Bakki í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Bakki í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(950)

History

Gamalt býli, en var í eyði frá 1908-1953 að núverandi eigendur reistu þar nýbýli. Meðan jörðin var í eyði lá hún undir Eyjólfsstaði og var nytjuð þaðan. Nú hafa risið þar miklar byggingar yfir fólk og fénað og ræktun mikil. Bærinn stendur á sléttlendi skammt frá fjallsrótum, en var áður á hólbarði niður við Vatnsdalá, þar sem nú eru fjárhúsin. Ræktunarland er gott og talsvert þurrt sléttlendi með og í nánd bið Vatnsdalsá. Íbúðarhús byggt 1954, 437 m3. Fjós fyrir 28 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hlöður 994 m3. Véla og verkfæraeymsla 310 m3. Tún 33,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Places

Áshreppur; Eyjólfsstaðir; Bakkaey; Undirfell; Eyjarhóll; Vatnsdalsá; Vatnsdalur; Hvammsengi; Þingeyrar;

Legal status

Jarðardýrleiki xxiiii € , og so tíundast presti og fátækum. Eigandinn er kóngl. Majestat, og er þessi jörð ein af Vatnsdalsjörðum, sem lögmaðnrinn Lauritz Gottrup hefur í forljeníng.
Ábúandinn ekkjan Guðrún Isaacsdóttir. Landskuld i € xx álnir. Betalast með fóðri til xx álna en hitt með sauðum í kaupstað, en ef þá skortir, þá með ullarvöru heim til Þíngeyra, og so hefur verið síðan Lauritz lögmaður rjeði.
Leigukúgildi iii. Leigur gjaldast í smjöri heim til umboðshaldarans, inn til þess að næstumliðið ár komu, millum hans og ábúanda, misgreiníngar af kúgilda uppbótarleysi. Kvaðir eru síðan lögmaðurinn Lauritz rjeði: Hestlán á Skaga. Dagsláttur í Hnausum, galst in natura, nema næst umliðið haust og þetta. Enginn man að þessar kvaðir væri, fyrr en Lauritz lögmaður viðtók. Kúgildin eru óuppbætt í 18 ár eður lengur. Kvikfjenaður iii kýr, i kvíga veturgömul, xxxiiii ær, i sauður þrevetur, i veturgamall, xx lömb, i hestur, ii hross, i foli veturgamall. Fóðrast kann áðurtalið kvikfje. Torfrista og stúnga næg. Lax og silúngsveiðivon í Vatnsdalsá, lítt rækt og hefur í mörg ár að öngvu gagni verið. Engjatak og beit hefur jörðin í árhólma þeim, sem kallast Bakkaey, og geldur þar fyrir árlega xx álnir til staðarins að Undirfelli. Engjatak í takmörkuðum reit á Hvammsengi eigna menn jörðunni, það segir ábúandi brúkast hafi í sínu minni nokkrum sinnum, en Hvammsmenn láta treglega við þessu ítaki. Ekki er túninu óhætt fyrir Vatnsdalsár ágángi. Enginu spillir Vatnsdalsá með leiri og grjóti.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

<1901> Benedikt Sigfússon 16. október 1859 - 18. febrúar 1932 Bóndi og kennari á Bakka í Vatnsdal, síðar veggfóðrari og húsgagnasmiður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsgagnasmiður á Laufásvegi 2 a, Reykjavík 1930. Kona hans; Kristín Þorvarðardóttir 5. desember 1857 - 24. júlí 1949 Húsfreyja á Bakka í Vatnsdal og í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Laufásvegi 2 a, Reykjavík 1930.

<1901> Sigurður Sigurðsson 3. desember 1832 - 20. apríl 1912 Vinnumaður og síðar bóndi á Bakka í Vatnsdal. Bóndi í Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1870. Grashúsmaður á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Húsmaður á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1890. Bóndi á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1901. Kona hans 19.8.1860; Una Bjarnadóttir 24. september 1830 - 17. desember 1906 Var á Bakka, Undirfellssókn, Húnavatnssýslu 1845. Húsfreyja á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1870. Húskona án grasnytjar á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1880. Húskona á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1901. Barn hennar með Davíð Jóhannesson 20. apríl 1799 - 30. apríl 1865 Var á Arnarstöðum, Hólasókn, Eyj. 1801. Bóndi á Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1845. Anna Sigríður Davíðsdóttir 9. júní 1857 - 13. nóvember 1930 Var á Bakka í Vatnsdal. Húsfreyja í Hamarskoti í Hafnarfirði.

