Hof í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Hof í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

um 880 -

History

Landnámsjörð Ingimundar gamla. Höfuðból að fornu og nýju. Bærinn stendur í fögrum hvammi milli Hofsmela og Kötlustaðamela og er mjög skýlt þar, enda grær óvíða fyrr á vorin. Aðalheyskaparland jarðarinnar er norðan Hofsmela og að mestu ræktað. Undir jörðina er nú lögð eyðijörðin Kötlustaðir, lítið býli, sem var í byggð til 1935. Jörðin er miðsvæðis í dalnum. Tveir skógræktarreitir og heimagrafreitur í öðrum. Norðan Hofsmela voru til forna Gróustaðir. Á Hofi gerði Skinnapilsa fyrst vart við sig. Íbúðarhús byggt 1946 og 1955, 700 m3. Fjárhús yfir 860 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 2100 m3. Votheysturn 144 m3. Verkfærageymsla 600 m3. Geymsla og bílskúr. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.
Kristfjárjörð;

Places

Vatnsdalur; Áshreppur; Hofsmelar; Kötlustaðamelar; Kötlustaðir [gamalt afbýli]; Gróustaðir [hjáleiga 1706]; Grjótá; Vatnsdalsá; Þrengsli milli Svartfells og Sandfells; Kristínarbakki; Geitagjá; Sauðadalur; Bakki; undir Háeggjum; Fljótstúnguskógur; Hofshólmi;

Legal status

Hjer er hálfkirkja og tíðir veittar þá heimamenn eru til sacramentis, þjónar presturinn að Undenfelli kirkjunni. Jarðardýrleiki á allri jörðinni er lx € , ein x € af þeim er afdeilt býli, og hefur um lángan aldur verið. Nafn þess er Kötlustaðir; vide infra. Eigandi er ekkjan Sigríður Þorvarðsdóttir hjer heima búandi.
Áhúandinn á allri heimajörðunni er sjálfur eigandi. Landskuld var þegar leiguliðar hjeldu iij € . Betalaðist í öllum landaurum heima á jörðinni. Leigukúgildi eru nú engin en voru meðan leigðist viii. Leigur guldust í srnjöri heima á jörðinni. Kvaðir öngvar, Kvikfjenaður v kýr, ii naut gömul, ii tvævetur, i veturgamalt, lxix ær, xxxv sauðir tvævetrir og eldri óvísir, xxxii sauðir veturgamlir óvísir, xl lömb, iiii hestar, ii hross, i foli tvævetur, i veturgamall, ii únghryssur. Fóðrast kann vii kýr, i úngneyti, xxx lömb, lxxx ær, x hestar.
Reit á jörðin á Sauðadal, en hvorjum gripum til beitar er ekki skýrlega ákveðið. Torfrista og stúnga næg. Lax og silúngsveiðivon í Vatnsdalsá, iðkast lítt og hefur í margt ár að öngvu gagni verið. Selstöðu á jörðin undir Víðidalsfjalli í Kornsárlandi, þar sem heitir undir Háeggjum. Engjatak á jörðin í Hnjúksengi, þar sem heitir Hofsteigur, í takmörkuðu plátsi.
Engið og selstaðan brúkast enn í dag. Skógarhögg eigna menn jörðunni til kolgjörðar sjer í Fljótstúnguskógi. Það hefur um lángan tíma ekki brúkast, þó lifðu þeir fram á vora daga, er menn segja það hafi brúkað. Mótak til eldiviðar eigna menn jörðunni, annað ár í Brúsastaðalandi en annað ár í Gilsstaðalandi; það hefur ekki brúkast um lánga tíma. Túninu er merkilega hætt fyrir skriðu, og hefur hún á vorum dögum að miklum skaða orðið, sem nú .er þó bættur, nema einn eyrirsvöllur, hann hefur skriðan aleytt. Enginu grandar lækjarskriða úr fjalli, og lika stundum Vatnsdalsá með grjóti og sandi. Vatnsból þrýtur og er þá lángt til að sækja. Beitarland fyrir vestan Vatnsdalsá eignar ekkjan jörðinni og kallar það Hofshólma; nú halda því Brúsastaðamenn, vide Brúsastaði.

