Svínadalur

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Svínadalur

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1000-2019)

History

Landnámsmaðurinn Eyvindur auðkúla, sem nam Svínadal.
„Á þessu landi bjó varnarlaus þjóð, og þar var því hægðarleikur að ræna löndum, og kvikfé svo miklu, að nægja mundi til að reisa stórbú þegar í stað. Það var heldur ekki einleikið hvernig norrænir menn þyrptust til Íslands, en lausn þeirrar gátu er sú, að þeir hafi vitað með sannindum að þar beið víkinga auður og allsnægtir, skjótfengið herfang og þurfti lítið fyrir að hafa. Þá ríkti sá hugsunarháttur, að menn hefðu rétt til að sölsa undir sig öll heimsins gæði, ef eigendur gátu ekki varið þau. Hér á Islandi voru nóg auðæfi, en þeir sem landið byggðu, gátu ekki varið þau. Þess vegna var það mikíl frægðarför að fara til íslands og sölsa þar undir sig lönd, fólk og kvikvénað.“ Þessarra íbúa er ekki minnst á berum orðum en ef lesið er í söguna má sjá að hér hefur verið stundaður búskapur er „landnámsmenn“ námu land.
Forn örnefni geyma margskonar fróðleik og ekki sízt þau örnefni, er landnámsmenn hafa gefið, en þau er að finna i Landnámu. Þessi örnefni sýna og sanna áþreifanlega, að norrænu landnámsmennirnir hafa ekki komið hér að auðu landi og óbyggðu. Þau sýna, að þá hefir búið hér kristin þjóð. Hin mörgu örnefni, sem kennd eru við krossa og kirkjur, bæði þar og f sögunum, eru þar óljúgfróð vitni. Sagnaritarar vorir haf a ekki áttað sig á því, að geta um þessi nöfn, voru þeir að afsanna fullyrðingar sínar um autt og óbyggt land, því að landnámsmenn þeir, er komu frá Noregi, voru allir heiðnir. En örnefnin, sem þeir gáfu, sýna að hér hafa verið krossar og kirkjur.

Í Svínadal komst Ingimundur gamli yfir hundrað svína, skv Vatnsdælu.

Frá Blönduósi liggur leiðin upp að Reykjum á Reykjabraut, og svo sunnan við Svínavatn að Auðkúlu. Sauðadalur klýfur fjallsbálkinn þar fyrir sunnan eftir miðju, og eru melar og ísaldarrusl fyrir utan hann. Austan úr Reykjanybbu hefir einhvern tíma sigið niður skriða. Svínadalur er björguleg sveit, því nær eintómt graslendi, Svíndælingar eru góðir búmenn og efnamenn; jarðabætur hafa verið gjörðar þar miklar. Svínadalur fláir töluvert út að austanverðu, því þar takmarkast hann af lágum hálsi, en að vestanverðu er hátt og bratt fjall. Í dalnum eru margir smáhólar af ísaldargrjóti, en mýrar og graslendi ofan á; Svínadalsá, sem eftir dalnum rennur, er fremur vatnslitil.
Ferðalýsing 1896

1703 bjuggu 212 íbúar í Svínadalshrepp

Places

Svínavatnshreppur; Svínavatn; Auðkúlustaðir [Auðkúla / Kúla]; Mosfell; Geithamrar; Grund; Snæringsstaðir; Ljótshólar; Gafl; Hrafnabjörg; Rútsstaðir; Holt; Stóridalur; Sólheimar; Búrfell; Tindar; Gunnfríðarstaðir; Hamar; Ásar; Tungunes; Ytri- og Syðri-Langamýri; Guðlaugsstaðir; Kárastaðir; Litlidalur; Sléttárdalur; Litla-Búrfell; Höllustaðir; Hrafnabjörg; Hrossagröf; Bungur; Rútsstaðir [Rufsstaðir / Rauðsstaðir]; Hvannbungur; Karitingatjörn; Svínadalsá; Marðarnúpur; Gaflkot; Giljar; Garðaríki [Svínavatnskot?]; Brandskot;

Legal status

Bugsbæir; Blöndudalshólasókn; Rugludalur; Bollastaðir; Brandsstaðir; Eiðsstaðir; Eldjárnsstaðir; Þröm; Hólastóll;

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Svínadalur elur ær
og ógnar sauðafjölda,
hann er varla af flóum fær
fyrir mennska hölda.

