Birgir Snæbjörnsson (1929-2008)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Birgir Snæbjörnsson (1929-2008)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

20.8.1929 - 17.7.2008

Saga

Séra Birgir Snæbjörnsson, prestur og prófastur á Akureyri, fæddist á Akureyri 20. ágúst 1929. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí síðastliðins á sjötugasta og níunda aldursári.
Útför sr. Birgis fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 10. ágúst 2008 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Akureyri.

Réttindi

Sr. Birgir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1949 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 31. janúar 1953.

Starfssvið

Hann var vígður 15. febrúar sama ár sóknarprestur í Æsustaðaprestakalli. Í júní sama ár voru honum veittir Æsustaðir. Veittur Laufás við Eyjafjörð 3. júlí 1959. Sr. Birgir var skipaður sóknarprestur í Akureyrarprestakalli 26. október 1960 og prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi frá 15. júní 1986. Hann lét af prófastsstörfum 1. janúar 1999 og embætti sóknarprests 31. ágúst sama ár. Frá 15. febrúar 2000 til 1. júlí var sr. Birgir svo skipaður sóknarprestur í Möðruvallaprestakalli. Hann var stundakennari við Oddeyrarskóla 1961 til 1990 og Gagnfræðaskóla Akureyrar frá 1960 til 1992. Stundakennari við Háskólann á Akureyri nokkra vetur.
Sr. Birgir sinnti margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hann vann að barnaverndarmálum á Akureyri, auk æskulýðsmála. Var í stjórn Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakórsins Geysis og Sambands norðlenskra karlakóra. Birgir var að auki meðlimur í Geysiskvartettinum. Sr. Birgir var jafnframt formaður Héraðsnefndar Eyjarfjarðarprófastsdæmis frá 1986 til 1999 og í stjórn Prófastafélags Íslands frá 1988 til 1999. Árið 2005 kom út bókin „Því ekki að brosa“ sem geymir glettin minningarbrot Birgis úr farsælu lífi hans og starfi.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Birgis voru Snæbjörn Þorleifsson, bifreiðaeftirlitsmaður á Akureyri, f. 22.3.1901, d. 24.10.1959 og Jóhanna Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 9.12.1895, d. 17.6.1983.
Systkini Birgis:
1) Erla, f. 21.10.1927, d. 10.3.1929
2) Þorvaldur, rafvirkjameistari á Akureyri, f. 30.8.1930.
Hálfsystir samfeðra móðir hennar Guðjónía Margrét Eyþórsdóttir f. 23.4.1902 - 11.7.1970. Síðast bús. í Kópavogi. :
3) Hulda Sigrún starfsstúlka, f. 19.5.1923 - 14.4.2013. Húsfreyja og fékkst við umönnunarstörf í Reykjavík. Hulda giftist 8.9.1947 Eyjólfi Kolbeinssyni, f. 5.12.1911, d. 22.1.1976 verslunarmaður Reykjavík.

25.11.1961 kvæntist Birgir Sumarrósu Lillian Eyfjörð Garðarsdóttur húsfreyju, f. 15.9.1928. Foreldrar hennar voru Garðar Júlíusson verkamaður, f. 21.7.1901, d. 20.2.1986 Sjómaður og verkamaður á Felli í Glerárþorpi á Akureyri og Sigurveig Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 15.9.1901, d. 19.6.1989.

Börn Birgis og Sumarrósar eru:
1) Jóhanna Erla guðfræðinemi, f. 26.5.1963, maki Magnús Einar Finnsson véltæknifræðingur, f. 21.7.1959, d. 13.2.2005. Börn þeirra eru: a) Arnaldur Birgir tæknifræðinemi, f. 2.11.1980, maki Anna Guðrún Árnadóttir sjávarútvegsfræðingur, f. 10.11.1982. b) Andri Freyr vélstjóri, f. 3.7.1984, maki Inga Kristín Sigurgeirsdóttir nemi, f. 1.9.1987. c) Sigrún María kennaranemi, f. 21.1.1986.
2) Birgir Snæbjörn myndlistarmaður, f. 13.5.1966, maki Sigrún Sigvaldadóttir, grafískur hönnuður, f. 7.4.1965. Dætur Birgis Snæbjarnar eru: a) Ásta Björk hjúkrunarfræðinemi, f. 25.2.1985, maki Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, f. 29.2.1980. b) Berglind Rósa nemi, f. 16. apríl 1988. Börn Sigrúnar eru: a) Úlfur Þorvarðarson nemi, f. 27.10.1990. b) Assa Þorvarðardóttir nemi, f. 22.7.1993.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01115

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir