Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Gagnfræðaskólinn á Akureyri
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1902 -
History
Menntaskólinn á Akureyri (latína Schola Akureyrensis) er íslenskur framhaldsskóli sem er á Brekkunni á Akureyri. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir frægir Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs.
Upphaf Menntaskólans á Akureyri er yfirleitt rakið til stofnunar Möðruvallaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880. Þó má líta á skólann sem beint framhald af því skólahaldi sem fór fram á Hólum í Hjaltadal allt frá biskupstíð Jóns Ögmundssonar um 1106 og stóð til 1802 þegar Hólaskóli var lagður niður með konungsbréfi. Um leið og Hólaskóli hafði verið lagður niður hófst barátta norðlendinga fyrir því að „norðlenski skólinn“ yrði endurreistur. Stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880 var sigur í þeirri baráttu.
1902 brann skólahúsið á Möðruvöllum og var skólinn þá fluttur um set til Akureyrar og var þá kallaður Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Fyrstu tvö árin á Akureyri hafði hann aðsetur í Hafnarstræti 53 en fluttist svo inn í hið nýja Gagnfræðaskólahús við Eyrarlandsveg haustið 1904 þegar bygging þess var langt komin, húsið er enn í notkun og kallast nú Gamli skóli. 1905 var skólinn tengdur Menntaskólanum í Reykjavík þannig að nemendur gátu tekið fyrstu þrjú ár hans á Akureyri og sest svo beint í fjórða bekk í Reykjavík.
Gamli skóli er elsta hús skólans, hann var byggður sumarið 1904. Framkvæmdir hófust í maí og hófst kennsla í húsinu í október sama ár en þá var húsið að mestu tilbúið. Á efri hæð hússins er að finna sal sem var samkomusalur skólans allt fram til 1968. Í dag hýsir gamli skóli kennarastofu og skrifstofur stjórnenda skólans auk þess sem kennsla í erlendum tungumálum fer að mestu fram þar.
Á árunum 1924-1927 fór svo fram menntaskólakennsla í fyrsta sinn í skólanum þ.e. seinni þrjú árin til viðbótar við þau þrjú sem áður hafði verið boðið uppá. Þeir nemendur sem luku því námi fengu svo utanskóla stúdentspróf frá MR vorið 1927. Á árunum 1927-1930 var mikil togstreita um það á alþingi og í ráðuneytum hvort leyfa ætti skólanum að braustskrá stúdenta. Þeirri baráttu lauk ekki fyrr en 1930 þegar skólinn var gerður að fullkomnum menntaskóla og tók sér núverandi nafn. Síðan 1930 hefur skólinn stækkað mjög við sig í nemendafjölda og húsakosti og nú stunda þar um 750 manns nám og skólinn útskrifar rúmlega 150 stúdenta á ári hverju.
Places
Brekkan Akureyri; Möðruvallaskóli á Möðruvöllum í Hörgárdal; Hólaskóli;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Norl
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 20.2.2019
Language(s)
- Icelandic