Guðmundur Einarsson (1823-1865)

Internal structures/genealogy

General context

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var gerð í Svínavatnshreppi árið 1706. Hún er yngsta frumheimildin sem notuð er og um gagnsemi hennar verður tæplega of mikið sagt. Hún veitir fyllstu upplýsingar um eignarhald, byggingu og áhöfn jarða auk fjölmargra annarra atriða. Í doktorsriti Björns Lárussonar er prentuð jarðabók frá 1696. Svo er til óprentuð jarðabók í eftirriti yfir Hólastólsjarðir, jarðir prestakalla í Hólabiskupsdæmi, klaustrajarðir, konungs- og eyðijarðir, og er hún frá 1592.
Svínavatnshreppur er sveit af meðalstærð og á umræddum tíma voru þar yfirleitt 25-29 jarðir í byggð. Sveitin liggur hátt yfir sjó og 18 jarðir eru í eða yfir 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Um afstöðu einstakra jarða vísast til meðfylgjandi korts. Þessi lega í landinu vekur spurningar um hvort greina megi þegar á fyrri öldum jaðarbyggð í hreppnum, þ.e.a.s. jarðir sem fóru fyrr í eyði en aðrar ef eitthvað bjátaði á. Þetta atriði tengist sjálfkrafa tilraunum til að ákvarða aldur byggðarinnar.

Í Landnámu er aðeins getið tveggja bæja í Svínavatnshreppi. Eyvindr auðkúla hét maðr; hann nam allan Svínadal ok bjó á Auðkúlustöðum, en Þorgils gjallandi bjó at Svínavatni . . }
Auk þess að nefna Auðkúlu og Svínavatn er hér sagt að Svínadalur hafi allur fylgt landnámi Auðkúlubónda. Annað er ekki vitað um upphaf byggðar í sveitinni. Í frægum orðum segir Ari Þorgilsson að Ísland yrði albyggt á sextíu árum svo ekki varð meir síðan. Albyggt merkir hér trúlega alnumið, en jörðum hefur sennilega verið að fjölga alla 10. öld og eitthvað fram á hina elleftu.
Engar heimildir veita heildstæðar upplýsingar um byggð í Svínavatnshreppi fyrir 1318, en frá 14. öld eru varðveitt fjögur máldagasöfn sem, ef að er gætt, geta gefið mikilvægar upplýsingar. Máldagar voru skrár yfir eignir og tekjur kirkna sem gerðar voru af biskupum til þess að auðvelda allt reikningshald. Þormóður Sveinsson vakti athygli á ágætri aðferð við rannsóknir á byggðarsögu 14. aldar í grein í Árbók fornleifafélagsins 1954. Þar gekk hann út frá máldagasafni Auðunar rauða Hólabiskups (1314-21) og athugaði hversu margar jarðir guldu þá tolla til nokkurra sóknarkirkna. Kirkjutollarnir voru tíundin, sem lögfest var 1096 eða 1097, hey- og ljóstollar. Síðan athugaði hann hvaða jarðir voru í sömu sóknum um 1700 og gat sér svo til um hverjar hafi verið byggðar á 14. öld og hverjar ekki. Máldagarnir tilgreina nefnilega fjölda bæja en nafngreina þá ekki.
Þessari sömu aðferð verður beitt hér. Varðveitt eru fjögur máldagasöfn úr Hólabiskupsdæmi sem nýtanleg eru með tilliti til Svínavatnshrepps.

