Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) Hrappsstöðum
Parallel form(s) of name
- Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) frá Hrappsstöðum
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
29.3.1892 - 29.11.1972
History
Þann 24. ágúst 1969 áttu hjónin, Sigríður Jónsdóttir og Björn Jósefsson frá Hrappsstöðum í Víðidal, 50 ára hjúskaparafmæli. Þann dag voru þau stödd að heimili yngsta sonar síns og tengdadóttur, Guðlaugs bónda í Nýrukoti og Sigrúnar Þórisdóttur. Allmargt vina og vandamanna kom að heimsækja þau þennan merkisdag í lífi þeirra. Mikið barst víðsvegar að, af kveðjum og heillaskeytum. Hvort tveggja er, að frændgarðurinn er fjölmennur og svo hitt, að þau hjón hafa hvarvetna kynnt sig mjög vel og eiga víða vinum að mæta. Í 28 ár bjuggu þau á Hrappsstöðum, frá 1919 til 1947, þar sem Björn er fæddur og uppalinn. Er hann Húnvetningur að ætt, þótt hans ættir megi raunar rekja víðar og fer ég ekki frekar út í það hér. Sigríður er borgfirzkrar ættar og vísast þar til Ættarskrár Bjarna Hermannssonar.
Þau hjón áttu 11 börn, 5 syni og 6 dætur. Eina dóttur misstu þau nýfædda, en hin hafa öll komizt til fullorðinsára og eru nú hið mannvænlegasta fólk. Það hefur verið gæfa þeirra Hrappsstaðahjóna, hvað þau hafa verið frábærlega samhent og atorkusöm, því oft hefur nú verið út litlu að spila og vissulega hefur þurft mikinn dugnað og elju til að fleyta öllu vel fram. Gestir sem að garði komu munu þó sízt hafa orðið fátæktar varir, því gestrisni var frábær og snyrtimennska bæði utan húss og innan. Þess sáust og merki, að bóndinn vildi gera meira en að halda í horfinu og bætti hann jörð sína talsvert á þess tíma mælikvarða.
Frá Hrappsstöðum fluttust þau til Akraness og bjuggu þar í allmörg ár, en elzti sonur þeirra, Tryggvi og kona hans, Guðrún Ingadóttir, tóku við jörðinni og hafa búið þar síðan. Mér er kunnugt um, að þau Björn og Sigríður voru vinsæl á Alkranesi sem annars staðar. Þar varð Björn fyrir því mótlæti, að missa sjónina að mestu leyti og gat hann hin síðari ár ekki stundað vinnu að neinu ráði. Mun honum hafa faliið það þungt, þó að hann héldi reisn sinni þar fyrir og væri jafnan viðræðugóður, enda fróður um margt og átti nokkurt safn góðra bóka. Nú hin síðustu ár hafa þau hjón dvalizt á ellideild sjúkrahússins á Hvammstanga. Til þeirra er gott að koma og enn kann húsmóðirin frá Hrappsstöðum betur við að geta veitt gestum sínum, þó með öðrum hætti sé en áður. Ég bið guð að blessa þeim ævikvöldið.
Í afmælishófinu flutti Sigvaldl Jóhannesson frá Enniskoti, gullbrúðhjónunum frumort kvæði. Fer það hér á eftir.
Places
Hrappstaðir: Akranes:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Ávarp á 50 ára hjúskaparafmæli Sigríðar Jónsdóttur og Björns Jósefssonar frá Hrappsstöðum.
Þið afsakið kvæðið mitt, Hrappsstaðahjón,
sem heiðruð nú eruð á gullbrúðkaupsdegi
og hressileg ennþá, sem eruð í sjón,
þótt umferðagetan sé horfin á teigi.
Um margþættan vinning en minna um tjón
þið minningu eigið hjónabandsvegi.
Sá vinningur: börnin, sem guð ykkur gaf,
hin geðfellda sambúð og almennings hylli
var rótin, sem lán ykkar lifnaði af,
svo lýsti af virðingu ykkar á milli.
En iðjan þá hvorki né ástundun svaf.
Þær oftökum fátæktar héldu í stilli.
Og Ísland er því aðeins „farsældarfrón",
að flestöllum takast í hjúskapnum megi
í daglegum önnum, að einbeita sjón
að ávinning hverjum á skyldunnar vegi.
Það gerðuð þið, vinsælu Hrappsstaðahjón,
sem heiðruð nú eruð á gullbrúðkaupsdegi.
Sigvaldi Jóhannesson.
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) Hrappsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) Hrappsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) Hrappsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) Hrappsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 18.7.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði 17.4.2021
Íslendingabók
27.5.2017. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1640402/?item_num=1&searchid=a80afcf24cdd7df545fa5fc541fa2f648b287cc1
27.6.1970. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546