Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1300]

History

Grund er ættarjörð, Þorteinn Helgason og Sigurbjörg Helgadóttir kona hans fluttu þangað 1846 við skiptin 1950 þegar nýbýlið Syðri-Grund var stofnað, hélt gamla jörðin efti flatlendinu norðan þjóðvegarins, allt norður að Svínavatni. Mikill hluti þess er ákjósanlegt ræktunarland. Gamlatúnið og og byggingarnar eru uppvið fjallsræturnar. Svínadalsfjallið er þarna hátt og bratt, en gott til beitar neðan til. Miðhlíðis er stallur eða skálar. Þar eru tvær tjarnir [Grundartjarnir] og í þeim talsverð silungaveiði. Úr norðari tjörninni fellur lækur niður hlíðina og við hann reist heimilisrafstöð fyrir grundarbæina 1953. Hún framleiðir enn rafmagn til húshitunnar. Íbúðarhús byggt 1937 og 1959, 485 m3. Fjós fyrir 16 gripi með mjólkurhúsi og og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlöður 2020 m3. Tún 23 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá.

Syðri-Grund var skipt út úr Grund 1950. Nýbýlið hlaut land sunnan þjóðvegarins sem liggur þvert yfir dalinn. Þetta land er jafnlent mýrlendi, með góðum halla til uppþurrkunar. Auk þess er notagott beitiland í fjallinu. Íbúðarhús byggt 1950, 469 m3. Fjós fyrir 12 gripi með áburðargeymslu og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 200 fjár og önnur yfir 200 fjár. Gömul torfhús yfir 20 hross. Hlöður 800 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá..

Places

Svínavatnshreppur; Svínavatn; Syðri-Grund; Svínadalsfjall; Grundartjarnir; Svínadalsá; Snæringsstaðir; Fornmannshóll; Merkjaholt; Setaklettaendar; Þrílækir; Geithamrar; Hverfi; Þrengsli; Auðkúla; Holt; Merkjalækjardrag; Beitarhúsatóptir; Vatnsvík; Hóladómstóll; Fremri-Laxá; Kúluheiði;

Legal status

Jarðardýrleiki xl € og so tíundast tveim tíundum. Eigandi biskupsstóllinn Hólar. Ábúandinn Jón Jannesson.
Landskuld ii € . Betalast með einu ásauðarkúgildi oftast, og xl álna fóðri og lxxx álnum í gildum landaurum. Leigukúgildi vi. Leigur betalast í smjöri ut supra, vide Mosfell. Kvaðir eru öngvar.
Kvikfjenaður vi kýr, i kvíga veturgömul, i naut þrevett, i tvævett, i veturgamalt, i kálfur, lxx ær, xxvi sauðir tvævetrir og eldri, xxx veturgamlir, xl lömb óvís, iiii hestar, iii hross, i foli þrevetur, ii únghryssur, ii fyl. Fóðrast kann v kýr, i úngneyti, lx ær, xxx lömb, vii hestar. Torfrista og stúnga hjálpleg. Reiðingsrista, sem var lítt nýtandi, er fordjörfuð af aur. Móskurður til eldiviðar hefur verið en brúkast ekki, meinast þó vera mega. Rifhrís má kalla þrotið og er þó reitt enn nú. Laxveiði má hjer ekki telja, þó segja menn að snertur hafi af henni verið til þess lögmaðurinn Laurits Gottrup ljet á vorum dögum girða fyrir báðar Laxárkvíslir. Á þessu sumri hefur heldur orðið þess vart, því að vatnavextir segja menn tafið hafi þvergarða lögmannsins um vortíma. Silúngsveiðivon er góð í Svínavatni, og þó enn önnur í tjörnum þeim, sem liggja hátt í fjallshlíð uppfrá bænum. Lambaupprekstur á Kúluheiði fyrir toll ut supra. Túninu spillir vatnságángur allavega meir og meir, so það sýnist í mýri falla muni. So er mikið um þetta, að í næstu 20 ár hafa tvö peníngshús verið færð úr stað til að forðast vatnsuppgáng. Engjavegur merkilega vondur, so brúa þarf með stórerfíði. Vetrarríki fyrir útsynníngum ut supra. Hætt er kvikfje merkilega fyrir foröðum, sem margoft gjöra stórskaða.
Hætt er húsum og heyjum fyrir stórveðrum af útsuðri. Kirkjuvegur meinillur um sumur.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1846-1854- Þorsteinn Helgason 1. okt. 1806 - 25. mars 1854. Bóndi í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1845. Bóndi á Grund í sömu sókn 1850. Sigurbjörg Jónsdóttir 27. maí 1813 - 27. nóv. 1876. Húsfreyja í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Grund í sömu sókn 1850.

