Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

7.12.1893 - 20.6.1969

History

Fæddur 7. desember 1893 - 20. júní 1969. Bóndi og prestur á Barði, Barðssókn, Skag. 1930. Prestur og rithöfundur á Barði í Fljótum, Skag. 1921-1931 og á Breiðabólstað i Vesturhópi eftir 1931. Síðast bús. í Reykjavík.
Hinn 20. f.m. andaðist á heimili sínu, Ljósheimum 4 hér í Reykjavík, séra Stanley Guðmundsson Melax, fyrrverandi sóknarprestur að Breiðabólstað í Vesturhópi. Kom andlátsfregn hans stéttarbræðrum hans og vinum mjög á óvart, því að ekki hafði heyrzt, að hann hefði verið að undanförnu veikur, enda hafði svo ekki verið. Veiktist hann snögglega skömmu eftir hádegi föstudaginn 20. júní. Kom læknir til hans strax að heita mátti og var yfir honum, en gat ekkert að gert og að tveim stunduim liðnum var hann látinn. Svo örstutt var bilið milli blíðu og éls í þetta sinn.
Séra Stanley fæddist 7. des. 1893 (skv ministerialbók) að Laugalandi á Þelamörk í Eyjafirði. Voru foreldrar hans Guðmundur 7.11.1869 - 20.3.1899 búfræðingur Jónsson (1830-1915) hreppstjóra á Laugalandi Einarssonar og unnusta hans, Guðrún Oddný f. 20.8.1862 - 1.1.1938 Guðjónsdóttir 8.7.1841 - 4.6.1898 Oddssonar frá Syðra-Fjalli í Aðaldal.
Er séra Stanley var á þriðja ári (!!! faðir hans lést skv ísl.bók 1899 og þá hefur Stanley verið á 6. ári. Í guðfræðingatali er hann sagður hafa dáið 1896 og þaðan er ruglingurinn kominn inn í minningargrein nema þá að það sé rangt dánarár í ísl.bók. Aths GPJ)) , andaðist faðir hans snögglega og var það skömmu áður en þau hugðust ganga í hjónaband. Hafði séra Stanley eftir það ekkert að segja af föðurfólki sínu. Móðir hans, Guðrún Oddný, var af hinni svokölluðu Bucks ætt. En Nikulás Buck var beykir á Húsavík, af norskum ættum. Hann kvæntist Karen Björnsdóttur Halldórssonar biskups á Hólum. Eru ýmsir merkir menn út af þeim komnir, svo sem Steinigrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og ráðherra. Var Guðrún fjórði ættlilður frá þeim. Er sagt um Nikulás Buck, að hann hafi verið mikill dugnaðarmaður og hraustmenni, en jafnframt stórbrotinn í skapgerð. Mun að minnsta kosti sumt af afkomendum hans hafa erft þessi ættareikenni. Og líklega mun Guðrún Oddný hafa verið í þeim hópi. Hún var afburða dugleg og kjarkmikil, en jafnframt nokkuð skapstór. Það kom nú algerlega í hennar hlut uppeldi föðurlausa drengsins, og það hlutverk rækti hún með frábærri alúð, fórnfýsi og kærleika. Hún var í eðli sínu sérstaklega barngóð og að sjálfsögðu varð sonur hennar, sem nú var að öllu Ieyti hennar forsjá falinn, augasteinn hennar og eftirlæti. Sparaði hún ekkert til uppeldis hans, vann sjálf baki brotnu og gekk ýmislegs á mis til þess að framtíð hans yrði sem best tryggð. Voru þau mæðginin mest á Akureyri eða þar í grennd á þessum uppvaxtarárum hans.
Breiðabólstaðarprestakalli þjónaði séra Stanley til hausts 1960, en þá sagði hann af sér og fluttust þau hjónin til Reykjavikur og hafa búið þar síðan að Ljósheimum 4.

Hann hafði verið prestur í full 40 ár og stundað embætti sitt með mikilli skyldurækni og samviskusemi. Öll prestsverk fóru honum prýðlega úr hendi. Hann var ágætur ræðumaður, hafði góða rödd og sómdi sér vel fyrir altari, enda fyrirmannlegur hvar sem hann kom fram. Hann var frjálslyndur í skoðunum og enginn kreddumaður, en einlæguir Kristsunnandi og hafði háar hugmyndir um gildi þjónsstarfsins í kristinni kirkju.

Búskap stundaði hann nokkuð, en þó í frekar smáum stíl, enda áreiðanlega meira gefinn fyrir bókiðju en búskap. Voru börnin hans, meðan þau voru heima, og ekki sízt Halldór fóstursonur hans.

Séra Stanley var í eðli sínu alvörumaður, enda uppeldið í fátækt með einstæðings móður, fjarri frændum og venzlafólki, stutt að því og haft nokkur varanleg áhrif á hann. Hann var líka mjög hlédrægur og vildi ekki láta mikið á sér bera. Ég býst við, að mörgum hafi við fyrstu kynni virzt hann lítt gefinn fyrir að blanda geði við hvern sem var og vera nokkuð seintekinn sem kallað er. En hann var trölltryggur þar sem hann tók þvi og mikill vinur vina sinna. Í góðvina hópi var hann glaður og reifur og hinn skemmtlegasti í viðræðum og umgengni, enda greindur vel og gamansamur, er því var að skipta.