  1. Auðunarmáldagi frá 1318. Hann segir um Auðkúlu að þangað liggi tíund, hey- og lýsistollur af átta bæjum, en til Svínavatns sömu skattar af tólf bæjum.
  2. Máldagi Jóns biskups skalla frá 1360. Ekkert er tilgreint um kirknatolla til Auðkúlu, en til Svínavatns liggja tíund og lýsistollur af tólf bæjum.
  3. Máldagi Péturs biskups Nikulássonar frá 1394. Til Auðkúlu liggur hey- og lýsistollur af átta bæjum og tíund, hey- og lýsistollur af tólf bæjum til Svínavatns.
  4. Vísitasíugerð Jóns biskups Vilhjálmssonar um Húnavatnsþing 1432. Til Auðkúlu liggja heimatíund, hey- og lýsistollur af átta bæjum. Um tolla til Svínavatns er ekkert sagt.
    Auk þessara máldaga notar Þormóður máldaga Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461-90, en þeir nýtast að engu um jarðafjölda í Svínavatnshreppi. Þá fyrirvara verður að gera um notkun máldaganna sem byggðar heimildar að engir tollar voru greiddir til sóknarkirkna frá hálfkirkjum9 og má ganga út frá því að kirkjustaðimir sjálfir séu ekki inni í þeim tölum sem gefnar eru. Auk þess er fullvíst að hjáleigur og afbýli hafa ekki goldið sérstaka kirkjutolla, heldur tíundast með heimajörðinni er um skattheimtu var að ræða. Einungis er því fjallað um lögbýli en hvers kyns smábýli, sem jafnframt voru hin hreyfanlega byggð, eru ekki inni í myndinni.
    Engar heimildir eru þekktar um hvernig sóknarmörk voru upprunalega ákvörðuð, en slíkt var lagt í vald biskupa með tíundarlögunum 1096/97 og í megindráttum komst á föst sóknaskipan á 12. öld. Almennt mun álitið að flestar alkirkjur hafi verið reistar fyrir þann tíma og jörðum síðan deilt á þær.
    Svo langt aftur sem vitað er lá hluti hreppsins undir sóknarkirkju utan hans. Bugsbæirnir þrír áttu sókn til Blöndudalshóla allt fram á síðari hluta 19. aldar, en um upphaf og tilkomu sóknarmarkanna er ekki vitað. Blöndudalshólakirkja var þannig þriðja sóknarkirkja Svínvetninga. Í Ólafsmáldaga 1486 segir að í Blöndudalshólaþingum séu tvær hálfkirkjur, önnur á Eyvindarstöðum og sé hún fallin, en hin í Tungu og vel standandi. Í þeim þremur máldögum, sem varðveittir eru frá 14. öld, eru ætíð taldir sex bæir tollskyldir til Blöndudalshóla. Engar heimildir segja til um gjaldskyldur þangað á 15. öld. Að frádregnum jörðunum Finnstungu og Eyvindarstöðum voru Rugludalur, Bollastaðir og Brandsstaðir auk Blöndudalshóla í byggð í austanverðum Blöndudal á þessum tíma. Hér vantar því þrjár jarðir til þess að fylla töluna og öll rök hníga til þess að Eiðsstaðir, Eldjárnsstaðir og Þröm séu þau lögbýli sem ótalin eru í Blöndudalshólasókn.

Þeir þrír máldagar, sem greina frá skattgreiðslu til Auðkúlukirkju 1318-1432, nefna allir bæjatöluna átta. Samkvæmt jarðabókinni 1706 voru þá í Auðkúlusókn lögbýlin; Mosfell, Geithamrar, Grund, Snæringsstaðir, Ljótshólar, Gafl, Hrafnabjörg, Rútsstaðir og Holt auk Auðkúlu. Einni jarðanna er því ofaukið og mun það vera Gafl eða Rútsstaðir, en allar líkur benda til þess að á öðrum hvorum staðnum hafi ekki verið byggð sérstök jörð fyrr en um eða eftir 1600. Um það verður fjallað í næsta kafla. Engar heimildir eru um að hálfkirkjur hafi nokkru sinni verið í sókninni, en bænhús hins vegar mörg eða á sex bæjum samkvæmt Ólafsmáldaga. Þá er í alkirknaskrá sama máldaga sagt að tveir prestar og einn djákni skuli sitja á Kúlu og bendir það til mikillar þjónustugerðar í ekki stærri sókn.