<1870 og 1920- Þorsteinn Þorsteinsson 4. des. 1842 - 1. ágúst 1921. Var í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1845. Var á Grund, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Bóndi á Grund í Auðkúlusókn, Hún. Fyrri kona hans; Guðbjörg Sigurðardóttir 1. okt. 1837 - 21. maí 1900. Var í Kúskerpi , Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Grund, Auðkúlusókn, Hún. Seinni kona hans; Ragnhildur Sveinsdóttir 28. júlí 1871 - 24. feb. 1951. Húsfreyja á Grund í Svínadal, A-Hún.

1942-1993- Þórður Þorsteinsson 27. júní 1913 - 8. ágúst 2000. Var á Grund, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Grund, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi á Grund í Svínadal. Kona hans, Guðrún Jakobsdóttir 2. okt. 1921 - 5. jan. 2005. Húsfreyja á Grund í Svínadal 1941-93 og organisti við Auðkúlukirkju um árabil. Fósturfor.: Lárus b. í Gautsdal Stefánsson, f. 6.3.1887 og Valdís Jónsdóttir, f. 1.9.1886 og eftir lát Valdísar 1929 fór Guðrún í fóstur hjá systur Valdísar Ingiríði Jónsdóttur, f. 1888 og manni hennar Eiríki b. í Ljótshólum Grímssyni, f. 1873.

1950- Guðmundur Þorsteinsson 11. okt. 1910 - 6. nóv. 2000. Bóndi á Grund, Svínavatnshr., A-Hún og var þar 1930 og 1957. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans; Guðrún Sigurjónsdóttir 16. júlí 1922. Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Grund, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.
Húnaþing II bls 248-249

General context

Landamerki fyrir jörðinni Grund í Svínavatnshreppi.

Að sunnanverðu, gagnvart Snæringsstaðalandi, ræður bein stefna úr stóra Fornmannshól, er stendur vestanvert við Svínadalsá, í svokallaða Merkjaholt, svo úr því holti bein stefna í norðasta klettinn í Setaklettaendum, síðan í rjetta stefnu til vesturs uppá á há fjallsbrún, síðan ræður fjallsbrúnin merkjum, allt norður að Þrílækjum. Að norðanverðu, gagnvart Geithamralandi, ræður lækur, er hefur upptök sín úr áðurnefndum Þrílækju, og rennur ofan fjallið eptir hinu svonefnda Hverfi, síðan fellur lækur þessi ofan ú milli bæjanna Grundar og Geithamra, þartil hann fellur fram úr þrengslum og kvíslast út um flóann. Síðan ræður merkjum bein stefna til austurs, frá því lækurinn fellur úr áðurnefndu þrengsli, og í Þverlækinn, þar sem hann fellur til norðurs fyrir ofan Grundar-beitahúsin, svo ræður þverlækur þessi merkjum til norðurs þar til hann fellur í Vatnsvíkina fyrir utan og neðan Geithamra, svo ræður Svínavatn til austurs að norðanverðu frá lækjarósnum og austur í Svínadalsá, þarsem hún fellur í vatnið. Að austanverðu, móts við Auðkúlu-og Holts-lönd, ræður Svínadalsá frá Fornmannshól að sunnan og þar til hún rennur í Svínavatn austanvert við Grundarnes.
Þorsteinn Þorsteinsson, eigandi og ábúandi Grundar. Sveinn Pjetursson, eigandi að Geithömrum. Guðmundur Þorsteinsson, eigandi að Holti.
Lesið upp á manntalsþingi að Svínavatni, hinn 17. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 121. fol. 63b.


