Strjúgsstaðir í Langadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Strjúgsstaðir í Langadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[900]

History

Landnámsjörð Þorbjarnar strjúgs. Nyrsti bær í Bólstaðarhlíðarhreppi. Bærinn stendur á skriðugrund við vesturmynni Strjúgsskarðs, sem áður var fjölfarin leið milli byggða. Um skarðið fellur Strjúgsá, og eftir stórgrýttri skriðu í Blöndu. Olli hún stundum skaða í flóðum. Jörðin á land í Strjúgsskarði og Langadalsfjalli. Túnið er mjög harðlent en grasgefið. Íbúðarhús byggt árið 1831, steinsteypt 275 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 240 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Places

Langidalur; Bólstaðarhlíðarhreppur; Strjúgsskarð; Strjúgsá; Blanda; Langadalsfjall; Strjúgshaugur; Gautshaugur; Ljónið í Holtastaðakirkju; Landamerkjagarður; Votalág; Grjótketill; Móbergsnibba; Fagribotn; Grundarkot; Selgil; Móberg; Gunnsteinsstaðir; Strjúgssel; Ás í Vatnsdal; Gilsbakki í Borgarfirði;

Legal status

Striugur i Langadal.
Jarðardýrleiki xxx € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandi að hálfri jörðunni Ragneiður Jónsdóttir kvinna Guðbrands Arngrímssonar að Ási í Vatnsdal. Eigandi að hinum partinum hennar systir Arndís Jónsdóttir, kvinna Sr. Jóns Eyjólfssonar að Gilsbakka í Borgarfirði. Ábúandinn Jón Bjarnason.
Landskuld i € lx álnir á allri jörðunni. Betalast í landaurum þar heima, stundum heim til landsdrotna, eftir proportion. Leigukúgildi vi, iii með hvörjum parti. Leigur betalast í
smjöri eður peníngum, oftast heim til landsdrotna. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iiii kýr, i kálfur, xxxix ær, iii sauðir tvævetrir og eldri, xxii veturgamlir, xxvii lömb, iii hestar, iii hross, i foli þrevetur, i veturgamall, ii únghryssur, i fyl. Fóðrast kann iii kýr, xxx ær, xx lömb, i hestur, hinum oftast burt komið til hagagöngu á vetur. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga grýtt og sendin ut supra. Reiðíngsrista hefur verið, er nú þrotin. Lýngrif og hrísrif er lítið til eldíngar, en mjög örðugt til að sækja. Túninu grandar Strjúgsá með grjóts áburði, og sumpart grjóthrun úr fjalli, til stórskaða. Engjar eru öngvar, nema hvað hent er úr fjallshlíðum, sem þó er mjög grýtt og lítið. Landþröng er mikil, og hefur áður goldist xx álna beitartollur til Gunnsteinsstaða en nú ekki í nokkur ár. Land er stórkostlega eyðilagt og uppblásið í holt og mela so a& fyri þann skuld verða menn haga að þiggja af nábúum sínum, og líða þó þörnun á nytkun búsmalans meðan ekki er í sel komið.

Kárahlijd [Kárahlíð], fom eyðihjáleiga bygð hjer um fyri fimtíu árum [1758] í sellandi, og varaði bygðin inn til næstu xxii ára, síðan í auðn verið. Dýrleikinn telst með heimajörðunni.
Landskuld vita menn ekki hvað mikil verið hefur. Leigukúgildi ii. Leigur betöluðust smjöri. Kvaðir öngvar. Fóðrast kunni ii kýr, xx ær. Þetta kotland brúkar heimajörðin fyri selstöðu árlega. Ekki má hjer aftur byggja, því heimajörðin má ekki vera án selstöðunnar, er nú og túnið komið í stóra órækt og mosamóa.

Functions, occupations and activities

ÁLAGABLETTUR A STRJÚGI
Bæjarlækurinn á Strjúgsstöðum í Langadal er uppsprettulind, er kemur upp í litlum en mjög djúpum grasbolla í brekkunni fyrir utan og ofan gamla bæinn. Þau álög eru talin vera á bolla þessum, að ekki megi slá hann með brekkunni. Um og eftir aldamótin síðustu bjó mörg ár á Strjúgi, og til dauðadags, merkisbóndinn Jón Stefánsaon. Allan sinn búskap lagði hann blátt bann við því að bollinn væri sleginn.

