Hjallaland í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Hjallaland í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Bærinn stendur á skriðubungu vestur frá Jörundarfelli skammt frá austustu kvísl Vatnsdalsár. Túnið er ræktað á skriðu, en engjar í óshólmum Vatnsdalsár og á bökkum hennar, mikið af engjum er áborið. Beitiland er í flóum og grundum meðfram fjallinu og í því sjálfu - Deildarhjalli. Býlið er landnámsjörð og hét þá Grund undir Felli. Með jörðinni er nú metið Grundarkot sem lá áður til Másstaða. Hjallaland var fyrrum klausturjörð en varð bændaeign snemma á 19. öld. Skriðuhætt hefir löngum verið á Hjallalandi. Tók bæinn af við skriðuhlaup árið 1390. Íbúðarhús byggt 1883, 580 m3. Fjós fyrir 30 gripi. Fjárhús yfir 320 fjár. Hesthús. Hlöður 1280 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Eigandi jarðarinnar 1975; Magdalena Margrét Sæmundsen 27. maí 1921 - 31. okt. 1998. Var á Blönduósi 1930. Verslunarmaður í Reykjavík og á Blönduósi. Var í Sæmundsenshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Fósturdóttir: Sigríður Hermannsdóttir f. 3.3.1955.

Places

Sveinsstaðahreppur; Vatnsdalur; Vatnsdalsá; Hvammur í Vatnsdal; Partskvíslarbakki; Stórhólmatá; Hnappeyri; Hnjúkseyri; Grundarkot; Sauðadalur; Jörundarfell; Grund undir Felli; Deildarhjalli; Másstaðir;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1870-1910- Jósef Einarsson 26. júní 1839 - 21. maí 1916. Barn á Svínavatni, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Bóndi á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Hjallalandi í Vatnsdal. Sambýliskona hans; Guðrún Þorgrímsdóttir 3. apríl 1835 - í júní 1924. Var í Drangi, Breiðabólsstaðarsókn, Snæf. 1845. Bústýra á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Hjallalandi í Vatnsdal.

1910-1927- Jórunn Anna Jósefsdóttir 15. apríl 1869 - 19. maí 1927. Dó ógift og barnlaus.

1927-1957- Einar Sigurðsson 1. jan. 1876 - 14. nóv. 1962. Bóndi í Hjallalandi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Hjallalandi, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Ókv.

1957- Jón Pálmason 2. maí 1930. Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.
Zophonías Pálmason 28. apríl 1931 - 29. des. 2018. Bóndi á Hjallalandi og síðar í Hnausum í Sveinsstaðahreppi. Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.
Bústýra þeirra; Oddný Jónsdóttir 27. okt. 1902 - 11. jan. 1989. Var á Másstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Ráðskona á Másstöðum og Hnausum. Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.

Sigríður Hermannsdóttir 3. mars 1955, húsmóðir á Hjallalandi í Vatnsdal

General context

Merkjaskrá fyrir jörðinni Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi og Húnavatnssýslu.

Að sunnan, milli Hjallalands og Hvamms, eru merki úr vörðu á litlum melhól í fjallshlíðinni, skammt fyrir ofan veginn, og beint vestur í merkjastein á Partskvíslarbakkanum, frá honum í annan merkjastein, sem nú stendur norðast á Stórhólmatá, frá fyr nefndri vörðu gengur línan beint í fjall upp, frá merkjasteini þeim, sem áður er nefndur á Stórhólmatá, ræður Vatnsdalsá, sem fellur fyrir vestan Hnappeyri, norður að hólma þeim, sem liggur milli Hjallalands og Helgavatns, og merkjasteinn stendur á, frá honum bein lína í merkjastein, sem stendur á austanverðri stóru Hnjúkseyri, og sem er hornmerki milli Hjallalands og Grundarkots, frá þessum merkjasteini gengur merkjalínan til austurs í gamalt garðlag, sem er í millum nýnefndra bæja, og þá áfram sömu stefnulínu á fjall upp, ræður þá háfjalllið, sem vötn að falla, fram til fyr nefndrar merkjalínu milli Hjallalands og Hvamms. Jörðin Hjallaland á beit og slægjur í Grundarkotslandi.

Hjallaland, 18. júlí 1890.
Jósep Einarsson eigandi.
B.G. Blöndal eigandi Hvamms.
Magnús Steindórsson eigandi ½ Sauðadal.

Lesið upp á manntalsþingi að Sveinsstöðum, hinn 27. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 235, fol. 122.

Relationships area

Related entity

Þórey Jónsdóttir (1900-1966) Skála á Skagaströnd og á Blönduósi (22.6.1900 - 29.12.1966)

Identifier of related entity

HAH04994

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

ráðskona þar 1930

Related entity

Jón Ívarsson (1934-2013) skipstjóri Skagaströnd (10.1.1934 - 29.12.2013)

Identifier of related entity

HAH05675

Category of relationship

associative

Dates of relationship

10.1.1934

Description of relationship

fæddist þar

Related entity

Jósef Davíðsson (1832) Eiðsstöðum (3.5.1832 -)

Identifier of related entity

HAH09332

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1870

Related entity

Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir (1857) Hjallalandi frá Syðriey (27.7.1857 -)

Identifier of related entity

HAH07174

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

tökubarn þar 1870

Related entity

Hnausar í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00294

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Hnjúkur í Þingi ((880))

Identifier of related entity

HAH00501

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.5.1890

Description of relationship

Sameigileg landamörk.