Grund og Geithamrar:
Út af deilu þeirri, sem risið hefur upp milli eigenda jarðanna Grundar og Geithamra í Svínavatnshreppi, um landamerki milli jarðanna, er hjer með af eigendum gjörður svofelldur samningur: Landamerki milli jarðanna skulu vera þannig:
Á fjallinu ræður lækur, sem hefir upptök sín í hinum svonefndu Þrílækjum upp í fjallsbrúninni. Rennur lækur þessi ofan á milli bæjanna Grundar og Geithamra, þar til hann fellur fram úr þrengsli nokkru neðar en bæjirnir standa. Ræður svo merkjum skurður sá, sem hefir verið gjörður, eptir Merkjalækjardraginu í vörðu, sem hlaðin er við enda hans, úr nefndri vörðu bein lína í vörðu við vaðið á Þrílæknum, gengt beitarhúsatóptum frá Grund. Ræður svo lækur þessi merkjum þar til hann fellur í Vatnsvíkina. Hefir sýslumaður Húnavatnssýslu á Sveinstöðum hlaðið nefndar vörður til bráðabyggða, er jarðeigendur skuldbinda sig til, að hálfu að því er snertir hvora jörð, að hlaða vörðurnar betur og halda þeim við.
Þessu til staðfestu eru nöfn Þorsteins Þorsteinssonar, eiganda Geithamra, Ragnhildar Sveinsdóttur meðeiganda jarðarinnar Grundar og Jóhannes Guðmundsson fyrir hönd Oddnýjar, Jóhönnu og Jakobínu Þorsteinsdætra meðeigenda jarðarinnar Grundar.
Gjört að Grund 9. ágúst 1926
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Svínavatni 13. júní 1927 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 317, fol. 172-172b.

Relationships area

Related entity

Ingibjörg Jósefsdóttir (1882-1955) Grund og Einarsnesi (31.12.1882 - 10.10.1955)

Identifier of related entity

HAH04892

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Húskona þar

Related entity

Svínadalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00517

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sveinn Helgi Guðmundsson (1956) frá Grund í Svínadal (17.1.1956 -)

Identifier of related entity

HAH09264

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.1.1956

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Þorsteinn Guðmundsson (1952) Grund (27.11.1952 -)

Identifier of related entity

HAH06087

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.11.1952

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Valgerður Guðmundsdóttir (1945) frá Grund í Svínadal (18.12.1945 -)

Identifier of related entity

HAH09263

Category of relationship

associative

Dates of relationship

18.12.1945

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Jóhanna Þorsteinsdóttir (1879-1957) frá Grund í Svínadal, (29.5.1879 - 13.7.1957)

Identifier of related entity

HAH05427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.5.1879

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Jakobína Þorsteinsdóttir (1877-1948) Hnausum (3.5.1877 - 3.5.1948)

Identifier of related entity

HAH05259

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.5.1877

Description of relationship

Fædd á Grund

Related entity

Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal (12.3.1873 - 27.1.1944)

Identifier of related entity

HAH07420

Category of relationship

associative

Dates of relationship

12.2.1873

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Auðkúla Kirkja og staður ([900])

Identifier of related entity

HAH00015

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Guðmundur Þorsteinsson (1847-1931) Holti í Svínadal (18.2.1847 - 11.2.1931)

Identifier of related entity

HAH04150

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1850

Related entity

Jakob Þorsteinsson (1852-1935) frá Grund (17.8.1852 - 10.4.1935)

Identifier of related entity

HAH05238

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.8.1852

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Ingiríður Þorsteinsdóttir (1902-1990) frá Grund (4.10.1902 - 29.10.1990)

Identifier of related entity

HAH01517

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þóra Þorsteinsdóttir (1908-2000) frá Grund (19.9.1908 - 16.8.2000)

Identifier of related entity

HAH02166

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.91908

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Guðmundur Sigurðsson (1853-1928) Fossum í Svartárdal (14.2.1853 - 28.3.1928)

Identifier of related entity

HAH04128

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ásgrímur Pétursson (1868-1930) Hólabæ ov (16.2.1868 - 22.12.1930)

Identifier of related entity

HAH03644

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ragnhildur Þórðardóttir (1951) Merkjalæk (12.11.1951)

