Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Bergstaðakirkja í Svartárdal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1883 -
History
Bergsstaðir eru bær í Svartárdal, kirkjustaður og prestssetur fram á 20.öld .
Á Bergsstöðum var kirkja helguð Ólafi helga Noregskonungi og Þorláki biskupi Þórhallssyni í kaþólskum sið. Útkirkja var í Bólsstaðarhlíð og frá 1907 á Holtastöðum.
Bergsstaðakirkja er timburhús, 9,34 m að lengd og 6,17 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni og á því hálfvalmi upp af kórbaki. Upp af vesturstafni en hár og breiður stallur með ferstrent þak upp að turni með píramítaþak. Turnþök eru klædd sléttu járni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, tveir sömu stærðar á kórbaki en minni gluggi ofarlega á hvorum stafni og lítill gluggi á framhlið turnstalls. Í þeim er miðpóstur og tveir fjögurra rúðu rammar. Hljómop með hlera og skásettum litlum glugga er á hverri hlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir, hálfsúlur hvorum megin og bjór yfir.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Kirkjan, sem nú stendur á staðnum, var byggð sumarið 1883. Helstir ráðamenn byggingar voru þeir Stefán M. Jónsson Bergsstöðum og Guðmundur Gíslason Bollastöðum. Umsjón með smíðinni sjálfri hafði Þorsteinn kirkjusmiður Sigurðsson en honum helst til aðstoðar var Eiríkur Jónsson, er síðar bjó að Djúpadal í Skagafirði. - M. a. er tóku til máls var prófasturinn Þorsteinn B. Gíslason Steinnesi. Milli ræðna var kórsöngur, svo og almennur söngur. Í tilefni afmælisins bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir.
Eins og áður er sagt, sá sóknarnefndin um undirbúning allan að hátíðinni. Var það almanna rómur, að henni hefði vel tekist að gera stundirnar hátíðlegar og eftirminnilegar.
Í sóknarnefndinni eru nú þeir Guðmundur Jósafatsson ráðunautur Austurhlíð, form., Sigvaldi Halldórsson bóndi að Stafni og Stefán Sigurðsson bóndi að Steiná B. Sn.
Birgir Snæbjörnsson mun hafa skráð þennan texta, en hann hóf prestsskap sinn þar í dölunum seint í febrúar á þessu sama ári.
Places
Bergsstaðir í Svartárdal:
Legal status
Functions, occupations and activities
Prestar þar;
Andrés Finnbjarnarson (1290-1391). Prestur, á 14.öld. Prestur í Grímstungu fyrir 1357 og á Bergsstöðum fyrir 1358 og fór þaðan eftir 1389.
Björn Prestur, 14.öld-
Hallur Másson (1330) Prestur, 14.öld. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. frá því fyrir 1358.
Jón Sigurðsson (1300). Prestur í Bólstaðarhlíð, Hún.
Marteinn Bessason (1350-1392) Prestur í Bólstaðarhlíð, Hún. frá því fyrir 1381 til dauðadags. Ormur Magnússon (1360) Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. frá því um 1396 fram undir 1402.
Sigurður Jónsson (1400) Prestur frá 06.05.1430.
Sigurður Þorláksson Prestur, Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1440-1457 og á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi, Skag. frá 1457 fram yfir 1479. Þann 31. maí 1476 var honum gefin jörðin Hóll í Siglufirði í löggjöf sína.
Þorkell Þórðarson Prestur, 1457-
Einar Úlfsson (1490-1555). Prestur í Hvammi í Laxárdal 1520 og á Bergsstöðum í Svartárdal frá því um 1526 og fram undir 1546.
Þorsteinn Gunnarsson Prestur, 1541-1556
Jón Jónsson (1527) Prestur á Hofi á Skagaströnd, Hún. frá því fyrir 1571. Bjó á Sæunnarstöðum. Mögulega sami og var prestur á Blöndudalshólum 1589. Bergstöðum 1556-1563
Jón „siðamaður“ Björnsson (1530-1612) Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1563-1568 og í Grímstungu í Vatnsdal. Hún. 1568-1592. Á p.4889 segir Espólín hann son séra Björns í Saurbæ Gíslasonar.