Mandates/sources of authority

Strjúgshaugur sjá; Tíminn, 51. tölublað (01.03.1956), Blaðsíða 8. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1025609
Sjá einnig Gautshaug á Laxárdal í sömu grein og Ljónið í Holtastaðakirkju

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1890 og 1910- Jón Konráð Stefánsson 1. des. 1849. Var á Strúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Var á Móbergi í sömu sveit 1883. Húsbóndi á Strjúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Bóndi á Strjúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Kona hans; Helga Jónsdóttir 2. okt. 1847 - 1923. Vinnukona á Móbergi, Holtastaðasókn, Hún. 1880 og var þar einnig 1883. Húsfreyja á Strjúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890 og 1901.

1920-1969- Þorvaldur Pétursson 26. júní 1887 - 20. febrúar 1977 Bóndi á Strjúgsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Strúgsstöðum í Langadal, Bólstaðarhlíðarhr. Var á Steiná, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; María Sigurðardóttir 17. nóvember 1902 - 17. júní 1935 Húsfreyja á Strjúgsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Strjúgsstöðum í Langadal

1953- Þorbjörn Sigurður Þorvaldsson 16. ágúst 1929 - 28. jan. 1987. Var á Strjúgsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Steiná, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Strjúgsstöðum. Ókvæntur,

1969-1973- Björn B. Kristinsson 18. febrúar 1931 - 18. júní 2010 „B“-ið í nafni Björns stendur fyrir fyrra nafn föður hans. Bóndi Strjúgsstöðum 1969 - 1973 og síðar vkm. Sandgerði. Kona hans; Elsa Ingibjörg Þorvaldsdóttir 30. ágúst 1931 Var á Steiná, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerkjalýsing fyrir Strjúgsstaða – landareign

Milli Strjúgsstaða og Móbergs ræður lækur sá, er rennur mitt á milli þeirra bæja og úr þeim lox í svokallaðan Landamerkjagarð, og úr efri enda garðsins beina stefnu í stóra þúfu, er stendur í Votulág, þaðan beina stefnu sunnanvert við Grjótketil upp há-Móbergsnibbu sunnanvert, þaðan beina línu austur á fjallsbrún yfir Fagrabotni, hvar Grundarkotsland tekur við að austan, og þaðan frameptir há fjallsbrúninni, fram í svokallað Selgil og ræður lækur sá, sem ofan það fellur, og rennur beint í læk þann, sem til austurs fellur, og kemur úr tjörn, sem er austantil í Strjúgsskarði, úr þeirri tjörn rennur lækur til vesturs allt til Blöndu, og ræður hann merkjum að framan, Blanda ræður merkjum að vestan.
Ofanskrifaða landamerkjalýsingu samþykkjum við undirskrifaðir.

Strjúgsstöðum, 11. maí 1887
Jón Guðmundsson
Halldór Konráðsson eigandi Móbergs
Pjetur Pjetursson eigandi Gunnsteinsstaða
Guðm. Gíslason vegna Grundarkots
Gísli Bjarnason eigandi Strjúgssels

Lesið upp á manntalsþingi að Bólstaðarhlíð, 13. maí 1887, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 62, fol 33.

Relationships area

Related entity

Ragnhildur Jónsdóttir (1884-1978) saumakona Blöndudalshólum 1930 (21.4.1884 - 21.5.1978)

Identifier of related entity

HAH07386

Category of relationship

associative

Dates of relationship

21.4.1884

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Sigurður Sigurðsson (1829-1897) Skeggstöðum Svartárdal (3.7.1829 - 2.5.1897)

Identifier of related entity

HAH07472

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1845

Description of relationship

barn þar

Related entity

Langidalur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00364

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórður Guðmundsson (1864-1921) Strjúgsstöðum og Akureyri (7.12.1864 - 16.8.1921)

Identifier of related entity

HAH06484

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Halldór Halldórsson (1866-1929) kennari Halldórshúsi utan ár (10.1.1866 - 1.9.1929)

