Sólheimar í Svínadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Sólheimar í Svínadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1300]

History

Jörðin á mikið og gott land upp frá miðju Svínavatni, hallandi mót suðvestri. Einkum er ræktarland mikið og gott, mýrlendi að vísu, en auðvelt til þurrkunar. Þjóðvegurinn liggur ofarlega í hlíðinni. Gamla túnið og byggingar jarðarinnar er skammt neðar í 250 metra hæð yfir sjávarmáli, en nýræktartúnin þar niður frá. Jörðin hefur verið í eigu sömu ættar frá 1867, er Ingvar Þorsteinsson eignaðist hana og eftir hann Þorleifur sonur hans og Sigurlaug kona hans. Þorleifur byggði snotran sumarbústað í landi jarðarinnar og hafið þar trjárækt ofl. Íbúðarhús byggt 1950 múrhúðað, hæð og ris 104 m2 og 359 m3. Fjós yfir 22 gripi með mjólkurhúsi, kjarnfóður og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 400 fjár, einangrað þak og grindur í gólfi yfir vélgengum áburðarkjallara. Hlöður 1218 m3 og votheysturn 40 m3. Tún 54 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Places

Svínavatnshreppur; Svínavatn; Garðshólar; Flattún; Bræður; Illuflár; Tjarnarhlíðarbrún; Ásar; Auðnufell; Auðnukot; Kirkjusteinn; Grjóthóll; Sandnes; Litla Búrfell; Stóra Búrfell; Hólastóll; Kúluheiði; Búrfellsskógur;

Legal status

Jarðardýrleiki xl & og so tíundast tveim tiundum. Eigandinn er biskupsstólinn Hólar. Ábúandinn ekkjan Guðrún Björnsdóttir. Landskuld er nú ij € en hafa áður verið ii € , og því aftur færð, að jörðin var í órækt komin. Landskuld betalast í öllum gildum landaurum, eftir megan ábúandans og samkomulagi við umboðsmanninn.
Leigukúgildi nú v, hafa til næstu fardaga vi verið, og því einu fækkað að valla bygðist ella. Leigur betalast í smjöri þángað sem umboðsmaður tilsegir innan hjeraðs. Kvaðir eru öngvar.
Kvikfjenaður iiii kýr, i kvíga tvævetur, i kálfur, lxiiii ær, xx sauðir tvævetrir og eldri, xxxiiii veturgamlir, 1 lömb, v hestar, v hross, i foli þrevetur, i únghryssa, ii folar veturgamlir, ii hross veturgömul, annað óvíst, iii fyl. Fóðrast kann v kýr, lx ær, xxx lömb, vi hestar. Torfrista og stúnga næg. Rifhrís, sem nýtt hefur verið til kolgjörðar og eldiviðar, er að mestu þrotið.
Silúngsveiðivon merkilega góð, sem segir um Svínavatn. Lambaupprekstur á Kúluheiði fyrir toll ut supra. Kolgjörð er eignuð jörðinni, þar sem kallast Búrfellsskógur, þar er nú rifhrís og vilja Búrfellsmenn meina; það er ekki til greina komið hvort rjett sje. Túnið er fordjarfað af lángri vanrækt og sumt í holt komið.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur

1867-1916- Ingvar Þorsteinsson 20. okt. 1838 - 21. jan. 1916. Var á Grund, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Hreppstjóri og bóndi í Sólheimum. Kona hans; Kristín Gísladóttir 19. júní 1857 - 19. sept. 1901. Var í Auðkúluseli, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Sólheimum.

1916-1963- Þorleifur Ingvarsson 9. okt. 1900 - 27. ágúst 1982. Bóndi á Sólheimum í Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Sólheimum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Sigurlaug Hansdóttir 22. júní 1889 - 16. mars 1980. Niðursetningur í Hvammkoti, Hofssókn, Hún. 1890. Skrifuð Önnudóttir í manntali 1890. Kemur 1897 frá Kálfshamri í Hofssókn að Húnsstöðum í Hjaltabakkasókn. Fer 1898 frá Húnsstöðum að Litlugiljá. Var í Meðalheimi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Skrifuð Gísladóttir í manntalinu 1901. Fór 1903 frá Meðalheimi að Brekkukoti. Var aðkomandi á Helgavatni, Undirfellssókn, A-Hún. 1910. Vinnukona að Marðarnúpi, Áshreppi, A-Hún. 1920. Ráðskona á Sólheimum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.

1963- Ingvar Þorleifsson 17. mars 1930 - 8. júlí 2016. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi að Sólheimum í Svínavatnshreppi. Hreppstjóri, hreppsnefndarmaður og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Kona hans; Sigríður Ingimundardóttir

  1. júní 1936

General context

Landamerki fyrir jörðinni Sólheimum í Svínavatnshreppi.

Að sunnanverðu, móts við Svínavatnsland ræður merkjum garður sá, sem enn sjest fyrir, milli svonefndra Garðshóla, svo úr garði þessum bein stefna ofan í Svínavatn. Úr tjeðum garði til austurs ræður bein stefna til austurs í klofasteina tvo, sem kallaðir eru Bræður, fyrir austan Flattúns lækjarflá. Frá Bræðrum ræður bein stefna norður háls, um Illufláarás og Tjarnarhlíðarbrún, móts við Ásaland, eins og vörður, sem hlaðnar eru á þessu svæði, til vísa, allt þar til kemur móts við vörðu austur undan Auðnufelli, síðan ræður merkjum bein stefna úr Auðnukoti í Kirkjustein, síðan í vörðu sunnanvert við Grjóthól, og svo úr vörðu þessari bein stefna í grjótvörðu, sem stendur á vatnsbakkanum, skammt fyrir utan Sandnes.

Ingvar Þorsteinsson, eigandi Sólheima.

Jósep Jóhannsson, vegna Litla Búrfells.
Daníel Sigurðsson, vegna Ása
Helgi Benediktsson, vegna Svínavatns.
Guðm. Erlendsson, vegna Stóra Búrfells.
Þorleifur Erlendsson, vegna Stóra Búrfells.
Guðm. Klemensson, vegna Stóra Búrfells.

Lesið upp á manntalsþingi að Svínavatni, hinn 17. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 124. fol. 65.

Relationships area

Related entity

Svanhildur Þorleifsdóttir (1934-1988) Blönduósi, frá Sólheimum í Svínadal (9.9.1934 - 13.4.1988)

Identifier of related entity

HAH02054

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Sveinbjörn Jakobsson (1879-1958) Hnausum (20.10.1879 - 24.10.1958)

Identifier of related entity

HAH09162

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar 1890

Related entity

Pétur Pétursson (1850-1922) Gunnsteinsstöðum, kaupmaður Blönduósi (31.12.1850 - 26.4.1922)

Identifier of related entity

HAH07087

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1870

Related entity

Þórður Ingvarsson (1865-1927) söðlasmiður Húsavík ov (16.7.1865 - 1.11.1927)

Identifier of related entity

HAH07083

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Tökudrengur þar 1880

Related entity

Sigurður Jónsson (1877-1944) bóndi á Vöglum og Hamri (22.11.1877 - 15.10.1944)

Identifier of related entity

HAH06491

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Lausamaður þar 1901

Related entity

Erlendur Pálmason (1820-1888) Tungunesi (20.11.1820 - 28.10.1888)

Identifier of related entity

HAH03346

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ingvar Steingrímsson (1922-2009) Eyjólfsstöðum í Vatnsdal (3.3.1922 - 2.4.2009)

Identifier of related entity

HAH01523

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.3.1922

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Ásta Jónasardóttir (1904-2000) Litladal (10.7.1904 - 12.1.2000)

