Undirfellskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Nikulási biskupi í Myra. Útkirkja var að Másstöðum, þar til hún brotnaði í snjóflóði 1811, og í Grímstungu 1849-1881.
Víða voru hálfkirkjur og bænhús í sókninni. Kirkjan, sem nú stendur, er byggð úr steinsteypu 1915. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari, teiknaði hana.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanverðum Vatnsdal. Stendur staðurinn undir Felli (358m y.s.) og er kenndur við það. Fell þetta mun upphaflega hafa heitið Undornfell. Undorn (eða undrun) er eyktamark í fornu máli og merkti sama og nón (kl.3), spr. Völuspá, 6. vísu:
"morgin hétu
ok miðjan dag,
undorn og aftan,
árum at telja."
En fellið er í nónstað frá bænum. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu er bærinn Undirfell nefndur Undunfell. Einnig kemur fyrir rithátturinn Undinfell og Undurnfell og virðist bærinn þannig hafa verið samnefndur fellinu.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar. Heildarsafn verka Einars er ritsafn I-IV (1944 og síðar).
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. orláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.
Turninn rís upp úr nyrðra framhorni hennar. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna (Jesús að blessa börnin). Nokkrir aðrir góðir gripir eru í kirkjunni. Timburkirkjan, sem þarna stóð frá 1893, brann annan í jólum 1913. Sonur síðasta prestsins, Hjörleifs Einarssonar, sem þjónaði að Undirfelli í 30 ár til 1906, var Einar H. Kvaran (1859-1938), rithöfundur. Fyrsti listmálarinn, sem kvað að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924), fæddist að Undirfelli.