Ás í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Ás í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(800)

History

Ás I. Bærinn stendur vestan í Ásnum sem lokar að nokkru fyrir framdalinn. Oft er betra veður framan Ásmela ef andar köldu inn dalinn. Jörðin er mjög land mikil og undirlendi undra mikið á alla vegu. Þar munar mest um Áshagann sem tekur þvert yfir dalinn og er að nokkru tún af náttúrunnar hendi. Vatnsdæla segir frá illþýði því er Ingimundur fékk búsetu í Ási og deildi við syni hans um veiði. Hrolleifur var banamaður Ingimundar, en var síðar drepinn af sonum hans ásamt Ljót móður Hrolleifs. þegar hún var að því komin að snúa öllu landslagi við með tröllskap sínum. Fagurt útsýni er af Ásnum. Jörðinni var skipt í Ás I og II. Hjáleigur voru tvær auk þeirra sem getið er við Ásbrekku; Áshús og Hagahlíð.

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1018 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls, sem er 993 m. Næsti dalur vestan við hann er Víðidalur, en til austurs er Sauðadalur næstur, svo Mjóidalur og að lokum Svínadalur.

Ás II. Íbúðarhús byggt 1950 646 m3, kjallari, hæð og ris með íbúð. Fjós yfir 30 gripi. Haughús 198 m3. Votheysturn 96 m3. Mjólkurhús. Fjárhús yfir 725 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1352 m3. Vélageymslur 466 m3. Tún 85,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Áshreppur er kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal. Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.
Halldóra Bjarnadóttir fæddist í Ási í Vatnsdal 14. október 1873.

Places

Vatnsdalur; Áshreppur; Vatnsdalsá; Ásinn; Ásmelar; Áshagi; Ásbrekka; Áshús; Hagahlíð; Ljótunnarmelur; Langholt; Miðdegishæð; Kornsárkvísl; Ástjörn; Brekkulækur; Saurbær; Þórormstunga; Þingeyrarklaustur; Vatnsdalsfjall; Víðidalsfjall; Víðidalur; Sauðadalur; Mjóidalur; Svínadalur

Legal status

Jarðardýrleiki er almennilega sagður og haldinn xl & og so tíundast jörðin tveim tíundum, til prests og fátækra, sama vottar jarðabókin 1698. En fornar jarðabækur á Bessastöðum
kalla xx c% og so leigði sá eð nú ábýr, eftir byggíngarbrjefi sál. Christoffors Heidemanns, um hið síðasta ár umboðsmannsins sál. Jóns Árnasonar og hið fyrsta ár, sem núverandi lögmann Lauritz Gottrup hjelt jarÖirnar, en þó galst tíund so sem af xl & .
Eigandinn er kóngl. Majestat og er jörðin ein af Vatnsdalsjörðum, sem lögmaðurinn Lauritz Gottrup að Þíngeyrum hefur í forljeníng. Ábúandinn Guðbrandur Amgrímsson fyrrum sýslumaður í Húnavatnsþíngi.
Landskuld er ii &, að fráteknum þeim 2 árum sem fyrr getur. Betalast með einni geldri kú fyrir i & , og xl álna fóðri, en lxxx álnir með sauðum í Höfðakaupstað, síðan Lauritz lögmaður viðtók. En þegar kaupstaðargjald i sauðum hefur brostið, hefur lögmaðurinn í þess stað tekið ullarvöru. Fyrir lögmannsius umráða tið var xx álna fóður, en hitt í landaurum.
Leigukúgildi iiii. Leigur betalast í smjöri eður peníngum heim til umboðshaldarans, inn til þess að fyrir 4 árum innfjellu misgreiníngar á millum lögmannsins og ábúanda, fyrir kúgilda uppbótarleysi af lögmannsins hendi. Kvaðir eru, síðan Lauritz lögmaður hafði umráð: Dagsláttur í Hnausum, klaustursins búi, og fæddi klausturbúið verkamann. Eitt hestlán á Skaga um haust. Hverutveggja befur goldist in natura, þegar ábúandi hefur fengið því viðkomið, en kveðst óviss, hvört sjer hafi verið hvört um sig til reikníngs fært, þá ei hefur goldist in natura. Hvörug þessi kvöð var hjer, so menn viti, áður lögmaðurinn Lauritz Gottrup tók umráð. Leigukúgildi eru óuppbætt af lögmannsins Lauritz Gottrup bendi um haustið alla. Kvikfjenaður vii kýr, ii kvígur veturgamlar, i tarfur veturgamall, xlii ær, i sauður tvævetur, xxi veturgamlir, xxix lömb, i hestur, iii hross, ii folar tvævetrir, ii veturgamlir, i únghryssa, ii fyl.
Fóðrast kann viii kýr, iii úngneyti, xl lömb, lxxx ær, xv hestar. Torfrista og stúnga sæmileg. Reiðíngsrísta lök. Móskurður til eldiviðar hefur a& fornu verið, óvíst hvort nú sje en brúkast ekki. Rif hrís til eldiviðar bjargligt, er enn nú til kolgjörðar nýtt en þver mjög.
Lax og silúngsveiðivon í Vatnsdalsá, var lítil en í margt ár að öngvu gagni. Grasatekjuvon lítil. Stórviðri á landnorðan bera möl og sand á túnið. Engjunum spillir Vatnsdalsá með sands og leirs yfirgángi. Ekki er kvikfje óbætt fyrir foröðum. Vatnsból ilt og þrýtur oft um vetur til stórbaga.

