Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
[1000]
History
Stóra-Búrfell er allstór jörð og liggur næst Litla-Búrfelli. Ræktunarskilyrði eru góð og beitarland víðlent. Það nær allt vestur að Svínavatni og þar er silungaveiði góð, einkum murtuveiði á haustin. Jörðin hefur verið í eign og ábúð sömu ættarinnar frá 1872 er Þorleifur Erlendsson hóf þar búskap. Hann bjó þar með konu sinni Ingibjörgu Daníelsdóttur til dauðadags 1922. Árið 1957 brann íbúðarhúsið og hefur það ekki verið endurbyggt, en búendur nota íbúð á Litla-Búrfelli sem tilheyrir sömu fjölskyldu. Fjárhús yfir 210 fjár og hesthús yfir 30 hross, allt gömul torfhús. Tún 17,9 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.
Nýbýli stofnað 1954 við skiptingu jarðarinnar til helminga, Sama landlýsing. Beitiland jarðarinnar er óskipt og takmörk ræktunarlandsins ekki samfelld. Ræktun hófst strax eftir stofnun nýbýlisins og bygging útihúsa. Íbúðarhús byggt 1958, 450 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Gömul torfhús yfir 30 hross. Hlöður 1150 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 40,2 ha. Veiðiréttur í Fossá.
Places
Svínavatnshreppur; Litla-Búrfelli; Svínavatn [vatn]; Sandnes; Grjóthóll; Kirkjusteinn; Auðnukot; Auðnufell; Messuvegsholt; Búrfellstjörn; Háaborg; Tindar; Hlóðarsteinn; Einbúi; Tungunes; Sólheimar; Laxá; Sauðadalur; Auðnukot;
Legal status
Jarðardýrleiki xxx € og so tíundast, að auk afbýlisins Litla Búrfells sem áður segir, en að því tillögðu er jörðin öll kölluð xl € . Eigandinn er Jón Jónsson lausamaður, til heimilis að
Marðarnúpi í Vatnsdal. Ábúandinn Jón Pálsson. Landskuld er i € og xl álnir, áður hefur verið xx álnum meira og því aftur færð, að skriða spillir túni. Betalast í öllum gildum landaurum heim til landsdrottins.
Leigukúgildi v, áður hafa vi verið, því fækkað að ei bygðist ella. Leigur gjaldast í smjöri heim til eigandans. Kvaðir öngvar.
Kvikfjenaður ii kýr, ii kálfar, xxxviii ær, vi sauðir tvævetrir og eldri, ix veturgamlir, xvii lömb, i hestur, i hross, i foli tvævetur, i veturgamall. Fóðrast kann iii kýr, xx lömb, xl ær, ii hestar.
Skóg hefur jörðin átt, það er nú rifhrís; 'þó er það enn haft til kolgjörðar og eldiviðar. Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista lök. Móskurður til eldiviðar brúkast ekki, meinast vera mega. Hrísrif enn af nægð ut supra.
Laxveiði og silúngsveiði hefur jörðin haft og brúkað í Laxá; nú vilja Tindamenn eigna sjer það, og er ei reynt hvört rjettara sje. Geldfjár upprekstur á Sauðadal eigna menn jörðinni frí,
en nú heimta Giljármenn toll fyrir og gelst hann í nokkur ár. Túninu grandar bæjarlækjarskriða, en enginu leirskriður. Afbýlismaður hjer heima á jörðunni er með leyfi landsdrottins
Þorbjörg Petursdóttir.
Landskuld er lx álnir í gildum landaurum til heimabónda. Hún leigir ii kúgildi og geldur leigur í smjöri til heimabóndans. Kvaðir eru öngvar. Hún nýtur húsa og haga og allra hlunninda jarðarinnar með heimabónda, og geldur fyrirsvar eftir proportion.
Kvikfjenaður hennar er i kálfur, xxx ær, ii sauðir tvævetrir, i veturgamall, xiii lömb, i hestur, i hross.
Audnukot er hjer kallað gamalla bygðaleifa merki, það er liggur alla leið við stólsjarðarinnar Sólheima land, og menn geta til býli hafi að fornu verið. Hvört það heyri Sólheimum
til eður Búrfelli veit enginn, en örvænt er það megi nokkrum að gagni koma og ómögulegt aftur að byggja.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Ábúendur;
1922- Daníel Ásgeir Þorleifsson 11. maí 1898 - 9. ágúst 1984 Bóndi á Stóra-Búrfelli, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Stóra-Búrfelli. Síðast bús. í Svínavatnshreppi. Kona hans; Jóna Rannveig Eyþórsdóttir 29. júlí 1894 - 14. júlí 1972 Var á Stóra Búrfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Svínavatnshreppi. Var á Mel, Staðarhraunssókn, Mýr. 1901. Var á Stóra-Búrfelli, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930.
1954- Gísli Húnfjörð Jónsson 27. september 1912 - 7. desember 1985 Var á Ásum, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Ásum. Var á Stóra Búrfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957, bóndi þar. Síðast bús. í Svínavatnshreppi. Kona hans; Ingibjörg Þorleif Daníelsdóttir 30. ágúst 1923 - 28. nóvember 1978 Húsfreyja í Ási. Var á Stóra Búrfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957, húsfreyja þar. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.
General context
Landamerki fyrir jörðunum Stóra Búrfelli og Litla Búrfelli í Svínavatnshreppi, sem eiga saman óskipt land.
Að sunnan, móts við Sólheimaland ræður merkjum grjótvarða, sem stendur á vatnsbakkanum, skammt fyrir utan Sandnes. Úr vörðu þessari er bein stefna til austurs í vörðu er stendur sunnanvert við Grjóthól, svo bein stefna úr vörðu þessari í Kirkjustein, síðan eru merki til landsnorðurs og í Auðnukot, svo eru merkin til austurs yfir Auðnufell og í vörðu, er stendur austur undan því, svo er stefna til norðurs úr vörðu þessari, og í vörðu er stendur vestanvert á melhól í Messuvegsholtum, svo úr vörðu þessari og í vörðu er stendur á bakka Búrfellstjarnar, austan megin við kelduós þann, er úr tjörninni fellur, svo í vörðu neðan til á Háuborg, síðan enn til norðurs í vörðu, er stendur skammt fyrir utan Háuborg, svo liggja merkin til vesturs móts við Tindaland úr hinni síðast nefndu vörðu og í Hlóðarstein, síðan úr Hlóðarsteini í Einbúa og er það bein stefna til vesturs í Svínavatn.
Ingvar Þorsteinsson, eigandi Sólheima.
Jósep Jóhannsson, vegna Litla Búrfells.
Guðm. Erlendsson, vegna Stóra Búrfells.
Jónas Erlendsson, eigandi að Tindum.
Ingibjörg Guðmundsdóttir Elísabet Erlendsdóttir, Ragnheiður Erlendsdóttir, allar eigendur Tunguness.
Guðmundur Klemensson, vegna Stóra Búrfells.
Lesið upp á manntalsþingi að Svínavatni, hinn 17. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 128, fol. 67.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 12.3.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1706. Bls 338
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 128, fol. 67. 17.5.1890.
Húnaþing II bls 221