Related entity

Jósef Jósefsson (1894-1967) Másstöðum í Þingi (26.9.1894 - 16.7.1967)

Identifier of related entity

HAH09334

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fjárhirðir þar 1930

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hjallaland: …(1390) Sumar hart, og spiltust mjög akrar og hey. Regn svo mikil um haustið norðanlands og löng, að enginn mundi slík undur sem þar gerðust af, vatnagangur og skriðuföll. …og bæ í Hjallalandi í Vatnsdal, og létust þar sex menn, og víða snérist um jörð (Lögmannsannáll). ……(1390) Dauði Hrafns lögmanns Bótólfssonar í Lönguhlíð og húsfreyju hans með þeim kynstrum að jörðin sprakk í sundur og hljóp þar upp vatn í stofunni og sökk allur bærinn svo og kirkjan og 10 menn aðrir og en 2 bæir aðrir og margir bæir í Vatnsdal (Gottskálksannáll). – Hjallaland: …(1611) Þá var kallað skriðnahaust, þær féllu víða. Tók bæinn á Hjallalandi í Vatnsdal og völl nær allan (Skarðsannáll). – Hjallaland: …Túninu er mjög hætt fyrir skriðum, og hefur það því að stórmeini orðið. Ekki er heldur bænum óhætt fyrir fjallskriðum, hefur þó þrisvar undan skriðunum færður verið, þangað sem nú er hann síðast. Úthagar fordjarfast árlega af skriðuföllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Hjallaland: ...Allmargir fossar eru á leiðinni og nefni ég þar úðafossinn Holtsfoss eða Hjallafoss vegna mikillar hæðar sinnar. Þarna eru líka margar og miklar skriður sem fallið hafa á fyrri tíð. Margt athyglisvert var mér sýnt, t.d. staðurinn þar sem bærinn Hjallaland hafði staðið. ...Árið 1390 hlupu skriður á bæinn Hjallaland og létu sex manns þá lífið (Konrad Maurer, Íslandsferð 1858). – Hjallaland: …Hjallaland er ein af mestu jörðum í Vatnsdal. …Túngarðinn hlóð hann úr stógrýti og var að því í 5 ár (lokið 1875). Garðurinn var ekki aðeins ætlaður til að verjast ágangi búpenings, heldur og til varnar skriðum ofan úr fjallinu (Páll V. G. Kolka, Jósep á Hjallalandi, Jörð, 8. árg. 1946). – Hjallaland: …Hjallalandsbær stendur á skriðugrund norðanhallt við Hjallann, og hallar túninu hægt niður að Flóðinu. Í Jarðabók Á.M. segir, að bærinn hafi þrisvar verið færður undan skriðum, þangað sem nú er hann. Árið 1390, um haustið, „tók bæ allan á Hjallalandi í Vatnsdal og sex menn“(Árbók FÍ, 1964). – Hjallaland: ...Bærinn stendur á skriðubungu vestur frá Jörundarfelli skammt frá austustu kvísl Vatnsdalsár. ...Skriðuhætt hefir löngum verið á Hjallalandi. Tók af bæinn við skriðuhlaup 1390 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978).

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sveinsstaðahreppur 1000-2005 (1000-2005)

Identifier of related entity

HAH10031

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

is the associate of

Hjallaland í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jórunn Anna Jósefsdóttir (1869-1927) Hjallalandi Vatnsdal (15.4.1869 - 19.5.1927)

Identifier of related entity

HAH06640

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

15.4.1869

Description of relationship

Fædd dar og bjó þar alla ævi, síðast bóndi þar

Related entity

Jósef Einarsson (1839-1916) Hjallalandi (27.6.1841 - 21.5.1916)

Identifier of related entity

HAH05398

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jósef Einarsson (1839-1916) Hjallalandi

controls

Hjallaland í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Sigríður Hermannsdóttir (1955) Hjallalandi (3.3.1955 -)

Identifier of related entity

HAH06872

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigríður Hermannsdóttir (1955) Hjallalandi

controls

Hjallaland í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Ingibjörg Þórarinsdóttir (1853) vk Miðhópi (15.11.1853 -)

Identifier of related entity

HAH06709

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Þórarinsdóttir (1853) vk Miðhópi

controls

Hjallaland í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húskona þar 1890

Related entity

Másstaðir í Þingi ((1930))

Identifier of related entity

HAH00504

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Másstaðir í Þingi

is controlled by

Hjallaland í Vatnsdal

Dates of relationship

1975

Description of relationship

Hjallaland hefur nýtt jörðina

Related entity

Oddný Jónsdóttir (1902-1989) Hnausum (27.10.1902 - 11.1.1989)

Identifier of related entity

HAH01778

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Oddný Jónsdóttir (1902-1989) Hnausum

controls

Hjallaland í Vatnsdal

Dates of relationship

1955

Description of relationship

ráðskona þar frá 1955

Related entity

Einar Sigurðsson (1876-1962) (1.1.1876 - 14.11.1962)

Identifier of related entity

HAH03129

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Einar Sigurðsson (1876-1962)

controls

Hjallaland í Vatnsdal

Dates of relationship

1927

Description of relationship

1927-1957

Related entity

Magdalena Sæmundsen (1921-1998) Blönduósi (27.5.1921 - 31.10.1998)

Identifier of related entity

HAH01724

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Magdalena Sæmundsen (1921-1998) Blönduósi

is owned by

Hjallaland í Vatnsdal

Dates of relationship

um1975

Description of relationship

eigandi jarðarinnar frá1975

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00292

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 235, fol. 122.
Húnaþing II bls 303

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places