Skriður í Húnavatnssýslum

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Skriður í Húnavatnssýslum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

874 -

History

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Svínadalur

– Mosfell: …Engjunum spillir lækjarskriða í fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Geithamrar: …Túnunum spillir lækjarskriða. Enginu spillir sama skriða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Snæringsstaðir: …Hefur þetta varað hér um xxx ár, síðan lækjarskriða fordjarfaði bæði tún og engjar. …Ekki er túnum óhætt fyrir lækjarskriðu, sem áður segir. Engið skemmir sama lækjarskriða, oftast nokkuð árlega og þó ei til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Hólkot: …forn eyðihjáleiga frá Snæringsstöðum. …Ómögulegt er hér aftur að byggja því tún er í hrjóstur og grótskriðu komið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Hrafnabjörg: …Engjunum spilla leirlækir úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Rútstaðir: …Engjunum hefur að mestu eytt grjótskriða úr á og jarðföll af lækjum úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Holt: …Engjar eru í mýrlendum brekkum, sem lækir fella stundum aurskriður á. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Stóridalur: …Engjunum spillir leirágangur úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Svínavatn: …Engið er mýrlent mestan part, nema hvað grasbrekkur eru í brattri hlíð, sem aurskriður granda. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Ásar

– Stóra Búrfell: …Landskuld er i c og xl álnir, áður hefur verið xx álnum meira og því aftur færð, að skriða spillir túni. Túninu grandar bæjarlækjarskriða, en enginu leirskriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Hamar: …Enginu spilla leirskriður úr brattlendi og sandur, sem Blanda færir. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Ásar: …Enginu grandar sandságangur úr Blöndu og leirskriður úr brekku. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Blöndudalur

– Blöndudalur (alm.): …Í austurhlíð dalsins endilangri sjást leifar af vörslu– og skriðugarði, sem hlaðinn er úr grjóti fyrir ofan tún og engjar, til þess að hlífa þeim við skriðuföllum úr hlíðinni. Nú er garður þessi gerfallinn. Vestan árinnar meðfram Bakásum er hins vegar enginn garður, enda virðist hans ekki hafa verið þörf þar (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777).

– Guðlaugsstaðir: …Túninu grandar skriða, sem bæjarlækur færir og er ekki bænum óhætt fyrir læk þeim. Engið er að mestu eyðilagt af leirskriðum úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Guðlaugstaðir: …skriður falla stundum á túnið (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Auðkúlu– og Svínavatnssóknir, 1857).

– Eiðsstaðir: …Engjunum grandar leirskriða úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Eldjárnsstaðir: …Engjunum spilla leirskriður úr brattlendi. Hætt er fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).
– Eldjárnsstaðir: …þar er all skriðuhætt (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Blöndudalshólaprestakall, 1839).

– Þröm: …Túninu spillir leirkskriða úr brattlendi. Engjunum hið sama. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

– Rugludalur: …(1697) Í Blöndudal á bæ þeim, er heitir Ugludalur (Rugludalur) hljóp á bæinn skriða; þar létust tvær konur, en barn eitt var 3 dægur í skriðunni og náðist lifandi (Fitjaannáll).
– Rugludalur: …Leigukúgildi ii, áður fyrir ellefu árum iiii, því aftur færð landskuld og fækkað kúgildum, að skriða féll á túnið og tók af því mikinn part (1697).
…Túninu grandar gil eitt, sem rennur úr snarbröttu fjalli með stórskriðuhlaupum á vetur og vor í vatnavöxtum, og hefur þessi skriða eyðilagt af vellinum yfir eða undir þriggja daga slátt. …Hætt er bænum mjög fyrir snjóflóðum og stórskriðuhlaupum úr gili því, sem grandar túninu, og fyrir ellefu árum tók þessi skriða bæinn allan nema tvö hús, og dóu þá í það sinn tveir menn, en fjórir komust lífs af, en þó lamaðir mjög, og þykir mönnum líklegt að sökum þessa voveiflega skaða muni þessi jörð innan skamms eyðileggast. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Rugludalur: …landgæðajörð, sæmileg til heyskapar og beitar, en undirorpin skriðum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Blöndudalshólaprestakall, 1839).
– Rugludalur: ...Rugludalskvísl fellur norður Rugludal, og var talið að bæjarnafnið (Rugludalur) helgaðist af hinum dynjandi nið í Blöndugili og Rugludalskvísl, sem stundum ætlaði að æra menn og rugla. Þetta var 10 hndr. kot að Jarðabókarmati, en áður fyrr 16 hndr. ...Skriður og snjóflóð hafa gert þarna usla. Árið 1697 tók skriða bæinn allan nema tvö hús. Tveir menn dóu, en fjórir komust lífs af, þar á meðal barn, sem var þrjá daga í skriðunni og náðist lifandi. H. 15. maí 1876 eyðilagðist stór hluti túnsins af skriðuhlaupi. Þarna var búið fram yfir aldamót 1900 (Árbók FÍ, 1964).
– Rugludalur: ...Blöndudalsmegin í Bólstaðarhlíðarhreppi er innsta býlið Rugludalur, sem einnig hefur nefnst Ugludalur. ...Mjög er skriðuhætt í Rugludal, og er vitað til a.m.k. einu sinni hafi manntjón hlotist af, en það var árið 1697. Þá fórust tvær konur, en eitt barn náðist lifandi, eftir þrjú dægur í skriðunni. Rugludalur hélst þó í byggð fram um síðustu aldamót (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

– Selland: …Túninu grandar jarðföll úr brattlendi og sandur og leir sem rennur á það í vatnavöxtum. Hætt er kvikfé fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Selland: …skriðu– og snjóflóðasamt (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Blöndudalshólaprestakall, 1839).

– Bollastaðir: …Túninu grandar lækur úr brattlendi, sem gjört hefur grjótskriðu um þvert túnið og ónýtist því mikið stykki úr vellinum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Eyvindarstaðir: …Túninu granda smálækir sem renna úr brattlendi og bera á völlinn leir og sand til stórskaða, sem verður við varðað. Enginu grandar í sama máta smálækir úr brattlendi, sem bera á þær grjót og leir til stórskaða, sem áeykst árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Austurhlíð/Eyvindarstaðagerði: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. Milli Blöndudalshóla og Austurhlíðar, sem þá hét Eyvindarstaðagerði, féllu 28 skriður og þrjár af þeim í á ofan. Syðsta skriðan af þeim var suður undir Austurhlíð, en hinar tvær á Brandsstaðatúni. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

– Brandsstaðir: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. Milli Blöndudalshóla og Austurhlíðar, sem þá hét Eyvindarstaðagerði, féllu 28 skriður og þrjár af þeim í á ofan. Syðsta skriðan af þeim var suður undir Austurhlíð, en hinar tvær á Brandsstaðatúni. …Á Brandsstöðum eyðilagðist túnið sunnan lækjar eiginlega með öllu, svo að af því munu ekki hafa fengist nema 4 hestar sumarið eftir. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

– Blöndudalshólar: ...Prestsetrið er mögur bújörð og landþröng, og undirorpin jarðföllum og skriðum á tún og engjar. (Johnsens Jarðatal, 1847).
– Blöndudalshólar: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. Milli Blöndudalshóla og Austurhlíðar, sem þá hét Eyvindarstaðagerði, féllu 28 skriður og þrjár af þeim í á ofan. ...Skemmdir urðu einnig á túninu á Blöndudalshólum. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

– Finnstunga: …Úthagann blæs upp miklilega í holt og grasleysumosa, sem á eykst árleg og sumpart hlaupa í bröttum fjallbrekkum skriður og jarðföll. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Finnstunga: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. ...Þá féllu og miklar skriður milli Finnstungutúnsins og Kotshólanna. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881– 1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

Svartárdalur

– Svartárdalur (alm.): …Árlega gengur þetta land af sér, svo vel niður í dalnum sjálfum, þegar áin er í vexti og ruðningi vetur og vor, sem hið efra til fjallsins, af skriðum, skurðum og landbrotum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bergstaða– og Bólstaðarhlíðarsóknir, 1841).

– Skeggsstaðir: …Túninu grandar skriða úr gili, sem rennur úr snarbröttu fjalli, og hefur þessi skriða tekið mikinn part af vellinum sem nú er grjótskriða. Engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir skriðum úr brattlendi, og smálækjum, sem borið hafa á þær grjót og sand. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Steiná: …Engjar eru allar eyðilagðar fyrir vatnagangi og leirs og grjóts skriðum og sumpart jarðföllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Hóll: …Engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir landbroti af öðrum læk, og grjóts og sands áburði, og er ei annað slægjuland heldur en það lítið sem skorið verður með smáblettum innan úr þessum skriðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Kúfustaðir/Kúastaðir: …Engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir smálækjum og skriðum úr snarbröttu fjalli, sem áeykst árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Kúfustaðir: …Þeir eru vænni bæjarleið norðan Stafns. Þar er ekki íbúðarhús og hefur bóndinn heimili sitt í Stafni. Nokkuð er þar harðlent og aðkreppt af Svartárdalfjalli. Túnið er ræktað af valllendisgrund og að nokkru af uppgróinni skriðu (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978).

