Skriður í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Skriður í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

History

Places

Vatnsdalur

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Vatnsdalur

– Vatnsdalur (alm.): …Hlíðar hafa skemmst af skriðum og láglendið af vatnagangi með landbroti (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Grímstungukirkjusókn, 1844).
– Vatnsdalur: …Grímstunga, Haukagil, Saurbær, Gilá, Marðarnúpur, Guðrúnarstaðir, Vaglir, Kárdalstunga, Þórormstunga, Torfastaðir, Dalkot, Forsæludalur: …Samt má heita milli þeirra, og flestir standa þeir undir fjalla– og hálsahlíðum, auk þeirra þriggja sem standa í ártungusporðum, sem nöfn þeirra vísa. Hagbeit þessara bæja álíst betri en heyskapur, sem mjög er ringur í flestum stöðum. Flestallt undir iðulegum skriðuföllum af ám og lækjum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Grímstungukirkjusókn, 1844).
– Vatnsdalur: …Bjarnastaðir, Másstaðir, Grundarkot, Hjallaland, Hvammur, Eyjólfsstaðir, Bakki, Hof, Kötlustaðir, (Ás, Brúsastaðir, Snæringsstaðir, Undirfell, Kornsá, Gilstaðir, Flaga, Helgavatn, Hnjúkur). …Allar ganga þær af sér fyrir sandfok, skriður, jarðföll, vatnayfirgang og uppblástur, sem sjá má þar af meðal annars, að í landnámatíð var dalurinn skógi vaxinn, en nú sér þar ekki nema í einstökum forarflóum smákvist að vestan, engan að austan (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Undirfellssókn, 1840).

– Helgavatn: …Túninu grandar lækjarskriða úr brattlendi, og er hætt við spjöllum árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

– Flaga: …Túninu grandar lækjarskriða úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).
– Flaga: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).

– Gilsstaðir: …Túninu grandar grjótskriða af brattlendis lækjum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Kornsá: …Túninu grandar vatnsgangur, mýrar að neðan en leirlækir að ofan, og þverá sem hjá bænum fellur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Undirfell: …Túninu grandar vatnsgangur, mýrar að neðan en leirlækir að ofan, og þverá sem hjá bænum fellur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Brúsastaðir: …Túninu spillir skriða úr brattlendi, og lækur sem jarðföll gjörir í túninu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Saurbær: …Jarðföll skemma haglendi stórlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Grímstunga: …Túninu granda leirskriður af brattlendi. Ekki er fjárhúsi óhætt fyrir snjóflóði. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Þórhallastaðir: …fornt eyðibýli, tilheyrir Grímstungu. Girðingarnar hafa brattlendisskriður og Vatnsdalsá eyðilagt og að manna meining aldrei bólstaður verið í 200 ár, eður lengur. Örvænt aftur að byggja, því skriður hafa töður og engjar öldungis eyðilagt. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).
– Þórhallastaðir: …Hinum megin (vestan) ár, gegnt Sunnuhlíð, sjást vallgrónar tættur á grænum bala í litlum hvammi. Þarna stóðu Þórhallastaðir, þar sem Grettir glímdi við Glám. Hlíðin vestur og upp af bænum er allbrött, og má því með sanni segja, að skammdegi sé þar langt. Árni Magnússon segir, að bæjarstæðið sé öllum kunnugt, og haldi það enn nafninu. Girðingarnar hafi brattlendisskriður og Vatnsdalsá eyðilagt. „Þar hefur aldrei bólstaður verið í 200 ár eða lengur og skal átölulaust vera Grímstunguland um aldur og ævi (Árbók FÍ, 1964).

– Forsæludalur: …Túninu grandar leirskriða. Engjar öngvar, nema það sem hent verður í haglendisbrekkum, og spilla smáskriður þeim árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Dalkot: …(hjáleiga norðan við túnið í Forsæludal) Landskuld er nú xl álnir, var áður lx og því aftur fært, að skriða fordjarfaði engið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Torfustaðir/Kot: …Enginu granda leirskriður úr fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Tungumúli, Kot: …Þá (2.–3. okt. 1887) féllu 57 skriður vestan í Tungumúlanum (framarlega í Vatnsdal) framan frá Friðmundará og út úr. Þrjár af skriðunum fóru yfir Vatnsdalsá í stórflóði og ein skriðan eyðilagði mikinn hluta túnsins í Koti (nú Sunnuhlíð). (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

– Smiðshóll: …heitir örnefni í landsplássi því, sem Grímstungu er eignað millum Kots og Þóroddstungu (nú Þórarinstungu). …Ætla menn að byggð muna hafa að fornu verið. Engin vita menn rök til þess og öngvar sjást hér girðinga né tófta leifar, og geta menn að skriða hafi það eyðilagt. Ómögulegt er hér að byggja. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Guðrúnarstaðir: …Túninu grandar lækjarskriða með grjóti. Ekki er kvikfé óhætt fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).
– Guðrúnarstaðir: …(1825) Var rekjusamt og ógnarleg rigning nóttina 31. júlí. Féll þá stór skriða í Guðrúnarstaðahlíð úr fjallsbrún ofan í á. Var hún engri skepnu fær viku á eftir (Brandsstaðaannáll).

– Gilá: …Túninu á þeim parti jarðarinnar, sem Giljaá heitir, granda leir– og grjótskriður úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Hof: …Túninu er merkilega hætt fyrir skriðu, og hefur hún á vorum dögum að miklum skaða orðið, sem nú er þó bættur, nema einn eyrirsvöllur, hann hefur skriðan aleytt. …Enginu grandar lækjarskriða úr fjalli, og líka stundum Vatnsdalsá með grjóti og sandi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Gróustaðir: ...Gróustaðir, heita enn skammt fyrir utan Hof. Þar hefir fallið skriða mikil (Gróustaðaskriða). Fyrir neðan hana sér fyrir óglöggum rústum, sem þó líta helst út fyrir að vera gamlir stekkir. Enda er af sögunni að ráða, að bæjarrústin geti eigi sést, því að skriðan hylji hana. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn sögustaða í vesturhluta Húnavatnssýslu sumarið 1894, Árbók Fornleifafélagsins, 1895).
– Gróustaðir: …Gróustaðir voru norðan Hofsmela, og liggur vegurinn nú um túnið. Enn má merkja nokkrar byggðaleifar sunnan við skógræktargirðingu hreppsins. Þar mun hafa verið búið á 18. og 19. öld. Gróa sú, er kotið er kennt við, kemur við sögu í Vatnsdælu, og hafði hún það m.a. sér til ágætis að vera fjölkunnug. …Lauk ævi Gróu svo, að hún fórst í skriðu, er þurrkaði bæinn út, og með henni allir menn er þar voru (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).
– Gróustaðir (Hof): ...Lækur rennur úr hlíðinni niður Hofstún og heitir Grjótá. Hann ber með sér aur á túnið, og stundum hafa fallið þar skriður. Gróustaða er getið í Vatnsdæla sögu nálægt Hofi og eyddist í skriðuhlaupi. Um 1700 var byggt þar hjáleigubýli frá Hofi. Nú horfið (Árbók FÍ, 1964).

– Eyjólfsstaðir: ...Í Eyjólfsstaðalandi er eyðibær, sem heitir Kárastaður. Þar er nú stekkur. ...og er sagt að bærinn hafi í fyrstu staðið þar, sem eyðibærinn Kárastaðir er, en verið síðan fluttur þangað sem nú eru Eyjólfsstaðir. Mun þar hafa þótt óhættara fyrir skriðum. Þá hefur bærinn að líkindum skipt um nafn. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn sögustaða í vesturhluta Húnavatnssýslu sumarið 1894, Árbók Fornleifafélagsins, 1895).

– Hvammur: …(1701) Þriðjudag næstan eftir (20. sept.) kom víða um land regn ákaflegt af suðri með vindi, og gerði skaða mikinn á engjum og túnvöllum sumstaðar í norðursveitum. Hlupu þá og skriður og ein mikil á völl að Hvammi í Vatnsdal (Vallaannáll).
– Hvammur: …Jarðardýrleiki er sagður að fornu verið hafa lxxxc og varaði það inn til þess að Guðmundur Hákonarson felldi xc af dýrleikanum, þá stórskriða hafði fordjarfað túnið, og síðan er jörðin kölluð og tíunduð lxx. …En í næstu fimm ár, síðan nýjar skriður fordjörfuðu þennan part (1701), hefur lögmaðurinn að nokkrum parti tekið í landskuld. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Hvammskot: …Túnin eru fordjörfuð af skriðum, hefur sá skaði nýlega aukist, og ei óhætt að meiri skaði verði. Fjallhagar jarðarinnar mestallir eru eyðilagðir af skriðum fyrir norðan bæinn. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).
– Hvammskot: …Hvammskot (eyðibýli), eyddist af skriðu, yfrið nóg graslendi, ef bærinn væri fluttur (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777).

– Hvammur: ...Landsendasteinn er afar stór einstakur steinn á Landsendanum (graslendi, upp og ofan með brattanum ofan við túnið). Sú saga er um hann, að tröllskessa hafi komið fram á brúnina Hjallaklettum og kastað stafnum sínum og ætlað að henda honum í kirkjuna í Hvammi. Stafurinn brotnaði, og annar hlutinn koma þarna niður, en hinn átti að hafa verið hestasteinn í Hvammi (sögn um grjóthrun?). Enginn slíkur steinn er þar. ...Hvammsurð, í daglegu tali kölluð Urð, er snarbrött blágrýtisurð allt ofan frá Hvammsnibbuklettum og ofan að Flóa, og er hún löng út og suður. Hátt uppi í Urðinni, lítið fyrir neðan kletta, er reyniviðarhrísla nokkuð stór og hefur verið þar í marga tugi ára, eða svo hundruðum ára skiptir. Þegar afi Hallgríms kom að Hvammi 1903, var sagt að margt fólk gæti falið sig í hríslunni. Það hefur orðið henni til lífs, að Urðin er þarna ófær fyrir kindur og einnig það að ekkert hefur hrunið úr standklettunum ofan við hrísluna, en annars er mikið grjóthrun niður í Urðina. Á sumrin heyrðust oft steinar skoppa og sást rykmökkur undan smáskriðum sem féllu. ...Vegur var í urðarjaðrinum allra neðst við Flóann, eldgamall. ...Þegar fyrri Örnefnaskrá er gerð 1940, er brúin að sökkva, því kaldavermslið er afar mikið og djúpt, eins og þar segir. Urðin hefur þá hlaupið ofan á Parti, fram yfir gamla veginn, og útlit fyrir, að enn muni hlaupa fram partur af henni. Nú er brúin komin undir nýja veginn. Hún var alltaf að síga og var sokkin. ...Holtið er mikill hávaði fyrir norðan Hvammsurð, niður undan Fossgilinu, eldgamall skriðuhryggur og framburður frá gilinu. ...Það var gróið bæði að norðan og sunnan, en háholtið var meiri skriða. (Hallgrímur Guðjónsson, Brot úr örnefnalýsingu frá Hvammi í Vatnsdal, Húnvetningur, 1998).

