Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Fjallöxl á Skaga
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
Saga
Staðir
Vindhælishreppur; Skagahreppur; Skagabyggð.
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Skaginn er annars ekki fjallaland. Hann er láglendur og Skagaheiðin er allvel gróin. Nema þar sem eru grjóturðir. Þar sem heitir Bruni í heiðinni er grjóturð. Tófan býr þar og víðar í Skagaheiði. Það hefur hún lengi gert og búnast víst þokkalega. Mannfólkið gerði sér bólstaði í heiðinni á fólksfjölgunartímanum eftir miðja 19. öld. Þá voru þónokkur sel og kot í byggð í Skagaheiði. Svo buðust aðrir kostir betri og heiðarhokri var hætt. Fjöldinn allur af vötnum og tjörnum er í Skagaheiði og silungur í mörgum þeirra. Langavatnið er stærsta vatnið í heiðinni. Það liggur í boga meðfram Fjallsöxlinni. Upp af vatninu er Þórhildardalur og þar átti Ólafur Þórhallason ævintýri með huldufólki sem sagt er frá í Ólafs sögu Þórhallasonar. Fyrstu nútímaskáldsögu sem samin var á íslensku og varðveist hefur. Höfundur þeirrar sögu, Eiríkur Laxdal, ólst upp á kirkjustaðnum Hofi. Ólafs saga gerist að talsverðu leyti á Skaga og er gullvæg heimild um þjóðtrú og tíðaranda á Skaganum í þá tíð. Hún lá í handriti frá því að Eiríkur gekk frá henni þar til Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir unnu það þjóðþrifaverk að gefa hana út árið 1987. Annar Hofspiltur hafði líka áhuga á þjóðsögum. Sá var Jón Árnason bókavörður sem safnaði fjölda þeirra og gaf út í félagi við Konrad Maurer í München.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul https://www.mbl.is/greinasafn/grein/549051/