Stafn í Svartárdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Stafn í Svartárdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1300]

History

Bærinn Stafn er hinn fremsti í Svartárdal að austan, byggður skammt ofan vegar. Túnið er ræktað upp úr samfelldum vallendismóum norðan Stafnsklifs. Brú á Svartá syðst í túninu. Sunnan þess er Stafnsrétt á Löngueyri, síðan Stafnsgil með Háutungur og Stafnsfell á hvora hönd. Svartárdalsfjall rís í austri og þar liggur vegur um Kiðaskarð til Skagafjarðar. Jörðin á einnig land í Teigum vestan Svartár. Beitiland afar víðáttumikið og kjarngott. Íbúðarhús byggt 1950, 384 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús yfir 510 fjár. Hesthús yfir 18 hross. Hlaða 200 m3. Verkfærageymsla 264 m3. Tún 19 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Places

Svartárdalur; Bergsstaðasókn; Bólstaðarhlíðarþinghá; Stafnsklif; Kúfustaðaklif; Svartá; Kúfustaðaseli; Káraskarð; Þröskuldar í Kiðaskarði; Háutungur; Aðalsmannsvatnalækur; Fossá; Arnarhól; Kóngsgarður; Fossárdalsbrúnir; Stafnsrjett á Löngueyri; Stafnsteigar; Lynghóll; Mælifellsá; Reykjaseli; Eyindarstaðaheiði; Mælifellsstaður; Kóngsgarður; Teigakot; Fossar; Hóll; Stafnsgil; Háutungur; Stafnsfell; Svartárdalsfjall; Kiðaskarð; Skagafjörður; Teigar; Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu; Hóll í Svartárdal; Stafnskot; Þorbjarnarstadir;

Legal status

Jarðardýrleiki xxx & og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn Sr. Jón Þórarinsson í Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu. Ábúandinn Jón Björnsson. Landskuld i & lx álnir. Betalast með voð vaðmáls fyrir lx álnir, hitt í landaurum, oftast til landsdrottins eður þar nálægt. Leigukúgildi vi, áður fyri þrjátíu árum vii. Leigur betalast í smjöri innan hjera&s þángað sem til sagt verður. Kvaðir öngvar.
Kvikfje v kýr, i kálfur, Ixx ær, xii sauðir tvævetrir og eldri, xx veturgamlir, lii lömb, iii hestar, iii hross. Fóðrast kann iii kýr, i úngneyti, xxx lömb, i hestur; sauðfje er einúngis vogað á útigáng, hestum er burt komið til hagagöngu á vetur. Afrjett á jörðin fyri vestan Svartá að Fossá, sem kallast Háutúngur, og tekur bóndinn afrjettartoll af hvörjum sem þángað rekur, eitt lamb af hvörjum tuttugu og ei meiri þó fleiri sjeu lömbin, en ef færri eru er eftir samkomulagi, oftast tveggja álna virði til tíu, sjeu færri þá gelst ei fyri. Torfrista og stúnga grýtt og sendin, og valla nýtandi ef annað fengist. Hrísrif bjarglegt til kolgjörðar, nægt til eldíngar, brúkast og fyri nautpeníng til fóðurs með heyi á vetur. Silúngsveiðivon lítil í Svartá, hefur í margt ár engin verið. Grasatekja hefur verið bjargleg, eyðist mjög og er nú lítil. Beititeig á jörðin í takmörkuðu plátsi fyri framan Hólsland, brúkast til beitar eður slægna eftir sem henta þykir. Túninu grandar bæjarlækurinn og ber á völlinn grjót og sand til stórskaða. Engjar öngvar nema hvað hent er úr úthögum í fjallshlíðum, sem þó er mjög grýtt og sendið, sem áeykst árlega.