Identifier of related entity

HAH04687

Category of relationship

associative

Dates of relationship

10.1.1866

Description of relationship

líklegast fæddur þar

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Strjúgsstaðir: …Túninu grandar Strjúgsá með grjótsáburði, og sumpart grjóthrun úr fjalli, til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Strjúgsstaðir: …Þá (22. jan. 1759) féll skriða á Botnastaði í Svartárdal og tók burt lambakofa. …Skriða féll á mest allt túnið á Gunnsteinsstöðum (Langadal) og sópað burt fjárhúsi með 40 kindum, svo og heyi, sem þar var við. Strjúgsá hljóp með aur– og grjótburði yfir nær allt túnið á Strjúgstöðum. Fólk varð að flýja báða þessa bæi um sinn (Rósberg G. Snædal, Hrakfallabálkur, 1969). (Ath: sumar heimildir telja að hér um að ræða Strjúgsá í Djúpadal í Eyjafirði, en óneitanlega er rökréttara að hér sé um Strjúgsá í Langadal í Austur Húnavatnssýslu að ræða.) – Strjúgsstaðir: …(1779) Þá skemmdust af skriðum bærinn Strjúgur í Langadal, sömuleiðis Mógilsá og Vellir á Kjalarnesi með fleiri jörðum (Espihólsannáll). – Strjúgsstaðir: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll). – Strjúgsstaðir: ...Það var sagt, fáum árum áður en Jón Karl dó (Strjúgs–Jón d. 1843), að grafið hefði hann peninga ekki alllitla í Strjúgsskarði. En eftir það, að þar féll niður skriða mikil, urðu menn þess oft varir, að hann leitaði við skriðuna, og í henni, þótt enginn væri honum kostur þar að grafa, svo var það stórgrýti mikið, og sem urð ein. (Gísli Konráðsson, Fjárdrápsmálið í Húnaþingi, Húnavaka, 1989). – Strjúgsstaðir: ...Í miðju Strjúgsstaðaskarði er sagt að séu haugar þeirra Gunnsteins og Þorbjarnar Strjúgs sinn hvoru megin, en ekki er hægt að segja hvar þeir eru enda hafa skriður fallið þar. (Jóhannes Guðmundssona, Landnámsskýringar Jóhannesar á Gunnsteinsstöðum, Húnvetningur, 1990). – Strjúgsstaðir: …Þá (2.–3. okt. 1887): …Óhemjumikil skriða féll í Strjúgsskarði. Féll hún alla leið ofan í á, en áin spýtti skriðunni fram, og eyðilagði hún mikið af túninu á Strjúgsstöðum. …Skriðan tók ekki bæjarhúsin, en féll að þeim báðum megin (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955). – Strjúgsstaðir: ...Til vinstri handar fellur Strjúgsá í djúpu þröngu gili og á aðeins eftir snertuspöl af leið sinni til Blöndu …Í árgilinu, nokkru neðan við okkur, eru Hrafnaklettar. Þeir mynda þröngt hlið um ána, og þar hefur hún oft stíflast í vorleysingum, ýmist af skriðuhlaupi eða ísreki. Þá hefur myndast stórt lón ofan við stífluna, sem að lokum ryður henni fram, og spyr þá Strjúgsá lítt af gömlum farvegi. Fyrir rúmum 30 árum (rétt 1919) grófust bæjarhúsin á Strjúgi meira en til hálfs í skriðuhlaupi úr gilinu. Hús hrundu þó ekki, né heldur sakaði fólk (Rósberg G. Snædal, Fólk og fjöll, 1959). – Strjúgsstaðir: ...Sunnan Strjúgsskarðs rís Gunnsteinsstaðafjall og nær suður að Auðólfsstaðaskarði, röskva 5 km. Það er klettótt í brúnum, og víða hafa komið úr því skriðuföll og framhlaup. ...Túnið á Strjúgi hefur verið ræktað á skriðugrund norðan Strjúgsár, og er bæjarstæðið hið snotrasta. Allmikill grjótgarður er til varnar túninu, en oft hleypur Strjúgsá úr farvegi sínum í asahlákum og veldur túnspjöllum. Vorið 1919, á Uppstigningardag tók hún gripahús efst á túninu og eyddi þriðjungi þess (Árbók FÍ, 1964). – Strjúgsstaðir: …Bærinn stendur á skriðugrund við vesturmynni Strjúgsskarðs, sem áður var fjölfarin leið milli byggða. Um skarðið fellur Strjúgsá, og eftir stórgrýttri skriðu í Blöndu. Olli hún stundum skaða í flóðum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978).

