Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.5.1919 - 21.3.2001

History

Tryggvi Björnsson fæddist á Hrappsstöðum, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, 29. maí 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. mars síðastliðinn. Tryggvi fór snemma að vinna að bústörfum á Hrappsstöðum og var einnig vinnumaður á nokkrum bæjum á unga aldri. Síðustu árin hefur hann verið vistmaður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Útför Tryggva fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Hrappsstaðir í Víðidal, bóndi þar 1945-1983: Hvmmstangi 1983:

Legal status

Functions, occupations and activities

Hann tók síðan við búi af foreldrum sínum 1945 og var bóndi á Hrappsstöðum til ársins 1983 en flutti þá til Hvammstanga. Eftir það vann hann hjá Verslun Sigurðar Pálmasonar og síðan sláturfélaginu Ferskum afurðum. Tryggvi var gangnastjóri á Víðidalstunguheiði í áratugi. Þar var hann í essinu sínu, þekkti heiðina og allar aðstæður eins og lófann á sér og kunni að beita hesti og hundi, stjórna mönnum og vera glaður.

Mandates/sources of authority

"Tryggvi tók seint bílpróf en átti Landróverjeppa. Hann stalst stundum til að keyra bílinn "svona innan sveitar". Eitt sinn er ég að aka niður í Víðidal, þá sé ég framundan mér hvar jeppi stansar og út stekkur Tryggvi bóndi og hleypur út í móa. Ég stansa bílinn og kalla til hans: "Hvað ertu að gera þarna?" Hann snýr sér við og segir: "Nú, ert þetta bara þú, ráfan þín, ég hélt að þetta væri lugreglan."

"Ein sagan er frá því þegar Bergáin, sem er rétt fyrir ofan Hrappsstaði, var nú loksins brúuð. Hún var mikill farartálmi þegar keyrt var fram á Víðidalstunguheiði. Það var sett á hana gömul járngrindarbrú af annarri á. Þá sagði bóndi nokkur sem kom að skoða mannvirkið og hitti Tryggva úti á hlaði: "Það er nú meiri munurinn að fá loksins brú á ána." "Jááááá," sagði Tryggvi, "það var tekin brú af gamalli á og sett á Bergána."

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Björn Ingvar Jósefsson, f. 11.9. 1896 á Hrappsstöðum d. 4.8. 1971 og Sigríður Jónsdóttir, f. 29.3 1892 í Gröf Lundarreykjadal, d. 29.11. 1972.
Tryggvi var elstur 11 systkina og eru þau öll á lífi nema eitt sem dó tæplega 2 mánaða. Systkini Tryggva eru:
1) Guðrún Ingveldur Björnsdóttir 1. febrúar 1921 - 28. nóvember 2001 Var á Dæli í Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. á Hvammstanga.
2) Jósefína Björnsdóttir 31. mars 1924 - 7. maí 2017 Var á Hrappsstöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja og bóndi í Galtanesi í Þorkelshólshreppi, síðar saumakona í Kópavogi
3) Bjarni Ásgeir Björnsson 15. ágúst 1925 - 19. janúar 2009 Byggingaverktaki, umsjónarmaður og síðar húsvörður í Reykjavík.
4) Sigurvaldi Björnsson 21. febrúar 1927 - 16. ágúst 2009 Var á Litlu-Ásgeirsá, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Bóndi á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal um áratugaskeið. Síðast bús. á Hvammstanga.
5) Steinbjörn Björnsson 22. september 1929 Var á Hrappsstöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var á Syðri-Völlum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957.
6) Guðmundína Unnur Björnsdóttir, f. 15.2. 1931,
7) Álfheiður Björnsdóttir 15. febrúar 1931 - 25. október 2012 Húsfreyja á Bjargshóli í Miðfirði, síðar hænsnabóndi í Garðahreppi og starfaði við umönnun og ræstingar í Garðabæ.
8) Sigrún Jóney Björnsdóttir, f. 18.6 1933,
9) Gunnlaugur BJörnsson, f. 24.3 1937.
Tryggvi kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Ingadóttur, 5.9. 1946. Guðrún er fædd 15.1. 1925 og foreldrar hennar voru Ingi Jónsson (Ingibrekt Grude). f. 3.6. 1894, d. 27.1. 1963 Var í Bergstaðastræti 2, Reykjavík 1930. Bóndi í Brúnavík í Borgarfirði eystra, síðar verslunarmaður í Reykjavík, og Gyða (Gyðríður) Sigurbjörg Hannesdóttir, f. 7.7 1901, d. 1.6. 1935.
Tryggvi og Guðrún eiga átta börn:
1) Karl, f. 17.2. 1947, kvæntur Ragnhildi M. Húnbogadóttur, f. 15.8 1950. Þau eru búsett á Blönduósi og eiga 3 börn og 2 barnabörn.
2) Gyða Sigríður, f. 6.6 1949, gift Þorgeiri Jóhannessyni, f. 23.8.1945. Þau eru búsett í Áslandi, Fitjárdal, og eiga 2 börn og 5 barnabörn.
3) Inga Birna, f. 9.11. 1950, gift Guðmundi Arasyni f. 1.2. 1946. Þau eru búsett á Blönduósi og eiga þrjá syni og tvö barnabörn.
4) Jóna Halldóra, f. 30.11. 1953, gift Hjalta Jósefssyni f. 23.12. 1951. Þau eru búsett á Hvammstanga og eiga 3 börn og 2 barnabörn.
5) Guðrún, f. 20.10. 1955, gift Birni Friðrikssyni, f. 14.7. 1953. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga 3 börn og 3 barnabörn.
6) Magnea, f. 9.10.1956. Hún er búsett í Reykjavík og á einn son og 1 barnabarn.
7) Steinbjörn, f. 17.7. 1959, kvæntur Elínu Írisi Jónasdóttur f. 2.3. 1963. Þau eru búsett í Galtanesi, Víðidal, og eiga 3 börn.
8) Ingi, f. 19.2. 1962, lögmaður kvæntur Ingu Margréti Skúladóttur, f. 13.4. 1966. Þau eru búsett í Borgarnesi og eiga 3 börn.
Guðrún átti áður soninn
Örn Arnar Ingólfsson, f. 28.1. 1943, kvæntur Elsu Finnsdóttur f. 7.1. 1938, þau eru búsett í Reykjavík og eiga 2 syni og 7 barnabörn.
Um árabil dvaldi hjá Tryggva og Guðrúnu frændi Tryggva,
0) Þórbergur Egilsson, f. 29.3. 1963, kvæntur Guðbjörgu Halldórsdóttur, f. 26.3. 1969, þau eru búsett í Kópavogi og eiga 3 börn.

General context

Fæddur á Hrappsstöðum í Víðidal, sveitabæ við jaðar hinna víðlendu húnvetnsku heiða, þar sem hann síðar á ævinni átti eftir að stjórna fjárleitum áratugum saman. Hann fæddist inn í heim sem kalla má að væri án véla og tækni. Handverkfæri, sem nú þykja harla fábrotin, og líkamsaflið var það sem lífsafkoman varð að byggjast á. Þessi heimur var án síma og útvarps og einnig að mestu án nothæfra akvega. Þetta var tími orfsins, hrífunnar og torfljásins, tími olíulampans og sjálfsþurftarbúskaparins. Flestir bændur voru fátækir, sparnaður og nýtni sem nú á dögum þætti brosleg sérviska var þar sjálfsögð dyggð.

Relationships area

Related entity

Hjalti Pétursson (1952) Miðhúsum (12.1.1952 -)

Identifier of related entity

HAH09180

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Tryggvi er bróðir Sigríðar tengdamóður Hjalta

Related entity

Björn Jósefsson (1896-1971) Hrappsstöðum (11.9.1896 - 4.8.1971)

Identifier of related entity

HAH01137

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Jósefsson (1896-1971) Hrappsstöðum

is the parent of

Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

Dates of relationship

29.5.1919

Description of relationship

Related entity

Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) Hrappsstöðum (29.3.1892 - 29.11.1972)

Identifier of related entity

HAH01902

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) Hrappsstöðum

is the parent of

Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

Dates of relationship

29.5.1919

Description of relationship

Related entity

Sigurvaldi Björnsson (1927-2009) Litlu-Ásgeirsá í Víðidal (21.2.1927 - 16.8.209)

Identifier of related entity

HAH01984

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurvaldi Björnsson (1927-2009) Litlu-Ásgeirsá í Víðidal

is the sibling of

Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

Dates of relationship

21.2.1927

Description of relationship

Related entity

Jósefína Björnsdóttir (1924-2017) Galtanesi (31.3.1924 - 7.5.2017)

Identifier of related entity

HAH07960

Category of relationship

family

Type of relationship

Jósefína Björnsdóttir (1924-2017) Galtanesi

is the sibling of

Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

Dates of relationship

31.3.1924

Description of relationship

Related entity

Hrappsstaðir í Víðidal

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hrappsstaðir í Víðidal

is controlled by

Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,

Dates of relationship

29.5.1919

Description of relationship

Fæddur þar síðar húsbóndi

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02090

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 3.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places