Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Undirfell í Vatnsdal
Parallel form(s) of name
- Undornfell í Vatnsdal
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1930)
History
Kirkjustaður. Jörðin hefur verið í eyði um árabil og öll hús jöfnuð við jörðu. Bærinn stóð á hólbungu ekki fjarri Vatnsdalá, en kirkjan og kirkjugarðurinn framan við bæinn nær ánni, þaru sem hún fellur fyrir Pontueyrina og Eyjuna. Kirkja hefur staðið hér frá því snemma á 13. öld og staðið á Undirfellseyrum síðan 1853. Árið 1944 var jörðinni skipt í tvö býli. Jörðin hefur sum verið nytjuð vegna slægna að einhverju leytii. Í landinu ganga nokkur hross sem eigandi á. Tún 22,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá..
Bærinn nefnist Undornfell í mt 1890 og 1901. Sjá Nautabú.
Það var ekki einungis margt fólk á Undirfelli. Þar var og mikið umleikis. A messudögum var öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju og lét Ástu húsfreyju vel að veita gestum og þeim að þiggja úr höndum hennar. Hún var vel látin höfðingskona. Samkomur voru gjarnan haldnar í gömlu baðstofunni og rýmið aukið með því að taka burtu timburskilrúm milli miðbaðstofunnar og suðurhússins. Man ég vel eftir að leikritið Maður og kona var sýnt þarna og er það ábyggilega skemmtilegasta leiksýning sem ég hefi séð um dagana. Þau Agúst á Hofi og Herdís á Undirfelli skiluðu hlutverkum sínum á eftirminnilegan hátt.
Mikil bæjarhús voru á Undirfelli. Baðstofan, sem var í vesiari röðinni var í fernu lagi. Var gengið inn í alla hluta hennar af löngum gangi, nema í suðurhúsið, sem var með dyrum fram í aðal baðstofuhúsið. Jón bóndi hafði byggt timburbyggingu austan við baðstofuna og var hún aðskilin með áðurnefndum gangi. Sú bygging var hin reisulegasta með kvisti til austurs, rúmgóðu svefnlofti til norðurs og geymslulofti til suðurs þar sem Steinunn (fótalausa) svaf gjarnan er hún var heima.
Bæjardyr voru móti norðaustri í krika er myndaðist við það að nýrri byggingin náði ekki eins langt norður og baðstofan. Búr var nyrst í röðinni, svo eldhúsið og síðan tvær samliggjandi stofur og var sparistofan sunnar en hún var sjaldan notuð. Voru þar útidyr móti austri, sjaldan notaðar.
Undornfell en undorn var eyktarmark til forna og þýddi klukkan þrjú síðdegis, eða sama og nón.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Places
Áshreppur; Vatnsdalur; Vatnsdalsá; Pontueyri; Eyjan; Undirfellseyrar; Undornfell; Nautabú; Bakkaey; Bakki; Bakkaey; Syðri-Eyjarhóll; Undirfellsrétt; Kornsá; Litla-Kornsá; Kornsárgil; Þórdísareyri;
Legal status
Underfell. Almenniliga kallað Undenfell.
Kirkjustaður og beneficium. Jarðardýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum, heldur en önnur beneficia. En staðurinn hefur taxeraður verið í næstu jarðabók fyrir xxv, og vita menn til þess engin rök. Staðarhaldarinn er presturinn Sr. Arnhjörn Jónsson.