– Hvammur: …Enginu grandar grjóthrun og leir, grjót og sandur, sem smálækir bera á engið úr snarbröttu fjalli, sem áeykst árlega. Hætt er kvikfé fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Skottastaðir: …Túninu grandar leirskriður og vatnsgangur úr snarbröttu fjalli til stórskaða. Enginu grandar jarðfallsskriða og sumpart smálækir, sem bera leir og sand að ofan, og Svartá að neðan með landbroti og grjótsáburði. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Syðri–Leifsstaðir: …Kostir og ókostir sem segir um Skottustaði, nema að hér er túninu hættara fyrir snjóflóðum og skriðum, hefur hér og meiri skaða gjört, og meir en fyrir sjötíu árum tók bæinn allan með fjósi og nautum, eitt hræðilegt snjóflóð, sem hljóp ú bæjargilinu, og er það ætlan manna eftir því sem þeir hafa heyrt af sér eldri mönnum að þar muni þá allt fólk dáið hafa, sem í bænum var, fyrir þessu mikla flóði. Eftir það var bærinn uppbyggður suður við túngarðinn þar sem nú stendur hann, og því er bænum ei svo hætt fyrir þessu snjóflóði sem áður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Ytri–Leifsstaðir: …Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina, nema aldrei hefur snjóflóð grandað þessum bænum, en undir sama skaða liggur völlurinn og á heimajörðinni (snjóflóð/skriður). (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Litlu-Leifsstaðir: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).

– Bergsstaðir: …Engjar eru mjög litlar og mestan part eyðilagðar fyrir leirskriðum og jarðföllum og smálækjum úr brattlendi, er nú ei annað slægjuland heldur en hvað hent verður innan um þessar skriður, sitt heyfang og sáta í hverjum stað. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Bergsstaðir: ...Engjar eru hér undirorpnar skriðum. (Johnsens Jarðatal, 1847).
– Bergstaðir: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).

– Eiríksstaðir: …(1817) Í síðustu vetrarviku (apr.) varð vatnsgangur voðalegur. Hlupu lækir á tún og bæi, svo sem á Eiríksstöðum og Gili. Komu og víða skriður (Brandsstaðaannáll).

– Grófarkot: …í eyðihjáleiga frá Eiríksstöðum. …þar með er hér skriðuhætt svo að fyrir þann skuld lagðist þetta býli nokkurn part í eyði. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Fjósar: …Túninu grandar grjóthrun og grjótskriður úr smálækjum sem renna úr brattlendi. Engjar allar eyðilagðar fyrir Svartá að neðan, en grjóti aur og sandi úr fjalli að ofan. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Gil: …(1817) Í síðustu vetrarviku (apr.) varð vatnsgangur voðalegur. Hlupu lækir á tún og bæi, svo sem á Eiríksstöðum og Gili. Komu og víða skriður (Brandsstaðaannáll).

– Botnastaðir/Bottastaðir: …Enginu granda jarðföll og smálækir úr brattlendi, sem bera grjót, leir og sand í slægjulandið til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Botnastaðir: ...Botnastaðir eru yst í Svartárdal. Því hefur verið haldið fram, að Bottastaðir sé hið rétta nafn býlisins. ...Árið 1759 gerðist það að skriða féll skammt frá bænum. Var þetta á þorranum, er snögglega hlánaði með fjögurra daga rigningu. Skriða þessi tók burt lambakofa með lömbunum en skildi í staðinn eftir bjarg, er lengi á eftir var notað sem hestasteinn (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

– Bólstaðahlíð: …Engjar öngvar nema hvað hent verður úr fjallshlíðum og hvannabrekkum, sem þó spillist af grjóti og leir árlega. Hætt er kvikfé fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Vatnsskarð

– Vatnshlíð á Vatnsskarði: …Engjunum granda vatn sem étur úr rótina, og leir, sem rennur á þær úr snarbröttu fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Vatnshlíð: …22. jan. 1759 hlupu víða fram skriður og ollu tjóni á mörgum jörðum í sýslunni. …Þá bjuggu í Vatnshlíð á Stóra–Vatnsskarði hjónin Björn Þorleifsson og Ólöf Ólafsdóttir. …Þegar hann er nýgenginn inn í baðstofu, heyrðist dynur mikill. Honum verður þá að orði: „Hvaða bölvuð suða er þetta? “Í sömu svifum skall skriðan á bænum sligaði hann allan og fyllti af vatni, krapi og aur. Skriðan féll alveg fram í vatnið (Vatnshlíðarvatn) (Úr Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar, Rósberg G. Snædal, Hrakfallabálkur, 1969).
– Vatnshlíð: …Vorið 1887 hljóp skriða úr Vatnshlíðarhnjúk. Olli hún miklum spjöllum á túni jarðarinnar en annan óskunda mun hún ekki hafa gert. Skriðan hljóp um hádegisbil. Allt heimilisfólk hafði verið að hirða af túninu, en um hádegisbil fór það inn í bæ, allt nema Guðný litla dóttir Sveins og Ingibjargar, sem var að leika sér á hlaðinu. Eitt sinn þegar Guðný leit upp frá leik sínum sá hún fossandi læki og skoppandi steina hendast framhjá bænum, niður á tún. Þessu fylgdi þungur niður. Guðný var ekki nema á fimmta árinu og hafði ekki hugmynd um hvað þarna var að gerast, hættunni gerði hún sér enga grein fyrir, en hins vegar fannst henni tilvinnandi að rannsaka þetta fyrirbrigði nánar og hljóp því af stað í áttina til skriðufallsins. Sveinn hafði heyrt til skriðunnar og kom nú út á hlað og gat með naumindum náð telpunni áður en hún fór sér að voða af óvitaskap sínum. Var hann þá ærið skreflangur sem vonlegt var. (Guðmundur Sigurður Jóhannsson, Sveinn Sigvaldason, Heima er best 1974).

Langidalur

– Hávarðsstaðir: …Hávarðsstaðir hét og bær í Auðólfsstaðaskarði, er liggur upp til Laxárdals hins fremra. Skriða tók líka af bæ þennan, en ekki vita menn, hvenær það hefir verið (Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar).

– Karlastaðir: …forn eyðijörð milli Auðólfsstaða og Gunnsteinsstaða. …Yfir þessa jörð segjast menn hafa heyrt að skriða hafi hlaupið úr fjalli eyðilagt hana bæði að túni og húsum, meir en fyrir fjögur hundruð árum, og síðan aldrei uppbyggð. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Karlastaðir: …Karlastaðir (eyðibýli milli Gunnsteinsstaða og Ásólfsstaða), eyddust af skriðuhlaupi (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777).
– Karlastaðir: …Nálægt miðri 14. öld féll skriða mikil í Langadal í Húnavatnssýslu milli Gunnsteinsstaða og Auðólfsstaða á bæ þann, er hét Karlastaðir, og fórust allir heimamenn nema vinnukona ein, er stödd var í búri, og varð henni það til lífs, að það brotnaði ekki inn. Vinnukonan lifði alllengi í búrinu, og segja sumir, að hún dveldist þar tvö eða þrjú ár. Rakki var hjá henni, og hafði hún bæði hlýindi og skemmtun af honum. Eitt sinn var prestur á kirkjuleið, annaðhvort til Gunnsteinsstaða eða Holtastaða, og heyrði hann hundinn gelta niðri í skriðunni. Fór þá til mannfjöldi og gróf í skriðunni, þar sem prestur vísaði til, og náðust þá bæði hundurinn og stúlkan. Svo sagði hún seinna, að hún mundi hafa gefið hundinum annan seinasta bitann með sér, en fjögra mánaða forði var eftir handa þeim, er þeim var bjargað. (Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar).
– Karlastaðir: ...Á milli Gunnsteinsstaða og Auðólfsstaða voru Karlastaðir. Á bæinn féll skriða um miðja 14. öld, og fórust allir heimamenn nema vinnukona ein, sem stödd var í búri er skriðan féll ...Óvíst er, hvort Karlastaðir hafi verið byggðir eftir þetta (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

