Agnes Jóhannesdóttir (1933-2010)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Agnes Jóhannesdóttir (1933-2010)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.11.1933 - 23.8.2010

History

Agnes Jóhannesdóttir f. 29. nóvember 1933 - 23. ágúst 2010 Hjúkrunarfræðingur og deildarstjóra ungbarnadeildar Barnaspítala Hringsins, bús. í Kópavogi. Kjörforeldrar skv. Vigurætt: Jóhannes Jónsson, f. 20.8.1902 og Sigrún Helena Jóhannesdóttir, f. 22.12.1908.
Agnes Jóhannesdóttir barnahjúkrunarfræðingur fæddist í Álftafiði 29. nóvember 1933. Hún lést mánudaginn 23. ágúst, 76 ára að aldri.
Agnes verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 30. ágúst 2010, klukkan 15.

Places

Álftafjörður vestra: Kópavogur.

Legal status

Agnes fluttist ung að aldri til Reykjavíkur til að leggja stund á hjúkrunarnám í Hjúkrunarskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1958. Hún fór síðan í framhaldsnám í Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð þar sem hún vann meðal annars við hjúkrun barna.

Functions, occupations and activities

Agnes starfaði eftir nám á Barnaspítala Hringsins og þótti farsæl í starfi. Hún gegndi stöðu deildarstjóra ungbarnadeildar í hátt á þriðja tug ára. Agnes þótti sýna mikið starfsþrek og fagmennsku í starfi sínu og veitti Landspítalinn henni heiðursviðurkenningu árið 1996 fyrir starf sitt í þágu veikra barna.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Sigurður Páll Halldórsson, f. á Tröð í Súðavík 20. júlí 1913, d. 1937, og Kristbjörg Jóhannesdóttir, f. í Hlíð í Álftafirði 26. maí 1915, d. 2000. Agnes var ættleidd við fæðingu til systur Kristbjargar, Sigrúnar Helenu Jóhannesdóttur húsfreyju, f. 22. desember 1908, d. 1987, og Jóhannesar Jónssonar sjómanns, f. 20. ágúst 1902, d. 1996. Þau bjuggu lengst af á Ísafirði.
Agnes átti eina hálfsystur,
1) Sigrid Kaland, f. 1936, og voru þær dætur Sigurðar Páls. Sigrid er myndlistarmaður og býr í Bergen í Noregi.

Agnes giftist árið 1964 Hrafnkeli Guðgeirssyni rakara, f. á Sandi 20. júní 1928, d. 19. júní 1977. Hann hafði rekið rakarastofu á varnarliðssvæðinu í Keflavík um árabil ásamt Grími Kristgeirssyni en flutti síðar starfsemi sína í Starmýri þar sem hann starfaði þar til hann lést árið 1977, þá 49 ára gamall, eftir stranga en stutta baráttu við krabbamein. Agnes og Hrafnkell eignuðust þrjár dætur saman:
1) Helena Kristbjörg, f. 21. október 1963, gift Valtý Helga Diego, f. 1961, þeirra börn eru Hrafnkell, f. 1997, og Agnes Sigrún, f. 2001. Valtýr Helgi á tvo syni af fyrra hjónabandi, þ.e. með Önnu Kristinsdóttur. Þeir eru Kristinn Arnar Diego og Sverrir Arnar Diego, f. 2. maí 1982.
2) Jóhanna, f. 5. febrúar 1966, gift Guðbjarti Þórarinssyni, f. 1965, þeirra börn eru Daníel, f. 1990, Hrafnhildur, f. 1995, og Anton Vilhelm, f. 1999.
3) Svava Snæberg, f. 10. febrúar 1972, gift Huldu Snæberg Hauksdóttur, f. 1972, þeirra barn er Haukur Snæberg, f. 2008.

Hrafnkell átti dóttur frá fyrra hjónabandi,
1) Lilju Svövu, f. 11. apríl 1953, d. 2004, sem bjó mestan hluta ævi sinnar í Danmörku.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02258

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 30.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places