1953- Jón Bjarnason 18. nóv. 1925 - 28. sept. 2002. Bóndi á Bakka í Vatnsdal. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Bakka, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. þar. Kona hans; Kristín Ingibjörg Lárusdóttir 5. des. 1931 - 25. apríl 2016. Var á Bakka, Áshr., A-Hún. 1957. Bóndi og húsfreyja á Bakka í Áshreppi.

General context

Landamerki á Bakkaey á milli jarðanna Bakka og Undirfells innan Áshrepps, eptir skiptingu landsins til eignar.

Að austan ræður bein lína úr suðvestur horni fjárhúsanna á Bakka suður yfir Bakkaey í pitt sem er vestan við tána á syðri Eyjarhól eins og girt er nú. Að norðan ræður Keldustakkurinn frá austurmerkjalínu útí Vatnsdalsá. Að sunnan ræður bein lína frá merkjasteini á síkisbakkanum í suðvesturhorn á gömlum kálgarði á miðri Eyjarhól. Landspildan af Bakkaey sem liggur austan tjeðrar merkjalínu skal átalin eign jarðarinnar Bakka mót ítökum þeim er Bakki átti í landinu óskiptu samkvæmt merkjadómi uppkveðnum 28. jul 1923. Eftirgjald það se, ræðir um í nefndum dómi falli niður.

Eyjólfsstöðum og Undirfelli 15. júní 1928
Þorsteinn Konráðsson eigandi Bakka
Hannes Pálsson eigandi Undirfells

Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hofi 18. júní 1928 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 320 bls.173

Relationships area

Related entity

Lárus Jónsson (1953) Blönduósi (12.3.1953 -)

Identifier of related entity

HAH07499

Category of relationship

associative

Dates of relationship

12.3.1953

Description of relationship

Fæddur þar

Related entity

Steinunn Sigurðardóttir (1871-1952) frá Bakka í Vatnsdal (5.2.1871 - 19.12.1952)

Identifier of related entity

HAH09229

Category of relationship

associative

Dates of relationship

5.2.1871

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Sigurður Bjarnason (1870-1936) Bakka og Hofi Vatnsdal (18.9.1870 - 27.7.1936)

Identifier of related entity

HAH09255

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1870

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Bjarni Jónas Jónsson (1954) frá Bakka í Vatnsdal (19.11.1954 -)

Identifier of related entity

HAH02681

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1954

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Jón Jónsson (1842-1924) Ytri-Bálkastöðum og Torfalæk (26.4.1842 - 28.12.1924)

Identifier of related entity

HAH05608

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1864

Related entity

Kristjana Benediktsdóttir (1890-1973) frá Bakka í Vatnsdal, (13.6.1890 - 4.5.1973)

Identifier of related entity

HAH09140

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Daníel Jónsson (1879-1953) Skósmiður á Ísafirði (22.8.1879 - 21.11.1953)

Identifier of related entity

HAH09128

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnuhjú þar 1901

Related entity

Jakob Jónsson (1956) Blönduósi (9.6.1956 -)

Identifier of related entity

HAH05224

Category of relationship

associative

Dates of relationship

9.6.1956

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Undirfell í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00569

Category of relationship

associative

Dates of relationship

18.6.1928

Description of relationship

Sameiginlega landamörk.

Related entity

Hof í Vatnsdal (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00048

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginlega landamörk.

Related entity

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00039

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Bakki er byggður út úr Eyjólfsstaðalandi

Related entity

Hnausar í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00294

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Kristín Þorvarðardóttir (1857-1949) Bakka í Vatnsdal (5.12.1857 - 24.7.1949)

Identifier of related entity

HAH09251

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1901

Related entity

Benedikt Sigfússon (1859-1932) Bakka í Vatnsdal (16.10.1859 - 15.2.1932)

Identifier of related entity

HAH02583

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

um 1901

Related entity

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir (1931-2016) Bakka í Vatnsdal (5.12.1931 - 25.4.2016)

Identifier of related entity

HAH01667

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1953

Description of relationship

Related entity

Jón Bjarnason (1925-2002) Bakka í Vatnsdal (18.11.1925 - 28.9.2002)

Identifier of related entity

HAH01566

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1953

Description of relationship

frá 1953

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00037

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 298
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hofi 18. júní 1928.
Húnaþing II bls 329

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places