Hvammur í Svartárdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Hvammur í Svartárdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1300]

History

Bærinn Hvammur stendur skammt neðan vegar, norðan Hvammsár. Fellur hún austan Hvammsdal um stórgrýtta skriðu í Svartá við tún í Hvammi. Jörðin á land beggjamegin Svartár og er að vestan gamalt eyðibýli, Teigakot. Ræktun er bæði austan og vestan ár, sum í brattlendi við erfiðar aðstæður. Landrými er í Hvammi og landgott til fjalls. Íbúðarhús byggt 1954, 200 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlaða 150 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá, Hvammsá og Hvammstjörn.

Places

Bólstaðarhlíðarþinghá; Hvammsdalur; Svartá; Svartárdalur; Teigakot; Hvammsá; Hvammstjörn; Bólstaðarhlíðarþinghár; Berjakinn; Hólaflá; Leifsstaðafell; Hrómundarskarð; Moshlíðarhnjúkur; Hrossadalur; Fenjadalur; Þröskuldur; Kiðaskarð; Stóragrjót; Dýjalág; Þrándarhlíðarfjall; Svartá; Mælifellsá; Skottastaðir; Kúfustaðir; Tindar; Stafn; Hvammstjörn;

Legal status

Huammur.
Jarðardýrleiki xx € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandi að hálfri jörðunni ábúandinn Bjarni Jónsson. Eigendur að hinum partinum áður taldir eigendur að Kúastöðum þær systur Steinunn á Stafni og Ingunn á Tindum Þorsteinsdætur, til jafnaðar. Ábúandi á hálfri jörðunni áðurnefndur eigandi Bjarni Jónsson. Ábúandi á hinum partinum Egill Illugason á Kúastöðum, sem hefur haldið þenna helming jarðarinnar þetta ár. Landskuld engin á parti Bjarna, meinast áður hafa verið lx álnir meðan leiguliðar hjeldu. Kúgildi og ekkert með þessum parti, áður, meðan leiguliðar hjeldu, ii. Landskuld á parti þeirra systra engin þetta ár, nema að svara tíundum og halda uppi öllum lögskilum, en hefur áður bygst so sem hinn parturinn. Leigukúgildi i, hafa áður verið ii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrotna. Kvaðir öngvar.
Kvikfje Bjarna ii kýr, xxiiii ær, xi sauðir veturgamlir, xv lömb, iii hross, i únghryssa. Fóðrast kann á parti Bjarna i kýr, i úngneyti, viii lömb.
Kvikfje á hinum partinum ekkert. Fóðrast kann á hinum partinum i kýr, i úngneyti, xii lömb; öðru kvikfje, sem á jörðunni kann að vera, er vogað á útigáng. Afrjett ut supra.
Torfrista og stúnga lítt nýtandi, brúkast þó árlega. Hrísrif til eldíngar mjög lítið, hefur áður bjarglegt verið. Silúngsveiðivon lítil í Hvammstjörn, hefur í margt ár ekki brúkast og meinast að litlu gagni þó til reynt væri. Grasatekja lítil ut supra. Enginu grandar grjóthrun og leir, grjót og sandur, sem smálækir bera á engið úr snarbröttu fjalli, sem áeykst árlega.
Hætt er kvikfje fyri snjóflóðum, og verður stundum mein að.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

< 1880 og 1901> Guðmundur Jónsson 17. september 1827 - 18. júlí 1913 Bóndi á Hóli, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Bóndi og bókbindari í Hvammi, Bergsstaðasókn, Hún. Var þar 1880. Kona hans; Guðrún Árnadóttir 23. ágúst 1830 - 22. september 1906 Var á Skottastöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1835. Ógift heimasæta á Skottastöðum í Svartárdal, A-Hún. 1848. Húsfreyja á Hóli, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Hvammi, Bergsstaðasókn, Hún. 1880.

<1906 og 1920> Sigurður Guðmundsson 15. ágúst 1865 - 12. mars 1941 Bóndi í Hvammi, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Hvammi í Svartárdal A.-Hún. Bústýra hans; Elín Skúlína Pétursdóttir 8. desember 1890 - 30. október 1954 Ráðskona í Hvammi, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Hvammi í Svartárdal, A-Hún.

