Sandbryggjan og fjaran

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Sandbryggjan og fjaran

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1922 - 1941

History

Þar sem framfarir í samgöngum landleiðina á milli landshluta voru hægfara á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar byggðust verslun og viðskipti að miklu leyti á sjóflutningum. Því var mikilvægt að uppbyggingu verslunar á nýjum stað eins og Blönduósi fylgdi góð aðstaða til losunar og lestunar skipa en lending og hafnaraðstaða á Blönduósi var frekar varasöm. Bændur í Húnavatnssýslum gerðu sér snemma grein fyrir þessu (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 185) og þar sem bryggjan og hafnaraðstaðan hafa augljóslega haft mikil áhrif á skipulagslega þróun þéttbýlisins á Blönduósi er fjallað nokkuð ítarlega um þau mál hér.

Kaupmenn sunnan árinnar héldu áfram að skipa sínum vörum upp með léttabátum í sandfjörunni sunnan Blöndu eða úr sjálfum ósnum þegar veður leyfði. Þeim fannst dýrt og tafsamt að nota bryggjuna norðan árinnar enda um þriggja kílómetra leið þangað um Blöndubrúna sem var vígð 1897.

Á árunum í kringum 1908 var byrjað að gæta ágreinings um það hvar framtíðar hafnaraðstaða á Blönduósi ætti að vera. Þessi á greiningur kom til kasta sýslunefndarinnar árið 1910 þegar nokkrir kaupmenn óskuðu eftir styrk til bryggju gerðar sunnan árinnar. Einn þessara kaupmanna var Þorsteinn Bjarnason (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 187). Nefndin vísaði málinu frá en 5 árum síðar, 1915, óskaði Blönduóshreppur eftir ríflegum fjárstyrk til fyrirhugaðrar báta bryggju innan Blöndu.

Places

Blönduós gamlibærinn; Fjaran:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Þetta var á fyrsta starfsári hreppsins og vógu sjónarmið kaupmannanna þarna þungt enda mun Þorsteinn Bjarnason kaupmaður, sem áður er nefndur, hafa átt sæti í hreppsnefndinni (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 306). Nær samtímis óskaði Skúli Jónsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi eftir fjárframlagi til frekari uppbyggingar bryggjunnar norðan árinnar. Sýslunefndin tók vel í bæði erindin og harðnaði þá togstreitan um hafnarmálin með því að leikurinn barst suður um heiðar til embættis- og þingmanna þar sem tekist var á um tæknilegar útfærslur og fjármagn. Málið fór þannig að 1922 var veitt fé til bryggjugerðar innan árinnar og voru framkvæmdir hafnar það ár. Bryggjustúfinn sem gerður var útfrá sandfjörunni reyndist þegar til kom að mestu ónothæfur (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 192). Ekki fékkst fé til að ljúka smíðinni og virðast síðustu tilraunir til að afla þess gerðar árið 1931 (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 306) og sýslunefnd heimilaði árið 1941 bryggjunefnd Blönduósbryggju (norðan ár) að nýta brotin úr þessu misheppnaða mannvirki (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 192). Á fjöru má greina einhver ummerki um bryggjuna en þau eru lítt áberandi.

Til skemmtunar má geta þess að eitthvað af tilhöggnu grjóti úr bryggjunni sem eftir varð í fjörunni rataði í hleðslu um blómabeð í garði við einbýlishúsið Brekkubyggð 10 sem var byggt 1966-8 á sjávarkambinum beint yfir þeim stað sem bryggjan var (Baldur Valgeirsson, munnleg heimild 11. janúar 2011). Þar má einnig komast á milli húsa fram á ágætan útsýnisstað yfir ósinn og gamla bæinn.

Internal structures/genealogy

Blönduárós er jafnframt nefndur í Vatnsdæla sögu (Netútgáfan, 2010) í tengslum við skipaferðir þegar Eyvindur sörkvir og Þórormur vinur hans komu til Íslands eftir allgóða kaupferð utan. Ingimundur gamli landnámsmaður í Vatnsdal, sem þá var kominn nokkuð til ára sinna, hafði lánað þeim skip sitt Stíganda til fararinnar. Í sögunni segir annars frá því að Ingimundur hafi notað Húnaós, um 6 km suðvestur af Blönduósi, sem nokkurs konar heimahöfn fyrir skipið, eins og örnefnið „Stígandahró“ við Þingeyrar ber með sér. Húnaósinn, eða Húnavatnsós, mun reyndar fram eftir öldum hafa verið notaður fyrir skipakomur (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 16). Af þætti Þorleifs jarlaskálds í Flateyjarbók (Þorleifs þáttur jarlaskálds, 1450-1500) má ráða að einhver verslun hafi verið við Blönduós svo snemma sem í lok 10. aldar. Þar er að finna frásögn af því þegar Þorleifur „..kaupir sér skip at kaupmönnum er uppi stóð í Blönduósi“. Í Biskupasögum er svo að finna frásögn af því að Magnús Einarsson, nýkjörinn Skálholtsbiskup, hafi ætlað utan til vígslu 1133 en „..varð afturreka í Blönduós“ í það skiptið (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 16).

Verslunarrekstur Kaupfélags Húnvetninga hófst, í kjölfarið á bryggjusmíðinni, árið 1898 norðan árinnar en árið áður var fyrsta brúin yfir Blöndu vígð. Að undirlagi kaupmanna í þorpinu sunnan árinnar var byggð bryggja í fjörunni þeim megin árið 1922, væntanlega til þess að bæta samkeppnisstöðu þeirra gagnvart kaupfélaginu. Sú bryggja kom aldrei að gagni og var endanlega ákveði ð að leggja hana af 1941.

Að undirlagi kaupmanna í þorpinu sunnan árinnar var byggð bryggja í fjörunni þeim megin árið 1922, væntanlega til þess að bæta samkeppnisstöðu þeirra gagnvart kaupfélaginu. Sú bryggja kom aldrei að gagni og var endanlega ákveðið að leggja hana af 1941.

Blönduós - þroskasaga skipulags – Húnavaka, 51. árgangur 2011 (01.05.2011), Bls. 85-96 http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=001195091

General context

Relationships area

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1922

Description of relationship

Related entity

Blönduósbryggja (1898 -)

Identifier of related entity

HAH00099

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1922

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00098

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 28.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Blönduós - þroskasaga skipulags – Húnavaka, 51. árgangur 2011 (01.05.2011), Bls. 85-96 http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=001195091
Baldur Valgeirsson, munnleg heimild 11. janúar 2011

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places