Engihlíð í Langadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Engihlíð í Langadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1000]

History

Gamalt býli. Búsetu þar er getið í landnámu. Bærinn stendur undir hárri brekku, vestan þjóðvegar, örskotslengd frá bökkum Blöndu. Er bæjarstæðið sérkennilegt og skýlt. Hér er þingstaður sveitarinnar og er hreppurinn við hann kenndur. Jörðin er landþröng, en mestur hluti þess gróðurlendi og mjög grösugt. Jörðin er í eyði, en nytjuð af eiganda hennar Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi.
Engar byggingar eru uppistandandi lengur, utan hvað þinghús hreppsins stendur í túni Engihlíðar. Tún 5,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
Í Engihlíð í Langadal var hálfkirkja fyrir 1360 og lá til Holtastaða. Hún var enn 1394.

Places

Langidalur; Engihlíðarhreppur; Glaumbær; Blanda; Blönduárbakki; Háagerði; Strítuhóll: Engihlíðarhnjúkur; Hrafnaklettar; Svepphólslækur; Háubunga; Skriðuland; Eingehlyd.
Hofstaðir í Helgafellssveit í Snæfellssýslu;

Legal status

Eingehlyd.
Bænahús segja menn hjer hafi verið, en er nú af fallið, og sjest enn tóftarbrotið, sem þó er alt grasi vaxið, en kallast almennilega bænahústóft. þessi jörð hefur í eyði legið siðan í næstu fardögum. Jarðardýrleiki xxx € , en með Glaumbæ fimtíu hundruð og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn áðurnefnd Þorbjörg Björnsdóttir. Landskuld var fyri átta árum i € , en síðast þá jörðin bygðist lx álnir. Betalast í landaurum þar heima. Leigukúgildi ii og ii ær seinast jörðin bygðist, meinast áður verið hafa iiii. Leigur betöluðust í smjöri oftar þar heima. Kvaðir öngvar. Fóðrast kunni ii kýr, i úngneyti, xl ær, xv lömb, iiii hestar. Kostir og ókostir sem áður segir um Glaumbæ, nema hjer grandar ekkert túninu.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Jörðin er í eyði, en nytjuð af eiganda hennar Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi.

Ábúendur;

<1901-1936- Guðmundur Einarsson 11. okt. 1859 - 12. des. 1936. Bóndi í Engihlíð í Langadal, A-Hún. Kona hans; Ingibjörg Stefánsdóttir 27. júlí 1862 - 12. ágúst 1950. Húsfreyja í Engihlíð, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Engihlíð í Langadal, A-Hún.

1943- Sigurður Einar Guðmundsson 11. mars 1892 - 29. apríl 1943. Kennari í A-Húnavatnsýslu. Bóndi í Engihlíð, A-Hún. Ókvæntur og barnlaus.

1964- Jakobína Sigrún Guðmundsdóttir 4. des. 1898 - 1. apríl 1980. Vinnukona í Engihlíð, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Engihlíð, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

1964- Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir 11. júní 1902 - 22. nóv. 1997. Var í Engihlíð, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi.

General context

Merkjalýsing fyrir jörðinni Engihlíð í Engihlíðarhreppi.

Að sunnan milli Glaumbæjar og Engihlíðar ræður garðlag gamalt neðan frá Blönduárbakka til austurs í fjall upp, um sunnanvert Háagerði, sem er stór grashóll fyrir utan og neðan Glaumbæ, þaðan til fjalls upp beina sjónhending í svonefndar Strítuhól og úr honum beina línu í svonefndan Engihlíðarhnjúk og þaðan til austurs í sunnanverða svonefnda Hrafnakletta, og þaðan austur á fjall, sem það er hæst. Að norðan ræður yfir Svepphólslækur allt frá Blöndu til austur í fjall upp svo lengi sem hann sumpart er alveg ofan jarðar og sumpart undir jarðbrún, allt þar til hann fyrst kemur upp, að þaðan frá er stefnan til austurs í stóran, jarðfastan stein á sunnanverðri Háubungu, og þaðan beina sjónhending á fjall austur, þar sem það er hæst. Að austan er merkjalínan eptir háfjallinu, eins og vötnum hallar til beggja hliða, og eptir því bein lína til norðurs og suðurs milli enda hliðarlínanna. Að vestan ræður Blanda landamerkjum.