Til Svínavatns voru tollskyldir tólf bæir á 14. öld eins og fyrr var nefnt. Árið 1706 voru þessi lögbýli auk kirkjustaðarins innan þáverandi Svínavatnssóknar; Stóridalur, Sólheimar, Búrfell, Tindar, Gunnfríðarstaðir, Hamar, Ásar, Tungunes, Ytri- og Syðri-Langamýri og Guðlaugsstaðir. Þar af segir jarðabókin að hálfkirkjur hafi verið á Tindum og Guðlaugsstöðum og standi hún enn á fyrrnefnda staðnum en enginn muni að þar hafi tíðir veittar verið. Séu hálfkirkjujarðirnar dregnar frá verða aðeins eftir níu lögbýli sem örugglega hafa legið til Svínavatns á 14. öld. Þetta þarfnast því nánari athugunar

Þegar Ólafur biskup vísiteraði Húnavatnsþing 1486 var gerð hálfkirkna- og bænhúsaskrá fyrir allar sóknir í Húnavatnssýslu. Svínavatnssóknar er hvergi getið í þessari skrá og bendir það eindregið til þess að þar hafi hvorki verið bænhús né hálfkirkjur. Annar möguleiki er að af einhverjum ástæðum hafi Svínavatnssókn fallið úr skránni. Sá kostur er vafasamur, því í áðurnefndum máldaga er varðveitt kirkna og prestaskrá Hólabiskupsdæmis og þar er sagt til um að á Svínavatni skuli vera einn prestur. Þögn máldagans um hálfkirkjur í Svínavatnssókn er því undarleg ef þær hafa einhverjar verið. Þá má geta þess að í skrá um tíundarskyldar jarðir til Svínavatnskirkju 1575 eru bæði Tindar og Guðlaugsstaðir taldir með og hálfkirkjur þar ekki nefndar. Loks er rétt að nefna að í kaupbréfi um Guðlaugsstaði frá 1453 er hálfkirkju þar að engu getið, en venjulega var frá því skýrt í kaupbréfum ef hálfkirkjuskyld fylgdi jörðum. Þögnin ein sannar að sjálfsögðu ekkert en eykur líkur að mun.

Sé gengið út frá því sem vísu að bæði Tindar og Guðlaugsstaðir hafi verið tollskyldir til Svínavatns á 14. öld, vantar samt enn eitt lögbýli í hóp þeirra tólf jarða sem máldagarnir nefna. Þessi jörð hefur verið Kárastaðir, en þeir hafa sennilega ekki orðið hjáleiga frá Svínavatni fyrr en á 15. öld og þá í kjölfar eyðitímabils eftir pláguna miklu 1402-04. Tvenn rök hníga til þess að tilgáta þar að lútandi um byggð á Kárastöðum sé rétt. Í fyrsta lagi er mat jarðarinnar (16 hundruð) ótrúlega hátt ef um venjulega hjáleigu hefur verið að ræða. Í öðru lagi segir um Svínavatn í jarðakaupabréfi 1563:

Er á Svínavatni alkirkju skyld. Fylgir henni ein jörð, sú er Kárastaðir heitir. Stendur hún til lausnar fyrir 16 hundruð.

Hér stendur skýrum stöfum að Kárastaðir hafi ekki staðið í óskiptu Svínavatnslandi og það að jörðin stóð til lausnar fyrir 16 hundruð bendir eindregið til þess að hún hafi áður verið sjálfstætt býli sem síðar varð eign kirkjunnar. Í máldagabók Ólafs biskups Hjaltasonar er jörðin nefnd kot og bendir það til þess að hún hafi verið í eyði um lengri eða skemmri tíma.

Nú er hægt að gera sér grein fyrir byggðum lögbýlum í Svínavatnshreppi á 14. öld. Búið er að geta sér til um hver hin 20 ónafngreindu býli voru. Auk þeirra eru alkirkjustaðirnir tveir, Auðkúla og Svínavatn, og Bugsjarðirnar þrjár. Ein jörð, Litlidalur, er þá enn ótalin. Elsta heimild um Litladal er máldagi Jóns Vilhjálmssonar frá 1432, en samkvæmt honum átti Auðkúla þá 10 hundraða jörð á Sléttárdal og af orðalagi má ráða að byggð hafi verið þar um langan tíma. Jarðabók Árna og Páls segir Litladal vera afbýli eða hjáleigu frá Auðkúlu en lítils háttar skilgreiningu á innbyrðis afstöðu jarðanna er að finna í byggingarbréfi til handa nýskipuðum Auðkúluklerki 1579. Þar segir um prest:

