Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Parallel form(s) of name

  • Unnur Sigurdís Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum
  • Unnur Sigurdís Þorsteinsdóttir frá Eyjólfsstöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

9.11.1910 - 6.1.1987

History

Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Hún fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, sem er ein fegursta sveit landsins þarsem tign, fegurð og mildi fylla sjóndeildarhringinn.
Alltaf bjuggu þær systur með foreldrum sínum, lengst af á Bergstaðastræti 64. Það hús keyptu þau Eyjólfsstaðahjónin og þar nutu þau elliáranna við hina bestu umönnun og hlýju þeirra systra. Eftir lát þeirra keyptu þær Unnur og Hulda íbúð í Stóragerði 32 og bjuggu þar saman. Mig langar til að þakka þeim systrum fyrir alla þá velvild og hlýju sem þær hafa alla tíð sýnt mér og fjölskyldu minni.
Síðustu árin var Unnur á sjúkrahúsi. Þrek hennar var þrotið. Þeirsem komu að finna hana og mundu hana unga og lífsglaða við að hlúa að blómum í garðinum heima þekktu hana ekki. En víst er að Unnur mun ætíð standa okkur sem þekktum hana fyrir hugskotssjónum eins og í garðinum heima.

Places

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal: Reykjavík 1938:

Legal status

Unnur stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1930-31. Hún var mikið fyrir hannyrðir og gerði þar marga fallega hluti. Sú list fylgdi henni æ síðan.

Functions, occupations and activities

Í Reykjavík vann Unnur við verslunarstörf og lengst var hún í verslun Lúðvíks Storr á Laugavegi 15. Unnur þótti góð afgreiðslustúlka, viðræðuþýð og ráðholl viðskiptavinum. Þar vann líka Hulda systir hennar, hún er tveimur árum yngri. Þær systur voru mjög samrýndar, þótt þær væru í sumu ólíkar að eðlisfari.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Margrét Oddný Jónasdóttir f. 11. október 1879 - 4. júlí 1961.
Foreldrar Margrétar voru Jónas Guðmundsson (1835-1913) og Steinunn Steinsdóttir (1840-1915). Húsfreyja á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. og Þorsteinn Konráðsson f. 16. september 1873 - 9. október 1959. Bóndi á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi, smiður, kennari, oddviti, organisti og fræðimaður á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, A-Hún. og síðar skrifstofumaður í Reykjavík. Bókari í Reykjavík 1945. Fósturdóttir skv. ÍÆ.: Margrét Jósefsdóttir átti Guðmund Jóhannsson málameistara. Bróðir hans var Eggert á Haukagili.
Bæði voru þau komin af traustu og göfugu bændafólki. Á fyrstu búskaparárum sínum á Eyjólfsstöðum byggðu þau sér stórt og vandað íbúðarhús úr steinsteypu, sem enn í dag er eitt stærsta og formfegursta hús í sveitum landsins. Þau hjón áttu 9 börn, misstu eitt nýfætt. Þá ólu þau upp eina fósturdóttur.

Systkini Unnar voru
1) Sigurður Jónas Þorsteinsson 10. maí 1901 - 16. apríl 1946 Húsbóndi á Hallveigarstíg 8 a, Reykjavík 1930. Stórkaupmaður og iðnrekandi í Reykjavík 1945. Eiginkona Kristín Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík í Flóa.
2) Jóhannes Nordal Þorsteinsson 18. október 1905 - 12. júní 1937 Húsbóndi á Laugavegi 81, Reykjavík 1930. Iðnrekandi í Reykjavík. Eiginkona Anna Gísladóttir frá Saurbæ í Vatnsdal.
3) Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir 12. febrúar 1907 - 20. nóvember 1995 Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Eiginmaður Magnús Hannesson, rafvirkjam. frá StóruSandvík í Flóa.
4) Hulda Sigríður Þorsteinsdóttir 27. mars 1913 - 2. september 1988 Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Hannes Eggert Þorsteinsson 19. febrúar 1918 - 21. júní 2005 stórkaupmaður. Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Eiginkona 1945, Jóhanna Thorlacius fæddist í Reykjavík 9. júlí 1920. Hún lést á Droplaugarstöðum 2. september 2012.
Foreldrar hennar voru Júlíana Guðfinna Guðnadóttir Thorlacius, f. 3. júlí 1877, d. 20. maí 1959 og Kristján Sigmundur Þorleifsson, f. 10. október 1862, d. 2. maí 1925.
6) Konráð Þorsteinsson 31. ágúst 1919 - 10. mars 1978 Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Eiginkona Steinunn Vilhjálmsdóttir. Þau slitu samvistum.
7) Kristín Þorsteinsdóttir 22. september 1924 - 14. janúar 2004 Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Verslunareigandi í Reykjavík. Guðlaugur Guðmundsson 21. júlí 1914 - 25. nóvember 2002, frá Sunnuhlíð, vinnumaður í Koti, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kaupmaður og leigubifreiðarstjóri. Síðast bús. í Reykjavík. Rithöfundur.
Fóstursystir:
8) Margrét Oddný Jósepsdóttir 14. ágúst 1917 - 28. apríl 1999 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Eiginmaður Guðmundur Jóhannesson.