Related entity

Sigurbjörg Steinunn Jónsdóttir (1871-1929) frá Hvammi á Laxárdal fremri (27.2.1871 - 31.5.1929)

Identifier of related entity

HAH07232

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1880

Related entity

Anna Þorvaldsdóttir (1926-1953) Strjúgsstöðum (3.8.1926 - 1.2.1953)

Identifier of related entity

HAH03054

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.8.1926

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Móberg í Langadal ([1000])

Identifier of related entity

HAH00215

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Björg Halldórsdóttir (1813-1877) Höllustðum (1813 - 4.11.1877)

Identifier of related entity

HAH02722

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ólína Hólmfríður Klemensdóttir (1880-1912) Rvk frá Strjúgsstöðum (26.2.1880 - 9.8.1912)

Identifier of related entity

HAH07218

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1880-1967) Finnstungu (14.3.1880 - 4.8.1967)

Identifier of related entity

HAH04338

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Gunnsteinsstaðir í Langadal (um 890)

Identifier of related entity

HAH00164

Category of relationship

associative

Dates of relationship

13.5.1887

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Jónbjörn Gíslason (1879-1969) Köldukinn, verslm Rvk og múrari Kanada (22.7.1879 - 29.10.1969)

Identifier of related entity

HAH06564

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jónbjörn Gíslason (1879-1969) Köldukinn, verslm Rvk og múrari Kanada

is the associate of

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

22.7.1879

Description of relationship

Fæddur í Strjúgsseli

Related entity

Gróa Jónsdóttir (1875-1905) Strjúgsstöðum (16.1.1875 - 23.12.1905)

Identifier of related entity

HAH03814

Category of relationship

associative

Type of relationship

Gróa Jónsdóttir (1875-1905) Strjúgsstöðum

is the associate of

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1880

Related entity

Anna Pétursdóttir (1842-1925) Móbergi (16.2.1842 - 7.1.1925)

Identifier of related entity

HAH02400

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Anna Pétursdóttir (1842-1925) Móbergi

controls

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar 1880

Related entity

Jón Guðmundsson (1837-1890) Móbergi og Hvammi á Laxárdal fremri (22.9.1837 - 7.4.1890)

Identifier of related entity

HAH05552

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar 1880

Related entity

Jón Konráð Stefánsson (1849-1918) Strjúgsstöðum (1.12.1849 - 4.4.1918)

Identifier of related entity

HAH05636

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Konráð Stefánsson (1849-1918) Strjúgsstöðum

controls

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1890 og 1910

Related entity

Halldór Konráðsson (1831-1906) Móbergi (22.5.1831 - 16.11.1906)

Identifier of related entity

HAH04673

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldór Konráðsson (1831-1906) Móbergi

controls

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar 1870

Related entity

Pétur Björnsson (1907-1997) Bóndi í Mjóadal (15.3.1907 - 19.1.1997)

Identifier of related entity

HAH09152

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Pétur Björnsson (1907-1997) Bóndi í Mjóadal

controls

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Þorvaldur Pétursson (1887-1977) Strjúgsstöðum (26.6.1887 - 20.2.1977)

Identifier of related entity

HAH09519

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þorvaldur Pétursson (1887-1977) Strjúgsstöðum

controls

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Ás í Vatnsdal ((800))

Identifier of related entity

HAH00033

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ás í Vatnsdal

is the owner of

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi að hálfri jörðunni Ragneiður Jónsdóttir kvinna Guðbrands Arngrímssonar að Ási í Vatnsdal. Eigandi að hinum partinum hennar systir Arndís Jónsdóttir, kvinna Sr. Jóns Eyjólfssonar að Gilsbakka í Borgarfirði.

Related entity

Guðmundur Eyþórsson (1951) Blönduósi (3.5.1951 -)

Identifier of related entity

HAH04004

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Eyþórsson (1951) Blönduósi

controls

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

um 2000

Related entity

Elsa Þorvaldsdóttir (1931) Strjúgsstöðum (30.8.1931 -)

Identifier of related entity

HAH03293

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Elsa Þorvaldsdóttir (1931) Strjúgsstöðum

controls

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

1969

Description of relationship

1969-1973

Related entity

Björn Kristinsson (1931-2010) Strjúgsstöðum (18.2.1931 - 18.6.2010)

Identifier of related entity

HAH02857

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Björn Kristinsson (1931-2010) Strjúgsstöðum

controls

Strjúgsstaðir í Langadal

Dates of relationship

1969

Description of relationship

1969-1973

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00175

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 5.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 397
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 62, fol 33. 13.5.1887
Húnaþing II bls 173
Strjúgshaugur sjá; Tíminn, 51. tölublað (01.03.1956), Blaðsíða 8. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1025609
Sjá einnig Gautshaug á Laxárdal í sömu grein og Ljónið í Holtastaðakirkju

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places