– Gunnsteinsstaðir, Karlastaðir: ...Sunnan Gunnsteinsstaðahólma er þyrping lágra skriðuhóla niður að Blöndu. Er auðsætt, að mikið jarðrask hefur átt sér stað í fjallshlíðinni og upp af þeim kallast framhlaup þetta Karlastaðahólar, og segir sagan, að undir þeim hafi orðið býli Karla landnámsmanns. Jarðabókin segir, að skriða hafi eytt því fyrir meira en 400 árum. Þarna er og örnefnið Karlastaðamýri. Skriðuhaftið er um 500 m breitt hið neðra, og munnmæli herma, að þarna hafi býli Mikils landnámsmanns einnig staðið (Árbók FÍ, 1964).
– Gunnsteinsstaðir: …Túninu grandar til stórskaða og eyðileggingar Blanda að neðan með landbroti, en smálækir bera skriðu og möl á völlinn í vatnavöxtum að ofan. …Enginu grandar Blanda að neðan með sandsáburði, en smálækir að ofan með grjóts, leirs og sands áburði, til stórskaða, sem áeykst árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Gunnsteinsstaðir: …Bærinn er í skjóllegum hvammi sunnan undir háum hólarana við Langadalsfjalls. Ber þar hæst Nýlendunibbu, og hefur löngum verið hætt við skriðuföllum og snjóflóðum úr fjallinu, sem tjóni hafa valdið (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978).
– Gunnsteinsstaðir, Mikilstaðir: ...Mikilsstaðir (Miklsstaðir), sem voru sunnarlega í landi Gunnsteinsstaða, mun einnig hafa tekið af í skriðu fyrir langalöngu (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).
– Gunnsteinsstaðir: ...Gunnsteinsstaðir standa í skjóllegum hvammi sunnan undir hólabunkanum, og nær túnið alveg niður að Blöndu, sem hefur höggvið þar væna sneið af grónu landi. Sunnan við bæinn er há skriðugrund og vítt gil upp af. Heitir það Nýlendugil, en kotbýlið Nýlenda stóð fyrrum á grundinni. Það var stofnað um 1650 og tók af í snjóflóði 1768. Síðar voru þar fjárhús og héldu nafninu. Úr Nýlendugili hafa oft fallið skriður eða snjóflóð. Árið 1759 féll þaðan skriða á túnið og drap 40 fjár. Í stórrigningunni 29. maí 1919 féll skriða úr Bæjargili og stórskemmdi túnið. Hættast voru Gunnsteinsstaðir komnir 19. nóv. 1947. Þá hljóp snjóflóð af Steinahjalla ofan í Bæjargil og ruddist fram um gilið beint á bæinn (Árbók FÍ, 1964).
– Gunnsteinsstaðir, Nýlenda: ...Upp af sunnanverðu gamla túninu á Gunnsteinsstöðum, var Nýlendugil, sem oft hafa fallið úr skriður og snjóflóð, enda var Skriða nafn á koti, sem var þar upp frá. Nokkru neðar, eða heima undir túni á Gunnsteinsstöðum, var Nýlenda. Hana tók af í skriðu (rétt: snjóflóð) árið 1768, og var krafturinn svo mikill, að kotið allt og heyið þeyttist út á Blöndu. Sömu leið fóru sjö hross, en aðeins eitt þeirra drapst, og ekkert manntjón hlaust af hamförum þessum. Talið er að býlin Nýlenda og Hólabær hafi fyrst verið byggð um 1660 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).
– Nýlenda: Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina (Gunnsteinsstaðir) (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Gunnsteinsstaðir, Nýlenda, Karlastaðir, Mikilsstaðir: …Hjáleigur frá Gunnsteinsstöðum. …Þá var Nýlenda, nokkuð fram með hlíðinni. Það býli tókst af í skriðuhlaupi 1762, og eru þar nú beitarhús. Hinar fornu landnámsjarðir, Karlastaðir, sem voru syðst í landareigninni, og Mikilsstaðir, sem að líkum voru nokkru utar, hafa og báðar lagst í eyði vegna skriðuhlaupa fyrir mörgum öldum (Páll V.G. Kolka, Föðurtún, 1950).

– Strjúgsstaðir: …Túninu grandar Strjúgsá með grjótsáburði, og sumpart grjóthrun úr fjalli, til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).
– Strjúgsstaðir: …Þá (22. jan. 1759) féll skriða á Botnastaði í Svartárdal og tók burt lambakofa. …Skriða féll á mest allt túnið á Gunnsteinsstöðum (Langadal) og sópað burt fjárhúsi með 40 kindum, svo og heyi, sem þar var við. Strjúgsá hljóp með aur– og grjótburði yfir nær allt túnið á Strjúgstöðum. Fólk varð að flýja báða þessa bæi um sinn (Rósberg G. Snædal, Hrakfallabálkur, 1969). (Ath: sumar heimildir telja að hér um að ræða Strjúgsá í Djúpadal í Eyjafirði, en óneitanlega er rökréttara að hér sé um Strjúgsá í Langadal í Austur Húnavatnssýslu að ræða.)
– Strjúgsstaðir: …(1779) Þá skemmdust af skriðum bærinn Strjúgur í Langadal, sömuleiðis Mógilsá og Vellir á Kjalarnesi með fleiri jörðum (Espihólsannáll).
– Strjúgsstaðir: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).
– Strjúgsstaðir: ...Það var sagt, fáum árum áður en Jón Karl dó (Strjúgs–Jón d. 1843), að grafið hefði hann peninga ekki alllitla í Strjúgsskarði. En eftir það, að þar féll niður skriða mikil, urðu menn þess oft varir, að hann leitaði við skriðuna, og í henni, þótt enginn væri honum kostur þar að grafa, svo var það stórgrýti mikið, og sem urð ein. (Gísli Konráðsson, Fjárdrápsmálið í Húnaþingi, Húnavaka, 1989).
– Strjúgsstaðir: ...Í miðju Strjúgsstaðaskarði er sagt að séu haugar þeirra Gunnsteins og Þorbjarnar Strjúgs sinn hvoru megin, en ekki er hægt að segja hvar þeir eru enda hafa skriður fallið þar. (Jóhannes Guðmundssona, Landnámsskýringar Jóhannesar á Gunnsteinsstöðum, Húnvetningur, 1990).
– Strjúgsstaðir: …Þá (2.–3. okt. 1887): …Óhemjumikil skriða féll í Strjúgsskarði. Féll hún alla leið ofan í á, en áin spýtti skriðunni fram, og eyðilagði hún mikið af túninu á Strjúgsstöðum. …Skriðan tók ekki bæjarhúsin, en féll að þeim báðum megin (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).
– Strjúgsstaðir: ...Til vinstri handar fellur Strjúgsá í djúpu þröngu gili og á aðeins eftir snertuspöl af leið sinni til Blöndu …Í árgilinu, nokkru neðan við okkur, eru Hrafnaklettar. Þeir mynda þröngt hlið um ána, og þar hefur hún oft stíflast í vorleysingum, ýmist af skriðuhlaupi eða ísreki. Þá hefur myndast stórt lón ofan við stífluna, sem að lokum ryður henni fram, og spyr þá Strjúgsá lítt af gömlum farvegi. Fyrir rúmum 30 árum (rétt 1919) grófust bæjarhúsin á Strjúgi meira en til hálfs í skriðuhlaupi úr gilinu. Hús hrundu þó ekki, né heldur sakaði fólk (Rósberg G. Snædal, Fólk og fjöll, 1959).
– Strjúgsstaðir: ...Sunnan Strjúgsskarðs rís Gunnsteinsstaðafjall og nær suður að Auðólfsstaðaskarði, röskva 5 km. Það er klettótt í brúnum, og víða hafa komið úr því skriðuföll og framhlaup. ...Túnið á Strjúgi hefur verið ræktað á skriðugrund norðan Strjúgsár, og er bæjarstæðið hið snotrasta. Allmikill grjótgarður er til varnar túninu, en oft hleypur Strjúgsá úr farvegi sínum í asahlákum og veldur túnspjöllum. Vorið 1919, á Uppstigningardag tók hún gripahús efst á túninu og eyddi þriðjungi þess (Árbók FÍ, 1964).
– Strjúgsstaðir: …Bærinn stendur á skriðugrund við vesturmynni Strjúgsskarðs, sem áður var fjölfarin leið milli byggða. Um skarðið fellur Strjúgsá, og eftir stórgrýttri skriðu í Blöndu. Olli hún stundum skaða í flóðum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978).

– Móberg: …Engjunum granda skriður úr snarbröttu fjalli og grjóthrun, hvorutveggja til stórskaða, svo að vísu meir en þriðjungur af enginu er þess vegna eyðilagt. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

– Móbergskot: …forn eyðihjáleiga í heimalandi, í eyði yfir 30 ár. …Það sem kotið hafði til slegna er nú orðin grasleysa mosagrund og sumt komið í skriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

– Geitaskarð: …Túninu grandar lækur úr brattlendi, sem ber grjót á völlinn til stórskaða, sem áeykst árlega. Enginu granda lækir, sem renna úr brattlendi og bera grjót og leir á það til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

– Geitaskarð: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).