Stafnskot heitir örnefni eitt í beititeig þeim, sem jörðin á fyri framan Hólsland. þar meina menn að einhvörn tíma hafi bygð verið, því þar sjást enn deili til garðaleifa. Bygt hefur þetta forna býli verið fyrir þrjátíu árum, og varaði bygðin eitt eður tvö ár. það hefur hvorki bygst áður nje síðan so menn viti, og ei heldur með hvörjum kostum meðan bygðin varaði.
Ekki má hjer aftur byggja fyri heyskaparleysi; er og túnstæðið mjög lítið.

Þorbiarnarstader heitir annað örnefni í sama landsplátsi, þar þykjast menn sjá ljós byggíngamerki af tófltarústum og garðaleifum, en enginn veit annað til þess að hjer hafi
nokkurntíma bygð verið. Ekki má hjer aftur byggja, því tún það, sem meinast verið hafi, er nú komið í grámosamóa; er og slægjuland komið í holt og móa. Þetta land brúkast frá Stafni ut supra.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

<1901-1908- Eyjólfur Hansson 8. feb. 1841 - 7. júní 1908. Var fósturbarn í Holtskoti, Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Bóndi, hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður í Efra-Lýtingsstaðakoti, Skag. og víðar. Seinnikona hans; Guðrún Jónsdóttir 12. maí 1831 - 8. maí 1913. Var á Bakka, Barðssókn, Skag. 1835. Var á Illugastöðum, Barðssókn, Skag. 1845.

1908> Ólafur Jónsson 18. mars 1844 - 7. jan. 1930. Var í Eyvindargerði, Blöndudalshólasókn, Hún. 1845. Bóndi á Brandsstöðum. Húsbóndi á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1890. Bóndi í Stafni, Bergsstaðasókn, A-Hún. Kona hans; Guðrún Jónasdóttir 27. ágúst 1859 - 24. sept. 1923. Húsfreyja á Brandsstöðum. Húsfreyja á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Stafni, Bergsstaðasókn, A-Hún. 1910

<1920> Halldór Guðmundur Ólafsson 21. nóv. 1891 - 3. apríl 1945. Vefari og bókbindari á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bókbindari á Skeggsstöðum.
<1920> Ingibjörg Dagbjört Ólafsdóttir 8. sept. 1886 - 3. apríl 1976. Húsfreyja á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Skeggsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Tóvinnukona. Ógift og barnlaus.

1934- Sigvaldi Halldórsson 30. sept. 1897 - 16. maí 1979. Bóndi á Kúfustöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Stafni í Svartárdal, A-Hún. Kona hans; Steinunn Elísabet Björnsdóttir 4. jan. 1899 - 7. feb. 1994. Húsfreyja á Kúfustöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930.

Þórir Hólm Sigvaldason 30. jan. 1925 - 11. júní 1992. Var á Kúfustöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Stafni.

General context

Landamerki Stafns

Þessi landamerki fyrir jörðinni Stafni í Svartárdal, sem liggur í Bergsstaðasókn innan Bólstaðarhlíðarþinghár:
Að norðanverðu við Stafnsland ræður mitt Kúfustaðaklif, upp frá læk þeim, sem kemur framundan því og rennur í Svartá, af nefndu klifi rjettsýnis á fjall upp í grjótvörðu þá, sem stendur á hryggnum suður og vestur frá Kúfustaðaseli, og þaðan rjettsýnis í Káraskarð og norður á Þröskulda í Kiðaskarði, af Þröskuldum til suðurs, og af kirkjubust beint suður í Reykjafjall í Hlaupakinnarhögg og í Hlaupakinnargilið neðst. Síðan ræður Einarsdalslækur ofan í Svartá.
Vestan Svartár á Háutungum austanverðum ræður að sunnan Aðalsmannsvatnalækur, sem fellur austur í Svartá og úr Aðalsmannsvatnalæk beint vestur í Fossá, og verður hún þaðan norður á svonefndan Arnarhól gagnvart Kóngsgarðslandamerkjum. Norður af Arnarhóli ráða austanverðar Fossárdalsbrúnir ofan til gömlu Stafnsrjettar á sporðinum millum Svartár og Fossár. Vestan Fossár og Svartár byrja Stafnsteigar að sunnan gagnvart gömlu Stafnsrjett þvert upp á efstu brúnir í vörðu þá er það stendur, og þaðan beint til norðurs á Lynghól, af honum niður í Svartá móts við fyrnefndan læk undir Kúfustaðaklifi.