„Skal hann mega brúka og bíhalda öllu því sem þeirri jörðu [Auðkúlu] og heimalandi fylgir, að frátekinni jörðunni Litladal og þeim jörðum sem kirkjunni á Auðkúlu tilheyra, hvort sem þær eru byggðar eður óbyggðar.... Skal hann og hafa mega landsnytjar allar af Sléttárdal hálfum, nema svo mikið sem þeim þarfar sem í Litladal býr.“

Litlidalur stóð greinilega í óskiptu landi staðarins en hafði full réttindi til eðlilegra nytja af beitilandi og öðrum hlunnindum ef einhver voru. Þá mun gömul regla að prestsekkjur frá Auðkúlu ættu jafnan fyrsta rétt til ábúðar í Litladal en ógerlegt er að geta sér til um aldur þeirrar venju.

Það bendir þannig allt til þess að byggðar jarðir í Svínavatnshreppi á 14. öld hafi verið 26. Síðar byggðust Litla-Búrfell, Höllustaðir og annað hvort Gafl eða Rútsstaðir en allar þessar jarðir voru komnar í ábúð um 1700.

Rútsstaðir eða Gafl?
Átta jarðir í Svínadal; Mosfell, Geithamrar, Grund, Snæringsstaðir, Ljótshólar, Hrafnabjörg, Holt og Auðkúla, eru mjög samstíga í heimildum frá 15. og 16. öld. Þær gengu kaupum og sölum í einu lagi 1421, 1458, 1467 (að undanskildu Mosfelli), 1476 og 1511-12 en þá keypti Gottskálk Hólabiskup þær allar ásamt fleiri jörðum. Biskup arfleiddi síðan Hóladómkirkju að Svínadalsjörðunum auk Litladals, Ása, Löngumýra tveggja og Eldjárnsstaða árið 1520 og gerði Auðkúlu um leið að lénskirkju (beneficium).

Inn í þennan hóp Svínadalsjarða vantar tvær; Gafl og Rútsstaði. Báðar voru lélegar jarðir og það er í hæsta máta ólíklegt að þær hafi verið í byggð á þessum tíma en samt í eigu annarra en aðrar Svínadalsjarðir. Hér verður því að leita annarra skýringa. Hvorki Gafls né Rútsstaða er nokkru sinni getið með nafni fyrr en eftir 1580 og gæti það bent til annað hvort langs samfellds eyðitímabils fyrir þann tíma, ellegar þá að jarðirnar hafi hreinlega ekki byggst fyrr. Nefna má einnig að heimildir um jarðir í Svínadal á 16. öld eru mjög ríkulegar svo þögn þeirra um Gafl og Rútsstaði er býsna áberandi.

Til að skoða þetta betur er rétt að láta elstu heimildir um þessar jarðir segja sjálfar frá. Í vitnisburði um landareign Hrafnabjarga frá 1587 segir svo:

Þetta er land jarðarinnar [Hrafnabjarga] í móts við Rufsstaði [þ.e. Rútsstaði], út í Hrossagröf, og austur á Bungur, og svo suður eftir, og suður í Hvannbungur, og svo suður í Karitingatjörn, ræður þá úr tjörninni Svínadalsá. Og ofan að Hrossagröf.

Rútsstaðir eiga hér land á móti Hrafnabjörgum svo þeir hafa a.m.k. verið til sem sérstakt afmarkað landssvæði. Haustið áður, 15. október 1586, hafði Guðbrandur Hólabiskup Þorláksson selt Þórði bróður sínum á Marðarnúpi dómkirkjunnar jörð Hrafnabjörg með eyðikoti þar næst hjá sem nefndist Gaflkot. Gafls og Rútsstaða er síðan beggja getið í bréfi frá Guðbrandi árið 1590. Þar segir hann:

. . . ég hefi léð séra Eiríki [Magnússyni á Auðkúlu] dómkirkjunnar eyðiland Rauðsstaði [Rútsstaði], sem stendur á milli Holts og Hrafnabjarga í Svínadal, honum til selfarar fyrir sitt bú og sína málnytu á sumar frá Kúlu, með soddan fororði, að ég aftur tek það Gaflkot sem ég áður léði honum.

