Litlidalur Svínavatnshreppi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Litlidalur Svínavatnshreppi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1300]

History

Jörðin fór í eyði 1963. Hún var notagóð og vel setin jörð áður fyrr. Landið er að mestu graslendi, ræktarland mikið og gott. Jörðin var bændaeign 1907, en áður var hún kirkjujötð frá Auðkúlu. Ekkjur Auðkúluklerka höfðu forgangsrétt til ábúðar þar og notuðu sér það oft. Íbúðarhús byggt 1935, illafarið og óíbúðarhæft. Fjós fyrir 20 gripi en hefur verið breytt í fjárhús fyrir 120 fjár. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 714 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.
Eigendur 1975;
Guðmundur Björnsson 29. apríl 1950. Var í Ytri Löngumýri, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. K : Mette Haarstad.
Sigvaldi Sigurjónsson 19. júní 1930. Var á Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.

Places

Svínavatnshreppur; Svínadalur; Stóridalur; Auðkúla; Svínavatn; Dæld; Dældarhaus; Auðkúluskógur; Ingibjargarsel; Sljettá;

Legal status

Kallað afbýli af heimastaðnum Kúlu. Jarðardýrleiki er óviss, því hjer gelst engin tíund af nje hefur goldist það menn til minnast, nema ef ábúandinn hefur, eftir tilsögn hreppstjóra, goldið nokkuð í jarðartíundarnafni. það undirrjettar presturinn Sr. Illugi, að fyrir fáum árum hafi Sigurður Einarsson, sem þá hafði hjer lögsögn, að sjer (Sr. Illuga) ófyrirkölluðum dæmt þennan Litladal lögbýli; með þann dóm kveðst presturinn vera stórlega misfornægður, kveðst hafa dómsins beiðst á þínginu en þann dóm aldrei fengið, en kveðst ráðinn til dóminn eftir efnum að átelja þegar hann fái; þegar tíund hefur goldist, hefur hún goldist til prests og fátækra so sem af x € . Eigandinn er beneficium Auðkúla. Ábúandi Jón Eiriksson.
Landskuld lx álnir. Betalast með öllum gildum landaurum heim til staðarhaldarans, aðrar xxx álnir, en einar xx álnir betalast með vallarslætti þá til sagt verður þrír eyrirsvellir fyrir xx álnir, og fæðir presturinn verkamenn; x álnir landskuldar, sem meiri eru, gjaldast i landaurum ut supra. Leigukúgildi iiii. Leigur betalast í smjöri heim til staðarins. Kvaðir öngvar.
Kvikfjenaður ii kýr, xiiii ær, i hross. Fóðrast kann i kýr, xii ær, vi lömb, það sem meira er vogast á útigáng og tilkeypta beit í Stóradalslandi. Silúngsveiðivon er ekki örvænt í Svinavatni, en brúkast ei fyrir vanefnum. Grasatekja á Kúluheiði er frí. Vatnsból er meinilt og bregst margoft um vetur so þíða þarf snjó fyrir kvikfje. Fyrirsvar hefur hjer haldist síðan lögsagnarinn Sigurður Einarsson dæmdi síðast, en áður var það ekki mótmælislaust. Önnur hlunnindi hefur þetta afbýli óskift í heimastaðarins landi.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur

1907-1924- Jónas Benedikt Bjarnason 20. sept. 1866 - 28. okt. 1965. Var í Þórormstungu, Undirfellssókn, Hún. 1890. Bóndi og hreppstjóri í Litladal í Svínavatnshr., A-Hún., síðar á Blönduósi. Fyrrverandi bóndi á Bókhlöðustíg 8, Reykjavík 1930. Heimili: Litli-Dalur, Hún. Ekkill. Var í Jónasarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Elín Ólafsdóttir 9. des. 1860 - 8. júní 1929. Húsfreyja í Litladal í Svínavatnshr., A-Hún.
1924-1936- Ólafur Jónasson 20. des. 1892 - 10. júlí 1936. Bóndi í Litladal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Litladal í Svínavatnshr., Hún. Kona hans; Hallfríður Ingveldur Björnsdóttir 11. apríl 1899 - 29. júní 1974. Var á Bessastöðum, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901. Húsfreyja í Litladal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Var í Víðidalstungu, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
1936- Guðmundur Kristmundsson Meldal 24. mars 1890 - 13. ágúst 1950. Bóndi á Höllustöðum, Þröm, Auðkúlu og í Litladal, A-Hún. Kona hans; Róselía Guðrún Sigurðardóttir Meldal 2. júlí 1890 - 2. júní 1969. Ljósmóðir á Blönduósi 1930. Heimili í Þröm, Svínavatnshreppi. Ljósmóðir í Svínavatnshreppi mörg ár. Húsfreyja á Höllustöðum í Blöndudal, var þar 1924, á Þröm 1930 og allt til 1937 og síðan um tíma í Litladal í Svínadal, A-Hún. Var í Glaumbæ, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi. Ljósmóðir á Blönduósi. Fósturbörn: Unnur Sigrún Stefánsdóttir, f. 19.6.1922, Guðmunda Ágústsdóttir, Einar H. Pétursson og að auki Ester Guðmundsdóttir.

