Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
- Guðmundur í Ási
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
3.6.1905 - 7.2.1988
Saga
Guðmundur Jónasson í Ási Fæddur 3. júní 1905 Dáinn 7. febrúar 1988, kenndur við Ás í Vatnsdal. Það var á útmánuðum vetrar að hann kom að Hvammi og dvaldist þar í viku hjá þeim hjónum Steingrími Ingvarssyni og konu hans, Theodóru Hallgrímsdóttur, uppeldissystur Guðmundar. Í Hvammi og síðar á Kornsá leggur Guðmundur drög að sínum framtíðarbúskap. Svo er það um 1940 að Guðmundur kaupir Ás af Guðmundi Ólafssyni alþingismanni sem þar hafði búið í rúm fjörutíu ár. Hafi Ás í Vatnsdal ekki verið höfuðból í tíð Guðmundar Ólafssonar, ja, þá varð hann það undir handleiðslu Guðmundar Jónassonar sem rak þar stórbúskap alla tíð og byggði stórt og vandað íbúðarhús auk allra útihúsa og þarf ekki að lýsa því fyrir þeim sem um Vatnsdal hafa farið, þar er allt til fyrirmyndar hvert sem litið er og óvíða á landinu hygg ég vera stærra eða meira bú en var í tíð Guðmundar nema um félagsbú sé að ræða. Guðmundur hafði stundað nám í Bændaskólanum á Hólum. Guðmundur í Ási fæddist 3. júní árið 1905 að Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi. Voru foreldrar hans Jónas Jóhannsson bóndi þar og síðar í Kárdalstungu í Vatnsdal og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir. Vegna heilsuleysis móður sinnar var Guðmundi, kornungum, komið í fóstur til hjónanna Hallgríms Hallgrímssonar og konu hans Sigurlaugar Guðlaugsdóttur í Hvammi í Vatnsdal. Fékk Guðmundur þar ágætt uppeldi á miklu ráðdeildar heimili en það kom í hlut einnar dóttur þeirra Hvammshjóna að annast hinn unga svein. Sýndi Guðmundur henni þakklæti sitt, síðar, með því að láta dóttur sína bera nafn hennar. Var þetta Ingunn er síðar varð eiginkona Ágústs á Hofi.
Auk venjulegs barnaskólanáms stundaði Guðmundur Jónasson búfræðinám á Hólum í Hjaltadal undir handleiðslu Páls Zophoníassonar og síðar fór hann í Samvinnuskólann í skólastjóratíð Jónasar Jónssonar. Enginn vafi er á því að báðir þessir skólamenn höfðu mikil og varanleg áhrif á Guðmund, einkum þó Páll. Guðmundur í Ási gegndi mörgum trúnaðarstörfum um dagana. Virtist það honum ekki óljúft og einkenndust félagsmálastörf hans mjög, sem búskapurinn, af miklum umsvifum svo að sumum þótti nógum á stundum. Skulu þessi upptalin í meginatriðum en ártala lítið getið: Hreppsnefndarmaður í Áshreppi, tvö kjörtímabil og sýslunefndarmaður lengi. Formaður stjórnar Veiðifélags Vatnsdalsár meira en aldarfjórðung. Fulltrúi og trúnaðarmaður Sauðfjárveikivarna í meiraen þrjá áratugi. Í byggingarnefnd Héraðshælisins á Blönduósi. Formaður stjórnar Kaupfélags Húnvetninga í fimmtán ár. Búnaðarþingsfulltrúi um árabil. Um eitt skeið formaður ungmennafélagsins Vatnsdælings og stjórnarformaður Ungmennasambands sýslunnar í átta ár. Í stjórn byggðasafnsins á Reykjum í Hrútafirði við stofnun þess. Stjórnarformaður í Framsóknarfélaginu í Austur-Húnavatnssýslu um skeið og þá í miðstjórn Framsóknarflokksins. Þá var hann varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og sat á alþingi árið 1967. Hann var og formaður nefndar er stóð að útgáfu ritsins Húnaþing og fleira mætti telja.
Staðir
Ás í Vatnsdal A-Hún:
Réttindi
Bóndi:
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans Jónas Jóhannsson bóndi Litla-Búrfelli og síðar í Kárdalstungu í Vatnsdal og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir.
Kona hans 15.8.1936; Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1904-2004) Ási í Vatnsdal
Börn Sigurlaugar og Guðmundar eru:
1) Eggert Egill, endurskoðandi, f. 21. mars 1937.
2) Sigurlaug Jóhanna, f. 1. maí 1941, d. 25. nóvember sama ár.
3) Ingunn, húsfreyja og bóndi, f. 10. mars 1943. Ingunn giftist árið 1970 Jóni B. Bjarnasyni, f. 14. júlí 1948, þeirra börn eru: A) Guðmundur, f. 8. janúar 1967, sambýliskona hans er Ingveldur B. Bragadóttir, f. 30. mars 1965, börn þeirra eru Ingunn María og Kristján. B) Bjarni, f. 3. maí 1970, sambýliskona hans er Ebba Björg Húnfjörð, f. 21. janúar 1967, börn þeirra eru Jón Eggert og Thelma Karen. C) Sigurlaug, f. 15. júní 1973, sambýlismaður hennar er Sigurður R. Freysteinsson, f. 31. desember 1973, börn þeirra eru Atli Freyr og Daníel Smári. D) María, f. 26. október 1977, d. 15. maí 1978. E) Ragnheiður Lauga, f. 26. apríl 1979.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði