Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Unnur Tryggvadóttir (1907-1987)

  • HAH02102
  • Einstaklingur
  • 27.12.1907 - 24.5.1987

Unnur Tryggvadóttir frá Völlum - Minning Fædd 27. desember 1907 Dáin 24. maí 1987. Bjartur vormorgunn um Eyjafjörð. Að kvöldi leggur þoku frá hafi, sem byrgir sýn.

Unnur var kát, orðheppin, órög til leikja og rösk til starfa, er fram liðu stundir. Aðeins eins árs aldursmunur var á henni og Ingibjörgu systur minni og voru þær alla ævi ákaflega samrýndar og veit ég ekki til að nokkurn tíma kæmi upp missætti þeirra á milli. Þær sóttu saman barnaskóla til Dalvíkur, þar sem Tryggvi frændi var kennari og dvöldu þá á heimili móðurbróður Unnar, Angantýs Arngrímssonar, og konu hans, Elínar Tómasdóttur prests á Völlum. Þykist ég vita að sú tilhögun hafi að nokkru ráðist til þess, að styrkja samband Unnar við föður hennar og systur.<<
Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1941, er þau fluttu til Akureyrar, er Jakob tók við starfi kirkjuorganista þar, ásamt kennslu og mörgum öðrum störfum að tónlistarmennt. Jakob stundaði um skeið framhaldsnám í London og dvaldi Unnur þar hluta af námstímanum, ásamt dætrum þeirra ungum. Að öðru leyti hafa þau búið óslitið á Akureyri í rösklega 45 ár.

Arndís Pálsdóttir (1929-2007) Barkarstöðum

  • HAH01043
  • Einstaklingur
  • 28.1.1929 - 10.5.2007

Arndís Pálsdóttir fæddist á Sveðjustöðum í Vestur-Húnavatnssýslu 28. janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 10. maí síðastliðinn. Útför Arndísar verður gerð frá Melstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Bjarni Sigurðsson (1937-2011) Barkarstöðum

  • HAH01123
  • Einstaklingur
  • 2.6.1937 - 15.6.2011

Bjarni Steingrímur Sigurðsson fæddist á Barkarstöðum í Svartárdal, A-Hún., 2. júní 1937. Hann lést á heimili sínu á Blönduósi 15. júní 2011.
Bjarni og Ísgerður hófu búskap á Barkarstöðum 1960 og bjuggu þar nokkur ár á móti Þorkeli, bróður hans en síðan á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Þar var blandaður búskapur, kúabúið sérlega afurðagott. Árið 1992 slitu hjónin samvistum og fluttu þá bæði til Blönduóss.
Útför Bjarna fór fram í kyrrþey frá Garðakirkju á Álftanesi 8. júlí 2011 og hvílir hann þar við hlið fyrrverandi eiginkonu sinnar, Ísgerðar.

Margrét Sigurðardóttir (1919-1999) Enni

  • HAH01039
  • Einstaklingur
  • 10.9.1919 -16.4.1999

Arína Margrét Sigurðardóttir, húsfreyja og verslunarmaður, fæddist í Enni í Refsborgarsveit í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu hinn 10. september 1919. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 16. apríl síðastliðinn. A. Margrét ólst upp í Enni og bjó þar til 19 ára aldurs þegar hún fluttist til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan alla tíð til dauðadags.
Útför A. Margrétar fór fram í kyrrþey 23. apríl, að ósk hennar sjálfrar.

Björn Sigurðsson (1920-2010) frá Kornsá

  • HAH01144
  • Einstaklingur
  • 6.7.1920 - 14.5.2010

Björn Sigfús Sigurðsson fæddist á Kornsá í Vatnsdal 6. júlí 1920. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. maí sl.
Útför Björns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15.

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

  • HAH02104
  • Einstaklingur
  • 9.11.1910 - 6.1.1987

Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Hún fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, sem er ein fegursta sveit landsins þarsem tign, fegurð og mildi fylla sjóndeildarhringinn.
Alltaf bjuggu þær systur með foreldrum sínum, lengst af á Bergstaðastræti 64. Það hús keyptu þau Eyjólfsstaðahjónin og þar nutu þau elliáranna við hina bestu umönnun og hlýju þeirra systra. Eftir lát þeirra keyptu þær Unnur og Hulda íbúð í Stóragerði 32 og bjuggu þar saman. Mig langar til að þakka þeim systrum fyrir alla þá velvild og hlýju sem þær hafa alla tíð sýnt mér og fjölskyldu minni.
Síðustu árin var Unnur á sjúkrahúsi. Þrek hennar var þrotið. Þeirsem komu að finna hana og mundu hana unga og lífsglaða við að hlúa að blómum í garðinum heima þekktu hana ekki. En víst er að Unnur mun ætíð standa okkur sem þekktum hana fyrir hugskotssjónum eins og í garðinum heima.

Valdimar Óskarsson (1922-2003)

  • HAH02107
  • Einstaklingur
  • 25.10.1922 - 1.6.2003

Valdimar Óskarsson fæddist í Hverhóli í Skíðadal 25. október 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 1. júní síðastliðinn. Valdimar ólst upp á Kóngsstöðum í Skíðadal.
Útför Valdimars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Arnþrúður Sigurðardóttir (1920-2005)

  • HAH01045
  • Einstaklingur
  • 17.1.1920 - 9.2.2005

Arnþrúður Sigurðardóttir fæddist á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu 17. janúar 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Eir 9. febrúar 2005.
Útför Arnþrúðar fór fram í Fossvogskapellu 18. febrúar í kyrrþey.