– Hvammur, Fosskot: …Fosskot var niður á skriðunni og norðan Fosslækjarins. Mun þar hafa verið harðbýlt, ekki síst vegna tíðra skriðufalla. Nokkru ofar sér fyrir grjótveggjum, og var þar stekkur, sem mun hafa verið notaður fram á þessa öld (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

– Eilíftóftir: …(húsmannstóttir við Hvamm, í eyði í nær 100 ár). …Sett á þrælsgerði. ómögulegt aftur að byggja jörðunni að skaðlausu. Þar með hefur skriða brotið mestan hlut hins forna gerðis. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

– Hjallaland: …(1390) Sumar hart, og spiltust mjög akrar og hey. Regn svo mikil um haustið norðanlands og löng, að enginn mundi slík undur sem þar gerðust af, vatnagangur og skriðuföll. …og bæ í Hjallalandi í Vatnsdal, og létust þar sex menn, og víða snérist um jörð (Lögmannsannáll). ……(1390) Dauði Hrafns lögmanns Bótólfssonar í Lönguhlíð og húsfreyju hans með þeim kynstrum að jörðin sprakk í sundur og hljóp þar upp vatn í stofunni og sökk allur bærinn svo og kirkjan og 10 menn aðrir og en 2 bæir aðrir og margir bæir í Vatnsdal (Gottskálksannáll).
– Hjallaland: …(1611) Þá var kallað skriðnahaust, þær féllu víða. Tók bæinn á Hjallalandi í Vatnsdal og völl nær allan (Skarðsannáll).
– Hjallaland: …Túninu er mjög hætt fyrir skriðum, og hefur það því að stórmeini orðið. Ekki er heldur bænum óhætt fyrir fjallskriðum, hefur þó þrisvar undan skriðunum færður verið, þangað sem nú er hann síðast. Úthagar fordjarfast árlega af skriðuföllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).
– Hjallaland: ...Allmargir fossar eru á leiðinni og nefni ég þar úðafossinn Holtsfoss eða Hjallafoss vegna mikillar hæðar sinnar. Þarna eru líka margar og miklar skriður sem fallið hafa á fyrri tíð. Margt athyglisvert var mér sýnt, t.d. staðurinn þar sem bærinn Hjallaland hafði staðið. ...Árið 1390 hlupu skriður á bæinn Hjallaland og létu sex manns þá lífið (Konrad Maurer, Íslandsferð 1858).
– Hjallaland: …Hjallaland er ein af mestu jörðum í Vatnsdal. …Túngarðinn hlóð hann úr stógrýti og var að því í 5 ár (lokið 1875). Garðurinn var ekki aðeins ætlaður til að verjast ágangi búpenings, heldur og til varnar skriðum ofan úr fjallinu (Páll V. G. Kolka, Jósep á Hjallalandi, Jörð, 8. árg. 1946).
– Hjallaland: …Hjallalandsbær stendur á skriðugrund norðanhallt við Hjallann, og hallar túninu hægt niður að Flóðinu. Í Jarðabók Á.M. segir, að bærinn hafi þrisvar verið færður undan skriðum, þangað sem nú er hann. Árið 1390, um haustið, „tók bæ allan á Hjallalandi í Vatnsdal og sex menn“(Árbók FÍ, 1964).
– Hjallaland: ...Bærinn stendur á skriðubungu vestur frá Jörundarfelli skammt frá austustu kvísl Vatnsdalsár. ...Skriðuhætt hefir löngum verið á Hjallalandi. Tók af bæinn við skriðuhlaup 1390 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978).

– Grundarkot: …Túni er hætt fyrir skriðum, og hefur það oft erfiði kostað. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).
– Grundarkot: …Þá (2.–3. okt. 1887) féllu og skriður á túnið í Grundarkoti í Vatnsdal og eyðilögðu þar að öllu. Grundarkot var býli milli Hjallalands og Másstaða (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).
– Grundarkot: ...Grundarkot fylgdi áður Másstöðum, en tilheyra nú Hjallalandi. Jörundur háls nefndist maður, er nam land frá Urðarvatni (sem nú nefnist Hvammstjörn) til Mógilslækjar, er skipti löndum hans og Hvata. Lækur þessi er af sumum talinn löngu týndur í skriðuföllum, en af öðrum vera lækurinn er sytrar undan skriðunni við Hnausatjörnina. Jörundur bjó að Grund undir Jörundarfelli. Trúlegast er að Hjallaland hafi byggt úr landi Grundar, en með tímanum hafi það orðið aðalbýlið, og nafn Grundar breyst í Grundarkot. Kotið eyddist í skriðu árið 1887 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

– Másstaðir: …Landskuld þar af ij c í næstu 11 eður 12 ár, áður ii c; því aftur færð að skriður fordjörfuðu (1701 eða 1702). …Túnið er fordjarfað af skriðum, og vofir sá skaði yfir jafnan, svo að hvergi er óhætt bænum né kirkjunni. Hagarnir eru af skriðum mikinn part eyðilagðir. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).
– Másstaðir: …Tún ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. …Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll (Bjarnastaðaskriða), metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman, uns kirkju tók af í snjóflóði 1811 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978).
– Másstaðir: …Á Másstöðum var áður kirkja og kirkjugarður. Á annan dag páska árið 1811 féll snjóskriða á kirkjuna, er verið var að messa. Ekki hlaust þó manntjón af, en prestur þótti óvenju fljótur að embætta þann daginn. Kirkjan skemmdist svo mikið að ekki þótti borga sig að gera við hana. …Þegar Bjarnastaðaskriða féll árið 1720 myndaðist Flóðið, og fóru þá geysimiklar engjar undir vatn. Mun þá stórlega hafa dregið úr landgæðum Másstaða, en auk þess hafa minni skriður dregið þar úr landgæðum, sem á nálægum jörðum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

– Skriðukot: …(kot hjá vallargarðinum á Másstöðum, í eyði síðan 1702) …En fyrir 11 árum er það af skriðum eyðilagt, en leifar af túni og engjum lagðar til hinna parta jarðarinnar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

– Skammbeinskot: …(hjáleiga við túngarðinn á Másstöðum, í eyði síðan 1708). …Skriður hafa túnið fordjarfað, og því hefur það í auðn fallið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

– Steinkot: …(afbýli frá Másstöðum) …Hér er ekki svo mjög við skriðum hætt sem á túnin heimabýlanna þessarar jarðar (Másstaðir), en því er hér svo lítill útigangspeningur settur á jörðina, að hagaleifarnar í fjallskriðunum eru furðulega snögglendar og byrgjast strax ef að vetrarblotar á skyggja. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

– Bjarnastaðir: …Túninu spilla skriður til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).
– Bjarnastaðir: …(1720) 8. Octobris, hálfum mánuði fyrir vetur, féll ógurleg grjótskriða úr fjallinu upp frá Bjarnastöðum í Vatnsdal, og tók af bæinn og 6 menn þar inni, bóndann, konu hans og 4 aðra, og hljóp ofan í ána og stíflaði hana upp, svo eigi mátti hún fram koma. Náði skriðan allt suður til Márstaða, og tók þar nokkuð af vellinum út frá bænum, og spillti mjög því, er eftir var. Varð af skriðu þessari og stíflan árinnar skaði mikill á jörðum í dalnum báðum megin allt fram að Hvammi og Kornsá, að þær færðust mjög úr vanaleigu, svo þær kynnu byggjast (Vallaannáll). …(1720) Féll undraverð skriða í Vatnsdal, og tók af bæinn Bjarnastaði, og þar inni 7 manneskjur, þar með hesta, naut og fé, sem nálægt bænum var um kveldið (10 okt.). Skriðan stíflaði upp Vatnsdalsá, og setti stór björg í farveg hennar. Reyndu menn að grafa farveg til árinnar, hvað eigi varð mögulegt; varð það úr henni stöðuvatn mikið. Sögðu þá allir jörðum sínum lausum, er fyrir neðan stífluna bjuggu. Vottaði og fyrir rifu í fjallinu, sem líkast til enn mundi falla fram (Mælifellsannáll). …(1720) Í þeim dal (Vatnsdal) millum 7. og 8. Aprilis hljóp skriða á bæ þann, er hét Bjarnastaðir, svo mikil, að áin stíflaðist upp og fólk flúði af næstu bæjum, fyrir það áin gekk svo hátt í hlíðar. Sex manneskjur dóu í bænum, sem skriðan tók, allmargt af fé og hestum og fólkið hulið undir skriðunni (Hrafnagilsannáll). …(1720) Um haustið 1720 féll sú mikla skriða í Vatnsdal vestur eður fjallhlaup, er burt tók bæinn að Bjarnastöðum ásamt húsum, túnum etc. Urðu þar undir 6 menn með bónda og húsfreyju. Af hverju skelfilega skriðuhlaupi að stífla settist í Vatnsdalsá, svo fyrir framan gjörðist eitt stórt flóð eður stöðuvatn, sem féll upp á tún og engjar sumra Þingeyrarjarða, hvar fyrir þær í eyði lögðust, og var afturfært klaustureftirgjaldið etc. um 30 eður 20 rixdali. - (önnur frásögn úr sama annál): Þá um haustið skeði það mikla skriðu- eður fjallhlaup í Vatnsdal in Octobri, að fjallið sprakk fram yfir bæinn á Bjarnastöðum í Vatnsdal, tók burt allt, er þar var kvikt, menn og málleysingja, hús og tún gjörvalt ásamt engi því, er nálægt var. Fórust þar í 7 menn með bónda og húsfreyju. Stíflaði svo þetta mikla fjallhlaup upp Vatnsdalsá, að mikið vatnsflóð varð fyrir framan skriðuna, hvert fljót eður flóð burt tók að mestu um nokkur ár allt engjatak undan 8 Þingeyrajörðum. Hefur í því flóði fengist mikil silungsveiði (Sjávarborgarannáll). …(1720) Um haustið hin mesta væta; féllu víða stórar skriður, þó sérdeilis sú stóra skriða, sem aftók bæinn í Vatnsdal, sem Bjarnastaðir hét, næsti bær við Skíðastaði, sem aftók í hinni fyrri skriðunni, sem féll Anno 1545. Skriðan, sem aftók Bjarnastaði, féll þar ofan fjallið og tók af bæinn og dó þar allt fólkið, nema einn aðkomandi maður; var sagt, að hefði út litið um nóttina og til skriðunnar séð, og sem snarast í burt hlaupið eða riðið og komist svo undan. Smalinn kom ekki heldur heim um kveldið og lifði hann, en því, í bænum var, sást ekkert eftir af neitt; en sagt var, að einn svæfill eður þægindi hefði hinumegin í hlíðinni fundist. Skriða þessi féll yfir um dalinn og upp í hlíð hinu megin, stemmdist svo upp áin, og varð hið mesta vatn framarlega í dalnum fyrr en löngu síðar, þá hún sig einhversstaðar fram ræsti (Skriðufall þetta virðist hafa orðið nóttina milli 8. og 9. okt.). Fólkið þar í dalnum varð mjög óttaslegið, og lá við, sumt mundi úr dalnum flytja sig (Grímsstaðaannáll). …(1720) Um haustið þessa árs fellur ein hræðileg skriða norður í Vatnsdal yfir þann bæ Bjarnarstaði; hvar inni dóu 5 manneskju, líka hestar, kýr og fé; það klofnaði fjallið fyrir ofan og hljóp svo grjótið yfir um dalinn og áin stemmdist, inn til þess hún tók nokkuð lítið að ræsa sig vorið eptir, og af því hún tók nokkuð lítið að ræsa sig vorið eftir, og af því hún óx og varð sem stöðuvatn svo lengi meira og meira, lá við, menn gengi frá bæjum í dalnum (Hvammsannáll). …(1720) En nóttina eftir hinn 10da októbrís, hálfum mánuði fyrir vetur, féll grjótskriða ógurleg úr fjalli uppundan Bjarnastöðum í Vatnsdal, og tók af bæinn og 6 menn, var þar með bóndinn og kona hans, hljóp hún síðan í ána, og stíflaði hana, svo ei mátti framkomast, náði sú skriða suður til Márstaða, og tók þar nokkuð af velli, en spillti sumu, varð af henni, of svo stíflum þeim, er áin gjörði, mikill skaði á jörðum beggja vegna í Dalnum, allt fram að Hvammi og Kornsá, svo leiga féll stórum (Espólín).
– Bjarnastaðir: …Hinn 8. október 1720 skapaðist stórt stöðuvatn í Vatnsdalnum, 14 faðmar á dýpt, og hafði það aldrei verið þar fyrr. Orsökin var sú, að skriða geysimikil hljóp úr fjallinu austan dalsins og yfir hann þveran. Stíflaðist þá rennsli Vatnsdalsár að mestu, en bærinn Bjarnastaðir eyddust, og fórust þar 6 menn. Vatnið kallast Vatnsdalsflóð, og hefur það að vísu minnkað allmikið síðan af aur og sandi, sem í það berst, en engu að síður hefur þetta valdið miklu tjóni í sveitinni (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777).
– Bjarnastaðir: …Bjarnastaðir fóru í eyði 1720. Eyddust af skriðuhlaupi. Bjarni Halldórsson sýslumaður lét byggja Bjarnastaði aftur um 1753 (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777).
– Bjarnastaðir: …Það bar nóttina milli 10. og 11. okt. (1720), hálfum mánuði fyrir vetur, að grjótskriða ógurleg hljóp úr fjalli uppundan Bjarnastöðum í Vatnsdal. Mátti svo að kveða að springi fram öll fjallshlíðin,, sem sjá má merki til. Tók hún bæinn allan og mestan eða allan hluta lands jarðarinnar, með 7 mönnum. Var þar með bóndinn, er Þorkell er nefndur og kona hans með 5 öðrum. Hún tók og hross og sauðfé er nærri var bænum og svo naut (þ.e. kýr). Hún stíflaði og Vatnsdalsá og fyllti farveg hennar grjóti og jarðbrotum, og vestanvert við ána eru grjóthaugar miklir, er mælt að séu leifar skriðunnar og kallast Vatnsdalshólar, er meiri eru líkindi þess, að leifar séum þeir annarar eldi skriðu, all–ógurlegrar og finnst í Árbók að fallið hafi 1545, eru hólar þeir svo margir og þétt saman, að trautt eða ekki má telja. Eftir það rann áin í flóa að ofan, en er nú stöðuvatn, síðan hún náði aftur farveg gegnum skriðuna, þar heita Skriðuvöð, og reyndu menn til að grafa hann. Þó mun vatnið, Vatnsdalsflóð eða Flóðið,sem kallað er vera miklu minna nú. Er það nú á dögum smámsaman að grynnast, að því er kunnugir menn segja, svo hólmar og sandeyrar koma upp úr því. Náði skriðan allt suður til Másstaða og tók þar nokkuð af velli, en út frá bænum spillti hún mjög. Varð af skriðu þessari og uppstíflan árinnar skaði mikill í dalnum báðum megin, allt fram að Hvammi og Kornsá, að þær færðust mjög úr vanaleigu, svo byggðar yrðu. Voru það sumir ábúendur þeirra, er vildu segja þeim lausum (Úr Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar, Rósberg G. Snædal, Hrakfallabálkur, 1969).
– Bjarnastaðir: ...Skriðurani liggur austur frá meginhólunum og framan hans er Flóðið, allstórt vatn, en grunnt. Flóðið myndaðist við skriðuhlaup það úr Vatnsdalsfjalli, og kennt hefir verið við Bjarnastaði (8.–9. okt. 1720). Tók þá af bæinn á Bjarnastöðum og heimilisfólkið fórst. Jafnframt stíflaðist áin og hin miklu og fögru engjalönd, þar sem nú er Flóðið hurfu í vatn. Sagt er að Flóðið hafi í upphafi náð fram að Kornsá. Áin braut sér svo farveg, þar sem nú heitir Skriðuvað (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978).
– Bjarnastaðir: …Bjarnastaðir eru gamalt góðbýli, metið til 40 hdr. 1713, en við skriðuna 1720 fór engi undir vatn, tún og beitiland spilltist, og jörðin fór í eyði um tíma. Enn er skriðuhætt þar (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978).
– Bjarnastaðir: …Önnur skriða féll 1720 litlu sunnar en Skíðastaðaskriða. Kallast hún Bjarnastaðaskriða. …Skriðan féll 8. eða 9. dag októbermánaðar. Hún fór yfir bæinn á Bjarnastöðum og drap sex menn og eitthvað af skepnum. …Niður af Sandfelli er Vörðufell, leirgulur kambur (úr líparíti). Þar átti Bjarnastaðaskriða upptök sín. …og eru upptök skriðunnar vestan í því. Norðan við fellið (og skriðuna) er allmikið gil, sem nú kallast Hrygglækur, en var fyrrum kallað Bæjargil, enda stóð bærinn þá norðar með fjallinu. Hygg ég. Að þar sé hinn forni Mógilslækur, sem takmarkaði landnám Jörundar háls að norðan. …Af Flathól er auðvelt að greina skriðufarið í hlíðinni úr Vörðufelli og niður að Skriðuvaði. Það er ljósleitara og móleitara en Skíðastaðaskriða, þótt skammt sé á milli. …hún (skriðan) bar stórgrýti og aur ofan í farveg Vatnsdalsár, þar sem áður hét Hólavað, og hækkaði árbotninn, svo að stórt lón myndaðist í utanverðum Vatnsdal. Kallast það Flóðið, en vaðið á ánni heitir síðan Skriðuvað. …Áður en Bjarnastaðaskriða féll og Flóðið myndaðist, lítur út fyrir að dalbotninn hafi verið votlent en grösugt engjaland, sem Vatnsdalsá liðaðist um. Þar hafa verið smávötn og tjarnir. Hólatjörn kallast enn undan túninu í Vatnsdalshólum. Þótt hún sé horfin í Flóðið. Fyrrum var silungsveiði frá Breiðabólstað í Kórtjörn og Breiðabólstaðartjörn, en þær hafa farið í Flóðið (Árbók FÍ, 1964).