Brynjólfur Árnason (1542-1627). Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1567 til dauðadags. „Mesti slarkmaður“, segir Espólín.
Gísli Brynjólfsson (1599-1679) Aukaprestur, 1621-1629. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1627 til dauðadags.
Gunnar Björnsson (1605-1672) Prestur, 12.04.1631-1632. Prestur í Bólstaðarhlíð 1631-1632, á Hofi á Höfðaströnd 1632-1640, Höskuldsstað á Skagaströnd 1640-1664 og aftur á Hofi á Höfðaströnd frá 1666 til dauðadags. Espólín telur Guðlaugu meðal barna hans p.3391, en það er rangt.
Bjarni Gíslason (1630-1679). Aukaprestur, 1674-1679. Prestur, 1679-1679
Magnús Sigurðsson (1642-1713) Prestur í Reynisstaðaklaustursókn, Skag. 1670-1680 og á Bergstöðum í Svartárdal, Hún. 1680-1713. Bóndi þar 1703.
Markús Eiríksson (1642-1713) Aukaprestur, 10.04.1712-1713. Prestur, 1713-1715
Þorvarður Bárðarson (1691-1767). Var í Fagurey, Helgafellssveit, Snæf. 1703. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1715-1724, í Kvíabekk í Ólafsfirði, Eyj. 1724-1754 og á Felli í Sléttuhlíð, Skag. 1754-1767.
Ólafur Árnason Vídalín (1693-1725). Prestur, 18.06.1725-08.1725. Var í Holti, Eyjafjallasveit, Rang. 1703. Heyrari í Skálholti, nefndi sig Vídalín. Fékk veitingu fyrir Bergstaðasókn í Svartárdal en dó áður en hann tók við embætti þar.
Skúli Illugason (1701-1744). Prestur, 10.11.1725-1727. Prestur á Bergstöðum í Svartárdal, Hún. 1725-1726, í Glaumbæ á Langholti, Skag. 1726 og síðar á Möðruvallaklaustri i Hörgárdal, Eyj. frá 1727 til dauðadags. Var í Nesi, Grýtubakkahreppi, Þing. 1703.
Benedikt Árnason (1738-1925) Prestur, 1782-1784. Prestur á Felli í Sléttuhlíð 1767-1769, Blöndudalshólum í Blönduhlíð 1772-1782, Bergsstöðum í Laxárdal 1782-1784, Hofi á Skagaströnd 1784-1796, Kvennabrekku í Náhlíð 1796-1804 og á Hjarðarholti í Laxárdal 1804-1821. Prestur á Kvennabrekku, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. Prestur í Hjarðarholti í Laxárdal, Dal. 1804-21 og bjó þar til æviloka. „Hann var talinn hafa liprar gáfur, góður kennimaður, andríkur og málsnjall, skrifari góður, búmaður sæmilegur“ segir í ÍÆ.
Jón Auðunarson (1716-1782). Aðstoðarprestur í Blöndudalshólum í Blöndudal, Hún. 1738-1742. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. frá 1742 til dauðadags.
Auðun Jónsson Aukaprestur (1750-1807), 26.03.1775-1782. Aðstoðarprestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1775-1782, prestur á Blöndudalshólum í Blöndudal frá 1782 til dauðadags. Prestur á Blöndudalshólum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1801.
Arnór Árnason Aukaprestur (1777-1818). 17.07.1803-1818. Bjó á Flugumýri, Flugumýrarsókn, Skag. 1801. Aðstoðarprestur á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1803 til dauðadags.
Björn Jónsson (1749-1825). Prestur, 30.04.1784-1825. Stúdent frá Hólaskóla. Prestur á Hofi á Skagaströnd 1779-1784 og á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1784 til dauðadags. Bjó þó í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, Hún. Var þar 1801. Björn „var hagmæltur, orðhagur mjög og skjótur til svars, fjörmaður mikill og gleðimaður, gamansamur og hafði stundum í frammi smáhrekki við fólk“ segir í Skagf.1850-1890 IV. Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri gaf Birni kenningarnafnið „hinn dætrum frjóvi“. Frá þeim Ingibjörgu er rakin Bólstaðarhlíðarætt.