Síðan brýnir biskup það fyrir presti að gæta búfénaðar síns svo ekki verði fátækum mönnum til tjóns er þar búi í kring:

Svo og skil ég til, að dómkirkjunnar landsetar hafi gagn af þessu landi á vetur fyrir sína peninga [þ.e. búfé] þá á liggur, og þeim sé það ekki bannað, þó að síra Eiríkur hafi þar og sína færleika á vetur. Því hef ég það og leyft, þeim jörðum að skaðlausu sem næstar eru.

Fyrsta spurning sem vaknar eftir þennan lestur er hvað „eyðiland" hafi þýtt í lok 16. aldar. Úr því fékkst ekki skorið á Orðabók Háskólans, en í orðabók sem til var safnað á 18. öld, er eyðiland skilgreint sem óbyggt land en eyðikot sem lítil jörð í eyði. Sams konar skilgreiningar er að fá í orðabókum um norskt mál að fornu.

Nú væri auðvitað auðveldast að álykta sem svo að eyðilandið Rauðsstaðir hafi verið gömul selstaða frá Hrafnabjörgum eða Auðkúlu og í byggingarbréfi Guðbrands handa séra Eiríki á Auðkúlu 1579 var honum gert skylt að viðhalda þeirri selstöðu sem sé í Hrafnabjargalandi austan ár. Allt bendir þó til að sú selstaða hafi verið framan Hrafnabjarga. Þar fer ég aðallega eftir bréfi Þórðar á Marðarnúpi til Þorláks biskups Skúlasonar. Bréfið er skrifað 1630 eða 1631 og þar rifjar Þórður upp jarðaskipti þeirra Guðbrands og kvartar undan ágengni séra Eiríks á Auðkúlu.

Hafði séra Eiríkur í seli fram í Giljum fyrir framan Hrafnabjörg, hvað mér þótti þungt, undir að búa vegna Hrafnabjarga, því hann beitti fyrir mér engjar og austurhaga frá kotinu.

Staðsetning selsins í gilinu er síðan margítrekuð síðar í bréfinu.

Að öllu þessu athuguðu get ég ekki með öryggi skorið úr um aldur byggðar í Gafli eða á Rútsstöðum en ljóst er að báðar jarðirnar voru í eyði alla 16. öld og sennilega á þeirri 15. líka. Auknefnið kot er fast við Gafl en bæjanafnarannsóknir benda til að slíka nafngift hafi þær jarðir einar hlotið sem í auðn höfðu legið um lengri eða skemmri tíma. Önnur jarðanna hefur verið í eyði allar götur frá því um 1300, sbr. það sem áður hefur verið sagt um máldagana, og a.m.k. til um 1600. Það er líklegt að hin eyðist við upphaf 15. aldar, sennilega í plágunni miklu 1402-04, því í vísitasíugerð Jóns biskups Vilhjálmssonar eru tvær eyðijarðir sagðar vera í Auðkúlusókn.

Um byggingu jarðanna á 17. öld er lítið vitað. Rútsstaðir voru eign Hólastóls og í ábúð samkvæmt reikningum stólsins 1664-67 og svo var enn 1706. Sennilega hefur jörðin byggst á fyrri hluta aldarinnar og ekki er vitað til að hún hafi farið úr ábúð síðan. Um Gafl er það eitt öruggt að hann var enn ekki kominn í byggð 1667. Jarðabók Árna og Páls segir jörðina hafa byggst úr gamalli auðn um 1670 „ . . . og þó á fornum bólstað sem girðíngar votta . . .". Jarðabókin kveður Gafl hafa farið í eyði aftur frá og með fardögum 1706. Vetrarríki sé þar afar mikið en ekki örvænt um að ábúendur fengjust ef árferði batnaði.

