Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Guðmundur í Ási

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

3.6.1905 - 7.2.1988

History

Guðmundur Jónasson í Ási ­ Fæddur 3. júní 1905 Dáinn 7. febrúar 1988, kenndur við Ás í Vatnsdal. Það var á útmánuðum vetrar að hann kom að Hvammi og dvaldist þar í viku hjá þeim hjónum Steingrími Ingvarssyni og konu hans, Theodóru Hallgrímsdóttur, uppeldissystur Guðmundar. Í Hvammi og síðar á Kornsá leggur Guðmundur drög að sínum framtíðarbúskap. Svo er það um 1940 að Guðmundur kaupir Ás af Guðmundi Ólafssyni alþingismanni sem þar hafði búið í rúm fjörutíu ár. Hafi Ás í Vatnsdal ekki verið höfuðból í tíð Guðmundar Ólafssonar, ja, þá varð hann það undir handleiðslu Guðmundar Jónassonar sem rak þar stórbúskap alla tíð og byggði stórt og vandað íbúðarhús auk allra útihúsa og þarf ekki að lýsa því fyrir þeim sem um Vatnsdal hafa farið, þar er allt til fyrirmyndar hvert sem litið er og óvíða á landinu hygg ég vera stærra eða meira bú en var í tíð Guðmundar nema um félagsbú sé að ræða. Guðmundur hafði stundað nám í Bændaskólanum á Hólum. Guðmundur í Ási fæddist 3. júní árið 1905 að Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi. Voru foreldrar hans Jónas Jóhannsson bóndi þar og síðar í Kárdalstungu í Vatnsdal og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir. Vegna heilsuleysis móður sinnar var Guðmundi, kornungum, komið í fóstur til hjónanna Hallgríms Hallgrímssonar og konu hans Sigurlaugar Guðlaugsdóttur í Hvammi í Vatnsdal. Fékk Guðmundur þar ágætt uppeldi á miklu ráðdeildar heimili en það kom í hlut einnar dóttur þeirra Hvammshjóna að annast hinn unga svein. Sýndi Guðmundur henni þakklæti sitt, síðar, með því að láta dóttur sína bera nafn hennar. Var þetta Ingunn er síðar varð eiginkona Ágústs á Hofi.

Auk venjulegs barnaskólanáms stundaði Guðmundur Jónasson búfræðinám á Hólum í Hjaltadal undir handleiðslu Páls Zophoníassonar og síðar fór hann í Samvinnuskólann í skólastjóratíð Jónasar Jónssonar. Enginn vafi er á því að báðir þessir skólamenn höfðu mikil og varanleg áhrif á Guðmund, einkum þó Páll. Guðmundur í Ási gegndi mörgum trúnaðarstörfum um dagana. Virtist það honum ekki óljúft og einkenndust félagsmálastörf hans mjög, sem búskapurinn, af miklum umsvifum svo að sumum þótti nógum á stundum. Skulu þessi upptalin í meginatriðum en ártala lítið getið: Hreppsnefndarmaður í Áshreppi, tvö kjörtímabil og sýslunefndarmaður lengi. Formaður stjórnar Veiðifélags Vatnsdalsár meira en aldarfjórðung. Fulltrúi og trúnaðarmaður Sauðfjárveikivarna í meiraen þrjá áratugi. Í byggingarnefnd Héraðshælisins á Blönduósi. Formaður stjórnar Kaupfélags Húnvetninga í fimmtán ár. Búnaðarþingsfulltrúi um árabil. Um eitt skeið formaður ungmennafélagsins Vatnsdælings og stjórnarformaður Ungmennasambands sýslunnar í átta ár. Í stjórn byggðasafnsins á Reykjum í Hrútafirði við stofnun þess. Stjórnarformaður í Framsóknarfélaginu í Austur-Húnavatnssýslu um skeið og þá í miðstjórn Framsóknarflokksins. Þá var hann varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og sat á alþingi árið 1967. Hann var og formaður nefndar er stóð að útgáfu ritsins Húnaþing og fleira mætti telja.

Places

Ás í Vatnsdal A-Hún:

Legal status

Bóndi:

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans Jónas Jóhannsson bóndi Litla-Búrfelli og síðar í Kárdalstungu í Vatnsdal og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir.