Vandamenn hans og vinir sakna þessa heilsteypta manns og kristin kirkja þakkar honum 40 ára dygga þjónustu,

Places

Barð í Fljótum 1920-1931: Breiðabólsstaður í Vesturhópi 1931-1960: Reykjavík

Legal status

Séra Stanley gekk í gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi 1912. Haustið 1913 hélt hann svo til Reykjavíkur og settist í fjórða bekk menntaskólans og lauk stúdentsprófi 27. júní 1916. Þá um haustið fór hann í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi með góðum vitnisburði 13. febr. 1920.

Functions, occupations and activities

Var hann síðan við barnakennslu á Akureyri 1912-1913.
Vígður var hann til Barðsprestakalls í Fljótum 27. júmí 1920 og skipaður í embættið næsta vor. Var hann þar prestur í ellefu ár, eða til vors 1931, en þá var honum veittur 9. maí, Breiðabólstaður í Vesturhópi.
Af opinberum störfum, sem hann gegndi, má nefna þetta: Hann var í hreppsnefnd og oddviti hennar í Haganeshreppi árin 1928—'31, skólanefndarformaður í 36 ár, stöðvarstjóri og bréfhirðingamaður frá 1931—1960 og prófdómari í nálægum skólahverfum mestalla sína prestskapartíð. Öll þessi störf stundaði hann með samvizkusemi og skyldurækni.

Mandates/sources of authority

Séra Stanley sinnti allmikið ritstörfum og gaf alls út 6 bækur og mun hafa haft þá sjöundu í smíðum, er hann lézt. Kom fyrsta bók hans út 1926 og sú síðasta fyrir ári. Hélt hann sér aðallega að smásöguforminu, en ein alllöng saga kom út eftir hann 1962 og hét bún Gunnar helmingur. Honum var ákaflega létt um að skrifa og voru bækur hans allar mjög læsilegar.

Internal structures/genealogy

Fyrstu prestskapar árin á Barði var móðir hans ráðskona hjá honum, en 18. nóv. 1928 kvæntist séra Stanley Guðrúnu f. 15. september 1904 - 26. júlí 1999 Ólafsdóttur bónda í Haganesi í Fljótum (1868-1948), Jónssonar og konu Ólafs, Jórunnar Stefánsdóttur (1878-1968) en hún var uppalin hjá Sveini Sveinssyni og Jórunni Jónsdóttur Efra-Haganesi, ágætri og glæsilegri konu, sem studdi hann vel og dyggilega í þeirra sameiginlega lífshlutverki og bjó honum óvenju snyrtilegt og hlýlegt heimili alla tíð. Þau hjónin voru bæði sérlega gestrisin og var ævinilega gott og ánægjulegt til þeirra að koma og dvelja í þeirra húsum. Bæði ég og ýmsir fleiri munu minnast margra góðra stunda á hinu vistlega og aðlaðandi heimili þeirra.
Þau hjónin eignuðust alls 5 efnileg og vel gefin börn og eru þau sem hér segir:
1) Bragi Melax f. 1. september 1929 - 2. apríl 2006 Kennari, síðast bús. í Reykjavík. Var á Barði, Barðssókn, Skag. 1930, skólastjóri barnaskólans að Laugum í Reykholtsdal, Maki I 23.8.1959 Sigrún Ragnhildur Eiðsdóttir íþróttakennara f. 13. september 1933 - 14. júní 1972. Eignuðust þau 3 börn, Maki II 21.12.1974, skildu, Alma Þorvarðardóttir 16.11.1943, eignuðust þau 1 barn. Barnsmóðir hans var 8. mars 1929 - 8. maí 2012 Var á Hömrum I, Klausturhólasókn, Árn. 1930. Lengst af forstöðukona Vistheimilis Bláa bandsins í Víðinesi á Kjalarnesi. Síðast bús. í Mosfellsbæ.
2) Haukur f. 24. febrúar 1932 Maigister í vefja- og frumufræði, kennari við Albertaháskóla í Canada. Maki: Elsie Chomay. Börn þeirra: David Melax f.20.4.1965 giftur Agnes Reinhild Magdelana Melax, Kenneth Melax giftur Heather Melax og Stanley Karl Melax f.28.6.1968 giftur Jean Alexandra Melax.
3) Guðrún Dúfa 26. júní 1933 - 31. janúar 2011, gift 20. júlí 1932 - 23. janúar 2016 Kennari við Njarðvíkurskóla um árabil. Bús. í Kópavogi og síðast í Reykjavík.
4) Jórunn Lóa f. 9. desember 1935 - 4. nóvember 2003 , gift Jóni Magnússyni símamanni í Reykjavík,
5) Björk f. 19. ágúst 1941 , gift 28.12.1965, Sighvati Kristni Björgvinssyni f. 23.1.1942, stud. oceon frá Ísafirði, í Reykjavík, síðar alþingismanni og ráðherra. Þau eiga 3 börn.

Auk sinna eigin barna ólu þau séra Stanley og kona hans upp að miklu eða mestu leyti þrjú fósturbörn, sam misst höfðu foreldra sína.
Var eitt þeirra
0) Sigurbjörn Halldór Björnsson f. 24. apríl 1919 - 10. desember 1986 Fósturbarn á Barði, Barðssókn, Skag. 1930. Var á Breiðabólsstað, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík, var með þeim meðan þau bjuggu og studdi þau mjög við búskapinn. Fluttist hann með þeim til Reykjavíkur og er nú búsettur þar ókvæntur.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02020

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546
Þorsteinn B Gíslason í Steinnesi.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places