Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Oddrún Frímannsdóttir (1857-1941) landnemi Akra Kanada
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
3.9.1857 - 17.1.1941
History
Oddrún Frímannsdóttir 3. sept. 1857 - 17. jan. 1941. Fór til Vesturheims 1887 frá Helgavatni, Sveinsstaðahr., Hún. Átti tvö börn vestra með Jónasi.
Places
Legal status
Kvennaskólinn að Undirfelli 1879.
[Kvennaskólinn Lækjamóti 1880?]
Kvennaskólinn í Reykjavík 1883-1884.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Minningar frá Undirfelli.
Það var mikið gleðiefni fyrir okkur ungu stúlkurnar í Vatnsdal, þegar við fengum að heyra, að kvennaskóli yrði settur að Undirfelli haustið 1879. Jeg fór strax til móður minnar og spurðist fyrir um það, hvort hún sæi sjer ekki fært að leyfa mér skólavist þar um veturinn. Jeg: elskaði ljóð, sögur og æfintýr. Þráði að fá að læra, einkum til bókarinnar. Móðir mín lofaði að hugsa til þess, og draumur minn rættist, jeg fékk að fara.
Við vorum 10 stúlkur í kvennaskólanum að Undirfelli. Var oft þröngt á þingi, því heimilisfólk var þar margt, og þá bættust í hópinn fimm piltar sem voru að læra undir skóla hjá prestinum okkar sr. Hjörleifi Einarssyni.
Kenslukona við skólann var Björg Schou, hafði hún lært í kvennaskólanum í Reykjavík: kendi hún lítið til bókarinnar, en við höfðum ekki skaða af því. Sr. Hjörleifur kendi okkur bóklegu fögin, var hann bæði lipur og góður kennari. Við fórum á fætur kl. 6 á morgnana, bjuggum um rúm okkar og ræstum skólastofuna. Morgunmatur var kl. 7, þá fengum við flóaða mjólk og skyr út í, synti það í skálunum eins og svanir á polli. — Eftir mat voru bænir Iesnar og síðan byrjaði kenslan.— Allar stúlkurnar komu með verkefni heiman að. — Jeg kom með grænt klæði í treyju handa ömmu minni, og vaðmál í tvö vesti og buxur, band í fingravettlinga og eitthvað fleira, kent var að „skattéra“, skattéraði jeg söðulsessu. Frú Guðlaug, kona sr. Hjörleifs aðstoðaði Björgu við kenslu í fatasaum. Flestar stúlkurnar kunnu sama og ekkert að skrifa, nema við Helga frá Grímstungu. — Hafði móðir mín tekið kennara handa okkur systrunum þrjá undanfarna vetur, tvo mánuði í hvort sinn.
Þegar stúlkurnar voru farnar að skrifa nokkuð læsilega, sagði presturinn okkur að skrifa sjer sendibrjef og hafa þau á skólaborðinu hvern morgun. Þótti mörgum stúlkunum þetta erfitt, en jeg hafði gaman af.
Þóttist jeg vera gamall vinur prestisins og búa á Suðurlandi. Hafði jeg komið í heimsókn til hans. Lýsti jeg hinum góðu viðtökum, er jeg hafði þegið hjá honum. Þannig hjelt jeg áfram og ræddi um alt milli himins og jarðar, sem mjer datt í hug. Eitt sinn baglaði jeg saman vísu — þóttist sjá í anda stúlkurnar, sem hann var að kenna:
Á sínum stólum sitja sprund,
sinn við skóla lestur.
Á góðu bóli, glöð er stund
gengur sól í vestur.
Presturinn hafði gaman af því, ef við reyndum að koma saman vísu, ritaði jeg honum Ijóðabrjef og varð af því töluverð skemtun.
