Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Laxfoss skip TFVA
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1935 - 10.1.1944
History
M. s. Laxfoss. TFVA.
Flóabáturinn Laxfoss var smíðaður hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri A/S í Álaborg í Danmörku árið 1935 fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi. 280 brl. 720 ha. Mias díesel vél. Laxfoss var í póst, vöru og farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Borgarness en fór eina ferð á mánuði til Breiðafjarðar að vetri til og á árunum 1941-42 fór hann eina ferð á viku til Vestmannaeyja á vetrum. Skipið strandaði á skerjum við Örfirisey, 10 janúar árið 1944. 13 manna áhöfn og 78 farþegar björguðust flestir á innrásarpramma til lands. Skipið stórskemmdist en náðist þó út og var endurbyggt og lengt, mældist þá 312 brl. Ný vél (1945) 730 ha. British Polar díesel vél. 19 janúar árið 1952 strandaði skipið aftur, nú við Kjalarnestanga. Björgunarsveit SVFÍ á Kjalarnesi bjargaði öllum sem um borð voru á land. Skipið náðist út en ekki þótti svara kostnaði að gera við það.
Í fyrrinótt renndi hið nýja skip Borgfirðinga, Laxfoss í fyrsta sinn að bryggju hér í Reykjavík. Þótt þetta væri að aflíðandi miðnætti, beið fjöldi manna á hafnarbakkanum að taka á móti skipinu, síðan má heita að hafi verið óslitinn straumur fólks til að skoða skipið, þegar það hefir legið við hafnarbakkann. Í gær bauð stjórn h.f. Skallagrímur blaðamönnum, borgarstjóra, ráðherra og allmörgum öðrum til miðdegisverðar í Laxfossi og var þá siglt inn á Kollafjörð og notið þar rausnarlegra veitinga í góðum og glöðum félagsskap. Magnús Jónsson, formaður stjórnar h.f. Skallagrímur, (aðrir í stjórn eru Hervald Björnsson skólastjóri og Davíð á Arnbjargarlæk), bauð gesti velkomna með ræðu, en Bjarni Ásgeirsson alþ.m. hafði orð fyrir gestunum, þakkaði boðið og bað alla að árna Laxfossi allra heilla sem allir viðstaddir gerðu með ferföldu húrrahrópi. Skipið er 125 fet á lengd, 22 fet á breidd og 13 fet á dýpt, 278 smál. brúttó og 144 smál. nettó. Burðarmagn þess er 300 smálestir og ristir skipið þá 12 fet, en með 125 smálesta farmi sem er mesta hleðsla sem ætlast er til að skipið hafi milli Reykjavíkur og Borgarness, ristir skipið 9 fet. Á skipinu er fyrsta farrými í tveim skálum, tvö einkaherbergi og einn sjúkraklefi. Á fyrsta farrými eru 33 hvílur og sæti fyrir 60 manns. Á skemmtiþilfari yfir 1. farrými er sæti fyrir 30 manns undir beru lofti. Þar fyrir framan er stjórnpallur með kortaklefa annarsvegar og talstöð hinsvegar.
Á neðra þilfari eru sæti fyrir 30 manns og aðrir 30 geta setið í göngunum. Fjórir snyrtiklefar eru til afnota fyrir farþega og einn fyrir skipverja. Fyrir framan fyrsta farrými er lestarrúm fyrir vörur og gripi og er þar á milli þilfar. Að aftan eru lestarrúm, að neðan fyrir vörur en að ofan fyrir vörur og farþega ef með þarf. Á framþilfari er rúm fyrir 4 bíla og fyrir einn bíl á afturþilfari. Skipið er smíðað í Álaborg hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri og er smíðað samkvæm reglum flokkunarfélags Lloyds og er fylgt stranglega þeim reglum, sem gilda um skip, sem eru í förum um Atlantzhaf. Í skipinu eru 26 smál. botntankar og 25 smál. olíutankar. Skipið hefir 720 ha. Dieselvél 30 ha. fyrir vöru og akkersvindur og skríður 12 mílur. Enn fremur er í skipinu önnur vél Loks er 8 ha. ljósavél. Allar vélar skipsins eru af nýjustu gerð, smíðaðar hjá Möller & Jorkumsen í Horsens. Dælur allar eru knúnar með rafmagni. Skipið er útbúið nýjustu tegund straumlínustýris. Í eldhúsi er nýtízku AGAvél og skipið hefir miðstöðvarhitun. Skipið kostaðl 290 þús. kr. Allar frumteikningar, útboðslýsingar og samninga gerði Gísli Jónsson umsjónarmaður, fyrir hlutafélagið Skallagrím í Borgarnesi og hefir hann ráðið öllu um fyrirkomulag skipsins í samráði við eigendur þess.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