Landskuld engin og hefur aldrei verið, það lengst menn til vita. Leigukúgildi engin, en kirkjunnar kúgildi v, sem eru inventarium, hefur staðarhaldarinn Sr. Arnbjörn í sinni ábyrgð,
og nýtur hann allra ávaxta þeirra til uppheldis sjer, en ábyrgist þau að öllu, so sem aðrir beneficiatores. Kvaðir öngvar, og engin ískylda af öðrum jörðum, sem presturinn gjaldi afgift af. Kvikfjenaður viii kýr, ii kvígur veturgamlar, lxxi ær, xix sauðir tvævetrir og eldri, xxviii veturgamlir, xl lömb, viii hestar, iiii hross, iii fyl, i foli veturgamall, ii únghryssur. Fóðrast kann v kýr, i úngneyti, xv lömb, i hestur alinn; hinu öllu er ætlaður útigángur. Torfrista og stúnga viðsæmandi. Reiðíngsrista valla nýtandi. Rifhrís til eldiviðar þver mjög. Viðarreka eignar presturinn kirkjunni á Þíngeyrasandi og vænist skjölum að, þess hefur kirkjan um lánga stund ekki notið. Hvalreka fyrir Geitafelli á Vatnsnesi eignar presturinn kirkjunni nokkurn, og vænist skjali að, segir sig minni hálfur sje, en eigandi Geitafells, lögmaðurinn Páll Jónsson Wídalín, kveðst þess ekki von vita, og vilji presturinn átelja, kveðst hann vérja muni, en þó hvergi mæla sig undan lögum. Engjatak lítið en beitarland gott á staðurinn í Vatnsdalsárhólma, þeim sem kallaður er Bakkaey; það brúka Bakkamenn með prestsins leyfi og gjalda árlega til staðarins xx álnir fyrir brúkunina. Túninu grandar skriða úr brattlendi. Engið skemmir Vatnsdalsá og Kornsá til stórmeina. Vatnsból þrýtur um vetur og er þá mein og skaði að sækja brynningar í Vatnsdalsá.
Die 18. Octobr. Odnijarkot [Oddnýjarkot] var í fjárhússtæði frá Undenfelli, því sem nú er brúkað fyrir stekk eður fjárhús, hjáleiga fyrir 30 árum, litlu meir eður minna. Hvað landskuldarhæð var eður jarðarkostir minnast menn ekki glögt, bygðin varaði það sinn um 2 eður 3 ár, og lá so í auðn um stundir; síðan var þar bygt Bjarna nokkrum Andressyni um i ár. Hvað skuldir hafi hjer verið, undirrjettar hjer enginn; síðan hefur það í auðn verið um 5 ár að vísu, og meinast ei aftur byggjast kunna án staðarins afdráttar.
Hringhooll.
Hefur hjer af heimalandi hjáleiga verið, bygð í manna minni úr gamallri auðn á fornu gerði allagötu við túnið; það hefur ýmist bygt eður óbygt verið, en hefur nú seinast 6 ár í auðn verið. Landskuldarhæð vita menn ekki vissa í fyrstu, en það segja menn, hún hafi aldrei hærri verið en lxx álnir. Betalaðist í öllu því, sem ábúendur megnuðu. Kúgildi voru iii eður minna. Leigur guldust í smjöri heim til staðarhaldarans, hvort sem kúgildi voru fleiri eður færri. Kvaðir voru öngvar.
En óskift var land alt nema töður og engjar. Nú hefur staðarhaldarinn grasnautn alla, og má hjer ekki aftur byggja, nema til staðarins óhagnaðar.
Functions, occupations and activities
1691-1731- Arnbjörn Jónsson 1661 - 18. mars 1731. Prestur á Undirfelli , Ásshreppi, Hún. 1703. Prestur á Undirfelli frá 1691 til dánardags.
1735-1742- Jón „eldri“ Arnbjarnarson (1705) - 1742. Prestur á Undirfelli í Vatnsdal, Hún. frá 1735 til dauðadags. Dó úr bólunni. Ókvæntur og barnlaus.
1766-1794- Guðmundur Guðmundsson 1. nóv. 1736 - 19. okt. 1794. Aðstoðarprestur í Glaumbæ á Langholti 1761-1766, prestur í Stafholti í Stafholtstungum 1766-1768 og prestur á Undirfelli í Vatnsdal frá 1768 til dauðadags.
1794-1838- Páll Bjarnason 19. sept. 1763 - 6. mars 1838. Aðstoðarprestur á Melstað í Miðfirði, Hún.1789-1790. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1801. Prestur á Undirfelli frá 1794 til dauðadags.
1838-1859- Jón Eiríksson 23. sept. 1798 - 28. júlí 1859. Var á Hafgrímsstöðum, Mælifellssókn, Skag. 1801. Aðstoðarprestur í Glaumbæ á Langholti 1828-1838. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1845. Prestur á Undirfelli í Vatnsdal frá 1838 til dauðadags.
