Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Bakki í Vatnsdal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(950)
Saga
Gamalt býli, en var í eyði frá 1908-1953 að núverandi eigendur reistu þar nýbýli. Meðan jörðin var í eyði lá hún undir Eyjólfsstaði og var nytjuð þaðan. Nú hafa risið þar miklar byggingar yfir fólk og fénað og ræktun mikil. Bærinn stendur á sléttlendi skammt frá fjallsrótum, en var áður á hólbarði niður við Vatnsdalá, þar sem nú eru fjárhúsin. Ræktunarland er gott og talsvert þurrt sléttlendi með og í nánd bið Vatnsdalsá. Íbúðarhús byggt 1954, 437 m3. Fjós fyrir 28 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hlöður 994 m3. Véla og verkfæraeymsla 310 m3. Tún 33,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.
Staðir
Áshreppur; Eyjólfsstaðir; Bakkaey; Undirfell; Eyjarhóll; Vatnsdalsá; Vatnsdalur; Hvammsengi; Þingeyrar;
Réttindi
Jarðardýrleiki xxiiii € , og so tíundast presti og fátækum. Eigandinn er kóngl. Majestat, og er þessi jörð ein af Vatnsdalsjörðum, sem lögmaðnrinn Lauritz Gottrup hefur í forljeníng.
Ábúandinn ekkjan Guðrún Isaacsdóttir. Landskuld i € xx álnir. Betalast með fóðri til xx álna en hitt með sauðum í kaupstað, en ef þá skortir, þá með ullarvöru heim til Þíngeyra, og so hefur verið síðan Lauritz lögmaður rjeði.
Leigukúgildi iii. Leigur gjaldast í smjöri heim til umboðshaldarans, inn til þess að næstumliðið ár komu, millum hans og ábúanda, misgreiníngar af kúgilda uppbótarleysi. Kvaðir eru síðan lögmaðurinn Lauritz rjeði: Hestlán á Skaga. Dagsláttur í Hnausum, galst in natura, nema næst umliðið haust og þetta. Enginn man að þessar kvaðir væri, fyrr en Lauritz lögmaður viðtók. Kúgildin eru óuppbætt í 18 ár eður lengur. Kvikfjenaður iii kýr, i kvíga veturgömul, xxxiiii ær, i sauður þrevetur, i veturgamall, xx lömb, i hestur, ii hross, i foli veturgamall. Fóðrast kann áðurtalið kvikfje. Torfrista og stúnga næg. Lax og silúngsveiðivon í Vatnsdalsá, lítt rækt og hefur í mörg ár að öngvu gagni verið. Engjatak og beit hefur jörðin í árhólma þeim, sem kallast Bakkaey, og geldur þar fyrir árlega xx álnir til staðarins að Undirfelli. Engjatak í takmörkuðum reit á Hvammsengi eigna menn jörðunni, það segir ábúandi brúkast hafi í sínu minni nokkrum sinnum, en Hvammsmenn láta treglega við þessu ítaki. Ekki er túninu óhætt fyrir Vatnsdalsár ágángi. Enginu spillir Vatnsdalsá með leiri og grjóti.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
<1901> Benedikt Sigfússon 16. október 1859 - 18. febrúar 1932 Bóndi og kennari á Bakka í Vatnsdal, síðar veggfóðrari og húsgagnasmiður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsgagnasmiður á Laufásvegi 2 a, Reykjavík 1930. Kona hans; Kristín Þorvarðardóttir 5. desember 1857 - 24. júlí 1949 Húsfreyja á Bakka í Vatnsdal og í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Laufásvegi 2 a, Reykjavík 1930.
<1901> Sigurður Sigurðsson 3. desember 1832 - 20. apríl 1912 Vinnumaður og síðar bóndi á Bakka í Vatnsdal. Bóndi í Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1870. Grashúsmaður á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Húsmaður á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1890. Bóndi á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1901. Kona hans 19.8.1860; Una Bjarnadóttir 24. september 1830 - 17. desember 1906 Var á Bakka, Undirfellssókn, Húnavatnssýslu 1845. Húsfreyja á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1870. Húskona án grasnytjar á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1880. Húskona á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1901. Barn hennar með Davíð Jóhannesson 20. apríl 1799 - 30. apríl 1865 Var á Arnarstöðum, Hólasókn, Eyj. 1801. Bóndi á Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1845. Anna Sigríður Davíðsdóttir 9. júní 1857 - 13. nóvember 1930 Var á Bakka í Vatnsdal. Húsfreyja í Hamarskoti í Hafnarfirði.
1953- Jón Bjarnason 18. nóv. 1925 - 28. sept. 2002. Bóndi á Bakka í Vatnsdal. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Bakka, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. þar. Kona hans; Kristín Ingibjörg Lárusdóttir 5. des. 1931 - 25. apríl 2016. Var á Bakka, Áshr., A-Hún. 1957. Bóndi og húsfreyja á Bakka í Áshreppi.
Almennt samhengi
Landamerki á Bakkaey á milli jarðanna Bakka og Undirfells innan Áshrepps, eptir skiptingu landsins til eignar.
Að austan ræður bein lína úr suðvestur horni fjárhúsanna á Bakka suður yfir Bakkaey í pitt sem er vestan við tána á syðri Eyjarhól eins og girt er nú. Að norðan ræður Keldustakkurinn frá austurmerkjalínu útí Vatnsdalsá. Að sunnan ræður bein lína frá merkjasteini á síkisbakkanum í suðvesturhorn á gömlum kálgarði á miðri Eyjarhól. Landspildan af Bakkaey sem liggur austan tjeðrar merkjalínu skal átalin eign jarðarinnar Bakka mót ítökum þeim er Bakki átti í landinu óskiptu samkvæmt merkjadómi uppkveðnum 28. jul 1923. Eftirgjald það se, ræðir um í nefndum dómi falli niður.
Eyjólfsstöðum og Undirfelli 15. júní 1928
Þorsteinn Konráðsson eigandi Bakka
Hannes Pálsson eigandi Undirfells
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hofi 18. júní 1928 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 320 bls.173
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Skráningardagsetning
GPJ 25.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 298
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hofi 18. júní 1928.
Húnaþing II bls 329