Höllustaðir og Litla-Búrfell. Í austanverðum hreppnum byggðust tvær jarðir á 17. öld. Höllustaðir, sem upphaflega voru reistir í stekkjarstæði frá Guðlaugsstöðum um miðja öldina, og var dýrleiki þeirra talinn í heimajörðinni óskiptri 1706. Guðlaugsstaðir voru metnir til 40 hundraða á 16. og 17. öld og svo var enn í jarðabók Árna og Páls en í jarðabók frá 1861 eru Höllustaðir taldir 10 hundraða jörð og Guðlaugsstaðir minnkaðir sem því nemur.

Svipaða sögu er að segja um Litla-Búrfell. Búrfellsjarðarinnar er getið í heimildum frá 15. og 16. öld og hún er þá talin ein og óskipt og metin til 40 hundraða. 1 jarðabókunum 1696 og 1706 eru Búrfellsbæirnir hins vegar orðnir tveir og Litla-Búrfell sagt vera afdeilt 10 hundraða býli úr landi jarðarinnar óskiptrar en Stóra-Búrfell metið til 30 hundraða. Litla-Búrfell hefur greinilega byggst sem hjáleiga úr óskiptu landi, byggðin síðan orðið viðvarandi og skipting jarðarinnar fylgt í kjölfarið.

Ef treysta má máldögunum hefur byggð í Svínavatnshreppi verið stöðug á 14. öld og fjöldi lögbýla er ávallt hinn sami. Tölur máldaganna ná ekki til hjáleigna og því er ekkert um fjölda þeirra vitað á þessum tíma og raunar er jarðabók Árna og Páls fyrsta ritaða heimild sem getur hjáleigubyggðar. Talið er að hjáleigubyggðin hafi myndast ekki seinna en á 13. öld og Ólafur Lárusson álítur að hún hafi vaxið mjög á 14. og 15. öld, einkum vegna þess að er leigukúgildum fór fjölgandi, þótti leiguliðum hagstætt að leigja út frá sér og létta þannig byrðarnar. Jafnan voru hjáleigur flestar við sjávarsíðuna og óvíst hversu fjölgun þeirra náði til innsveita.

Þessi eyðibýlafjölgun, sem tók að verða vart á síðari hluta 15. aldar og í byrjun hinnar 16., hefur verið rakin til aukinnar sóknar til útræðisstaða. Afdalajarðir norðanlands hafi þess vegna lækkað í verði og ábúð jafnvel fallið niður á rýrustu býlunum um tíma. Þessi tilgáta um smáar norðlenskar eyðijarðir virðist hér fá nokkurn stuðning hvað sextándu öldina varðar, en vitaskuld geta fleiri skýringar einnig komið til.

Í lok 16. aldar eða í byrjun hinnar 17. eykst síðan ásókn í jarðnæði aftur og stöðug sókn virðist vera í nýtt land til ábúðar allt fram um eða yfir 1680 en 1706 hefur aftur dregið nokkuð úr. Byggðaraukningin á 17. öld var um allan hreppinn og þá byggðust hjáleigur sem aldrei voru í ábúð síðar. Neskot var hjáleiga frá Stóradal, byggð í Stóradalsnesi á síðari hluta 17. aldar og hafði ekki verið byggt þar áður. Neskot fór í auðn um 1694 og jarðabókin 1706 telur þar lítt byggilegt á ný „ . . . nema til meins og skaða [heima]jarðarinnar." Garðaríki var hjáleiga frá Svínavatni, reist við túngarðinn og hafði ekki verið byggt þar áður. Hjáleigan var byggð á síðari hluta 17. aldar en fór í eyði 1694 og var ekki talin byggileg nema til baga heimajarðarinnar." Ólafur Olavius nefnir ekki Garðaríki heldur Svínavatnskot og telur hann það að öðru jöfnu byggilegt. Kotið segir hann hafa farið í eyði 1707, svo þar skakkar 13 árum ef þetta er sama hjáleigan og Garðaríki. Ekki er unnt að skera úr um hvort báðar hjáleigurnar hafi verið byggðar í einu, en þar eð jarðabókin 1706 nefnir Svínavatnskot ekki er freistandi að ætla að hér sé um sama kotið að ræða. Tvær hjáleigur voru á Tindum á síðari hluta 17. aldar. Hét önnur Brandskot og var a.m.k. tvisvar í byggð, nokkur ár í hvort skipti. Hin hjáleigan var nafnlaus, byggð í örfá ár en eyðilögð síðan. Báðar hjáleigurnar höfðu verið í eyði um nokkurn tíma 1706. Ótraustar heimildir eru um fleiri hjáleigur frá þessum eða eldri tímum en þar sem engin vissa er fyrir tilvist þeirra er þeim sleppt. Auk þessarar hjáleigubyggðar, sem vissulega speglar aukna ásókn í jarðnæði, bætast svo jarðirnar tvær, Gafl eða Rútsstaðir og Höllustaðir, við þá byggð sem fyrir var og Búrfelli var skipt varanlega upp í tvö býli. Sambærilega byggðaraukningu vitum við svo ekki um í hreppnum fyrr en kemur fram á 19. öld.