Liótunarkinn eru hjer fom gerði, og likindi tíl, að til forna hafi bygð verið; það hefur ekki verið um 100 ár og enginn minnist það. Hefur nú jörðin As þá grasnautn alla mótmælislaust, það lengst menn til vita. Ekki verður hjer aftur bygt, nema jafnmikið skyldi þurða jörðina As, nema bagann einn, og ef hans misti sýnist ekki vært á þessu fombýli. Það undirrjettar ábúandinn, að fyrir fáum árum hafi Vatnsdalsá brotið nýjan farveg upp í það Assland, sem mest er jörðinni gagnvænt og heitir Asshagi, og sje hætt við að áin muni skilja það frá heimajörðinni.

Ásshús segja menn hafí verið hjer í landinu hjáleiga um i ár; kosti vita menn öngva, og var það hvorki bygt fyr nje síðar, so byggíng megi nefna. En fyrir fáum árum var þar húsnæði ljeð Jóni nokkrum Ólafssyni með móður sinni, er Helga hjet; þeirra bygð varaði um eitt misseri, og urðu engin skil fyrir afgjaldi. Ekki má hjer aftur byggja nema til heimajarðarinnar skaða.

Functions, occupations and activities

Stór bær var í Asi og snéri langhlið hans móti suðvestri. Nyrst í röðinni var skemma, síðan kames, stofa, bæjardyr og sunnan þeirra - mætti þó eins segja austan - var frambaðstofan, þá miðhúsið og svo suðurhúsið þar sem hjónin sváfu. Baðstofan var breið þannig að hún nýttist vel. Fljótlega var innréttað svefnhús fyrir hjónin á bak við suðurhúsið og jók það á húsrýmið. Á bak við baðstofuröðina voru tvær húsraðir þar sem var hlóðaeldhús, eldiviðargeymsla o.fl. Kjallari var undir baðstofunni og var þar eldhús og matarstaður heimilisfólksins.

Mandates/sources of authority

Í Grettissögu bls 86 segir; „Þórhallur leysti Gretti vel af hendi og gaf honum góðan hest og klæði sæmileg því þau voru öll sundur leyst er hann hafði áður borið. Skildu þeir með vináttu. Reið Grettir þaðan í Ás í Vatnsdal og tók Þorvaldur við honum vel og spurði innilega að sameign þeirra Gláms en Grettir segir honum viðskipti þeirra og kvaðst aldrei í þvílíka aflraun komið hafa, svo langa viðureign sem þeir höfðu saman átt. Þorvaldur bað hann hafa sig spakan „og mun þá vel duga en ella mun þér slysgjarnt verða.“

Grettir kvað ekki batnað hafa um lyndisbragðið og sagðist nú miklu verr stilltur en áður og allar mótgerðir verri þykja. Í því fann hann mikla muni að hann var orðinn maður svo myrkfælinn að hann þorði hvergi að fara einn saman þegar myrkva tók. Sýndist honum þá hvers kyns skrípi. Og það er haft síðan fyrir orðtæki að þeim ljái Glámur augna eða gefi glámsýni er mjög sýnist annan veg en er.
Grettir reið heim til Bjargs er hann hafði gert erindi sín og sat heima um veturinn.“