Gróustader. Hjáleiga af Hofi, bygð á fornu gerði fyrir 6 eður 7 árum. Dýrleikinn áður talinn í heimajörðinni og eigandinn sami. Abúandinn Bjarni Andresson.
Landskuld xl álnir. Betalast í öllu því, sem ábúandi megnar úti að láta, heim til landsdrottins. Leigukúgildi iii. Leigur gjaldast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar. Kvikfje ii kýr, xiii ær, viii lömb, i hross, i hestur. Fóðrast kann i kýr, i úngneyti, viii lömb, xii ær, ii hestar. Haga nýtur ábúandi í óskiftu heimalandi. Vatnsból þrýtur um vetur, og er þá ekki nær en í Vatnsdalsá að sækja, með stórerfiði. Veiðivon sem segir um Hof.

Functions, occupations and activities

Hofsheimilið var virkt í samfélagi sveitarinnar. Jón bóndi lét sveitarmál mjög til sín taka og fór ekki dult með skoðanir sínar. Hann var íhaldsmaður að lífsskoðun og fylgdi þeirri landsmálastefnu afdráttarlaust. Gangnastjóri var hann í hálfa öld og mótaði mjög fjallskilamál um sína daga. Sérstakt þótti að Jón skrifaði aldrei staf, að talið var, en handsalaði nafni sínu. Var Jóni metið þetta til sérvisku því hæfileika hafði hann tvímælalausa. Hann var mikill og kappsamur spilamaður.

Valgerður á Hofi var lítil kona vexti en bjó yfir miklu sjálfsöryggi. Orðræða hennar mótaðist af því og var hún góður viðmælandi. Hún bar á sér lítið neftóbaksglas og tók í nefið. Bar málblær hennar þess nokkur merki.

Rúm húsakynni voru á Hofi. Eldhúsið var sunnan bæjardyra með glugga fram á hlaðið og þaðan gengið upp stiga í kvistinn sem var svefnhús þeirrajóns og Valgerðar. Þar var og setið við spil. Norðan bæjardyra var svo baðstofan, að minnsta kosti í tvennu lagi. Þar var vinnu- og svefnstaður annars heimilisfólks. Sérstætt var um Hofsheimilið, á þessum árum, hvað það var opið til sameiginlegrar glaðværðar sveitunganna. Þar voru margir fundir haldnir, ráð ráðin, spilað og dansað. Þeir Ágúst og Hallgrímur voru líka afgerandi þátttakendur í félagslífi ungs fólks í sveitinni. Hallgrímur var mesti skautamaðurinn í dalnum og veitti þeirri íþrótt forustu ásamt Skúla á Undirfelli og fleira vösku fólki.

Mandates/sources of authority

Ingimundur gamli Þorsteinsson var landnámsmaður í Vatnsdal í Húnaþingi og bjó á Hofi. Frá honum og afkomendum hans segir í Vatnsdæla sögu.

Í Landnámu segir frá því að Þorsteinn faðir Ingimundar, sonur Ketils raums hersis í Raumsdal í Noregi og Mjallar dóttur Áns bogsveigis hafi að áeggjan föður sín vegið Jökul son Ingimundar jarls af Gautlandi en áður en Jökull dó gaf hann Þorsteini líf og gekk hann síðan að eiga Þórdísi systur Jökuls. Ingimundur sonur þeirra ólst upp hjá Þóri í Hefni. Voru synir hans, Grímur og Hrómundur, fóstbræður Ingimundar og er sagt að Heiður völva hafi spáð fyrir þeim að þeir ættu allir eftir að búa í ófundnu landi vestur í hafi.