Byggðarsaga er vissulega heillandi viðfangsefni, en eins og þessi grein leiðir glögglega í ljós, er oft örðugt að fá nákvæmar niðurstöður. Einkum á það við um tímabilið fyrir 1800. Eftir þann tíma verða rannsóknir auðveldari vegna nákvæmari heimilda; sóknarmannatala, manntala og hreppsbóka ýmiss konar. Byggðarsaga Húnavatnssýslu er að mestu ókönnuð enn og það er slæmt. Þekking manna á umhverfi sínu og sögu þess er það sem framar öðru gerir þeim kleift að skilja samtímann og viðfangsefni hans hverju sinni. Nýjum atvinnuháttum fylgir ósjálfráð þörf fyrir að vita meira um hið liðna og þessari þörf á að leitast við að fullnægja. Ekki endilega með því að seilast eins langt aftur og hér er gert. Brýnna er að skoða síðustu áratugi hins gamla íslenska bændaþjóðfélags, sem lítið breyttist í þúsund ár, og rekja síðan þróunina til nútímans.

Relationships area

Related entity

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00525

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Stóridalur Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00483

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svínadalsá (874 -)

Identifier of related entity

HAH00523b

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Tungunes í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00541

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Tindar í Svínavatnshreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00540

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svínavatn bær og vatn ([900])

Identifier of related entity

HAH00523

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Marðarnúpur í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00052

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.10.1586

Description of relationship

Hrafnabjörg og eyðikotið Gaflaskot voru í eigu Þórðar Þorlákssonar biskupsbróður á Marðarnúpi

Related entity

Eldjárnsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00199

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Höllustaðir Svínavatnshreppi (1655 -)

Identifier of related entity

HAH00528

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sléttárdalur Svínavatnshreppi (1911-1944)

Identifier of related entity

HAH00532

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Litlidalur Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00530

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kárastaðir Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00424

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Gunnfríðarstaðir á Bakásum ((1950))

Identifier of related entity

HAH00697

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Litla Búrfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00529

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi ([1000])

Identifier of related entity

HAH00535

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sólheimar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00472

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svínavatnskirkja (1882 -)

Identifier of related entity

HAH00521

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

önnur af aðal sóknarkirkjum Svínavatnshrepps

Related entity

Mosfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00520

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ásar í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00698

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Holt í Svínadal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00518

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Rútsstaðir Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00531

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hrafnabjörg Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00527

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Gafl á Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00536

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ljótshólar Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00519

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00533

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Geithamrar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00269

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Brandsstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00076

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Einn af Bugsbæjunum

Related entity

Bollastaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00075

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Einn af Bugsbæjunum

Related entity

Blöndudalshólar ([1200])

Identifier of related entity

HAH00074

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Sóknarkirkja hluta Svíndælinga

Related entity

Auðkúla Kirkja og staður ([900])

Identifier of related entity

HAH00015

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

önnur af aðal sóknarkirkjum Svínavatnshrepps

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00517

Institution identifier

IS HAH-Nat

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 15.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

BRAGI GUÐMUNDSSON, cand. mag. Um byggð í Svínavatnshreppi fyrir 1706. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1985), Bls. 52-66. https://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000510481

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places