– Skíðastaðir: …(1545) Að áliðnu sumri engjaslátt féll skriða mikil í Vatnsdal eina nótt, á þeim bæ er Skíðastaðir heita, þar urðu XIV menn undir, og bóndinn, sá hét Sæmundur, og val vel fjáreigandi; fannst ekki í skriðunni þó leitað væri , annað en hönd Sæmundar bónda sú hin hægri, og kenndist af því að silfurbaugur var á. Svo var metið sem sú hönd skyldi fá kirkjuleg, fyrir ölmusugjafir er hún var tilhöfð. Völlur hljóp langt yfirfram á eyrar, og er nú kallað að Hnausum, þar er nú bygð og heyskapur góður; hafði vatnshlaup komið úr hrauninu og hrundið fram túni, en þar var stöðuvatn á sléttlendinu er vatnið nam staðar (Espólín). …(1545) Féll mikil skriða í Vatnsdal um eina nótt að áliðnu sumri um engjasláttutíma, og tók af einn bæ, þann er Skíðastaðir hét Urðu þar undir 14 menn. Þar bjó sá maður, er Sæmundur hét, vel fjáreigandi. Ekkert fannst í því mikla skriðufalli, nema hönd hin hægri af Sæmundi bónda, og var hún auðkennd, því henni fylgdi silfurbaugur, er á fingrinum var, Vildu menn svo í þann tíma þetta ráða, að sú hans hönd skyldi fá kirkjuleg fyrir ölmusugjafir, að hann gaf alltíð fátækum með henni. Völlur af Skíðastöðum hljóp yfir langt á eyrar, sem þeir kalla nú Hnausa, og er þar nú byggð og heyskapur mikill. Vatnshlaup hafði komið undan grjóthruninu (grjóthrauninu), og hratt það fram túninu, og er þar nú stöðuvatn á sléttlendinu, sem vatnið nam staða, en sú fárlega skriða upp undan, sem nefnd er Skíðastaðaskriða nú síðan (Skarðsannáll). …(1545) Féll skriða í Vatnsdal á bæ, er hét Skíðastaðir. Létust þar undir 14 menn. Túnið hljóp á Hnausa, þar á eyrarnar, þar sem nú er mesti heyskapur á frá Þingeyrum. Fannst enginn aftur, nema hægri hönd af Sæmundi bónda, sem þekktist af silfurbaug, er hann brúkaði; vildu menn svo halda þá, að hönd hans ætti kirkjulegstað að fá fyrir ölmusur hans (Vatnsfjarðarannáll elsti). …(1545) Hljóp skriða í Vatnsdal og tók af Skíðastaði, urðu þar undir 14 menn um nóttina (Gottskálksannáll). …(1545) Þá féll sú mikla skriða í Vatnsdal ..... og tók af einn bæ, sem hét Skíðastaðir ...... Þar bjó sá maður, er Sæmundur hét. ..... (Þessi Sæmundur skyldi hafa mjög lagt í vanda að láta þjóna (vinna) á helgum dögum, og skyldi þetta skeð hafa eina mánudagsnótt. Eina dóttur gifta hafði hann átt á Suðurnesjum á Miðnesi). (Fitjaannáll).
…(1545) Ár 1547 eða um það bil, bjuggu hjón á bæ nokkrum norðanlands, Skíðastöðum í Vatnsdal, sem áttu mikil efni í búfé og eigi síður í búsmunum. Þau unnu sér og fjölskyldu sinni á helgum dögum sem sýknum. Um haustið bar svo við að kvöldi til, á meðan sauðamaður var að reka sauði of stórgripi til beitar, að fjallið þar fyrir ofan rifnaði og kafði jarðsverði og stórgrýti bæinn sjálfan og það, sem þar hafði saman safnast, ásamt allri fjölskyldunni; verksummerkin eru auðsæ fram á þenna dag. Á flatanum eða í dalnum, sem áin fellur eftir, er jörðin opin inn að iðrum, svo að hún spýr upp miklu vatnsmagni og myndar poll, sem mönnum ber enn ekki saman um, hve djúpur sé. Voru þar áður grösug engi og árbakkarnir mjög yndislegir. Sauðamaðurinn einn komst af heilu og höldnu frá ósköpum þessum, ásamt hjörð sinni (Íslensk annálabrot).
– Skíðastaðir: (í Hnausalandi, Hnausar fyrst byggðir 1711) …Hefur hér heitið jörð til forna, sem lá undir Þingeyjarklaustur. Hana tók fjallskriða fyrir meir en hálft annað hundrað árum. Leifar af túninu sjást enn nú við sunnanverða skriðuna. Engin önnur byggðarmerki eru eftir. Segja menn svo, að tjörn sú, sem nú er kölluð Skriðutjörn, hafi þá orðið, en áður verið upp á fjallinu. Það segir og almennilegt mál, að landið, sem nú er kallað Hnausar, hafi af þeirri jarðarinnar umturnan orðið, og staðar numið á Sveinsstaða og Steinnes landi. En áður hafi Vatnsdalsá runnið þar sem nú er skriðutjörn og svo norður fyrir austan Hnausana, þar sem enn í dag er kallað Árfar en með því hræðilega skriðufalli hafi áin stíflast úr sínum forna farveg og brostið vestur á Sveinsstaða og Steinness land, þangað sem nú rennur hún. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).
– Skíðastaðir: ...Skriður valda oft miklu tjóni norðanlands, t.d. í Austurdal í Skagafirði, Norðurárdal, en einkum þó í Vatnsdal, þar sem menn hafa orðið fyrir hörmulegum áföllum af þeirra völdum. Síðasta skriðuhlaupið var þar 1720. Hefur Horebow frá því skýrt og leiðrétt missögn Andersons um sama efni. En fyrir 175 árum, eða árið 1545, féll miklu stærri skriða á sama stað. Féll skriðan á bæinn Skíðastaði og eyddi honum, en 13 manns fórust í skriðunni. Vatnshlaup hafði komið úr fjallinu, sem sprakk fram, og bar það með sér stóra landspildu og þar á meðal túnið á Skíðastöðum handan frá austurhlíð dalsins og þvert yfir hann. Á landspildu þessari stendur nú allmyndarlegt bændabýli, sem Hnausar heita (Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, 1752–57).
– Skíðastaðir: ...Við komum að Hnausum. Það var ekki fyrr enn árið 1545 að landið þar fékk þann svip sem það nú ber. Þá stóð bærinn Skíðastaðir ofar í fjallinu og bjó þar ríkur bóndi, Sæmundur að nafni. Eina nótt síðsumar féll skriða og eyðilagði bæinn. Þar fórust 14 manns, og hvorki sást tangur né tetur af þeim ef frá er talin hægri hönd Sæmundar sem þekkja mátti af silfurhring. Talið var að henni hefði hlotnast kirkjuleg greftrun vegna mildi sinnar í garð fátækra. Vatn hafði safnast í fjallinu og orsakað skriðuna. Túnið á Skíðastöðum barst niður á sendna flöt í dalnum og þar sem bærinn Hnausar stendur nú. Vatn myndaðist þar sem skriðan kom (Konrad Maurer, Íslandsferð 1858).
– Skíðastaðir: ...Um skriðufall í Vatnsdal er getið í árbókum Espólíns. Þar segir svo, árið 1545: ,,Að áliðnu sumri, um engjaslátt, féll skriða mikil í Vatnsdal eina nótt, á þeim bæ, er Skíðastaðir heita, þar urðu 14 menn undir ok bóndinn, sá hét Sæmundur ok var vel fjáreigandi, fannst ekki í skriðunni, þó leitað væri, annað en hönd Sæmundar bónda, sú hin hægri, og kenndist af því, að silfurbaugur var á. Svo var
metið, sem sú hönd skyldi fá kirkjuleg fyrir ölmusugjafir, er hún var til höfð. Völlur hljóp langt fram yfir eyrar, ok er nú kallað að Hnausum. þar er nú byggð ok heyskapur góður. Hafði vatnshlaup komið úr hrauninu, ok hrundið fram túni, en þar var stöðuvatn á sléttlendinu, er vatnið nam staðar”. (Þorvaldur Thoroddsen, Rannsóknaferðir sumarið 1888, Ferðabók II, 2. útg. 1958–60).