Stafn, 16. maí 1883.
Bjarni Ólafsson

Framanskrifaðri landamerkjalýsingu erum við undirritaðir samþykkir.
Eggert Eggertsson eigandi Kúfustaða.
Einar Hannesson eigandi Mælifellsár
Jóhann P.Pjetursson eigandi að Reykjaseli.
Gísli Ólafsson eigandi Eyindarstaðaheiðar.
Jón Sveinsson vegna Mælifellsstaðar.
Jóhann Guðmundsson eigandi að Kóngsgarði
Magnús Pálsson eigandi að Teigakoti
Stefán M. Jónsson prestur fyrir kirkjujörðina Fossa.
Árni Hannesson eigandi að Hóli.

Lesið fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Bólstaðarhlíð 19. maí 1885 og innfært í landamerkjabók sýslunnar No. 14 bl. 8b

Relationships area

Related entity

Ólafur Pétur Bjarnason (1867-1953) frá Stafni, lausamaður Akri 1930 og Mjóadal (21.6.1867 - 6.10.1953)

Identifier of related entity

HAH05838

Category of relationship

associative

Dates of relationship

21.6.1867

Description of relationship

Fæddur þar, var þar 1890

Related entity

Hóll í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00166

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.5.1885

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Kristín Bjarnadóttir (1869-1957) (Kristin B. Olafson) frá Stafni (9.12.1869 - 1957)

Identifier of related entity

HAH09176

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Margrét Bjarnadóttir (1859-1924) Alta Kanada, Stafni (4.9.1859 - 15.3.1924)

Identifier of related entity

HAH09060

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar 1860

Related entity

Svartá - Svartárdalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00493

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Lækjarhlíð í Svartárdal (1979-)

Identifier of related entity

HAH00376

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Blöndudalshólar ([1200])

Identifier of related entity

HAH00074

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Fossar í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00161

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamerki skilgreind 20.5.1889 Með samkomulagi frá 1696 tilheyrir Kóngsgarður Stafni en áður deildu ábúendur Bergstaða og Stafns um eignarrétt á jörðunum Fossar og Kóngsgarður

Related entity

Stafnsrétt í Svartárdal (1813)

Identifier of related entity

HAH00173

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Eyvindarstaðaheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00018

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00170

Category of relationship

associative

Type of relationship

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi

is the associate of

Stafn í Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

afréttur á

Related entity

Hjálmar Sigurðsson (1873-1949) Stafni (31.1.1873 - 31.5.1949)

Identifier of related entity

HAH04985

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hjálmar Sigurðsson (1873-1949) Stafni

controls

Stafn í Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Guðrún Gísladóttir (1863-1951) Eldjárnsstöðum í Blöndudal og í Kálfárdal á Skörðum (30.12.1863 - 11.6.1951)

Identifier of related entity

HAH04292

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Stefanía Guðmundsdóttir (1876-1950) Stafni (14.8.1876 - 2.6.1950)

Identifier of related entity

HAH09138

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Stefanía Guðmundsdóttir (1876-1950) Stafni

controls

Stafn í Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Kúfustaðir í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00695

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kúfustaðir í Svartárdal

is owned by

Stafn í Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hvammur í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00168

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hvammur í Svartárdal

is owned by

Stafn í Svartárdal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi að fjórðungi jarðarinnar; Ingunn Þorsteinsdóttir að Stafni hjer í sveit.

Related entity

Guðrún Jónasdóttir (1859-1923) Brandstöðum (27.8.1859 - 24.9.1923)

Identifier of related entity

HAH04352

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Jónasdóttir (1859-1923) Brandstöðum

controls

Stafn í Svartárdal

Dates of relationship

1908

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00172

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 4.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 370
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar No. 14 bl. 8b. 19.5.1885
Húnaþing II bls 205

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places