Seinna varð Ingimundur mikill víkingur og herjaði jafnan á Bretlandseyjum ásamt Sæmundi suðureyska vini sínum. Einhverju sinni þegar þeir sneru heim til Noregs var Haraldur hárfagri í þann veginn að leggja til orrustu við óvini sína í Hafursfirði og gekk Ingimundur í lið með konungi en Sæmundur ekki. Eftir sigurinn í Hafursfjarðarorrustu gifti konungur Ingimundi Vigdísi dóttur Þóris jarls þegjanda. Nokkru síðar fór Ingimundur til Íslands með ráði konungs því hann festi hvergi yndi og nam þá Vatnsdal allan „upp frá Helgavatni og Urðarvatni fyrir austan“ og bjó á Hofi. Hann er sagður hafa fundið birnu með tvo húna á Húnavatni og fært dýrin Haraldi konungi og hafi það verið í fyrsta sinn sem menn í Noregi sáu hvítabirni. Að launum hafi hann fengið skip með viðarfarmi og siglt á heimleiðinni fyrstur manna fyrir Skaga.

Sæmundur suðureyski fór einnig til Íslands og nam land í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Hrolleifur Arnaldsson eða Arnhallsson, bróðursonur Sæmundar, kom til hans ásamt Ljót móður sinni kom til Sæmundar sem vísaði honum til landa í Hrolleifsdal og þar nam Hrolleifur land. Hann lenti í deilum við Una í Unadal, vó son hans og var gerður héraðssekur. Sæmundur sendi þau mæðgin þá til Ingimundar gamla, sem tók við honum og fékk honum búsetu í Oddsás gegnt Hofi. Hann lenti þó fljótt í deilum við syni Ingimundar og kom til bardaga. Ingimundur, sem þá var orðinn gamall og blindur, lét fara með sig til þeirra til að stilla til friðar en Hrolleifur skaut spjóti í gegnum hann. Ingimundur leyndi sárinu og lét smalasvein teyma hestinn undir sér heim og sat dauður í öndvegi þegar synir hans komu heim.

Ingimundarsynir eltu Hrolleif uppi, náðu honum og drápu. Þorsteinn sonur Ingimundar bjó á Hofi eftir föður sinn, Jökull bjó á Jökulstöðum, Þórir fékk goðorðið og bjó á Undirfelli, Högni fékk skipið Stíganda, Smiður bjó á Smiðsstöðum.

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1896-1943- Jón Jónsson 1. mars 1861 - 17. júní 1944 Bóndi á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hofi í Vatnsdal. Kona hans; Valgerður Einarsdóttir 4. september 1862 - 20. ágúst 1940 Húsfreyja á Hofi í Vatnsdal.

1916-1959- Ágúst Böðvar Jónsson 9. júní 1892 - 28. sept. 1987. Bóndi og búfræðingur á Hofi í Vatnsdal, A-Hún. Bóndi á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Ingunn Hallgrímsdóttir 24. apríl 1887 - 4. mars 1951. Húsfreyja á Hofi. Húsfreyja á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930.

1950- Gísli Guðmundur Pálsson 18. mars 1920 - 30. jan. 2013. Var í Sauðanesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Bóndi og bókaútgefandi að Hofi í Vatnsdal, Áshreppi. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. hina íslensku fálkaorðu. Kona hans; Inga Vigdís Ágústsdóttir 19. nóv. 1928 - 12. júlí 2018. Var á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerkjaskrá fyrir kristfjárjörðinni Hofi í Vatnsdal.

Að sunnan ræður Grjótá allt frá Vatnsdalsá upp í svo kölluð Þrengsli milli Svartfells og Sandfells, beint til austurs eins og vötn að draga. Að vestan ræður Vatnsdalsá að vestasta farveg eins og hún nú rennur. Að norðan eru merkin bein lína úr snidduhlaðinni vörðu á hólmanum fyrir vestan Kristínarbakka í markstein þann, sem settur er á bakka þennan og merktur er stöfunum L.M., þaðan ræður merkjum sjónhending í neðanverða Geitagjá, sem er efst á fjallsbrúninni. Að austan ræður merkjum eins og vötn að draga.

Kornsá og Undirfelli, 25. júlí 1890.
Lárus Blöndal, Hjörl. Einarsson umráðamenn kristfjárjarðanna Hofs og Kötlustaða.
Magnús Steindórsson eigandi að ½ Sauðadal.
Jónas Guðmundsson eigandi Bakka.

Lesið upp á manntalsþingi að Ási í Vatnsdal, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 245, fol. 128.