– Hnausar I: …Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu, sem fóru undir skriðu 1545 og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978).

– Skíðastaðir/Hnausar: ...Byggð í Sveinsstaðahreppi austan vatna kallast í daglegu tali Austursíða. Þetta er einföld bæjaröð norðvestur af Vatnsdalsfjalli og inn með því. Hnausar standa þó niður á láglendinu, en áður fyrr voru Skíðastaðir upp í fjallshlíðinni austur frá Hnausunum. Skíðastaðaskriðan (1545) tók þann bæ af „og sprakk þá fram völlur sá sem Hnausar kallast“, segir Espólín. Eftir skriðuna var jörðin nýtt sem sel frá Þingeyrum. ...Bærinn (Hnausar) stendur framarlega á láglendinu milli Hnausatjarnar og Vatnsdalsár, á samnefndu landsvæði, litlu sunnar en móts við Skriðuskarð í Vatnsdalsfjalli. ...Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu, sem fóru undir skriðu 1545, og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978).
– Skíðastaðir: ...Skíðastaðir voru þekktir þegar á landnámsöld, en bæinn tók af í skriðu árið 1545, og voru Skíðastaðir þó nýttir af einhverju leyti sem sel fyrst á eftir. Hnausarnir, sem samnefndir bæir draga nafn sitt af, mynduðust í skriðu þessari, og má raunar segja að Skíðastaðir og Hnausar séu sami bærinn, sem hafi einungis verið færður vegna náttúruhamfara. Ýmsar þjóðsögur mynduðust í sambandi við þessa miklu skriðu, eins og svo margar aðrar, sem manntjón hlaust af. Ein þeirra segir að upp úr skriðunni hafi staðið handleggur af manni og hafi hringur mikill og fagur verið á baugfingri handarinnar. Þóttust menn þar þekkja hönd Sæmundar bónda á Skíðastöðum, og töldu að hún ætti að fá að hvíla í vígðri mold, þar eð höndin sú hefði marga ölmusuna rétt að fátæklingum. Þó voru sögurnar fleiri, er lutu að peningagræðgi bóndans, og töldu sumir skriðuna hegningu Sæmundar fyrir að láta ávallt vinna á sunnudögum. Reyndar er það augljóst að með tímanum hefur orðið nokkur ruglingur á frásögnum af Skíðastaðaskriðu og Bjarnastaðaskriðu, sem féll tæpum tveimur öldum seinna. En þó er víst, að í skriðunni fórust flestir ef ekki allir heimamenn á Skíðastöðum, og er í Skarðsannál minnst á 14 manns í því sambandi (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).
– Skíðastaðir/Hnausar: ...að fyrrum stóð bær þar mitt á milli í hlíðinni, Skíðastaðir, en þeir tókust af í skriðuhlaupi árið 1545. Hefur skriðan átt upptök ofarlega í hlíðinni undan skriðuskarði í háegginni, en norðan þess er þverhnípt klettahyrna, sem heitir Hrafnaklettar. Túnið og annar jarðvegur í hlíðinni hefur flest af og steypst fram á flatlendið ásamt vatni, aurleðju og lausagrjóti. Skriðan hefur runnið fram litlu sunnar, en þjóðvegurinn þverbeygir niður af Axlarbölum hjá Aralæk og vestur yfir sléttlendið í stefnu sunnanhalt við Sveinsstaði. Þar á miðju sléttlendinu sunnan vegar er góðbýlið Hnausar, er standa beint niður af hinum fornu Skíðastöðum. Bærinn stendur á lágum bala, og austan við hann er allstór tjörn milli túns og fjallsróta. Vatnsdalsá rann fyrrum að mestu leyti þar, sem nú er Hnausatjörn og út með Axlarböndum, en kvísl mun þó einnig hafa verið í núverandi farvegi, að minnsta kosti bendir nafnið Eylendi til þess, að kvíslar hafi runnið á báða bóga. Við skriðuhlaupið stíflaðist Vatnsdalsá og djúp tjörn myndaðist við fjallsrætur. Er hún kölluð Skriðutjörn í Jarðabók Á.M., nú Hnausatjörn. Úr henni rennur lítil læna eftir hinum forna farvegi, sem kallast Árfarið og beygir vestur í Hnausakvísl á móts við Steinnes. Hygg ég, að sá hafi verið farvegur meginárinnar, er skriðan féll, en farvegurinn út með Axlarbölum þá þegar fylltur eðju og gróðri að mestu. Þar, sem jarðvegur úr Skíðastaðahlíð valt fram yfir sléttlendið, myndaðist kargaþýfi, sem greri brátt og varð afar grasgefið, en afleitt að slá.
...Jarðvegur er mjög gljúpur undir fjallshlíðinni, og kom það vel í ljós, þegar brú var gerð á Árfarið. Þar var botnlaus eðja og ægisandur, kolsvartur. Virðist sem þungi skriðufallsins hafi ýtt og skolað burtu jarðvegi við brekkuræturnar þar, sem Hnausatjörn er nú, enda segir Jarðabókin, að tjörnin hafi myndast í skriðuhlaupinu. Hún er þó 300 – 500 m á breidd og 600 m löng. ,,Voru þar áður grösug engi og árbakkar yndislegir,” segir Gísli Oddsson (í Íslenskum annálabrotum). – Jarðabókin segir líka, að skriðutjörn hafi áður verið uppi á fjallinu, enda bendir ýmislegt til þess, að mikill vatnsagi hafi fylgt skriðufallinu. Skriðueðjan hefur fallið sem foss ofan úr hlíðinni og grafið sér hyl, þar sem Hnausatjörn er nú. Það er stórgrýtt í botni, en undir grjótlaginu er gljúpur jarðvegur og sandur. …Skíðastaðaskriða féll að áliðnu sumri, og fórust þar 14 menn. Engin merki sjást bæjarins, en við norðurjaðar skriðunnar, 90 m hærra en Hnausatjörn eru greinileg tóftarbrot, um 18 m löng að innanmáli og röskir 3 m á breidd. Gætu þetta verið fjárhús frá Skíðastöðum, en kynnu einnig að hafa verið beitarhús frá Hnausum, yngri. Suður af rústunum er allmikill hvammur í skriðunni, og hefur bæjarstæðið vafalítið verið þar (Árbók FÍ, 1964).

– Gullberastaðir: (í Axlarlandi) …Enginn kann að segja hvar þeir skuli verið hafa og öngvar sjást þar girðingar, sem byggð votti. Ætla því aðrir það muni heita Gullbergsskriða, og það vita menn, hvar hún er, svo sem önnur grjótskriða úr fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).
– Gullberastaðir: …Í Vatndal fyrir norðan er mælt að nokkrir bæir hafi farist af skriðum, sem fallið hafa úr svokölluðu Vatnsdalsfjalli. Meðal þessara bæja er einn nefndur sem hét Gullberastaðir. Bóndadóttirin hafði haft þá venju að gefa bæjarhrafninum ætíð þegar hún borðaði. Einu sinni þegar hún eftir venju sinni rétti honum út um gluggann, það er hún ætlaði að gefa honum þá vildi krummi ekki taka við. Stúlkuna furðaði á þessu og fór út með það. Krummi kom mikið nálægt henni, en vildi þó ekki þiggja snæðinginn, lét samt einlægt líklega svo hún elti hann út í túnið nokkuð frá bænum. En þegar þau voru komin þangað þá heyrði hún miklar drunur uppi í fjallinu og allt í einu féll skriðan báðum megin við þau, en ekki við þann blett er þau stóðu á kom hún ekki. Bærinn fór af, svo krummi launaði henni þannig matinn. En orsökin hvers vegna skriðan féll ekki yfir blettinn, sem þau voru á er sagt að hafi verið sú að þegar Guðmundur biskup, einhverju sinn hefði verið á ferð þá hefði hann tjaldað á þessum blett og áður hann færi burt hefði hann vígt tjaldstaðinn, eins og hann víðar hefði verið vanur að gjöra. Þess er enn fremur getið að svo sem eftir þrjú ár, þá var smali á ferð og reið yfir skriðuna þar sem bærinn hafði staðið og skrapp hestur hans í. Smalinn fer að hugsa um þetta, og ímyndar sér það geti verið að hann hafi riðið yfir bæinn og hafi hús brotnað inn. Hann gengur því að holunni og finnur æði mikla ólykt koma upp úr henni. Hyggur hann því að kyns vera muni og hleður þar hjá vörðubrot dálítið. Þegar hann kom heim til sín sagði hann frá þessu. Var þá farið og stækkuð holan svo inn varð komist. Var þetta búrið og konan í því tórandi. Átti hún að hafa verið þar þegar skriðan féll, en það brotnaði ekki því það var nýbyggt, en hún gat lifað, því þetta var um haust þegar búið var að draga að allar vistir (Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri).
– Gullberastaðir: …Gullberastaðir (Gullberustaðir) í landi Axlar eru löngu týndir. Segir sagan að þá hafi tekið af í skriðu, og fylgir nokkurn vegin samhljóða þjóðsaga og sú, er áður var sögð í sambandi við Karlastaði í Langadal. Á Gullberastöðum átti konan að hafa verið í þrjú ár í búrinu er bóndasonur nokkur, er leið átti yfir skriðurnar, varð hennar var. Í Sigurðarregistri frá 1525 er eyðibýlið Skriðubrekka nefnt, en ekki er nú vitað hvar það hefur verið. Þó má af registrinu ráða að þar hafi verið undir Vatnsdalsfjalli (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

– Brekka: …Túninu hefur nýlega spillt grjótskriða úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

– Litla Giljá: …Túninu spillir grjóthrun úr háum mel. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

Relationships area

Related entity

Þórormstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00059

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Smiðshóll: …heitir örnefni í landsplássi því, sem Grímstungu er eignað millum Kots og Þóroddstungu (nú Þórarinstungu). …Ætla menn að byggð muna hafa að fornu verið. Engin vita menn rök til þess og öngvar sjást hér girðinga né tófta leifar, og geta menn að skriða hafi það eyðilagt. Ómögulegt er hér að byggja. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Litla-Giljá í Þingi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00503

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Litla Giljá: …Túninu spillir grjóthrun úr háum mel. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