– Glaumbær: …Enginu grandar skriðulækur með grjótsáburði, sem áeykst árlega með vatnsgangi, sem étur úr rótina. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

– Engihlíð: …Kostir og ókostr sem áður segir um Glaumbæ. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

– Miðgil: …Enginu grandar jarðfallsskriður úr fjalli og vatn, sem étur rótina til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Refasveit

– Enni: …Engjar öngvar nema hvað hent er úr valllendisbrekkurm, sem þó spillast af leir og grjóthuni. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

– Neðri–Lækjardalur: …Engjar öngvar, nema hvað henda má úr valllendisbrekkum, sem jafnlega rennur leir á til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Laxárdalur

– Laxárdalur (alm.): …Vatnsskarð (Litla–Vatnsskarð), Refsstaðir, Vesturá, Sneis, Kirkjuskarð, Öxl. Allir þessir bæir standa í röð úr eftir dalnum að austanverðu, og er sá ókostur á öllum jörðunum, að þar er skriðuhætt og vetraríki mikið (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Blöndudalshólaprestakall, 1839).

– Illugastaðir: ...Ef við förum svo norður með túninu að neðan, þá endar túnið þar í skriðu, sem nær niður að Laxá. ...Aðeins þar fyrir norðan er lítið jarðfall, Kúaskriða. (Höskuldur Sveinsson, Örnefni á Illugastöðum, Húnavaka, 1989).

– Litlamörk: …Nema engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir grjóthruni úr snarbröttum holtamelum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

– Litla–Vatnsskarð, Ævarstóttir: …Jóhannes (Guðmundsson 1871, Örnefnaskýringar úr Húnavatnssýslu, handrit) getur þess, að ýmsir hafi verið að brjóta heilann um, hvar Ævarskarð hið forna hafi verið, og segir að flestir hafi hallast að Litla–Vatnsskarði. Færir hann til þá sönnun, að sá bær hafi verið fluttur, vegna þess að hinn gamli hafi farið af fyrir skriðufalli, en „þar sem bólstaðurinn hafi verið heiti enn í dag (þ.e. 1871) Ævarstóftir. Þetta er rétt frá sagt. Skammt fyrir norðan túnið á Litla–Vatnsskarði kallast hryggir. Eru það uppgróin skriðuföll og þar eru miklar húsarústir og mannvirkjaleifar. Danival sagði mér, að það væri almæli að bærinn hefði staðið þarna áður, en væri fluttur sökum skriðuhlaupa úr fjallinu. Ekki mundi hann neitt nafn á rústunum, en bersýnilega eru þarna Ævarstóftir, sem Jóhannes talar um. …Norðan við tóftirnar er melhryggur, „auðsjáanlega skriða úr fjallinu” og rétt utan við melhrygginn er hústóft, 12 fet á lengd og ca 6 á br. …Hvenær skriðan hefur fallið á Ævarsskarðsbæinn, sem færður hafði verið úr skarðinu veit nú engin. En vafalaust hefur það orðið snemma á öldum. (Mér er næst að halda, að skriðan hafi fallið litlu áður en Ævarsskarð breyttist í Vatnsskarð eða um 1300). Þá hefur bærinn verið færður enn að nýju, suður að skarðinu, þar sem hann stendur nú, en landnámsbærinn verið notaður áfram sem sel. (Margeir Jónsson, Ævarskarð hið forna, Árbók Fornleifafélagsins, 1925–26).
– Litla–Vatnsskarð: ...Vestarlega í Vatnsskarði eru fornar rústir á skriðugrund undir Selgili og kallast Seltóftir. Norðan við túnið á Litla–Vatnsskarði kallast Hryggir, uppgróin skriðuföll. Þar eru Evartstóftir og almælt, að bærinn hafi staðið þar fyrrum. Aðaltóftin er um 17 m á lengd og 11 m á breidd. Ætlar Margeir Jónsson, að Ævar hafi fyrst reist byggð við Selgil, þótt þar snjóþungt og fært byggðina norður fyrir skarðið á Ævarstóftir. Þar fellur síðar skriða, og bærinn er byggður þar, sem hann er nú (Árbók FÍ, 1964).

– Refsstaðir: …Túninu grandar lækur, sem tekið hefur nokkurn part af vellinum, svo sem vera kann hér um hálfa dagsláttu, það pláss er nú grjótskriða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

– Núpur: …Túninu grandar skriður, sem renna úr fjalli í vatnavöxtum og bera á það grjót og leir til stórskaða. Engjunum grandar Laxá að neðan en skriður að ofan, sem hvorutveggja ber grjót og sand og leir á engið til skaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

– Mánaskál: …Túninu grandar skriða ein stór, sem lækur hefur borið á það úr brattlendi fyrir nokkrum árum, og tekið burt grasvöxt af miklum parti vallarins, svo hann hefur ei síðan sleginn verið. Engjunum grandar til stórskaða grjóthrun úr brattlendisfjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Norðurárdalur

– Neðstibær í Norðurárdal: …Túninu granda skriður sem renna á vetur úr brattlendi á snjó og klaka, sem bera aur og grjót á völlinn til stórskaða. Engjunum granda skriður með sama hætti og smálækir í bland sem bera sand og grjót. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Skagaströnd

– Skagaströnd (alm.): …Á Refasveit og ströndinni hafa jarðir mjög blásið upp í manna minnum, en eigi er kvartað yfir því til dalanna. Skriður og snjóflóð koma sjaldan að mun (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Höskuldsstaðasókn, 1873).

– Laxárgljúfur: ...Í árbotninum nokkru neðar en undan brúnni, lá lengi silfurbúin svipa er Helga hafði í hendi er hún fórst. Á öðrum tug tuttugustu aldar sprakk filla úr berginu og féll í ána. ...(Magnús Björnsson, Helga, Slysasaga úr Laxárgljúfri, Húnvetningur, 1956).

– Syðri–Hóll: …Engjar spillast af grjóthruni úr brattlendisholtum, sem fyrir ofan þær liggja. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

– Höskuldsstaðir: …Engjar spillast af grjóthruni úr brattlendi og leir og sandi sem fýkur á þær í stórveðrum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

– Bláland í Hallárdal: …Engjunum grandar Hallardalsá með grjóts og sands áburð að neðan, en skriður úr fjalli að ofan, hvorttveggja til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

– Þverá í Hallárdal: …Engjunum grandar leirskriður, sem hlaupa úr brattlendi og snjór, sem liggur oftlega á enginu framyfir mitt sumar, skemmir rótina og hindrar grasvöxtinn. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

– Sæunnarstaðir í Hallárdal: …(1727) Þá féllu skriður víða um haustið sökum stórregna, er yfrigengu. Hrundi fram fjallskriða úr Hólabyrðu. Item skemmdi skriða tún og engi á Sæunnarstöðum í Hallárdal. Svo og tók skriða til skemmda stykki af túni á Másstöðum í Vatnsdal (Sjávarborgarannáll).
– Sæunnarstaðir: ...Nokkru ofar eru Sæunnarstaðir, sem löngum voru tvíbýlisjörð, enda landkostir miklir. ...Nokkuð er hér skriðuhætt, og er þess getið í annálum að 1727 hafi tún og engjar orðið fyrir þess konar áföllum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

– Spákonufell: …Svo hagar til að kippkorn fyrir ofan bæinn á Spákonufelli er mikið og hátt og dregst nokkuð að sér ofan, en efst á því eru vegghamrar og sýnist engri skepnu þar fært upp að komast. Norðan í því heita Leyningsdalir eða Leynidalir. …Í þeim dölum eða lægðum er einna best beitiland í fjallinu svo ofarlega sem þeir eru þó. Er þar bæði víðir nógur og reyniviðarhríslur nokkrar. …Séra Eirík grunar nú að ekki sé allt með feldu um hag Grákollu og lætur hann nú leita hennar inn í Leyningsdali. Þar fannst Kolla dauð. Hafði Þórdís hryggbrotið hana með stóru bjargi sem hún hafði fleygt (með göldrum) norður af hömrunum á Spákonufellsborg, ofan í dalina og Kolla orðið undir (sögn um grjóthrun?). …en þegar hann lét vettlinginn falla (meiri galdrar) kom hann lítið eitt við eggjarnar á fjallinu og varð af því skruðningur nokkur. …En þegar hann raknaði við sá hann að Þórdís lá dauð undir hömrunum. Hafði vettlingur prestsins orðið að þungum kletti (sögn um grjóthrun?) á leið niður og hryggbrotið hana (Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri).

– Fjall: …Úti á túni er steinn geysistór og hálfur í jörð. …Steinninn hefur ekki legið þar frá örófi alda, því að þarna tók hann sér bólfestu í búskapartíð Jóhannesar (fyrri hluta 19. aldar). Það var eitt sumarkvöld, að Jóhannes hafði kvíað ærnar og kona hans mjaltaði. Kvíarnar voru ofan við bæinn og túngarðinn, við rætur fjalls þess, er bærinn stendur undir og nefnist Öxl eða Fjallsöxl. …Heyrir hann þá snögglega drunur miklar upp axlarinnar. Hann spratt á fætur og skyggndist um til að vita, hverju slíkt gegndi. Sér hann að heljarbjarg hefur losnað hátt upp í fjalli og veltur beint á kvíarnar. …Við það kom lykkja á leið steinsins, svo að hann hraut út á túnið og staðnæmdist þar. (Magnús Björnsson á Syðra–Hóli, Sögur Jóhannesar, Heima er best, 1957).

