Steinunn Matthíasdóttir (1912-1990) Hæli Gnúp

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Steinunn Matthíasdóttir (1912-1990) Hæli Gnúp

Parallel form(s) of name

  • Steinunn Matthíasdóttir (1912-1990) Hæli Gnúp

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Nunna.

Description area

Dates of existence

8.10.1912-6.2.1912

History

Places

Legal status

Árið 1923 tók Ásaskóli til starfa og var það heimavistarskóli fyrir barnakennslu í sveitinni. Skólastjóri var Unnur Kjartansdóttir frá Hruna og var frænka hennar, Guðrún Haraldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum lengst af, þar matráðskona. Það kom fljótt í ljós, að Ásaskóli var ekki neinn venjulegur skóli, því að Unni tókst ásamt góðri barnakennslu að skapa hjá nemendum sínum svo jákvæða lífssýn, að ég hygg að flestir sem stunduðu þar nám hafi búið að því alla ævi, og að hluta má einnig þakka þetta Guðrúnu frænku Unnar, því hún var svo samstiga Unni í því merka skólastarfi sem þarna fór fram.
Steinunn var á ellefta árinu þegar Ásaskóli tók til starfa og varð fljótt ein af bestu nemendunum þar. Hún var því eftir fjögra vetra nám, eins og margir, sem á þessum árum gengu í Ásaskóla, komin með drjúga þekkingu á víðu sviði sögu og bókmennta og svo það mikilsverðasta, jákvæða afstöðu til lífsins og þeirrar baráttu, sem margur verður að heyja við óblíð örlög.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru hjónin,Matthías Jónsson f. 7. nóvember 1875 - 27. nóvember 1952 Bóndi í Skarði, Stórunúpssókn, Árn. 1930. Bóndi, lengst í Skarði, síðast á Fossi og Jóhanna Bjarnadóttir f. 3. september 1878 - 28. ágúst 1955, voru bæði fluggáfuð og bókhneigð. Matthías var fæddur í Skarði, og var hann sonarsonur Jóns Gíslasonar frá Hæli og hefur fylgt þeim frændum að vera orðheppnir, fljótir til svara og hafa góða kímnigáfu. Hafði Matthías alla þessa kosti tilað bera í ríkum mæli. Jóhanna Bjarnadóttir var fædd í Glóru, næsta bæ við Skarð, og var að allra dómi fluggáfuð og svo næm og minnug að hún kunni utanbókar flest það sem hún las og hafði mætur á.
Steinunn, sem var fædd í Skarði árið 1912, var næst yngst fimm systkina, en
1) Bjarni f. 10. apríl 1907 - 21. apríl 1983. Fjármaður í Skarði, Stórunúpssókn, Árn. 1930. Bóndi á Fossi í Hrunamannahreppi. Ókvæntur og barnlaus.
2) dr. Haraldur f. 16. mars 1908 - 23. desember 1999. Kennari, fræðimaður og rithöfundur á Laugarvatni,
3) Guðlaug húsfreyja á Bjargi, Hrunamannahreppi, fædd 17. ágúst 1910 - 22. júlí 1999,
4) Kristrún f 22. september 1923 - 24. október 2011. Húsfreyja á Fossi í Hrunamannahreppi.
Öll eru þessi systkini mjög vel gefin bæði til munns og handa og í fremstu röð að hverju sem þau hafa gengið.
Steinunn og Gestur eignuðust 5 börn.
1) Jóhanna, fyrrv. skólastjóri, f. 27. nóv. 1938, var gift Birgi Sigurðssyni rithöfundi, þau skildu. Börn þeirra eru: Steinþór, kvikmyndagerðarmaður, kona hans er Ásta Vilhjálmsdóttir og eiga þau eina dóttur og Steinþór eina fósturdóttur, Freyja, lektor við KHÍ, maður hennar er Halldór Magnússon, og eiga þau tvö börn og Steinunn Björg, kennari, maður hennar er Hólmsteinn Jónasson, og eiga þau tvö börn.
2) Gestur, skattstjóri í Reykjavík, f. 7. júní 1941, kvæntur Drífu Pálsdóttur, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu Hallgrímssonar sýslumanns á Selfossi, síðasti starfandi konungsskipaði sýslumaður landsins. Börn þeirra eru: Páll, verkfræðingur, kona hans er Dagrún Árnadóttir og eiga þau þrjá syni, Steinunn, lektor við KHÍ, maður hennar er Atli Magnússon, og eiga þau tvær dætur og Steinþór, flugnemi.
3) Aðalsteinn, starfsmaður Landsvirkjunar við Búrfell, f. 6. júlí 1943, var kvæntur Hólmbjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: María Dögg verslunarstjóri, maður hennar er Agnar Daníelsson, Aðalbjörg Hólm, nemi, sem á eina dóttur og kjörsonur Aðalsteins Vilhjálmur Geir, sem er látinn, hann átti einn son.
4) Margrét, bóndi og leikskólakennari. Fyrri maður hennar, nú látinn, var Einar Kári Sigurðsson. Börn þeirra eru: Steinþór Kári, arkitekt, kona hans er Þorgerður Björnsdóttir, og eiga þau tvær dætur, Sigurður, smiður, kona hans er Eygló Jósephsdóttir og eiga þau tvö börn og Birna, tamningamaður, maður hennar er Sigurður Óli Kristinsson, og eiga þau eina dóttur. Seinni maður Margrétar var Már Haraldsson, einnig látinn. Þeirra börn eru: Bjarni, smiður, kona hans er Bryndís Eva Óskarsdóttir og Ragnheiður, nemi.
5) Sigurður, bóndi á Hæli, f. 21. mars 1954, kvæntur Bolette Höeg Koch kennara. Dætur þeirra eru: Dórótea Höeg, menntaskólanemi, Helga Höeg, menntaskólanemi og Jóhanna Höeg, grunnskólanemi.