1859-1872- Þorlákur Stefánsson 13. okt. 1806 - 21. júlí 1872. Aðstoðarprestur á Staðarbakka í Miðfirði, Hún. 1838-1844. Prestur í Blöndudalshólum i Blöndudal, Hún. 1844-1859. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1860. Prestur á Undirfelli frá 1859 til dauðadags. Þjónaði Þingeyraklaustri samhliða 1862.
1872-1876- Sigfús Jónsson 21. okt. 1815 - 9. mars 1876. Var í Vogum, Reykjahlíðarsókn, Þing. 1816. Aðstoðarprestur á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1846. Prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1846-1872 og síðar á Undirfelli í Vatnsdal frá 1872 til dauðadags.
1876-1906- Hjörleifur Einarsson 25. maí 1831 - 13. okt. 1910. Prestur í Blöndudalshólum í Blöndudal 1859-1869, Goðdölum í Vesturdal 1869-1876 og á Undirfelli í Vatnsdal 1876-1906. Prófastur í Húnavatnssýslu 1886-1907. „Áhugamaður mikill bæði um búnaðarframfarir, kirkjumál og landsmál“ segir í Skagf.1850-1890 III. Sæmdur Dannebrogsorðu 1892
Mandates/sources of authority
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu og stendur undir samnefndu felli. Eldri mynd nafnsins er Undornfell en undorn var eyktarmark til forna og þýddi klukkan þrjú síðdegis, eða sama og nón.
Ingimundur gamli á Hofi í Vatnsdal, hafði nautabú sitt þar sem Undornfell er nú.
Síðasti prestur á Undirfelli var séra Hjörleifur Einarsson, sem gegndi embættinu í 30 ár en sagði af sér árið 1906. Hann var frumkvöðull í æskulýðsstarfi og hafði mikinn áhuga á skólamálum. Árið 1879 var að hans frumkvæði komið á fót kvennaskóla á Undirfelli, einum hinna fyrstu í landinu, og var hann starfræktur þar í nokkur ár. Sonur Hjörleifs var Einar Hjörleifsson Kvaran rithöfundur. Listmálarinn Þórarinn B. Þorláksson var fæddur á Undirfelli, sonur séra Þorláks Stefánssonar.
Núverandi kirkja á Undirfelli er steinsteypt, reist árið 1915 í stað timburkirkju sem brann á annan dag jóla 1913. Rögnvaldur Ólafsson húsameistari teiknaði kirkjuna, sem er óvenjuleg að því leyti að turninn er á öðru framhorni hennar.
Í landi Undirfells er Undirfellsrétt, sem er með stærri fjárréttum landsins og er skilarétt Vatnsdæla og Þingbúa.
Þegar jörðin Undirfell var auglýst til sölu í blöðum 1984 var tekið fram í auglýsingunni að öllum tilboðum frá sjálfstæðismönnum yrði hafnað, svo og framsóknarmönnum sem kosið hefðu þann flokk eftir 1978.
Internal structures/genealogy
Ábúendur;
1876-1906- Hjörleifur Einarsson 25. maí 1831 - 13. okt. 1910. Prestur í Blöndudalshólum í Blöndudal 1859-1869, Goðdölum í Vesturdal 1869-1876 og á Undirfelli í Vatnsdal 1876-1906. Prófastur í Húnavatnssýslu 1886-1907. „Áhugamaður mikill bæði um búnaðarframfarir, kirkjumál og landsmál“ segir í Skagf.1850-1890 III. Sæmdur Dannebrogsorðu 1892.
Fyrri kona hans; Guðlaug Eyjólfsdóttir 14. feb. 1833 - 18. apríl 1884. Var í Gíslastaðagerði, Vallanessókn, S-Múl. 1845. Húsfreyja á Undirfelli. „Orð lá á, að Guðlaug þessi væri í raun og veru dóttir sr. Hjálmars Guðmundssonar“, segir Einar prófastur. Seinni kona Hjörleifs, 1885; Björg Einarsdóttir 13. sept. 1851 - 16. mars 1946. Húsfreyja í Goðdölum í Vesturdal, Skag. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Var á Mælifelli, Mælifellssókn, Skag. 1930. Seinni kona Hjörleifs Einarssonar. „Hún var greindarkona, að eðlisfari ákaflega viðkvæm og stórgeðja og nokkuð skapbráð, en rann fljótt reiðin. Hún var mikil artarkona og vildi öllum gott gera“ segir í Skagf.1850-1890 III.