– Tjörn í Nesjum: …Hætt er kvikfé fyrir dýjum og skriðum og snjóflóðum úr fjalli, hefur oft að þessu mein orðið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Relationships area

Related entity

Hrafnabjörg Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00527

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

– Hrafnabjörg: …Engjunum spilla leirlækir úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Enni á Refasveit í Engihlíðarhreppi. ((1950))

Identifier of related entity

HAH00641

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Enni: …Engjar öngvar nema hvað hent er úr valllendisbrekkurm, sem þó spillast af leir og grjóthuni. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Bergstaðir Svartárdal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00066

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Bergsstaðir: …Engjar eru mjög litlar og mestan part eyðilagðar fyrir leirskriðum og jarðföllum og smálækjum úr brattlendi, er nú ei annað slægjuland heldur en hvað hent verður innan um þessar skriður, sitt heyfang og sáta í hverjum stað. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Bergsstaðir: ...Engjar eru hér undirorpnar skriðum. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Bergstaðir: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).

Related entity

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00157

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1817

Description of relationship

– Eiríksstaðir: …(1817) Í síðustu vetrarviku (apr.) varð vatnsgangur voðalegur. Hlupu lækir á tún og bæi, svo sem á Eiríksstöðum og Gili. Komu og víða skriður (Brandsstaðaannáll). – Grófarkot: …í eyðihjáleiga frá Eiríksstöðum. …þar með er hér skriðuhætt svo að fyrir þann skuld lagðist þetta býli nokkurn part í eyði. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Fjósar í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00160

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Fjósar: …Túninu grandar grjóthrun og grjótskriður úr smálækjum sem renna úr brattlendi. Engjar allar eyðilagðar fyrir Svartá að neðan, en grjóti aur og sandi úr fjalli að ofan. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Gil í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00163

Category of relationship

associative

Dates of relationship

4.1817

Description of relationship

– Gil: …(1817) Í síðustu vetrarviku (apr.) varð vatnsgangur voðalegur. Hlupu lækir á tún og bæi, svo sem á Eiríksstöðum og Gili. Komu og víða skriður (Brandsstaðaannáll).

Related entity

Botnastaðir í Blöndudal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00693

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1759

Description of relationship

– Botnastaðir/Bottastaðir: …Enginu granda jarðföll og smálækir úr brattlendi, sem bera grjót, leir og sand í slægjulandið til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Botnastaðir: ...Botnastaðir eru yst í Svartárdal. Því hefur verið haldið fram, að Bottastaðir sé hið rétta nafn býlisins. ...Árið 1759 gerðist það að skriða féll skammt frá bænum. Var þetta á þorranum, er snögglega hlánaði með fjögurra daga rigningu. Skriða þessi tók burt lambakofa með lömbunum en skildi í staðinn eftir bjarg, er lengi á eftir var notað sem hestasteinn (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

Related entity

Bólstaðarhlíð ([900])

Identifier of related entity

HAH00148

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Bólstaðahlíð: …Engjar öngvar nema hvað hent verður úr fjallshlíðum og hvannabrekkum, sem þó spillist af grjóti og leir árlega. Hætt er kvikfé fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Vatnshlíð á Skörðum ([1500])

Identifier of related entity

HAH00178

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Vatnshlíð á Vatnsskarði: …Engjunum granda vatn sem étur úr rótina, og leir, sem rennur á þær úr snarbröttu fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Vatnshlíð: …22. jan. 1759 hlupu víða fram skriður og ollu tjóni á mörgum jörðum í sýslunni. …Þá bjuggu í Vatnshlíð á Stóra–Vatnsskarði hjónin Björn Þorleifsson og Ólöf Ólafsdóttir. …Þegar hann er nýgenginn inn í baðstofu, heyrðist dynur mikill. Honum verður þá að orði: „Hvaða bölvuð suða er þetta? “Í sömu svifum skall skriðan á bænum sligaði hann allan og fyllti af vatni, krapi og aur. Skriðan féll alveg fram í vatnið (Vatnshlíðarvatn) (Úr Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar, Rósberg G. Snædal, Hrakfallabálkur, 1969). – Vatnshlíð: …Vorið 1887 hljóp skriða úr Vatnshlíðarhnjúk. Olli hún miklum spjöllum á túni jarðarinnar en annan óskunda mun hún ekki hafa gert. Skriðan hljóp um hádegisbil. Allt heimilisfólk hafði verið að hirða af túninu, en um hádegisbil fór það inn í bæ, allt nema Guðný litla dóttir Sveins og Ingibjargar, sem var að leika sér á hlaðinu. Eitt sinn þegar Guðný leit upp frá leik sínum sá hún fossandi læki og skoppandi steina hendast framhjá bænum, niður á tún. Þessu fylgdi þungur niður. Guðný var ekki nema á fimmta árinu og hafði ekki hugmynd um hvað þarna var að gerast, hættunni gerði hún sér enga grein fyrir, en hins vegar fannst henni tilvinnandi að rannsaka þetta fyrirbrigði nánar og hljóp því af stað í áttina til skriðufallsins. Sveinn hafði heyrt til skriðunnar og kom nú út á hlað og gat með naumindum náð telpunni áður en hún fór sér að voða af óvitaskap sínum. Var hann þá ærið skreflangur sem vonlegt var. (Guðmundur Sigurður Jóhannsson, Sveinn Sigvaldason, Heima er best 1974).

Related entity

Gunnsteinsstaðir í Langadal (um 890)

Identifier of related entity

HAH00164

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Gunnsteinsstaðir, Karlastaðir: ...Sunnan Gunnsteinsstaðahólma er þyrping lágra skriðuhóla niður að Blöndu. Er auðsætt, að mikið jarðrask hefur átt sér stað í fjallshlíðinni og upp af þeim kallast framhlaup þetta Karlastaðahólar, og segir sagan, að undir þeim hafi orðið býli Karla landnámsmanns. Jarðabókin segir, að skriða hafi eytt því fyrir meira en 400 árum. Þarna er og örnefnið Karlastaðamýri. Skriðuhaftið er um 500 m breitt hið neðra, og munnmæli herma, að þarna hafi býli Mikils landnámsmanns einnig staðið (Árbók FÍ, 1964). – Gunnsteinsstaðir: …Túninu grandar til stórskaða og eyðileggingar Blanda að neðan með landbroti, en smálækir bera skriðu og möl á völlinn í vatnavöxtum að ofan. …Enginu grandar Blanda að neðan með sandsáburði, en smálækir að ofan með grjóts, leirs og sands áburði, til stórskaða, sem áeykst árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Gunnsteinsstaðir: …Bærinn er í skjóllegum hvammi sunnan undir háum hólarana við Langadalsfjalls. Ber þar hæst Nýlendunibbu, og hefur löngum verið hætt við skriðuföllum og snjóflóðum úr fjallinu, sem tjóni hafa valdið (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978). – Gunnsteinsstaðir, Mikilstaðir: ...Mikilsstaðir (Miklsstaðir), sem voru sunnarlega í landi Gunnsteinsstaða, mun einnig hafa tekið af í skriðu fyrir langalöngu (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Gunnsteinsstaðir: ...Gunnsteinsstaðir standa í skjóllegum hvammi sunnan undir hólabunkanum, og nær túnið alveg niður að Blöndu, sem hefur höggvið þar væna sneið af grónu landi. Sunnan við bæinn er há skriðugrund og vítt gil upp af. Heitir það Nýlendugil, en kotbýlið Nýlenda stóð fyrrum á grundinni. Það var stofnað um 1650 og tók af í snjóflóði 1768. Síðar voru þar fjárhús og héldu nafninu. Úr Nýlendugili hafa oft fallið skriður eða snjóflóð. Árið 1759 féll þaðan skriða á túnið og drap 40 fjár. Í stórrigningunni 29. maí 1919 féll skriða úr Bæjargili og stórskemmdi túnið. Hættast voru Gunnsteinsstaðir komnir 19. nóv. 1947. Þá hljóp snjóflóð af Steinahjalla ofan í Bæjargil og ruddist fram um gilið beint á bæinn (Árbók FÍ, 1964). – Gunnsteinsstaðir, Nýlenda: ...Upp af sunnanverðu gamla túninu á Gunnsteinsstöðum, var Nýlendugil, sem oft hafa fallið úr skriður og snjóflóð, enda var Skriða nafn á koti, sem var þar upp frá. Nokkru neðar, eða heima undir túni á Gunnsteinsstöðum, var Nýlenda. Hana tók af í skriðu (rétt: snjóflóð) árið 1768, og var krafturinn svo mikill, að kotið allt og heyið þeyttist út á Blöndu. Sömu leið fóru sjö hross, en aðeins eitt þeirra drapst, og ekkert manntjón hlaust af hamförum þessum. Talið er að býlin Nýlenda og Hólabær hafi fyrst verið byggð um 1660 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Nýlenda: Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina (Gunnsteinsstaðir) (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Gunnsteinsstaðir, Nýlenda, Karlastaðir, Mikilsstaðir: …Hjáleigur frá Gunnsteinsstöðum. …Þá var Nýlenda, nokkuð fram með hlíðinni. Það býli tókst af í skriðuhlaupi 1762, og eru þar nú beitarhús. Hinar fornu landnámsjarðir, Karlastaðir, sem voru syðst í landareigninni, og Mikilsstaðir, sem að líkum voru nokkru utar, hafa og báðar lagst í eyði vegna skriðuhlaupa fyrir mörgum öldum (Páll V.G. Kolka, Föðurtún, 1950).

