Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Stafnsrétt í Svartárdal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1813
History
Í Lýtingsstaðahreppi var orðin mikil óánægja með Eyvindarstaðarétt, sem aðalrétt, skilarétt fyrir Eyvindarstaðaheiði og Stafnsafrétt, Háutungur, sem óværðin í Háutungnasporði haustið 1810 sannar. Það var heldur engin furða. Úr Háutungnasporði, norður og vestur að Eyvindarstöðum í Blöndudal er löng leið, varla styttri en 10 km. og yfir fjallgarð að fara og sömu leið til baka, þangað sem leiðin liggur norður Kiðaskarð. A fyrri tíð voru það aðallega sauðir og fjallalömb, sem rekið var til afréttar. Sauðir gátu hlaupið og hlaupið, en þessi langi rekstur að óþörfu var ill meðferð á Iömbum, sem komu „lúin og þyrst af fjöllunum".
Samkvæmt bréfum, sem til eru leystist þetta deilumál sumarið 1812. Séra Jón Konráðsson vildi stefna málinu til dóms, en að sögn var það Pétur prófastur á Víðivöllum sem bar sáttarorð á milli, hinn merkasti maður og héraðshöfðingi og var þetta ekki í eina sinn að hann stóð að því, að setja niður deilur. 27. mai 1812 skrifa þeir, séra Jón Konráðsson og Þorsteinn Pálsson hreppsstjóri bréf til sýslumanns Húnvetninga Sigurðar Snorrasonar. I þessu bréfi biðja þeir sýslumann náðarsamlegast, að koma því til leiðar að Eyyindarstaðarétt verði færð á Löngueyri fyrir sunnan Stafnsklif. Þeir lýsa :'takanlega hræðilegum hrakningi á úthungruðu úrtiningsfé, sem rekið sé, margvíslega illa verkað úr einni rétt í aðra.
En nú hafði Sigurði á Krossanesi snúist hugur frá því tveim árum fyrr, ef til vill fyrir áhrif frá Pétri prófasti. Sigurður skrifar viðbót við bréf þeirra séra Jóns og Þorsteins, dagsett í Krossanesi daginn eftir 28. maí. Þar stendur:
„Ég óska því af alhuga, að bón prestsins frá Mælifelli og hreppsstjórans frá Reykjavöllum mætti fá þann liðugasta framgang og vil samhuga þeim í líkri undirgefni alúðlega óska þess sama".
Þessi bréf voru lesin upp fyrir manntalsþingrétti í Bólstaðarhlið 1. júní 1812. Á þessu þingi var það samþykkt af öllum að færa Eyvindarstaðarétt á Löngueyri fyrir framan Stafnsklif. Þingsóknarmenn allir samþykktu þessa breyting og eigendur afréttarlanda, Sigurður í Stafni og mr. Jón Bjarnason hreppsstjóri á Eyvindarstöðum. Hinn 11. ágúst 1812 sendi Sigurður sýslumaður Skagfirðingum bréf fyrir hönd Bólstaðarhlíðarhreppsmanna.
Árið eftir 1813 var svo Stafnsrétt byggð á Löngueyri fyrir sunnan Stafnsklif, þar sem hún stendur enn, og fyrst réttað þar haustið 1813. Það ár andaðist mr. Jón Bjarnason hreppsstjóri á Eyvindarstöðum. Hann var frá Holti í Svínadal, en kona hans var Ingibjörg dóttir Guðmundar rika í Stóradal. Liklegt má telja, að fé hafi verið dregið sundur i Mælifellsárrétt á 19. öld og ekki rekið vestur, nema það sem að vestan var. Laust fyrir síðustu aldamót var byggð rétt í Mælifellsárlandi við Sellæk austan við Kiðaskarð. Skarðsrétt var hún nefnd og var réttað þar nokkur haust, síðast haustið 1903. Samkvæmt reikningum Lýtingsstaðahrepps var greidd leiga fyrir réttarstæði árið 1897 og ef til vill hefur Skarðsrétt verið byggð fyrr. Öll aðstaða var slæm við þessa rétt og árið 1905 var hún færð ofan í Mælifellsnes og síðan kennd við Mælifell. Á sýslufundi árið 1908 var Mælifellsrétt samþykkt skílarétt og hefur verið það siðan
Places
Langaeyri; Stafn; Svartárdalur; Eyvindarstaðarétt; Eyvindarstaðaheiði; Stafnsafrétt; Háutungur; Háutungnasporður; Eyvindarstaðir; Kiðaskarð;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Í „Göngur og réttir" 5. bindi er ritgerð eftir Stefán Jónsson fræðimann á Höskuldsstöðum er nefnist „Upphaf Stafnsréttar". Stefán vitnar í einn þátt Húnvetningasögu eftir Gísla Konráðsson. Sú frásögn tekur af allan vafa um það, hvenær Eyvindarstaðarétt var lögð niður, sem aðalrétt eða skilarétt fyrir Eyvindarstaðaheiði og Háutungur en Stafnsrétt á Löngueyri tók við því hlutverki. Stefán telur frásögn Gísla Konráðssonar mjög góða heimild varðandi þetta mál og bendir á að Gisli bjó á Löngumýri i Vallhólmi árin 1808 til 1818 og gæti því sjálfur hafa verið í göngum haustið 1810 þegar viðsjár urðu í Háutungnasporði, er Gísli Konráðsson segir svo skemmtilega frá í nefndum kafla Húnvetningasógu er nefnist: „Þrakk við sauðarétt".