1910 og 1920- Jón Hannesson 14. okt. 1862 - 28. júlí 1949. Bóndi í Þórormstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Þórormstungu. Kona hans; Ásta Margrét Bjarnadóttir 12. júní 1864 - 22. jan. 1952. Var í Þórormstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Þórormstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Þórormstungu. Skv. Vesturfaraskrá fór hún til Vesturheims 1884 frá Þórormstungu, Áshreppi, Hún.
1924-1944- Hannes Pálsson 18. apríl 1898 - 15. jan. 1978. Bóndi á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Undirfelli, síðar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík. Fyrsta kona hans; Hólmfríður Steinunn Jónsdóttir 1. júní 1903 - 20. jan. 1967. Húsfreyja á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Undirfelli, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.
1944-1967- Hólmfríður Steinunn Jónsdóttir 1. júní 1903 - 20. jan. 1967. Húsfreyja á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Undirfelli, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.
General context
Landamerki á Bakkaey á milli jarðanna Bakka og Undirfells innan Áshrepps, eptir skiptingu landsins til eignar.
Að austan ræður bein lína úr suðvestur horni fjárhúsanna á Bakka suður yfir Bakkaey í pitt sem er vestan við tána á Syðri-Eyjarhól eins og girt er nú. Að norðan ræður keldustakkurinn frá austurmerkjalínu útí Vatnsdalsá. Að sunnan ræður bein lína frá merkjasteini á síkisbakkanum í suðvesturhorn á gömlum kálgarði á miðri Eyjarhól. Landspildan af Bakkaey sem liggur austan tjeðrar merkjalínu skal áátalin eign jarðarinnar Bakka mót ítökum þeim er Bakki átti í landinu óskiptu samkvæmt merkjadómi uppkveðnum 28. júlí 1923. Eftirgjald það se, ræðir um í nefndum dómi falli niður.
Eyjólfsstöðum og Undirfelli 15. júní 1928
Þorsteinn Konráðsson eigandi Bakka
Hannes Pálsson eigandi Undirfells
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hofi 18. júní 1928 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 320 bls.173
Undirfell og Kornsá
Undirritaðir bændur Hannes Pálsson vegna Undirfells og Runólfur Björnsson vegna Kornsá gjörum svofeldan samning:
Á þessu ári 1928 skal gera fjárhelda girðingu milli Kornsá og Undirfells frá þeim stað er Litla-Kornsá fellur í Vatnsdalsá og upp í Kornsárgil. Runólfur kostar að öllu austasta hlutann af girðingu þessari og svo viðhalds hans. Þó skal girðingarspotti ca. 100 m. Frá austasta staurnum á bakkanum ofan að Litlu-Kornsá kostaður sameiginlega af báðum aðiljum og hafi viðhald og umsjár hans sitt árið hvor. Annan hluta nefndrar girðingar sjer Hannes um að öllu leiti Runólfi að kostnaðarlausu. Merki milli Undirfells og Kornsá skulu vera fullnaðar landamerki yfir svonefnda Þórdísareyri eins og áður nefnd girðing liggur, og svo áfram upp í Kornsárgil. Svo og áfram eins og áin Kornsá liggur neðan lönd Undirfells og Kornsár liggja að henni, eins og verið hefur. Áðurnefnd landamerki milli Undirfells og Kornsá eru fullnaðarmerki, án þess að hvor jörðin fyrir sig hafi nokkuð ítak eða kvaðir í land hinnar jarðarinnar.
Samningur þessi skal þinglesinn á næsta manntalsþingi.
Gjört að Undirfelli 16. júní 1928
Runólfur Björnsson (vegna Kornsár)
Vitundarvottar:
Hannes Pálsson
Runólfur Björnsson (vegna Kornsár)
Jóhannes Þorleifsson (vegna Undirfells)
Sigríður Jakobsd.
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hofi 18. júní 1928 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 321 bls. 173b.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the associate of
Undirfell í Vatnsdal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 16.4.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 276
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar Nr. 320 bls.173.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3591913
Landamerkjabók sýslunnar Nr. 321 bls. 173b.
Húnaþing II bls 348
Maintenance notes
Digital object metadata
Access
Filename
Undirfell.jpg
Latitude
Longitude
Media type
Image
Mime-type
image/jpeg