Related entity

Brekka í Þingi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00498

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1710-1712

Description of relationship

– Brekka: …Túninu hefur nýlega spillt grjótskriða úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

Related entity

Öxl í Þingi ((1350))

Identifier of related entity

HAH00514

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Gullberastaðir: (í Axlarlandi) …Enginn kann að segja hvar þeir skuli verið hafa og öngvar sjást þar girðingar, sem byggð votti. Ætla því aðrir það muni heita Gullbergsskriða, og það vita menn, hvar hún er, svo sem önnur grjótskriða úr fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Gullberastaðir: …Í Vatndal fyrir norðan er mælt að nokkrir bæir hafi farist af skriðum, sem fallið hafa úr svokölluðu Vatnsdalsfjalli. Meðal þessara bæja er einn nefndur sem hét Gullberastaðir. Bóndadóttirin hafði haft þá venju að gefa bæjarhrafninum ætíð þegar hún borðaði. Einu sinni þegar hún eftir venju sinni rétti honum út um gluggann, það er hún ætlaði að gefa honum þá vildi krummi ekki taka við. Stúlkuna furðaði á þessu og fór út með það. Krummi kom mikið nálægt henni, en vildi þó ekki þiggja snæðinginn, lét samt einlægt líklega svo hún elti hann út í túnið nokkuð frá bænum. En þegar þau voru komin þangað þá heyrði hún miklar drunur uppi í fjallinu og allt í einu féll skriðan báðum megin við þau, en ekki við þann blett er þau stóðu á kom hún ekki. Bærinn fór af, svo krummi launaði henni þannig matinn. En orsökin hvers vegna skriðan féll ekki yfir blettinn, sem þau voru á er sagt að hafi verið sú að þegar Guðmundur biskup, einhverju sinn hefði verið á ferð þá hefði hann tjaldað á þessum blett og áður hann færi burt hefði hann vígt tjaldstaðinn, eins og hann víðar hefði verið vanur að gjöra. Þess er enn fremur getið að svo sem eftir þrjú ár, þá var smali á ferð og reið yfir skriðuna þar sem bærinn hafði staðið og skrapp hestur hans í. Smalinn fer að hugsa um þetta, og ímyndar sér það geti verið að hann hafi riðið yfir bæinn og hafi hús brotnað inn. Hann gengur því að holunni og finnur æði mikla ólykt koma upp úr henni. Hyggur hann því að kyns vera muni og hleður þar hjá vörðubrot dálítið. Þegar hann kom heim til sín sagði hann frá þessu. Var þá farið og stækkuð holan svo inn varð komist. Var þetta búrið og konan í því tórandi. Átti hún að hafa verið þar þegar skriðan féll, en það brotnaði ekki því það var nýbyggt, en hún gat lifað, því þetta var um haust þegar búið var að draga að allar vistir (Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri). – Gullberastaðir: …Gullberastaðir (Gullberustaðir) í landi Axlar eru löngu týndir. Segir sagan að þá hafi tekið af í skriðu, og fylgir nokkurn vegin samhljóða þjóðsaga og sú, er áður var sögð í sambandi við Karlastaði í Langadal. Á Gullberastöðum átti konan að hafa verið í þrjú ár í búrinu er bóndasonur nokkur, er leið átti yfir skriðurnar, varð hennar var. Í Sigurðarregistri frá 1525 er eyðibýlið Skriðubrekka nefnt, en ekki er nú vitað hvar það hefur verið. Þó má af registrinu ráða að þar hafi verið undir Vatnsdalsfjalli (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

Related entity

Hnausar í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00294

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Skíðastaðir: …(1545) Að áliðnu sumri engjaslátt féll skriða mikil í Vatnsdal eina nótt, á þeim bæ er Skíðastaðir heita, þar urðu XIV menn undir, og bóndinn, sá hét Sæmundur, og val vel fjáreigandi; fannst ekki í skriðunni þó leitað væri , annað en hönd Sæmundar bónda sú hin hægri, og kenndist af því að silfurbaugur var á. Svo var metið sem sú hönd skyldi fá kirkjuleg, fyrir ölmusugjafir er hún var tilhöfð. Völlur hljóp langt yfirfram á eyrar, og er nú kallað að Hnausum, þar er nú bygð og heyskapur góður; hafði vatnshlaup komið úr hrauninu og hrundið fram túni, en þar var stöðuvatn á sléttlendinu er vatnið nam staðar (Espólín). …(1545) Féll mikil skriða í Vatnsdal um eina nótt að áliðnu sumri um engjasláttutíma, og tók af einn bæ, þann er Skíðastaðir hét Urðu þar undir 14 menn. Þar bjó sá maður, er Sæmundur hét, vel fjáreigandi. Ekkert fannst í því mikla skriðufalli, nema hönd hin hægri af Sæmundi bónda, og var hún auðkennd, því henni fylgdi silfurbaugur, er á fingrinum var, Vildu menn svo í þann tíma þetta ráða, að sú hans hönd skyldi fá kirkjuleg fyrir ölmusugjafir, að hann gaf alltíð fátækum með henni. Völlur af Skíðastöðum hljóp yfir langt á eyrar, sem þeir kalla nú Hnausa, og er þar nú byggð og heyskapur mikill. Vatnshlaup hafði komið undan grjóthruninu (grjóthrauninu), og hratt það fram túninu, og er þar nú stöðuvatn á sléttlendinu, sem vatnið nam staða, en sú fárlega skriða upp undan, sem nefnd er Skíðastaðaskriða nú síðan (Skarðsannáll). …(1545) Féll skriða í Vatnsdal á bæ, er hét Skíðastaðir. Létust þar undir 14 menn. Túnið hljóp á Hnausa, þar á eyrarnar, þar sem nú er mesti heyskapur á frá Þingeyrum. Fannst enginn aftur, nema hægri hönd af Sæmundi bónda, sem þekktist af silfurbaug, er hann brúkaði; vildu menn svo halda þá, að hönd hans ætti kirkjulegstað að fá fyrir ölmusur hans (Vatnsfjarðarannáll elsti). …(1545) Hljóp skriða í Vatnsdal og tók af Skíðastaði, urðu þar undir 14 menn um nóttina (Gottskálksannáll). …(1545) Þá féll sú mikla skriða í Vatnsdal ..... og tók af einn bæ, sem hét Skíðastaðir ...... Þar bjó sá maður, er Sæmundur hét. ..... (Þessi Sæmundur skyldi hafa mjög lagt í vanda að láta þjóna (vinna) á helgum dögum, og skyldi þetta skeð hafa eina mánudagsnótt. Eina dóttur gifta hafði hann átt á Suðurnesjum á Miðnesi). (Fitjaannáll). …(1545) Ár 1547 eða um það bil, bjuggu hjón á bæ nokkrum norðanlands, Skíðastöðum í Vatnsdal, sem áttu mikil efni í búfé og eigi síður í búsmunum. Þau unnu sér og fjölskyldu sinni á helgum dögum sem sýknum. Um haustið bar svo við að kvöldi til, á meðan sauðamaður var að reka sauði of stórgripi til beitar, að fjallið þar fyrir ofan rifnaði og kafði jarðsverði og stórgrýti bæinn sjálfan og það, sem þar hafði saman safnast, ásamt allri fjölskyldunni; verksummerkin eru auðsæ fram á þenna dag. Á flatanum eða í dalnum, sem áin fellur eftir, er jörðin opin inn að iðrum, svo að hún spýr upp miklu vatnsmagni og myndar poll, sem mönnum ber enn ekki saman um, hve djúpur sé. Voru þar áður grösug engi og árbakkarnir mjög yndislegir. Sauðamaðurinn einn komst af heilu og höldnu frá ósköpum þessum, ásamt hjörð sinni (Íslensk annálabrot). – Skíðastaðir: (í Hnausalandi, Hnausar fyrst byggðir 1711) …Hefur hér heitið jörð til forna, sem lá undir Þingeyjarklaustur. Hana tók fjallskriða fyrir meir en hálft annað hundrað árum. Leifar af túninu sjást enn nú við sunnanverða skriðuna. Engin önnur byggðarmerki eru eftir. Segja menn svo, að tjörn sú, sem nú er kölluð Skriðutjörn, hafi þá orðið, en áður verið upp á fjallinu. Það segir og almennilegt mál, að landið, sem nú er kallað Hnausar, hafi af þeirri jarðarinnar umturnan orðið, og staðar numið á Sveinsstaða og Steinnes landi. En áður hafi Vatnsdalsá runnið þar sem nú er skriðutjörn og svo norður fyrir austan Hnausana, þar sem enn í dag er kallað Árfar en með því hræðilega skriðufalli hafi áin stíflast úr sínum forna farveg og brostið vestur á Sveinsstaða og Steinness land, þangað sem nú rennur hún. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Skíðastaðir: ...Skriður valda oft miklu tjóni norðanlands, t.d. í Austurdal í Skagafirði, Norðurárdal, en einkum þó í Vatnsdal, þar sem menn hafa orðið fyrir hörmulegum áföllum af þeirra völdum. Síðasta skriðuhlaupið var þar 1720. Hefur Horebow frá því skýrt og leiðrétt missögn Andersons um sama efni. En fyrir 175 árum, eða árið 1545, féll miklu stærri skriða á sama stað. Féll skriðan á bæinn Skíðastaði og eyddi honum, en 13 manns fórust í skriðunni. Vatnshlaup hafði komið úr fjallinu, sem sprakk fram, og bar það með sér stóra landspildu og þar á meðal túnið á Skíðastöðum handan frá austurhlíð dalsins og þvert yfir hann. Á landspildu þessari stendur nú allmyndarlegt bændabýli, sem Hnausar heita (Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, 1752–57). – Skíðastaðir: ...Við komum að Hnausum. Það var ekki fyrr enn árið 1545 að landið þar fékk þann svip sem það nú ber. Þá stóð bærinn Skíðastaðir ofar í fjallinu og bjó þar ríkur bóndi, Sæmundur að nafni. Eina nótt síðsumar féll skriða og eyðilagði bæinn. Þar fórust 14 manns, og hvorki sást tangur né tetur af þeim ef frá er talin hægri hönd Sæmundar sem þekkja mátti af silfurhring. Talið var að henni hefði hlotnast kirkjuleg greftrun vegna mildi sinnar í garð fátækra. Vatn hafði safnast í fjallinu og orsakað skriðuna. Túnið á Skíðastöðum barst niður á sendna flöt í dalnum og þar sem bærinn Hnausar stendur nú. Vatn myndaðist þar sem skriðan kom (Konrad Maurer, Íslandsferð 1858). – Skíðastaðir: ...Um skriðufall í Vatnsdal er getið í árbókum Espólíns. Þar segir svo, árið 1545: ,,Að áliðnu sumri, um engjaslátt, féll skriða mikil í Vatnsdal eina nótt, á þeim bæ, er Skíðastaðir heita, þar urðu 14 menn undir ok bóndinn, sá hét Sæmundur ok var vel fjáreigandi, fannst ekki í skriðunni, þó leitað væri, annað en hönd Sæmundar bónda, sú hin hægri, og kenndist af því, að silfurbaugur var á. Svo var metið, sem sú hönd skyldi fá kirkjuleg fyrir ölmusugjafir, er hún var til höfð. Völlur hljóp langt fram yfir eyrar, ok er nú kallað að Hnausum. þar er nú byggð ok heyskapur góður. Hafði vatnshlaup komið úr hrauninu, ok hrundið fram túni, en þar var stöðuvatn á sléttlendinu, er vatnið nam staðar”. (Þorvaldur Thoroddsen, Rannsóknaferðir sumarið 1888, Ferðabók II, 2. útg. 1958–60). – Hnausar I: …Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu, sem fóru undir skriðu 1545 og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978). – Skíðastaðir/Hnausar: ...Byggð í Sveinsstaðahreppi austan vatna kallast í daglegu tali Austursíða. Þetta er einföld bæjaröð norðvestur af Vatnsdalsfjalli og inn með því. Hnausar standa þó niður á láglendinu, en áður fyrr voru Skíðastaðir upp í fjallshlíðinni austur frá Hnausunum. Skíðastaðaskriðan (1545) tók þann bæ af „og sprakk þá fram völlur sá sem Hnausar kallast“, segir Espólín. Eftir skriðuna var jörðin nýtt sem sel frá Þingeyrum. ...Bærinn (Hnausar) stendur framarlega á láglendinu milli Hnausatjarnar og Vatnsdalsár, á samnefndu landsvæði, litlu sunnar en móts við Skriðuskarð í Vatnsdalsfjalli. ...Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu, sem fóru undir skriðu 1545, og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978). – Skíðastaðir: ...Skíðastaðir voru þekktir þegar á landnámsöld, en bæinn tók af í skriðu árið 1545, og voru Skíðastaðir þó nýttir af einhverju leyti sem sel fyrst á eftir. Hnausarnir, sem samnefndir bæir draga nafn sitt af, mynduðust í skriðu þessari, og má raunar segja að Skíðastaðir og Hnausar séu sami bærinn, sem hafi einungis verið færður vegna náttúruhamfara. Ýmsar þjóðsögur mynduðust í sambandi við þessa miklu skriðu, eins og svo margar aðrar, sem manntjón hlaust af. Ein þeirra segir að upp úr skriðunni hafi staðið handleggur af manni og hafi hringur mikill og fagur verið á baugfingri handarinnar. Þóttust menn þar þekkja hönd Sæmundar bónda á Skíðastöðum, og töldu að hún ætti að fá að hvíla í vígðri mold, þar eð höndin sú hefði marga ölmusuna rétt að fátæklingum. Þó voru sögurnar fleiri, er lutu að peningagræðgi bóndans, og töldu sumir skriðuna hegningu Sæmundar fyrir að láta ávallt vinna á sunnudögum. Reyndar er það augljóst að með tímanum hefur orðið nokkur ruglingur á frásögnum af Skíðastaðaskriðu og Bjarnastaðaskriðu, sem féll tæpum tveimur öldum seinna. En þó er víst, að í skriðunni fórust flestir ef ekki allir heimamenn á Skíðastöðum, og er í Skarðsannál minnst á 14 manns í því sambandi (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Skíðastaðir/Hnausar: ...að fyrrum stóð bær þar mitt á milli í hlíðinni, Skíðastaðir, en þeir tókust af í skriðuhlaupi árið 1545. Hefur skriðan átt upptök ofarlega í hlíðinni undan skriðuskarði í háegginni, en norðan þess er þverhnípt klettahyrna, sem heitir Hrafnaklettar. Túnið og annar jarðvegur í hlíðinni hefur flest af og steypst fram á flatlendið ásamt vatni, aurleðju og lausagrjóti. Skriðan hefur runnið fram litlu sunnar, en þjóðvegurinn þverbeygir niður af Axlarbölum hjá Aralæk og vestur yfir sléttlendið í stefnu sunnanhalt við Sveinsstaði. Þar á miðju sléttlendinu sunnan vegar er góðbýlið Hnausar, er standa beint niður af hinum fornu Skíðastöðum. Bærinn stendur á lágum bala, og austan við hann er allstór tjörn milli túns og fjallsróta. Vatnsdalsá rann fyrrum að mestu leyti þar, sem nú er Hnausatjörn og út með Axlarböndum, en kvísl mun þó einnig hafa verið í núverandi farvegi, að minnsta kosti bendir nafnið Eylendi til þess, að kvíslar hafi runnið á báða bóga. Við skriðuhlaupið stíflaðist Vatnsdalsá og djúp tjörn myndaðist við fjallsrætur. Er hún kölluð Skriðutjörn í Jarðabók Á.M., nú Hnausatjörn. Úr henni rennur lítil læna eftir hinum forna farvegi, sem kallast Árfarið og beygir vestur í Hnausakvísl á móts við Steinnes. Hygg ég, að sá hafi verið farvegur meginárinnar, er skriðan féll, en farvegurinn út með Axlarbölum þá þegar fylltur eðju og gróðri að mestu. Þar, sem jarðvegur úr Skíðastaðahlíð valt fram yfir sléttlendið, myndaðist kargaþýfi, sem greri brátt og varð afar grasgefið, en afleitt að slá. ...Jarðvegur er mjög gljúpur undir fjallshlíðinni, og kom það vel í ljós, þegar brú var gerð á Árfarið. Þar var botnlaus eðja og ægisandur, kolsvartur. Virðist sem þungi skriðufallsins hafi ýtt og skolað burtu jarðvegi við brekkuræturnar þar, sem Hnausatjörn er nú, enda segir Jarðabókin, að tjörnin hafi myndast í skriðuhlaupinu. Hún er þó 300 – 500 m á breidd og 600 m löng. ,,Voru þar áður grösug engi og árbakkar yndislegir,” segir Gísli Oddsson (í Íslenskum annálabrotum). – Jarðabókin segir líka, að skriðutjörn hafi áður verið uppi á fjallinu, enda bendir ýmislegt til þess, að mikill vatnsagi hafi fylgt skriðufallinu. Skriðueðjan hefur fallið sem foss ofan úr hlíðinni og grafið sér hyl, þar sem Hnausatjörn er nú. Það er stórgrýtt í botni, en undir grjótlaginu er gljúpur jarðvegur og sandur. …Skíðastaðaskriða féll að áliðnu sumri, og fórust þar 14 menn. Engin merki sjást bæjarins, en við norðurjaðar skriðunnar, 90 m hærra en Hnausatjörn eru greinileg tóftarbrot, um 18 m löng að innanmáli og röskir 3 m á breidd. Gætu þetta verið fjárhús frá Skíðastöðum, en kynnu einnig að hafa verið beitarhús frá Hnausum, yngri. Suður af rústunum er allmikill hvammur í skriðunni, og hefur bæjarstæðið vafalítið verið þar (Árbók FÍ, 1964).