Árni Árnason (1888-1971) Stóra-Vatnsskarði

  • HAH01064
  • Einstaklingur
  • 5.9.1888 - 5.8.1971

Bóndi í Vatnsskarði, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Bóndi á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Hann fæddist í Borgarey í Hólmi 5. september 1888 sonur hjónanna Árna Jónssonar snikkara ættuðum úr Vopnafirði og Guðrúnar Þorvaldsdóttur frá Framnesi i Blönduhlíð. Árni átti ekki því láni að fagna, að alast upp með föður slnum, því hann var látinn áður en sonurinn fæddist. Árni ólst því upp með móður sinni og seinni manni hennar, Pétri Gunnarssyni frá Syðra-Vallholti.
Árni fluttist með Pétri og Guðrúnu að Stóra Vatnsskarði árið 1899 og átti þar heima alla ævi eftir það. Nokkru eftir að þau fluttust að Stóra-Vatnsskarði tóku þau Guðrún og Pétur í fóstur litla stúlku tveggja sólarhringa gamla, Guðrúnu Ingibjörgu Nikódemusdóttur, en hún andaðist á þrettánda aldursári árið 1923 og varð mikil eftirsjá fósturforeldrum og fóstursystrunum, sem öll unnu henni mjög, og þegar Árni eignaðist síðar dóttur lét hann hana heita í höfuðið á henni, annað kom ekki til greina. Eftir lát þeirra Péturs og Guðrúnar, en þau létust, hann árið 1923, hún árið 1924, tók við búinu elzti bróðirinn, Þorvaldur, en hann andaðist einnig á árinu 1924 og tóku þá við búi á jörðinni bræðurnir Árni og Benedikt og bjuggu þar í tvíbýli til ársins 1964 að Benedikt andaðist. Árni var þá búinn að missa heilsuna að mestu og lét einnig af búskap.

Ásmundur Guðmundsson (1888-1969) biskup

  • HAH01087
  • Einstaklingur
  • 6.10.1888 - 29.5.1969

Var í Reykjavík 1910. Prestur á Helgafelli í Helgafellssveit 1916-1919. Skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum um tíma. Háskólakennari á Laufásvegi 75, Reykjavík 1930. Prófessor og biskup yfir Íslandi. Síðast bús. á Akranesi.

Valgeir Pálsson (1911-2004)

  • HAH02110
  • Einstaklingur
  • 6.7.1911 - 9.1.2004

Valgeir Matthías Pálsson fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 6. júlí 1911. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 9. janúar síðastliðinn.
Útför Valgeirs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag 16 jan. 2004 og hefst athöfnin klukkan 15.

Valgerður Sigurtryggvadóttir (1922-2006) frá Litlu-Völlum í Bárðardal í S-Þing.

  • HAH02114
  • Einstaklingur
  • 7.8.1922 - 25.7.2006

Valgerður Sigurtryggvadóttir fæddist á Litlu-Völlum í Bárðardal í S-Þing. 7. ágúst 1922. Hún lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi aðfaranótt 25. júlí síðastliðinn 83 ára að aldri.
Útför Valgerðar var gerð frá Fossvogskirkju 3.8.2006 og hófst athöfnin klukkan 13.

Þorkell Sigurðsson (1933-2008) Barkarstöðum

  • HAH02145
  • Einstaklingur
  • 23.3.1933 - 7.10.2008

Þorkell Sigurðsson fæddist á Barkarstöðum í Svartárdal, A-Hún., 23. mars 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 7. október 2008. Þorkell átti heima á Barkarstöðum alla ævi og var bóndi þar allan sinn starfsaldur.
Útför Þorkels fer fram frá Bergsstaðakirkju í dag 18. okt. 2008 og hefst athöfnin kl. 14.

Þormóður Pétursson (1928-2007)

  • HAH02149
  • Einstaklingur
  • 25.7.1929 - 5.2.2007

Þormóður Ingi Pétursson fæddist á Ormsstöðum á Fljótsdalshéraði 25. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu 5. febrúar síðastliðinn eftir erfið veikindi. Þormóður ólst upp austur á Fljótsdalshéraði.
Útför Þormóðs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson (1936-1999) frá Ásbrekku

  • HAH02152
  • Einstaklingur
  • 23.9.1936 - 8.5.1999

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson fæddist að Ási í Vatnsdal 23. september 1936. Hann lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn. Þorsteinn og Ingibjörg hófu búskap í félagi við foreldra hennar 1958 og bjuggu að Varmalandi til vorsins 1998, að þau fluttust til Sauðárkróks.

Þorsteinn Matthíasson (1908-1990)

  • HAH02155
  • Einstaklingur
  • 23.4.1908 - 28.9.1990

Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi Fæddur 23. apríl 1908 Dáinn 28. september 1990 Í dag verður til moldar borinn Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi, kennari og rithöfundur. Hann fæddist í Bjarnarnesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, þann 23. apríl 1908.

Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

  • HAH02160
  • Einstaklingur
  • 27.9.1921 - 3.7.2007

Þorvaldur Þorvaldsson fæddist á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27. september 1921. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Landakoti 3. júlí síðastliðinn. Þorvaldur ólst upp á Þóroddsstöðum og stundaði hin ýmsu sveitastörf. Sælureit átti Þorvaldur í Norðurkotslandi í Grímsnesi og dvaldi þar oft og að loknu dagsverki við að betrumbæta bústaðinn og hlúa að gróðri naut hann þess að koma við á Gömlu Borg og fá sér te og jólaköku, spila bridge, spjalla við gesti og gangandi, njóta tónlistar eða taka dansspor.
Hann var einn traustasti sjálfstæðismaður, sem ég hefi kynnst, með mótaðar skoðanir án þess að vera þröngsýnn og kunni að meta skoðanir annarra.
Hann var fyrst og síðast sjálfstæður einstaklingur, sem mat þýðingu framtaks einstaklinga til velferðar allra.
Útför Þorvaldar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

  • HAH02165
  • Einstaklingur
  • 12.9.1913 - 9.5.1999

Þóra Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1913. Hún lézt á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. maí síðastliðinn. Þóra Sigurgeirsdóttir, rak lengi hótel á Blönduósi, ásamt manni sínum Snorra heitnum Arnfinnssyni búfræðingi
Útför Þóru Sigurgeirsdóttur fór fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 15. maí.

Þórarinn Ólafsson (1935-1998) læknir Hvammstanga

  • HAH02169
  • Einstaklingur
  • 20.3.1935 - 23.2.1998

Þórarinn Böðvar Ólafsson fæddist í Reykjavík 20. mars 1935. Þórarinn ólst upp í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og á Vífilsstöðum.
Hann lést á Landspítalanum að kvöldi 23. febrúar 1998.
Útför Þórarins fór fram frá Hallgrímskirkju4.3.1998 og hófst athöfnin klukkan 15.

Þórður Kristján Runólfsson (1896-1998)

  • HAH02174
  • Einstaklingur
  • 18.9.1896 - 25.9.1998

Þórður Kristján Runólfsson fæddist í bænum Efri-Hrepp í Skorradalshreppi 18. september 1896. Barn að aldrei fluttist Þórður með foreldrum sínum að Hálsum í Skorradal og ólst þar upp. Árið 1913 fór hann sem vinnumaður að Efstabæ í Skorradal og var þar í fjögur ár en fór þá að Fitjum í sömu sveit og var það önnur fjögur ár og einnig í vinnumennsku. Þórður og Halldóra byrjuðu búskap á Draghálsi í Svínadal á vordögum 1921 og voru þar í eitt ár en fluttu þá að Svanga í Skorradal (nafni breytt síðar í Haga), þar bjuggu þau síðan og Þórður þar einbúi í 14 ár eftir lát konu sinnar. Annan október 1996 flutti hann á Davlarheimilið í Borgarnesi. Hafði þá búið í Haga í 74 ár.
Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. september síðastliðinn.
Útför Þórðar fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag og hest athöfnin klukkan 14.

Þórey Daníelsdóttir (1926-2011) Litla-Búrfelli

  • HAH02178
  • Einstaklingur
  • 22.12.1926 - 26.7.2011

Þórey Daníelsdóttir fæddist á Stóra-Búrfelli, Svínavatnshreppi í Austur- Húnavatnssýslu, 22 desember 1926. Hún lést 26. júlí 2011.
Útför Þóreyjar fór fram frá Blönduósskirkju 6. ágúst 2011 í kyrrþey.

Þórunn Scheving Thorsteinsson (1924-2009) sýslumannshúsinu við Aðalgötu

  • HAH02185
  • Einstaklingur
  • 7.10.1924 - 9.1.2009

Þórunn Scheving Thorsteinsson fæddist 7. október 1924. Fyrstu árunum eyddi Þórunn ýmist í foreldrahúsum á Blönduósi eða hjá föðurforeldrum sínum í Reykjavík, Þórunni Stephensen, f. 1860, d. 1942 og Davíð Scheving Thorsteinsson, f. 1855, d. 1938.
Síðustu árin dvaldi Þórunn í góðu yfirlæti á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 9. janúar 2009.
Útför Þórunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Þórunn Ólafsdóttir (1908-1996)

  • HAH02186
  • Einstaklingur
  • 17.4.1908 - 16.8.1996

Þórunn Ólafsdóttir fæddist á Eyri í Svínadal, Hvalfjarðarstrandarhreppi, 17. apríl 1908. Vetrarstúlka á Laugavegi 2, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Hún lést 16. ágúst 1996 á hjúkrunarheimilinu Eir.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Einar Heimir Pétursson (1936-2017) Blönduósi

  • HAH02196
  • Einstaklingur
  • 31.12.1936 - 11.3.2017

Einar Heimir Pétursson fæddist 31. desember 1936 á Blönduósi. Hann lést á líknardeild Landspítalans 11. mars 2017.
Einar greindist fyrst með krabbamein 1997 og lést á líknardeild Landspítalans 11.3. 2017.
Að ósk Einars fór kveðjuathöfn/bálför fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 16. mars 2017.

Kristján Karlsson Hall (1935-2015) Blönduósi

  • HAH02199
  • Einstaklingur
  • 2.4.1935 - 16.6.2015

Kristján K. Hall fæddist á Blönduósi þann 2. apríl 1935. Hann lést á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 16. júní 2015.
Kristján bjó fyrstu æviárin á Blönduósi, en flutti ungur að árum til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systur.
Útför Kristjáns fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu.

Haukur Pálsson (1949-1998) frá Hvassafelli

  • HAH02212
  • Einstaklingur
  • 20.12.1949 - 3.7.1998

Fæddist á Hvassafelli á Blönduósi hinn 20. desember 1949. Haukur ólst upp á Blönduósi til 17 ára aldurs, en fluttist hann þá til Reykjavíkur. Hann
bjó þar í tvö ár en fluttist þá til Grindavíkur og þar kynntist hann konu sinni Ástrósu.
Hann lést á Landspítalanum 3. júlí 1998.
Útför Hauks fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Aase Hjort (1955)

  • HAH02216
  • Einstaklingur
  • 14.6.1955 -

Aase Hjort, f. 14. júní 1955 í Árósum, kennari í Kaupmannahöfn.

Aðalsteinn Dýrmundsson (1886-1959) Stóru-Borg

  • HAH02243
  • Einstaklingur
  • 7.10.1886 - 26.3.1959

Aðalsteinn Dýrmundsson 7. október 1886 - 26. mars 1959 Hjú í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1901. Bóndi á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Stóruborg.

Aðalsteinn Pétursson (1899-1980)

  • HAH02246
  • Einstaklingur
  • 19.9.1899 - 18.6.1980

Aðalsteinn Pétursson Ólafsson f. 19. september 1899 - 18. júní 1980 Verslunarmaður og skrifstofumaður á Patreksfirði.

Agnar Leví Jónsson (1917-2006)

  • HAH02254
  • Einstaklingur
  • 9.5.1917 - 15.10.2006

Agnar Jónsson fæddist á Heggsstöðum í Ytri-Torfustaðahreppi, V-Húnavatnssýslu 9. maí 1917.
Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 15. október 2006.
Útför Agnars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Agnes Jóhannesdóttir (1933-2010)

  • HAH02258
  • Einstaklingur
  • 29.11.1933 - 23.8.2010

Agnes Jóhannesdóttir f. 29. nóvember 1933 - 23. ágúst 2010 Hjúkrunarfræðingur og deildarstjóra ungbarnadeildar Barnaspítala Hringsins, bús. í Kópavogi. Kjörforeldrar skv. Vigurætt: Jóhannes Jónsson, f. 20.8.1902 og Sigrún Helena Jóhannesdóttir, f. 22.12.1908.
Agnes Jóhannesdóttir barnahjúkrunarfræðingur fæddist í Álftafiði 29. nóvember 1933. Hún lést mánudaginn 23. ágúst, 76 ára að aldri.
Agnes verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 30. ágúst 2010, klukkan 15.

Undirfellskirkja (1893)

  • HAH10010
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1893-1990

Undirfellskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Nikulási biskupi í Myra. Útkirkja var að Másstöðum, þar til hún brotnaði í snjóflóði 1811, og í Grímstungu 1849-1881.
Víða voru hálfkirkjur og bænhús í sókninni. Kirkjan, sem nú stendur, er byggð úr steinsteypu 1915. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari, teiknaði hana.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanverðum Vatnsdal. Stendur staðurinn undir Felli (358m y.s.) og er kenndur við það. Fell þetta mun upphaflega hafa heitið Undornfell. Undorn (eða undrun) er eyktamark í fornu máli og merkti sama og nón (kl.3), spr. Völuspá, 6. vísu:
"morgin hétu
ok miðjan dag,
undorn og aftan,
árum at telja."
En fellið er í nónstað frá bænum. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu er bærinn Undirfell nefndur Undunfell. Einnig kemur fyrir rithátturinn Undinfell og Undurnfell og virðist bærinn þannig hafa verið samnefndur fellinu.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann  nú fyrir smásögur sínar. Heildarsafn verka Einars er ritsafn I-IV (1944 og síðar).
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. orláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Turninn rís upp úr nyrðra framhorni hennar. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna (Jesús að blessa börnin). Nokkrir aðrir góðir gripir eru í kirkjunni. Timburkirkjan, sem þarna stóð frá 1893, brann annan í jólum 1913. Sonur síðasta prestsins, Hjörleifs Einarssonar, sem þjónaði að Undirfelli í 30 ár til 1906, var Einar H. Kvaran (1859-1938), rithöfundur. Fyrsti listmálarinn, sem kvað að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924), fæddist að Undirfelli.

Elísabet Guðmundsdóttir (1902-1997) frá Engihlíð

  • HAH01199
  • Einstaklingur
  • 11.6.1902 - 22.11.1997

Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Engihlíð í Langadal 11. júní 1902. Hún lést 22. nóvember 1997.
Útför Elísabetar Guðrúnar fór fram frá Blönduóskirkju 28. nóvember 1997.

Elísabet Pétursdóttir (1919-2006) Lækjarbakka og Reykjavík

  • HAH01202
  • Einstaklingur
  • 12.8.1919 - 13.3.2006

Elísabet Pétursdóttir fæddist á Skagaströnd 12. ágúst 1919. Var í Víkum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum 13. mars 2006.
Útför Elísabetar verður gerð frá Langholtskirkju í dag 21. mars 2006 og hefst athöfnin klukkan 13.

Guðrún Guðmundsdóttir (1950) Hvammstanga og Skagaströnd

  • HAH10019
  • Einstaklingur
  • 3.5.1950 -

Guðrún er fædd 3.maí 1950. Hún er uppalin á Hvammstanga en bjó lengi á Skagaströnd.