M/s. Laxfoss strandaði við Örfirisey 10. jan. um kl. 17. 30. Var hann að koma úr Borgarnesferð og voru um 100 farþegar með skipinu. Var austan rok þegar skipið strandaði og hafði verið síðari hluta dagsins og gekk á með hríðarbyljum. Nærri strax eftir að skipið tók niðri, hallaðist það mjög yfir á stjórnborða og byrjaði að síga niður að aftan, en stóð hátt uppi að framan. Hafði skipstjóri samband við Loftskeytastöðina í Reykjavík. Leit í fyrstu mjög illa út um skipið og helzt óttast að þarna yrði gífurlegt manntjón. Freistuðust nokkrir menn úr skipinu að komast í land á skipsbát, og lentu eftir nokkurn hrakning í Ánanaustum við Grandagarðinn vestanverðan. Voru það fyrstu mennirnir sem björguðust. Dráttarbáturinn Magni fór úr Reykjavík á strandstaðinn, en snéri skömmu síðar inn til Reykjavíkur aftur til þess að sækja björgunarbáta og fleka. Eftir að hann kom út aftur í síðara skiptið, tókst að koma innrásarpramma er setuliðið hafði lánað að Laxfossi og þannig selflytja fólkið úr skipinu yfir í Magna. Slysavarnafélagið gerði ráðstafanir til björgunar úr landi, en mönnum kom saman um að aðstaða öll til þess væri miklu verri heldur en að bjarga af sjó, að ekki var horfið að því ráði, þó var björgunarbátur dreginn einu sinni á milli frá skipinu til lands og voru í honum nokkrar stúlkur er voru farþegar með skipinu. Fólkið sem um borð var varð allmikið hrakið, þar sem skipið lagðist að miklu leyti á hliðina, en fólkið margt og varð að hafast mikið við í göngum skipsins bakborða og jafnvel á síðu skipsins, einkum var þetta bæði hættulegt og erfitt þar sem veðurofsinn var áframhaldandi mikill og éljagangur, þar til með útfallinu að heldur lægði veðrið. Fjöldi sjálfboðaliða úr landi aðstoðuðu við björgunina. Fólkið um borð bar sig hið bezta og hlustaði jafnvel á útvarpið alla kvölddagskrána á meðan um borð var verið.
Um kl. 11 í gærkveldi strandaði m.s. Laxfoss á Brautarholtsnesi hjá Kjalarnestöngum í roki og svartabýl, en um kl. 8 í morgun hafði björgunarsveitinni á Kjalarnesi tekizt að bjarga öllum farþegunum í land, svo og skipverjum nema skipstjóra, stýrimanni og vélstjórum, sem komu í land laust fyrir kl. 1. Laxfoss var á leið frá Akranesi til Reykjavíkur er hann strandaði. Afspyrnurok var á sunnan eða suðaustan og hríðin svo svört, að ekki sá út úr augum. Varðskipinu Þór, sem statt var í Flóanum tókst að miða skipið, svo og miðunarstöðinni á Akranesi. Var skotið upp flugeldum frá Laxfossi, til þess að Þór mætti vita, hvað skipið væri í mikilli fjarlægð og glöggvað sig betur á því, en svo var hríðin svört, að flugeldarnir sáust ekki, enda þótt vitað væri, að Þór væri skammt undan. Þórður Guðmundsson, skipstjóri á Laxfossi tilkynnti um nóttina, að enginn sjór væri í vélarrúmi skipsins, en hins vegar væri einhver leki kominn að framlest.
Slysavarnadeild Kjalarneshrepps brá þegar við í nótt, er tilkynnt var um strandið og um kl. 7 í morgun kom hópur manna á strandstaðinn, sem reyndist vera í Brautarholtsnesi, vestan við Nesvík svonefnda, austan við Kjalarnestanga. Hafði björgunarsveitin meðferðis línubyssu, björgunarstól og annan útbúnað. Klukkan 8 í morgun hafði tekizt að bjarga öllum farþegunum í land, en þeir voru 5 konur og 9 karlar. Gekk björgunin mjög greiðlega, en skömmu síðar var skipverjum bjargað með sama hætti, en skipstjóri, stýrimenn og vélstjórar héldu kyrru fyrir í skipinu, enda í ráði að reyna björgun jafnskjótt og aðstæður leyfðu. Kl. 10 fóru þeir einnig í land, enda ógerlegt að koma taug í Laxfoss frá sjó. Í nótt var sendur björgunarleiðangur áleiðis uppeftir á bílum héðan úr bænum, til frekari öryggis, en færðin var svo slæm, að kl. 8 í morgun voru bílarnir ekki komnir lengra en að Brúarlandi. Guðmundur Jónasson kom að austan á snjóbíl sínum í morgun, en hann lagði þegar af stað upp á Kjalarnes kl. rúml. 9 í morgun, og var talinn væntanlegur að Brautarholti um 11- leytið í morgun.
