Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Blönduóskirkja / gamla Kirkjan (1895-1993)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
13.1.1895 - 1993
History
Hjaltabakki var í upphafi sóknarkirkja nýja þorpsins og prestur þar Páll Sigurðsson (1839-1887) til 1880 síðar prestur í Gaulverjabæ í Flóa. 1881 var prestakallið sameinað Þingeyrarklaustursprestakalli og Þorvaldur Ásgeirsson (1836-1887) flutti þá á Þingeyrar, en hann hafði áður verið prestur í Hofteigi á Jökuldal, Þorvaldur er ættfaðir fjölda núverandi og brottfluttra Blönduósinga.
Kirkjan var reist að mestu haustið 1894 og vígð 13. janúar 1895. Kirkjan hafði áður staðið á Hjaltabakka sem var prestssetur frá fornu fari. En um þessar mundir bjó um þriðjungur sóknarbarnanna á Blöndósi og þar fjölgaði íbúum jafnt þétt. Því var talið eðlilegt að færa kirkjuna þangað.
Um þetta leyti var prestur í sókninni séra Bjarni Pálsson og sat hann í Steinnesi. Hann varð síðan fyrstur presta til að þjóna í Blönduóskirkju, allt til ársins 1922.
Framkvæmdir við kirkjusmíðina hófust sumarið 1894 með því að grafið var niður á fasta möl og hlaðinn grundvöllur undir húsið. Kaupmennirnir á Blönduósi, þeir Pétur Sæmundsen og Jóhann Möller, sáu um aðdrætti efnis til kirkjusmíðinnar að mestu.
Þá mætti á staðinn Þorsteinn Sigurðsson (1859) frá Sauðárkróki með sína menn og tók til við smíðina. Þorsteinn var Skagfirðingur í ættir fram, nam smíðar í Kaupmannahöfn og bjó á Sauðárkróki um aldarfjórðungs skeið. Smíðin við bol kirkjunnar hófst á laugardegi, þann 8. september 1894. Var unnið alla daga nema sunnudaga enda tíðin góð. Unnið var alveg fram á aðfangadag jóla. Af vinnuskýrslum smiðanna má ráða að til að koma húsinu upp hafi farið tæplega 500 vinnudagar. Er þá ekki reiknað með járnsmíðavinnu, málningu og grunnmúrshleðslu.
Byggingin var að mestu leyti sniðin eftir Sauðárkrókskirkju, sem Þorsteinn hafði smíðað á sínum tíma, og Undirfellskirkju sem reist var árið áður en hún brann 1913. Kaupmennirnir á Blönduósi gáfu ofna í kirkjuna og varð Blönduóskirkja þar með fyrsta kirkjan í Húnaþingi sem var búin ofni.
Kirkjugarðurinn á Hjaltabakka var notaður til aldamóta en þá var komið upp nýjum garði á Blönduósi. Hann var tilbúinn haustið 1900 og vígður þann 30. nóvember í viðurvist fjölda sóknarbúa.
Af munum, sem tilheyrðu kirkjunni, má nefna fornan kaleik og patínu af silfri og kirkjuklukku frá árinu 1833. Ljósakrónan var fengin úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1910. Þá er að nefna altaristöflu, með mynd af Emmausgöngunni, eftir Jóhannes Kjarval listmálara og skírnarfont með silfurskál útskorinn af Ríkharði Jónssyni myndskera árið 1941.
Aðeins þrír prestar þjónuðu í gömlu Blönduóskirkju frá upphafi. Það eru séra Bjarni Pálsson 1887-1922 eins og áður er nefnt, séra Þorsteinn B. Gíslason 1922 til 1968 og séra Árni Sigurðsson 1968 til 1997.
Kirkjan var friðuð 1990, en hefur nú verið afhelguð og gefin Sveini M Sveinssyni og Atla Arasyni. „Kirkjuna má nýta til verkefna, sem hæfa fyrrverandi guðshúsi.“
Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu. Kirkjan tekur 250 manns í sæti. Byggingarframkvæmdir hófust 1982. Í kjallaranum er aðstaða fyrir safnaðarstarf. Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan (Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval) og skírnarfonturinn (Ríkharður Jónsson skar út; gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslum. til minningar um konu hans). Orgelið var vígt um leið og kirkjan (4 radda; Marcusen og søn D.)
Places
Blönduós:
Legal status
Blönduós hefur verið prestssetur síðan 1968 og þjónar Þingeyrarprestakalli. Gamla kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
„Ég skal sýna yður hverjum sá er líkur, sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim. Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi. Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess að það var vel byggt.“ (Vigsluvers; Lúk. 6 47:48.)
Internal structures/genealogy
Aðeins þrír prestar þjónuðu í gömlu Blönduóskirkju frá upphafi. Það eru;
1) séra Bjarni Pálsson 1887-1922 eins og áður er nefnt,
2) séra Þorsteinn B. Gíslason 1922 til 1968
3) séra Árni Sigurðsson 1968 til 1997.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Kir
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 12.2.2019
Language(s)
- Icelandic