Þar starfaði hún meðal annars sem leiðbeinandi í handavinnu aldraðra, rak hannyrðaverslun og fleira slíkt. Fjölskyldan flutti síðan suður fyrir rúmum áratug og síðan þá hefur Guðrún meðal annars staðið fyrir námskeiðum í japönskum pennasaum sem haldin hafa verið víða um land. Jafnhliða því rekur hún verslunina Annoru sem nú orðið er aðeins starfrækt á netinu. Eiginmaður Guðrúnar er Árni Björn Ingvarsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn.

Erla Aðalsteinsdóttir (1929-2016)

  • HAH01207
  • Einstaklingur
  • 13.7.1929 - 15.8.2016

Erla Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. ágúst 2016. Þau bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttust norður í Húnavatnssýslu árið 1961 þar sem þau byggðu bæinn Sturluhól. Árið 1981 fluttu Erla og Snorri á Blönduós og bjuggu þar þangað til Snorri lést. Síðustu árin bjó Erla í Keflavík og á Eir þar sem hún lést.

Útför Erlu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 29. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 15.

Andrés Árnason (1854-1921) Verslunarstjóri hjá Höepfner á Skagaströnd

  • HAH02292
  • Einstaklingur
  • 14.1.1854 - 22.12.1891

Verslunarstjóri hjá Höepfner á Skagaströnd. Andrés var systursonur Bólu-Hjálmars.
Andrés Árnason f. 14.1.1854, Akureyri 40a, Hrafnagilssókn, Eyj. 1870. Verzlunarþjónn í Gilinu, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Verslunarstjóri á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1890, óg.

Andrew Danielsson (1879-1954) ríkisþingmaður Blaine Washingthon

  • HAH02294
  • Einstaklingur
  • 21.12.1879 - 15.9.1954

Andrés Daníelsson f. 21. desember 1879 [22.12.1879] - 15. september 1954 [13.9.1954], var á Harastöðum, Hofssókn, Hún. 1880. Fluttist níu ára til Vesturheims. Settist að í Blaine. Vann fyrstu árin við verslun, en gerðist síðan fasteignasali. Hann var einnig bæjarráðsmaður, ríkisþingmaður og friðdómari um skeið. Jarðsettur í Blaine Cemetery.

Andrés Leifsson (1961) Blönduósi

  • HAH02297
  • Einstaklingur
  • 21.9.1961 -

Andrés Ingiberg Leifsson f. 21. september 1961. Kjörfaðir: Leifur Sveinbjörnsson, f. 2.10.1919 – 22.2 2008 bóndi Hnausum.

Andrés Jónsson (1857-1940) Skarði á Vatnsnesi

  • HAH02298
  • Einstaklingur
  • 3.9.1857 - 23.3.1940

Andrés Jónsson f. 3. september 1857 - 23. mars 1940, Syðri-Reykjum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Var á Syðri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Bóndi í Kothvammi. Bóndi í Skarði, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Var í Bjarmalandi, Grindavíkursókn, Gull. 1930.

Anna Árnadóttir (1851-1924) Köldukinn

  • HAH02307
  • Einstaklingur
  • 6.2.1851 - 1.10.1924

Anna Árnadóttir f. 6. febrúar 1851 - 1. október 1924. Húsfreyja í Köldukinn á Ásum, A-Hún.

Halla Jökulsdóttir (1952-2016) frá Núpi

  • HAH10012
  • Einstaklingur
  • 30.9.1952 - 16.9.2016

Sigurlaug Halla Jökulsdóttir fæddist á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu 30. september 1952. Hún lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri 16. september 2016.

Halla flutti á fimmta ári að Núpi í Laxárdal með foreldrum sínum ásamt tveimur yngri bræðrum, þar sem þau tóku við búi fósturforeldra föðurs hennar. Halla sótti nám í farskóla sveitarinnar, var einn vetur í Blönduskóla og síðan tvo vetur í grunnskólanum á Skagaströnd. Veturinn 1967 vann Halla við mötuneyti Reykjaskóla í Hrútafirði og árið eftir fór hún í Húsmæðraskólann á Laugalandi. Flutti hún þá til Akureyrar og vann við ýmis störf meðal annars við Fjórðungssjúkrahúsið. Eftir að börnin fæddust starfaði Halla jafnhliða barnauppeldi og heimilisstörfum á sjúkrahúsinu á Blönduósi með hléum. Vorið 1980 festu hjónin kaup á jörðinni Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi og ráku þar aðallega eggjabúskap allt til ársins 2008. Halla hafði gaman af félagsmálastörfum og var virkur félagi í JC hreyfingunni um nokkurra ára bil.

Benedikt Blöndal (1887-1968) Brúsastöðum

  • HAH01105
  • Einstaklingur
  • 18.3.1887 - 8.6.1968

Bóndi á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Brúsastöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

Auðbjörg Ámundadóttir (1928-2001) Fossgerði í Eiðaþinghá

  • HAH01046
  • Einstaklingur
  • 25.11.1928 - 5.1.2001

Auðbjörg Ámundadóttir fæddist í Dalkoti í Kirkjuhvammshreppi í V-Húnavatnssýslu 25. nóvember 1928. Hún lést á heimili sínu á Brávöllum 1, Egilsstöðum, aðfaranótt 5. janúar síðastliðins. Auðbjörg og Sigfús fluttu til Blönduóss 1954 frá Reykjavík. Þar starfaði hún sem húsfreyja og Sigfús var búnaðarráðunautur hjá Búnaðarsambandi A-Hún. Árið 1966 fluttist fjölskyldan til Egilsstaða og árið 1972 keyptu þau jörðina Fossgerði í N-Múl. og gerðust bændur. Þau stunduðu búskap til ársins 1996 er þau fluttu aftur til Egilsstaða.
Útför Auðbjargar fór fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Guðmunda Guðmundsdóttir Hansen (1924-2005)