1963- Haraldur Karlsson 27. október 1922 - 30. október 2007 Var í Símonarhúsi, Stokkseyrarsókn, Árn. 1930. Var í Litladal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Nemi í Reykjavík 1945. og síðar smiður og sjómaður í Reykjavík. Kona hans; Ingibjörg Árnadóttir

  1. sept. 1935 - 6. maí 2018

Svavar Hákon Jóhannsson 15. mars 1946 bóndi Litladal. Kona hans; Sigurbjörg Þórunn Jónsdóttir 22. maí 1951. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerki kirkjujarðarinnar Litladals í Svínavatnshreppi.

Að norðan ræður úr Svínavatni svo nefnd Dæld, er liggur yfir þveran Auðkúluskóg á háls upp, þaðan úr svonefndum Dældarhaus fram hálsinn austanverðan, beinleiðis í vörðu, sem hlaðin er á hálsbrún uppi beint upp undan læk þeim, er rennur af hálsi ofan næst fyrir utan svo nefnt Ingibjargarsel, lækur þessi er merki Litladals að sunnan, að austan takmarkast landið af Sljettá, þar til hún fellur í Svínavatn, en þaðan og að neðri Dældarenda, takmarkar vatnið land jarðarinnar.

Auðkúlu, 17. maí 1889
Stefán M. Jónson, umráðamaður.

Við undirrituð, sem ráðum yfir og eigum lönd að Litladalslandi, samþykkjum landlýsingu þessa með undirskript okkar.
Stefán M. Jónsson (vegna Auðkúlustaðar).
I.S. Þorleifsdóttir (eigandi Stóradals)

Lesið upp á manntalsþingi að Svínavatni, hinn 18. júlí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 74 folio 39.

Relationships area

Related entity

Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum (19.6.1922 - 4.9.2002)

Identifier of related entity

HAH02101

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1937

Description of relationship

barn þar

Related entity

Stóridalur Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00483

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg Landamerki

Related entity

Svínadalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00517

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svínavatnshreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00228

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórður Ingvarsson (1865-1927) söðlasmiður Húsavík ov (16.7.1865 - 1.11.1927)

Identifier of related entity

HAH07083

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

gæti verið fæddur þar, foreldrar þar 1860

Related entity

Ásta Jónasardóttir (1904-2000) Litladal (10.7.1904 - 12.1.2000)

Identifier of related entity

HAH01090

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1906

Description of relationship

barn þar

Related entity

Sigurbjörg Jónasardóttir (1895-1991) Litlu-Giljá (6.8.1895 - 26.4.1991)

Identifier of related entity

HAH01929

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1906

Description of relationship

barn þar

Related entity

Guðmundur Þorsteinsson (1847-1931) Holti í Svínadal (18.2.1847 - 11.2.1931)

Identifier of related entity

HAH04150

Category of relationship

associative

Dates of relationship

18.2.1847

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Guðrún Jónasdóttir (1893-1990) frá Litladal (22.11.1893 - 23.3.1990)

Identifier of related entity

HAH01323

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ólafur Jónasson (1892-1936) Litladal (20.12.1892 - 10.7.1936)

Identifier of related entity

HAH09240

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ólafur Jónasson (1892-1936) Litladal

controls

Litlidalur Svínavatnshreppi

Dates of relationship

1924-1936

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Hallfríður Björnsdóttir (1899-1974) Litladal (11.4.1899 - 29.6.1974)

Identifier of related entity

HAH04736

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hallfríður Björnsdóttir (1899-1974) Litladal

controls

Litlidalur Svínavatnshreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1930

Related entity

Guðmundur Kristmundsson (1890-1950) Melrakkadal (24.3.1890 - 13.8.1950)

Identifier of related entity

HAH04094

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Kristmundsson (1890-1950) Melrakkadal

is controlled by

Litlidalur Svínavatnshreppi

Dates of relationship

1936

Description of relationship

Related entity

Elín Ólafsdóttir (1929-2000) Litladal (22.9.1929 - 12.4.2000)

Identifier of related entity

HAH01192

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Elín Ólafsdóttir (1929-2000) Litladal

controls

Litlidalur Svínavatnshreppi

Dates of relationship

1951

Description of relationship

Húsmóðir þar 1951 - 1963

Related entity

Auðkúla Kirkja og staður ([900])

Identifier of related entity

HAH00015

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Auðkúla Kirkja og staður

is the owner of

Litlidalur Svínavatnshreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Kirkjan var eigandi staðarins í byrjun 18. aldar

Related entity

Jónas Benedikt Bjarnason (1866-1965) Litladal (20.9.1866 28.10.1965)

Identifier of related entity

HAH05790

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónas Benedikt Bjarnason (1866-1965) Litladal

is the owner of

Litlidalur Svínavatnshreppi

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar til 1924

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00530

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1706. Bls 333
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 74 folio 39. 18.7.1889
Húnaþing II bls 237

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places