Related entity

Bjarnastaðaskriður 8.10.1720

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1720

Description of relationship

– Bjarnastaðir: …(1720) 8. Octobris, hálfum mánuði fyrir vetur, féll ógurleg grjótskriða úr fjallinu upp frá Bjarnastöðum í Vatnsdal, og tók af bæinn og 6 menn þar inni, bóndann, konu hans og 4 aðra, og hljóp ofan í ána og stíflaði hana upp, svo eigi mátti hún fram koma. Náði skriðan allt suður til Márstaða, og tók þar nokkuð af vellinum út frá bænum, og spillti mjög því, er eftir var. Varð af skriðu þessari og stíflan árinnar skaði mikill á jörðum í dalnum báðum megin allt fram að Hvammi og Kornsá, að þær færðust mjög úr vanaleigu, svo þær kynnu byggjast (Vallaannáll). …(1720) Féll undraverð skriða í Vatnsdal, og tók af bæinn Bjarnastaði, og þar inni 7 manneskjur, þar með hesta, naut og fé, sem nálægt bænum var um kveldið (10 okt.). Skriðan stíflaði upp Vatnsdalsá, og setti stór björg í farveg hennar. Reyndu menn að grafa farveg til árinnar, hvað eigi varð mögulegt; varð það úr henni stöðuvatn mikið. Sögðu þá allir jörðum sínum lausum, er fyrir neðan stífluna bjuggu. Vottaði og fyrir rifu í fjallinu, sem líkast til enn mundi falla fram (Mælifellsannáll). …(1720) Í þeim dal (Vatnsdal) millum 7. og 8. Aprilis hljóp skriða á bæ þann, er hét Bjarnastaðir, svo mikil, að áin stíflaðist upp og fólk flúði af næstu bæjum, fyrir það áin gekk svo hátt í hlíðar. Sex manneskjur dóu í bænum, sem skriðan tók, allmargt af fé og hestum og fólkið hulið undir skriðunni (Hrafnagilsannáll). …(1720) Um haustið 1720 féll sú mikla skriða í Vatnsdal vestur eður fjallhlaup, er burt tók bæinn að Bjarnastöðum ásamt húsum, túnum etc. Urðu þar undir 6 menn með bónda og húsfreyju. Af hverju skelfilega skriðuhlaupi að stífla settist í Vatnsdalsá, svo fyrir framan gjörðist eitt stórt flóð eður stöðuvatn, sem féll upp á tún og engjar sumra Þingeyrarjarða, hvar fyrir þær í eyði lögðust, og var afturfært klaustureftirgjaldið etc. um 30 eður 20 rixdali. - (önnur frásögn úr sama annál): Þá um haustið skeði það mikla skriðu- eður fjallhlaup í Vatnsdal in Octobri, að fjallið sprakk fram yfir bæinn á Bjarnastöðum í Vatnsdal, tók burt allt, er þar var kvikt, menn og málleysingja, hús og tún gjörvalt ásamt engi því, er nálægt var. Fórust þar í 7 menn með bónda og húsfreyju. Stíflaði svo þetta mikla fjallhlaup upp Vatnsdalsá, að mikið vatnsflóð varð fyrir framan skriðuna, hvert fljót eður flóð burt tók að mestu um nokkur ár allt engjatak undan 8 Þingeyrajörðum. Hefur í því flóði fengist mikil silungsveiði (Sjávarborgarannáll). …(1720) Um haustið hin mesta væta; féllu víða stórar skriður, þó sérdeilis sú stóra skriða, sem aftók bæinn í Vatnsdal, sem Bjarnastaðir hét, næsti bær við Skíðastaði, sem aftók í hinni fyrri skriðunni, sem féll Anno 1545. Skriðan, sem aftók Bjarnastaði, féll þar ofan fjallið og tók af bæinn og dó þar allt fólkið, nema einn aðkomandi maður; var sagt, að hefði út litið um nóttina og til skriðunnar séð, og sem snarast í burt hlaupið eða riðið og komist svo undan. Smalinn kom ekki heldur heim um kveldið og lifði hann, en því, í bænum var, sást ekkert eftir af neitt; en sagt var, að einn svæfill eður þægindi hefði hinumegin í hlíðinni fundist. Skriða þessi féll yfir um dalinn og upp í hlíð hinu megin, stemmdist svo upp áin, og varð hið mesta vatn framarlega í dalnum fyrr en löngu síðar, þá hún sig einhversstaðar fram ræsti (Skriðufall þetta virðist hafa orðið nóttina milli 8. og 9. okt.). Fólkið þar í dalnum varð mjög óttaslegið, og lá við, sumt mundi úr dalnum flytja sig (Grímsstaðaannáll). …(1720) Um haustið þessa árs fellur ein hræðileg skriða norður í Vatnsdal yfir þann bæ Bjarnarstaði; hvar inni dóu 5 manneskju, líka hestar, kýr og fé; það klofnaði fjallið fyrir ofan og hljóp svo grjótið yfir um dalinn og áin stemmdist, inn til þess hún tók nokkuð lítið að ræsa sig vorið eptir, og af því hún tók nokkuð lítið að ræsa sig vorið eftir, og af því hún óx og varð sem stöðuvatn svo lengi meira og meira, lá við, menn gengi frá bæjum í dalnum (Hvammsannáll). …(1720) En nóttina eftir hinn 10da októbrís, hálfum mánuði fyrir vetur, féll grjótskriða ógurleg úr fjalli uppundan Bjarnastöðum í Vatnsdal, og tók af bæinn og 6 menn, var þar með bóndinn og kona hans, hljóp hún síðan í ána, og stíflaði hana, svo ei mátti framkomast, náði sú skriða suður til Márstaða, og tók þar nokkuð af velli, en spillti sumu, varð af henni, of svo stíflum þeim, er áin gjörði, mikill skaði á jörðum beggja vegna í Dalnum, allt fram að Hvammi og Kornsá, svo leiga féll stórum (Espólín). – Bjarnastaðir: …Hinn 8. október 1720 skapaðist stórt stöðuvatn í Vatnsdalnum, 14 faðmar á dýpt, og hafði það aldrei verið þar fyrr. Orsökin var sú, að skriða geysimikil hljóp úr fjallinu austan dalsins og yfir hann þveran. Stíflaðist þá rennsli Vatnsdalsár að mestu, en bærinn Bjarnastaðir eyddust, og fórust þar 6 menn. Vatnið kallast Vatnsdalsflóð, og hefur það að vísu minnkað allmikið síðan af aur og sandi, sem í það berst, en engu að síður hefur þetta valdið miklu tjóni í sveitinni (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777). – Bjarnastaðir: …Bjarnastaðir fóru í eyði 1720. Eyddust af skriðuhlaupi. Bjarni Halldórsson sýslumaður lét byggja Bjarnastaði aftur um 1753 (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777). – Bjarnastaðir: …Það bar nóttina milli 10. og 11. okt. (1720), hálfum mánuði fyrir vetur, að grjótskriða ógurleg hljóp úr fjalli uppundan Bjarnastöðum í Vatnsdal. Mátti svo að kveða að springi fram öll fjallshlíðin,, sem sjá má merki til. Tók hún bæinn allan og mestan eða allan hluta lands jarðarinnar, með 7 mönnum. Var þar með bóndinn, er Þorkell er nefndur og kona hans með 5 öðrum. Hún tók og hross og sauðfé er nærri var bænum og svo naut (þ.e. kýr). Hún stíflaði og Vatnsdalsá og fyllti farveg hennar grjóti og jarðbrotum, og vestanvert við ána eru grjóthaugar miklir, er mælt að séu leifar skriðunnar og kallast Vatnsdalshólar, er meiri eru líkindi þess, að leifar séum þeir annarar eldi skriðu, all–ógurlegrar og finnst í Árbók að fallið hafi 1545, eru hólar þeir svo margir og þétt saman, að trautt eða ekki má telja. Eftir það rann áin í flóa að ofan, en er nú stöðuvatn, síðan hún náði aftur farveg gegnum skriðuna, þar heita Skriðuvöð, og reyndu menn til að grafa hann. Þó mun vatnið, Vatnsdalsflóð eða Flóðið,sem kallað er vera miklu minna nú. Er það nú á dögum smámsaman að grynnast, að því er kunnugir menn segja, svo hólmar og sandeyrar koma upp úr því. Náði skriðan allt suður til Másstaða og tók þar nokkuð af velli, en út frá bænum spillti hún mjög. Varð af skriðu þessari og uppstíflan árinnar skaði mikill í dalnum báðum megin, allt fram að Hvammi og Kornsá, að þær færðust mjög úr vanaleigu, svo byggðar yrðu. Voru það sumir ábúendur þeirra, er vildu segja þeim lausum (Úr Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar, Rósberg G. Snædal, Hrakfallabálkur, 1969). – Bjarnastaðir: ...Skriðurani liggur austur frá meginhólunum og framan hans er Flóðið, allstórt vatn, en grunnt. Flóðið myndaðist við skriðuhlaup það úr Vatnsdalsfjalli, og kennt hefir verið við Bjarnastaði (8.–9. okt. 1720). Tók þá af bæinn á Bjarnastöðum og heimilisfólkið fórst. Jafnframt stíflaðist áin og hin miklu og fögru engjalönd, þar sem nú er Flóðið hurfu í vatn. Sagt er að Flóðið hafi í upphafi náð fram að Kornsá. Áin braut sér svo farveg, þar sem nú heitir Skriðuvað (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978). – Bjarnastaðir: …Bjarnastaðir eru gamalt góðbýli, metið til 40 hdr. 1713, en við skriðuna 1720 fór engi undir vatn, tún og beitiland spilltist, og jörðin fór í eyði um tíma. Enn er skriðuhætt þar (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978). – Bjarnastaðir: …Önnur skriða féll 1720 litlu sunnar en Skíðastaðaskriða. Kallast hún Bjarnastaðaskriða. …Skriðan féll 8. eða 9. dag októbermánaðar. Hún fór yfir bæinn á Bjarnastöðum og drap sex menn og eitthvað af skepnum. …Niður af Sandfelli er Vörðufell, leirgulur kambur (úr líparíti). Þar átti Bjarnastaðaskriða upptök sín. …og eru upptök skriðunnar vestan í því. Norðan við fellið (og skriðuna) er allmikið gil, sem nú kallast Hrygglækur, en var fyrrum kallað Bæjargil, enda stóð bærinn þá norðar með fjallinu. Hygg ég. Að þar sé hinn forni Mógilslækur, sem takmarkaði landnám Jörundar háls að norðan. …Af Flathól er auðvelt að greina skriðufarið í hlíðinni úr Vörðufelli og niður að Skriðuvaði. Það er ljósleitara og móleitara en Skíðastaðaskriða, þótt skammt sé á milli. …hún (skriðan) bar stórgrýti og aur ofan í farveg Vatnsdalsár, þar sem áður hét Hólavað, og hækkaði árbotninn, svo að stórt lón myndaðist í utanverðum Vatnsdal. Kallast það Flóðið, en vaðið á ánni heitir síðan Skriðuvað. …Áður en Bjarnastaðaskriða féll og Flóðið myndaðist, lítur út fyrir að dalbotninn hafi verið votlent en grösugt engjaland, sem Vatnsdalsá liðaðist um. Þar hafa verið smávötn og tjarnir. Hólatjörn kallast enn undan túninu í Vatnsdalshólum. Þótt hún sé horfin í Flóðið. Fyrrum var silungsveiði frá Breiðabólstað í Kórtjörn og Breiðabólstaðartjörn, en þær hafa farið í Flóðið (Árbók FÍ, 1964).

