Prestar þar;
Andrés Finnbjarnarson (1290-1391). Prestur, á 14.öld. Prestur í Grímstungu fyrir 1357 og á Bergsstöðum fyrir 1358 og fór þaðan eftir 1389.
Björn Prestur, 14.öld-
Hallur Másson (1330) Prestur, 14.öld. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. frá því fyrir 1358.
Jón Sigurðsson (1300). Prestur í Bólstaðarhlíð, Hún.
Marteinn Bessason (1350-1392) Prestur í Bólstaðarhlíð, Hún. frá því fyrir 1381 til dauðadags. Ormur Magnússon (1360) Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. frá því um 1396 fram undir 1402.
Sigurður Jónsson (1400) Prestur frá 06.05.1430.
Sigurður Þorláksson Prestur, Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1440-1457 og á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi, Skag. frá 1457 fram yfir 1479. Þann 31. maí 1476 var honum gefin jörðin Hóll í Siglufirði í löggjöf sína.
Þorkell Þórðarson Prestur, 1457-
Einar Úlfsson (1490-1555). Prestur í Hvammi í Laxárdal 1520 og á Bergsstöðum í Svartárdal frá því um 1526 og fram undir 1546.
Þorsteinn Gunnarsson Prestur, 1541-1556
Jón Jónsson (1527) Prestur á Hofi á Skagaströnd, Hún. frá því fyrir 1571. Bjó á Sæunnarstöðum. Mögulega sami og var prestur á Blöndudalshólum 1589. Bergstöðum 1556-1563
Jón „siðamaður“ Björnsson (1530-1612) Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1563-1568 og í Grímstungu í Vatnsdal. Hún. 1568-1592. Á p.4889 segir Espólín hann son séra Björns í Saurbæ Gíslasonar.
Brynjólfur Árnason (1542-1627). Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1567 til dauðadags. „Mesti slarkmaður“, segir Espólín.
Gísli Brynjólfsson (1599-1679) Aukaprestur, 1621-1629. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1627 til dauðadags.
Gunnar Björnsson (1605-1672) Prestur, 12.04.1631-1632. Prestur í Bólstaðarhlíð 1631-1632, á Hofi á Höfðaströnd 1632-1640, Höskuldsstað á Skagaströnd 1640-1664 og aftur á Hofi á Höfðaströnd frá 1666 til dauðadags. Espólín telur Guðlaugu meðal barna hans p.3391, en það er rangt.
Bjarni Gíslason (1630-1679). Aukaprestur, 1674-1679. Prestur, 1679-1679
Magnús Sigurðsson (1642-1713) Prestur í Reynisstaðaklaustursókn, Skag. 1670-1680 og á Bergstöðum í Svartárdal, Hún. 1680-1713. Bóndi þar 1703.
Markús Eiríksson (1642-1713) Aukaprestur, 10.04.1712-1713. Prestur, 1713-1715
Þorvarður Bárðarson (1691-1767). Var í Fagurey, Helgafellssveit, Snæf. 1703. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1715-1724, í Kvíabekk í Ólafsfirði, Eyj. 1724-1754 og á Felli í Sléttuhlíð, Skag. 1754-1767.
Ólafur Árnason Vídalín (1693-1725). Prestur, 18.06.1725-08.1725. Var í Holti, Eyjafjallasveit, Rang. 1703. Heyrari í Skálholti, nefndi sig Vídalín. Fékk veitingu fyrir Bergstaðasókn í Svartárdal en dó áður en hann tók við embætti þar.
Skúli Illugason (1701-1744). Prestur, 10.11.1725-1727. Prestur á Bergstöðum í Svartárdal, Hún. 1725-1726, í Glaumbæ á Langholti, Skag. 1726 og síðar á Möðruvallaklaustri i Hörgárdal, Eyj. frá 1727 til dauðadags. Var í Nesi, Grýtubakkahreppi, Þing. 1703.
Benedikt Árnason (1738-1925) Prestur, 1782-1784. Prestur á Felli í Sléttuhlíð 1767-1769, Blöndudalshólum í Blönduhlíð 1772-1782, Bergsstöðum í Laxárdal 1782-1784, Hofi á Skagaströnd 1784-1796, Kvennabrekku í Náhlíð 1796-1804 og á Hjarðarholti í Laxárdal 1804-1821. Prestur á Kvennabrekku, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. Prestur í Hjarðarholti í Laxárdal, Dal. 1804-21 og bjó þar til æviloka. „Hann var talinn hafa liprar gáfur, góður kennimaður, andríkur og málsnjall, skrifari góður, búmaður sæmilegur“ segir í ÍÆ.
Jón Auðunarson (1716-1782). Aðstoðarprestur í Blöndudalshólum í Blöndudal, Hún. 1738-1742. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. frá 1742 til dauðadags.
Auðun Jónsson Aukaprestur (1750-1807), 26.03.1775-1782. Aðstoðarprestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1775-1782, prestur á Blöndudalshólum í Blöndudal frá 1782 til dauðadags. Prestur á Blöndudalshólum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1801.
