Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Brúsastaðir í Vatnsdal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1500)
History
Bærinn stendur á sléttum balarétt neðan brekkna. Túninu hallar mót aaaustri. Víðáttumikið ræktunarland er neðan brekkna sumt mýrelent en þurrir valllendisbakkar meðfram ánni. Beitiland til hálsa stórt og gott. Í túninu sunnan og afan við bæinn er Brúsahóll. Þjóðsagan segir að fé sé fölgið í honum og hafa tilraunir verið gerðar að grafa eftir því, en þá hafi þeim, er að unnu ætíð sínst Þingeyrarkirkja standa í björtu báli og því hætt. Íbúðarhús byggt 1958, 423 m3. Fjárhús yfir 300 fjár og nautgripi í hluta. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 1116 m3. Votheysgryfja. Véla og verkfærageymsla 109 m3. Braggi til geymslu. Tún 44,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.
Places
Vatnsdalur; Ásshreppur; Vatnsdalsá; Brúsahóll; Þingeyrarkirkja; Bræðratópt; Snæringsstaðir; Kornsárkvísl; Laugholt; Skeiðmelur; Ljótunnarmelur; Ás;
Legal status
Jarðardýrleiki xxiiii, og að öðru sem segir um Gilstaði. Eigandinn kóngl. Majestat, og liggur þessi jörð til Þíngeyraklausturs.
Abúandinn Petur Erlendsson.
Landskuld i & xl álnir. Betalast með xl álna fóðri og hinu, sem meira er, í kaupstað, en nokkuð í peníngum, þá kaupstaðargjald þrýtur.
Leigukúgildi v. Leigur gjaldast í smjöri, eður nokkuð lítið í peníngum ef smjör brestur, heim til klaustursins. Kvaðir eru hestlán um haust á Skaga. Dagsláttur í Hnausum um sumur, á klaustursins búi. Kúgildi eru óuppbætt í 8 ár, sem ábúandi segist gömul meðtekið hafa. Kvikfenaður iii kýr, i kvíga tvævetur, i veturgömul, xl ær, ii sauðir tvævetrir, viii veturgamlir, xxii lömb, ii hestar, ii hross, i foli tvævetur, i fyl. Fóðrast kann v kýr, xxx lömb, xl ær, v hestar. Torfrista og stúnga hjálpleg. Rifhrís til kolgjörðar og eldiviðar nægilegt. Silúngsveiðivon lítil í Vatnsdalsá.
Deiluefni er um land það, sem nú er kallað Brúsastaðastaðahólmi undir 20 ár, en það eignar sjer ekkjan Sigríður Þorvarðsdóttir að Hofi, og kallar hún Hofshólma; hvört hjer hafi ekkjan eður klaustrið rjettara, er ekki reynt að lögum, en stendur þó til greina, því ekkjan klagar. Túninu spillir skriða úr brattlendi, og lækur sem jarðföll gjörir í túninu. Engjar öngvar, nema það sem hent verður í úthögum, síðan presturinn að Undenfelli, Sr. Arnbjörn, nú í ár tók Snæristaði sjer til brúkunar, sem Brúsastaðamenn hafa um lángan aldur brúkað, fyrir xx álna toll til staðarhaldara að Undenfelli. Vatnsból þrýtur um vetur til stórskaÖa, og er þá erfitt að sækja í Vatnsdalsá, eður að öðrum kosti þíða snjó fyrir kvikfje.
Functions, occupations and activities
Húsakynni á Brúsastöðum buðu ekki upp á félagslega aðstöðu nema í lágmarki. Þó var það svo að þangað komu margir og þá ekki síst til að spjalla. Þeir bændurnir voru, hvor á sinn hátt, góðir viðmælendur. Aður sagði ég frá aðferð Benedikts til þess að fylgjast með málefnum dagsins. Af því leiddi að hann vissi vel hvað gerðist í sveitarmálum þótt hann sækti lítið mannfundi. Hann var gagnrýninn og duldi það ekki. Orðræða Kristjáns kennara var á öðru sviði en jafnan létt og blönduð kímni. Ljóð lágu honum á tungu, bæði frumsamin og lærð og hann var vel heima í bókmenntum umfram flesta aðra í sveitinni. Kristján hafði tilfínningu fyrir spaugilegu hliðinni á daglegum viðburðum og orðaði það gjarnan í bundnu máli. Vakti það oft kátínu og var í fæstum tilfellum særandi. Kristján var söngelskur og hafði hljómþýða bassarödd.