Related entity

Másstaðir í Þingi ((1930))

Identifier of related entity

HAH00504

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Grundarkot: …Túni er hætt fyrir skriðum, og hefur það oft erfiði kostað. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Grundarkot: …Þá (2.–3. okt. 1887) féllu og skriður á túnið í Grundarkoti í Vatnsdal og eyðilögðu þar að öllu. Grundarkot var býli milli Hjallalands og Másstaða (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955). – Grundarkot: ...Grundarkot fylgdi áður Másstöðum, en tilheyra nú Hjallalandi. Jörundur háls nefndist maður, er nam land frá Urðarvatni (sem nú nefnist Hvammstjörn) til Mógilslækjar, er skipti löndum hans og Hvata. Lækur þessi er af sumum talinn löngu týndur í skriðuföllum, en af öðrum vera lækurinn er sytrar undan skriðunni við Hnausatjörnina. Jörundur bjó að Grund undir Jörundarfelli. Trúlegast er að Hjallaland hafi byggt úr landi Grundar, en með tímanum hafi það orðið aðalbýlið, og nafn Grundar breyst í Grundarkot. Kotið eyddist í skriðu árið 1887 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Másstaðir: …Landskuld þar af ij c í næstu 11 eður 12 ár, áður ii c; því aftur færð að skriður fordjörfuðu (1701 eða 1702). …Túnið er fordjarfað af skriðum, og vofir sá skaði yfir jafnan, svo að hvergi er óhætt bænum né kirkjunni. Hagarnir eru af skriðum mikinn part eyðilagðir. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Másstaðir: …Tún ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. …Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll (Bjarnastaðaskriða), metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman, uns kirkju tók af í snjóflóði 1811 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978). – Másstaðir: …Á Másstöðum var áður kirkja og kirkjugarður. Á annan dag páska árið 1811 féll snjóskriða á kirkjuna, er verið var að messa. Ekki hlaust þó manntjón af, en prestur þótti óvenju fljótur að embætta þann daginn. Kirkjan skemmdist svo mikið að ekki þótti borga sig að gera við hana. …Þegar Bjarnastaðaskriða féll árið 1720 myndaðist Flóðið, og fóru þá geysimiklar engjar undir vatn. Mun þá stórlega hafa dregið úr landgæðum Másstaða, en auk þess hafa minni skriður dregið þar úr landgæðum, sem á nálægum jörðum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Skriðukot: …(kot hjá vallargarðinum á Másstöðum, í eyði síðan 1702) …En fyrir 11 árum er það af skriðum eyðilagt, en leifar af túni og engjum lagðar til hinna parta jarðarinnar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Skammbeinskot: …(hjáleiga við túngarðinn á Másstöðum, í eyði síðan 1708). …Skriður hafa túnið fordjarfað, og því hefur það í auðn fallið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Steinkot: …(afbýli frá Másstöðum) …Hér er ekki svo mjög við skriðum hætt sem á túnin heimabýlanna þessarar jarðar (Másstaðir), en því er hér svo lítill útigangspeningur settur á jörðina, að hagaleifarnar í fjallskriðunum eru furðulega snögglendar og byrgjast strax ef að vetrarblotar á skyggja. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

Related entity

Hjallaland í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00292

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hjallaland: …(1390) Sumar hart, og spiltust mjög akrar og hey. Regn svo mikil um haustið norðanlands og löng, að enginn mundi slík undur sem þar gerðust af, vatnagangur og skriðuföll. …og bæ í Hjallalandi í Vatnsdal, og létust þar sex menn, og víða snérist um jörð (Lögmannsannáll). ……(1390) Dauði Hrafns lögmanns Bótólfssonar í Lönguhlíð og húsfreyju hans með þeim kynstrum að jörðin sprakk í sundur og hljóp þar upp vatn í stofunni og sökk allur bærinn svo og kirkjan og 10 menn aðrir og en 2 bæir aðrir og margir bæir í Vatnsdal (Gottskálksannáll). – Hjallaland: …(1611) Þá var kallað skriðnahaust, þær féllu víða. Tók bæinn á Hjallalandi í Vatnsdal og völl nær allan (Skarðsannáll). – Hjallaland: …Túninu er mjög hætt fyrir skriðum, og hefur það því að stórmeini orðið. Ekki er heldur bænum óhætt fyrir fjallskriðum, hefur þó þrisvar undan skriðunum færður verið, þangað sem nú er hann síðast. Úthagar fordjarfast árlega af skriðuföllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Hjallaland: ...Allmargir fossar eru á leiðinni og nefni ég þar úðafossinn Holtsfoss eða Hjallafoss vegna mikillar hæðar sinnar. Þarna eru líka margar og miklar skriður sem fallið hafa á fyrri tíð. Margt athyglisvert var mér sýnt, t.d. staðurinn þar sem bærinn Hjallaland hafði staðið. ...Árið 1390 hlupu skriður á bæinn Hjallaland og létu sex manns þá lífið (Konrad Maurer, Íslandsferð 1858). – Hjallaland: …Hjallaland er ein af mestu jörðum í Vatnsdal. …Túngarðinn hlóð hann úr stógrýti og var að því í 5 ár (lokið 1875). Garðurinn var ekki aðeins ætlaður til að verjast ágangi búpenings, heldur og til varnar skriðum ofan úr fjallinu (Páll V. G. Kolka, Jósep á Hjallalandi, Jörð, 8. árg. 1946). – Hjallaland: …Hjallalandsbær stendur á skriðugrund norðanhallt við Hjallann, og hallar túninu hægt niður að Flóðinu. Í Jarðabók Á.M. segir, að bærinn hafi þrisvar verið færður undan skriðum, þangað sem nú er hann. Árið 1390, um haustið, „tók bæ allan á Hjallalandi í Vatnsdal og sex menn“(Árbók FÍ, 1964). – Hjallaland: ...Bærinn stendur á skriðubungu vestur frá Jörundarfelli skammt frá austustu kvísl Vatnsdalsár. ...Skriðuhætt hefir löngum verið á Hjallalandi. Tók af bæinn við skriðuhlaup 1390 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978).

