Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Gil í Svartárdal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
[1500]
History
Þorkell Vignir, son Skíða ens gamla, hann nam Vatnsskarð allt ok Svartárdal. Þannig segir í Landnámu, bls. 230, útgáfu Hins íslenska fornritafélags, Reykjavík, 1968. "Landnám Þorkels er einkennilegt. Það er í tveimur sýslum. Bæir í Vatnsskarði eru í Skagafjarðarsýslu allir nema hinn vestasti, Vatnshlíð, og liggja sýslumörk þar um vatnið. Hinn hlutinn, Svartárdalur, er í Húnavatnssýslu. Það er mikil byggð." Svo ritar Haraldur Matthíasson í hinni merku bók sinni, Landið og Landnáma, I. bindi, Örn & Örlygur, 1982.
Fyrsti bær fyrir austan Bólstaðarhlíð er bærinn Gil, en litlu austar Fjós, jörð, sem þrír bræður, Einar, Guðmundur og Friðrik Björnssynir, gáfu til skógræktar. Einar Björnsson (1891-1961) og Guðmundur M. Björnsson (1890-1970) voru kenndir við Sportvöruhús Reykjavíkur, en Friðrik Björnsson var læknir (1896-1970). Þeir bræður voru frá Gröf í Víðidal, systursynir Guðmundar Magnússonar prófessors frá Holti í Ásum Péturssonar. "Guðmundarnir", þrír prófessorar í læknisfræði við Háskóla Íslands, voru allir Húnvetningar (skipaðir í stöður sínar 17. júní 1911 við stofnun HÍ). Guðmundur Björnsson, Guðmundur Hannesson og sá er fyrr er nefndur, Guðmundur Magnússon. Má telja með ólíkindum, að ein sýsla skyldi geta af sér slíka afburðamenn, sem lögðu grunninn að íslenskri læknamenntun.
Bærinn stendur norðan Gilslækjar ofan við Svartárdalsveg. Vestan árinnar rís Skeggsstaðafjall veggbratt og skriðurunnið, en í norðri Húnaver og Bólsstaðarhlíð með Hlíðarfjall í baksýn. Djúpt klettagil gengur upp til Svartárdalsfjalls og eru þar fjárhús og tún ofan brúna. Túnrækt bæði framræst mýrlendi og valllendi. Jörðin landlítil en landgott er til fjallsins. Íbúðarhús byggt 1964 429 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 480 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 22 ha. Veiðiréttur í Svartá.
Places
Svartárdalur; Bólstaðarhlíðarhreppur; Bergsstaðasókn; Austur-Húnavatnssýsla; Fjósar; Svartá; Gilssneiðingur; Gilslækur; Skarðshlíðarkofi; Víðivörðuár; Geirland; Selhagi; Grenshöfði; Botnastaðir; Rjúpnadalur; Rjúpnadalslækur; Rauðilækur; Svartárdalsvegur; Skeggsstaðafjall; Hlíðarfjall; Svartárdalsfjalls; Stóridalur;
Legal status
Jarðardýrleiki x C og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn Björn Hrólfsson að Stóradal í Svínadal í Húnavatnssýslu, eður bans kvinna. Ábúandinn Arni þorsteinsson.
Landskuld i C xx álnir. Betalast með xx álna slætti, hitt í landaurum heim til landsdrottins. Leigukúgildi v, inntil næstu þriggja ára vi. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins.
Kvaðir öngvar.
Kvikfje iiii kýr, i naut veturgamalt, i kálfur, lxií ær, xiiii sauðir tvævetrir og eldri, xxiiii veturgamlir, xxxiiii lömb, vii hestar, iii hross, ii fyl. Fóðrast kann iii kýr, xl ær, xx lömb, iii hestar, öðru
kvikfje vogað einúngis á útigáng. Áfrjett ut supra, Torfrista og stúnga lök og sendin, brúkast þó. Hrísrif til eldíngar hefur verið bjarglegt en eyðist mjög. Lýngrif er lítið en brúkast ei.
Túninu grandar hæjargilið með landbroti og grjótsáburði; einkanlega þá snjó leggur þvert yfír farveginn, so gilið nær ei rásinni. Engið spillist af smálækjum, sem renna úr brattlendi og
bera leir og sand í slægjulandið til stórskaða. Landþröng er, og nýtur ábúandi þolinmæði nágranna sinna, en geldur ei vissan beitartoll. Hætt er kvikfje fyrir dýjum og holgryfjulækjum og verður oft mein að.