General context

Í upphafi aldarinnar voru aðeins 30 jarðir í byggð í Gnúpverjahreppi og hélst það að mestu óbreytt framyfir 1930. Heimilin voru mannmörg, sennilega til jafnaðar um 10 manns í heimili þegar fæst var, og þessi stóru heimili voru mörg regluleg menningarsetur, þar sem bókmenntir þjóðarinnar voru lesnar ofan í kjölinn og þær ræddar og gagnrýndar og til viðbótar var flest það sem gefið var út af þýddum bókmenntum einnig lesið með gagnrýnum huga, og þannig léku nýir og þjóðlegir menningarstraumar um unga fólkið, sem á þessum árum var að alast upp í sveitinni.
Heimilið í Skarði var þar framarlega í flokki og þar var forystan örugg.
Árið 1935 bundust þau Steinunn Matthíasdóttir og Steinþór Gestsson á Hæli heitböndum. Móðir hans hafði þá rekið bú í all mörg ár með börnunum sínum, en þar sem þeir tveir eldri bræðurnir, Einar og Steinþór höfðu nú hug á að fara að búa og stofna sjálfstæð heimili, var nú ákveðið að hún eftirléti þeim jörðina og þeir byggðu svo nýtt tvíbýlishús, þar sem gamla íbúðarhúsið var orðið gamalt og kalt. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Gísladóttir, húsfreyja og organisti, f. 30. september 1885, d. 7. júní 1969, og Gestur Einarsson, bóndi og oddviti Gnúpverja, f. 2. júní 1880, d. 23. nóvember 1918. Systkini Steinþórs eru Gísli, f. 6. maí 1907, d. 4. október 1984, Einar, f. 15. október 1908, d. 14. október 1984, Ragnheiður, f. 23. maí 1910, d. 19. ágúst 1912, Þorgeir, f. 3. nóvember 1915, d. 19. júní 2005, Hjalti, f. 10. júní 1916, Ragnheiður f. 7. febrúar 1918, d. 26. júní 1997.
Steinunn og Steinþór giftu sig svo 12. júní 1937 og þann samadag giftu þau sig einnig Einar bróðir hans og Halla Bjarnadóttir. Þann dag afhenti móðir þeirra ungu konunum öll umráð yfir heimilinu, en þarna var fyrirhugað mikið samstarf í húshaldinu, m.a. á þann veg, að í upphafi notuðu bæði heimilin sömu eldavélina og að hluta var eldað í sama potti fyrir bæði heimilin.
Þau eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Jóhanna, fyrrv. skólastjóri, f. 27. nóv. 1938, var gift Birgi Sigurðssyni rithöfundi, þau skildu. Börn þeirra eru: Steinþór, kvikmyndagerðarmaður, kona hans er Ásta Vilhjálmsdóttir og eiga þau eina dóttur og Steinþór eina fósturdóttur, Freyja, lektor við KHÍ, maður hennar er Halldór Magnússon, og eiga þau tvö börn og Steinunn Björg, kennari, maður hennar er Hólmsteinn Jónasson, og eiga þau tvö börn.
2) Gestur, skattstjóri í Reykjavík, f. 7. júní 1941, kvæntur Drífu Pálsdóttur, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. Börn þeirra eru: Páll, verkfræðingur, kona hans er Dagrún Árnadóttir og eiga þau þrjá syni, Steinunn, lektor við KHÍ, maður hennar er Atli Magnússon, og eiga þau tvær dætur og Steinþór, flugnemi.
3) Aðalsteinn, starfsmaður Landsvirkjunar við Búrfell, f. 6. júlí 1943, var kvæntur Hólmbjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: María Dögg verslunarstjóri, maður hennar er Agnar Daníelsson, Aðalbjörg Hólm, nemi, sem á eina dóttur og kjörsonur Aðalsteins Vilhjálmur Geir, sem er látinn, hann átti einn son.
4) Margrét, bóndi og leikskólakennari. Fyrri maður hennar, nú látinn, var Einar Kári Sigurðsson. Börn þeirra eru: Steinþór Kári, arkitekt, kona hans er Þorgerður Björnsdóttir, og eiga þau tvær dætur, Sigurður, smiður, kona hans er Eygló Jósephsdóttir og eiga þau tvö börn og Birna, tamningamaður, maður hennar er Sigurður Óli Kristinsson, og eiga þau eina dóttur. Seinni maður Margrétar var Már Haraldsson, einnig látinn. Þeirra börn eru: Bjarni, smiður, kona hans er Bryndís Eva Óskarsdóttir og Ragnheiður, nemi.
5) Sigurður, bóndi á Hæli, f. 21. mars 1954, kvæntur Bolette Höeg Koch kennara. Dætur þeirra eru: Dórótea Höeg, menntaskólanemi, Helga Höeg, menntaskólanemi og Jóhanna Höeg, grunnskólanemi.