1944> Þorleifur Skagfjörð Jóhannesson 23. maí 1913 - 6. nóv. 1988. Vinnumaður á Barkarstöðum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Hvammi í Svartárdal. Var í Hvammi, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Kona hans; Þóra Sigurðardóttir 18. júlí 1925 - 1. okt. 2017. Húsfreyja í Hvammi í Svartárdal. Var í Hvammi, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerki Hvamms

Þessi eru landamerki fyrir jörðinni Hvammi í Bergsstaðasókn innan Bólstaðarhlíðarþinghár.
Að norðan ræður Merkjálag og beint úr henni upp í vörðu á Berjakinn, síðan í austur yfir á sjerstakan hól í ytri Hólaflá, úr honum í sömu stefnu í merki á miðjum landamerkjahrygg vestan í Leifsstaðafelli, þaðan enn í beina stefnu yfir tjeð fell og Hrossadal austur á sýslumót. (Sýslumót eru á vörðu á suðurbrún Hrómundarskarðs vestarlega gagnvart Moshlíðarhnjúk, og þaðan beina stefnu til suðurs austanvert við Hrossa- og Fenjadal á Þröskuld í Kiðaskarði undir kirkjubust) Að sunnan ræður merkjaskurður og lág upp í Stóragrjót á brúninni, þaðan eins og merkjavörður tilvísa í Dýjalág, þaðan eru beina stefnu yfir Þrándarhlíðarfjallið og Fenjadal í fyrgreind sýslumót, sem eru landamerki að austan, en Svartá að vestan.

Hvammi 14. maí 1885
Guðmundur Jónsson
Ofanskrifaðri merkjalýsingu erum vjer undirritaðir samþykkir.
Einar Hannesson, eigandi að Mælifellsá.
Ágúst Jónsson, umsjónamaður Skottastaða.
Eggert Eggertsson eigandi Kúfustaða.

Lesið fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Bólstaðarhlíð 19. maí 1885 og innfært í landamerkjabók sýslunnar No. 13, bl. 8

Relationships area

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1880-1967) Finnstungu (14.3.1880 - 4.8.1967)

Identifier of related entity

HAH04338

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Skottastaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1500])

Identifier of related entity

HAH00171

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svartá - Svartárdalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00493

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Halldór Halldórsson (1862-1940) Eldjárnsstöðum (22.5.1862 - 28.6.1940)

Identifier of related entity

HAH04663

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1862

Description of relationship

Fæddur þar

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Hvammur: …Enginu grandar grjóthrun og leir, grjót og sandur, sem smálækir bera á engið úr snarbröttu fjalli, sem áeykst árlega. Hætt er kvikfé fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Guðmundur Halldórsson (1926-1991) frá Bergsstöðum (24.2.1926 - 13.6.1991)

Identifier of related entity

HAH01280

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Halldóra Halldórsdóttir (1863-1944) Bala (14.10.1863 -20.4.1944)

Identifier of related entity

HAH04730

Category of relationship

associative

Dates of relationship

14.10.1863

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Guðmundur Jónsson (1893-1961) Hvammi í Svartárdal (10.6.1893 - 13.7.1961)

Identifier of related entity

HAH04079

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðbjörg Þorleifsdóttir (1952-2020) Hrafnabjörgum (3.3.1952 - 29.2.2020)

Identifier of related entity

HAH03869

Category of relationship

associative

Type of relationship

Guðbjörg Þorleifsdóttir (1952-2020) Hrafnabjörgum

is the associate of

Hvammur í Svartárdal

Dates of relationship

3.3.1952

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Illugi Jónasson (1825-1900) Gili (30.8.1825 - 11.7.1900)

Identifier of related entity

HAH09044

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Illugi Jónasson (1825-1900) Gili

controls

Hvammur í Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Unnur Björnsdóttir (1900-1990) Þórshamri Skagaströnd ov (1.9.1900-14.12.1990)

Identifier of related entity

HAH02096

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar 1930

Related entity

Stafn í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00172

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Stafn í Svartárdal

is the owner of

Hvammur í Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi að fjórðungi jarðarinnar; Ingunn Þorsteinsdóttir að Stafni hjer í sveit.

Related entity

Tindar í Svínavatnshreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00540

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Tindar í Svínavatnshreppi

is the owner of

Hvammur í Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi að fjórðungi jarðarinnar í upphafi 18. aldar; Steinunn Þorsteinsdóttir, kvinna Páls Magnússonar á Tindum í Húnavatnssýslu.

Related entity

Þorleifur Skagfjörð Jóhannesson (1913-1988) Hvammi í Svartárdal (23.5.1913 - 6.11.1988)

Identifier of related entity

HAH02148

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1944

Description of relationship

Related entity

Elín Skúlína Pétursdóttir (1890-1954) Hvammi Svartárdal (8.12.1890 - 30.10.1954)

Identifier of related entity

HAH03203

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

um1906

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Jónsson (1827-1913) Hóli í Svartárdal (17.9.1827 - 18.7.1913)

Identifier of related entity

HAH04076

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

fyrir1880

Description of relationship

1890 og 1901

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00168

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 4.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 372
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Húnaþing II bls 203
Landamerkjabók sýslunnar No. 13, bl. 8. 19.5.1885

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places