Related entity

Strjúgsstaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00175

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Strjúgsstaðir: …Túninu grandar Strjúgsá með grjótsáburði, og sumpart grjóthrun úr fjalli, til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Strjúgsstaðir: …Þá (22. jan. 1759) féll skriða á Botnastaði í Svartárdal og tók burt lambakofa. …Skriða féll á mest allt túnið á Gunnsteinsstöðum (Langadal) og sópað burt fjárhúsi með 40 kindum, svo og heyi, sem þar var við. Strjúgsá hljóp með aur– og grjótburði yfir nær allt túnið á Strjúgstöðum. Fólk varð að flýja báða þessa bæi um sinn (Rósberg G. Snædal, Hrakfallabálkur, 1969). (Ath: sumar heimildir telja að hér um að ræða Strjúgsá í Djúpadal í Eyjafirði, en óneitanlega er rökréttara að hér sé um Strjúgsá í Langadal í Austur Húnavatnssýslu að ræða.) – Strjúgsstaðir: …(1779) Þá skemmdust af skriðum bærinn Strjúgur í Langadal, sömuleiðis Mógilsá og Vellir á Kjalarnesi með fleiri jörðum (Espihólsannáll). – Strjúgsstaðir: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll). – Strjúgsstaðir: ...Það var sagt, fáum árum áður en Jón Karl dó (Strjúgs–Jón d. 1843), að grafið hefði hann peninga ekki alllitla í Strjúgsskarði. En eftir það, að þar féll niður skriða mikil, urðu menn þess oft varir, að hann leitaði við skriðuna, og í henni, þótt enginn væri honum kostur þar að grafa, svo var það stórgrýti mikið, og sem urð ein. (Gísli Konráðsson, Fjárdrápsmálið í Húnaþingi, Húnavaka, 1989). – Strjúgsstaðir: ...Í miðju Strjúgsstaðaskarði er sagt að séu haugar þeirra Gunnsteins og Þorbjarnar Strjúgs sinn hvoru megin, en ekki er hægt að segja hvar þeir eru enda hafa skriður fallið þar. (Jóhannes Guðmundssona, Landnámsskýringar Jóhannesar á Gunnsteinsstöðum, Húnvetningur, 1990). – Strjúgsstaðir: …Þá (2.–3. okt. 1887): …Óhemjumikil skriða féll í Strjúgsskarði. Féll hún alla leið ofan í á, en áin spýtti skriðunni fram, og eyðilagði hún mikið af túninu á Strjúgsstöðum. …Skriðan tók ekki bæjarhúsin, en féll að þeim báðum megin (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955). – Strjúgsstaðir: ...Til vinstri handar fellur Strjúgsá í djúpu þröngu gili og á aðeins eftir snertuspöl af leið sinni til Blöndu …Í árgilinu, nokkru neðan við okkur, eru Hrafnaklettar. Þeir mynda þröngt hlið um ána, og þar hefur hún oft stíflast í vorleysingum, ýmist af skriðuhlaupi eða ísreki. Þá hefur myndast stórt lón ofan við stífluna, sem að lokum ryður henni fram, og spyr þá Strjúgsá lítt af gömlum farvegi. Fyrir rúmum 30 árum (rétt 1919) grófust bæjarhúsin á Strjúgi meira en til hálfs í skriðuhlaupi úr gilinu. Hús hrundu þó ekki, né heldur sakaði fólk (Rósberg G. Snædal, Fólk og fjöll, 1959). – Strjúgsstaðir: ...Sunnan Strjúgsskarðs rís Gunnsteinsstaðafjall og nær suður að Auðólfsstaðaskarði, röskva 5 km. Það er klettótt í brúnum, og víða hafa komið úr því skriðuföll og framhlaup. ...Túnið á Strjúgi hefur verið ræktað á skriðugrund norðan Strjúgsár, og er bæjarstæðið hið snotrasta. Allmikill grjótgarður er til varnar túninu, en oft hleypur Strjúgsá úr farvegi sínum í asahlákum og veldur túnspjöllum. Vorið 1919, á Uppstigningardag tók hún gripahús efst á túninu og eyddi þriðjungi þess (Árbók FÍ, 1964). – Strjúgsstaðir: …Bærinn stendur á skriðugrund við vesturmynni Strjúgsskarðs, sem áður var fjölfarin leið milli byggða. Um skarðið fellur Strjúgsá, og eftir stórgrýttri skriðu í Blöndu. Olli hún stundum skaða í flóðum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978).

Related entity

Móberg í Langadal ([1000])

Identifier of related entity

HAH00215

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Móberg: …Engjunum granda skriður úr snarbröttu fjalli og grjóthrun, hvorutveggja til stórskaða, svo að vísu meir en þriðjungur af enginu er þess vegna eyðilagt. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708). – Móbergskot: …forn eyðihjáleiga í heimalandi, í eyði yfir 30 ár. …Það sem kotið hafði til slegna er nú orðin grasleysa mosagrund og sumt komið í skriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00210

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Geitaskarð: …Túninu grandar lækur úr brattlendi, sem ber grjót á völlinn til stórskaða, sem áeykst árlega. Enginu granda lækir, sem renna úr brattlendi og bera grjót og leir á það til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708). – Geitaskarð: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).

Related entity

Glaumbær í Langadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00211

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Glaumbær: …Enginu grandar skriðulækur með grjótsáburði, sem áeykst árlega með vatnsgangi, sem étur úr rótina. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Engihlíð í Langadal ([1000])

Identifier of related entity

HAH00207

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Engihlíð: …Kostir og ókostir sem áður segir um Glaumbæ. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Miðgil í Engihlíðarhreppi. ((1950))

Identifier of related entity

HAH00267

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Miðgil: …Enginu grandar jarðfallsskriður úr fjalli og vatn, sem étur rótina til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Leifsstaðir í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00169

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Syðri–Leifsstaðir: …Kostir og ókostir sem segir um Skottustaði, nema að hér er túninu hættara fyrir snjóflóðum og skriðum, hefur hér og meiri skaða gjört, og meir en fyrir sjötíu árum tók bæinn allan með fjósi og nautum, eitt hræðilegt snjóflóð, sem hljóp ú bæjargilinu, og er það ætlan manna eftir því sem þeir hafa heyrt af sér eldri mönnum að þar muni þá allt fólk dáið hafa, sem í bænum var, fyrir þessu mikla flóði. Eftir það var bærinn uppbyggður suður við túngarðinn þar sem nú stendur hann, og því er bænum ei svo hætt fyrir þessu snjóflóði sem áður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Ytri–Leifsstaðir: …Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina, nema aldrei hefur snjóflóð grandað þessum bænum, en undir sama skaða liggur völlurinn og á heimajörðinni (snjóflóð/skriður). (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Litlu-Leifsstaðir: …(1783) Með apríl gjörði hláku og mikla vatnavexti svo menn mundu ekki slíkt, féllu þá skriður og skemmdu mjög tún á ýmsum bæjum í Húnavatnssýslu, svo sem á Strjúgstöðum og Litlu-Leifsstöðum, hvar þau að mestu tók af, en skemmdust á Geitisskarði, Bergstöðum og Flögu (Djáknaannáll).