General context

„Þeir voru bræður Þorsteinn á Eyjólfsstöðum og Eggert á Haukagili, faðir minn. Við krakkarnir á báðum bæjunum vorum alin upp með hugarfari ættrækni, enda var ættrækniskenndin almennt miklu sterkari á þessum árum en nú. Hvað okkur snerti var samgangur á milli bæjanna ekki mikill, það var svo langt í þá daga og áin óbrúuð á milli. En þegar við fengum að fara út að Eyjólfsstöðum, varþað alltaf mikil hátíð. Það var tekið svo vel á móti okkur, þar var allt svo fínt og sérstakur blær yfir öllu. Húsið var stórt og fallegt, enda langbest byggða íbúðarhúsið í sveitinni um margra ára skeið. Og að fara yfir ána á ferju - hvílíkt undur. Ég sé enn fyrir mér Þorstein ganga hægum skrefum niður túnið og eitthvað af börnunum með, renna svo bátnum út á ána eins og ekkert væri og setjast undir árar og róa yfir. Þetta var hámark mikil leikans í mínum augum.“

Relationships area

Related entity

Margrét Jónasdóttir (1879-1961) Eyjólfsstöðum (10.10.1879 - 4.7.1961)

Identifier of related entity

HAH06622

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Jónasdóttir (1879-1961) Eyjólfsstöðum

is the parent of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

9.11.1910

Description of relationship

Related entity

Kristín Þorsteinsdóttir (1924-2004) frá Eyjólfsstöðum (22.9.1924 - 14.1.2004)

Identifier of related entity

HAH01676

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Þorsteinsdóttir (1924-2004) frá Eyjólfsstöðum

is the sibling of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

22.9.1924

Description of relationship

Related entity

Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum (27.3.1913 - 2.9.1988)

Identifier of related entity

HAH01467

Category of relationship

family

Type of relationship

Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum

is the sibling of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

27.3.1913

Description of relationship

Related entity

Sigurður Jónas Þorsteinsson (1901-1946) frá Eyjólfsstöðum (10.5.1901 - 16.4.1946)

Identifier of related entity

HAH09235

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurður Jónas Þorsteinsson (1901-1946) frá Eyjólfsstöðum

is the sibling of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

9.11.1910

Description of relationship

Related entity

Guðrún Þorsteinsdóttir (1907-1995) frá Eyjólfsstöðum (12.2.1907 - 20.11.1995)

Identifier of related entity

HAH04407

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Þorsteinsdóttir (1907-1995) frá Eyjólfsstöðum

is the sibling of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

9.11.1910

Description of relationship

Related entity

Haukur Eggertsson (1913-2006) Haukagili (8.11.1913 - 24.4.2006)

Identifier of related entity

HAH01391

Category of relationship

family

Type of relationship

Haukur Eggertsson (1913-2006) Haukagili

is the cousin of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

Description of relationship

Eggert á Haukagili faðir Hauks og Þorsteinn á Eyjólfsstöðum faðir Unnar voru bræður

Related entity

Sverrir Eggertsson (1920-1987) Haukagili (22.11.1920 - 12.6.1987)

Identifier of related entity

HAH02070

Category of relationship

family

Type of relationship

Sverrir Eggertsson (1920-1987) Haukagili

is the cousin of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

Description of relationship

Eggert á Haukagili faðir Sverris og Þorsteinn á Eyjólfsstöðum faðir Unnar voru bræður

Related entity

Anna Gísladóttir (1906-1993) frá Saurbæ (26.4.1906 - 27.12.1993)

Identifier of related entity

HAH02318

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Gísladóttir (1906-1993) frá Saurbæ

is the grandchild of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

Description of relationship

Maður Önnu var Jóhannes Nordal bróðir Unnar

Related entity

Guðrún Þorsteinsdóttir (1848-1917) Haukagili (1.1.1848 - 21.3.1917)

Identifier of related entity

HAH04406

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Þorsteinsdóttir (1848-1917) Haukagili

is the grandparent of

Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum

Dates of relationship

1910

Description of relationship

Faðir hennar Þorsteinn (1873-1959) sonur Margrétar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02104

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 9.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places