Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Þóra Sigurgeirsdóttir hótelstýra Blönduósi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.9.1913 - 9.5.1999

History

Þóra Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1913. Hún lézt á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. maí síðastliðinn. Þóra Sigurgeirsdóttir, rak lengi hótel á Blönduósi, ásamt manni sínum Snorra heitnum Arnfinnssyni búfræðingi
Útför Þóru Sigurgeirsdóttur fór fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 15. maí.

Places

Ísafjörður: Blönduós:

Legal status

Functions, occupations and activities

Þóra og Snorri tóku við kúabúi í Siglufirði, í eigu Siglufjarðarkaupstaðar, árið 1933 og sáu um rekstur þess af miklum myndarskap til ársins 1939. Þá hófu þau eigin atvinnurekstur og hösluðu sér völl í þjónustu við ferðafólk, sem þá var ung atvinnugrein hér á landi. Í raun má segja að þau Þóra og Snorri hafi verið meðal frumkvöðla í hótelrekstri og ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þau hófu hótelrekstur í Borgarnesi árið 1939 en fluttu sig síðan til Blönduóss árið 1943, þar sem þau ráku hótel um langt árabil, eða þar til heilsa eiginmannsins bilaði árið 1962. Á blómatíma í rekstri þeirra hjóna var Blönduós vinsæll áningarstaður, hvort heldur fólk var á leið norður af höfuðborgarsvæðinu eða suður úr byggðum beggja vegna Tröllaskaga. Þá vóru miklar annir hjá Þóru Sigurgeirsdóttur, sem sinnti hótelrekstrinum og störfum honum tilheyrandi til jafns við eiginmanninn. Eftir að þau hættu rekstri hótelsins fluttu þau í Hveragerði, þar sem Þóra tók við matráðskonustarfi hjá Elliheimilinu Ási þar á staðnum. Eftir lát manns síns vann Þóra við saumaskap í Reykjavík og síðar eftir að hún flutti aftur til Blönduóss starfaði hún þar við saumaskap hjá Pólarprjóni. Þóra hafði stóru heimili að sinna, samhliða umfangsmiklum atvinnurekstri, sem hún var vakin og sofin í. Vinnudagur hennar var því oft langur og eflaust hefur áreiti, sem atvinnurekstri fylgir, mætt á henni sem öðrum, er hafa í mörg horn að líta. En alltaf gekk hún til verka glöð í bragði, háttvís og hógvær, glæst og gjöful. Hún lét heldur ekki sitt eftir liggja í félagsstarfi Blönduósinga og var heiðursfélagi í Kvenfélaginu Vöku þar á staðnum. Þá vann hún sjálfboðaliðsvinnu við Heimilisiðnaðarsafnið á staðnum. Seinustu þrjú árin dvaldi Þóra á ellideild Heilsugæslustöðvar A- Hún. Þóra var næstelst sjö systkina.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar vóru Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 6. desember 1891, d. 25. júní 1950, og Sigurgeir Sigurðsson skipstjóri á Ísafirði, f. 2. apríl 1886, d. 10 september 1963.
Börn Ingibjargar og Sigurgeirs voru sjö:
1) Jóhann Árni Sigurgeirsson f. 16. ágúst 1911 - 2. mars 1987. Sjómaður og síðar verslunarmaður á Ísafirði.
2) Þóra, sem fyrr er getið,
3) Svava Sigurgeirsdóttir f. 26. ágúst 1915 - 8. júlí 1990, léttastúlka á Ísafirði 1930. Síðast bús. á Akureyri.
4) Gústav Sigurgeirsson f. 5. nóvember 1919 - 25. desember 1993. Múrari á ísafirði og í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Fyrri kona hans var Guðrún Sveinsdóttir frá Borgarnesi. Seinni kona Gústavs var Ragnhildur Jósepsdóttir, ættuð úr Eyjafirði, matráðskona.
5) Sumarliði Sigurgeirsson f. 26. janúar 1922 - 12. febrúar 1936 Var á Ísafirði 1930.
6) Elísabet Þórunn Sigurgeirsdóttir f. 23. september 1926 - 11. nóvember 2015. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957, maður hennar Sverrir Kristófersson (1921-1995).
7) Þorgerður Sigurgeirsdóttir f. 14. desember 1928 - 6. mars 2015. Starfaði um árabil hjá Raunvísindastofnun Háskólans, síðast bús. í Kópavogi. Gegndi ýmsum félagsstörfum.