  • HAH01273
  • Einstaklingur
  • 6.10.1924 - 7.4.2005

Guðmunda Guðmundsdóttir fæddist á Blönduósi 6. október 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. apríl síðastliðinn.
Útför Guðmundu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Ármann Eydal Albertsson (1929-2004) frá Keldulandi

  • HAH01061
  • Einstaklingur
  • 8.6.1929 - 20.11.2004

Ármann Eydal Albertsson fæddist á Selá á Skaga 8. júní 1929. Hann lést hinn 20. nóvember síðastliðinn. Ármann ólst upp í sveitinni, fyrst á Selá og síðan á Reykjum á Reykjaströnd. Sumarið 1933 fluttu þau að Keldulandi vegna þess að þrír bræður Sigurlínu féllu frá með skömmu millibili og eftir var forsjárlaust heimili þar.
Útför Ármanns verður gerð frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Anna Steingrímsdóttir (1919-1993) Pálmalundi

  • HAH01031
  • Einstaklingur
  • 18.4.1919- 23.5.1993

Anna Sigríður Steingrímsdóttir - Minning Fædd 18. apríl 1919 Dáin 23. maí 1993 Hún var fædd 18. apríl 1919, en dó 23. maí síðastliðinn.
Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Baldur Magnússon (1918-1992) Hólabaki

  • HAH01100
  • Einstaklingur
  • 21.11.1918 - 5.6.1992

Var á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hólabaki, var oddviti í Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðar skrifstofumaður í Reykjavík.

Bernódus Ólafsson (1919-1996) Skagaströnd

  • HAH01113
  • Einstaklingur
  • 17.3.1919 - 18.9.1996

Bernódus Ólafsson var fæddur á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum 17. mars 1919. Hann lést á Skagaströnd 18. september 1996.
Bernódus ólst upp í Kúvíkum í Reykjarfirði. Útför Bernódusar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag 28. sept 1996 og hefst athöfnin klukkan 14.

Bjarni Pálsson (1927-2004) Ólafshúsi

  • HAH01121
  • Einstaklingur
  • 13.4.1927 - 11.10.2004

Bjarni Pálsson fæddist á Blönduósi 13. apríl 1927. Hann lést 11. okt 2004 síðastliðinn.
Útför Bjarna fer fram frá Blönduóskirkju í dag 23. okt. 2004 og hefst athöfnin klukkan 10.30.

Baldur Pálmason (1919-2010)

  • HAH01101
  • Einstaklingur
  • 17.12.1919 - 11.9.2010

Kristófer Baldur Pálmason fæddist í Köldukinn á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu hinn 17. desember árið 1919. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, 11. september síðastliðin.
Útför Baldurs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 17. september, kl. 15.

Ásta Hannesdóttir (1926-2000) frá Undirfelli

  • HAH01089
  • Einstaklingur
  • 11.7.1926 - 26.9.2000

Ásta Hannesdóttir fæddist á Undirfelli í Vatnsdal 11. júlí 1926. Hún lést á líknardeild Landspítalans 26. september 2000. Ásta verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. október og hefst athöfnin klukkan 10.30.

Birgir Snæbjörnsson (1929-2008)

  • HAH01115
  • Einstaklingur
  • 20.8.1929 - 17.7.2008

Séra Birgir Snæbjörnsson, prestur og prófastur á Akureyri, fæddist á Akureyri 20. ágúst 1929. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí síðastliðins á sjötugasta og níunda aldursári.
Útför sr. Birgis fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 10. ágúst 2008 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum

  • HAH01119
  • Einstaklingur
  • 24.2.1891 - 25.1.1984

Var í Reykjavík 1910. Farkennari og bóndi á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Heimili: Blöndudalshólar, Bólstaðarh.hr. Var á Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Í dag er gerð frá Bólstaðahlíðarkirkju í Húnaþingi útför Bjarna Jónassonar frá Blöndudalshólum í Blöndudal. Hann var fæddur í Þórormstungu í Vatnsdal 24. febrúar 1891, en lést á héraðshælinu á Blönduósi aðfaranótt 26. janúar. Bjarni varð því nær 93 ára gamall. Það er fljótfarið yfir langa mannsævi á þennan hátt. En ævi Bjarna Jónassonar náði yfir þau ár sem brúa fornan tíma og nýjan á íslandi, og hann var einn af brúargerðarmönnunum.

Berta Jónsdóttir Snædal (1924-1996)

  • HAH01114
  • Einstaklingur
  • 4.11.1924 - 1.1.1996

Berta Andrea Jónsdóttir Snædal fæddist 4. nóvember 1924 á Tanga, Búðum í Fáskrúðsfirði. Hún lést á Landspítalanum síðstliðinn nýársdag.
Útför Bertu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag 9. jan 1996 og hefst athöfnin kl. 15.

Bogi Þorsteinsson (1918-1998) flugumferðarstjóri Keflavíkurflugvelli

  • HAH01150
  • Einstaklingur
  • 2.8.1918 - 17.12.1998

Bogi Ingiberg Þorsteinsson fæddist 2. ágúst 1918 í Ljárskógaseli í Hjarðarholtssókn. Hann lést að morgni 17. desember 1998 á Landspítalanum.
Útför Boga fór fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag 29. des. 1998 og hófst athöfnin klukkan 14. jarðsett verður í Innri-Njarðvíkurkirkjureit.