Identifier of related entity

HAH01090

Category of relationship

associative

Dates of relationship

10.7.1904

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Lárus Jakobsson (1892-1967) Leysingjastöðum ov. (12.10.1892 - 27.2.1967)

Identifier of related entity

HAH09248

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1910

Related entity

Litla Búrfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00529

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi ([1000])

Identifier of related entity

HAH00535

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Ingibjörg Jósefsdóttir (1882-1955) Grund og Einarsnesi (31.12.1882 - 10.10.1955)

Identifier of related entity

HAH04892

Category of relationship

associative

Dates of relationship

31.12.1882

Description of relationship

líklega fædd þar

Related entity

Ásar í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00698

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Svínavatnskirkja (1882 -)

Identifier of related entity

HAH00521

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svínadalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00517

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svínavatnshreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00228

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík (17.10.1915 - 8.1.1981)

Identifier of related entity

HAH02064

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

is the associate of

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

17.10.1915

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Lárus Erlendsson (1834-1934) Holtastaðakoti og Blönduósi (2.2.1834 - 22.11.1934)

Identifier of related entity

HAH06578

Category of relationship

associative

Type of relationship

Lárus Erlendsson (1834-1934) Holtastaðakoti og Blönduósi

is the associate of

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Tökubarn þar 1840 og 1850

Related entity

Sigríður Hannesdóttir (1909-1991) frá Sólheimum í Svínadal (23.8.1909 - 31.12.1991)

Identifier of related entity

HAH01683

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sigríður Hannesdóttir (1909-1991) frá Sólheimum í Svínadal

is the associate of

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Ingibjörg Jófríður Kristjánsdóttir (1873-1943) Baldursheimi Blönduósi (8.9.1873 - 24.8.1943)

Identifier of related entity

HAH06690

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

26.4.1909

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum (9.10.1900 - 27.8.1982)

Identifier of related entity

HAH07437

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum

controls

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

9.10.1900 - 1970

Description of relationship

Fæddur þar, síðar húsbóndi 1922-1970

Related entity

Þorleifur Jónsson (1855-1929) alþm Rvk frá Stóradal (26.4.1855 - 2.4.1929)

Identifier of related entity

HAH07463

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

26.4.1855

Description of relationship

Fæddur þar, síðar bóndi 1896-1900

Related entity

Jónas Guðmundsson (1879-1933) Eiðsstöðum (19.1.1879 - 25.9.1933)

Identifier of related entity

HAH05804

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónas Guðmundsson (1879-1933) Eiðsstöðum

controls

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Niðurseta þar 1880 Húsbóndi þar

Related entity

Páll Hjaltalín Jónsson (1892-1944) Baldursheimi (24.10.1892 - 4.5.1944)

Identifier of related entity

HAH04939

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Páll Hjaltalín Jónsson (1892-1944) Baldursheimi

controls

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Ingibjörg Þorleifsdóttir (1891-1980) Baldursheimi (14.9.1891 - 30.9.1980)

Identifier of related entity

HAH04893

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Þorleifsdóttir (1891-1980) Baldursheimi

controls

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Bjó þar í 7 ár;

Related entity

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00009

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

is the owner of

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Hólastóll var eigandi jarðarinnar í upphafi 18. aldar

Related entity

Ingvar Þorleifsson (1930-2016) Sólheimum (17.3.1930 - 8.7.2016)

Identifier of related entity

HAH02397

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingvar Þorleifsson (1930-2016) Sólheimum

controls

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

1963

Description of relationship

Related entity

Sigríður Ingimundardóttir (1936) Sólheimum (5.6.1936 -)

Identifier of related entity

HAH04480

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigríður Ingimundardóttir (1936) Sólheimum

controls

Sólheimar í Svínadal

Dates of relationship

1963

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00472

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1706. Bls 336
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 124. fol. 65.
Húnaþing II bls 219

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places