Arnór Árnason Aukaprestur (1777-1818). 17.07.1803-1818. Bjó á Flugumýri, Flugumýrarsókn, Skag. 1801. Aðstoðarprestur á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1803 til dauðadags.
Björn Jónsson (1749-1825). Prestur, 30.04.1784-1825. Stúdent frá Hólaskóla. Prestur á Hofi á Skagaströnd 1779-1784 og á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1784 til dauðadags. Bjó þó í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, Hún. Var þar 1801. Björn „var hagmæltur, orðhagur mjög og skjótur til svars, fjörmaður mikill og gleðimaður, gamansamur og hafði stundum í frammi smáhrekki við fólk“ segir í Skagf.1850-1890 IV. Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri gaf Birni kenningarnafnið „hinn dætrum frjóvi“. Frá þeim Ingibjörgu er rakin Bólstaðarhlíðarætt.
Jón Jónsson (1784-1839). Aðstoðarprestur í Hjarðarholti í Laxárdal, Dal. 1813-18 og bjó þar til 1822. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. frá 10.11.1825 til dauðadags. Var á Brekku, Hvammssókn í Norðurárdal, Mýr. 1801. „Vel gefinn, hagmæltur og góður búhöldur“, segir í Borgfirzkum.
Páll Halldórsson (1798-1847). Var á Torfastöðum, Torfastaðasókn, Árn. 1801. Prestur á Þönglabakka í Þorgeirsfirði, Þing. 1836-1839. Prestur á Bergsstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1845. Prestur á Bergsstöðum frá 2.10.1839 til dauðadags.
Þorgrímur Arnórsson (1807-1868). Skole dicipel á Bessastöðum, Bessastaðasókn, Gull. 1835. Aðstoðarprestur í Þingeyraklaustri, Hún. 1838-1839, prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1839-1840 og aðstoðarprestur á Hólum í Hjaltadal, Skag. 1840. Prestur í Húsavík, Húsavíkursókn, S-Þing. 1845. Þar sagður Árnason. Prestur að Húsavík 1840-1848. Prestur í Hofteigi á Jökuldal, Múl. 1848-1864 og síðast í Þingmúla í Skriðdal, Múl. 1864-1868.
Hinrik Hinriksson (1808-1867). Vinnumaður á Reykjum, Kvíabekkjarsókn, Eyj. 1835. Bóndi á Starrastöðum á Fremribyggð, Skag. 1845. Aðstoðarprestur á Hólum í Hjaltadal 1839-1840 og á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi 1840-1848. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1847-1858. Prestur í Skorrastað, Skorrastaðarsókn, S-Múl. 1860. Prestur á Skorrastað frá 1858 til dauðadags.
Jón Auðunn Björnsson Blöndal (1825-1878). Prestur á Hofi á Skagaströnd 1850-1860. Prestur á Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Síðar kaupfélagsstjóri og alþingismaður í Grafarósi. Prestur Bergstöðum, 24.04.1858-1867
Markús Gíslason (1837-1890). Aðstoðarprestur í Stafholti í Stafholtstungum, Mýr. 1862-1866, prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1866-1869, prestur í Blöndudalshólum í Blöndudal, Hún. 1869-1880 og á Stafafelli í Lóni, Skaft. frá 1881 til dauðadags.
Ísleifur Einarsson (1833-1895). Var í Reykjavík 1845. Prestur í Reynisstaðaklaustri 1864-1867, Nesþingum, Snæf. 1867-1868 og á Stað í Grindavík 1868-1871. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 18.6.1873-1875 og Hvammi í Laxárdal 1875-1883. Prestur á Hvammi, Hvammssókn, Skag. 1880. Prestur á Stað í Steingrímsfirði, Strand. 1883-1892. Skráður Ísleifur Haconsen á manntali 1845.
Stefán M. Jónsson (1852-1930). Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 28.3.1876-1885 og síðar á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1885-1920.
Guðmundur Helgason(1863-1895Var á Svínavatni, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Skólapiltur í Þorfinnshúsi, Reykjavík 1880. Prestur að Bergstöðum í Svartárdal frá 27.9.1889 til dauðadags. Ludvig Knudsen (1867-1930). Prestur á Þóroddsstað í Köldukinn, Þing. 1892-1904, á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 16.10.1904-1914 og í Breiðabólstað í Vesturhópi, V-Hún. frá 1914 til dauðadags.
Gunnar Árnason (1901-1985). Prestur og bóndi á Æsustöðum í Langadal, A-Hún., síðar í Bústaða- og Kópavogsprestköllum, síðast bús. í Reykjavík. Bóndi og prestur á Æsustöðum, Bergstaðasókn, 10.10. 1925-1952.
Birgir Snæbjörnsson (1929-2008). Prestur, 01.06. 1953-1959. Prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi og sóknarprestur.
«