Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Fjallöxl á Skaga
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
History
Places
Vindhælishreppur; Skagahreppur; Skagabyggð.
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Skaginn er annars ekki fjallaland. Hann er láglendur og Skagaheiðin er allvel gróin. Nema þar sem eru grjóturðir. Þar sem heitir Bruni í heiðinni er grjóturð. Tófan býr þar og víðar í Skagaheiði. Það hefur hún lengi gert og búnast víst þokkalega. Mannfólkið gerði sér bólstaði í heiðinni á fólksfjölgunartímanum eftir miðja 19. öld. Þá voru þónokkur sel og kot í byggð í Skagaheiði. Svo buðust aðrir kostir betri og heiðarhokri var hætt. Fjöldinn allur af vötnum og tjörnum er í Skagaheiði og silungur í mörgum þeirra. Langavatnið er stærsta vatnið í heiðinni. Það liggur í boga meðfram Fjallsöxlinni. Upp af vatninu er Þórhildardalur og þar átti Ólafur Þórhallason ævintýri með huldufólki sem sagt er frá í Ólafs sögu Þórhallasonar. Fyrstu nútímaskáldsögu sem samin var á íslensku og varðveist hefur. Höfundur þeirrar sögu, Eiríkur Laxdal, ólst upp á kirkjustaðnum Hofi. Ólafs saga gerist að talsverðu leyti á Skaga og er gullvæg heimild um þjóðtrú og tíðaranda á Skaganum í þá tíð. Hún lá í handriti frá því að Eiríkur gekk frá henni þar til Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir unnu það þjóðþrifaverk að gefa hana út árið 1987. Annar Hofspiltur hafði líka áhuga á þjóðsögum. Sá var Jón Árnason bókavörður sem safnaði fjölda þeirra og gaf út í félagi við Konrad Maurer í München.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation, revision and deletion
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul https://www.mbl.is/greinasafn/grein/549051/