Þau Kristján og Margrét bjuggu í einu stofuherbergi sunnan bæjardyra. Var stofan með tveim gluggum móti austri fram á hlaðið og Margrét hafði lítið eldhús inn af stofunni með glugga til suðurs. Loftvar yfír stofunni og var þetta eini húsakostur fjölskyldunnar. Skáli var norðan bæjardyra og þar lengra inn í bænum eldhús Sveinbjargar, einnig að norðanverðu. Geymsla var þar á móti, sunnan gangsins. Ein eða tvær tröppur voru upp í miðbaðstofuna, sem var vestast í bænum með ghiggum í sömu átt upp til brekkunnar og gluggi var til suðurs á suðurhúsinu. Þar var aðsetur Kristjáns Sveinssonar og fleira fólks en þau Benedikt og Sveinbjörg \roru í norðurhúsinu með einum glugga til vesturs.
Aldrei heyrðist talað um sambýlisvandamál á Brúsastöðum og hefir hinn gamli málsháttur „þröngt mega sáttir sitja" trúlega verið hafður þar í hávegum.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Ábúendur;
<1901-1910- Guðrún Gróa Bjarnadóttir Blöndal 6. mars 1854 - 28. feb. 1918. Var á Stað, Staðarsókn, Strand. 1880. Húsfreyja í Steinnesi 1885. Húsfreyja á Breiðabólstað í Neðri Vatnsdal. Húsfreyja á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsmóðir, ekkja, á Brúsastöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901.
1910-1953- Kristján Sigurðsson 27. ágúst 1883 - 10. ágúst 1970. Barnakennari á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Síðast bús. í Mosfellsbæ. Kona hans; Margrét Sigríður Björnsdóttir Blöndal 29. feb. 1884 - 15. okt. 1968. Húsfreyja á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Brúsastöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Akranesi.
1915-1968- Benedikt Bjarni Björnsson Blöndal 18. mars 1887 - 8. júlí 1968. Bóndi á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Brúsastöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans; Sveinbjörg Helga Jónsdóttir Blöndal 7. júlí 1896 - 4. okt. 1973. Húsfreyja á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Brúsastöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.
1956- Lárus Konráðsson 1. desember 1928 - 28. mars 2008 Var á Brúsastöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Bóndi á Brúsastöðum. Kona hans; Ragnheiður Guðrún Blöndal 29. júlí 1928 - 16. apríl 2016 Var á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Brúsastöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Brúsastað í Áshreppi.
General context
Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Brúsastöðum í Ásshreppi.
Að norðanverðu verður Bræðratópt, sem er á milli bæjanna Brúsastaða og Snæringsstaða, og einkennd er með steini, frá henni beina stefnu í grjótvörðu, sem er austur undir Vatnsdalsá, og frá Bræðratópt til vesturs í vörðu, sem er á hæstu brún á hálsinum, og frá henni eptir þessari stefnulínu vestur í Kornsárkvísl. Að sunnanverðu ræður grjótvarða á svonefndu Laugholti og austur frá henni til grjótvörðu á Skeiðmel og annarar á há Ljótunnarmel, þaðan beint austur til Vatnsdalsár. Frá Laugholtsvörðunni til vesturs í grjótvörðu á Miðmundahæð og svo beint eptir þessari stefnulínu vestur á Kornárkvísl. Að vestan ræður Kornsárkvísl, og að austan Vatnsdalsá.
Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Ási 31. maí 1884 og innritað í landamerkjabók sýslunnar No. 6 bls. 4b.
Hinsvegar skráðum landamerkjum fyrir þjóðjörðinni Brúsastöðum erum vjer undirritaðir samþykkir.
Jónas Guðmundsson. Guðmundur Jónasson. Halldór B. Þorláksson
Eigendur að jörðinni Ási í Vatnsdal.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 25.3.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 278
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Ási 31. maí 1884 og innritað í landamerkjabók sýslunnar No. 6 bls. 4b.
Húnaþing II bls 346