Jón Jónsson (1784-1839). Aðstoðarprestur í Hjarðarholti í Laxárdal, Dal. 1813-18 og bjó þar til 1822. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. frá 10.11.1825 til dauðadags. Var á Brekku, Hvammssókn í Norðurárdal, Mýr. 1801. „Vel gefinn, hagmæltur og góður búhöldur“, segir í Borgfirzkum.
Páll Halldórsson (1798-1847). Var á Torfastöðum, Torfastaðasókn, Árn. 1801. Prestur á Þönglabakka í Þorgeirsfirði, Þing. 1836-1839. Prestur á Bergsstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1845. Prestur á Bergsstöðum frá 2.10.1839 til dauðadags.
Þorgrímur Arnórsson (1807-1868). Skole dicipel á Bessastöðum, Bessastaðasókn, Gull. 1835. Aðstoðarprestur í Þingeyraklaustri, Hún. 1838-1839, prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1839-1840 og aðstoðarprestur á Hólum í Hjaltadal, Skag. 1840. Prestur í Húsavík, Húsavíkursókn, S-Þing. 1845. Þar sagður Árnason. Prestur að Húsavík 1840-1848. Prestur í Hofteigi á Jökuldal, Múl. 1848-1864 og síðast í Þingmúla í Skriðdal, Múl. 1864-1868.
Hinrik Hinriksson (1808-1867). Vinnumaður á Reykjum, Kvíabekkjarsókn, Eyj. 1835. Bóndi á Starrastöðum á Fremribyggð, Skag. 1845. Aðstoðarprestur á Hólum í Hjaltadal 1839-1840 og á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi 1840-1848. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1847-1858. Prestur í Skorrastað, Skorrastaðarsókn, S-Múl. 1860. Prestur á Skorrastað frá 1858 til dauðadags.
Jón Auðunn Björnsson Blöndal (1825-1878). Prestur á Hofi á Skagaströnd 1850-1860. Prestur á Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Síðar kaupfélagsstjóri og alþingismaður í Grafarósi. Prestur Bergstöðum, 24.04.1858-1867
Markús Gíslason (1837-1890). Aðstoðarprestur í Stafholti í Stafholtstungum, Mýr. 1862-1866, prestur á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 1866-1869, prestur í Blöndudalshólum í Blöndudal, Hún. 1869-1880 og á Stafafelli í Lóni, Skaft. frá 1881 til dauðadags.
Ísleifur Einarsson (1833-1895). Var í Reykjavík 1845. Prestur í Reynisstaðaklaustri 1864-1867, Nesþingum, Snæf. 1867-1868 og á Stað í Grindavík 1868-1871. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 18.6.1873-1875 og Hvammi í Laxárdal 1875-1883. Prestur á Hvammi, Hvammssókn, Skag. 1880. Prestur á Stað í Steingrímsfirði, Strand. 1883-1892. Skráður Ísleifur Haconsen á manntali 1845.
Stefán M. Jónsson (1852-1930). Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 28.3.1876-1885 og síðar á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1885-1920.
Guðmundur Helgason(1863-1895Var á Svínavatni, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Skólapiltur í Þorfinnshúsi, Reykjavík 1880. Prestur að Bergstöðum í Svartárdal frá 27.9.1889 til dauðadags. Ludvig Knudsen (1867-1930). Prestur á Þóroddsstað í Köldukinn, Þing. 1892-1904, á Bergsstöðum í Svartárdal, Hún. 16.10.1904-1914 og í Breiðabólstað í Vesturhópi, V-Hún. frá 1914 til dauðadags.
Gunnar Árnason (1901-1985). Prestur og bóndi á Æsustöðum í Langadal, A-Hún., síðar í Bústaða- og Kópavogsprestköllum, síðast bús. í Reykjavík. Bóndi og prestur á Æsustöðum, Bergstaðasókn, 10.10. 1925-1952.
Birgir Snæbjörnsson (1929-2008). Prestur, 01.06. 1953-1959. Prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi og sóknarprestur.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
controls
Bergstaðakirkja í Svartárdal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
controls
Bergstaðakirkja í Svartárdal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Kir
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 12.11.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Guðmundur Paul
Kirkjuritið 1954 1. hefti bls. 44
https://www.ismus.is/i/location/uid-f2340be1-1205-44f6-961e-1cc8e56e4427