Identifier of related entity

HAH06123

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ragnhildur Þórðardóttir (1951) Merkjalæk (12.11.1951)

Identifier of related entity

HAH06123

Category of relationship

associative

Dates of relationship

12.11.1951

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Sigurbjörg Pétursdóttir (1870-1950) Ytra-Tungukoti (9.5.1870 - 23.2.1950)

Identifier of related entity

HAH09160

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Þóra Jóhannsdóttir (20.10.1887) frá Stafholti. (20.10.1887 -)

Identifier of related entity

HAH07085

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Jóhann faðir hennar var frá Grund

Related entity

Pétur Pétursson (1850-1922) Gunnsteinsstöðum, kaupmaður Blönduósi (31.12.1850 - 26.4.1922)

Identifier of related entity

HAH07087

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Tökubarn þar 1860

Related entity

Sigríður Pétursdóttir (1863-1937) Bröttuhlíð Hofsósi (26.8.1863 - 20.12.1937)

Identifier of related entity

HAH09154

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Geithamrar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00269

Category of relationship

associative

Dates of relationship

13.6.1927

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Auðkúluheiði (1890)

Identifier of related entity

HAH00016

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jóhanna Þorsteinsdóttir (1894-1968) Efstabæ (Agnarsbæ) Blönduósi (8.4.1894 - 2.1.1968)

Identifier of related entity

HAH04901

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hnausar í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00294

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Holt í Svínadal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00518

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Hafsteinn Pétursson (1858-1929) prestur Winnipeg (4.11.1858 - 31.10.1929)

Identifier of related entity

HAH04611

Category of relationship

associative

Dates of relationship

4.11.1858

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Þorsteinn Pétursson (1866-1950) Brautarholti (28.1.1866 - 22.4.1950)

Identifier of related entity

HAH04987

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00533

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Svínavatnshreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00228

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ragnhildur Sveinsdóttir (1871-1951) Grund Svínadal (28.7.1871 - 22.2.1951)

Identifier of related entity

HAH06389

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ragnhildur Sveinsdóttir (1871-1951) Grund Svínadal

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

20.12.1901

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Haraldur Kristinsson (1963) ísfirðingur, Grund (24.6.1963 -)

Identifier of related entity

HAH04826

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Haraldur Kristinsson (1963) ísfirðingur, Grund

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

2000

Description of relationship

bóndi þar frá 2000

Related entity

Þorsteinn H Gunnarsson (1946) ráðunautur (16.1.1946)

Identifier of related entity

HAH05921

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þorsteinn H Gunnarsson (1946) ráðunautur

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðrún Þorsteinsdóttir (1832-1900) Grund (23.2.1832 - 18.2.1900)

Identifier of related entity

HAH04483

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Þorsteinsdóttir (1832-1900) Grund

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Þorsteinn Þorsteinsson (1842-1921) Grund í Svínadal (4.12.1842 - 1.8.1921)

Identifier of related entity

HAH09432

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þorsteinn Þorsteinsson (1842-1921) Grund í Svínadal

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar barn þar 1860

Related entity

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00009

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

is the owner of

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi jarðarinnar 1705

Related entity

Guðrún Sigurjónsdóttir (1922-2021) Syðri-Grund (16.7.1922 - 6.5.2021)

Identifier of related entity

HAH04452

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Sigurjónsdóttir (1922-2021) Syðri-Grund

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

1950

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Þorsteinsson (1910-2000) Grund (11.10.1910 - 6.11.2000)

Identifier of related entity

HAH01295

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Þorsteinsson (1910-2000) Grund

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

1950

Description of relationship

Related entity

Guðrún Jakobsdóttir (1921-2005) Grund Svínavatnshreppi (2.10.1921 - 5.1.2005)

Identifier of related entity

HAH01320

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Jakobsdóttir (1921-2005) Grund Svínavatnshreppi

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

1942

Description of relationship

1942-1993

Related entity

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund (27.6.1913 - 8.8.2000)

Identifier of related entity

HAH02177

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

controls

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

Dates of relationship

1942

Description of relationship

1942-1993

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00525

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1706. Bls 326
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 121. fol. 63b.
Landamerkjabók sýslunnar Nr. 317, fol. 172-172b.
Húnaþing II bls 248-249

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places