Relationships area

Related entity

Illiflói á Grímstunguheiði ((1900))

Identifier of related entity

HAH00328

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Magnús Bjarnarson (1861-1949) Prestur á Prestbakka á Síðu (23.4.1861 - 10.9.1949)

Identifier of related entity

HAH09419

Category of relationship

associative

Dates of relationship

23.4.1861

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Anna Sigríður Agnarsdóttir (1907-1987) frá Hofi í Vatnsdal (10.1.1907 - 7.11.1987)

Identifier of related entity

HAH02408

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar

Related entity

Oddur Björnsson (1865-1945) prentari Akureyri (18.7.1865 - 5.7.1945)

Identifier of related entity

HAH09300

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Sigurður Bjarnason (1870-1936) Bakka og Hofi Vatnsdal (18.9.1870 - 27.7.1936)

Identifier of related entity

HAH09255

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

tökubarn þar 1880

Related entity

Jón Jónsson (1842-1924) Ytri-Bálkastöðum og Torfalæk (26.4.1842 - 28.12.1924)

Identifier of related entity

HAH05608

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Vinnumaður þar 1860

Related entity

Ingibjörg Gísladóttir (Abba) (1898-1987) Saurbæ (16.12.1898 - 30.1.1987)

Identifier of related entity

HAH09273

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1957

Related entity

Bjarni Kristinsson (1915-1982) Kornsá, Vegamótum og Selfossi (28.4.1915 - 18.2.1982)

Identifier of related entity

HAH02692

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

uppalinn þar að mestu

Related entity

Sigríður Bjarnadóttir (1841-1910) Bjarghúsi og Urðarbaki (30.10.1841 - 29.1.1910)

Identifier of related entity

HAH06764

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

með móður sinni þar 1845

Related entity

Oktavía Bergmann Jónasdóttir (1912-1989) Leysingjastöðum (14.6.1912 - 2.8.1989)

Identifier of related entity

HAH06942

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

lausakona þar 1930

Related entity

Sigþrúður Sigurðardóttir (1837) Sauðanesi (24.6.1837 -)

Identifier of related entity

HAH06154

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1860

Related entity

Baldvin Jónsson (1874-1931) Hofi í Vatnsdal og Leslie Saskatchewan (9.7.1874 - 1.8.1931)

Identifier of related entity

HAH02551

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

um880

Description of relationship

Hof er landnámsjörð í Vatnsdal

Related entity

Hallgrímur Kristjánsson (1901-1990) Kringlu (25.9.1901 - 18.5.1990)

Identifier of related entity

HAH01374

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar

Related entity

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi (15.10.1873 - 27.11.1981)

Identifier of related entity

HAH04700

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Elín Sigríður Benediktsdóttir (1851-1913) Saurbæ í Vatnsdal (16.3.1851 - 30.1.1913)

Identifier of related entity

HAH03200

Category of relationship

associative

Dates of relationship

16.3.1851

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Bakki í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00037

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginlega landamörk.

Related entity

Kötlustaðir í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00177

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Báðar jarðirnar Kristfjárjarðir

Related entity

Sauðadalur ((900))

Identifier of related entity

HAH00405

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginlega landamörk.

Related entity

Páll Sigurðsson (1860-1950) Friðfinnshúsi (3.2.1860 - 3.2.1950)

Identifier of related entity

HAH04997

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.2.1860

Description of relationship

Fæddur þar

Related entity

Ingunn Gísladóttir (1950) Hofi (15.5.1950 -)

Identifier of related entity

HAH05180

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.5.1950

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Hulda Pétursdóttir (1929-2006) frá Kötlustöðum (23.6.1929 - 27.9.2006)

Identifier of related entity

HAH01463

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1938

Description of relationship

Related entity

Halldór Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli (28.10.1850 - 13.3.1937)

