðum í Vatnsdal.

Að sunnan, milli Eyjólfsstaða og Bakka ræður merkjum Bakkalækur, og úr neðri enda lækjarins beina línu í flóðgarð á norðanverðri Bakkaeyri, og að ofan úr efsta fossi í Bakkalækjargili beina línu upp á fjallsbrúnina og þar austur á fjallið. Að vestan ræður Vatnsdalsá. En að norðan milli Eyjólfsstaða og Hvamms ræður merkjum stór steinn á gömlum heygarði sunnanvert við Stóranesið við árbakkann, og þaðan austur í annan stóran stein ofan á engjunum eða fjær ánni, þaðan beina línu í vörðu á Skinnhúfuklettum og þaðan upp á fjallsbrúnina austur á Vatnsdalsfjall, svo langt sem ýtrast vötn að draga, þá fram fjallið að fyrnefndri þverlínu milli Eyjólfsstaða og Bakka.

Eyjólfsstöðum 24. júlí 1890.
Jónas Guðmundsson, eigandi Eyjólfsstaða
B.G. Blöndal, eigandi Hvamms.

Lesið upp á manntalsþingi að Ási í Vatnsdal, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 244, fol. 127b.

Relationships area

Related entity

Sigurður Jónas Þorsteinsson (1901-1946) frá Eyjólfsstöðum (10.5.1901 - 16.4.1946)

Identifier of related entity

HAH09235

Category of relationship

associative

Dates of relationship

10.5.1901

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Magnús Jónsson (1894-1985) frá Þingeyrum, (2.11.1894 - 22.7.1985)

Identifier of related entity

HAH09200

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1896

Description of relationship

fósturbarn þar

Related entity

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu (7.2.1868 - 28.6.1937)

Identifier of related entity

HAH05813

Category of relationship

associative

Dates of relationship

7.2.1868

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Guðbjörg Þorleifsdóttir (1870-1951) frá Móbergi (24.6.1870 - 17.3.1951)

Identifier of related entity

HAH03868

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar 1870

Related entity

Jóhannes Nordal (1851-1946) íshússtjóri í Rvík. (8.4.1851 - 8.10.1946)

Identifier of related entity

HAH05444

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1887 þegar hann fór til Ameríku

Related entity

Sigurður Nordal (1886-1974) prófessor (14.9.1886 - 21.9.1974)

Identifier of related entity

HAH09243

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar

Related entity

Pétur Ólafsson (1902-1985) Bóndi á Kötlustöðum, (15.3.1902 - 18.10.1985)

Identifier of related entity

HAH09145

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Fjármaður þar 1920

Related entity

Kristín Magnúsdóttir (1862) vk Eyjólfsstöðum og Hvammi í Vatnsdal (21.5.1862 -)

Identifier of related entity

HAH07408

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Vinnukona þar 1890 og aftur 1920

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Eyjólfsstaðir: ...Í Eyjólfsstaðalandi er eyðibær, sem heitir Kárastaður. Þar er nú stekkur. ...og er sagt að bærinn hafi í fyrstu staðið þar, sem eyðibærinn Kárastaðir er, en verið síðan fluttur þangað sem nú eru Eyjólfsstaðir. Mun þar hafa þótt óhættara fyrir skriðum. Þá hefur bærinn að líkindum skipt um nafn. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn sögustaða í vesturhluta Húnavatnssýslu sumarið 1894, Árbók Fornleifafélagsins, 1895).

Related entity

Bakki í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00037

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Bakki er byggður út úr Eyjólfsstaðalandi

Related entity

Sigurður Jónasson (1863-1887) stúdent frá Eyjólfsstöðum (8.12.1863 - 7.8.1887)

Identifier of related entity

HAH01244

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Hvammur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00049

Category of relationship

associative

Dates of relationship

31.7.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Jökull Sigtryggsson (1926-2016) Núpi (18.4.1926 - 16.6.2016)

Identifier of related entity

HAH05205

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1927

Description of relationship

barn þar

Related entity

Sigtryggur Benediktsson (1894-1960) Brúsastöðum (3.10.1894 - 27.6.1960)

Identifier of related entity

HAH04947

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

lausamaður þar 1930

Related entity

Rannveig Sigurðardóttir (1832-1916) Hofi í Vatnsdal (28.2.1832 - 14.5.1916)

Identifier of related entity

HAH06555

Category of relationship

associative

Type of relationship

Rannveig Sigurðardóttir (1832-1916) Hofi í Vatnsdal

is the associate of

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

þar 1850

Related entity

Margrét Jónasdóttir (1879-1961) Eyjólfsstöðum (10.10.1879 - 4.7.1961)

Identifier of related entity

HAH06622

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Margrét Jónasdóttir (1879-1961) Eyjólfsstöðum

controls

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

10.10.1879

Description of relationship

Fædd þar og síðar húsfreyja

Related entity

Steinunn Steinsdóttir (1840-1915) Eyjólfsstöðum (30.12.1840 - 9.10.1915)

Identifier of related entity

HAH06618

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Steinunn Steinsdóttir (1840-1915) Eyjólfsstöðum

controls

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

29.12.1840

Description of relationship

Fædd þar og síðar húsfreyja

Related entity

Þorsteinn Konráðsson (1873-1959) Eyjólfsstöðum í Vatnsdal (16.9.1873 - 9.10.1959)

Identifier of related entity

HAH06499

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Ingibjörg Bjarnadóttir (1923-2001) Eyjólfsstöðum (8.6.1923 - 19.11.2001)

Identifier of related entity

HAH01473

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Bjarnadóttir (1923-2001) Eyjólfsstöðum

controls

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

1938-1995

Description of relationship

Barn þar 1938, húsfreyja 1954-1995

Related entity

Ingvar Steingrímsson (1922-2009) Eyjólfsstöðum í Vatnsdal (3.3.1922 - 2.4.2009)

Identifier of related entity

HAH01523

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1954-1995

Description of relationship

Related entity

Jenný Rebekka Jónsdóttir (1898-1991) Eyjólfsstöðum (26.7.1898 - 1.1.1991)

Identifier of related entity

HAH01537

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jenný Rebekka Jónsdóttir (1898-1991) Eyjólfsstöðum

controls

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

1938

Description of relationship

Related entity

Bjarni Guðmann Jónasson (1896-1981) Marðarnúpi (8.3.1896 - 22.12.1981)

Identifier of related entity

HAH02667

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bjarni Guðmann Jónasson (1896-1981) Marðarnúpi

controls

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

1938

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00039

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 1.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 299
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 244, fol. 127b.
Húnaþing II bls 328

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places