Björn Jósefsson (1896-1971) Hrappsstöðum

  • HAH01137
  • Einstaklingur
  • 11.9.1896 - 4.8.1971

Bóndi á Hrappsstöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Hrappsstöðum, síðar bús. á Akranesi. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.

Daníel Brandsson (1910-1994)

  • HAH01164
  • Einstaklingur
  • 10.12.1910 - 5.11.1994

Daníel Brandsson fæddist á Fróðastöðum í Hvítársíðu 10. desember 1910. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 5. nóvember 1994. Útför Daníels fer fram frá Reykholtskirkju í dag 12. 11. 1994.

Eggert Konráðsson (1920-2008) Kistu í Vesturhópi

  • HAH01173
  • Einstaklingur
  • 13.7.1920 - 6.7.2008

Eggert Ágúst Konráðsson fæddist í Kárdalstungu í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 13. júlí 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 6. júlí 2008. Eggert vann öll hefðbundin sveitastörf sem vinnumaður á ýmsum bæjum í Vatnsdalnum, þar til hann hóf búskap sjálfur með Selmu sinni, fyrst voru þau í Vatnsdalnum voru síðan eitt ár í Sölvadal í Eyjafirði, en árið 1954 baust þeim að flytja að Kistu í Vesturhópi þar sem þau bjuggu síðan til ársins 1989 er þau fluttu til Hvammstanga.
Eggert var jarðsunginn frá Hvammstangakirkju 14. júlí 2008

Eiríkur Erlendsson (1906-1987) Hnausum

  • HAH01185
  • Einstaklingur
  • 12.9.1906 - 16.9.1987

Eiríkur Erlendsson var fæddur 12. september 1906 á Blöndudalshólum í A-Húnavatnssýslu. Hann var síðast bóndi á Hnausum í Húnaþingi en fluttist til Reykjavíkur 1929.

Elisabeth Berndsen (1918-2002) Stóra-Bergi

  • HAH01188
  • Einstaklingur
  • 11.6.1918 - 5.3.2002

Elisabeth G. Berndsen fæddist á Skagaströnd 11. júní 1918. Hún lést á St. Jósepsspítala 5. mars 2002.
Útför Elisabethar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. mars.

Elínborg Margrét Jónsdóttir (1921-2007) Kennari á Skagaströnd

  • HAH01197
  • Einstaklingur
  • 30.6.1921 - 7.1.2007

Elínborg Margrét Jónsdóttir fæddist á Másstöðum í Vatnsdal 30. júní 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 7. janúar 2007. Var á Másstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Röðulfelli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Kennari á Skagaströnd um áratuga skeið. Áhugamanneskja um ættfræði og starfaði m.a. að útgáfu Ættum Austur-Húnvetninga. Elínborg ólst upp í foreldrahúsum á Másstöðum. Um 1950 flutti hún til Skagastrandar og bjó þar til dauðadags.

Garðar Pálsson Þormar (1920-2007)

  • HAH01233
  • Einstaklingur
  • 27.11.1920 - 5.7.2007

Garðar Pálsson Þormar fæddist í Neskaupstað 27. nóvember 1920. Hann andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 5. júlí 2007.
Var í Neskaupstað 1930. Sjómaður, bifreiðastjóri og verkstjóri.
Garðar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Gissur Jónsson (1908-1999) Valadal á Skörðum

  • HAH01242
  • Einstaklingur
  • 25.3.1908 - 24.3.1999

Var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Bóndi í Valadal á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi.
Gissur Jónsson, bóndi í Valadal á Skörðum, fæddist á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð hinn 25. mars 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 24. mars 1999.
Útför Gissurar fór fram frá Víðimýrarkirkju í Skagafirði 3. apríl.

Björn Jósafat Jósafatsson (1868-1957) Gauksmýri

  • HAH02854
  • Einstaklingur
  • 15.8.1868 - 8.6.1957

Björn Jósafat Jósafatsson 15. ágúst 1868 - 8. júní 1957 niðursetningur í Nípukoti, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870 og Fosshóli 1880. Bóndi á Gauksmýri í Línakradal, Kirkjuhvammshr., V-Hún. Barn: Kristjana, andvana fædd.

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

  • HAH10031
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1000-2005

Sveinsstaðahreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu fram til ársloka 2005. Hreppurinn var kenndur við Sveinsstaði í utanverðum Vatnsdal. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.

  1. nóvember 2004 samþykktu íbúar sveitarfélagsins sameiningu við Bólstaðarhlíðarhrepp, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepp og gekk hún í gildi 1. janúar 2006. Nýja sveitarfélagið hlaut nafnið Húnavatnshreppur í fyrstu kosningunum í sameinuðu sveitarfélagi 10. desember 2005.