Þóra giftist 8. maí 1932 Snorra Arnfinnssyni, búfræðingi, f. 19. júlí 1900 að Brekku í Nauteyrarhreppi í Ísafjarðarsýslu, d. 28. júní 1970. Foreldrar hans vóru: Jónína Jónsdóttir, f. 28. júlí 1865 í Ásgarði í Dalasýslu, og Arnfinnur Jens Guðnason, f. 24. ágúst 1872 að Brekku í Kirkjubólssókn.
Snorri var bústjóri kúabús að Hóli í Siglufirði 1933 til 1939. Þau hjón ráku síðan hótel og veitingaskála í Borgarnesi 1939 til 1943. Þau settu á stofn Hótel Blönduós 1943, er þau ráku til ársins 1962, er heilsa Snorra bilaði. Þóra og Snorri eignuðust átta börn, sex syni og tvær dætur:
1) Geir, f. 31. ágúst 1932 Járnsmiður Reykjavík. M1 María Halldóra Steingrímsdóttir f. 14. maí 1934 - 24. febrúar 1999 Bús. í Blönduóshr. 1957. Síðast bús. á Dalvík. þau skildu. Maki 2 Guðrún Ólafsdóttir f. 30. nóvember 1936 hjúkrunarfræðingur, þau skildu. Maki 3 Aðalheiður Ólafsdóttir f. 3. apríl 1962. Aðalheiður er einungis sögð vera barnsmóðir Geirs í Kotárætt. Maki 4 Vigdís Violeta Rosento f. 26. febrúar 1949. Hét áður Violeta Chaves Rosento.
2) Þór, f. 19. september 1933. Garðyrkjumaður Reykjavík, maki Sigurbjörg Lilja Guðmundsdóttir f. 1. mars 1937
3) Kári, f. 14. september 1935 útgerðarmaður Blönduósi, maki Kolbrún Rósa Ingjaldsdóttir f. 31. ágúst 1938 - 9. október 2016 Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Rak efnalaug og hörpudiskvinnslu ásamt eiginmanni sínum á Blönduósi og stofnaði ásamt öðrum tvö útgerðarfélög.
4) Valur Snorrason 15. nóvember 1936 - 7. mars 1994 Rafvrikjameistari. Var lengi ráðsmaður á Héraðshælinu á Blönduósi. Var á Hótel Blönduósi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi., maki Kristín Ágústsdóttir f. 28.6.1940, Póstmeistari Blönduósi.
5) Örn Snorrason f. 9. febrúar 1940 - 25. mars 2010, vélstjóri Reykjavík, kona hans Guðrún Jóhanna Jóhannsdóttir f. 5. ágúst 1939, þau skildu.
6) Sævar, f. 13. desember 1943 rafvirki Hafnarfirði, maki1 Helga Sigurðardóttir f. 30. janúar 1944 - 16. september 1990, sjúkraliði Reykjavík. Maki2 Aldís Sjöfn Haraldsdóttir f. 15. febrúar 1946.
7) Inga Jóna Snorradóttir f. 17. mars 1946 - 18. mars 2017, maki1 Magnús Örn Benediktsson f. 10. ágúst 1944 Ísafirði, þau skildu. Maki2 Hafsteinn Jóhannsson f. 23. nóvember 1944 bóndi Bálkastöðum á Heggstaðanesi.
8) Sigríður Kristín Snorradóttir f. 16. desember 1948. Maki Lárus Helgason f. 14. mars 1949 Meðalheimi í Torfalækjahr., A-Hún. 1957, bifvélavirki Blönduósi. Kjörsonur: Snorri Þór Lárusson, f. 3.9.1970, faðir hans Alain Chatelain, f. í Frakklandi.
Barnabörn Þóru og Snorra eru 40, barnabarnabörn 63 og barnabarnabarnabörn 4. Afkomendur þeirra eru því 115 talsins.

