Agnar Leví Jónsson (1917-2006)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Agnar Leví Jónsson (1917-2006)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

9.5.1917 - 15.10.2006

History

Agnar Jónsson fæddist á Heggsstöðum í Ytri-Torfustaðahreppi, V-Húnavatnssýslu 9. maí 1917.
Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 15. október 2006.
Útför Agnars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Places

Heggstaðir: Reykjavík:

Legal status

Agnar lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri, og í kjölfar þess hélt hann á árinu 1938 til Noregs til að kynna sér loðdýrarækt, aðallega við Landbúnaðarskólann á Sem. Hann komst í mars 1940 frá Noregi með Lagarfossi til Íslands, með viðkomu í Kaupmannahöfn, í frosthörkum fyrsta vetrar heimsstyrjaldarinnar síðari.
Agnar stundaði nám við Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan vorið 1947.

Functions, occupations and activities

Á yngri árum vann Agnar á búi foreldra sinna og síðar um skeið verslunar- og skrifstofustörf áður en hann á árinu 1949 fékk stöðu á skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins. Aðalféhirðir Skipaútgerðar ríkisins varð hann 1965 og allt til ársins 1987, er hann lét af störfum vegna aldurs. Agnar var löngum mikill áhugamaður um æðarrækt og efldi mjög æðarvarp á Heggsstöðum, en þangað norður sótti hann jafnan hvenær sem færi gafst og heilsa leyfði. Hann var virkur félagi í Æðarræktarfélagi Íslands og sat um árabil í varastjórn þess félags. Agnar og Ragnhildur uppeldissystir hans byggðu hús á Hallveigarstíg 10 A í Reykjavík og þar héldu þau saman heimili í 45 ár. Síðustu 3 árin bjó Agnar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar Agnars voru hjónin Jón Pálsson Leví, bóndi og söðlasmiður á Heggsstöðum, f. 21. apríl 1888 á Heggsstöðum, d. 3. júlí 1971 og Sigurjóa Guðmannsdóttir, kennari og húsfreyja, f. 29. október 1883 í Krossanesi, Þverárhreppi, V-Húnavatnssýslu, d. 27. febrúar 1979.

Bræður Agnars eru
1) Páll Jónsson Leví f. 9. maí 1917 - 8. október 1980 Var á Heggstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðar bóndi á sama stað. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.
2) Ármann Leví Jónsson f. 27. júní 1920 - 31. desember 1981 Var á Heggstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Lögmaður, lengst af starfandi hjá skattstjóranum í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Uppeldissystir þeirra bræðra er
0) Ragnhildur Anna Kristjánsdóttir f. 4. desember 1911 - 1. nóvember 2004 Verslunar- og framreiðslukona, síðast bús. í Reykjavík. Vinnukona á Heggstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Ragnhildur var dóttir hjónanna Kristjáns Guðmundssonar (1861-1931) og Ragnhildar Guðmannsdóttur (1872-1914) á Ytra Hóli, og var Sigurjóa móðursystir Ragnhildar Önnu (samfeðra).

General context

Relationships area

Related entity

Jón Leví Pálsson (1888-1971) Heggstöðum (21.4.1888 - 3.7.1971)

Identifier of related entity

HAH05654

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Leví Pálsson (1888-1971) Heggstöðum

is the parent of

Agnar Leví Jónsson (1917-2006)

Dates of relationship

9.5.1917

Description of relationship

Related entity

Gestur Guðmannsson (1885-1970) Krossanesi (30.11.1885 - 30.11.1970)

Identifier of related entity

HAH03734

Category of relationship

family

Type of relationship

Gestur Guðmannsson (1885-1970) Krossanesi

is the cousin of

Agnar Leví Jónsson (1917-2006)

Dates of relationship

9.5.1917

Description of relationship

Móðir Agnar var Sigurjóa (1883-1979) systir Gests

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02254

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 30.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places