Related entity

Hvammur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00049

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.9.1701

Description of relationship

– Hvammur: …(1701) Þriðjudag næstan eftir (20. sept.) kom víða um land regn ákaflegt af suðri með vindi, og gerði skaða mikinn á engjum og túnvöllum sumstaðar í norðursveitum. Hlupu þá og skriður og ein mikil á völl að Hvammi í Vatnsdal (Vallaannáll). – Hvammur: …Jarðardýrleiki er sagður að fornu verið hafa lxxxc og varaði það inn til þess að Guðmundur Hákonarson felldi xc af dýrleikanum, þá stórskriða hafði fordjarfað túnið, og síðan er jörðin kölluð og tíunduð lxx. …En í næstu fimm ár, síðan nýjar skriður fordjörfuðu þennan part (1701), hefur lögmaðurinn að nokkrum parti tekið í landskuld. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Hvammskot: …Túnin eru fordjörfuð af skriðum, hefur sá skaði nýlega aukist, og ei óhætt að meiri skaði verði. Fjallhagar jarðarinnar mestallir eru eyðilagðir af skriðum fyrir norðan bæinn. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Hvammskot: …Hvammskot (eyðibýli), eyddist af skriðu, yfrið nóg graslendi, ef bærinn væri fluttur (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777). – Hvammur: ...Landsendasteinn er afar stór einstakur steinn á Landsendanum (graslendi, upp og ofan með brattanum ofan við túnið). Sú saga er um hann, að tröllskessa hafi komið fram á brúnina Hjallaklettum og kastað stafnum sínum og ætlað að henda honum í kirkjuna í Hvammi. Stafurinn brotnaði, og annar hlutinn koma þarna niður, en hinn átti að hafa verið hestasteinn í Hvammi (sögn um grjóthrun?). Enginn slíkur steinn er þar. ...Hvammsurð, í daglegu tali kölluð Urð, er snarbrött blágrýtisurð allt ofan frá Hvammsnibbuklettum og ofan að Flóa, og er hún löng út og suður. Hátt uppi í Urðinni, lítið fyrir neðan kletta, er reyniviðarhrísla nokkuð stór og hefur verið þar í marga tugi ára, eða svo hundruðum ára skiptir. Þegar afi Hallgríms kom að Hvammi 1903, var sagt að margt fólk gæti falið sig í hríslunni. Það hefur orðið henni til lífs, að Urðin er þarna ófær fyrir kindur og einnig það að ekkert hefur hrunið úr standklettunum ofan við hrísluna, en annars er mikið grjóthrun niður í Urðina. Á sumrin heyrðust oft steinar skoppa og sást rykmökkur undan smáskriðum sem féllu. ...Vegur var í urðarjaðrinum allra neðst við Flóann, eldgamall. ...Þegar fyrri Örnefnaskrá er gerð 1940, er brúin að sökkva, því kaldavermslið er afar mikið og djúpt, eins og þar segir. Urðin hefur þá hlaupið ofan á Parti, fram yfir gamla veginn, og útlit fyrir, að enn muni hlaupa fram partur af henni. Nú er brúin komin undir nýja veginn. Hún var alltaf að síga og var sokkin. ...Holtið er mikill hávaði fyrir norðan Hvammsurð, niður undan Fossgilinu, eldgamall skriðuhryggur og framburður frá gilinu. ...Það var gróið bæði að norðan og sunnan, en háholtið var meiri skriða. (Hallgrímur Guðjónsson, Brot úr örnefnalýsingu frá Hvammi í Vatnsdal, Húnvetningur, 1998). – Hvammur, Fosskot: …Fosskot var niður á skriðunni og norðan Fosslækjarins. Mun þar hafa verið harðbýlt, ekki síst vegna tíðra skriðufalla. Nokkru ofar sér fyrir grjótveggjum, og var þar stekkur, sem mun hafa verið notaður fram á þessa öld (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Eilíftóftir: …(húsmannstóttir við Hvamm, í eyði í nær 100 ár). …Sett á þrælsgerði. ómögulegt aftur að byggja jörðunni að skaðlausu. Þar með hefur skriða brotið mestan hlut hins forna gerðis. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00039

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Eyjólfsstaðir: ...Í Eyjólfsstaðalandi er eyðibær, sem heitir Kárastaður. Þar er nú stekkur. ...og er sagt að bærinn hafi í fyrstu staðið þar, sem eyðibærinn Kárastaðir er, en verið síðan fluttur þangað sem nú eru Eyjólfsstaðir. Mun þar hafa þótt óhættara fyrir skriðum. Þá hefur bærinn að líkindum skipt um nafn. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn sögustaða í vesturhluta Húnavatnssýslu sumarið 1894, Árbók Fornleifafélagsins, 1895).

Related entity

Hof í Vatnsdal (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00048

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hof: …Túninu er merkilega hætt fyrir skriðu, og hefur hún á vorum dögum að miklum skaða orðið, sem nú er þó bættur, nema einn eyrirsvöllur, hann hefur skriðan aleytt. …Enginu grandar lækjarskriða úr fjalli, og líka stundum Vatnsdalsá með grjóti og sandi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Gróustaðir: ...Gróustaðir, heita enn skammt fyrir utan Hof. Þar hefir fallið skriða mikil (Gróustaðaskriða). Fyrir neðan hana sér fyrir óglöggum rústum, sem þó líta helst út fyrir að vera gamlir stekkir. Enda er af sögunni að ráða, að bæjarrústin geti eigi sést, því að skriðan hylji hana. (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn sögustaða í vesturhluta Húnavatnssýslu sumarið 1894, Árbók Fornleifafélagsins, 1895). – Gróustaðir: …Gróustaðir voru norðan Hofsmela, og liggur vegurinn nú um túnið. Enn má merkja nokkrar byggðaleifar sunnan við skógræktargirðingu hreppsins. Þar mun hafa verið búið á 18. og 19. öld. Gróa sú, er kotið er kennt við, kemur við sögu í Vatnsdælu, og hafði hún það m.a. sér til ágætis að vera fjölkunnug. …Lauk ævi Gróu svo, að hún fórst í skriðu, er þurrkaði bæinn út, og með henni allir menn er þar voru (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Gróustaðir (Hof): ...Lækur rennur úr hlíðinni niður Hofstún og heitir Grjótá. Hann ber með sér aur á túnið, og stundum hafa fallið þar skriður. Gróustaða er getið í Vatnsdæla sögu nálægt Hofi og eyddist í skriðuhlaupi. Um 1700 var byggt þar hjáleigubýli frá Hofi. Nú horfið (Árbók FÍ, 1964).

Related entity

Gilá í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00042

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Gilá: …Túninu á þeim parti jarðarinnar, sem Giljaá heitir, granda leir– og grjótskriður úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00045

Category of relationship

associative

Dates of relationship

31.7.1825

Description of relationship

– Guðrúnarstaðir: …Túninu grandar lækjarskriða með grjóti. Ekki er kvikfé óhætt fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Guðrúnarstaðir: …(1825) Var rekjusamt og ógnarleg rigning nóttina 31. júlí. Féll þá stór skriða í Guðrúnarstaðahlíð úr fjallsbrún ofan í á. Var hún engri skepnu fær viku á eftir (Brandsstaðaannáll).

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Tungumúli í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00568

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.10.1887

Description of relationship

– Tungumúli, Kot: …Þá (2.–3. okt. 1887) féllu 57 skriður vestan í Tungumúlanum (framarlega í Vatnsdal) framan frá Friðmundará og út úr. Þrjár af skriðunum fóru yfir Vatnsdalsá í stórflóði og ein skriðan eyðilagði mikinn hluta túnsins í Koti (nú Sunnuhlíð). (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

Related entity

Sunnuhlíð í Vatnsdal - Kot / Torfustaðakot ((1950))

Identifier of related entity

HAH00057

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Torfustaðir/Kot: …Enginu granda leirskriður úr fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Forsæludalur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00041

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Forsæludalur: …Túninu grandar leirskriða. Engjar öngvar, nema það sem hent verður í haglendisbrekkum, og spilla smáskriður þeim árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Dalkot: …(hjáleiga norðan við túnið í Forsæludal) Landskuld er nú xl álnir, var áður lx og því aftur fært, að skriða fordjarfaði engið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Grímstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00044

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Grímstunga: …Túninu granda leirskriður af brattlendi. Ekki er fjárhúsi óhætt fyrir snjóflóði. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Þórhallastaðir: …fornt eyðibýli, tilheyrir Grímstungu. Girðingarnar hafa brattlendisskriður og Vatnsdalsá eyðilagt og að manna meining aldrei bólstaður verið í 200 ár, eður lengur. Örvænt aftur að byggja, því skriður hafa töður og engjar öldungis eyðilagt. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Þórhallastaðir: …Hinum megin (vestan) ár, gegnt Sunnuhlíð, sjást vallgrónar tættur á grænum bala í litlum hvammi. Þarna stóðu Þórhallastaðir, þar sem Grettir glímdi við Glám. Hlíðin vestur og upp af bænum er allbrött, og má því með sanni segja, að skammdegi sé þar langt. Árni Magnússon segir, að bæjarstæðið sé öllum kunnugt, og haldi það enn nafninu. Girðingarnar hafi brattlendisskriður og Vatnsdalsá eyðilagt. „Þar hefur aldrei bólstaður verið í 200 ár eða lengur og skal átölulaust vera Grímstunguland um aldur og ævi (Árbók FÍ, 1964).

Related entity

Saurbær í Vatnsdal ((1200))

Identifier of related entity

HAH00054

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Saurbær: …Jarðföll skemma haglendi stórlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Brúsastaðir í Vatnsdal ((1500))

Identifier of related entity

HAH00038

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Brúsastaðir: …Túninu spillir skriða úr brattlendi, og lækur sem jarðföll gjörir í túninu. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Undirfell í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00569

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Undirfell: …Túninu grandar vatnsgangur, mýrar að neðan en leirlækir að ofan, og þverá sem hjá bænum fellur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Kornsá í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00051

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Kornsá: …Túninu grandar vatnsgangur, mýrar að neðan en leirlækir að ofan, og þverá sem hjá bænum fellur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Gilsstaðir í Vatnsdal ((1300))

Identifier of related entity

HAH00043

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Gilsstaðir: …Túninu grandar grjótskriða af brattlendis lækjum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Flaga í Vatnsdal ((1920))

Identifier of related entity

HAH00040

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Flaga: …Túninu grandar lækjarskriða úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Flaga: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).

Related entity

Helgavatn í Vatnsdal ((1000))

Identifier of related entity

HAH00287

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Helgavatn: …Túninu grandar lækjarskriða úr brattlendi, og er hætt við spjöllum árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Vatnsdalur (alm.): …Hlíðar hafa skemmst af skriðum og láglendið af vatnagangi með landbroti (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Grímstungukirkjusókn, 1844). – Vatnsdalur: …Grímstunga, Haukagil, Saurbær, Gilá, Marðarnúpur, Guðrúnarstaðir, Vaglir, Kárdalstunga, Þórormstunga, Torfastaðir, Dalkot, Forsæludalur: …Samt má heita milli þeirra, og flestir standa þeir undir fjalla– og hálsahlíðum, auk þeirra þriggja sem standa í ártungusporðum, sem nöfn þeirra vísa. Hagbeit þessara bæja álíst betri en heyskapur, sem mjög er ringur í flestum stöðum. Flestallt undir iðulegum skriðuföllum af ám og lækjum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Grímstungukirkjusókn, 1844). – Vatnsdalur: …Bjarnastaðir, Másstaðir, Grundarkot, Hjallaland, Hvammur, Eyjólfsstaðir, Bakki, Hof, Kötlustaðir, (Ás, Brúsastaðir, Snæringsstaðir, Undirfell, Kornsá, Gilstaðir, Flaga, Helgavatn, Hnjúkur). …Allar ganga þær af sér fyrir sandfok, skriður, jarðföll, vatnayfirgang og uppblástur, sem sjá má þar af meðal annars, að í landnámatíð var dalurinn skógi vaxinn, en nú sér þar ekki nema í einstökum forarflóum smákvist að vestan, engan að austan (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Undirfellssókn, 1840).

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/LH1OVE1I/NI-01030.pdf

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places