„Ólafur Jónsson á Æsustöðum var nú hreppstjóri i Hlíðarhreppi, sem áður er talið. Sendi hann út gangnaseðla fyrir sauðarétt um haustið, sem siður var þá orðinn. Bárust þeir og norður í Skagafjörð, því margir ráku þaðan á Háutungur og Eyvindarstaðaheiði. En seðill sá sem berast átti um Tungusveit, komst í óskipan. Fyrir þvi komu margir Tungusveitungar eigi til gangna, en það var vani orðinn, einkum eftir að niður var lagður dráttur Skagfirðinga við Galtará á Eyvindarstaðaheiði, að þeir ráku til Stafnsréttar og drógu þar margt fé sitt, að létta á drætti við Eyvindarstaðarétt.
En nú tókust deilur við Tungusveitunga. Vildu engir leyfa þeim dráttinn, sökum óskila gangna, nema Sigurður bóndi Jónsson i Stafni." „Urðu þá áköst og illyrði með sumum mönnum og eigi trútt um, að ryskingar tækjust, en hundgá og hávaði mikill og heldur óþyrmilega með féð farið. Jón prestur Konráðsson stóð uppi á réttarmelnum og vildi ekki ganga beint inn í þröngina. Sigurður í Stafni var hávaðamaður mikill, æðislegur og hverjum manni skjótari og málóði jafnan. Hvatti hann fram Tungusveitunga að ei létu þeir yfir ána reka, óð að séra Jóni presti og mælti: „Ösköp eru yfir þér, séra Jón, þarna stendur þú eins og þvara og lætur reka féð á brottu".
— Sumir Tungusveitungar grýttu á móti fénu vestan árinnar og höfðu hundá við, en þeir Sigurður og Árni vildu reka í ána og svo Svartdælir, Langdælir og Skarðamenn. Jón hét maður Ólafsson, bróðir Gvendar þjófs, húskarl Benedikts Vidalíns á Víðimýri. Tók hann hrút, festi taug á og vildi draga hann undan yfir ána. Það sá Einar á Yzta-Vatni og reið á taugina, slengdist Jón við það í ána og sleppti. Var það þá bæði, að hægara var að verja ána og svo þeir færri, sem fylgdu Sigurði og Arna, því fjöldi manna, er gengið höfðu Vesturheiðar, kom ofan að Eyvindarstöðum, þar kölluð var skilaréttin.
Meðan þröng þessi var, tók Jón prestur Skóg hest sinn og reið á braut og Magnús mágur hans með honum og þegar á Oksa, á leið til Eyvindarstaða. Vildu þeir finna Ólaf hreppstjóra og væntu hann þar kominn, að beiðast réttarleyfis. Það sáu þeir Sigurður og Árni og riðu þeir á eftir. Var Sigurður vosklæddur og ærið ófrýnilegur, en maðurinn dökkleitur og ærið brúnsíður. Riðu nú hvorutveggja, sem mest þeir máttu. En fyrir því að þeir Jón prestur fóru fyrri, urðu þeir á undan þeim Sigurði til Eyvindarstaða. Fundu Ólaf fengu leyfið og var það þegar ritað, þegar þeir Sigurður riðu í hlað. Var Sigurði þá ærið þungt í skapi. Riðu þeir við það aftur. Skyldi þá rétta að morgni."
Hér lýkur tilvitnun í Húnvetningasögu en frásögnin er talsvert lengri.
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 4.3.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Lesbók Morgunblaðsins, 45. tölublað (04.12.1977), Blaðsíða 12. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3298902