Kona hans 15.8.1936; Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1904-2004) Ási í Vatnsdal

Börn Sigurlaugar og Guðmundar eru:
1) Eggert Egill, endurskoðandi, f. 21. mars 1937.
2) Sigurlaug Jóhanna, f. 1. maí 1941, d. 25. nóvember sama ár.
3) Ingunn, húsfreyja og bóndi, f. 10. mars 1943. Ingunn giftist árið 1970 Jóni B. Bjarnasyni, f. 14. júlí 1948, þeirra börn eru: A) Guðmundur, f. 8. janúar 1967, sambýliskona hans er Ingveldur B. Bragadóttir, f. 30. mars 1965, börn þeirra eru Ingunn María og Kristján. B) Bjarni, f. 3. maí 1970, sambýliskona hans er Ebba Björg Húnfjörð, f. 21. janúar 1967, börn þeirra eru Jón Eggert og Thelma Karen. C) Sigurlaug, f. 15. júní 1973, sambýlismaður hennar er Sigurður R. Freysteinsson, f. 31. desember 1973, börn þeirra eru Atli Freyr og Daníel Smári. D) María, f. 26. október 1977, d. 15. maí 1978. E) Ragnheiður Lauga, f. 26. apríl 1979.

General context

Relationships area

Related entity

Jón Bjartmar Bjarnason (1948) Ási (14.7.1948 -)

Identifier of related entity

HAH05527

Category of relationship

family

Dates of relationship

1970

Description of relationship

tengdafaðir hans, kona Jóns er Ingunn

Related entity

Eggert Egill Guðmundsson (1937) endurskoðandi Blönduósi (21.3.1937 -)

Identifier of related entity

HAH03061

Category of relationship

family

Dates of relationship

21.3.1937

Description of relationship

Related entity

Litla Búrfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00529

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.6.1905

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Hvammur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00049

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

uppeldisbarn þar

Related entity

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu (7.2.1868 - 28.6.1937)

Identifier of related entity

HAH05813

Category of relationship

family

Type of relationship

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu

is the parent of

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Dates of relationship

3.6.1905

Description of relationship

Related entity

Þórdís Jónasdóttir (1892-1944) hjúkrunarkona Winnipeg og Boston (6.2.1892 - 1944)

Identifier of related entity

HAH05995

Category of relationship

family

Type of relationship

Þórdís Jónasdóttir (1892-1944) hjúkrunarkona Winnipeg og Boston

is the sibling of

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Dates of relationship

3.6.1905

Description of relationship

Related entity

Bjarni Guðmann Jónasson (1896-1981) Marðarnúpi (8.3.1896 - 22.12.1981)

Identifier of related entity

HAH02667

Category of relationship

family

Type of relationship

Bjarni Guðmann Jónasson (1896-1981) Marðarnúpi

is the sibling of

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Dates of relationship

3.6.1905

Description of relationship

Related entity

Theodóra Hallgrímsdóttir (1895-1992) Hvammi í Vatnsdal (9.11.1895 - 13.5.1992)

Identifier of related entity

HAH02080

Category of relationship

family

Type of relationship

Theodóra Hallgrímsdóttir (1895-1992) Hvammi í Vatnsdal

is the sibling of

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Uppeldis systkini

Related entity

Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1904-2004) Ási í Vatnsdal (18.7.1904 - 15.2.2004)

Identifier of related entity

HAH01972

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1904-2004) Ási í Vatnsdal

is the spouse of

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Dates of relationship

15.8.1936

Description of relationship

Börn þeirra: Eggert Egill, endurskoðandi, f. 21. mars 1937. 2) Sigurlaug Jóhanna, f. 1. maí 1941, d. 25. nóvember sama ár. 3) Ingunn, húsfreyja og bóndi, f. 10. mars 1943.

Related entity

Atli Freyr Sigurðsson (2000) (10.7.2000 -)

Identifier of related entity

HAH02511

Category of relationship

family

Type of relationship

Atli Freyr Sigurðsson (2000)

is the grandchild of

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Dates of relationship

10.7.2000

Description of relationship

Guðmundur var faðir Ingunnar, móður Sigurlaugar móður Atla

Related entity

Kornsá í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00051

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kornsá í Vatnsdal

is controlled by

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Dates of relationship

1936

Description of relationship

Bóndi þar um tíma

Related entity

Ás í Vatnsdal ((800))

Identifier of related entity

HAH00033

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ás í Vatnsdal

is controlled by

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal

Dates of relationship

1940

Description of relationship

frá 1940

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01285

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places