Lítið varð úr matreiðslukenslunni, áttum við að læra að matreiða um helgar, en það var alt í molum. Einn sunnudagsmorgun vorum við vaktar með kaffi og okkur sagt að koma fljótt fram í eldhús, nú ætti að fara að steikja. Við eins og örskot upp úr rúmunum. Þegar í eldhúsið kom var pottur á hlóðum og frökenin stóð fyrir framan hlóðirnar með kindarbóg í hendinni, sagðist hún ætla að kenna okkur að steikja. Bógurinn var steiktur, en við stúlkurnar fengum ekki nema ilminn af steikinni, þótti okkur það súrt í broti.
Oft var glatt á hjalla á Undirfelli þennan vetur, þótti mjer þessi tími einn hinn ánægjulegasti, er jeg lifði í æsku og verður oft hugsað til skólans á Undirfelli og veru minnar þar, þá hugurinn leitar yfir hafið, heim á æskustöðvarnar í dalnum mínum fríða.
Næsta vetur á eftir var skólinn á Lækjamóti, voru allir ánægðir með skólann þar. ÖIl aðbúð var þar hin ákjósanlegasta, því Margrjet húsfreyja á Lækjamóti var með afbrigðum rausnarkona.
Oddrún Frímannsdóttir Helgafelli
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Frímann Ólafsson 2. júlí 1818 - 16. júní 1872. Bóndi á Helgavatni í Vatnsdal og kona hans 20.5.1849; Jórunn Magnúsdóttir 26. feb. 1830 - 21. maí 1904. Var í Reykjavík 1835. Var í Reykjavík 1845. Húsfreyja á Helgavatni.
Systkini;
1) Sigríður Oddrún Frímannsdóttir [Sigríður Oddbjörg skv kirkjubókum] 22. feb. 1850 - 16. júlí 1926. Húsfreyja á Helgavatni.
2) Steinunn Sigríður Frímannsdóttir 1.6.1852 - 23.5.1853.
3) Guðrún Frímannsdóttir 24. jan. 1855 - 23. jan. 1904. Var á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1887, 1890 og 1901. Maður hennar 22.8.1885; Jósef Jónatansson 28. sept. 1854 - 1. okt. 1894. Bóndi í Miðhópi. Var í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Miðhópi 1890.
4) Steinunn Frímannsdóttir 12. maí 1863 - 10. júlí 1947. Húsfreyja á Akureyri. Var á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Maður hennar 17.9.1888; Stefán Jóhann Stefánsson 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921. Var á Heiði, Fagranessókn, Skag. 1870. Skólapiltur í Latínuskólanum, Reykjavík 1880. Skólameistari og alþingismaður á Akureyri. Börn þeirra; a) Valtýr (1893-1963) ritstjóri Mbl. og b) Hulda Árdís (1897-1989) skólastýra Kvsk á Blönduósi.
Maður hennar 20.12.1887; Jónas Ari Sigurðsson 6. maí 1865 - 10. maí 1933. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Fór til Vesturheims 1887 frá Gröf, Þorkelshólshr., Hún. Prestur frá skóla í Chicago með „hærri einkunnir en nokkur annar“ segir í Ólafsd. Prestur í Vesturheimi. Form. Þjóðræknissamtaka Vestur-Ísl.
Seinni kona hans; Stefanía Kristín Ólafsdóttir 14. febrúar 1877 - 19. september 1959. Fór til Vesturheims 1878 frá Tungu, Þingvallahr., Árn. áttu þau 3 börn.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Oddrún Frímannsdóttir (1857-1941) landnemi Akra Kanada
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Oddrún Frímannsdóttir (1857-1941) landnemi Akra Kanada
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Oddrún Frímannsdóttir (1857-1941) landnemi Akra Kanada
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Oddrún Frímannsdóttir (1857-1941) landnemi Akra Kanada
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
20.4.2023
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Föðurtún bls 268
FamSearch. https://www.familysearch.org/tree/person/details/MMWZ-2CG
Lögberg 8.5.1889. https://timarit.is/page/2179585?iabr=on
Mbl 18.6.1939. https://timarit.is/page/1238810?iabr=on