Þessa merkjalýsingu, sem samin er 14. maí 1887, samþykkjum vjer undirritaðir:
Eigandi jarðarinnar Engihlíðar: Kristófer Jónsson.
Eigandi jarðarinnar Glaumbæjar og Miðgils: Pjetur Oddson.

Lesið upp á manntalsþingi að Engihlíð, hinn 22.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 83, fol. 43b.

Relationships area

Related entity

Helgi Jónsson (1896-1985) Sauðanesi (6.7.1896 - 23.2.1985)

Identifier of related entity

HAH09103

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1944-1964

Description of relationship

vinnumaður þar

Related entity

Miðgil í Engihlíðarhreppi. ((1950))

Identifier of related entity

HAH00267

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1889

Description of relationship

Miðgil og Engihlíð voru í eign sama eiganda

Related entity

Glaumbær í Langadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00211

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk. Þessi jörð er tveir fimtu partar jarðarinnar Engihlíðar, sem bygð hefur verið fyrir manna minni í úthögum, og er óskift öllu landinu millum bæjanna, nema túni og engjum.

Related entity

Sigríður Pétursdóttir (1832-1917) Engihlíð (20.10.1832 - 23.10.1917)

Identifier of related entity

HAH07192

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Hjá dóttur sinni þar og líklega til æviloka

Related entity

Vilborg Guðmundsdóttir (1885-1968) Miðgili (25.9.1885 - 14.3.1968)

Identifier of related entity

HAH06120

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.9.1885

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Engihlíð: …Kostir og ókostir sem áður segir um Glaumbæ. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Kaldakinn Torfalækjarhreppi ((1250))

Identifier of related entity

HAH00556

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kaldakinn Torfalækjarhreppi

is the associate of

Engihlíð í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Beit segja gömul munnmæli að jörðin hafi átt í Köldukinnarland um vetur, en er óvíst hvað mikla. Ekki hefur þessi beit brúkast jafnlega, nema þegar harðindi og jarðleysur hafa verið í heimalandi, því Köldukinnarmenn þykjast ekki vita á hvörjum stofni þetta stendur, þar sem engin skjöl fyri sjeu so mönnum sje kunnugt. Hrísrif á jörðin í Köldukinnarland mót engjataki í Engihlíðarland i takmörkuðu plátsi, þar sem heitir Köldukinnarhagi.

Related entity

Ingibjörg Stefánsdóttir (1862-1950) Engihlíð (27.7.1862 - 12.8.1950)

Identifier of related entity

HAH06122

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Stefánsdóttir (1862-1950) Engihlíð

controls

Engihlíð í Langadal

Dates of relationship

26.9.1885

Description of relationship

Related entity

Sigurður Einar Guðmundsson (1892-1943) kennari Engihlíð (11.3.1892 - 29.4.1943)

Identifier of related entity

HAH06121

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

11.3.1892

Description of relationship

bóndi þar. fæddur þar

Related entity

Guðsteinn Kristinsson (1932-2002) Skriðulandi (16.6.1932 - 26.2.2002)

Identifier of related entity

HAH04495

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðsteinn Kristinsson (1932-2002) Skriðulandi

is the owner of

Engihlíð í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi jarðarinnar 1975

Related entity

Elísabet Guðmundsdóttir (1902-1997) frá Engihlíð (11.6.1902 - 22.11.1997)

Identifier of related entity

HAH01199

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

um 1964

Related entity

Guðmundur Einarsson (1859-1936) Engihlíð (11.10.1859 - 12.12.1936)

Identifier of related entity

HAH03992

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Einarsson (1859-1936) Engihlíð

controls

Engihlíð í Langadal

Dates of relationship

1901

Description of relationship

1901-1936

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00207

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 406
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 83, fol. 43b.
Húnaþing II bls 149

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places