Internal structures/genealogy

Ábúendur;
1894-1937- Guðmundur Ólafsson 13. okt. 1867 - 10. des. 1936. Þingmaður á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og alþingismaður í Ási í Vatnsdal. Kona hans; Sigurlaug Guðmundsdóttir 12. júní 1868 - 3. maí 1960. Húsfreyja á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Ási og síðar húskona í Ásbrekku.

frá 1940- Guðmundur Jónasson 3. júní 1905 - 6. feb. 1988. Bóndi á Kornsá í Vatnsdal og síðar Ási í Vatnsdal. Búfræðingur. Lausamaður á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Ási, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans; Efemía Sigurlaug Guðlaugsdóttir 18. júlí 1904 - 15. feb. 2004. Húsfreyja á Kornsá og Ási í Vatnsdal, síðast bús.á Blönduósi. Var á Ási, Áshr., A-Hún. 1957.

frá 1966- Jón Bjartmar Bjarnason 14. júlí 1948. Kona hans; Ingunn Guðmundsdóttir 10. mars 1943.

General context

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Ási í Vatnsdal, liggjandi í Húnavatnssýslu.

Að norðan ræður bein lína frá vörðu á Ljótunnarmel í vörðu á miðju Langholti, þaðan í vörðu á Miðdegishæð, og þaðan beina leið vestur í Kornsárkvísl, síðan ræður Kornárkvísl á þá linu, sem tekin er beint vestur frá steini, sem er á ásnum fyrir austan austari Ástjörnina og vestur í Kornsárkvísl, síðan ræður þegar greind lúna austur í áður nefndan stein fyrir austan austari Ástjörn, og þaðan bein lína í upptök Brekkulækjar, úr því Brekkulækur til Vatnsdalsár, og þaðan Vatnsdalsá til á móts við Ljótunnarmel.

Ási 29. júlí 1890.
Guðm. Jónsson vegna eiganda Áss.
J. Hannesson vegna eiganda og umráðamanns Saurbæjar.
Bjarni Snæbjörnsson eigandi Þórormstungu.
B.G.Blöndal umboðsmaður Þingeyrarkl.jarða.

Lesið upp á manntalsþingi að Ási í Vatnsdal, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 240, fol. 125b.

Relationships area

Related entity

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1868-1960) Ási Vatnsdal (12.6.1868 - 3.5.1960)

Identifier of related entity

HAH06673

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Fædd þar og síðar húsfreyja þar

Related entity

Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1904-2004) Ási í Vatnsdal (18.7.1904 - 15.2.2004)

Identifier of related entity

HAH01972

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1940

Description of relationship

frá 1940

Related entity

Guðmundur Jónasson (1839-1904) Ási í Vatnsdal (25.9.1839 - 5.8.1904)

Identifier of related entity

HAH04070

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigurlaug Þorsteinsdóttir (1923-2018) frá Steinnesi (3.4.1923 - 11.10.2018)

Identifier of related entity

HAH07506

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.4.1923

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Þorbjörg Bjarnadóttir (1873-1960) Saskatchewan og Grand Fork N Dakota (10.2.1873 - 6.3.1960)

Identifier of related entity

HAH09384

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1892

Description of relationship

fór þaðan vestur um haf

Related entity

Ingiríður Þorleifsdóttir (1875-1964) Móbergi og Undirfelli (14.11.1875 - 10.11.1964)

Identifier of related entity

HAH06151

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar í mt 1957

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu (7.2.1868 - 28.6.1937)

Identifier of related entity

HAH05813

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1890

Related entity

Þorbjörg Bjarnadóttir (1873-1960) Saskatchewan og Grand Fork N Dakota (10.2.1873 - 6.3.1960)

Identifier of related entity

HAH09384

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1892

Related entity

Jónatan Ólafsson (1882) Helena Montana, frá Skottastöðum (30.4.1882 -)

Identifier of related entity

HAH04360

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1888

Related entity

Ólína Benediktsdóttir (1899-1996) Steinnesi (2.11.1899 - 26.2.1996)

Identifier of related entity

HAH01804

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

alinn þar upp

Related entity

Þorveig Árnadóttir (1884-1973) Ási Vatnsdal og Mörk Hvammstanga (21.6.1884 - 13.7.1973)