Related entity

Lækjardalur á Refasveit [Efri og Neðri] ((1950))

Identifier of related entity

HAH00216

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Neðri–Lækjardalur: …Engjar öngvar, nema hvað henda má úr valllendisbrekkum, sem jafnlega rennur leir á til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Núpur á Laxárdal fremri ((1930))

Identifier of related entity

HAH00371

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Núpur: …Túninu grandar skriður, sem renna úr fjalli í vatnavöxtum og bera á það grjót og leir til stórskaða. Engjunum grandar Laxá að neðan en skriður að ofan, sem hvorutveggja ber grjót og sand og leir á engið til skaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Related entity

Mánaskál á Laxárdal fremri ((1950))

Identifier of related entity

HAH00370

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Mánaskál: …Túninu grandar skriða ein stór, sem lækur hefur borið á það úr brattlendi fyrir nokkrum árum, og tekið burt grasvöxt af miklum parti vallarins, svo hann hefur ei síðan sleginn verið. Engjunum grandar til stórskaða grjóthrun úr brattlendisfjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Related entity

Neðstibær í Norðurárdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00615

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Neðstibær í Norðurárdal: …Túninu granda skriður sem renna á vetur úr brattlendi á snjó og klaka, sem bera aur og grjót á völlinn til stórskaða. Engjunum granda skriður með sama hætti og smálækir í bland sem bera sand og grjót. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Related entity

Laxá í Refasveit (Ytri Laxá) (874 -)

Identifier of related entity

HAH00368

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Laxárgljúfur: ...Í árbotninum nokkru neðar en undan brúnni, lá lengi silfurbúin svipa er Helga hafði í hendi er hún fórst. Á öðrum tug tuttugustu aldar sprakk filla úr berginu og féll í ána. ...(Magnús Björnsson, Helga, Slysasaga úr Laxárgljúfri, Húnvetningur, 1956).

Related entity

Syðri-Hóll í Vindhælishreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00544

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Syðri–Hóll: …Engjar spillast af grjóthruni úr brattlendisholtum, sem fyrir ofan þær liggja. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Related entity

Höskuldsstaðir Vindhælishreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00327

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Höskuldsstaðir: …Engjar spillast af grjóthruni úr brattlendi og leir og sandi sem fýkur á þær í stórveðrum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Related entity

Bláland Vindhælishreppi ((1900))

Identifier of related entity

HAH00686

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Bláland í Hallárdal: …Engjunum grandar Hallardalsá með grjóts og sands áburð að neðan, en skriður úr fjalli að ofan, hvorttveggja til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Related entity

Þverá í Hallárdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00612

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Þverá í Hallárdal: …Engjunum grandar leirskriður, sem hlaupa úr brattlendi og snjór, sem liggur oftlega á enginu framyfir mitt sumar, skemmir rótina og hindrar grasvöxtinn. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Related entity

Sæunnarstaðir í Hallárdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00683

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Sæunnarstaðir í Hallárdal: …(1727) Þá féllu skriður víða um haustið sökum stórregna, er yfrigengu. Hrundi fram fjallskriða úr Hólabyrðu. Item skemmdi skriða tún og engi á Sæunnarstöðum í Hallárdal. Svo og tók skriða til skemmda stykki af túni á Másstöðum í Vatnsdal (Sjávarborgarannáll). – Sæunnarstaðir: ...Nokkru ofar eru Sæunnarstaðir, sem löngum voru tvíbýlisjörð, enda landkostir miklir. ...Nokkuð er hér skriðuhætt, og er þess getið í annálum að 1727 hafi tún og engjar orðið fyrir þess konar áföllum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

Related entity

Spákonufell ((1950))

Identifier of related entity

HAH00456

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Spákonufell: …Svo hagar til að kippkorn fyrir ofan bæinn á Spákonufelli er mikið og hátt og dregst nokkuð að sér ofan, en efst á því eru vegghamrar og sýnist engri skepnu þar fært upp að komast. Norðan í því heita Leyningsdalir eða Leynidalir. …Í þeim dölum eða lægðum er einna best beitiland í fjallinu svo ofarlega sem þeir eru þó. Er þar bæði víðir nógur og reyniviðarhríslur nokkrar. …Séra Eirík grunar nú að ekki sé allt með feldu um hag Grákollu og lætur hann nú leita hennar inn í Leyningsdali. Þar fannst Kolla dauð. Hafði Þórdís hryggbrotið hana með stóru bjargi sem hún hafði fleygt (með göldrum) norður af hömrunum á Spákonufellsborg, ofan í dalina og Kolla orðið undir (sögn um grjóthrun?). …en þegar hann lét vettlinginn falla (meiri galdrar) kom hann lítið eitt við eggjarnar á fjallinu og varð af því skruðningur nokkur. …En þegar hann raknaði við sá hann að Þórdís lá dauð undir hömrunum. Hafði vettlingur prestsins orðið að þungum kletti (sögn um grjóthrun?) á leið niður og hryggbrotið hana (Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri).

Related entity

Fjallöxl á Skaga

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Fjall: …Úti á túni er steinn geysistór og hálfur í jörð. …Steinninn hefur ekki legið þar frá örófi alda, því að þarna tók hann sér bólfestu í búskapartíð Jóhannesar (fyrri hluta 19. aldar). Það var eitt sumarkvöld, að Jóhannes hafði kvíað ærnar og kona hans mjaltaði. Kvíarnar voru ofan við bæinn og túngarðinn, við rætur fjalls þess, er bærinn stendur undir og nefnist Öxl eða Fjallsöxl. …Heyrir hann þá snögglega drunur miklar upp axlarinnar. Hann spratt á fætur og skyggndist um til að vita, hverju slíkt gegndi. Sér hann að heljarbjarg hefur losnað hátt upp í fjalli og veltur beint á kvíarnar. …Við það kom lykkja á leið steinsins, svo að hann hraut út á túnið og staðnæmdist þar. (Magnús Björnsson á Syðra–Hóli, Sögur Jóhannesar, Heima er best, 1957).

Related entity

Tjörn á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00433

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Tjörn í Nesjum: …Hætt er kvikfé fyrir dýjum og skriðum og snjóflóðum úr fjalli, hefur oft að þessu mein orðið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vindhælishreppur 1708).

Related entity

Laxárdalur fremri (874 -)

Identifier of related entity

HAH00694

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Laxárdalur (alm.): …Vatnsskarð (Litla–Vatnsskarð), Refsstaðir, Vesturá, Sneis, Kirkjuskarð, Öxl. Allir þessir bæir standa í röð úr eftir dalnum að austanverðu, og er sá ókostur á öllum jörðunum, að þar er skriðuhætt og vetraríki mikið (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Blöndudalshólaprestakall, 1839). – Litlamörk: …Nema engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir grjóthruni úr snarbröttum holtamelum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Litla–Vatnsskarð, Ævarstóttir: …Jóhannes (Guðmundsson 1871, Örnefnaskýringar úr Húnavatnssýslu, handrit) getur þess, að ýmsir hafi verið að brjóta heilann um, hvar Ævarskarð hið forna hafi verið, og segir að flestir hafi hallast að Litla–Vatnsskarði. Færir hann til þá sönnun, að sá bær hafi verið fluttur, vegna þess að hinn gamli hafi farið af fyrir skriðufalli, en „þar sem bólstaðurinn hafi verið heiti enn í dag (þ.e. 1871) Ævarstóftir. Þetta er rétt frá sagt. Skammt fyrir norðan túnið á Litla–Vatnsskarði kallast hryggir. Eru það uppgróin skriðuföll og þar eru miklar húsarústir og mannvirkjaleifar. Danival sagði mér, að það væri almæli að bærinn hefði staðið þarna áður, en væri fluttur sökum skriðuhlaupa úr fjallinu. Ekki mundi hann neitt nafn á rústunum, en bersýnilega eru þarna Ævarstóftir, sem Jóhannes talar um. …Norðan við tóftirnar er melhryggur, „auðsjáanlega skriða úr fjallinu” og rétt utan við melhrygginn er hústóft, 12 fet á lengd og ca 6 á br. …Hvenær skriðan hefur fallið á Ævarsskarðsbæinn, sem færður hafði verið úr skarðinu veit nú engin. En vafalaust hefur það orðið snemma á öldum. (Mér er næst að halda, að skriðan hafi fallið litlu áður en Ævarsskarð breyttist í Vatnsskarð eða um 1300). Þá hefur bærinn verið færður enn að nýju, suður að skarðinu, þar sem hann stendur nú, en landnámsbærinn verið notaður áfram sem sel. (Margeir Jónsson, Ævarskarð hið forna, Árbók Fornleifafélagsins, 1925–26). – Litla–Vatnsskarð: ...Vestarlega í Vatnsskarði eru fornar rústir á skriðugrund undir Selgili og kallast Seltóftir. Norðan við túnið á Litla–Vatnsskarði kallast Hryggir, uppgróin skriðuföll. Þar eru Evartstóftir og almælt, að bærinn hafi staðið þar fyrrum. Aðaltóftin er um 17 m á lengd og 11 m á breidd. Ætlar Margeir Jónsson, að Ævar hafi fyrst reist byggð við Selgil, þótt þar snjóþungt og fært byggðina norður fyrir skarðið á Ævarstóftir. Þar fellur síðar skriða, og bærinn er byggður þar, sem hann er nú (Árbók FÍ, 1964). – Refsstaðir: …Túninu grandar lækur, sem tekið hefur nokkurn part af vellinum, svo sem vera kann hér um hálfa dagsláttu, það pláss er nú grjótskriða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Mosfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00520

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Mosfell: …Engjunum spillir lækjarskriða í fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Geithamrar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00269

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Geithamrar: …Túnunum spillir lækjarskriða. Enginu spillir sama skriða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00533