Björn Sveinbjörnsson (1925-1985)

  • HAH02899
  • Einstaklingur
  • 30.12.1925 - 23.7.1985

Björn Sveinbjörnsson 30. desember 1925 - 23. júlí 1985 Var á Knarrarbergi, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Stud.art í Reykjavík 1945. Verkfræðingur, forstöðumaður Staðladeildar. Síðast bús. í Garðabæ.
Björn Sveinbjörnsson verkfræðingur. Björn fæddist á Knarrarbergi við Eyjafjörð 30. desember 1925. Foreldrar Björns voru hjónin Guðrún Þ. Björnsdóttir frá Veðramóti og Sveinbjörn Jónsson byggingameistari frá Þóroddsstoðum í Ólafsfirði. Guðrún var um þessar mundir garðyrkjukona í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Kom heim frá námi vorið 1915 sem fyrsta lærða garðyrkjukonan á íslandi og tók þá strax við storfum hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og hafði starfað þar síðan. Sveinbjörn var nýkominn frá Noregi, hafði stundað þar nám í byggingafræði. Bæði áttu þau hjón fagra drauma og háleitar hugsjónir. Í Gróðrarstöðinni bjó Guðrún við þröngan húsakost því var undinn bráður bugur að því að byggja nýtt heimili og því valinn staður austan Eyjafjarðar skammt fyrir norðan Kaupang. Þar fengu þau landspildu og byggðu sér vandaðan bæ, nýbýli, er þau nefndu Knarrarberg. Þau fluttust þangað snemma árs 1925, og þar fæddist sama ár einkabarn þeirra hjóna, sem var skírt Björn.

Borghildur Oddsdóttir (1886-1975) Reykjavík

  • HAH02927
  • Einstaklingur
  • 21.8.1886 - 4.7.1975

Borghildur Oddsdóttir 21. ágúst 1886 - 4. júlí 1975 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Vinnukona í Þröm, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930.

Bryndís Fanný Guðmundsdóttir (1956)

  • HAH02937
  • Einstaklingur
  • 10.12.1956 -

Bryndís Fanny Guðmundsdóttir 10. desember 1956 Var í Holti, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Sjúkraþjálfari Seltjarnarnesi.

Bryndís Júlíusdóttir (1945) Mosfelli

  • HAH02938
  • Einstaklingur
  • 28.4.1945 -

Bryndís Júlíusdóttir f. 28. apríl 1945 Mosfelli. Kjörforeldrar skv. Hún. og A- og V-Hún. 1957.: Guðrún Sigvaldadóttir, f.6.9.1905, d.1.8.1981, og Júlíus Jónsson, f.19.6.1896, d.17.5.1991.

Brynja Bjarnadóttir (23.1.1942)

  • HAH02943
  • Einstaklingur
  • 23.1.1942 -

Brynja Bjarnadóttir 23. janúar 1942 Var í Brautarholti, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Brynjólfur Lýðsson (1875-1970) Ytri-Ey

  • HAH02960
  • Einstaklingur
  • 3.11.1875 - 27.4.1970

Brynjólfur Lýðsson 3. nóvember 1875 - 27. apríl 1970 Bóndi og smiður á Ytri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Ytri-Ey í Vindhælishreppi. Var í Sæbóli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.
Vann hvalinn undan Vindhælisstöðum 1918 ásamt Lýði syni sínum.

Brynjólfur Vigfússon (1856-1937)

  • HAH02962
  • Einstaklingur
  • 18.12.1856 - 13.10.1937

Brynjólfur Vigfússon 18. desember 1856 - 13. október 1937 Mótoristi, snikkari og bóndi í Simbakoti og Merkisteini á Eyrarbakka. Ósi Blönduósi 1920-dd.

Brynjúlfur Dagsson (1905-1963)

  • HAH02963
  • Einstaklingur
  • 9.9.1905 - 23.2.1963

Brynjúlfur Dagsson 9. september 1905 - 23. febrúar 1963 Læknir á Breiðumýri í Reykjadal, S-Þing. 1940. Læknir Hvammstanga 1945-1955, og Kópavogi.

Böðvar Örn Sigurjónsson (1954)

  • HAH02976
  • Einstaklingur
  • 27.4.1954 -

Böðvar Örn Sigurjónsson 27. apríl 1954 heimilislæknir Blönduósi 1993, formaður Leikfélagsins 1994. Formaður Norrænafélagsins 1993. Annar eigandi að Salastöðinni, einkarekinni heilsugæslustöð.

Carl Frederik Madsen (1854-1912) C F Madsen

  • HAH02980
  • Einstaklingur
  • 5.4.1871 - 25.4.1931

C.F. Madsen, Carl Frederik Madsen, 5.4.1871-25.4.1931, kaupmaður. Fæddur í Næstved, dáinn í Hamburg, grafinn í Ordrup.

Carl Frederik Schiöth (1873-1928)

  • HAH02981
  • Einstaklingur
  • 20.3.1873 - 15.6.1928

Carl Frederik Schiöth 20. mars 1873 - 15. júní 1928 Með foreldrum á Akureyri fram um 1890. Kaupmaður á Eskifirði 1900. Verslunarstjóri og heildsali á Akureyri, var þar 1920. Síðast kaupmaður í Hrísey. Nefndur Karl Friðrik í Krossaætt og Skagfirskum æviskrám.

Caroline Mathilde Schytte-Jensen (1848-1935)

  • HAH02984
  • Einstaklingur
  • 1.3.1848 - 24.9.1935

Caroline Mathilde Schytte Jensen (født 1. mars 1848 i Fredrikshald (now Halden), in Østfold, død 24. september 1935 i Oslo) var en norsk forfatter og komponist, særlig kjent for barnesanger som Tre søte småbarn (også kalt Venter på far) og Ride ride ranke.

Niðurstöður 8001 to 8100 of 10412