Relationships area

Related entity

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi (17.11.1891 - 9.10.1981)

Identifier of related entity

HAH02037

Category of relationship

family

Dates of relationship

null

Description of relationship

Svava dóttir hans var kona Páls Hallgrímssonar sýslumanns sem var faðir Drífu Pálsdóttur konu Gests skattstjóra sonar Steinþórs á Hæli og Steinunnar.

Related entity

Svava Steingrímsdóttir (1921-2014) Svalbarða (8.9.1921 - 31.7.2014)

Identifier of related entity

HAH02057

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Drífa dóttir Páls Hallgrímssonar sýslumanns seinni manns hennar er kona Gests skattstjóra sonar Steinþórs á Hæli og Steinunnar.

Related entity

Guðrún Hafsteinsdóttir (1928-2021) Njálsstöðum (7.4.1928 - 10.1.2021)

Identifier of related entity

HAH04311

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Maður Bjarkar dóttur Guðrúnar var Páll Valdimarsson (1954) verkfræðingur frá Selfossi. Móðir hans var Ragnhildur Pálsdóttir (1921-2016) frá Hlíð í Gnúp, hennar maður Páll Lýðsson. Móðir hennar var Ragnhildur Einarsdóttir (1879-1954) Hæli. Sonur Ragnhildar á Hæli var Steinþór Gestsson alþm eiginmaður Steinunnar

Related entity

Guðlaug Matthíasdóttir (1910-1999) Skarði í Hreppum (17.8.2010 - 22.7.1999)

Identifier of related entity

HAH03930

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðlaug Matthíasdóttir (1910-1999) Skarði í Hreppum

is the sibling of

Steinunn Matthíasdóttir (1912-1990) Hæli Gnúp

Dates of relationship

8.10.1912

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02047

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 31.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places