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Snæringsstaðir: …Hefur þetta varað hér um xxx ár, síðan lækjarskriða fordjarfaði bæði tún og engjar. …Ekki er túnum óhætt fyrir lækjarskriðu, sem áður segir. Engið skemmir sama lækjarskriða, oftast nokkuð árlega og þó ei til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706). – Hólkot: …forn eyðihjáleiga frá Snæringsstöðum. …Ómögulegt er hér aftur að byggja því tún er í hrjóstur og grótskriðu komið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Rútsstaðir Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00531

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Rútstaðir: …Engjunum hefur að mestu eytt grjótskriða úr á og jarðföll af lækjum úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Holt í Svínadal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00518

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Holt: …Engjar eru í mýrlendum brekkum, sem lækir fella stundum aurskriður á. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Stóridalur Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00483

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Stóridalur: …Engjunum spillir leirágangur úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi ([1000])

Identifier of related entity

HAH00535

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Stóra Búrfell: …Landskuld er i c og xl álnir, áður hefur verið xx álnum meira og því aftur færð, að skriða spillir túni. Túninu grandar bæjarlækjarskriða, en enginu leirskriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Hamar á Bakásum (1648 -)

Identifier of related entity

HAH00526

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hamar: …Enginu spilla leirskriður úr brattlendi og sandur, sem Blanda færir. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Ásar í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00698

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Ásar: …Enginu grandar sandságangur úr Blöndu og leirskriður úr brekku. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Guðlaugsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00079

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Guðlaugsstaðir: …Túninu grandar skriða, sem bæjarlækur færir og er ekki bænum óhætt fyrir læk þeim. Engið er að mestu eyðilagt af leirskriðum úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706). – Guðlaugstaðir: …skriður falla stundum á túnið (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Auðkúlu– og Svínavatnssóknir, 1857).

Related entity

Eiðsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00077

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Eiðsstaðir: …Engjunum grandar leirskriða úr brattlendi. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Eldjárnsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00199

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Eldjárnsstaðir: …Engjunum spilla leirskriður úr brattlendi. Hætt er fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706). – Eldjárnsstaðir: …þar er all skriðuhætt (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Blöndudalshólaprestakall, 1839).

Related entity

Langidalur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00364

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hávarðsstaðir: …Hávarðsstaðir hét og bær í Auðólfsstaðaskarði, er liggur upp til Laxárdals hins fremra. Skriða tók líka af bæ þennan, en ekki vita menn, hvenær það hefir verið (Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar). – Karlastaðir: …forn eyðijörð milli Auðólfsstaða og Gunnsteinsstaða. …Yfir þessa jörð segjast menn hafa heyrt að skriða hafi hlaupið úr fjalli eyðilagt hana bæði að túni og húsum, meir en fyrir fjögur hundruð árum, og síðan aldrei uppbyggð. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Karlastaðir: …Karlastaðir (eyðibýli milli Gunnsteinsstaða og Ásólfsstaða), eyddust af skriðuhlaupi (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777). – Karlastaðir: …Nálægt miðri 14. öld féll skriða mikil í Langadal í Húnavatnssýslu milli Gunnsteinsstaða og Auðólfsstaða á bæ þann, er hét Karlastaðir, og fórust allir heimamenn nema vinnukona ein, er stödd var í búri, og varð henni það til lífs, að það brotnaði ekki inn. Vinnukonan lifði alllengi í búrinu, og segja sumir, að hún dveldist þar tvö eða þrjú ár. Rakki var hjá henni, og hafði hún bæði hlýindi og skemmtun af honum. Eitt sinn var prestur á kirkjuleið, annaðhvort til Gunnsteinsstaða eða Holtastaða, og heyrði hann hundinn gelta niðri í skriðunni. Fór þá til mannfjöldi og gróf í skriðunni, þar sem prestur vísaði til, og náðust þá bæði hundurinn og stúlkan. Svo sagði hún seinna, að hún mundi hafa gefið hundinum annan seinasta bitann með sér, en fjögra mánaða forði var eftir handa þeim, er þeim var bjargað. (Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar). – Karlastaðir: ...Á milli Gunnsteinsstaða og Auðólfsstaða voru Karlastaðir. Á bæinn féll skriða um miðja 14. öld, og fórust allir heimamenn nema vinnukona ein, sem stödd var í búri er skriðan féll ...Óvíst er, hvort Karlastaðir hafi verið byggðir eftir þetta (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989).

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svartá - Svartárdalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00493

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Svartárdalur (alm.): …Árlega gengur þetta land af sér, svo vel niður í dalnum sjálfum, þegar áin er í vexti og ruðningi vetur og vor, sem hið efra til fjallsins, af skriðum, skurðum og landbrotum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Bergstaða– og Bólstaðarhlíðarsóknir, 1841).

Related entity

Bollastaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00075

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Bollastaðir: …Túninu grandar lækur úr brattlendi, sem gjört hefur grjótskriðu um þvert túnið og ónýtist því mikið stykki úr vellinum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Eyvindarstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00078

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Eyvindarstaðir: …Túninu granda smálækir sem renna úr brattlendi og bera á völlinn leir og sand til stórskaða, sem verður við varðað. Enginu grandar í sama máta smálækir úr brattlendi, sem bera á þær grjót og leir til stórskaða, sem áeykst árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Austurhlíð -Eyvindarstaðagerði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00151

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Austurhlíð/Eyvindarstaðagerði: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. Milli Blöndudalshóla og Austurhlíðar, sem þá hét Eyvindarstaðagerði, féllu 28 skriður og þrjár af þeim í á ofan. Syðsta skriðan af þeim var suður undir Austurhlíð, en hinar tvær á Brandsstaðatúni. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

Related entity

Brandsstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00076

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Brandsstaðir: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. Milli Blöndudalshóla og Austurhlíðar, sem þá hét Eyvindarstaðagerði, féllu 28 skriður og þrjár af þeim í á ofan. Syðsta skriðan af þeim var suður undir Austurhlíð, en hinar tvær á Brandsstaðatúni. …Á Brandsstöðum eyðilagðist túnið sunnan lækjar eiginlega með öllu, svo að af því munu ekki hafa fengist nema 4 hestar sumarið eftir. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

Related entity

Blöndudalshólar ([1200])

Identifier of related entity

HAH00074

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Blöndudalshólar: ...Prestsetrið er mögur bújörð og landþröng, og undirorpin jarðföllum og skriðum á tún og engjar. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Blöndudalshólar: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. Milli Blöndudalshóla og Austurhlíðar, sem þá hét Eyvindarstaðagerði, féllu 28 skriður og þrjár af þeim í á ofan. ...Skemmdir urðu einnig á túninu á Blöndudalshólum. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

Related entity

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00159

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Finnstunga: …Úthagann blæs upp miklilega í holt og grasleysumosa, sem á eykst árleg og sumpart hlaupa í bröttum fjallbrekkum skriður og jarðföll. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Finnstunga: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. ...Þá féllu og miklar skriður milli Finnstungutúnsins og Kotshólanna. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881– 1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

Related entity

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00170

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Skeggsstaðir: …Túninu grandar skriða úr gili, sem rennur úr snarbröttu fjalli, og hefur þessi skriða tekið mikinn part af vellinum sem nú er grjótskriða. Engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir skriðum úr brattlendi, og smálækjum, sem borið hafa á þær grjót og sand. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00174

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Steiná: …Engjar eru allar eyðilagðar fyrir vatnagangi og leirs og grjóts skriðum og sumpart jarðföllum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Hóll í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00166

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hóll: …Engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir landbroti af öðrum læk, og grjóts og sands áburði, og er ei annað slægjuland heldur en það lítið sem skorið verður með smáblettum innan úr þessum skriðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Kúfustaðir í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00695

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Kúfustaðir/Kúastaðir: …Engjar eru að mestu eyðilagðar fyrir smálækjum og skriðum úr snarbröttu fjalli, sem áeykst árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Kúfustaðir: …Þeir eru vænni bæjarleið norðan Stafns. Þar er ekki íbúðarhús og hefur bóndinn heimili sitt í Stafni. Nokkuð er þar harðlent og aðkreppt af Svartárdalfjalli. Túnið er ræktað af valllendisgrund og að nokkru af uppgróinni skriðu (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978).

Related entity

Hvammur í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00168

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hvammur: …Enginu grandar grjóthrun og leir, grjót og sandur, sem smálækir bera á engið úr snarbröttu fjalli, sem áeykst árlega. Hætt er kvikfé fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Skottastaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1500])

Identifier of related entity

HAH00171

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Skottastaðir: …Túninu grandar leirskriður og vatnsgangur úr snarbröttu fjalli til stórskaða. Enginu grandar jarðfallsskriða og sumpart smálækir, sem bera leir og sand að ofan, og Svartá að neðan með landbroti og grjótsáburði. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/LH1OVE1I/NI-01030.pdf

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places