Identifier of related entity

HAH04662

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1870

Description of relationship

vinnumaður þar

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hof: …Túninu er merkilega hætt fyrir skriðu, og hefur hún á vorum dögum að miklum skaða orðið, sem nú er þó bættur, nema einn eyrirsvöllur, hann hefur skriðan aleytt. …Enginu grandar lækjarskriða úr fjalli, og líka stundum Vatnsdalsá með grjóti og sandi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Gróustaðir: ...Gróustaðir, heita enn skammt fyrir utan Hof. Þar hefir fallið skriða mikil (Gróustaðaskriða). Fyrir neðan hana sér fyrir óglöggum rústum, sem þó líta helst út fyrir að vera gamlir stekkir. Enda er af sögunni að ráða, að bæjarrústin geti eigi sést, því að skriðan hylji hana. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn sögustaða í vesturhluta Húnavatnssýslu sumarið 1894, Árbók Fornleifafélagsins, 1895). – Gróustaðir: …Gróustaðir voru norðan Hofsmela, og liggur vegurinn nú um túnið. Enn má merkja nokkrar byggðaleifar sunnan við skógræktargirðingu hreppsins. Þar mun hafa verið búið á 18. og 19. öld. Gróa sú, er kotið er kennt við, kemur við sögu í Vatnsdælu, og hafði hún það m.a. sér til ágætis að vera fjölkunnug. …Lauk ævi Gróu svo, að hún fórst í skriðu, er þurrkaði bæinn út, og með henni allir menn er þar voru (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Gróustaðir (Hof): ...Lækur rennur úr hlíðinni niður Hofstún og heitir Grjótá. Hann ber með sér aur á túnið, og stundum hafa fallið þar skriður. Gróustaða er getið í Vatnsdæla sögu nálægt Hofi og eyddist í skriðuhlaupi. Um 1700 var byggt þar hjáleigubýli frá Hofi. Nú horfið (Árbók FÍ, 1964).

Related entity

Hjalti Jóhannesson (1876-1947) Ísafirði 1930 (1.10.1876 - 4.10.1947)

Identifier of related entity

HAH06703

Category of relationship

associative

Type of relationship

Hjalti Jóhannesson (1876-1947) Ísafirði 1930

is the associate of

Hof í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1890

Related entity

Rannveig Sigurðardóttir (1832-1916) Hofi í Vatnsdal (28.2.1832 - 14.5.1916)

Identifier of related entity

HAH06555

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1870

Related entity

Valgerður Einarsdóttir (1862-1940) Hofi í Vatnsdal (4.9.1862 - 20.8.1940)

Identifier of related entity

HAH03448

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Valgerður Einarsdóttir (1862-1940) Hofi í Vatnsdal (4.9.1862 - 20.8.1940)

Identifier of related entity

HAH03448

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Böðvar Þorláksson (1857-1929) Böðvarshúsi (10.8.1857 - 3.3.1929)

Identifier of related entity

HAH02973

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Var bóndi þar

Related entity

Halldór Þorláksson (1852-1888) Hofi Vatnsdal (4.12.1852 - 23.2.1888)

Identifier of related entity

HAH04638

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar til dd

Related entity

Jón Jónsson (1861-1944) Hofi í Vatnsdal (1.3.1861 - 17.6.1944)

Identifier of related entity

HAH05617

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar

Related entity

Ingunn Hallgrímsdóttir (1887-1951) Hofi (24.4.1887 - 4.3.1951)

Identifier of related entity

HAH06001

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húfreyja þar

Related entity

Arndís Ásgeirsdóttir Egilsson (1839-1905) Hofi og Böðvarshúsi Blönduósi (10.11.1839 - 23.10.1905)

Identifier of related entity

HAH02477

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Gísli Pálsson (1920-2013) Hofi (18.3.1920 - 30.1.2013)

Identifier of related entity

HAH01245

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gísli Pálsson (1920-2013) Hofi

controls

Hof í Vatnsdal

Dates of relationship

1950

Description of relationship

frá 1950

Related entity

Ágúst B. Jónsson (1892-1987) Hofi í Vatnsdal (9.6.1892 -28.9.1987)

Identifier of related entity

HAH01055

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1916

Description of relationship

1916-1959

Related entity

Björg Jónsdóttir (1844-1924) Hofi (29.8.1844 - 20.2.1924)

Identifier of related entity

HAH02731

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Björg Jónsdóttir (1844-1924) Hofi

controls

Hof í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00048

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 1.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 296
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 245, fol. 128.
Húnaþing II bls 330

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places