Functions, occupations and activities
Kvöð lögð á jörðina fyrir alda og óborna, að halda girðingunni fjárheldri.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Ábúendur;
<1890 og 1901- Lárus Jón Árnason 1. des. 1852. Var hjá foreldrum sínum á Torfastöðum í Bergstaðasókn, Hún. 1860. Húsbóndi á Gili, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Bóndi í Gili, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Bóndi á Gili í Svartárdal, A-Hún. Kona hans; Sigríður Jónsdóttir 1856. Var í Dæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1860 og 1870 Húsfreyja á Gili, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Gili, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Gili í Svartárdal, A-Hún.
<1910 og 1920- Sigurjón Helgason 30. maí 1867 - 16. febrúar 1952 Bóndi í Geldingaholti, Víðmýrarsókn, Skag. 1930. Bóndi í Geldingaholti á Langholti, Skag. og Gili Svartárdal. Kona hans; Sigrún Tóbíasdóttir 26. ágúst 1877 - 23. desember 1964 Húsfreyja í Geldingaholti, Víðmýrarsókn, Skag.
<1930- Stefán Sigurðsson 7. apríl 1879 - 30. ágúst 1971 Barn í Vatnsskarði á Skörðum, Skag. 1880. Hreppstjóri og bóndi í Gili í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Mjóadal, A-Hún., síðar hreppstjóri á Gili í Svartárdal. Var á Sunnuhvol, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Kona hans; Elísabet Guðmundsdóttir 8. mars 1884 - 7. júlí 1969 Húsfreyja í Gili í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Sunnuhvol í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
1945-1960- Björn Jónsson 15. nóv. 1904 - 8. feb. 1991. Bóndi á Valabjörgum, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Var á Gili, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Kona hans; Sigþrúður Friðriksdóttir 28. nóv. 1903 - 16. júní 2002. Var á Gili, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
1954-2007- Friðrik Björnsson 8. júní 1928 - 3. janúar 2007. Var á Valabjörgum, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Var á Gili, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi og búfræðingur á Gili í Svartárdal. Kona hans; Erla Hafsteinsdóttir 25. febrúar 1939 Var á Gunnsteinsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
General context
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Gili í Bólstaðarhlíðarhreppi
Milli Gilslands og Fjósa ræður merkjum frá Svartá, girðing sú, sem Gils bóndinn er nú að setja upp, og hún að ná upp að hliði á Gilssneiðing. Girðingu þessa kostar eigandi Gils að öllu leyti, og heldur henni fjárheldri allatíð. Fari svo að eiganda skipti verði að Gili, er sú kvöð lögð á jörðina fyrir alda og óborna, að halda girðingunni fjárheldri. Verði girðingu þessari ekki haldið við af eiganda Gils, ræður merkjum frá Svartá bein stefna sunnan við Gilslæk upp á fjall, samanber landamerkjabrjef fyrir jörðinni Fjósum d.s. 22. feb. 1890 Úr girðingunni að ofan ræður bein stefna í stóran stein upp á brúninni, og þaðan bein stefna í miðjan tungusporð. Þaðan bein stefna upp tunguna milli lækjanna, skammt fyrir norðan leyfar af gömlum húsatóptum í vörðu austur á Skarðshlíðarkofa. Þaðan bein stefna í vörðu austan til á Víðivörðuár, og er það hornmerki. Merkjum að austan, milli Geirlands og Selhaga, ræður bein stefna úr áðurnefndu hornmerki í vörðu á miðjum Grenshöfða. Milli Geirlands og Botnastaða að norðan ræður bein stefna úr áður umgetinni vörðu á miðjum Grenshöfða, til norðvestur yfir lægðina næst höfðanum í stóran stein þann yfir á lægðarbarminum. Þaðan í lítinn hól, með gömlu vörðu broti, suður og austu frá Rjúpnadal.
Þaðan vestur á hábunguna að stórum steini, og síðan í áðurnefndan Rjúpnadalslæk, rjett neðan við Rjúpnadalinn, og er þar varða hlaðin, þar sem Ytrigil byrjar. Þaðan ræður Rauðilækur merkjum niður sljettlendi, og rekur þar við girðing er ræður til Svarár.
Gili 1. maí 1922
Sigurjón Helgason.
Framanritaðri landamerkjaskrá, erum við undirskrifaðir eigendur næstliggjandi jarða, að öllu leyti samþykkir.
Vegna Fjósa og Selhaga
Hjálmar Þórisson eigandi
Vegna Botnastaða Guðm. Klemenzson.
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Bólstaðarhlíð þ. 17. júní 1922 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 307, bls. 166b – 167.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 25.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 379
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar Nr. 307, bls. 166b – 167. 17.6.1922
Húnaþing II bls 187