Klukkan sjö í morgun lagði v.b. Aðalbjörg af stað héðan úr Reykjavík á vegum SVFÍ, svo og dráttarbáturinn Magni, til þess að athuga björgunarmöguleika, en Þór var við strandstaðinn í nótt. Vísir átti tal við Ólaf Björnsson, bónda í Brautarholti í morgun. Sagði hann, að farþegar væru allir komnir heim í Brautarholt, og liði öllum vel eftir atvikum. En fólk var þó allþjakað við að ganga á móti afspyrnuveðri heim að bænum. Ólafur sagði, að skipið myndi hafa hreyfzt lítið á strandstaðnum, en ekki myndi vera unnt að segja enn, hvort það væri mikið skemmt. Enn var hvasst þar efra, en vindur tekinn að snúast í vestur. Kjalnesingar brugðu mjög rösklega við, er fréttist um strandið, eins og fyrr greinir, en formaður slysayarnadeildarinnar þar er Gísli Jónsson í Arnarholti.
Horfur á því, að unnt verði að bjarga Laxfossi eru mjög slæmar. Skipið er í kafi að aftan, fram undir reykháf og stöðugt brimylgja, svo að ekkert verður aðhafst eins og stendur. Hinsvegar má fullyrða, að reynt verður að ná út skipinu, ef nokkur von verður um, að að það megi takast.
Vísir. 19 janúar 1952.
Internal structures/genealogy
General context
Laxfoss hinn gamli var ekki stórt skip á nútímamælikvarða. En þó hefur nafn þessa skips kyrfilega festst í hugum fjölmargra íslendinga, svo miklar sögur fóru af hrakförum þess. Laxfoss gegndi á sínum blómatíma sama hlutverki og Akraborgin nú. Hann var í ferðum milli Reykjavíkur og Akraness, flutti farþega og vörur. Í janúanmámuði 1944 strandaði skipið út af Örfirisey í ofisaveðri. Með skipiniu voru rúmlega 90 manns, sem allir voru í bráðri lífshættu, því björgunarútbúnaður var á þessum tima af skornum skammti í Reykjavík. En þó fór betur en á horfðist, og öllum var bjargað í land, heilum á húfi. Skipið var síðar dregið af strandstaðnum og tekið i slipp. Komst það um síðir í gagnið aftur, endurbyggt og bætt, og virtist nú sem hrakningum þess væri lokið. En svo var ekki, því óveðursnótt eina í janúarmánuði 1952 strandaði skipið aftur, að þessu sinni á Kjalarnestöngum. Mannbjörg varð, en ekki virtist nein von um björgun skipsins, því eftir nokkra daga rann það fram af strandskerinu og sökk í kaf. Framtakssamir menn sáu þó gróðavon í björgun skipsins og keyptu því flakið, þar sem það lá á sjávarbotni. Urðu þeir sér úti um 25 stora belgi uanlands frá, og með aðstoð kafara var skipsflakið fest við belgina. Raunar var hér ekki um að ræða nema þrjá fimmtu hluta flaksins, afturhlutann með vélum, því flakið hafði brotnað í tvennt áður. Belgirnir gerðu sitt gagn og náðist flakið upp. Var það síðan dregið inn sundin í átt að Kleppsvík, marandi í hálfu kafi, en haldið uppi af belgjunum. Þó tókst ekki að koma því alveg á áfangastað, á Gelgjutanga í Kleppsvík, því flakið tók niðri úti á vikinni. Þar sat það næstu átján árin, froskköfurum tii ánægju, ein forráðamönnum Sundahafnar til ama hin síðari ár. Þeir tóku því í sina þjónustu flotkrana einn mikinn, sem átti að lyfta flakinu af sjávarbotni með flotkrafti sínum. En Laxfossinn gamli var ekki alveg tilbúinn til að láta fjarlægja sig tiltölulega auðveldlega. Þegar skilyrði voru hvað bezt til að vinna verkið, stórstreymt og vinnubjart, fékk hann veðurguðina í lið með sér. Enn einu sinni í sögu Laxfoss skall á ofsaveður. Og með nútímatæknina í sinni þjónustu sátu björgunarmenn heima og biðu. Í ráði var að reyna enn við flakið nú um helgina, en alls óvíst var hvort það næðist upp eða ekki. Eimskipafélagið, sem notar fossanöfn á skip sín fékk nýjan Laxfoss í sína þjónustu ekki alls fyrir löngu. Megi því skipi farnast betur en hinu gamla.
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Fart
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 26.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Nýja dagblaðið. 12 júlí 1935.
Sjómannablaðið Víkingur. Janúar 1944.
Vísir. 19 janúar 1952.
Morgunblaðið. 12 júlí 1970. http://thsof.123.is/blog/2017/01/17/759463/