Identifier of related entity

HAH07529

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Búsett þar 1930

Related entity

Þorsteinn Bjarnason (1899-1945) Bóndi á Undirfelli. (13.6.1899 - 23.1.1945)

Identifier of related entity

HAH07418

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Lengi vinnumaður þar

Related entity

Arnkell Benediktsson (1922-1955) (9.10.1922 - 19.6.1955)

Identifier of related entity

HAH02497

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1930

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Eggert Egill Guðmundsson (1937) endurskoðandi Blönduósi (21.3.1937 -)

Identifier of related entity

HAH03061

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Halldóra Jónasdóttir (1845-1901) Hofi (5.4.1845 - 18.6.1901)

Identifier of related entity

HAH04715

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1860 og 1870

Related entity

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi (15.10.1873 - 27.11.1981)

Identifier of related entity

HAH04700

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.10.1873

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Sauðadalur ((900))

Identifier of related entity

HAH00405

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

næstidalur við Vatnsdal

Related entity

Ásbrekka í Vatnsdal (1935 -)

Identifier of related entity

HAH00034

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1935

Description of relationship

Ásbrekka er byggð úr landi Áss

Related entity

Haukagil í Vatnsdal ((900))

Identifier of related entity

HAH00046

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.7.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk á Móhellunni

Related entity

Skólahús á Móhellu í Vatnsdal (1935 -)

Identifier of related entity

HAH00055

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1935

Description of relationship

Related entity

Konráð Eggertsson (1911-1995) Haukagili (17.11.1911 - 15.7.1995)

Identifier of related entity

HAH04922

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Saurbær í Vatnsdal ((1200))

Identifier of related entity

HAH00054

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Þórormstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00059

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jón Bjartmar Bjarnason (1948) Ási (14.7.1948 -)

Identifier of related entity

HAH05527

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Bjartmar Bjarnason (1948) Ási

controls

Ás í Vatnsdal

Dates of relationship

1970

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Kristinn Bjarnason (1892-1968) Ási í Vatnsdal (19.3.1892 - 12.7.1968)

Identifier of related entity

HAH01654

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar 1901

Related entity

Jónas Guðmundsson (1815-1904) Ási (2.2.1815 - 26.8.1904)

Identifier of related entity

HAH05800

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónas Guðmundsson (1815-1904) Ási

controls

Ás í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Jón Stefánsson (1888-1973) Kagaðarhóli (7.8.1888 - 24.11.1973)

Identifier of related entity

HAH05739

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1930

Related entity

Gunnfríðarstaðir á Bakásum ((1950))

Identifier of related entity

HAH00697

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gunnfríðarstaðir á Bakásum

is owned by

Ás í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Ragneiður Jónsdóttir kvinna Guðbrands Arngrímssonar að Ási í Vatnsdal átti í upphafi 18. aldar hálfa jörðina.

Related entity

Brúsastaðir í Vatnsdal ((1500))

Identifier of related entity

HAH00038

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Brúsastaðir í Vatnsdal

is owned by

Ás í Vatnsdal

Dates of relationship

31.5.1884

Description of relationship

Related entity

Strjúgsstaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00175

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Strjúgsstaðir í Langadal

is owned by

Ás í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi að hálfri jörðunni Ragneiður Jónsdóttir kvinna Guðbrands Arngrímssonar að Ási í Vatnsdal. Eigandi að hinum partinum hennar systir Arndís Jónsdóttir, kvinna Sr. Jóns Eyjólfssonar að Gilsbakka í Borgarfirði.

Related entity

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal (3.6.1905 - 7.2.1988)

Identifier of related entity

HAH01285

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1940

Description of relationship

frá 1940

Related entity

Guðmundur Ólafsson (1867-1936) Ási (13.10.1867 - 10.12.1936)

Identifier of related entity

HAH04109

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Ólafsson (1867-1936) Ási

controls

Ás í Vatnsdal

Dates of relationship

1894

Description of relationship

1894-1937

Related entity

Ingibjörg Markúsdóttir (1829-1916) Ási Vatnsdal (30.6.1829 - 19.3.1916)

Identifier of related entity

HAH06683

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Markúsdóttir (1829-1916) Ási Vatnsdal

is the owner of

Ás í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00033

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 279
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 240, fol. 125b. 28.5.1891.
Húnaþing bls 344
Húnaþing bls 345

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places