Möðrudalskirkja á Fjöllum

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Möðrudalskirkja á Fjöllum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.9.1949 -

History

Möðrudalur er gamall kirkjustaður og í kaþólskum sið var kirkjan tileinkuð öllum heilögum. Árið 1894[?] var þar byggð timburkirkja í stað torfkirkju með timburstöfnum, en hún stóðst ekki tímans tönn og var aflögð í kjölfar aftakaveðurs árið 1925. 
Eftir seinna stríð hefst Möðrudalsbóndi, Jón Aðalsteinn Stefánsson, einsamall handa við að grafa fyrir kirkju í gamla kirkjugrunninum. Ýmislegt hindraði þó framgang kirkjubyggingarinnar. Árið 1947 hafði Jóni tekist að grafa grunninn og kaupa sement en timbur fékkst ekki til kirkjubyggingar. Ekki fékkst heldur styrkur úr Hinum almenna kirknasjóði þar sem hin aflagða kirkja var ekki formlega aðili að honum (átti enga innistæðu þar). Þrátt fyrir þetta hélt Jón áfram verkinu einn og grjótfyllti vandlega undir kirkjuna. Næsta ár steypti hann veggi og stafna, glerjaði glugga og kom þakinu á svo kirkjan varð nokkurn veginn fokheld. Smíðinni var svo lokið sumarið 1949 (loft þó gert síðar).
Möðrudalskirkja er svipmikil og vönduð. Að innanmáli er hún um 5,3x4,4m. Sterkan svip á kirkjuna setur turnstöpullinn, sem hýsir forkirkju og miðrými í turninum með tveim gluggum að framan og einum á suðurhlið. Inn af þessu rými er loft, fremst í kirkjunni svo hún hýsir furðu marga. Efsta turnrýmið er svo góður útsýnisstaður og nálægt turnspírunni eru gluggar á alla vegu svo minnir á vitaturn. Nokkur munur er á ásýnd norður og suðurhliðar sem hefur tígullaga glugga á forkirkju og mjóan glugga á miðhæð turns, burstlaga. Gluggarnir á kirkjuskipinu, tveir hvoru megin, eru einnig burstlaga að ofan. Krossmark er bæði á turni og upp af austurstafni. Kirkjunni hefur verið vel við haldið í gegnum árin og er söfnuði sínum og kirkjubónda til sóma. Hún er vel búin að gripum og á 60 ára afmæli sínu, haustið 2009, bárust henni margar, góðar gjafir
Möðrudalskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð árið 1949. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi, reisti hana til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur, en hún andaðist árið 1944. Kirkjan er byggð á hinum forna grunni Möðrudalskirkju, en þar hafði þá ekki verið kirkja í 22 ár. Kirkjan var vígð 4. september 1949.

Jón smíðaði og skreytti kirkjuna að öllu leyti, þ.m.t. altaristöfluna, sem sýnir fjallræðuna. Fyrrum var prestssetur að Möðrudal en það lagðist niður 1716, þegar staðurinn fór í eyði í nokkur ár.

Places

Möðrudalur; Möðrudalsöræfi; Valþjófsstaðaprestakall; Múlaprófastsdæmi;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Möðrudalsöræfi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00382

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svíagígur í Vatnajökli (1919 -)

Identifier of related entity

HAH00516

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Möðrudalur á Fjöllum ((900))

Identifier of related entity

HAH00841

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Stefán Vilhjálmur Jónsson Stórval (1908-1994) (24.6.1908 - 30.7.1994)

Identifier of related entity

HAH02030

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Stefán Vilhjálmur Jónsson Stórval (1908-1994)

controls

Möðrudalskirkja á Fjöllum

Dates of relationship

4.9.1949

Description of relationship

Jón (1880-1971) faðir Stefáns byggði kirkjuna

Related entity

Jón Stefánsson (1880-1971) Bóndi í Möðrudal á Fjöllum (22.2.1880 - 15.8.1971)

Identifier of related entity

HAH05488

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Stefánsson (1880-1971) Bóndi í Möðrudal á Fjöllum

is the owner of

Möðrudalskirkja á Fjöllum

Dates of relationship

Description of relationship

byggði kirkjuna

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00010

Institution identifier

IS HAH-Kir

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places