General context

Relationships area

Related entity

Sverrir Kristófersson (1921-1995) Halldórshúsi utan ár, Blönduós (3.3.1921 - 9.12.1995)

Identifier of related entity

HAH02072

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Mágur. Sverrir var giftur Elísabetu systur Þóru.

Related entity

Helgi Sveinbjörnsson (1917-1995) Helgafelli Blönduósi (26.5.1917 - 11.10.1995)

Identifier of related entity

HAH01424

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Lárus sonur Helga er giftur Sigríði dóttur Þóru

Related entity

Helga Sigurðardóttir (1944-1990) Blönduósi (30.1.1944 - 16.9.1990)

Identifier of related entity

HAH05197

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Sævar maður Helgu var sonur Þóru

Related entity

Örn Snorrason (1940-2010) Hemmertshúsi (Snorrahúsi) (9.2.1940 - 25.3.2010)

Identifier of related entity

HAH02195

Category of relationship

family

Type of relationship

Örn Snorrason (1940-2010) Hemmertshúsi (Snorrahúsi)

is the child of

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

9.2.1940

Description of relationship

Related entity

Geir Snorrason (1932) (31.8.1932 -)

Identifier of related entity

HAH03716

Category of relationship

family

Type of relationship

Geir Snorrason (1932)

is the child of

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

31.8.1932

Description of relationship

Related entity

Kári Snorrason (1935) Blönduósi (14.9.1935 -)

Identifier of related entity

HAH06205

Category of relationship

family

Type of relationship

Kári Snorrason (1935) Blönduósi

is the child of

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

14.9.1935

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir (1891-1950) Ísafirði (6.12.1891 - 25.6.1950)

Identifier of related entity

HAH07058

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir (1891-1950) Ísafirði

is the parent of

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

12.9.1913

Description of relationship

Related entity

Sigurgeir Sigurðsson (1886-1963) skipstjóri Ísafirði (2.4.1886 - 10.9.1963)

Identifier of related entity

HAH07059

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurgeir Sigurðsson (1886-1963) skipstjóri Ísafirði

is the parent of

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

12.9.1913

Description of relationship

Related entity

Valur Snorrason (1936-1994) rafvirkjameistari Blönduósi (15.11.1936 - 7.3.1994)

Identifier of related entity

HAH02118

Category of relationship

family

Type of relationship

Valur Snorrason (1936-1994) rafvirkjameistari Blönduósi

is the child of

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

15.11.1936

Description of relationship

Related entity

Elísabet Sigurgeirsdóttir (1926-2015) Halldórshúsi (23.9.1926 - 11.11.2015)

Identifier of related entity

HAH03245

Category of relationship

family

Type of relationship

Elísabet Sigurgeirsdóttir (1926-2015) Halldórshúsi

is the sibling of

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

23.9.1926

Description of relationship

Related entity

Snorri Arnfinnsson (1900-1970) hótelstjóri Blönduósi (19.7.1900 - 28.6.1970)

Identifier of related entity

HAH02001

Category of relationship

family

Type of relationship

Snorri Arnfinnsson (1900-1970) hótelstjóri Blönduósi

is the spouse of

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

8.5.1932

Description of relationship

Börn þeirra 1) Geir, f. 31. ágúst 1932. 2) Þór, f. 19. september 1933. 3) Kári, f. 14. september 1935. 4) Valur Snorrason f. 15. nóvember 1936 - 7. mars 1994. 5) Örn Snorrason f. 9. febrúar 1940 - 25. mars 2010. 6) Sævar, f. 13. desember 1943. 7) Inga Jóna Snorradóttir f. 17. mars 1946 - 18. mars 2017. 8) Sigríður Kristín Snorradóttir f. 16. desember 1948.

Related entity

Hemmertshús Blönduósi 1882 (1882 -)

Identifier of related entity

HAH00102

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hemmertshús Blönduósi 1882

is controlled by

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

Dates of relationship

1943

Description of relationship

1943-1970

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02165

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places